Heimskringla - 05.04.1939, Page 6
6. SíÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 5. APRÍL 1939
RISADALURINN
Þrem stundum síðar vissi Ogilvy öll atriðin
út í hörgul. Hvernig ástatt var í Sequoia.
Hann marg festi þessi atriði í sínu góða minni.
“Eg er,” sagði hann, “tilbúinn í bardagann og
samkvæmt því og með því að þessir hundrað
dalir, sem þú sendir mér, eru sama sem búnir,
þá sting eg upp á því, að þú kallir á þennan
rangláta ráðsmann þinn, sem neitaði mér ölm-
usum, ,sem eg beiddist'út á þinn reikning, og
segir honum að greiða mér nauðsynlegt fé.
Því að eigi eg að koma til Sequoia eins og auð-
kýfingur, verð eg að klæðast samkvæmt því,
snurfunsa mig allan upp og fá mér skrifara.
Væri járnbraut mundi eg biðja um heilan vagn
fyrir mig.”
Þegar þessu var lokið, tók Mr. Ogilvy að
segja Bryce sögu sína. Og þegar hann hafði
gert grein fyrir öllum skólabræðrum þeirra,
kvaddi hann og fór leiðar sinnar, en sagðist
ætla að litast um og kaupa góð, en notuð áhöld
og gufuvagn, auk þess kynna sér hvernig ástatt
væri með verkafólk, senda fáein símskeyti aust-
ur og finna verðið á spori og með ákafa ímynd-
unarafls síns, sá hann langa lest renna eftir
því hlaðna trjástofnum. En járnbrautina höfðu
þeir 'skýrt Norður Californíu og Oregon járn-
brautina.
“N. C. & O”, tautaði Mr. Ogilvy. “Þetta
lætur vel og snoturlega í eyrum, mér fellur
þetta. Eg vona að þessum gamla bófa, honum
Pennington, finnist þetta líka. Honum mun
líklega finnast að N. C. & O. séu upphafsstaf-
irnir að Norður Californíu ófögnuðinum.”
Þegar Bryce kom aftur til Sequoia var öll-
um undirbúningi lokið hvað lagningu járn-
brautarinnar snerti. Samningar hans við Greg-
ory voru undirritaðir og innsiglaðir, pening-
arnir fyrir járnbrautina voru í bankanum og
Buck Ogilvy eyddi þeim eins og drukkinn sjó-
maður. Eftir þetta gat Bryce ekki neitt nema
horft á og beðið fyrir sér.
Með næsta skipi komu svo mælingamenn,
ásamt öllum útbúningi til Sequoia. Þeir fengu
sér hesta og vagn, létu farangur sinn upp í
vagninn og héldu svo af stað inn í skógana.
Rétt á eftir þeim, kom Mr. Buck Ogilvy. Tók
hann til íbúðar fínustu herbergin á Sequoia
gistihúsinu, sem þegar voru fengin, með því að
síma og panta þau. f dagstofu þessarar íbúð-
ar, Jét hann setja skrifborð, skjalaskáp og ung-
an og röskan karlmann sem skrifara.
Hann hafði ekki verið klukkstund í Se-
quoia, þegar ritstjóri Sequoia Varðarins sendi
upp til hans nafnspjaldið sitt. Auglýsingin
um löggildingu N. C. & 0. járnbrautarfélagsin3,
hafði verið símrituð Verðinum af fréttafélag-
inu, vegna þess, að þfetta var frétt, sem fólk þar
um slóðir varðaði um. Enda var þegar mikil
umræða meðal manna í Sequpia um það, hverjir
þessir vitleysingar væru, sem legðu fé sitt í
svona óvíst fyrirtæki. Mr. Ogilvy var heim-
sókninni viðbúinn, í raun og veru beið hann
hennar með óþreyju, og þar sem auglýsinga-
skrum var hans aðal hæfileiki, þá fékk ritstjór-
inn fréttir, sem hann í einfeldni sinni taldi
þess virði, að birta með feitri fyrirsögn, sem
tæki yfir sjö dálka í blaðinu. Buck vissi alt um
rauðviðarframleiðslu, verð og markaðsmögu-
leika. Hann sagði að féð til þessa fyrirtækis
væri frá útlöndum, að hann tryði á fram-
kvæmd þess og að allar sínar eignir væru
tengdar við það. Með eldheitri mælsku lýsti
hann biljónum punda af rauðviði, ,sem yrðu
flutt út úr þessu dásamlega landi, sem væri svo
frjósamt og óþekt umheiminum, og spáði svona
eins og í trúnaði dásamlegri happaöld, sem væri
að renna upp yfir þetta ríki, er væri of stór-
kostleg til að nokkurn gæti dreymt um hana
til fullnustu.
Þegar Pennington ofursti las þessa bunu,
brosti hann. “Þetta er slungið bragð Trinidad
Rauðviðarfélagsins að ljúga upp þessari járn-
brautarsögu, til að losna við hvíta fílinn sinn,”
hugsaði hann. “Þeir voru gintir af svona sögu
til að kaupa skógana, og eg býst við að flón
fæðist hverja mínútu samkvæmt þeirra skoð-
pn og að sama bragðið geti unnið á ný. Það
getur verið að þeir hafi nú þegar einhvern í
sigtinu.”
Þegar Bryce Cardigan las þetta hló hann.
Þetta viðtal var svo líkt Buck Ogilvy! Næsta
dag var bifreiðin hans flutt upp frá bátnum,
og ásamt skrifara sínum hvarf Mr. Ogilvy inn í
skógana eftir veginum, sem hvítu hælarnir
mælinga mannanna mörkuðu af og sást hann
ekki í þrjár vikur. Hvað Bryce Cardigan snerti
þá sökti hann sér ofan í vinnu sína og í hvert
sinni og nýja járnbrautin var nefnd gætti hann
þess vandlega að gera lítið í þeirri fyrirætlun.
Dag nokkurn vildi það til er Bryce var að
hugsa um Shirley Sumner, að hann rakst á
hana á aðalstrætinu í Sequoia. Og henni til
mestu ánægju og undrunar stansaði hann og
tók ofan fyrir henni, brosti, opnaði munninn
til að segja eitthvað, sá sig samt um hönd og
bjóst til að halda leiðar sinnar. Er Shirley fór
framhjá honum, horfði hún beint framan í hann
alt annað en óvingjarnlega eða kuldalega.
Bryce fann gleðina streyma um sig frá
hvirfli til ilja og því næst þvalan kuldahroll
leggja um sig því að Shirley yrti á hann og
sagði: “Góðan daginn, Mr. Cardigan.”
Hann stansáði, sneri sér við og' gekk til
hennar. “Góðan daginn Shirley,” svaraði hann.
“Hvernig hefir þér liðið?”
“Eg gæti verið dauð án þess að þú vissir
um það,” svaraði hún snögglega. “En eins og
nú horfir, þá líður mér ágætlega vel, þakka þér
fyrir. En meðaf annara orða, ert þú ennþá í
illu skapi?”
Hann kinkaði kolli því til samþykkis.
“Alt af jafn illa við hann frænda minn?”
Hann kinkaði kolli.
“Eg held að þú sért mesti ólundararsegg-
ur og langrækinn,” sagði hún gremjulega. “Eg
er alveg orðin uppgefin á þér.”
“Það þykir mér leiðinlegt lað heyra,”
svaraði hann. En nú sem stendur verð eg að
leggja þetta á þig. En eftir eitt ár, þegar öðru
vísi stendur á fyrir mér þá skal eg reyna að
vera alminlegur.”
“Eg verð hér ekki að ári liðnu,” sagði hún.
Hann hneigði sig. “Þá mun eg fara þang-
að sem þú ert og koma með þig til baka.” Að
svo mæltu lyfti- hann hattinum háðslega og
hélt leiðar sinnar.
XXIII. Kapítuli.
Þó að Buck Ogilvy væri farinn frá Sequoia
og dveldi í burtu fáeinar vikur, þá gleymdu
þeir honum þar samt ekki. Skrifarinn hans
reyndist að vera ágætis auglýsingamaður, sem
með bréfaskriftum, símskeytum og tímatölum
lét ritstjóra Varðarins fá allar fréttir af
framkvæmdum N. C. & O. félagsins og auk
þess sumt, sem ekki hafði orðið að framkvæmd-
um ennþá. Afleiðingin varð góð auglýsing
fyrir félagið, og sívaxandi áhugi almennings í
Sequoia fyrir hinni fyrirhuguðu járnbraut, sem
átti að gera svo mikið fyrir fólkið þar.
Seth Pennington var einn þeirra, sem var
trúlaus í fyrstu og gerði gys að félaginu, en
var nú, loksins orðinn fyrir áhrifuin allra þess-
ara auglýsinga og umtals, og tók nú að hugsa
alvarlega um hvaða afleiðingar þessi járnbraut-
arlagning hefði. Ofurstinn var eins tortrygg-
inn og höggormur í ágúst mánuði. Þegar hann |
fór að hugsa um þetta fyrir alvöru, þá tók hann I
að spyrja sjálfan sig á hvaða hátt þqssi járn-
braut hefði áhrif á Laguna Grande timburfé-
lagið. Ef þessi ótrúlega hugmynd yrði að
veruleika og samtengdi þetta svæði við um-
heiminn ?
Fimm mínútna alvarleg umhugsun dugði
til að gera ofurstann lafhræddan. Þrátt fyrir
það, þótt hann skammaðist sín fyrir að verða
þannig hræddur við það, sem hann áleit að væri
skrum eitt, og engin ástæða væri til að óttast.
Honum fór alveg eins og tryltum dreng, sem
gengur heim í myrkrinu fram hjá kirkjugarði.
Mikilvægi þessara málefna rann upp fyrir
honum kveld eitt, er hann sat að miðdegisverði,
rétt á milli súpunnar og fisksins. Áhrifin voru
svo sterk að hann gleymdi nærveru frænku
sinnar.
“Fjandinn hafi þá,” tautaði hann upp-
hátt. “Eg verð að grenslast eftir þessu.”
“Grenslast eftir hverju, frændi?” spurði
Shirley sakleysislega.
“Þessari nýju járnbraut, sem þessi Ogilvy
segist ætla að byggja héðan frá Sequoia og
hundrað og fimtíu mílur norður að aðalbraut-
inni í Oregon.”
“En væri það ekki alveg fyrirtak fyrir
Humboldt ihéraðið?” spurði hún.
“Jú, vafalaust fyrir Humbolds héraðið, en
ekki fyrir Laguna Grande félagið, sem snertir
þig miklu meira en tilfinningar þínar. Það
væri Ijóti skellurinn. Mikill hluti þess fjárs,
sem faðir þinn lét þér eftir er í hlutabréfum
þessa félags okkar, og eins og þú veist, legg eg
alla krafta mína fram til að það blómgist, og
berst móti hveru sem gæti skaðað það.” .
“En þetta minnir mig á það frændi, að þú
ræðir aldrei við mig neitt, sem snertir eigur
mínar eða fjármál,” mælti hún.
Hann horfði á hana með þessu geislandi
stærilætis brosi, sem hann gat sett upp. Það er
engin ástæða til þess, að þú þreytir fallega höf-
uðið þitt með þessháttar hyggjum, meðan eg
lifi og sit við stýrið. En þar sem þú hefir
óskað eftir að heyra um þetta járnbrautarmál,
þá skal eg útskýra það fyrir þér. Mig langar
ekkert til að sjá þetta spor lagt héðan og til
Oregon, en mig langar mjög til að sjá braut
lagða suður til San Francisco.
“Hversvegna ?”
“Vegna hagsmunanna góða mín.” Hann
hikaði svolítið og hélt svo áfram: “Fyrir fáum
mánuðum síðan mundi eg ekki hafa sagt þér
frá þessu, Shriley, því að fyrir fáum mánuðum
síðan virtist mér þú hneigjast til vináttu við
hinn unga Cardigan. Þegar sá náungi vill
vera þægilegur, þá er hann fremur aðlaðandi
drengur — jafnvel elskulegur. Þið eruð bæði
ung; milli ungs fólks, sem eiga margt sameig-
inlegt og í slíkum stað ;sem þessum, getur vin-
átta snúist upp í heita ást, og mín reynsla er
sú, að heit ást leiðir fólk ekki ósjaldan að alt-
arinu.”
Shirley roðnaði og frændi hennar hló
góðlátlega. “Til allrar hamingju,” bætti hann
við, “var Bryce Cardigan svo óheppinn að sýna
sig þér — eins og hann í raun og veru er, og
þú hafðir vit til þess að vísa honum veg allrar
veraldar. Þar af leiðandi sé eg enga ástæðú
til að útskýra það ekki fyrir þér nú, sem eg
áleit viturlegt að leyna þig áður, auðvitað með
því skilyrði að þér leiðist það ekki.”
“Blessaður frændi, haltu áfram. Mér þykir
svo gaman af að heyra um þetta,” svaraði
Shirley.
“Stuttu eftir að eg stofnaði Laguna Grande
félagið, sem eg hefi samkvæmt beztu vitund
varið sumu af erfðafé þínu í, þá var eg neydd-
ur til að leita fyrir mér eftir tryggum skulda-
stöðum fyrir sumt af afgangi arfs þíns. Nú
er það áreiðanlegt, að góður skógur sem key-pt-
ur er ódýrt, hlýtur á endanum að verða seldur
dýrt, að minsta kosti hefir það verið reynsla
mín hin síðustu tuttugu og fimm árin — og
gamli John Caardigan átti tuttugu og fimm
þusund ekrur af besta skógarlandi ríkisins, og
hafði rann gefið fimtíu cent að jafnaði fyrir
hver þúsund fet í honum. En þarna hafði
gamli maðurinn gleypt of stóran bita. Hann
þurfti á meira rekstursfé að halda og til þess
breytti hann þessu fyrirtæki sínu í hlutafélag
og gaf út skuldabréf út á miljón dali. Þessi
skuldabréf voru gefin út til tuttugu ára og
vextirnir voru sex af hundraði, tryggingin var
góð, og eg keypti fyrir þig þrjú hundruð þús-
und dala virði af þeim. Eg keypti þau á átta-
tíu og þau voru minsta kosti tvö hundruð dala
virði, að minsta kosti undir minni stjórn.”
“Hvernig fórstu að því að kaupa þau svona
ódýrt?” spurði hún.
“Cardigan gamli lenti í örðugleikum og ó-
áran um mörg ár, sem stafaði af slæmri dóm-
greind hans og illri stjórn. Samkvæmt lögun-
um þá eiga skuldabréfa eigendur slíks félags,
rétt á að sjá skýrslurnar yfir fjárhag félagsins.
Smátt og smátt datt eg ofan á skuldabréfa
eigendur, sem voru í fjárþröng og seldu því
skuldabréf sín á Cardigans félagið fyrir gjaf-
virði. Flest þeirra skuldabréfa, sem eg keypti
fyrir þitt fé, fékk eg hjá fólki hér í bygðinni,
er mist hafði traust sitt á John Cardigan, og
framtíð rauðviðariðnaðarins hér um slóðir. Þú
skilur þetta, eða hvað?”
“Eg skil ekki hvað þetta kemur við járn-
brautinni.”
“Gott og vel eg skal nú skýra frá þvi,”
hann benti upp með vísifingrinum. “í fyrsta
lagi: Árum saman hefir skógurinn minn hér á
bak við Sequoia verið einskis virði vegna þess,
að þessi bannsetti Risadalur var í dyrunum að
honum. Cardigan hefir altaf neitað mér að fara
í gegn um þenna skógartopp sinn, til þess að
neyða mig til að selja sér skóginn minn fyrir
hálfvirði eða minna.”
“Já”, svaraði Shirley, “Eg er viss um að það
hefir verið tilgangur hans. Var það ódrengi-
legt af honum, frændi?”
“Nei, hreint ekki. Það er ekkert nema
verzlunar aðferð. Eg hefði gert það sama við
Cardigan ef eg hefði verið í hans sporum og
hann í hínum. Við höfum teflt sarrtan og eg
skal ját& að hann vann taflið, heiðarlega og
hrekkjalaust.”
“En því er þér þá svona illa við hann?”
“ó, mér er ekkert illa við karlbjálfann. —
Hann er mér bara þyrnir í augum. Eg býst
við, að eins og eðlilegt er, að mér svíði ósigur-
inn og langi til að gjalda þessum gamla ref
aftur í sömu mynt. Samkvæmt gildandi lögum
og venjum er þetta algerlega leyfilegt, eða
er ekki svo?”
“Já”, svaraði hún hreinSkilnislega, “það
hugsa eg frændi minn. Auðvitað, ef hann setti
þér stólinn fyrir dyrnar og gerði skóginn þinn
einskisvirði, því skyldir þú þá ekki gera skóginn
hans einskisvirði ef þú hefir færi á því.”
Ofurstinn sló hnefanum svo hjartanlega
ofan í borðið, að silfurborðbúnaðurinn næstum
því dansaði á því. “Þetta kalla eg vel mælt og
karlmannlega,” sagði hann. ,“Eg hefi tækifærið
og ætla nú að færa Cardigans feðgunum heim
sanninn um það, að skamma stund verður hönd
höggi fegin. Þegar samningar okkar við
Cardigan renna út næsta ár, að flytja stofnana
hans, ætla eg ekki að endurnýja þá — að minsta
kosti ekki fyr en eg hefi neytt hann til að
ganga að þeim kóstum, sem eg set og vissulega
aldrei með þeim skaðvænlegu skilmálum, sem
nú eru.”
“En ef þú fengir leyfi til að flytja gegn um
Risadalinn, mundir þú endurnýja samning-
ana?”
“Eg mundi hafa gert það, áður en yngri
Cardigan gerði þetta uppþot í verbúðunum
mínum, og áður en gamli Cardigan seldi Risa-
dalinn einhverjum öðrum þjóf, og áður en eg
fékk fulla vitneskju um, að hvorugur þeirra
feðganna veit nægilega mikið um viðarfram-
leiðslu og stjórn hennar, og um viðarsölu, til
þess að ábyrgjast skuldabréfa eigendunum
nægilegan hag á skuldabréfum þeirra. Shirley,
eg keypti þessi skuldabréf fyrir þig vegna þess,
að eg hélt að Cardigan gamli vissi nægilega
mikið um starf sitt til að gera skuldabréfin
arðvænleg. f stað þess rambar félagið hans á
barmi glötunar og gjaldþrots. Skuldabréfin,
sem eg keypti fyrir þig, eru nú minna virði en
þegar eg keypti þau, og næsta ár munu þeir
ekki geta goldið rentuna af þeim.
Þessvegna ætla eg að bíða rólegur og neita
að hafa frekari viðskifti við þá Cardigans feðg-
ana. Þegar flutninga samningarnir milli okkar
falla úr gildi, mun eg ekki endurnýja þá fyrir
nokkurn mun. Þá geta þeir ekki náð í stofna og
þá fara þeir óhjákvæmilega á höfuðið og eignir
þeirra í hendur dómstólanna. Þar sem þú ert
nú helsti skuldabréfa eigandinn, þá mun eg
fyrir þína hönd og nokkurra annara, sem minna
eiga stjórna þrotabúinu, er hlutaðeigendur hitt-
ast og ræða um hvað gera skuli. Þá mun eg fá
mig settan skiftaráðandi iþrotabúsins og mun
eg þá rannsaka öll þess fjármál til hlítar, og
ganga sjálfur úr skugga um það, hvort auðið
sé að bjarga því við, svo að þú skaðist ekki á
skuldabréfum þínum.
Eg verð, góða mín, að taka þessa leið þín
vegna og annara skuldabréfa eigandi. Finni eg
það út, að eigi er hægt að bjarga félaginu, eða
að Cardigan þurfi mörg ár til að gjalda skuld-
irnar, mun eg leggja það til, að eignir þess
ii verði seldar á nauðungar uppboði hæðst bjóð-
anda, og skuldabréfaeigendum sé svo goldið sitt
fé. Auðvitað,” flýtti hann sér að bæta við,
“verði eitthvað afgangs skuldunum þá fær
Cardigan það.”
“En er það líklegt að salan borgi allar
skuldirnr?” spurði Shirley áhyggjufull.
“Það er mögulegt, en ekki líklegt,” svaraði
hann þurlega. “Eg hefi í hyggju, ef svo fer,
að bjóða í eignirnar og leggja þær svo við
eignir Laguna rande félagsins og borga hluta
af kaupunum með ábyrgðarbréfum Cardigans
félagsins, en afganginn í peningum.”
“En hvað gera Cardigan feðgarnir þá,
Seth frændi?”
“ó, löngu áður en þetta verður nauðsyn-
legt, hefir gamli maðurinn horfið í faðm
Abrahams, og þegar félagið þeirra hættir að
vera til getur ungi maðurinn farið að vinna
fyrir sér.”
“Mundir þú gefa honum vinnu, frændi?”
“Nei, eg held nú síður. Heldurðu að eg sé
vitlaus, Shirley ? Mundu eftir því góða mín, að
fjármál eru ekki nein tilfinningamál, væru þau
það, væru engin fjármál til.”
“Mér finst eg skilja þetta, Seth frséndi,
nema hvað N. C. & 0. járnbrautarfélagið snert-
ir, og fyrirtæki þín í sambandi við þau.”
“f öðru lagi,” sagði hann og studdi nú
fingrinum á löngutöng. “Cardigan félagið á
tvö skógarsvæði mjög fjarlæg hvort öðru. Ann-
að er suður af Sequoia í San Hedrin héraðinu
og er sá skógur næstum einskis virði vegna
þess, að þar eru engar járnbrautir, hinn skóg-
urinn er hér fyrir norðan og góður vegna þess,
að þar má flytja frá sér.” Hann þagnaði
snöggvast og horfði á hana brosandi. “Og við
eigum járnbrautina þangað. Þar sem nú að
járnbraut eins og N. C.& 0. væri hin mesta
blessun fyrir landið hér yfir höfuð, þá getum
við verið án hennar, vegna þess, að hún gerir
okkur ekkert sérstakt gagn, því að við eigum
járnbraut úr skógunum niður að höfn og getum
því flutt viðinn okkar til markaðar.”
“Eg held eg skilji nú að þegar samningur-
inn um flútninginn rennur út, verður Cardig-
ans skógurinn norður frá einskis virði fyrir
þá, en okkar skógur heldur áfram að vera í
verði vegna þess að við getum flutt hann á
markaðinn.”
“Alveg rétt. Og til þess að vera algerlega
hreinskilinn við þig, Shirley, þá vil eg ekki
að þessi nýja járnbraut breyti neinu í þessa
átt. Eg vil að það verði okkur einum einhvers
virði, eins og nú er. Ennfremur á Trinidad fé-
lagið mikla skóga og góða norður af okkar
eignum svo ef þessi bölvuð nýja járnbraut
verður ekki lögð, getum við fengið skóga þessa
fyrir gjafvirði einhvern góðan veðurdag.”
“Mér finst þetta alt saman rökrétt ráða-
gerð út frá fjármála sjónarmiðinu.”
Hann hneigði sig því til samþykkis. “í
þriðja lagi,” bætti hann við og færði nú fingur-
'inn á baugfingur, lángar mig til að sjá járn-
brautina er tengir oss við umheiminn, koma
sunnan að, vegna þess, að hún snertir skóga
Cardigans í San Hedrin, og mun auka verð
þeirra afskaplega, ennfremur óska eg að þær
framfarir verið eftir að þeir skógar eru gengn-
ir inn til félagsins okkar.”
“Og svo—-—”
“Verð eg að rannsaka þetta N. C. & 0. fé-
lag, góða mín, og hnekkja því ef mögulegt er
— og það ætti að vera hægt.”
/