Heimskringla


Heimskringla - 07.12.1938, Qupperneq 7

Heimskringla - 07.12.1938, Qupperneq 7
WINNIPEG, 7. DES. 1938 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA VERÐUR LITHAUEN BÚTAÐ SUNDUR EINS OG TÉKKó-SLóVAKÍA Um þessar mundir er mikið rætt um framtíð ríkjanna í mið- hluta álfunnar og suðaustur- hluta álfunnar, vegna hinna stöð- ugt vaxandi áhrifa Þjóðverja. — Eitt þessara ríkja, Austurríki, hefir verið sameinað Þýzkalandi. Tékkó-Slóvakíu er verið að búta sundur. Svo horfir sem Tékkar og Slóvakar, vegna vonbrigð- anna yfir því, að stuðningur ríkjanna, sem stóðu að friðar- samningunum, brást þeim á stund neyðarinnar, hallist fram- vegis að Þýzkalandi, og allar líkur benda til, að nánari sam- vinna, að minsta kosti á sviði viðskifta, takist með Þjóðverj- um og ýmsum fleiri þjóðum álf- unnar, svo sem Júgóslövum. Búl- görum og fleiri, en því traustari sem viðskiftasamvinnan er, því meiri líkur eru til, að hin póli- tíska samvinna treystist að sama skapi. — Um þann flokk smáríkja, sem kallast Eystra- saltsríkin, er minna talað sem stendur, en það er margt sem bendir til, að ýmislegt í sam- bandi við þau, fari að koma á dagskrá aftur. Þessi ríki urðu, eins og Tékkó-slóvakía, til upp úr heimsstyrjöldinni. — Eitt þeirra, Lithauen, hefir orðið að sætta sig við kúgun af hálfu voldugs nágranna, Póllands, og kannske er Lithauen það Eystra- saltríkjanna, sem næst kemur mest við sögu af smáríkjum álfunnar. Er í eftirfarandi grein vikið að ýmsu varðandi Lit- hauen og vandamál Litháa og er stuðst við greinaflokk, sem birtist í víðlesnu, áreiðanlegu amerísku blaði, um þessi efni. Þegar menn ferðast um Lit- hauen nú á dögum reka menn fljótt augun í það, að hvar- vetna hafa risið upp nýjar bygg- ingar á bújörðunum — ný býli hafa risið upp um gervalt land- ið og yfirleitt virðist alt bera miklu athafnalífi vott. Landbúnaðarlögin sem sett voru í þessu litla, unga lýðveldi, eru farin að bera ávöxt. Með þeim fengu bændur landsins ný og betri skilyrði til þess að bæta hag sinn og þeir hafa vissulega notað þau, sér og þjóðarheildinni til hagsbóta. Lithauen er eitt þeirra ríkja, þar sem fáir hafa safnað mikl- um auði, og örbirgðin þekkist þar ekki, þótt margir sé litlum efnum búnir. Jafnvel hin minstu bændabýli í Lithauen virðast bera því vitni, að einnig þar komist menn mjög sæmilega af. f Lithauen tíðkast það hvergi, eins og í Fríslandi og Saxlandi, að hlöður og gripahús sé undir sama þaki. í Lithauen rekur ferðamaðurinn fljótlega augun í “að útihús eru mörg — og korn- skemmurnar stærstar — og hestar, kýr og svín hafa sínar sérstöku vistarverur. INNKÖLLUNARMENN HEIMSKRINGLU I CANADA: Amaranth..............................J. B. Halldórsson Antler, Sask........................-K. J. Abrahamson Arnes...............................Sumarliði J. Kárdal Árborg.................................G. 0. Einarsson Baldur..........................................Sigtr. Sigvaldason Beckville................................Björn Þórðarson Belmont....................................G. J. Oleson Bredenbury..............................H. O. Loptsson Brown....'..........................Thorst. J. Gíslason Churchbridge.........................H. A. Hinriksson Oypress River............................Páll Anderson Dafoe...................................S. S. Anderson Ebor Station, Man...................K. J. Abrahamson Elfros..............................J. H. Goodmundson Kriksdaie..............................ólafur Hallsson Fishing Lake, Sask.....................Rósm. Árnason Foam Lake.............................H. G. Sigurðsson Gimli.................................................K. Kjernested Geysir............................................Tím. Böðvarsson Glenboro.............................. G. J. Oleson Hayland.............................Sig. B. Helgason Hecla...............................Jóhann K. Johnson Hnausa...................................Gestur S. Vídai Húsavík...................................John Kernested Innisfail......................................Ófeigur Sigurðsson Kandahar........................................S. S. Anderson Keewatin.................................Sigm. Björnsson Langruth..............................................B. Eyjólfsson Leslie...............................Th. Guðmundsson Lundar..................k.....Sig. Jónsson, D. J. Líndal Markerville........................ Ófeigur Sigurðsson Mozart....................................S. S. Anderson Oak Point......................... Mrs. L. S. Taylor Oakview................................... S. Sigfússon Otto............................................Björn Hördal Plney.............................................S. S. Anderson Red Deer.......................................ófeigur Sigurðsson Reykjavík..........................................Árni Pálsson Riverton.............................Björn Hjörleifsson Selkirk........................ Magnús Hjörleifsson Sinclair, Man......................K. J. Abrahamson Steep Rock.......................................Fred Snædal Stony Hill.......................................Björn Hördal Tantallon.............................. Guðm. Ólafsson Thornhill..........................Thorst. J. Gíslason Víðir..............................................Aug. Einarsson VRncouver..............................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis....................................Finnbogi Hjálmarsson " fnnipeg Beach........................ John Kernestecf Wynyard...................................S. S. Anderson ( BANDARÍKJUNUM: Akra..................................Jón K. Einarsson Bantry.................................E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash..................Mrs. John W. Johnson Blaine, Wash...................Séra Halldór E. Johnson t’avalier.............................Jón K. Einarsson Crystal..............................LTh. Thorfinnsson Edinburg..............................Th. Thorfinnsson Garðar................................Th. Thorfinnsson Urafton.......................................Mrs. E. Eastman Hallson...............................Jón K. Einarsson Hensel.................................J. K. Einarsson Ivanhoe............................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St. Milton.....................................S. Goodman Minneota...........................Miss C. V. Dalmann Mountain...........................................Th. Thorfinnsson National City, Callf.....John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts..........................Ingvar Goodman Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold.................................Jón K. Einarsson Upham...................................E. J. BreiöfjörO The Viking Press Limited Winnipeg; Manitoba Flest hús eru bygð af timbri og ríkið selur bændum og land- nemum byggingarefni fyrir sanngjarnt verð. Hagstæð lán eru veitt til efniskaupa, því að þau eru til langs tíma og af- borganir litlar. Bændur eru hvattir til þess að nota óeldfimt byggingarefni í þök og því sjást hvarvetna á hinum nýju húsum skífuþök og járnvarin þök. Það vekur sérstaka athygli ferðalangsins í þeim héruðum, þar sem nýtt land hefir verið tekið til ræktunar, að megin á- hersla er lögð á það af land- nemunum, að koma sér upp sæmilegum húsum fyrir gripi og uppskeru fyrstu árin. Land- nemar sætta sig við að búa í bráðabirgðaskýlum meðan þeir eru að koma upp útihúsum, en þar sem landnám var hafið fyrir 2—3 árum eru komin upp snot- ur og skrautleg íveruhús. Mesta vandamál bónda í Lit- hauen er að fá gott verð fyrir afurðir sínar, en verðlagið fer eftir skilyrðum heimsmarkaðs- ins frekar en eftirspurninni heima fyrir. Yfirleitt má segja, að bændastéttin geri minni kröf- ur til þæginda en alment tíðkast í vesturhluta álfunnar. Og bænd- ur í Lithauen verða flestir að standa straum af nokkurum skuldum í bönkum, en skuldir þeirra eru yfirleitt minni en í öðrum landbúnaðarríkjum álf- unnar. En skuldabyrðin er þeim erfið vegna þess, að til skulda var stofnað þegar verð- lag á landbúnarafurðum var hærra en nú. Ríkið hefir reynt að koma bændum til hjálpar í þessum efnum, og lög hafa verið sett til þess að ákveða launakjör þeirra sem vinna hjá bændum, en vinnufólki eru greidd laun að nokkuru leyti í reiðu fé og að nokkuru með landbúnaðarafurð- um. Bændur í Lithauen ræktuðu til skamms tíma aðallega korn, hafra, bygg, rúg og hveiti, kart- öflur, ertur o. s. frv., en á síðari árum hefir verið meiri stund lögð á griparækt og mjólkur- framleiðslu. Ríkið hefir komið upp tilrauna- og fyrirmyndarbú- um, og þaðan fá bændur úrvals- gripi. Bændum er þar leiðbeint um fóðrun og alla meðferð gripa og afurða, til þess að þeir geti fengið sem bezt verð fyrir kjöt sitt og mjólkurafurðir. Sérstök áhersla er lögð á að veita smá- bændum og landnemum alla að- stoð í té í þessum efnum og nú er svo komið, að þeir eiga flestir góða gripi og hafa mikinn áhuga fyrir að eiga sem bezta gripi og að vanda framleiðsluna sem mest. Landbúnaðarráðuneytið hefir stofnað eftirlitsstöðvar, þar sem sérfræðingar átarfa og ferðast um meðal bænda, leið- beina þeim, og hafa eftirlit með höndum hjá öllum bændum sem stunda svínarækt og útfultning á fleski fyrir augum. Á þessum eftirlitsstöðvum eru gerðar fóð- | urtilraunir, og þangað flytja 'bændur framleiðslu sína til skoð- unar og flutnings. Ríkiseftirlit er með öllum flesk-útflutningi, framleiðslu mjólkurafurða og útflutningi þeirra. Er því að- eins flutt út fyrsta flokks vara og útflutningur af fleski og smjöri eykst með ári hverju.. Landbúnaðarráðuneytið hefir með ýmsum ráðstöfunum komið fram menningarlegum umbót- um til hagsbóta fyrir bænda- stéttina í Lithauen. Þannig hafa verið stofnaðír bændaskólar og til kveldnámskeiða fyrir bændur og bændaefni og sveitakonur og stúlkur. Þá hefir ráðuneytið haft forgöngu í því, að ungir bændur stofnuðu með sér félög, það gefur út blöð og búnaðarrit og styður ýmiskonar nýjar til- raunir á sviði landbúnaðar. Æðri búnaðarleg fræðsla fer fram í búnaðarháskólanum 1 Dotnava, en þar eru 45 kennarar, og er stofnun þessi að öllu leyti rekin af ríkinu. Búnaðarháskólinn hefir aðsetur á stórri bújörð og er það vitanlega eitt af mestu fyrimyndarbúum ríkisins. Þar fá nemendurnir einnig tækifæri til þess að stunda verklegt nám og fylgjast með ýmiskonar bú- vísindalegum rannsóknum. Miklar breytingar hafa orðið í þessum efnum frá því er var fyrir heimsstyrjöldina, því að \>£ miðaði ekki áfram á þessu sviði frekar en öðrum, því að Rússar létu sig litlu skifta velferð fylk- isins. Rússneska stjórnin lagði aðaláherslu á að finna markaði f y r i r landbúnaðarafurðir Ukraine og Síberíu, og sá fyrir svo ódýrum flutningi á korni þaðan, að korn frá Ukraine fékst með lægra verði í Memel og Riga en frá Lithauen, rétt hjá. Landið var að mestu leyti í eigu manna, sem lítið skiftu sér af því og bjuggu ekki í fylkinu. Eftir uppreistina 1861 var mik- ið land í Lithauen tekið eignar- námi og fengið Rússum í hend- ur, en eftir byltinguna 1905 varð sú breyting á, að talsvert mörg- um litháiskum bændum var gef- inn kostur á að eignast land til ræktunar, og tókst þeim að koma sér sæmilega áfram, með aðstoð banka og samvinnufélaga, sem um þessar mundir fóru að koma til sögunnar. En yfirleitt voru framfarirnar litlar meðan Rússar réðu þar ríkjum. Og meðan heimsstyrjöldin stóð yfir var enn ver ástatt, því að þýzki herinn, sem þar var, hirti fram- leiðslu bændanna, og var land- búnáður í Lithauen í rústum, er styrjöldinni lauk. En þegar sjálfstæðið var fengið tóku bændur í Lithauen til óspiltra málanna og hafa unnið að við- reisnarstörfunum af svo miklum áhuga og kappi, að fá dæmi eru til, með ágætum árangri, enda studdir vel af hinu opinbera svo sem að framan getur. Land var tekið eignarnámi af þeim, sem ekki áttu heima í landinu og fengið bændum í hendur, og hermenn, sem barist höfðu fyrir sjálfstæði landsins, fengu land til ræktunar endur- gjaldslaust, en þeir, sem keyptu land af stjórninni, greiða fyrir það í 36 ár. Erfingjar þeirra, sem Rússar höfðu svift eignar rétti á jörðum sínum 1861, fengu þær aftur. Ríkið hefir og tekið í sína um- sjá alla skóga landsins og nauð- synlegt land undir tilraunastöðv- ar og fyrirmyndarbú, sjúkrahús, elliheimili, barnahæli og skóla. Yfirleitt verður eigi annað sagt en að Lithaum hafi vegnað vel síðan er þeir fengu ' sjálf- stæði sitt og alt er þar í fram- för. Og þeir, eins og hinar smá- þjóðirnar við Eystrasalt, sem fengu sjálfstæði sitt upp úr heimsstyrjpldinni, hafa leitað samvinnu við skandinavisku þjóðirnar, einkanlega Svía og Finna. En fá þessar smáþjóðir hinna nýju ríkja við Eystrasalt að vera í friði, og vinna að sinni eigin farsæld og mennigu fram- vegis, eins og þessi tiltölulega fáu ár, sem liðin eru frá því þau fengu sjálfstæði sitt. *Margir | óttast, að það sé aðeins tíma- spursmál, hvenær stórþjóðirnar gleypi þær, Rússar, Þjóðverjar eða Pólverjar( sem eru stórþjóð í samanburði við Lithaua, Eist- lendinga og Lettlendinga). Litháar og Pólverjar hafa lengi deilt um Vilna og veldur deilan því, að fullur fjandskap- ur er undir niðri milli Pólverja og Litháa, þótt hinir síðar- nefndu hafi í öllum deilum sín- um við Pólverja orðið að láta í minni pokann. Litháar höfðu til skamms tíma engan stjórn- málafulltrúa í Póllandi og hót- uðu Pólverjar að beita vopna- valdi, ef Litháar tæki ekki upp stjórnmálalega og viðskiftalega samvinnu. — Deilan um Vilna milli Litháa og Pólverja er göm- ul. Hefir borgin alla tíð komið mjög við sögu. Litháar áttu Vilnahérað forðum, en Svíar her- tóku borgina á 18. öld og síðar - NAFNSPJÖLD - ■ Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrlfstofusiml: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að flnnl 6 skrifstofu kl. 10—12 f. h. o« 2—6 e. h. Heimlli: 46 AUoway Are. Talsimi: 33 lSt G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. LögfrœOingur 702 Confederatlon Life Bldg. Talsiml »7 024 OfTIC* Phom* Ru. Phom* 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 100 MKDICAL ART8 BUIUDINQ Omc* Hours : 13 - 1 4 r.u. - 6 r.u. iKD BT APPOINTlárNT W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON ISLENZKIR LÖOFRÆÐINQAM 4 öðru gólfl 325 Main Street Talsimi: 97 621 Hafa etnnlg skrifstofur aB Lundar og Gimll og eru þar að hltta. fyrsta miovlkudag i hverjum mánuði Dr. S. J. Johannes.ion 272 Home St. Talaiml 30 877 Vlðtalstlml kl. S—5 e. h. M. HJALTASON, M.D. ALMSNNAR LÆKNINOAK Sirgrein: Taugasjúkd&mar Leetur úti meðöl * vlðlögum VlBtalstimar kl. 2—4 • k. 7—» að kveldlnu Simi 80 867 866 Vlctor St. J. J. Swanson & Co. Ltd. RSALTORS Rental. Inturance and Finaneial Agenti Slml: »4 221 600 PARIS BLDQ,—Wlnnlpeg A. S. BARDAL •elur likklstur og annaot um útfar- ir. Allur útbúnaður sá beetl. Ennfremur selur hann mlnnisvarða og legstelna. 843 8HERBROOKE 8T. Phone: 86 607 WINNIPBO 1 Gunnar Erlendsson Planokennari Kenslustofa, 796 Banning St. Sími 89 407 THL WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. Jacob F. Bjamason —TRANSFEIU- Baggoge and Furniture líoving 591 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast allskonar flutnlnga fram og aftur um bœinn. Rovatzos Floral Shop *06 Notre Dame Ave. Phone 94 954 Freah Cut Flowers Dally Plants in Season We specialize in Wedding & Concert Bouquets & Funeral Designs Icelandlc spoken Rússar. Fengu Rússar borgina eftir skiftingu Póllands 1795.— 1831 og 1863 var borgin mið- stöð byltingarmanna, sem reyndu að hrinda af sér ánauð- aroki Rússa árangurslaust. Eftir heimsstyrjöldina gerðu Litháar kröfu til Vilnu, en Pólverjar komu með hermenn og tóku borgina. Tilraunir Þjóðabapda- lagsins til að miðla málum báru ekki árangur. Vilna er mikil miðstöð korn- verzlunar. íbúatalan er um 200,- 000. — Þjóðhetja Pólverja, Josef Pilsudski, er fæddur í Vilna.—Vísir. MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 854 BANNINO ST Phone: 26 420 DR. A. V. JOHNSON DENTIST 506 Somerset Bldg. Office 88124 Res. 36 883 SKODA-VERKSMIÐJURNAR Framh. frá 3. bls. smiðjurnar létu líka Hitler hafa stórar fjárupphæðir áður en hann var ríkisleiðtogi. Sá sem var milliliðurinn í þeim við- skiftum, var fjárbrallsmaðurinn ÍAlfred Löwenstein, sem árið 1928 stökk eða féll úr flugvér yfir Ermarsundi. Hitler og Göring hljóta að brosa nú, er ^þeir hugsa til þessa skammsýna 1 manns, sem af ótta við kommún- ista, gaf þeim margar verðmæt- ar gjafir til þess að vopnasmiðj- urnar í Mið-Evrópu gætu verið |öruggar. En ólíklegt er að nú- | verandi eigendum Skoda-verk- 'smiðjana finnist nú mikil á- stæða til að brosa. Það er ekki 'líklegt, að þeir hafi orðið neitt jupp með sér af því, þegar Her- mann Göring lýsti yfir því, að hergagnaverksmiðjur þeirra væru þýingarmeiri fyrir “þriðja ríkið’’ en Súdetahéruðin. Þeir vita sjálfsagt með vissu, að for- ingjar þýzkra þjóðernissinna ætla sér að steypa félagi þeirra saman við hinn risavaxna stál- og námuhring, sem kallaður er “Hermann Göring Werke”, og nú lykur um allar verksmiðjur Fritz Thyssen, keppinauts Krupps, og sem eftir töku Aust- urríkis var sameinað hinu stór- auðuga Alpa-Mortan-félagi. — (Lausl. þýtt úr Nation, N. Y.) ATH.— Herngagnaframleiðsla Skoda-verksmiðjanna hefir ver- ið flutt frá Pilsen, sem er í Sú- detahéruðunum, fyrir nokkru síðan, og verður því áfram inn- an landamæra Tékkó-slóvakíu. En vegna þess, hvað Tékkó-sló- vakía verður fjárhagslega og viðskiftalega háð Þýzkalandi. munu Þjóðverjar auðveldlega geta haft ráð verksmiðjanna í hendi sér. Aðeins tvær vopna- verksmiðjur í heiminum hafa meiri framleiðslu en Skoda-verk- smiðjurnar, Krupp í Þýzkalandi og Schneider í Frakklandi. —Tíminn. Rómaborg var ekki bygð á einum degi — heldur þremur. — Þessi Rómaborg er í Ameríku. Járnbrautarfélag eitt þurfti að byggja íbúðir fyrir 1000 verka- menn og á þremur dögum var reistur heill bær, sem kallaður var Rómaborg.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.