Heimskringla - 05.04.1939, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 5. APRÍL 1939
HEIMSKRINGLA
7. SÍÐA
HINN BRÁKAÐI REYR
Eftir Jónas Jónsson
Fyrir tuttugu árum kom fá-
tækur sveitapiltur héðan vestur
í bygðir íslendinga í Ameríku
og byrjaði að vinna þar. Hann
kunni ekki tungu landsmanna.
Hann átti hvorki að frændur eða
vini. En hann byrjaði að starfa
að erfiðustu og minst borguðu
vinnunni, sem völ var á, eins og
venjulega verður hlutskifti um-
komuleysingjanna í framandi
löndum.
Eftir fáein ár kom þessi mað-
ur heim til landsins aftur. Með
eljusemi og harðri vinnu hafði
hann dregið saman um 10 þús.
kr. En eftir eitt sumar hafði
hann verið féflettur af! manni
nærri Reykjavík, svo að heita
mátti að hann væri aftur orðinn
allslaus. Sá sem sveik af honum
féð, fékk kunningja sinn til að
klæðast dulbúningi og þykjast
vera einn af bankastjórum
Landbankans. Þessi gerfimaður
ráðlagði síðan aðkoníumannin-
inum að biðja svikarann að
geyma og ávaxta féð, sem dreg-
ið hafði verið saman með margra
ára striti við erfið kjör í Vest-
urheimi.
Dale’s Agœtu Geirlituks Töflur
hafa undraverð áhrif á ndðurbælda
menn, andlega þreytta eða sem hætt-
ir við svima, ajflleysi og ekki íinna
sig vel. Menn og konur hvar sem eru,
eru undrandi af áhrifum þessa lyfs.
100 töflur á $1.50 og 400 töflur á $5.00
(póstfrítt). — Dorchester Drug Cö.,
Graham & Kennedy, Winnipeg, Man.
Svikin komust upp og þeir
sem þar voru ,að verki fengu
hegningu eftir fyrirmælum lag-
anna. En pilturinn, sem mist
hafði aleigu sína kunni ekki við
sig í gamla landinu og fór aftur
til Vesturheims.
Hann byrjaði að nýju að safna
sér fé og dró ekki af sér í þeirri
viðleitni. Hann var talinn
tveggja manna maki við erfiðis-
vinnu og var eftirsóttur af
mörgum gróðursælum húsbænd-
um. Hann átti hvorki konu eða
börn og fáa vini. Hann bjó í
fátæklegu þakherbergi, eldaði
mat sinn sjálfur og þvoði þvott
sinn að sið einstæðinga í Ame-
ríku.
Heimþráin var enn vakandi,
og nú í haust var hann ráðinn
til fslandsferðar. Hafði honum
í vesturförinni lánast að draga
saman nokkur þúsund krónur.
Þær voru með nokkrum hætti
hans eini vinur. Fyrir þeim
hafði hann barist með margra
ára hörðu erfiði.
Á heimleiðinni varð hann að
bíða nokkra daga eftir skipi í
Edinborg. Þar virtist hann hafa
kynst íslendingi, sem búsettur
er á Englandi. Samtal þeirra
verður til þess, að landinn að
vestan fær þá hugmynd að hann
geti grætt nokkur hundruð krón-
ur á því að skifta dollurum sín-
um í Edinborg og kaupa fyrir þá
fjárhæð íslenzkar krónur. Og
þetta gerði hann. Það er vafa-
samt að honum hafi verið nema
að litlu leyti ljóst, að þessi at-
höfn var brot á íslenzkum lög-
um. Helzt er svo að sjá, að
hann hafi með mikiili einfeldni
talað um (þetta gróðabrall sitt við
hvern sem var, og ekki farið
dult með. En þegar skipin koma
í nánd við ísland, eru gestunum
sýnd eyðublöð, þar sem þeir eiga
að tilgreina hvað þeir hafi með-
ferðis af peningum og í hvaða
mynt. Þá fær landinn ótvírætt
aðhald um að hann hafi fest fót-
inn í möskvum laganna. Hann
gefur ranga skýrslu um fjáreign
sína og gerir viðvaningslega til-
raun til að fela hina nýfengnu
se<51a í fötum sínum. En þegar
komið er til Reykjavíkur finna
tollverðirnir peningana, og sjá
hina röngu skýrslu. Málið kom
að sjálfsögðu til lögreglunnar.
Eftir landslögum var fjárhæðin,
sem skift hafði verið, öll fallin
til ríkissjóðs. Ennfremur gróð-
inn af skiftunum. Að lokum
krefja lögin að dæmt sé í sekt
fyrir þetta lagabrot. Maðurinn
var nú samkvæmt landslögum
búinn að missa aleigu sína, þá
sem hann flutti heim í annað
sinn. Blöðin fengu þessa frétt
hjá lögreglunni, eins og tíðkast
um svipuð atvik. Þau sögðu frá
málinu, nefndu ekki nafn manns-
ins, en gátu þess, flest eða öll, að
hér væri um að ræða íslending
frá Ameríku.
Maðurinn tók sér nærri óhapp
sitt og var lasinn á vegum skyld-
menna sinna. Því meira sem
hann hafði haft fyrir að afla
þessarar litlu fjárhæðar því
þungbærari varð honum tilhugs-
unin um tjónið.
INNKÖLLUNARMENN HEIMSKRINGLU
I CANADA:
Amaranth.............
Antler, Sask........
Árnes...............
Árborg..............
Baldur..............
Beckville...........
Belmont..............
Bredenbury..........
Brown...............
Churchbridge.........
Cypress River.......
Dafoe...............
Ebor Station, Man....
Elfros..............
Eriksdale...........
Fishing Lake, Sask.
Foam Lake...........
Gimli...............
Geysir..............
Glenboro.............
Hayland.............
Hecla...............
Hnausa..............
Húsavík.............
Innisfail...........
Kandahar............
Keewatin............
Langruth............
Leslie..............
Lundar..............
Markerville.........
Mozart..............
Oak Point...........
Oakview.............
Otto................
Piney................
Red Deer............
Reykjavík...........
Riverton............
Selkirk.............
Sinclair, Man.......
Steep Rock..........
Stony Hill.........
Tantallon...........
Thornhill...........
VíSir...............
Vancouver...........
Winnipegosis........
Winnipeg Ðeach......
Wynyard.............
.......4...J. B. Halldórsson
..........K. J. Abrahamson
.....Sumarliði J. Kárdal
..........G. O. Einarsson
........Sigtr. Sigvaldason
.........Björn Þórðarson
............G. J. Oleson
..........H. O. Loptsson
.......Thorst. J. Gíslason
......H. A. Hinriksson
..........Páll Anderson
..........S. S. Anderson
......w..K. J. Abrahamson
.........J. H. Goodmundson
..........ólafur Hallsson
..........Rósm. Árnason
..........H. G. Sigurðsson
.............K. Kjernested
.........Tím. Böðvarsson
............G. J. Oleson
........Sig. B. Helgason
......Jóhann K. Johnson
..........Gestur S. Vídal
..........John Kernested
........Ófeigur Sigurðsson
..........S. S. Anderson
.........Sigm. Björnsson
............B. Eyjólfsson
......Th. Guðmundsson
.Sig. Jónsson, D. J. Líndal
...... ófeigur Sigurðsson
..........S. S. Anderson
.........Mrs. L. S. Taylor
..............S. Sigfússon
.............Björn Hördal
..........S. S. Anderson
........Ófeigur Sigurðsson
..............Áml Pálsson
.........Björn Hjörleifsson
....Magnús Hjörleifsson
......K. J. Abrahamson
.............Fred Snædal
.............Björn Hördal
..........Guðm. Ólafsson
........Thorst. J. Gíslason
..........Aug. Eicarsson
.........Mrs. Anna Harvey
....Finnbogi Hjálmarsson
..........John Kernested
..........S. S. Anderson
f BANDARÍKJUNUM:
Akra..................................Jón K. Einarsson
Bantry.................................E. J. Breiðfjörð
Bellingham, Wash.................Mrs. John W. Johnson
Blaine, Wash...................Séra Halldór E. Johnson
Cavalier........................... Jón K. Einarsson
Crystal............................ Th. Thorfinnsson
Edinburg..............................Th. Thorfinnsson
Garðar.............................. Th. Thorfinnsson
Grafton..............................Mrs. E. Eastman
Hallson...............................Jón K. Einarsson
Hensel.............................. J. K. Einarsson
Ivanhoe............................Miss C. V. Dalmann
Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St.
Milton............-.......................S. Goodman
Minneota...........................Miss C. V. Dalmann
Mountain.............................Th. Thorfinnsson
National Ci'ty, Calif....John S. Laxdal, 736 E 24th St.
Point Roberts........................Ingvar Goodman
Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W.
Svold.................................Jón K. Einarsson
Upham..................................E. J. BreiðfjörO
The Viking Press Limiteð
Winnipeg; Manitoba
Þegar fréttir bárust um þetta
peninga-verzlunarmál til landa í
Vesturheimi, varð það viðkvæmt
tilfinningarmál. Sú staðreynd
að blöðin í Reykjavík skyldu
finna ástæðu til að einkenna
landann með þeirri nákvæmni,
að hann væri “Vestur-íslending-
ur”, fanst þeim köld og óviðeig-
andi kveðja frá því landi, sem
þeir bregða hugsjónablæ yfir í
endurminningunni, og bæði í
ræðu og riti. Eg hefi fengið
mörg bréf að vestan, sem bera
vott um þessa særðu viðkvæmni,
sum alla leið vestan frá Kyrra-
hafsströnd frá mönnum, sem
hafa hvorki heyrt eða séð hinn
óhepna ferðamann.
Nú er það mála sannast, að
fréttin um peningaverzlun land-
ans kom að verulegu leyti af-
bökuð vestur. Auk þess eru skil-
yrði vestra svo ólík, að menn
skilja ekki aðstöðu okkar, sem
verðum að berjast fyrir heiðri
okkar og fjárhagslegu sjálfstæði
með því að láta ekki seðla lands-
ins vera verzlunarvöru erlendis.
Lögin um seðlaverzlunina eru
réttlát og óhjákvæmileg á ís-
landi, en aðstaðan er fjarlæg al-
menningi í Ameríku, og maður-
urinn, sem hér átti hlut að máli,
var af mörgum samsettum ástæð
um alls ófær til að skilja, að sú
verzlun, sem hann gerði í góðri
trú í Englandi, var ekki leyfi-
leg að lögum landsins, og að þau
lög væru nauðsynleg hinni ís-
Ienzku þjóð.
Að lokum sendi Þjóðræknis-
félagið fyrirspurnarskeyti til
forsætisráðherra um málið. Ráð-
herrann svaraði aftur með ítar-
legu skeyti, sem síðan var birt í
vestanblöðunum. Ríkisstjórnin
leit á málavexti og lét manninn
engu tapa nema gróða ‘þeim,
sem hann hafði haft af peninga-
skiftunum. ókunnugleiki manns-
ins, heimför hans og öll atvik
málsins voru þess valdandi að
ríkisstjórnin lét ekki þetta til-
felli verða úrskurðarmál um ó-
leyfilega seðlaverzlun.
Enginn skyldi halda að landar
í Vesturheimi geri ráð fyrir að
þeir séu hafnir yfir lögin í ætt-
landi sínu, er þeir koma þar. Því
síður ætlast þeir til þess, þar
sem það er reynsla í Ameríku,
að engin þjóð á tiltölulega jafn-
lítinn 'hlut í hópi dómífeldra
manna vestur þar eins og ís-
lendingar. En bæði áttu menn
vestra erfitt með að skilja sakar-
efnið, og í öðru lagi er svo fjar-
lægt hugsunarhætti þeirra, að
blöðin skyldu, þó að það væri í
fullkomnu athugunarleysi, finna
ástæðu til að kenna manninn,
um leið og hann var sakaður um
yfirsjón, við samfélag landanna
í Ameríku.
Og hér er komið að atviki,
sem við Austur-fslendingar skilj-
um jafn lítið eins og landar
vestan hafs eiga erfitt með að
skilja hina umdeildu peninga-
verzlun. Þegar íslendingurinn
er kominn í óra fjarlægð frá ætt-
landinu, þegar hann er kominn í
fjarlæga heimsálfu og býst ekki
við að sjá aftur land sitt og
þjóð, þá ve'rður ættjarðarástin
heit og viðkvæm, miklu næmari
en í hugum þeirra, sem aldrel
yfirgefa landið. fslendingarnir
í Ameríku hafa þau óskrifuðu
lög, að þeir vilji jafnan vera ís-
landi til sóma. Þessi hugsun
hefir verið ljós á vegum landa í
Vesturheimi og lampi fóta þeirra
á erfiðum 'leiðum. Ættjarðar-
ástin og næmleikinn fyrir upp-
runa sínum í hinu litla, fjarlæga
landi, hefir verið aflvakinn í
hinni glæsilegu framsókn landa
í Vesturheimi. Fyrir þennan
drengilega metnað eru íslend-
ingar nú svo kyntir í Vestur-
heimi, að þeir þykja einna æski-
legastir allra þjóðflokka, sem til
landsins koma.
Ríkisstjórnin hefir gert alt
sem í hennar valdi stóð til að
greiða sem mest úr þessu ó-
happamáli. Maðurinn fær aftur
sína litlu fjáreign frá Ameríku.
Hann er kominn heim í annað
sinn. Hann er hraustur og spar-
samur, og á að úrræðamikið
vandafólk. Mér fyndist æskilegt
að hægt væri að hlynna ofurlítið
að þessum brákaða reyr, í stað
þess að láta hann brotna. Hann
ætti að fá dálítinn blett hjá bæj-
arráði Reykjavíkur eða ríkis-
stjórninni til að gera sér nýbýli.
Með dollurunum sínum frá Ame-
ríku og óbilandi dugnaði sínum,
ætti hann að geta skapað sér
heimili við sitt hæfi.
Eg hygg að löndum í Vestur-
heimi myndi þykja slík gestrisni
við mann, sem tvisvar leitar
griða í ættargarðinum, bezt
lausn í þessu máli.
J. J.
—Tíminn, 7. marz.
- NAFNSPJÖLD -
Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrlfstofusiml: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er aS ílnnl ó skriístofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave. Talaími: 33 lit Thorvaldson & Eggertson Lögf ræðingar 705 Confederation Life Bldg. Talsíml 97 024
Ofvic* Phonk Res. Phonk 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MKDICAL ART8 BUILDINQ Omci Houks: 12-1 4 P.M. - 6 P.M. AND BY APPOINTMKNT w. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON tSLKNZKIR LOGFRÆBINOAR 4 öðru gólfl 325 Main Street Talsimi: 97 621 Hafa einnig skrifstoíur að Lundar og Gimli og eru þar a« taitta, fyrsta miðvikudaa 1 hverjum mónuði.
Dr. S. J. Johannesvon 272 Home St. Talaíml 30 871 Viðtalstiml kl. 3—5 e. h. % M. HJALTASON, M.D. ALMKNNAR LÆKNINOAR Sérgrein: Taugatjúkdómar Leetur útl meððl l viSlögum VlStalstímar kl. 2 4 «. h. 7—8 aS kveldlnu Simi 80 867 665 vlctor gt
J. J. Swanson & Co. Ltd. RKALTORS Rental, Ineuranee and Financial Agentt Blml: 94 221 600 PARIS BUJO.—Winnipeg A. S. BARDAL eelur likklstur og annaat um útfar- lr. Allur útbúnaður só bestl. — Enníremur selur hann allgkonar mlnnisvarða og legsteina. 843 SHERBROOKE 8T. Phone: 86 607 WINNIPBO
Gunnar Erlendsson Pianokennari Kenslustofa, 796 Banning St. Simi 89 407 thl watch shop Thorlakðon Baldwin DiamondB and Wedding Rings Agents for Bulova Watchea Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave.
Jacob F. Bjamason
—TRANSFER—
Baggage and Furniture Moving
591 SHERBURN ST.
Phone 35 909
Annaat aUskXMmr ílutnlnga fram
og aftur um bœlnn.
DR. A. V. JOHNSON
DENTIST
506 Somerset Bldg.
Rovatzos Floral Shop
206 Notre Dame Ave. Phone 04 054
Freeh Cut Flowers Dally
Plants ln Season
We specialize in Wedding &
Concert Bouquets & Funeral
Designs
Xcelandlc spoken
MARGARET DALMAN
TBACHKR OF PIANO
Bt4 BANNINO ST.
SVAR MAGNÚSAR
INGIMARSSONAR
Frh. frá 3. bls.
nægilegar tilraunir skoðunum
sínum til sönnunar. Og þar
koma hinir lærðu til sögunnar,
sé annars hægt að fá þá, sökum
fordóma, til að gefa málinu
nokkurn gaum. Svo tileinka þeir
sér hugmyndina og sitja með
heiðurinn, sé um það að ræða.
Með þessu á eg þó ekki við að
Magnús hafi í þetta sinn borið
fram neina sláandi athugasemd.
Það eitt, að gefa málinu ásjá
eftir föngum, lýsir eftirtektar-
verðri víðsýni og skilningsþrá.
Enda ber grein hans með sér að
hann hafi nokkuð um málefni
það hugsað og lesið. En því mið-
ur virðist lesturinn hafa fremur
ruglað fyrir en leiðbeint í því
efni, því hann ræðip talsvert
um ýms aukaatriði, sem koma
málinu lítið sem ekkert við. Mig
gildir einu hve margar bylgju-
lengdir geta komist fyrir í Ijós-
vakanum, að minsta kosti þang-
að til eg geng úr skugga um að
nokkur ljósvaki sé til. Það er ó-
hætt að láta fræðimennina
dunda við þá smámuni. Eins
geta þeir með tilraunum sínum
sannað hvaða sveiflulengdir geri
efnið ósýnilegt mannlegum sjón-
færum.
En höfundur réttir að mér
tvær spurningar, sem umhugsun
um málefnið gefur eðlilega til-
efni til, en grein mín alls ekki.
Hann spyr hvort rökrétt hugsun
geti gert ráð fyrir þrýsting~öðru-
vísi en í sambandi við afl, og
hvaðan þettq komi, sem eg kalla
þrýsting.
Office 88124
Res. 36 888
í grein minni tók eg sérstak-
lega fram að þrýstingurinn
myndi vera hið eina afl, sem til
væri; en þá dul ætla eg mér ekki,
að gizka á hvaðan hann komi.
Vissi maður það, væri öllum ráð-
gátum tilverunnar svarað um
leið. Eg á ekki von á að neinn
verundur eigi nú, eða öðlist
nokkurntíma, þá þekkingu.
Fyrir nokkrum dögum síðan
rakst eg á samtal við Einstein,
þar sem hann er að leitast við að
lýsa skoðunum sínum á grund-
I vallarlögum tilverunnar. En ann-
að hvort fer blaðið skakt með,
eða hann er enn svo ruglaður í
rökfræðinni að ekkert er á því
að græða. Og ef hann kemst
hvergi á því sviði, er ekki við
miklum sigri að búast frá hendi
vísindanna að sinni.
Að vísu benda orð Einsteins
á einhverja óljósa tilfinningu
um það, að meginorka tilverúnn-
ar sé einþætt, en hann er svo
háður hugmyndinni um aðdrátt-
araflið að aðal tilraunir hans
hníga að því, að leita að orsök
þess. Og er því ekki von að vel
fari á meðan svo stendur. Það
er fullnógu villandi að trúa á
það, sem ekki er til, án þess að
vera að vasast í að grafast eftir
uppruna þess.
Ef Einstein gæti losað sig við
trúna á aðdráttaraflið ofurlitla
stund, gæti eg vel trúað að hann
óðara sæi hve eðlilegt sé að
skoða þrýstingsaflið þá einu
orkutegund, sem til er. Og ef
hann feðraði hugmyndina yrði
Ptaone: 26 420
410 Medical Arts Bldg..
Dr. K. J. AUSTMANN
Stundar eingöngu
Augna, eyrna, nefs og kverka
sjúkdóma
10 til 12 f.h.—3 til 5 e.h.
Skrifstofusími 80 887
Heimasími 48 551
hún fljótt viðtekin. Það er sú
eina orka sem hægt er að koma
nokkrum tilraunum við, og sú
eina, sem mögulegt er að hug-
leiða. Og af því að hægt er að
rekja alt, sem skeður, til þrýst-
ingslögmálsins, hversu margar
missýningar, sem kunna að villa
fyrir, er enginn efi á því, að það
næði öruggri viðurkenningu án
tafar þegar hinn fyrsti vís-
indamaður kæmi auga á það.
Það eru nú rétt átján ár síðan
eg spáði því, að kenningin um
aðdráttaraflið yrði numin burt
úr fræðibókum skólanna. Eg er
enn á þeirri skoðun. Síðustu
tvö, þrjú árin hefir ofurlítið ból-
að á bollaleggingum í því efni
meðal hinna óæðri mentamanna,
og jafnvel Einstein sjálfur nú
farinn að leggja sig í bleyti, eft-
ir því sem blöðin segja. Spurn-
ingin er auðsjáanlega á uppleið
og ætti því ekki að verða langt
þangað til úrlausnin kemur.
P. B.
Konur gegna mörgum mis-
munandi störfum í Japan, en
þær fá að öllu jöfnu þrisvar
sinnum lægra kaup en karlmenn.