Heimskringla - 28.09.1938, Blaðsíða 1

Heimskringla - 28.09.1938, Blaðsíða 1
THE PAR-T-DRINK Good Anytlme In the 2-Glass Bottle ^ ® LIl. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 28. SEPT. 1938 NÚMER 52. HELZTU FRETTIR För Chamberlains til Godesborg í síðasta blaði féll frásögnin niður af stríðsmálum Evrópu, þar sem Chamberlain var að leggja af stað til Godesberg á fund Hitlers í annað sinn til að fá hann til að skrifa undir samningana sem Brétar og Frakkar höfðu gert uppkast að og um það voru að veita Þjóð- verjum Sudeten-héruðin, með ýmsum ákvæðum einnig um, að Hitler færði ekki meira út stakk- inn, og tryggingu fyrir því, að Tékkóslóvakíu-lýðveldið héldi á- fram að vera til, þó minna væri en áður. Þessa samninga vildi Hitler ekki þýðast, én gerði í þess stað nýjar kröfur, sem í því voru meðal annars fólgnar, að hann sendi her sinn nú þegar inn í Sudeten-héruðin. í hinum nýju kröfum Hitlers, er einnig farið fram á, að efnalegt og pólitískt sjálfstæði Tékkósló- vakíu sé í höndum Þjóðverja. — Með þennan nýja samning Hitl- ers átti Chamberlain að fara til Tékkuóslóvakíu stjórnarinnar og fá undirskrift hennar. Með þessu lauk annari ferð Chamberlains á fund Hitlers. Eftir heimkomu Chamberlains vrar sagt, að Tékkóslóvakíu hefðu verið sendar kröfur Hitlers. En með því að þær voru svo frekar, að hvorki Bretar eða Frakkar gátu að þeim gengið, lögðu þess- ar þjóðir ekki hart að Tékkum með að samþykkja þær. Er nú heldur ekki líklegt talið að Tékkar geri það. En Hitler krefst þó svars við þeim fyrir fyrsta október og hótar stríði, verði ekki vel við kröfum hans snúist. (Sjá meira um þetta mál á ritstjórnarsíðu). Ræða Hitlers í Sudeten-málinu Hitler kanslari hélt ræðu í Berlín s. 1. mánudag í Sudeten- málinu, sem útvarpað var um allan heim. Var það hans síð- asta tilraun, að ögra Benes for- seta Tékka til að samþykkja síð- ustu kröfur sínar í Sudeten-mál- inu, sem ætlast er til að Tékkó- slóvakía svari fyrir lok þessarar viku eða 1. október. Auk þess átti ræðan eflaust að vinna heiminn á mál Hitlers. Það er mjög hætt við, að hvorttveggja hafi mishepnast. Ræðan byrjaði með skrumi um herstyrk Þýzkalands og um biljónir eyddar í að byggja herinn upp. Benes úthúðaði ræðumaður fyrir allskonar ó- svífni og að hafa unnið stærri þjóðir með lygum á sitt band til verndar Tékkum, sem kölluðu sig þjóð, en væru aðeins 7 milj- ónir að tölu. Og þeir leyfðu sér fyrir þetta að standa uppi í hár- inu á þjóð, sem tíu sinnum væri stærri. Hann sagðist frá fyrstu hafa ætlað sér Sudeten héuðin og kvaðst hafa hugrekki til að segja heiminum það, að hann tæki þau með hervaldi þegar sér sýndist, ef annars væri ekki kostur. Stjórnmálamenn kvað hann nú fáa uppi í heiminum. Utan •Þýzkalands væri aðeins einn: Mussolini. Kommúnista og lýðræðis- stjórnum í heiminum kagði hann að þyrfti að steypa; slíkt stjóm- skipulag gerði heiminum mikla bölvun. Chamberlain þakkaði hann samt sem áður friðartilraunir sínar. Og milli frönsku og þýzku þjóðarinnar sagði hann alt vera bróðurlegt. Ef hann fengi Sudeten-héruðin, skyldi hann aldrei, hvað gamall sem hann yrði, biðja um nein fleiri lönd í Evrópu. Hann virtist jafnvel iðrast þess, að hafa ekki tekið samningum Chamberlains og skoraði nú á Benes, að standa við fyrri loforð sín. Um liðna tíð og afleiðingar stríðsins 1914 fyrir Þýzkaland og hvernig það hefði ávalt ver- ið kúgað þar til hann kom ti! sögunnar, fór hann mörgum orð- um. Á hitt mintist hann ekki, að herstefna hans væri búin að steypa þjóðinni efnalega og hafði kostað landið svipað og þó það hefði átt í tveggja til þriggja ára stríði síðustu stjórn- arár hans. Ræðan var óslitið æsingamál ogfull mótsetninga, í'aðra rönd- ina hóflaust hernaðargort, hina iðrunarandvörp. Það mun vafa- samt, að nokkur þjóðar leiðtogi hafi nokkru sinni flutt heiminum annan eins hrotta- og illmælgis- boðskap. Göbbel, er kynti Hitl- er útvarpshlustendum minti á öskur-apa. Þrjú stórveldi sameinast á móti Hitler í gær var Hitler varaður við því í skeyti frá London, að ef hann réðist á Tékkóslóvakíu, gæti hann átt vísa von á að þar yrði einnig að mæta Frökkum, Bretum og Rússum. Þetta er eitt ákveðnasta skeytið, sem Hitler hefir verið sent og er nú eftir að sjá hvort hann lætur við það skipast. Þessar þrjár gömlu sam- bandsþjóðir sáu sér ekki annað fært, en að taka þessa afstöðu, eftir að hafa íhugað síðustu kröfur Hitlers í Tékkóslóvakíu- málinu, þar sem ráð er fyrir gert, að svifta landið frelsi með öllu og þjóðina tilverurétti. Chamberlain heldur ræðu í gær í útvarpið Neville Chamberlain, sem bar- ist hefir öllum mönnum harðara fyrir að koma viti fyrir Hitler og aftra honum frá að fara í stríð, hélt ræðu í útvarpið í gær og kvaðst ekki vonlaus enn um að ennþá fengist lausn á Sudet- en deilunni á friðsamlegan hátt eða líkt því og Jfram á var farið í fyrri samningunum. En hann varaði þó brezka þegna við því að vera á hverri stundu búna við kalli um að fara í stríð. — Chamberlain hefir sent mann tvisvar, síðan hann kom heim úr Godesberg-ferðinni á fund Hitlers með friðar-boð, en um ut- komuna er óljóst, nema þetta að Chamberlain heldur ekki alla von úti um frið. Rússar ráðfæra sig við Breta Litvinoff utanríkismálaráð- herra Rússa, sendi brezku stjórninni skeyti s. 1. mánudag, um að eina ráðið sem Rússa- stjórn sæi til að stöðva Hitler og bjarga friðinum væri að láta hann vita að her væri að mæta frá lýðræðisþjóðunum, ef hann hefði sig í frammi. EXTRA Síðustu fréttir frá Evrópu, rétt áður en blaðið fer í pressuna, herma, að Hitler hafi tjáð sig fúsan að hætta við herútboð sitt og mæta á fundi á morgun í Munich, þar sem Neville Cham- berlain, Daladier, Hitler og Mussolini komi sam- an til að íhuga hvað híögt sé að gera til að aftra stríði. Hitler hefir slegið af kröfum sínum í Sudeten-málinu, en býðst til að ganga að fyrstu samningum Breta og Frakka. Roosevelt tekur í strenginn með Chamberlain Franklin D. Roosevelt, for- seti Bandaríkjanna, sendi Hitler, Benes og Chamberlain skeyti 26. sept. viðvíkjandi ófriðar- horfunum. Hann sagði í skeyti til Hitlers, að Sudeten-málið jværi engin ástæða fyrir verald- arstríði og þyH'ti ekki að vera það. Hann benti á ábyrgðina sem á þjóðarleiðtogum hvíldi í jþessu efni, Að steypa heimin- um út í annað veraldarstríð væri aðeins til að siga miljónum manna út i dauðan, en varanleg- j ur friður væri ekki fenginn með jþví fremur en blóðbaðinu 1914. Hitler svaraði skeyti þessu á þá leið, að Roosevelt hlyti að skilja, hve ill kjör Sudeten- Þjóðverjar ættu við að búa. Roosevelt sendivhonum í gær annað skeyti og heldur í því hinu sama fram, að hlutaðeigandi þjóðir geti með aðstoð hlut- lausra þjóða jafnað Sudeten- deiluna. U. S. með Bretum Blaðið New York Herald Tri- bune skýrði frá því í morgun, !að ráðuneyti Bandaríkjastjórn- j ar hafði eftir útvarpsræðu j Chamberlains í gær, sent honum skeyti og tjáð honum og Bretum fyigi sitt. | j Tékkóslóvakía neitar kröfum Hitlers bergh kunni því illa, og loks misti hann þolinmæðina með öllu og bað náungann að hypja sig sem snarast á brott. Þegar maðurinn hvörki svaraði Lind- bergh eða gerði sig líklegan til að fjarlægjast hann, gerði Lind- bergh sér hægt um hönd og sló hann niður. G.P.U.-maðurinn, er var meðvitundarlaus í 5 mín- útur eftir höggið, hefir látið svo um mælt, að Lindbergh muni ekki vera síðri sem hnefaleika- maður en flugmaður, Eftir þennan atburð hefir enginn nósnari verið á hælum Lindberghs.—N. dUi. Jan Mazaryk, sendiherra Tékka í Bretlandi afhenti brezka ráðuneytinu í gær ákvörðun sína um að ganga ekki að síð- ustu kröfum Hitlers. Að leyfa erlendri þjóð að senda her lengst jinn 1 land áður en samningar ! væru undirskrifaðir, væri svo frekt og ósanngjarnt, að því yrði ,að mótmæla. Að öðru leyti kváð- |ust Tékkar, jafnvel þó fórna yrðu einhverju af ríki sínu, jverða með hverjum þeim tillög- um, er Bretar og Frakkar sæu iað til friðar gætu leitt. j Lindbergh í Rússlandi Lindbergh flugkappi dvelur í Moskva um þessar mundir. Er hailn hafður þar með í ráðum um nýtt Norðurpólsflug Rússa. En Rússar treysta Lindbergh víst ekki fullkomlega, að minsta kosti létu þeir G.P.U. mann veita honum stöðuga eftirför. Lind- Fellibylur með ægilegum vatnavexti í ám, varð s. I. fimtudag, 500 yianns að bana í Atlantshafsríkj.unum nyrðri í Bandaríkjunum. Harðast leikin voru ríkin Massachusetts, New Jersey, New York, New Hamp- shire og Pennsylvania. Eigna- tjón er metið úm 500 miljón dalir. * * * Hreyfimynda-leikarinn heims- kunni, Clarke Gable frá Holly- wood er staddur í Winnipeg um þessar múndir. Hann skemt- ir sér hér við að skjóta andir. Ú R V ALSRITGERÐIR JóNASAR JóNSSONAR Eins og skýrt hefir verið frá í íslenzku blöðunum hér vestan hafs, hefir Samband ungra Framsóknarmanna á íslandi haf- ist handa um útgáfu á úrvals- ritgerðum Jónasar alþm. Jóns- sonar, og kemur fyrsta bindi þeirra út seint á þessu hausti. Fyrir nokkrum dögum barst mér bréf frá Jóni Helgasyni blaðamanni í Reykjavík, þar sem hann fór þess á leit, fyrir hönd Sambands ungra Framsóknar- manna, að eg safnaði áskrifend- um meðal íslendinga í landi hér að úrvalsritgerðum Jónasar Jónssonar. Er mér mjög ljúft að verða við þeim tilmælum, og vænti, að þau fái verðskuldaðar undirtektir. Jónas alþingismað- ur er bæði gjörhugull og framúr- skarandi ritsnjall, og þarf því enginn að draga í vafa, að rit- gerðir hans séu hinar athyglis- verðustu fyrir margra hluta sakir; enda eru fjölmargar þeirra ýmsum kunnar hér vestra úr íslenzkum blöðum beggja megin hafsins. Til Guttorms J. Guttormssonar Hart er að þurfa að hrósa þér á hreinum sannleiks nótum; en kynleg játning kemur hér og kannske á afturfótum: Á Fróni gerast flestir nú fleipnir, grunnir, hálfir, svo íslenzkari’ ert allur þú en vér heima sjálfir. Fjórir bræður Myndin sem hér fylgir, er af f jórum bræðrum úr frumbyggja- sveit íslendinga hér vestra. Eru þeir komnir af hinni nafnkunnu Hafnarætt, sem kemur víða við sögu Austlendingafjórðungs. — Faðir þeirra bræðra var Guð- mundur Ásgrímsson, ættaður frá Vopnafirði í Norður-Múlasýslu, en móðir þeirra var Ingibjörg Sveinsdóttir, og var hún dóttur dóttir Jóns sterka, frá Höfn í Borgarfirði eystra. Hafa þessir bræður allir verið búséttir norður við Manitoba- vatn, í hinni svonefndu Álfta- vatnsbygð, og hefir farnast vel, hafa ætíð verið vinmargir, enda drengir hinir beztu, og ötulir starfsmenn á öllum sviðum. Lesið frá vinstri til hægri handar: Sveinn Guðmundsson ...........fæddur 1858 Einar Guðmundsson ............fæddur 1861 Guðmundur Guðmundsson ........fæddur 1863 Páll Guðmundsson..............fæddur 1866 Jak. Thor. Upphafsbindi ritgerðasafnsins er annars ágætlega lýst í þess- um orðum Jóns blaðamanns Helgasonar: “Fyrsta bindi rit- gerðasafnsins kemur útúm mán- aðamótin nóvember-desember og hefir inni að halda margar minninga-greinar og afmælis. Er þar fjallað um líf og æfi á þriðja tug íslendinga, er starfað hafa' samtíða höfundinum. Er það alt í senn, að Jónas Jónsson hef- ir ritað um þetta fólk af næmari skilningi, meiri kunnleika, meira réttdæmi, meiri stílsnild heldur öðrum hefir auðnast. Þessar ritgerðir eru því margar mjög traustar og góðar heimildir um umbótabaráttpj þjóðarinnar hina síðustu áratugi.” Vil eg bæta því við, að í nefndu bindi verða meðal ann- ars ritgerðir um þessa menn og konur, og eru þó hvergi nærri allir taldir: Einar H. Kvaran Hallgrím Kristinsson, Jón Bald- vinsson, Jón Þorláksson, Krist- björgu Marteinsdóttur á Yzta- felli, Magnús Helgason, ólöfu Bjarnadóttir á Egilsstöðum, Sig- urð Jónsson á Yztafelli, Svein Ólafsson í Firði og Tryggva Þór- hallsson. Þegar tekið er tillit til þess, hversu framarlega þeir menn, sem þar er lýst, hafa staðið í menningarbaráttu þjoðar vorrar á undanfórnum áratugum, verð- ur augljóst hið mikla sög'ilega gildi minningargreinanna um þá, jafnhliða snild frásagnarinnar. Þetta fyrsta bindi ritgerða- safnsins verður 220-250 blaðsíð- ur að stærð í Skírnisbroti, prýtt allmörgum myndum, Það verður selt áskrifendum 6 $1.10 óbund- ið, en $1.65 í vönduðu bandi. Er verðið mjög lágt fyrir svo stóra bók, eftir því sem nú gerist, enda mun bókhlöðuverðið eitt- hvað hærra. Þar sem hér er um mjög merkilegt rit að ræða, og höf- undurinn á vinsældum að fagna meðal landa sinna hér í álfu, veit eg að margir þeirra muni vilja gerast áskrifendur að því. Geta þeir hinir sömu skrifað beint til mín, og væri æskiíegt, að andvirði bókarinnar fylgdi. Verður ritið svo á sínum tíma sent áskrifendum, burðargjalds- frítt. Kjósi menn það heldur, geta þeir vitanlega fengið bók- ina senda gegn póstkröfu. Einnig væri mér þökk á því, ef einhverjir í íslenzku bygðun- um hérlendis vildu taka að sér, að safna • áskrifendum að rit- gerðasafninu í heimabygð sinni. Hefi eg fyrirliggjandi eyðublöð, sem safnandi gæti síðan sent til mín að nafnasöfnuninni lokinni. Richard Beck, —Úniversity Station, Grand Forks, N. Dak. U.S.A. Stalin heilsuveill Stalin, sem lengi hefir verið heilsutæpur mjög, hefir hætt að leita sér lækninga hjá inn- lendum læknum. Hann hefir komist að þeirri niðurstöðu, að þeir leggi sig fram um að brjóta niður heilsu hans í stað þess að hjálpa honum. Nú hefir einvaldurinn leitað á náðir frægs, indversks töfra- manns, sem kvaddur hefir verið til starfa síns austan frá Ben- gal. Hann hefir þegar verið um hríð í Moskva. Eitt mesta mein Stalins er andvökurnar. Við minsta þrusk þýtur hann upp, nötrandi eins og hrísla. Slíkt getur líka hent um hábjartan daginn. Það skeði til að mynda nú fyrir skömmu, er hann í lyftu einni sá mann, sem líktist Trotsky mjög mikið. Vesalings maðurinn, sem svo mjög bar ytri einkenni Trot- zkys, var þegar tekinn höndum og fluttúr í fjarlægt og afskekt hérað, svo að Stalin gæti verið óhultur. Aldís Magnússon frá Lundar, Man., dó síðast liðinn laugardag á Almenna sjúkrahúsinu í Win- nipeg; hún var 51 lárs. Líkið verður flutt norður að Lundar til greftrunar. * * * Tilkynning Hér með leyfi eg mér að til- kynna fólki að fyrsta (1.) okt. næstkomandi flyt eg að 272 Home St. Er það örskamt fyrir sunnan Portage Ave., í Thelma Apts, á fyrsta gólfi nr. 4. Verð eg þar til viðtals frá kl. 3 til 5. e. h. Tálsími sami: 30 877. Sig. Júl. Jóhannesson

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.