Heimskringla - 28.09.1938, Blaðsíða 3

Heimskringla - 28.09.1938, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 28. SEPT. 1938 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA JÓNAS JóNSSON ALÞM. Að kvöldi þann 23. ágúst s. 1. var kirkja Lúterstrúarmanna í Seattle fullskipuð eitthvað yfir 200 manns var þar saman komið til þess að sjá og heyra fyrver- andi dómsmálaráðhei-ra íslands og núverandi Alþingismann Jónas Jónsson. Það er engum blöðum um það að flétta að það var óblandin ánægja alira sem þarna voru saman komnir að geta hlustað á mann sem staðið hefir fremst- ur í fylking frelsis og framfara heima á ættjörðinni bæði sem áhrifmikill stjórnmálamaður og óviðjafnanlegur leiðtogi á ýms- um öðrum sviðum þjóðinni til hags og hamingju. Alþingismaður J. J. kom fyrir mín augu sem viðkunnanlegur alþýðumaður vingjarnlegur og yfirlætislaus engin reigingur eða stolt í framkomu hans eins og vildi stundum brenna við hjáí sumum embættiismönnum heima þegar eg var unglingur. Eins og Vestur-íslendingum er kurinugt er J. J. að ferðast á meðal landa í Vesturheimi á vegum Þjóðræknisfélagsins í Winnipeg til þess að tengja sterkari bpndum frændþjóðirn- ar austan hafs og vestan, hann er að mínum dómi mjög vel til þess fallin. Því bæði er maður- inn vel máli farinn og fjölment- aður. J. J. talaði bæði á ensku og ís- lenzku í fullan hálftíma og beinti hann ræðu sinni aðallega til ungu kynslóðarinnar; mest var það yfirlit yfir sögu vora frá landnámstíð til vorra daga, og svo hvatningsorð að læra og reyna að halda við móðurmál- inu. Hann sýndi einnig fram á hvað íslenzkan væri mikilsverð og lærdómsrík frá mentalegu sjónarmiði þar sem hún hefð verið aðal tungumál um alla norðurálfu í fornöld og enn- fremur gat hann þess að ensk- an væri mjög auðug af orðum sem væri upprunnin frá norræn- unni. Þar næst talaði J. J. hátt upp í klukkutíma á íslenzku og skýrði frá framförum á ætt- jörðinni nú í síðast liðin aldar- fjórðung; hann gat þess að þjóðskuldin væri orðin nokkuð há, sem lægi í augum uppi þar sem akvegir væru komnir um þvert og endilangt landið og brýr yfir fjölmargar ár og fljót, en ekki kvaðst hann vera hrædd- ur um að skuldirnar yrði þjóð- inni að fótakefli. Hann kvaðst róa að því með öllum árum að samband milli Englands og íslands yrði ávalt sem ákjósanlegast og þó það kynni að koma fyrir að þýzkur- inn legði undir sig Danmörk og reyndi að gera fsland að her- stöð mundu Bretar aldrei líða þeim það, á meðan nokkur fleyta sem þeir réðu yfir væri ofan sjávar, • þeir mundu ekki kæra sig um nð þýzkurinn hefði her- stöðvar sínar rétt við dyrastaf- inn hjá sér. Ræðumaður mint- ist á það að íslendingar væru lítið farnir að hugsa um hvað þeir mundu gera viðvíkjandi skilnaði frá Danmörk 1943. “Vér viljum aðeins ^áta umheiminn vita að við erum færir um að ráða okkur sjálfir. Þó við sé- um smáþjóð, sagði J. J. Áherslu lagði J. J. á að sam- band milli Vestur- og Austur- íslendinga yrði ávalt sem bezt. Hann |kvað æskilegt að Vestur- og Austur-íslendingar skiftust á mönnum, sérstaklega að prestar að heiman kæmu hingað og þjón- uðu söfnuðum hér vestan hafs um tíma, og eins að vestur-ís- lenzkir prestar færu heim og þjónuðu) þar um tíma. Þá mintist J. J. á vestur-ís- lenzku blöðin, Heimskringlu og Lögberg, hann kvað þau ómiss- andi til viðhalds tungu vorri og þjóðerni í landi þessu, og þar af leiðandi ættu landar að styrkja •þau af fremsta megni. Hann kvaðst því fylgjandi að blöðin héldu áfram að koma út bæði. Það skapaði heilsusamlega sam- kepni þó skoðunarmunur væri stundum, ef ekki væri farið út yfir friðsamleg og skynsam- leg takmörk. J. J. ber óefað mikinn hlýhug til okkar Vestur-íslendinga og þar sem hann er viðurkendur bæði mikilhæfur og víðsýnn leiðtogi á stjórnmálasviði ís- lands, erum við vissulega glaðir að hann heimsótti okkur og flyt- ur vinarkveðju á milli frænd þjóðanna austan hafs og vestan. Vér þökkum því AJþingis- manni Jónasi' Jónssyni fyrir komuna hingað vestur. Vér þökkum honum fyrir alúðlega framkomu og að síðustu þökkum vér honum fyrir hlýleg orð töluð í okkar garð. Vér óskum honum allrar ham- ingju á óförnum leiðum og það er ennfremur okkar fylsta ósk að hann haldi áfram að vera leið- togi íslenzku þjóðarinnar á brautum frelsis og frama. J. J. Middal. ÍSLANDS-FRÉTTIR Verlunarjöfnuðurinn óhagstæð- ur um 4.6 miljónir króna Verzlunarjöfnuðurinn var ó- jhagstæður um nálægt 4.6 miljón- ir krónur um síðustu mánaða- mót. í fyrrra var hann óhag- stæður um 2.7 milj. um sama leyti. í ágústmánuði í ár nam verð- mæti útfluttra vara 7559 þús. kr. en innflutningur nam 3977 þús. kr. Hefir þá alls verið flutt inn á ári fyrir 34889 þús. kr., en út fyrir 30297 þús. kr. Á sama tíma í fyrra nam út- flutningurinn 34,663 þús. kr. —N. Dbl. 9. sept. * * * Stórfeld ávísanafölsun Lögreglan hefir hina síðustu daga haft til meðferðar ávísana- fölsunarmál allvíðtækt. Er þess- um rannsóknum, sem Ragnar Jónsson, fulltrúi lögreglustjóra hafði með höndum, lokið. Hefir danskur maður, Carl Christensen, játað á sig sektina, ásamt þremur mönnum öðrum, Þórarni Vigfússyni, Hverfisgötu 98, Magnúsi Jónssyni, Bröttu- götu 8B og Ragnari Kristni Pálssyni, Bröttugötu 6. Alls var um að ræða þrjár ávísanir, sem þeir félagar höfðu falsað og tekist að selja. Hljóð- uðu þær samtals upp á 3681 krónu. Eina þessara ávísana hafði Þorsteinn Þorsteinsson kaupmaður í Keflavík keypt, úti- bú Landsbankans að Selfossi aðra, en útibú útvegsbankans á Akureyri hina þriðju. Hljóðaði hin síðastnefnda ávísun upp á 1894 krónur og var gefin út á nafn Ragnars Jónssonar, pr. Smjörlíkisgerðin h.f. Játaði Christensen að hafa búið til stimpil smjörlíkisgerðarinnar, sem hann notaði við þessa föls- un. Lögreglunni hefir tekist að ná 1655 krónum af fénu. Afbrotamennirnir bíða nú dóms.—N. Dbl. 9. sept. * * * 7 sólarhringa hrakningur á vélbát, með bilaða vél Fyrra sunnudag fór vélbátur- inn Keilir frá Keflavík í veiðiför, með dragnót upp í Mýrabugt, en á mánudagskvöld bilaði vélin og reyndist deáel véjarinnar sprungið inn. Lagðist báturinn þá við akkeri og lá þannig í 6 sólarhringa og náði hvorki sam- bandi við land né önnur skip og er þó ekki nema 2 y2 míla til lands og talsverð bygð. Bátur- inn dró upp neyðarflagg og þeytti þokulúður á daginn en kynti bál um nætur, en alt kom fyri ekki. Þann 5. þ. m. gekk vindur til austur og gat þá bát- urinn bjargað sér á segium út úr skerjunum og komst á 24 stundum til Keflavíkur. Fjórir menn voru á bátnum, og var allur matur þrotinn og vatn al- 'veg að þrjóta.—N. Dbl. 9. sept. * * * Aldarafmæli Torfa í Ólafsdal Sunnudaginn 28. ág. voru 100 ár liðin frá fæðingu Torfa Bjarnasonar í Ólafsdal. Ríkis- útvarpið mintist hans þá með ræðu, er Metúsalem Stefánsson flutti. Torfi fór á unga aldri til Skot- lands, og dvaldi þar rúml 1 ár við jarðyrkjustörf og einnig við framleiðslu landbúnaðarverk- færa í verksmiðju einni. Skömmu eftir heimkomu sína settist hann að búi í Ólafsdal, er þá var rýrðarjörð, og gerðist þegar hinn mesti búsýlumaður og bún- aðarfrömuður. Stofnaði hann búnaðarskóla á heimili sínu, hinn fyrsta hér á landi, og starf- rækti hann í 27 |ár. Auk þess smíðaði hann ýms landbúnaðar- verkfæri, er hér höfðu ekki þekst áður. Hann flutti fyrstur til lands- ins skozku ljáblöðin, sem út- rýmdu á skömmum tíma gömlu einjárnungunum og juku afköst sláttumannsins að miklum mun. Búfræðingar frá ólafsdal fluttu hvarvetna með sér þýð- ingarmiklar nýjungar í búnað- arháttum og glæddu áhuga bændanna fyrir umbótum á jörðum sínum. Á þann hátt markar Torfi í ólafsdal tíma- mót í sögu landbúnaðarins hér á land.—fsl. 2. sept. m * * Vestmannaeyingar vilja koma á flugsamgöngum milli lands og eyja Allmargir menn í Vestmanna- eyjum stofnuðu félag með sér síðastliðinn sunnudag með þv' markmiði, að koma á fót flug- samgöngum milli Eyja og lands. Framkvæmdarnefnd var kosin þess að hrinda af stað rannsókn- um á skilyrðum til þessa. f nefndinni hlutu sæti þeir Hall- dór Guðjónsson kennari, Hinrik Jónson bæjarstjóri og Kristján Linnet bæjarfógeti. Mikill á- hugi er fyrir þesu máli meðal Vestmanneyinga.—Vísir 2. sept. * * * Ný bók eftir F. B. A. í sept. kemur í bókaverzlan- irnar hér á Akureyri bók eftir Frímann B. Arngrímsson, sem nefnist: Minningar frá London og París. Geir Jónasson magi- ster hefir búið bókina undir prentun, en *bókaútgáfan Edda Ak. er útgfeandi hennar. Verð- ur það allstór bók, 11 arkir. — Mörgum mun leika hugur á að lesa og eignast þessa eflaust sér- kennilegu og skemtilegu bók. —fsl. 26. ág. * * * Samsæti (á Akureyri) til heiðurs vestur-íslenzka skáldinu Guttormi J. Guttorms- syni var haldið í Skjaldborg á þriðjudagskvöldið. — Sóttu það um 50 manns. Sig. Eggerz bæj- arfógeti setti samsætið, en sr. Benjamín Kristjánsson mælti fyrir minni heiðursgestsins. — Auk þeirra töluðu: Sigurður Guðmundsson skólameistari, — séra Þorvarður G. Þormar og Helgi Valtýsson, en skáldið þakkaði. Ennfremur var sungið milli ræðnanna. Samsætið var haldið af tilhluntun Stúdentafél. Ak.—fsl. 26. ág. * * * Út Borgarfjarðarhéraði Heyskapur hefir gengið ágæt- lega í héraðinu og nú vjða langt komið að slá tún öðru sinni.*— Sumstaðar voru tún eins vel sprottin, er síðari sláttur hófst, og í sláttarbyrjun í sumar. — í Borgarnesi og grend hafa nokk- urir blettir verið þríslegnir. Mæðiveikin virðist víðast í rénun, en á ýmsum bæjum er fé enn að hrynja niður, t. d. í vesturhreppum Mýrasýlu. —Vísir 30. ág. * * * Esja seld úr landi Strandferðaskipið Esja hefir verið selt ríkistjórninni í Chile Voru kaupsamningar undirritað ir í Kaupmannahöfn í gær og j annaðist Pálmi Loftsson frkv.-' stjóri sölima f. h. ríkistjórnar-j innar. Kaupverðið er 350,000 ísl. krónur, en Esja var smíðuð 1923 og kostaði um 1 milj. kr. (800 þús. danskar). Söluverðið er talið gott. Skip- ið mun ekki verða “klassað” áð- ur en afhending fer fram, en til stóð að “klössun” færi fram og fylgir henni allmikill kostn- aðúr. Alþngi heimilaði að selja Esju og kaupa nýtt mótorskip í henn- ar stað. Hefir verið leitað til- boða um smíði á nýju skipi er verður 1100—1200 smálestir, og hefir rúm fyrir 150—165 far- þega og helmingi stærra lestar- rúm en Esja. Afhending á Esju fer fram í október. Lætur ríkistjórnin í Chile sækja hana hingað á sinn kostnað. Skipið verður notað til strandferða við Chile. —.Vísir, 30. ág. * * * Fannkoma á Norðausturlandi Veður hefir verið mjög hryss- ingslegt á Norðausturlandinu tvo síðustu daga. í gær var þar, hriðarveður af austri og gerði alhvíta jörð niður til sjávar í Þistilfirði, á Langanesi og í Vopnafirði. Hefir snjóað í þessum bygðar- J lögum í öllum mánuðum ársins, j þótt eigi hafi kveðið jafn mikið að því í júní og júlí sem nú. —N.; Dbl. 30. ág. * * * Sauðfjárslátrun hafin Sauðfjárslátrun var hafin í gær í Reykjavík, Hafnarfirði, Siglufirði, á Akureyri, Eyrar- bakka og við ölfusarbrú. Er það nokkuru síðar heldur en verið hefir undanfarin sumur. Verðið á dilkakjötinu hefir hér í Reykjavík verið ákveðið kr. 1,80 , heildsölu, en kr. 2,10 hvert kg. í smásölu. Jafnframt lækkar verð á frystu kjöti og verður það selt á kr. 1,20 hvert kg. í heildsölu, en kr. 1,40 í smásölu. Verð á nýju kjöti er því hið sama og um þetta leýti í fyrra. —N. Dbl. 30. ág. Biskupskosning fer fram í næsta mánuði og skal vera lokið um mánaðamót-^ in. Eiga atkvæðisrétt hinir starfandi prestar þjóðkirkjunn- ar, alls 103, þrír guðfræðikenn- arar og núverandi biskup. í prófkosningu er stjórn Presta- félagsins lét fara fram, tóku 98 menn þátt og félllu atkvæðin á átta menn. Hlaut Sigurgeir Sig- urðsson prestur á fsafirði flest atkvæði, 32, Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur 27, Magnús Jónsson prófessor 16, séra Þor- steinn Briem 9, séra Björn Mag- nússon 7, Ásmundur Guðmunds- son prófessor 3, Friðrik Rafna? prestur á Akureyri 3 og Guð- mundur Einarsson prestur á Mosfelli 1. Hinn nýi biskup tek ur við embættinu um áramótin. —N. Dbl. 1. sept. * * * Síldveiðin er mikið að glæðast að nýju og barst í gær meiri reknetasíld heldur en nokkru sinni áður á þessu sumri, alls um 4000 tunn- ur. Mest var síldin sögð við Málmey og Drangey. Komu mörg skip þaðan með góðan afla og fleiri voru væntanleg í gær- kvöldi og í nótt. Einnig var talsverða síld við Rauðunúpa og Haganesvík, en þó voru torfurn- ar fremur þunnar og verulega góð köst fengust þar ekki. í Eyjafjarðarmynni varð einnig vart við stórar síldarvöður. —N. Dbl. 1. sept. * * * V ínlandsferðirnar Prófessor Halldór Hermanns- son flytur á vegum háskólans 3 fyrirlestra um “Vínlandsferðirn- ar og samband þeirra við fund Ameríku á 15. öld.” Fyrirlestr- arnir ræða í fyrsta lagi um ferðir norænna manna vestur um haf og landafundi þeirra þar, heimildirnar fyrir þessum ferð- um og áreiðanleik þeirra, og hvar vætna megi, að lönd þau, er fundin voru, hafi legið. Þar næst um það, hvort frásagnir um þessar ferðir hafi borist til útlanda og hvort þær hafi haft nokkur áhrif á seinni tíma menn, einkum Christopher Col- umbus og John Cabot. Sýndar verða skuggamyndir af gömlum kortum til skýringar. — Fyrir- lestrarnir verða fluttir í Odd- fellowhúsinu 5., 7. og 9. sept. og hefjast kl. 8, og er öllum héimill aðgangur.—N. Dbl. 4 sept. * * * Sænska stjórnin hefir veitt 4000 króna styrk sænskum studenti til að nema við Háskóla íslands. Styrkþeg- inn á jafnframt að annast kenslu í sænsku máli og bók- mentum við Háskóla fslands. —N. Dbl. 1. sept. * * * Dómar um leikrit Tryggva Sveinbjörnssonar Við frumsýningu á hinu nýja leikriti Tryggva Sveinbjörnsson- ar á Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn, yar hvert sæti uppselt. Viðstaddir voru meðal annara Hermann Jónasson for- sætisráðherra og Sveinn Björns- son sendiherra. — Áhorfendur tóku leikritinu mætavel, og var höfundur kallaður fram að sýn- ingu lokinni. Leikdómarar eru ekki á eitt sáttir um verkið. “Politiken” hefir ýmsar athugasemdir fram að færa. “Berlingske Tidende” lætur svo um mælt, að tilsvörin séu full af lífi og borin uppi af mannlegum skilningi. “National- tidende” telur leikritinu ábóta- vant, að því er rittækni snertir, en segir, að í því gæti tilfinn- ingadýptar og kyrrlátrar alvöru- hygðar, sem sé sjaldgæf orðin í dönskum leikritaskáldskap. “Jyl- landsposten” kallar leikritið fróð legt skáldverk um hjónabands- vandamál, auðugt að vel upp- bygðum og leikrænum viðburð- um. “Berlingske Aftenavis” tel- ur leikritið skemtilegt og segir, að hin fimlega upphugsuðu atvik og tilsvör geri það skiljanlegt, að áheyrendur hafi stöðugt lát- ið í Ijósi hrifningu sína og að síðustu kallað fram höfundinn. —N. Dbl. 4. sept. Þér sem notiS— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. WrgOlr: Henry Ave. Kaat Sími 95 551—95 552 Skrtfstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ANÆGJA SJÓNVARP í ÞÝZKALANDI Kaupið Heimskringlu Lesið Heimskringlu Borgið Heimskringlu (Þjóðtrúin um hæfileikann til að sjá gegn um holt og hæðir er nú orðinn að veruleika. Eitt af síðari nýmælunum á sviði tækninnar er sjónvarpið — víð- varp mynda. Það þótti á sínum tíma saga til næsta bæjar, að hægt væri að heyra mál manna í mikilli fjarlægð, án þess að um nokkurt þráðsamband væri að ræða. Á síðustu tímum hefir bætzt við nýtt undrunarefni á þessu sviði. Auk þess að geta hlustað á frásagnir og marg- víslega tónlist í fjarlægum lönd- um og landshlutum, eiga menn þess nú kost að sjá með eigin augum atburði, sem gerast í mikilli fjarlægð. — f eftirfar- andi grein segir nokkuð frá fyr- irhuguðu sjónvarpi í Þýzka- landi.) Sjónvarpinu þokar nú æ lengra á veg. Á Englandi hófst það á s. 1. ári, en árangur af þeirri starfsemi þar er ekki góður, enn sem komið er. Ástæðan er talin sú, að það hafi verið byrjað of snemma, tæknin í þessum efnum hafi ekki verið komin á nægilega hátt stig. Nú hafa Þjóðverjar, að því er bezt verður séð, tekið forystu í þessum efnum. Telja ^>eir sig standa öllum þjóðum framar, hvað snertir tækni í sjónvarpi. Fyrir skömmu síðan var stór útvarpssýning í Berlín. Við opn- un sýningarinnar lýsti útbreið- slumálaráðherrann, dr. Göbbels, því yfir, að sjónvarp yrði nú gefið frjálst, og mundi það vænt- anlega komast inn á hvert heim- ili í Þýzkalandi innan skamms. Sjónvarpið mun fara fram frá 3 stöðvum, sem eru í Berlín, Brocken í Harzen og við Frank- furt am Main. Tvær þær síðar- nefndu standa á fjallatoppum. Því hærra, stöðvarnar standa, því stærra svæði nær sjónvarp þeirra yfir. Frh. á 7. bls. All-Canadian victory for pupils of DOMINION BUSINESS COLLEGE at Toronto Exhibition Pupils of the DOMINION BUSINESS COLLEGE, Winnipeg, were awarded FIRST PLACE in both Novice and Open Schooi Championship Divisions of the Annual Typing Competition. Miss GWYNETH BELYEA won first place and silver cup for highest speed in open school championship with net speed of 92 words a minute.. Mr. GUSTAVE STOVE won first place and silver cup for highest speed in Novice Sec- tion of typing-contest. His net speed was 76 words a minute. Miss HELEN BRIX, another D. B. C. pupil, won second place for accuracy in the novice division! Miss DOROTHY MAXWELL, a D. B. Q. student, came fourth in the open school championship section! The Dominion sent four pupils to Toronto and they won two firsts, a second and a fourth place! The contest officials announced at the Coliseum before an audience of 9,000 people that the Dominion Business College, Winnipeg, had the best showing of any com- mercial school in the competition! There were 107 contestants! ENROL NOW DOMINION BUSINESSCOLLEGE WINNIPEG FOUR SCHOOLS: THE MALL— ST. JAMES — ST. JOHN’S — ELMWOOD (

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.