Heimskringla - 28.09.1938, Blaðsíða 7

Heimskringla - 28.09.1938, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 28. SEPT. 1938 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA BJARNI RUNÓLFSSON í HóLMI Fimtudaginn 11. þ. m. var hringt til mín austan frá Hólmi í Landbroti, og mér tilkynt, að Bjarni í Hólmi hafi fengið slag (heilablóðfall) nóttina áður, og það svo heiftugt, að hann væri eftir það mállaus og máttvana hægri megin. Mér fanst eg gæti alls eigi trúað mínum eigin eyr- um, að svo hörmuleg fregn væri staðreynd. í gær (sunnudag) er aftur hringt til mín, og mér sagt, að Bjarni hafi andast þá um morg- uninn klukkan 4. Hvernig er hægt að trúa þessu? Hvernig getur það ver- ið, að Bjami í Hólmi sé hættur að starfa á meðal okkar — horf- inn frá okkur — á sínu bezta skeiði? Bjarni, sem manna lík- legastur var að eiga eftir að lyfta mörgum Grettistökum enn- þá. Bjarni, sem átti hagari meistarahendur meiri -biagsýni, meiri elju og atorku, meiri mannkærleika en flestir aðrir. Bjarni, sem ekki einungis okkur vinum hans og vandamönnum virtistj ómissandi þessari þjóð — núna á sínu bezta skeiði — heldur mun pg flestum, sem þektu hann og störf hans, virst hið sama. Bjarni var fæddur að Hólmi í Landbroti í Vestur-Skaftafells- sýslu þann 10. apríl 1891. For- eldrar hans eru þau Rannveig Bjarnad. og Runólfur Bjarna- son, smáskamtalæknir, sem bæði eru enn 1 Hólmi við sæmilega heilsu. Bjarni ólst upp í Hólmi hjá foreldrum sínum og var ætíð þeirra stoð og stytta. Hann var algerlega sjálfmentaður maður. Árið 1921 kvæntist hann eftir- lifandi konu sinni, Valgerði Helgadóttur, Þórarinssonar frá Þykkvabæ í Landbroti. framúr- skarandi ágætiskonu, sem var Bjarna ómetanleg aðstoð í öllum hans miklu framkvæmdum. Þau hjón hafa síðan búið rausnarbúi í Hólmi. Ekki var þeim hjónum barna auðið. Störf Bjarna eru margvísleg og sum þeirra óvenjuleg og það svo, að það mun algert eins- dæmi, að bóndi og það í af- skektri sveit, framkvæmi slík störf. Bjarni keypti ábýlisjörð sína, Hólminn, og átti nú orðið alla jörðina, þó þar hafi verið og sé enn tvíbýli. íbúðarhús reisti Bjarni í Hólmi fyrir nokkrum árum. Það er úr steinsteypu, stórt og mjög vandað, enda vann hann mest að því sjálfur. Kunnastur er Bjarni fyrir hinar miklu rafmagnsfram- kvæmdir sínar. Hann er fyrir löngu orðinn landskunnur fyrir þær. Árið 1913 reisti Helgi Þórar- insson, sjálfseignarbóndi að Þykkvabæ í Landbroti (faðir Valgerðar konu Bjarna) raf- magnsstöð að Þykkvabæ. Það var fyrsta rafmagnsstöðin, sem reist var á sveitaheimili í Vest- ur-Skaftafellssýslu. — Uppsetn- ingu á þeirri stöð annaðist Hall- dór Guðmundsson rafmagnsmað- INNKOLLUNARMENN HEIMSKRINGLl) I CANADA: Amaranth............................. J. B. Halldórsson Antler, Sask...........................K. J. Abrahamson Árnes...............................Sumarliði J. Kárdal Árborg..................................G. O. Einarsson Baldur............................................Sigtr. Sigvaldason Beckville.............................Björn Þórðarson Belmont...................................G. J. Oleson Bredenbury.............................H. O. Loptsson Brown...............................Thorst. J. Gíslason Churchbridge------------------------ H. A. Hinriksson Cypress River............................Páll Anderson Dafoe...................................S. S. Anderson Ebor Station, Man....................K. J. Abrahamson Elfros...............................J. H. Goodmundson Ertksdale..............................ólafur Hallsson Fishing Lake, Sask......................Rósm. Árnason Foam Lake..............................H. G. Sigurðsson Gimli....................................K. Kjernested Geysir................................Tím. Böðvarsson Glenboro...................................G. J. Oleson Hayland................................Slg. B. Helgason Hecla.................................Jóhann K. Johnson Hnausa.................................Gestur S. Vídal Húsavík.................................John Kernested Innisfail............................Ófeigur Sigurðsson Kandahar................................S. S. Anderson Keewatin...............................Sigm. Björnsson Langruth................................ B. Eyjólfsson Leslie...............................................Th. Guðmundsson Lundar........................Sig. Jónsson, D. J. Líndai Markerville......................... ófeigur Sigurðsson Mozart...................................S. S. Anderson Oak Point..............................Mrs. L. S. Taylor Oakview...............................................S. Sigfússon Otto..............................................Björn Hördal Piney..................................S. S. Anderson Red Deer............................Ófeigur Sigurðsson Reykjavík..........................................Árni Pálsson Riverton.............................Björn Hjörleifsson Selkirk.............................Magnús Hjörleifsson Sinclair, Man.......................K. J. Abrahamson Steep Rock........................................Fred Snædal Stony, Hill.............................. Björn Hördal Tantailon.........................................Guðm. ólafsson Thornliill..........................Thorst. J. Gíslason Víðir...................................Aug. Einarsson Vancouver...............................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis.....................Finnbogi Hjálmarsson Winnipeg Beach...........................John Kernested Wynyard...........................'.....S. S. Anderson í BANDARÍKJUNUM: Akra...................................Jón K. Einarsson Bantry................................E. J. Breiðfjörö Bellingham, Wash..................Mrs. John W. Johnson Blaine, Wash...................Séra Halldór E. Johnson Cavalier...............................Jón K. Einarsson Edinburg....................'...............Jacob HaU Garðar................................... Grafton................................Mrs. E. Eastman Hallson...............................Jón K. EUnarsson Hensel.................................J. K. Einarsson Ivanhoe............................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St. Milton.....................................S. Goodman Minneota...........................Miss C. V. Dalmann Mountain...........................................Th. Thorfinnsson National City, Calif......John S. Laxdal, 736 E 24th St Point Roberts.........................Ingvar Goodman Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold.................................Jón K. EinarssoD Upham...................................E. J. Breiðfjörö The Viksng Press Lisúíed Winnipeg Manitoba ur úr Reykjavík. Rafstöð þessi var lítil, eða um tvö hestöfl, en varð mjög dýr. Helgi heitinn mun hafa látið fyrir hana um 150 sauði. Bjarni í Hólmi fylgd- ist með uppsetningu á stöð þess- ari. Hann var þá strax snjall- asti maðurinn, að gera við stöð- ina, þegar hún bilaði. Þessi stöð mun hafa verið fyrsta kynning Bjarna af rafmagns- stöðvum. Árið 1921 hefst Bjarni handa, að reisa rafmagnsstöð heima hjá sér( í Hólmi. Hann setti stöðina upp sjálfur að öllu leyti, og meira að segja réðist í að smíða dýrasta stykki stöðvar- innar, vatnsvélina (turbinuna). Margir töldu það ofurhug úr Bjarna, að láta sér detta í hug að fitja upp á slíku smíði — töldu það með öllu óvinnandi verk fyrir leikmann, sem iþar að auki hafði þá mjög lítil og ófull- nægjandi verkfæri. Bjarni hélt sínu striki og skeytti ekki um úrtölur annara, en smíðaði ró- legur “túrbínuna”. Honum tókst þessi vandasama, óvenju- lega smíði mjög vel. Stöðin fór af stað, íog vann sitthlutverk með prýði. Sú stöð og Þykkva- bæjarstöðin voru báðar með lít- illi fallhæð (2—4 m.) Árið 1925 kvisast það um nokkrar sveitir Vestur-Skafta- fellssýslu, að Bjarni í Hólmi hafi ákveðið að setja upp rafmagns- stöð að Svínadal í Skaftártungu, og það með, að hann ætli sér að ,smíða “túrbínuna”. Lækurinn var þar mjög þtill, sem yrkja átti, mest seitl úr mýrum, en fallhæðin var mikil, yfir 50 m. Allur þorri manna taldi það hreina og beina fjarstæðu úr Bjarna, að láta sér detta í hug, að smíða “túrbínu” fyrir 50 m. fallhæð — töldu margir, og þar á meðal rafmagnsfróðir menn — að það kæmi ekki til greina að Bjarna hepnaðist þetta vanda- sama verk. Hann lét ekkert slíkt á sig fá. Hann smíðaði “túrbínuna”, .'setti upp stöðina, sem skilaði heim í bæ fyllilega hinum tilskilda krafti. Gerir hún það enn í dag. Síðan þetta gerðist, hefir Bjarni sett upp hverja stöðina á fætur annari, víðsvegar um alt land, og smíðaði flestar “túrbín- urnar”. Sumar þær stöðvar hafa verið með um og yfir 100 m. fallhæð. Alls hefir Bjarni sett upp allmikið á annað hundr- að rafmagnstöðvar og smíðað yfir 100 “túrbínur”. Rafmagns- | stöðvar Bjarna hafa nær undan- | tekningarlaust reynst mjög vel, (en þó hafa þær verið stórkost- | lega mikið ódýrari en flestar sambærilegar stöðvar hjá öðr- um. Bjarni var líka orðinn svo ^eftirsóttur maður til þessara I hluta, að hann gat ekki sint nema nokkrum hluta af þeim jbeiðnum, sem honum bárust, enda sá hann ekki út úr því, sem hann hafði að gera. Smíðaverkstæði Bjarna í jHólmi, er hann átti þar nú, er |vandað nýtízku verkstæði. Þar eru tveir stórir járn-rennibekk- ir, knúðir áfram með rafmagni Þar eru rafmagns logsuðutæki. rafknúin smiðja, borvélar og mörg önnur nauðsynleg verk- færi. Það voru margir, er leit- uðu til Bjarna í Hólmi, að biðja hann að gera við þau áhöld og tæki, sem bilað höfðu. Altaf var Bjarni reiðubúinn til þess og gerði hann venjulega við það sem bilað var, en það var stund- um sannarlega ekki allra með- færi. Bjarni í Hólmi var fyrsti mað- urinn í Vestur-Skaftafellssýslu, sem keypti og fékk þangað vöru- bíl, sem hann notaði þar til flutninga. Þá var Bjarni, eins og oftar, mikið umtalaður maður. Honum tókst það einnig vel, og sýndi hann þar með reynslunni, að bílarnir áttu fult erindi í Skaftafellssýsluna. Árið 1936 setti Bjarni upp frystihús í Hólmi, af eigin ram- leik og án þess að fá nokkurs- staðar styrk. Bjarni þurfti eng- an sérfræðing í frystivélum, til að koma frystihúsinu upp. Hann gerði það alt sjálfur, hann gerði og meira, hann smíðaði mikið af “spirölum” frystihússins. í sámbandi við frystihús þetta, fór fram á síðastliðnu hausti, sauðfjárslátrun í Hólmi. Bjarni frysti kjötið jafnóðum, um 200 skrokka á sólarhring, sem síðan voru fluttir frosnir til Rvíkur, um 300 km. leið. — Það tókst vel. Nú í sumar var Bjarni að vinna að því að stækka raf- magnstöð sína í Hólmi stórlega. Hann var nýbúinn að ljúka því verki. -— Einnig var hann að stækka frystihúsið, þannig að hann gæti fryst þar að minsta kosti 600 skrokka á sólarhring. Frystivélarnar og efni í “spir- alana” var hann búinn að flytja austur að Hólmi. Alt átti að vera fullbúið um miðjan þennan mánuð. Því miður entist hon- um ekki aldur til þess. Einnig var Bjarni með margar raf- magnsstöðvar í undirbúningi, sem hann ætlaði að koma upp í haust. Þar er því skarð fyrir skildi, þar sem hann er alt í einu fallinn frá. Bjarni var framúrskarandi at- hafnamaður. Hann vann oft 16 til 18 klukkustundir á sólar- hring, heima og ’ heiman, þó einkum þegar hann var að setja upp rafmagnstöðvamar, Þá vinnu sína kallaði hann “dags- verk” og tók 'Venjulega 10 kr. fyrir “dagsverkið.” Bjarni var hvers manns hug- ljúfi. Hann var hjálpfús og greiðvikinn með afbrigðum. — Hann yar félagslyndur og frjáls- lyndur í skoðunum. Hann hefir um fleiri ár og var til síðasta dags, formaður í Framsóknarfé- lagi Vestur-Skaftfellinga. Þar hefir Framsóknarflokkurinn mist einn sinn ötulasta og táp- mesta liðsmann. Skga íslands mun lengi minn- ast (Bjarna í 'Hólmi. Hann var mikilmenni og göfugmenni síns tíma. Helgi Lárusson —N. Dbl. 6. sept. Orrtc* Phomts 87 201 Rxs. Phoni 73 409 Dr. L. A. Sigurdson 10« MKDICAL ARTS BUILDINO Omci Houits: 12 - 1 4 P.M. - | P.M. **D BT APPonrrMiNT w. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON tSLENZKlR LÖGFRÆÐINOAR á öðru gólfl J2í Main Street Talsimi: 97 621 Hafa einaíg skrlístofur að nuiuiar og Gimli og eru þar að hitta, fyrsta miðvlkudag 1 hverjum mánuði. Dr. S. J. Johannesion 218 Sherburn Street Talstml 30 877 VlOtalstlml kl. 3—6 e. h. M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINGAR Sérgrein: Taugasjúkdómar L«tur útl meðöl í vlðlögum Vlðtalstímar kl. 2_4 • k. t—8 að kveldinu Siml 80 867 S6S vlctor ,t J. J. Swanson & Co. Ltd. RKALTORS Rental. Inturance and Financtal Agents Blml: 94 221 80« PARIS BLDG.—Wlnnlpef A. S. BARDAL •elur llkklstur og annast um útfar- lr. Allur útbúnaður sA beeti. — Ennfremur selur hann aiuir^... minnisvarða og legsteina. 843 8HERBROOKE 8T. Phone: ts S07 WINNIPBO Gunnar Erlendsson Planokennarl Kenslustofa: 701 Victor St. Siml 89 535 THL watch shop Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watches Marriage Ucenses Issued 699 Sargent Ave. Jacob F. Bjarnason —TRAN SFER— Baggage and Furniture Moving 591 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annaat aUslconar flutninga fram ag aftur um beinn. SJÓNVARP f ÞÝZKALANDI Frh. frá 3. bls. Sjónvarpið nær yfir jafnstórt | svæði og mannlegt auga má líta. j Það takmarkast af sama sjón- deildarhringnum, því að fjöll og | háar mishæðir hindra það. Frá j stöðinni í Berlín sést sjónvarp- ið innan hrings sem hefir radius- inn 20 km. En frá hinum stöðv- unum sézt sjónvarpið innan hrings, sem hefir radiusinn 250 km^ Rovatzos Floral Shop *O0 Notre Dame Ave. Phone »4 954 Fresb Cut Flowers Dally Plants in Season We specialize in Wedding ák Concert Bouqueta & Funeral Deslgns Icelandlc spokeo Á fyrnefndri sýningu gat að líta fjölbreytt sýnishorn ýmissa tækja, sem notuð eru við sjón- (varpið. Þar voru einnig sýnd um fimtíu viðtæki sjónvarps, sem stöðugt voru opin. Fólk hópaðist saman við viðtækin til þess að dást að þessum nýja sigri á sviði.tækninnar. Mynda- flötur sumra tækjanna var að- ; eins ca. 35 cm. að ummáli, ann- arar 1 m. og þeirra þriðju eins stór og myndatjöld kvikmynda- húsa, eða um 10X10 metra. | Sjónvarp fyrir almenning hefst í Þýzkalandi 1. október n. k. Notendur eiga að greiða 24 mörk um árið í afnotagjöld. Við- tökutækin eru alldýr, þau ódýr- ustu kosta 800 mörk. Má því búast við, að þau eignist keppi- naut þar ,sem alþýðubílarnir eru, j því að þeir eru aðeins einum j fimta dýrari. Algeng stærð (myndflatanna á þessum tækjum jverður 30X4Q cm. og 60X70 cm. j Auk þess verða einnig framleidd tæki með mikið stærri myndfleti, alt að því eins stórum og mynda- jtjöld kvikmyndahúsanna eru. — Þau viðtæki verða einkum ætluð skólum, verksmiðjum og vinnu- stöðvum. Á þann hátt á að gefa æskunni í skólunum og verka- mönnunum við störf sín færi á að fylgjastmeð því, sem gerist í þýzka ríkinuð «ins og framast verður viðkomið. Dr. Ley, yfir- maður útvarpsmála í Þýzkalandi, vill að hver verksmiðja hafi eitt aðalviðtæki, bæði jfyrir útvarp; og sjónvarp, og síðan sé hátöl- urum og myndaviðtökutækjum komið fyrir á öllum helztu stöð- um í viðkomandi verksmiðju, á verkstæðum, í vörugeymslum, kaffistofum o. s. frv. Það er ætlun dr. Ley, að gera Þýzkaland að fremsta landi á sviði útvarpstækninnar. Auð- vitað er sú fyrirætlun af póli- tískum toga spunnin; með greið- an aðgang að útvarpi, er hægur vandi að ná til allrar þjóðarínn- ar, þegar á þarf að halda. Eitt af vígorðum Hitlers er “Án bíla, flugvéla og útvarps hefðum við aldrei unnið Þýzkaland.” Á sýningunni í Berlín gaf að líta útvarpsviðtæki, sem var c jvenju lítið fyrirferðar — “baby" viðtæki. Lengd þess og breidd er ekki meiri en svo, að vel má grípa um það með hendi á hvorn veg sem er. Verð þessara tækja er 35 mörk. Af verðinu skal greiða 5 mörk við móttöku og afganginn með fimtán afborg- unum. Á þessu ári koma 700 þús. viðtæki af þessari gerð á markaðinn. Hinn fátækasti Þjóðverji á nú að eiga kost á að eignast viðtæki. Fyrnefridri sýningu í Berlín var komið fyrir í mörgum stór- um sölum. Þar gaf að líta hina ólíkustu og margvíslegustu hluti sem þó allir á einhvern hátt komu við útvarpsstarfsemi, einkum í Þýzkalandi. Ein sýn- ! ingardeildin sýnir útbreiðslu út- varpsins með myndum og línu- ritum. Önnur deild sýnir póst- ^kort og ýmsa muni, sem þýzka lútvarpinu hafa borist frá þakk- .látum stuttbylgjuhlustendum jvíðsvegar um heim, og þannig mætti lengi telja.—N. Dbl. MARGARET DALMAN TKACHKR OF PIANO IU BANNING ST Phone: 26 420 HITT OG ÞETTA Amerískir kvikmyndaeigend- ur óttast það mjög, að æsku- lýðurinn sé að verða fráhverfur kvikmyrldahúsunum. Hagskýrslur sýna, að fólk á aldrinum 16—-25 ára er ekki jafnfíkið í það að horfa á kvik- myndir sem áður. Þó eru enn nokkrir leikendur, sem draga æskufólkið að. Helztir þeirra eru Sonja Heine, Deanna Durbin og Myrna Loy. Nú er það dansinn, sem fram- ar öðru fangar hug unga fólks- ins 1 Bandaríkjunum. Ótal nýir dansar eru iðkaðir af ofsafenginni ákefð. Kvöld eftir kvöld þyrpist fólkið á dans- staðin og dansar hina nýju dansa, Big Apple, Kissing Dance og hvað þeir nú allir heita. * * * Jónas og Pétur höfðu verið nábúar lengi og hafði farið vel á með þeim. Jónas hafði verið þríkvæntur, en hann hafð mist allar konurn- ar, og í hvert skifti hafði Pétur verið við jarðarförina ásamt konu sinni. En þegar Jónas misti þriðju konuna neitaði Pétur að vera við jarðarförina. Konan hans Péturs spurði hann að því hvers vegna hann vildi ekki fara. — Eg hefi nú tvisvar verið við jarðarför hjá Jónasi, sagði Pétur; — og mér leiðist að geta aldrei boðið honum aftur.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.