Heimskringla - 19.04.1939, Blaðsíða 3

Heimskringla - 19.04.1939, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 19. APRÍL 1939 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA RÉTTMÆTI LETINNAR Eftir Pál Bjarnason Framh. III. Eftirköst offramleiðslunnar Gríska skáldið, Antiparos, sem uppi var á dögum Cicero, söng þannig um hina ný-uppfundnu vatnsmyllu (til að mala korn), sem átti að frelsa þrælynjurnar og innleiða hina gullnu öld: — “Leysið hendina, sem kvörninni snýr, ó þér malarar, og njótið svefns yðar í friði. Látið han- ann gala að1 vettugi um birting- arleytið. Demeter hefir hnept vatnsálfana í álög og lætur þá dansa með kátínu yfir v.atns- hjólið, sem snýr hinum þungu kvarnarnsteinum. Látum oss því lifa eins og feðurnir og fagna í ró yfir hinum góðu gjöfum úr hendi gyðjunnar.” En því miður hefir ekki frið- urinn, sm skáldið kvað um, kom- ið enn. Hin þverúðuga, blinda og banvæna ást á okinu gerir hina friðkaupandi vél að verk- færi, sem einmitt selur hina end- urleystu í enn dýpri þrældóm. Og hin stór-aukna framleiðsla rýjir þá inn að skyrtunni. Dugleg saumakona iheklar 5 möskva á einni mínútu með prjónum sínum, en ein viss teg- und af prjónavélum gerir 30,000 möskva á sama tíma. Hver minúta, sem vél, sú er í gangi, jafnast alt svo, að afkastinu til, við hundrað dagsverk konunnar. Eða með öðrum orðum,, konan gæti tekið sér 10 hvíldardaga fyrir hverja mínútu, sem vélin er látin ganga. Og svipuð hlut- föll má segja að ráði, að meira ©g minna leyti, á sviði vélaiðj- unnar. En hver er svo útkom- an? Hún er sú, að eftir því sem vélarnar verða fullkomnari og afkastameiri, eftir því hamast mann-þrællinn æ meira eins og hann væri að keppast við að jafnast á við vélina, í staðinn fyrir að taka sér samsvarandi hvíld. Hvílík óheyrileg sam- kepni og vitfirring! Til þess að gefa samkepninni meira svigrúm hafa verkamenn- irnir látið afmá lög þau er áður takmörkuðu viinnutíma ýmsra handverksmanna, er tilheyrðu hinum eldri verkamanna sam- tökum og með því að afnema ýmsa helgidaga. Þá voru aðeins fimm vinnudagar í hverri viku til jafnaðar, og þó hafði fólkið efni á að halda veizlur og ákemtanir til heiðurs hinum glaðværa guði letinnar. England, nú svo þung- lynt og fáskrúðlegt var þá kall- að “England hið glaða”. Veizl- urnar entust stundum í sjö vikur í senn. Þá var lystin góð og flestir heilir bæði á sál og lík- ama, og fáir kviðu fyrir morgun- deginum. En nú þegar vélarnar hafa margfaldið vinnukraftinn og framleiðsluna er verið að prédika skoðanir Malthusar, sjálfsafneitun og iðjusemi. Af því að vinnustéttin, með sinni barnalegu tiltrú, hefir látið þannig flekast til að temja sér skort og erfiði, hefir auðmanna stéttin einnig dæmst til ónytj- ungsskapar og óhófs. Og sé of mikil vinna óholl og sársauka- söm fyrir þrælinn sjálfan, bakar hún auðmanninum engu að síð- ur ærin vandræði. Sjálfsafneitunin, sem fram- Jeiðendurnir straffa sjálfa sig með neyðir auðmennina til að gefa sig við ofneyzlu þess, sem framleitt er svo óhóflega. Þegar auðvaldsstefnan var í bernsku fyrir nokkrum mannsöldrum síðan, var auðmaðurinn hófsam- ur og skikkjanlegur maður. — Hann drakk og át aðeins þegar hann fvar þyrstur eða svangur og gerði sig ánægðan með eina konu eða þar um bil. Hann lét hirðfó,Ikinu og hinum tignu eftir göfgi lauslætisins. En nú taka hinir ríku uppskafningar strax á sig skylduna að kynnast sýki þeirri, sem kviksilfur er notað til að halda niðri, ihugsanlega í því skyni að réttlæta harðrétti þrælanna í kvikasitfurs námun- um. Og þeir kýla sig á hænsna- kjöti og dýrum vínum, til þess að uppörfa þá sem gefa sig við fuglarækt og brugga hinar betri víntegundir. Við þá iðju missa líffærin fljótt eðli sitt, hárið dettur af þeim, tannholdið skreppur frá tanngörðunum, magaholið þenst út og verður að ístru, andardrátturinn stytt- ist og verður örðugur, allar hreyfingar þunglamalegar, liða- mótin istirð og fingurnir hnýtt- ir. Aðrir ,sem eru eðlisfarslega of veikbygðir til að þola hnjask óhófsins, en búa þó yfir rann- sakandi mannvináttuhneigð, þerra upp hugsunarfæri sín með réttarfarslegum og stjórnfræði- legum hugleiðingum við það, að semja langar, svæfandi bækur, svo að stílsetjarar og prentarar hafi nóg að gera. Hefðarfrúrn- ar gera sig að píslarvottum með því að eyða æfi sinni í að leita að, láta isníða á sig, og skarta með stáss-búninga sem sauma- konurnar lífláta sig á að búa til. Þær skifta um hami frá morgni til kvölds eins og skyttur í saumavél. — Svö klukkutímum skiftir í senn gefa þær hin tómu höfuð sín í hendur þeirra, sem I listfengar eru í því að gera upp | hár þeirra svo, að það sýnist öðruvísi og meira en það á að sér að vera. Reyrðar saman með lífstykkjum, með sár-þrönga skó á fótum og kjóla svo lágt skorna í hálsmálið að hinn sljóasti kola- námu þræll, er sæi, myndi roðna ,við, hringsnúast þær alla nótt- ina á dönsum líknar klúbbanna — til þess að arga saman fáein- um aurum handa fátækum. — Blessaðir dýrlingamir! Til þess að rækja skyldu sína, sem iðjuleysingi og ofnautna- maður, er auðmaðurinn neydd- ur til að ofbjóða smekk sínum, hætta allri ástundun og verður að sökkva sér niður í hóflaust sællífi og kynferðislega spill- ingu, og þar á ofan taka í þjón- ustu sína mesta grúa af fólki, í því skyni að skerða framleiðsl- una. Nokkrar tölur, sem. nú skulu dregnar fram, sýna hve stór- kostleg sú eyðsla er í raun og veru. Samkvæmt manntali því, Bem tekið var 1861, var höfðatalan á Englandi, alls, 20,066,244. Ef við drögum þar frá þá, sem eru of ungir og of gamlir til vinnu, stjórnara, löggæslumenn, presta, dómara, hermenn, vísindamenn, vændiskonur og listamenn, og ennfremur alla þá, sem hafast við á ótilunnum inntektum, svo sem land-leigu, lánsvöxtum og arðmiðum, þá verður afgangur- inn aðeins 8,000,000 sálir. En sú tala innibindur konur sem karla, unga sem gamla, og alla auðmenn, sem við framleiðsluna eru riðnir á einhvern hátt og skyldulið þeirra. Meðal þessara átta miljóna ei(u: Jarðyrkjumenn, hjarðmenn, þjónar þeirra og dætur í heima- húsum .......:......1,098,261 Þeir, sem vinna á vefnaðar vierkstæðum og við allskonar fatnaðar vöru........ 642,607 Þeir, sem vinna á járn- og stál-verkstæðum ..... 396,998 Námumenn .......... 565,835 Þjónusturkonur, á heimil- um ................ 1,208,648 Á þessum tölum sést að þjón- ustu konurnar eru fleiri en jarð- yrkju- og hjarðmennirnir til saman, og næstum eins margar og hinar þrjár stéttimar saman- taldar. Þau hlutföll sýna glögg- lega á hve hátt stig auðvalds- stefnan er þegar komin. En þar við má þó bæta ógrynnishóp af auðnuleysingjum, seni gefa sig eingöngu við því að svala hin- um fágengilegu og kostbæru girndum hinna ríku, svo sem þeir sem slípa gimsteina, hekla blúndur og hengitau, sauma |ar verksmiðjunum eru nú tættar ! upp óhreinar og hálffúnar drusl- I ur og úr því svo ofnir nýmóðins dúkar, sem reynast álíka haldgóð ir og kosninga loforð. Við silki- vefnaðinn í Lyonsborg tíðkast sú aðferð, að drýgja silkiþræð- ina með vissum jarðefnum, til þess að gera dúkana þyngri og fyrirferðarmeiri, en jafnframt endingarminni. Þetta tímabil mun verða kallað “svika öldin” eða “fölsunaröldin”, eins og fyrstu tímabilin í sögu mann- kynsins voru nefnd “steinöldin” og “eiröldin” eftir sérkennum framleiðslunnar. f fáfræði sinni kærir sumt fólk hina guðræknu iðnaðar- menn fyrir svik, þegar þeir eru í raun og veru, og af beztu hvöt JOHN WATERHOUSE, fiðluleikari Þessi vinsæli listamaður aðstoðar karlakórinn á sam- komunni í Auditorium miðvikudaginn, 26. apríl. Mr. J. Waterhouse hefir í mörg ár átt marga aðdáendur meðal íslendinga hér í borg, bæði sökum listamensku sinnar og svo hafa margir landar verið nemendur hans. Sökum hæfileika sinna og prúðmensku hefir Mr. J. Waterhouse ætíð hlotið orðstír hér í borg er seint mun fyrnast. hirðkjóla, litskreyta hallir o. s, frv. Þegar auðmannastéttin hafði vanist á ofnautnina og iðjuleys- ið, eins skaðvænlegt og það aug- sýnilega va^", samdi hún siig fljótt að sínum nýju kjörum. Og áður langt leið fór hún að líta á allar breytingar með andúð og ótta. Hin ömurlegu kjör, sem vinnustéttin hafði dæmt sér, með öllum hinum veikjandi og siðskemmandi afleiðingum, sem þrældóms-ástríðan hefir í för með sér, juku óbeit hennar á skylduvinnu og hefting á nautna- frelsi þeirra meir og meir. En einmitt um þær mundir hafði vinnustéttin tekið í höfuð sitt þá ósvinnu að fara að neyða auð- mennina til að vinna fyrir sér. þeim var ekki ljóst hve mikla úrkynjun stéttaskyldan hafði valdið þeim. Þeir höfðu í ein- feldni sinni, teki fortölum hag- fræðinganna og siðfræðaranna í dýpstu alvöru, og ásettu sér að reformera” hina ríku einnig eftir þeirri forskrift. Þeir tóku upp slagorðið: “Hver, sem ekki vill vinna, á ekki heldur mat að fá,” og gerðu tilraun til bylting- ar í því skyni oftar en einu sinni. Gegn þeim árásum höfðu auð mennirnir enga aðra vörn en nið^ urskurð og hernaðarlega undir- okun. En þó þeim hafi tekist, með ógurlegum hryðjuverkum og harðýðgi, að bæla niður upp- reistirnar alt til þess, vita þeir að hin sama heimskulega hug- mynd þrælanna sýður enn niðri fyrir, og því álíta þeir sig nauð- beygða til að umkringja sig með ótölulegum grúa af varðmönn- um, löggæzlumönnum, dómurum og tugthússþjónum, sem auka ómagahópinn að því skapi. Og nú er ekki lengur hægt að villa mönnum sjónir um tilgang land- hersins. Honum er viðhaldið stöðuglega aðeins til þess að verjast óvinunum innanlands. — Hervirki Parísar voru ekki reist til að verja borgina fyrir útlend- ingum, heldur til þess að yfir- buga hana ef uppreist bæri að höndum. Ef óhrekjanlegt dæmi þyrfti til, mætti nefna hervaldið í Belgíu — þeirrar paradísar kapitalismans. Tilvera hennar og friður eru ábyrst af öllum veldum álfunnar, og þó er her hennar voldugri að tiltölu en í nokkru öðru landi. Hreystisaga hans er bundinn við sléttumar í kringum Borinage og Charleroi, og það hefir verið í blóði ber- skjaldaðra vinnuþræla og námu- manna sem hinir Belgisku hers- höfðingjar hafa stælt sverð sín og áunnið sér heiðurskrossana. Hagfræðin, en ekki þjóðmálin, er móðir hernaðarins í Evrópu. Til þess að létta af þeim vinnu-byrðinni hafa auðmenn- irnir tekið ógrynni hinna færari manna af framleiðslu sviðinu og tamið þá til eyðslusemi og sællífis. En samt nægir ekki allur sá urmull til að éta upp og eyðileggja alt það, sem þræl- arnir hamast við að framleiða, án þess að sækja eftir að neyta þess sjálfir, eða jafnvel að í- huga hvort nokkrir aðrir æski þess. Vegna hinnar tvöföldu ástríðu þrælanna, að framleiða eins og þeir ættu lífið að leysa, og hins- vegar að mygla af sjálfsafneit- un, er vandinn ekki lengur sá, að finna nóga framleiðendur og auka afkast þeirra og dug, held- ur það, að uppgötva neytendur og stórauka lyst þeirra og þarf- ir. Og úr því að evrópiska vinnu- fólkið, svangt og nakið. eins og það er, neitar að nota fötin, sem það framleiðir í svo stórum stíl og drekka vínin úr víngörðun- um, sem það hirðir, verða bless- aðir verksmiðju eigendurnir að leita langt yfir skamt að viljug- um neytendum. Evrópa sendir út á hverju ári vörur upp á biljónir dollara. ti! þjóða, sem alls ekki þurfa þeirra við. En hin héimskunnu lönd eru ekki lengur nógu stór eða mörg til að mæta þörfinni. Kaupmenn ina dreymir sífelt um auðug héruð í Afríku, um stórvötn í Sahara eyðimörkinni og járn- braut til Soudan. Þeir lesa með áfergju um afrek og áræði Liv- ingstons, Stanleys og Du Chaillu. Hvaða undur hefir ekki hin “dökka álfa” fólgin í skauti sínu! Akrar sánir fílabeins tönnum; kókósolíu fljót með glitrandi gullkornum innanum, og miljónir af klæðlitlu fólki, sem þarfnast. vefnaðarvöru til að kynnast og þroska siðsemis kendina, og vín og biblíur til þess að öðlast göfgi menningarinnar. En alt kemur þó fyrir ekki. Allir sælkerar auðmann^ stéttar- innar; allir þjónar þeirra, fleiri að tölu en framleiðendurnir: all- ar annarlegar þjóðir, sem gleypa við hinum evrópiska varningi — ekkert, alls ekkert fær unnið bug á vöruforðanum, sem þræl- larnir hrúga upp í kesti ennþá hærri og íbui'ðarmeiri en pýra- imíðarnir á Egyptalandi. Fram- leiðsla hinna evrópisku vinnu- varga yfirstígur allar neyzlu til- raunir og alla sóun. Iðnaðarmennirnir eru orðnir ráðþrota og vita ekki hvorn veg- in þeir eiga að snúa sér. Þeir geta ekki lengur náð í nóga hrá- vöru til að fullnægja hinni viltu starfsþrá vinnufólksins. í ull- tvo tíma hefir framleiðslan á Englandi aukist um nærfelt einn þriðja á tíi^ árum. Hversu ótrú- lega myndi hún því ekki vaxa við það, að lögbinda aðeins þriggja stunda vinnudag? Fá þrælarnir aldrei skilið, að ofreynslan úttaugar bæði þá sjálfa og afkvæmi þeirra; að þeir útjaska sér löngu fyrir tím- ann, og verða síðast með öllu ófærir, sem stétt, til vinnu- mensku; að þeir fyrirfara öllum sínum beztu eiginlegleikum og eiga að endingu ekkert eftir nema vinnuæðið? Geta þeir aldrei séð, að með því að vinna of mikið fleygir vélamenning- unni svo lítið fram? Þeir ættu að stansa við og hlusta á orð hagfræðingsins M. L. Reybaud, um, að reyna að ílengja vinnuna sem til illrar lukku dó fyrir sem mest fyrir þrælana, sem skemstu, þar sem hann segir: ekki geta samið sig að lausbeizl- Yfirleitt er það handa-vinnan, un og hvíldardögum. Auk þess sem heftir þróun framleiðslu- að tryggja iþrælunum fleiri tækjanna. Svo lengi sem dag- vinnudaga og þeim sjálfum launavinnan er nógu ódýr er hún meiri ágóða eru eigendurnir að óspart notuð, en sé hún kostbær svala kærleiksþrá sinni og iðka er ali gert, sem hægt er, til að góðfýsi, því vinnufýst þrælanna létta af henni erfiðinu.” thefir þröngvað þeim til áð ^il þess að neyða verkveitend- þagga niður rödd samvizkunnar j urna til þess, að endurbæta vélar og forsóma ráðvendnis-lögmál sínar, er nauðsynlegt að hækka viðskiftalífsins vegna einberrar daglaunin og stytta vinnutím- Því til sönnunar mætti samhygðar. Á hverj u ári ér verkstæðunum lokað svo, svo lengi til þess að grynna á vöru fórðanum, og þá stöðvast hin vesæla þóknun ann. leiða fram ótal dæmi. f Man- chester á Englandi, til dæmis, afsögðu verkamennirnir að vinna hinn langa dag, og þá var þrælanna algerlega. Með því að ?pu"avéliAn strax stórum endur' framleiða of ört hafa þeir eyði- bf1 Ameriku eru vélar not- | lagt sitt eigið lífsviðurværi. En,aJar meir og meir v.ið landbún- það skilja þeir ekki, og heimta a lnn’ at fra. smjörgerð til því meira og meira starf og 16in*un .. veltisins. Hvers lengri og lengri vinnutíma, hver Vegna 1 Vegna bess að Amerík- j í kapp við annan. Væru þeir aninn’ frjals og latur’ kysi bds' hygnari myndu þeir í samein- Und dauðda&a fram yfir hið ingu jafna niður þeim litla tíma, nauisleKa h'f frakknesku bænda- sem framleiðslan krefst, og s et annnar- Að plægja upp hætta að hrifsa bitann hver fra J0lðina’ sem er verkamanninum svo mikil þjáning og strit í okk- | ar heiðraða Frakklandi, er : manninum á Ameríku sléttun- um aðeins hressandi skemtun, ! sem hann iðkar með því að sitja styttur samkvæmt lögum. Á 1 bæínnclasæti á vel sinni og öðrum, öllum þeim til óhags. Ýmsir verkveitendur eru þrælunum það vitrari og mann- úðlegri, að þeir hafa ráðlagt og heimtað að vinnudagurinn sé Á reykja pípu sína í næði. Framh. MORBUS SABBATICUS samtalsfundi, er haldinn var ár- I ið 1860, sagði M. Bourcart, sem er einn af helztu verkveitendum í Alsace, þetta: “Það ætti að j stytta vinnudaginn niður í ell-: efu stundir og hætta vinnu kl. 2 Morbus Sabbaticus, eða e. h. á laugardögum. Þó það “sunnudaga veiki” er mjög skæð kunni að virðast þungbært við og einkennir aðallega kirkju- fyrstu íhugun, álít eg það hag- meðlimi, og gerir vart við sig kvæmt þegar til lengdar lætur.! aðeins á sunnudögum. Sjúk- Það hefir verið reynt í verk- dómseinkenni hennar gera aldrei smiðjum mínum nú upp í fjögur vart við sig kvöldið áður. Sjúkl- ár með góðum árangri. f stað | ingurinn sefur vel, fer á fætur þess að framleiðslan mínkaði við,: um morguninn, borðar ágætan hefir hún aukist fyrir vikið.” morgunverð og virðist vera hinn Einnig sagði M. Ottevaere frá; hraustasti. En rétt fyrir kirkju- Belgíu: “Þó að spunavélar okkar tíma fer hann að finna til veik- séu af sömu gerð og þær, sem j innar, og líður honum æði illa tíðkast á Englandi, afkasta þær minnu en þeirra, jafnvel þótt l vinnudagurinn þar sé tveimur tímum styttri. Eg er sannfærð- ur um að, ef hér væri unnið að- eins 11 tíma í staðinn fyrir 13, það sem eftir er af morgninum og fram undir hádegi. Um mat- artímann er honum farið að líða betur, og borðar hann furðu vel. Eftir hádegi líður honum svo mikið betur að hann getur farið yrði framleiðslan jafn mikil og keyrandi í bílnum sínum, eða ágóðinn hlutfallslega þeim mun ' rætt um stjórnmál eða lesið dag- meiri.” Ennfremur staðhæfir ^ blöðin. En svo endurtekur veik- !M- Leroy Beaulieu að einn af i in sig þegar fer að líða að kvöldi mestu iðnaðarmönnum Belgíu og ef kvöldmessa er í kirkjunni. hafi sagt, að þær vikur, sem En næsta morgun er hann alveg helgidagar féllu á, mínkaði fram-; búinn að ná sér aftur, og ber leiðslan alls ekki. | ekkert á veikinni fyr en næsta Ein aðalsmanna stjórn hefir sunnudag. Á meðal kristinna vogað það, sem fólkið í einfeldni: manna sýnast kaþólskir einir ; sinni hefði aldrei samsint. Þvert sleppa við þéksa undursamlegu ! ofan í bann hagfræðinganna, j veiki, og er það ef til vill þess sem spáðu alsherjar gjaldþroti (vegna, sem fjör og líf einkenna yrði vinnudagurinn styttur umikirkjulíf þeirra. einn klukkutíma, hefir stjórn 1 Englands stranglega bannað að unnið sé lengur en 10 tíma á dag. Og alt fyrir það heldur England áfram að vera afkastamesta iðn- I aðarland heimsins. —Dr. William Wallaee Rose í blaðinu “Dawn”, gefið út af The Third Unitarian Church í Chicago. (Lauslega þýtt). P. — Síðasta dansinn, sem við Sú stórfenglega tilraun er nú j dönsuðum saman, hefi eg lært þegar skjalfest, og einnig er álit og reynsla margra merkra vinnuveitenda fyllilega staðfest. Tvorttveggja er skýlaus sönnun þess, að til þess að auka fram- leiðsluna verður að stytta vinnu- tímann en fjölga vinnu- og helgi- dögum; og samt sannfærist hin frakkneska þjóð ekki. Með því að stytta vinnudaginn um aðeins ^ eftir útvarpskenslu. — Eg fann þetta. — Hvernig gátuð þér það ? — Á truflununum. KAUPIÐ HEIMSKRINGLU LESIÐ HEIMSKRINGLU BORGIÐ HEIMSKRINGLU

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.