Heimskringla - 28.09.1938, Blaðsíða 4

Heimskringla - 28.09.1938, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 28. SEPT. 1938 íluúmskrhuila | (StofnuO 1SS6) Kemur út á hverjum mlBvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsímis 86 537 m VerS blaðslns er $3.00 árgangurlnn borglst jj m tyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. J 1 311 viðskifta bréí blaðinu aðlútandl sendist: K-nager THE VIKINO PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg "Heimskrlngla” is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. | Telephone: 86 537 HiiuiiiiiiimiiiiiiiiMiimiiiiimiiiiiiiiiiiw^ WINNIPEG, 28. SEPT. 1938 1. OKTÓBER Fyrsti október er örlagaþrungni dagur- inn, sem Hitler segir að gert skuli út um það, hvort stríð verði í Evrópu, á borð við stríðið 1914 nema hálfu ægilegra. Það sem verið er að bíða eftir, eru að- eins svör stjórnarinnar í Tékkóslóvakíu við síðustu kröfum Hitlers um að flytja herlið inn í Sudeten-héruðin frá Þýzka- landi áður en samningamir um að taka þau af Tékkum, verða undirskrifaðir. Neville Chamberlain, forsætisráðherra Breta, fór s. 1. föstudag, eins og ráð var gert fyrir, á fund Hitlers. Mæltu þeir sér nú mót í Godesborg, bæ í Rínar-héruðun- um, svo Chamberlain þurfti ekki að fara til Berchtesgaden, uppi í Alpafjöllum Bavaríu, sem kom sér vel fyrir hinn aldna og mæðna mann. Hitt kom nú samt í ljós, að hin §íðari ferð þreytti Chamber- lain meira en hin fyrri, því Hitler varð þeim mun erfiðari að semja við, sem hann var nú nær vestur vígstöðvunum gömlu. Eftir nokkra viðræðu við Hitler, sem lengi varð að bíða eftir, varð Chamberlain þess vís, að samningarnir, sem Bretar og Frakkar höfðu samið og Tékkar höfðu nauðugir viljugir orðið að samþykkja, voru ekki eftir skapi Hitlers. Þó Þjóð- verjum væri þar veitt Sudeten-héruðin og samvinnu Tékka og Rússa væri ákveðið að slíta, neitaði Hitler samt, að skrifa undir þá. Þetta kom Chamberlain mjög einkennilega fyrir sjónir þar sem Hitler fór í fyrstu ekki fram á neitt annað, en það sem í samningunum stóð og sem nú er haldið fram, að Bretum og Frökkum hafi verið lítill sómi að, að veita, þó ekki væri þar fram á meira farið eða alt, sem Hitler nú vill. Þar var alt Hitler í vil og fylgifiskum hans, en níðingskapurinn lát- inn skella á smáþjóðinni, Tékkum, er svifta átti nokkru af landi sínu með öllu, og í raun og veru sjálfstæði sínu einnig í þeim hluta landsins, sem þeir áttu að halda í sjálfir; hvorki mátti vanaleg viðskifta þar reka nema Þjóðverjum í vil og stjórnarfarslega máttu Tékkar ekki vera um neitt sjálfráðir. Það virtist því, sem hér væri verið að uppfylla út í æsar allar kröfur Hitlers. En það reyndist nú annað. Og þar kom í ljós hvað Hitler er að fara. Hann er ekki ánægður með að hremma þetta litla land með húð og hári að kalla má. Hann hefir annað og miklu meira á prjónunum en það. Það er Don- árdalurinn austur að Svartahafi, sem hann ætlar að leggja undir Þýzkaland fyrst og fremst, hvað sem seinna verður. Samninga Breta og Frakka vildi Hitler því ekki heyra. í stað þess afhenti hann Chamberlain samning, sem hann krafðist, að Bretar og Frakkar samþyktu og kúg- uðu Tékkóslóvakíu til að samþykkja. — Chamberlain og Daladier eiga að vera vikadrengir hans, en ekki samnings-aðilar. Og jafnvel þó Bretar og Frakkar séu þeim nýju kröfum Hitlers ósamdóma, hafa þeir sent stjóminni í Tékkóslóvakíu þessar síðustu kröfur Hitlers, sem sjálf- sagt er meiri ósvífni fólgin í, en það eitt, að flykkja her inn í Sudeten-héruðin, áður en landið er látið af hendi. ^Cn það eitt er nóg. Hvemig aðstaða væri það fyrir Tékka, að láta af hendi mikið af landinu og víggirðingar sínar og vopnabúr að nokkru, áður en samningar um að brytja það upp eru samþyktir? Bretum, Frökkum og Þjóðverjum kom saman um það í fyrstu, 'að lima Tékkó- slóvakíu sundur. Það sem þeim bar síðar á milli, var hvernig hníf ætti að nota til þess. En Tékkóslóvakíu stjórnin hefir nú frelsi til þess fram að fyrsta október, að ráði við sig hvað gera skuli: Verða mót- þróalaust við kröfu Hitlers, eða sæta stríði. Það getur nú verið að þessi hótun Hitl- ers hrífi, en oft á það sér stað, að hið ólíklegra skeður eða verður ofan á. Af fréttum þessV stundina að dæma frá Ev- rópu, virðist sem Rússar séu að koma til sögunnar í Tékkóslóvakíu. í hersveitun- um sem nýja stjómin í Tékkóslóvakíu sendi á vestur-vígstöðvar sínar fyrir helg- ina, er sagt að nokkuð hafi verið í af rússneskum hermönnum. Og út af Pól- lendingum hafa þeir sagt Tékkum, að hafa engar áhyggjur. Með þeim bakhjarl, er ekkert líklegra en að svar Tékka verði, að þeir kjósi stríð, heldur en að gefast upp að óreyndu. Það er hvort sem er alment litið svo á, að loforðum Hitlers sé ekki treystandi og það sé aðeins að gera ílt verra, að reyna að fresta striði með því, að verða við kröfum hans. Sátta-tilraunir Chamberlains og hvernig Hitler hefir tekið þeim, er ljós vottur þess, að hann ætlar sér ekki að horfa í neitt til þess að koma áformum sínum fram, eða lætur að minsta kosti svo, meðan her er ekki að mæta< frá annari þjóð. Beztu herforingjar Hitlers telja óráðlegt fyrir hann að fara í stríð og hafa sumir sagt stöðum sínum lausum út af því. Um þýzku þjóðina mun svipað mega segja. í Nazista flokkinum er að vísu stór hópur, sem friðlaust heimtar stríð. Og það er úr þeirri átt, sem rekið er á eftir Hitler. Hernaðar-æsingar hans sjálfs hafa þar fest svo djúpar rætur, að óvíst er hvort að hann sjálfur fær lengi við það ráðið. En hvað sem því líður og neiti nú Tékkar kröfum Hitlers, er ekki þar með sagt að út í stríð verði farið. Það er ó- reynt ennþá, hvernig Hitler snýst við því, þegar til alvörunnar eða stríðs kemur. Það á ef til vill eftir að koma í ljós fyrsta október. E R I N D I flutt í Fyrstu lútersku kirkju 27. september 1938. Eftir Jónas Jónsson, alþingismann Kæru landar í Winnipeg! Undanfarna tvo mánuði hefi eg verið á ferð um bygðir fslendingar í Norður-Ame- ríku. Mér finst eg hafa komið víða, og vissulega hefi eg hitt landa mína svo þús- undum skiftir, en þó eru hinir margir, sem eg næ ekki til, nema ef sumir þeirra lesa síðar í íslenzku blöðunum héðan úr borg, hin fáu kveðjuorð, sem eg flyt hér í kveld. f þeim mörgu ræðum, sem eg hefi flutt undanfarnar vikur á samkomum íslend- inga, hefi eg reynt að gera grein fyrir hinni sameiginlegu arfleifð fslendinga og þróun kynstofnsins á fslandi og í Vestur- heimi hin síðustu 70 ár. Eg hefi bent á uppruna þjóðarinnar, að landnámið frá Noregi á 9. og 10. öld gerist með sjald- gæfu úrvali um listhneigð og frelsisást, að þetta fámenna- úrval, á að giska 80 þús. manna, stofnar á íslandi eina lýðveldið, sem þá var til í heiminum, að þetta lýð- ríki stóð með miklum blóma í fjórar aldir, að lög þess og skipulag er um marga hluji enn til fyrirmyndar, að þessir frumherjar hins nýja frelsis í heiminum rituðu sögu allra Norðurlanda með þeirri snild að eng- in þjóð hefir komist lengra, og að þeir hófu ritun þjóðlegra bókmenta þegar allar aðrar mentaþjóðir voru beygðar undir ok framandi menningartungu. Jafnhliða þess- um merkilegu, andlegu afburðum bjargaði þessi fámenna lýðveldisþjóð heimildunum um hinn merkilega átrúnað norrænu forn- aldarþjóðanna og tók með meira andlegu sjálfstæði á móti trúboði kaþólskunnar heldur en nokkur önnur þjóð í Evrópu gerði á þeim tíma. Þetta er hinn fyrsti þáttur í andlegum afrekum sameiginlegra forfeðra allra ís- lendinga. Næsta afrek forfeðranna er að geyma þennan merkilega andlega auð gegnum myrkur og þrengingar miðald- anna, svo að nútímamenning norrænna þjóða gæti reist framtíðarhús sitt á sögu- lega traustum grnndvelli. Þriðja átak fslendinga er nútímamenn- ing þeirra, landnám í tveim heimsálfum síðan um 1870. Á íslandi hafa rúmlega 100 þúsund manns á þessum 70 árum end- urreist að miklu leyti hið forna, frjálsa ríki, og gert hið gamla land að nútíma- ríki með því að opna allar dyr fyrir véla- iðju og nútíma-tækni í vinnubrögðum, en bjarga þó hinum margháttuðu erfðaverð- mætum fyrri alda. Á þessum sömu 70 árum hafa rúmlega 30 þúsund íslendingar í Canada og Bandaríkjunum gert hér í álfu margþætt landnám — stofnað hér með mikilli orku og ósérplægni fjölmargar nýbygðir bæði í sveitum og borgum. Svo sem kunnugt er hefir meginþorri fslend- inganna sezt að á sléttum Manitobafylkis, en um leið teygt arminn suður yfir landa- merki Bandaríkjanna inn í hina fögru og frjóu Dakota-bygð. Winnipeg er stærsta borgin í þessum fylkjum og fjölmennasta íslendingabygð utan Reykjavíkur. Win- nipeg er þessvegna hinn sjálfkjörni höfuð- staður í hinu andlega ríki íslendinga í Vesturheimi og fylgja þeim vanda að sjálfsögðu bæði skyldur og réttindi. En utan við þessa meginbygð íslendinga í Vesturheimi eru landar dreifðir svo að segja um alla Norður-Ameríku. Eftir ný- legum skýrslum að dæma voru íslendingar búsettir í 45 af 48 ríkjum Bandaríkjanna. Á ferðum mínum í sumar á Kyrrahafs- ströndinni og jafnvel inn í Klettafjöllum hefi eg hvaðanæfa fyrir hitt stórmyndar- legar bygðir íslendinga, og svo hygg eg vera um landið alt. Landnám íslendinga er ekki einungis víðfaðma í landfræðileg- um skilningi, heldur eru fslendingar þátt- takendur í nálega öllum greinum hins fjöl- þætta menningar og atvinnulífs í Norður- Ameríku, hvar sem leitað er. Þegar vegir hinna íslenzku þjóðarbrota skildu heima á íslandi á árunum 1870-90, þar sem annar armurinn tók að gera ísland að nútímaríki, en hinn lagði orku sína í að byggja upp með miljónum annara hin tvö stóru lýðríki í Vesturheimi, þá var íslenzki kynstofninn lítt þektur með sönnum heimildum, nema af tiltölu- lega fámennum fræðimannahóp. En hjá öllum þorra lítt mentaðra manna í Evrópu og Ameríku voru ósanngjarnar og niðr- andi skoðanir ríkjandi um ísland og ís- lendinga. Það hefir verið einn af merki- legustu þáttum í landnámssögu íslendinga báðum megin hafsins að brjóta niður þessa hleypidóma, og það hefir tekist svo að varla verður á betra kosið. Eg tek hér fram sérstaklega þá hliðina sem er ykkar verk, og sem eg hefi kynt mér hér í sumar. Landnemar fslendinga í Vesturheimi fengu þegar í stað það álit, að orð þeirra væri eins og vottfastur samningur, að sjálfs- bjargarþrá þeirra væri ódrepandi, og að þeir væru heiðursmenn í hverju starfi sem þeir tækju að sér. Sérfræðingur í þjón- ustu Bandaríkjanna í einni þýðingarmestu landamerkastöð milli Canada og Banda- ríkjanna viðurkendi fyrir skömmu í einka- viðtali, að í skýrslu til stjómarinnar í Washington hefði hann sett íslendinga efsta í röð meðal allra þjóðflokka sem æskilega innflytjendur í Bandaríkin. Um sama leyti gerði ungur, íslenzkur læknir úr Bandaríkjunum ókeypis læknisverk hjá alókunnu fólki í Canada, þar sem hann var staddur í sumarleyfi. Fólkið, sem hann hjálpaði, skiftist í flokka með get- gátur um það af hvaða þjóðerni hinn góð- sami og drengilegi læknir væri kominn. Sumir nefndu Svía, en fleiri kendu þar hið einkenda fslendingsnafn, sem Stephan G. Stephansson segir að bíði landans í fjör- unni, hvar sem hann stígur fótum á land. En það er mikið þrekvirki af fámennasta erlenda þjóðflokknum, sem flutt hefir inn í Ameríku, að hafa numið land hér í álfu með þeim manndómi og drengskap, sem þessi dæmi sýna, og er sá arfur í einu bæði glæsilegur og vandmeðfarinn. Eg ætla ekki í þeim orðum, sem eg segi hér í kvöld að eyða neinum verulegum tíma til að tala um landnám fslendinga á íslandi á hinum síðustu tveim mannsöldr- um. Eg hefi að nokkru leyti lýst því í ræðum mínum að Hnausum og Gimli fyr í sumar, sem eru flestum ykkur kunnar. Eg vil aðeins taka fram í stuttu máli, að loka-takmark íslendinga á fslandi er að endurreisa til fulls hið forna, frjálsa lýð- ríki, og að þetta lýðríki verði fullkomið menningarland, en geymi sérstaklega sem helgidóm arineld þjóðarinnar, málið, bók- mentirnar, listhneigðina og þá andlegu ræktun og fágun í lunderni og skapgerð, sem landnemarnir fluttu með sér úr hinum fátæku bygðum fslands vestur um haf, gættu vel fyrir sitt leyti og hefir orðið í framandi löndum undirstaða að því mikla trausti, sem íslendingar njóta nú í Vest- urheimi. Það leiðir af sjálfij sér, að ef fslendingum tekst að gera þessa hugsjón að veruleika, þá verður fsland sjálfkjörið höfuðból um rannsóknir er lúta að upphafi og meginstefnu norrænnar menningar í heiminum. Mér virðist að borgaralegt takmark ykk- ar landanna í Vesturheimi sé það, að halda hér áfram landnáminu í Norður- Ameríku, að skapa hér sem jafnvel viðurkent daglegt mál. bezta borgara í báðum ríkjun- fslendingum austan hafs myndi um, að eiga mikinn og sívaxandi þykja það Ótrúleg saga, ef þeim þátt, þrátt fyrir fámennið, að væri sagt, að landar þeirra í gera veg og menningu þessara j Vesturheimi kynnu ekki nema landa sem mesta og veglegasta. eina tungu, því að á íslandi nem- En jafnframt því að þið gefið ur allur þorri þeirra, sem eiga keisaranum 'hvað keisarans er kost nokkurrar skólagöngu, tvö um allan þegnskap hin,um erlend mál, og þeir sem betri miklu nýbygðum Vesturálfu, þá kost eiga, nema þrjú eða fjögur. eigið þið enn og getið um ó- j Aðstaðan í Evrópu á að vísu þátt komnar aldir >átt með íslending- í því að íslendingar telja sig unum á íslandi allan þann and- J verða að leggja á sig mikið mála- lega auð, sem er sameiginlegur nám. En unga fólkið á íslandi arfur frá forfeðrunum, og sem lítur ekki á tungumálanám eins hefir fram að þessu verið ljós á og byrði, heldur sem eftirsókn- vegum ykkar og undirstaða að arverða áreynslu. Þeir gæta gæfu og gengi ykkar hér í landi. ( móðurmálsins, en þeir telja sér Takmark ferðar minnar um hin- | ávinning og hann ekki lítinn, að ar víðáttumiklu vesturbygðir í bæta við einu eða tveimur menn- sumar hefir verið að kynnast ingarmálum. Þeir hafa reynt hag ykkar og skoðunum, alveg að hver menningartunga opnar sérstaklega að því er snertir þeim, sem hana kunna, nýjan þetta andlega samstarf þjóðar- og auðugan andlegan heim. brotanna beggja megin hafsins, j Eg hefi leitt að því nokkur í því skyni, að eg gæti síðar rök að það jætti að vera erfitt heiman frá fslandi, með mönn- verk fyrjr afkomendur íslenzku um, sem eru mér skyldir að íandnemanna hér í álfu að halda skoðunum um þetta mál, og þeir | vjg jsienzku sem hliðarmáli, með eru margir á íslandi, unnið með ensku og varðveita þannig var- ykkur nokkru meira en verið anlega hlutdeild í íslenzku hefir, að hinum sameiginlegu mentalífi til handa sér og sínum menningarmálum allra, sem eru um ókomnar aldir. Eg mun af íslenzku bergi brotnir Eg kem þá að því, sem næst leiða nokkur rök að því að þessi áframhaldanda þátttaka í mér sýnist vera eðlilegt mark- j íslenzku mentalífi muni verða í mið ykkar landa í Vest-' framtíðinni afarsterk lyftistöng urheimi, um hið andlega sam-:fyrir landana í Vesturálfu í starf austur yfir hafið. sjálfsbjargar baráttu þeirra. Og Það er að halda íslenzkunni við | þessi rök ætla eg fyrst og fremst að sækja í sögu íslenzku bygðanna í Vesturheimi. Ef litið er yfir dvalartíma fs- lendinga í Vesturheimi, þá hafa tvær kynslóðir starfað hér og skilið eftir mikil vegsummerki. sem almennu menningarmáli allra íslendinga í Vesturheimi, líka þeirra, sem eiga aðeins ann- að foreldranna af íslenzkum stofni. Það er að halda við lestri hinna íslenzku, sígildu bók- menta, að fornu og nýju, bæði, Fyrsta kynslóðin kemur frá fs- þeirra sem orðið hafa til á ís landi og hér í Vesturheimi; og að nota íslenzkuna, bæði mál- fræðina og bókmentirnar sem andlegt þjálfunarmeðal til að gera hina ungu íslendinga í Vest- urheimi jafnan færa til að vera í fremstu röð um andleg og félagsleg átök og þeir hafa verið hingað til. En í framhaldi af þessari ræktun íslenzkunnar sem menningar- en ekki móðurmál allra landa í Vesturheimi, kem- ur svo hitt vefkefnið, að gera íslenzkuna að kenslugrein við alla háskóla í Norður-Ameríku. Er þar nú þegar hafin góð byrj- un, ei} í framtíðinni vona eg að við hvern slíkan háskóla verði íslenzka kend af mentamönnum úr íslenzku bygðunum hér í álfu, sem hafi fengið lokamentun sína í norrænum fræðum við Háskól- ann í Reykjavík, þar sem hinn vígði eldur málsins á að verða bezt og örugglegast varðveittur unii alla framtíð. landi að ónumdu landi. Hún flytur með sér lítinn veraldleg- an auð og litla þekkingu í verk- legum efnum um þau störf,’sem hér biðu úrlausnar. En þetta fátæka bygðafólk frá íslandi flutti með sér þúsund ára gamla andlega tamningu, guðsorðabæk- ur íslenzku kirkjunnar, ljóð þjóðskáldanna íslenzku, fornsög- urnar og með þessum yfir- lætislausa útbúnaði tókst kyn- slóð landnemanna að fullbyggja margar sveitir, fella skóg- ana, gera eyðilönd að ökrum, byggja bæi og borgir, eign- ast skipastól, margháttaðan bú- stofn, vélar og verksmiðjur. En meðan þessu öllu var skamt á veg komið, á fyrstu frumbýlis- árunum, meðan enn var búið í fyrstu bjálkahúsunum, reistu landnemarnir guðshús sín um allar bygðir sínar, stundum tvö svo að segja hlið við hlið. f þess- um kirkjum fullnægðu landnem- arnir trúar- og þjóðræknisþörf Sumum kynni að virðast mikil sinni. Þeir fengu frá byrjun ís- byrði fyrir fslendinga hér í álfu lenzka kennimenn, heyrðu í að halda við kunnáttu í tveim kirkjunum móðurmálið eins og málum, og Vissulega mun það heima á íslandi, með hinum ekki gert nema ef þeir sannfær- þróttmikla blæ biblíuþýðingar- ast sjálfir um að það sé þeim innar og trúarljóðanna. Sú fórn fyrir beztu. Gáfuðum þjóðum landnemanna að þyggja sér hin- virðist ekki vera ofurefli að ar mörgu og vönduðu kirkjur og leggja á sig slíka byrði. Grikkir að halda við f jölmörgum söfnuð- í hinu forna Rómaveldi töldu um í meira en hálfa öld, og mál sitt og menningu svo mikils standast allan kostnað með gjöf- virði, að þeir geymdu tungu sína um og frjálsum framlögum sýn- öldum saman við hlið latínunn-1 ir þrek og manndáð, sem seint ar, og þó að iGrikkir væru í mun fyrnast. Þó að karlmenn- stjórnmálaefnum beygðir undir irnir hafi verið kennimenn fs- vald Rómverja skiluðu þeir máli lendinga vestan hafs, og þó að sínu og bókmentaarfi í fullu ^ karlmenn hafi svo sem annars- gildi, engu síður en yfirþjóð; staðar starfað mest að skógar- þeirra, í hendur hinnar nýju^höggi og akurvinnu, þá er þátt ur hinnar íslenzku konu í land- náminu engu minni en karl- mannanna, hvort sem litið er á starf heimilanna, menningu barnanna eða kirkjumálin. Það er mál þeirra, sem bezt þekkja menmngar, sem hófst í Evrópu fyrir fjórum öldum. Og öllum er kunnugt að Gyðingaþjóðin hefir geymt tungu sína og and- lega menningu hliðstætt við all- ar stórtungur heimsins, og hafa þó numið mál og siði annara|til að fáar kirkjur hefðu verið þjóða á þann veg, að geta komið reistar í landnámi fslendinga hér vestra, og enn færri starf- ræktar langa stund, nema fyrir samtök, áhuga og einbeittan fórnarvilja íslenzkra kvenna. — Frá ferðum mínum í sumar mun mér lengi minnisstæður hinn smum mönnum óvenjulega vel fyrir í aljri kepni um fjármál, bókleg fræði og veraldarvöld. Dæmi Grikkja og Gyðinga sýnir, að gáfuð þjóð, sem á mik- inn menningararf, getur haldið við tungu sinni og sérstakri j sterki og áhrifamikli þáttur, sem menningu, þó að jafnframt séjeg hef séð að íslenzku konurnar lögð stund á aðra tungu og húp | eiga í allri menningarbaráttu fs-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.