Heimskringla - 19.04.1939, Blaðsíða 1

Heimskringla - 19.04.1939, Blaðsíða 1
Beer at its best- KIEWEL'S CWHtte Seofc BEER Phone 96 361 ÍltOlft* Phone 96 361 övV \ Country Club BEER "famous for flavor" LIII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 19. APRfL 1939 NÚMER 29. GLEÐILEGT SUMAR! HELZTU FRETTIR Spánn með Hitler og Mussolini Síðast liðna viku var tilkynt frá Burgos á Spáni, að Franco hefði gengið í lið með einræðis- herrunum, Hitler og Mussolini. Undirskrifaði utanríkismálaráð- herra Franco-stjórnarinnar, Jor- dana greifi samning um þetta bandalag 27. marz, daginn sem Madrid gafst upp. Með því var íoku skotið fyrir, að Spánn yrði híi^laust land eða legðiist á sveifina með Bretum og Frökk- um. Undirtektir Francos um það á meðan hann var að leita fyrir sér um lán hjá Bretum til viðreisnar landinu, voru blekk- ing ein og svik, því hann hafði þá skrifað undir bandalags samning sinn við þá Hitler og Mussolini. Og þær brellur Fran- cos, eru Bretum ef til vill þyngri búsifjar en Munich-samnings- svik Hitlers, því fyrir bragðið er Gibraltar í hættu. Og verði Bretar hraktir þaðan, er floti þeirra innibyrgður á Miðjarðar- hafinu. Um leið og Franco verður al- ráðandi á Spáni, berst frétt um það, að Mussolini hafi sent þangað 15,000 hermenn í viðbót við þær 30 eða 40 þúsundir sem fyrir voru í landinu. Og nýverið er einnig sagt að Franco hafi bæði borist vopn og liðsafli frá Þýzkalandi. Þessi her er full- yrt að sendur sé beinlínis til Gibraltar til höfuðs Bretum eða yfirráðum þeirra þar. Beggja megin við Gibraltar- sundið er mælt, að Franco, Hitler og Mussolini séu að gera hin öflugustu vígi. Það er því við Gibraltar, sem þeir hugsa sér að stemma stigu Bretans. Auk þessara athafna Francos, er hann nú önnum kafinn við "hreingerninguna" á Spáni, sem er í því fólgin, að hrinda kom- múnistum fyrir ætternisstapa, sem Franco telur seka um að hafa komið byltingunni á Spáni af stað. Um 20,000 manns voru alls handteknir. í Madrid einni voru 2,348 hneptir í varðhald, þar á meðal Rafael Henche, borgarstjóri og fleiri merkir menn. Sem stendur bíða 600 yfirheyrslu. Hinsvegar hefir Franco veitt 100,000 hermönn- um úr liði lýðræðissinna frelsi, en þeir voru fyrst reknir í fanga-atvinnubúin, sem Franco kom undir eins upp að dæmi Hitlers. "Gettysburg 1939" Grein með ofanskráðri fyrir- sögn birtist í einu blaði Bea- verbrook's lávarðar á Englandi, "Evening Standard", s. 1. laug- ardag, út af skeyti Roosevelts forseta til einræðisherra Ev- rópu. í greininni er svo komist að orði: Forseti Bandaríkjanna hefir í einu vetfangi breytt útliti stjórnmálanna í Evrópu. f ávarpi sínu virðist hann stöðugt áminna stjórnmálamenn veraldarinnar, að þeir hafi annað og fleira um að véla en landa- merki og réttindi samkvæmt samningum og það miklu merki- legra: Hold og blóð alls al- mennings, karla og kvenna, von- ir þeirra og kvíða. Með þessari framkomu hefir hann rutt sér til öndvegis, fremstur sinnar þjóðar, við hliðina á Abraham Lincoln, og það á sama hátt og Lincln, með heill almennings í huga. Nú gerist sú furða, að upp úr undirgangi þrammandi hersveita og reiðidyn heiptar ag hleypi- dóma, tekur raust þjóðstjóra, hvell og sterk sem Lincolns og boðar sú frið. Ljós vonarinnar hefir skinið af honum, eins og eldstólpi, þegar það virtist slokn- að í öllum öðrum. Þakkir skulum vér greiða þeim manni, er varpað hefir orð- um yfir Atlantshaf með álíka snjallri raust og hljómaði frá Gettysburg." Hlýðið á krónprins íslendinga og Dana í bréfi frá Valdimar Björns- syni í Minneapolis til Grettis Jó- hannssonar konsúls í Winnipeg, er þess getið að Frederick krón- prins fslendingar og Dana og Ingrid krónprinsessa séu vænt- anleg til Minneapolis n. k. föstu- dag. Verður komu þeirra fagn- að með stórveizlu á laugardag. Heldur krónprinsinn 10 mínútna ræðu við það tækifæri, sem út- varpað verður frá KSTP, St. Paul (1460 KC) frá kl. 9.30 til 10.15 að kvöldinu og frá WCCO í Minneapolis (810 KC) frá 9.45 til 10.15 einnig að kvöldinu. — Síðari stöðin heyrist betur hér nyrðra að sagt er, og mun flytja alt erindi krónprinsins, þó alla athöfnina flytji hún ekki. Mr. Jóhannsson hefir verið svo góð- ur, að tilkynna Hkr. þetta og er hún honum þakklát fyrir, því á krónprins fslendinga mun marga hér fýsa að hlusta. Samkoma Laugardagsskólans Eins og undanfarin ár efnir Laugardagsskóli Þjóðræknisfé- lagsins til samkomu við uppsögn skólans. Verður hún haldni n. k. laugardag í fyrstu lút. kirkj- unni. Til skemtana verða upp- lestrar barnanna, sem íslenzku kenslu hafa notið, auk margs annars og skal þar sérstaklega nefna ræðu, er sr. Valdimar Ey- lands flytur. Inngangseyrir er enginn fyrir börn innan 12 ára, en 25c fyrir fullorðna. Af öllu því sem hér hefir verið og er reynt til að gera til þess að halda við íslenzkri tungu, ætlum vér fátt mikilsverðara en þennan skóla Þjóðræknisfélagsins. Það er ekki mikill efi um það í huga þess er þetta ritar, að án þessa skóla, væru í þessum bæ fá börn á unga aldri, er íslenzku lesa. En án þess að læra að lesa og skrifa hvaða tungu sem er, verð- ur kunnáttan ávalt í molum. — Við verðum þessa vör, er þeir mæla á enska tungu, sem ekki hafa lært hana á bókina. Og því er auðvitað eins farið með ís- lenzkuna. Stóri kosturinn við íslenzku kensluna, er sá, að hún er veitt ókeypis og f oreldrum og börnum að kostnaðarlausu. Það atriði eitt er svo veigamikið að vænta mætti, að hvert íslenzkt heimili í þessum bæ færði sér hana í nyL En reynslan hefir ekki orðið sú. Þó um 100 börn sæki skólann ár- lega, eru hin miklu fleiri, sem á aldur til þess eru komin að Karlakór Islendinga í Winnipeg, er sýngur í Auditorium 26. apríl iV* fö jáfc ju • - I ! m m *W 1 <%jll^l ^p*^ 1ljll ^í g0. | ^A Nöfn þeirra sem í kórnum syngja og eru á myndinni, eru þessi, talin frá-vinstri til hægri: í efstu röð: E. Johnson, J. Bjarnason, Th. O. Hallsson, G. Jónasson, S. Jakobsson, G. Elíasson, C. Sigurðsson, R. Stefánsson, séra P. M. Pétursson, G. A. Stefánsson, Th. Guðmundsson-, S. Sigmar, J. T. Beck, L. Melsted. í mið röð: G. Johnsori, D. Björnsson, F. Thomson, S. Halldórsson, S. Thorsteinsson, O. Kárdal, G. Paulson, P. Halls- son, B. Goodman, A. Thorgilsson, G. Finnbogason, B. Methusalemsson. í fremstu röð: L. Mathews, B. ólafsson, O. G. Björnsson, J. Ásgeirsson, G. Erlendsson, R. H. Ragnar, A. Bardal, A. Johnson, Th. Pétursson, H. Melsted og C. Hjálmarsson; auk þess eru tveir menn er eigi gátu verið viðstaddir er myndin var tekin: Frank Halderson og Örn Thorsteinsson. Einsöngva á samkomunni með kórnum syngja þessir: — Alex Johnson syngur einsöng: "Landsýn" eftir Grieg og "Sverrir konungur" eftir Sveinbjörnsson. Thor Otto Hallsson syngur "Bí, bí og blaka" og Björn Methusalemsson syngur "Bára blá". nema málið á bókina, en van- rækja það. Um það er eflaust skeytingan leysi foreldra mikið að kenna. En um það er tímabærara að tala þegar skólinn hefst aftur á komandi hausti. Nú vildum vér minna foreldra á að sækja þessa samkomu n. k. laugardag. Með því erum vér ekki í efa um, að þeir sjái og sannfærist um hinn góða árangur af kenslunni og ef til vill snúi sér og lifi. SAMANDREGNAR FRÉ T TIR Goldenberg nefndin, sem ný- lega rannsakaði efnahag Winni- pegborgar, hefir sent bæjarráð- inu reikning sinn. Starf nefnd- arinnar kostaði bæinn $30,833. Mr. Goldenberg, formaður nefndarinnar vann í 200 daga, Mr. A. L. Crossin í 132 daga og Mr. J. T. Thorson í 131 dag. Hinn fyrst- og síðast-nefndi unnu hvor 28 daga í febrúar- mánuði. Rúmur helmingur kostnaðarins er vinnulaun. Auk þessa voru prentuð 1000 eintök af skýrslu nef ndarinnar, er kost- aði $2,500. * * * Blað eitt í Bandaríkjunum heldur fram, að konur séu skrif- aðar fyrir 85% allra eigna í landinu. Konur eru og sagðar meira með stríði en karlmenn. * * * f fimm ríkjum í suður hluta Bandaríkjanna, varð fellibylur s. 1. mánudag, er varð 42 mönn- um að bana, en meiddi um 170 manns; eignatjón skifti hundrað þúsundum dala. Ríkin er fyrir þessu áfalli urðu, voru Texas, Oklahoma, Louisiana, Arkansas og Alabama. * * * Hitler hefir kallað saman rík- isþinig 28. apríl, til þess að leggja fyrir það svar sitt til Roosevelts, áður en hann sendir það. Að Hitler neiti að sam- þykkja tillögur Roosevelts, þyk- ir það líklegasta. * * * Baldwin lávarður, fyrverandi forsætisráðherra Breta kom til Ottawa um síðustu helgi. Hann var í boði hjá Mr. King, for- sæitisráðherra, s. 1. mánudag. Hann kom til að vera við Falcon- er-fyrirlestrana í Toronto, en þar verður meðal annars rætt um alþjóðamálin, tillögur Roose- velts forseta o. fl. Baldwin var hér síðast 1932, er Ottawa-samn- ingarnir voru gerðir. * * * Mr. Gardiner, akuryrkjuráð- herra King-stjórnarinnar skýrði s. 1. viku á þinginu frá ástæð- unni fyrir 60 centa ákvæðisverði! stjórnar sinnar. Hann hafði rannsakað það, að hveiti hefði aðeins tvisvar á 400 árum farið niður fyrir 60c svo stjórnin gæíi ekki tapað miklu á ábyrgðinni. * * H= Þýzka stjórnin heldur upp á 50 ára aldursafmæli Hitlers með feikna undirbúningi n. k. fimtu- dag. Við skrúðgöngum og her- sýningum er búist meiri en nokkru sinni hafa áður sézt í Berlín. í þinginu á Bretlandi voru lesin upp nöfn þriggja stóriðju- h'ólda, er nýlega seldu Þýzka- landi 3 stór vöruflutningaskip þrátt fyrir það þó að stjórnin neitaði þeim um leyfi til þess. Er svo sagt, að stjórnin geti ekkert frekar í því máli gert. * * * Þjóðverjar sendu í lok s. 1. viku 4,250 vélfræðinga og aðra sérfræðinga til Spánar. Enn- fremur 25 ¦ flugskip. Og fyr í vikunni lögðu um 40 herskip þaðan einnig til Spánar. * * * f dag (miðvikudag) er af mörgum ætlað að Þjóðverjar bregðist við og taki hafnborgina Danzig til þess að hafa eitthvað nýtt af því tæi að fagna yfir á afmæli Hitlers á morgun. * * * Bretar og Frakkar hafa skift með sér verkum á Miðjarðarhaf- inu. Á floti Frakka að verja vesturhluta hafsins og Gibraltar* en Bretar austurhlutann. Eru Frakkar áhyggjufullir út af Gi- braltar, en Bretar virðast það síður . En þar er eigi að síður sögð mesta stríðshættan, þessa stundina. Það er óttast að Spánverjar frá Morokko hremmi I ar Tangier, sem er óháður land- skiki og varnarlaus á vestur- strönd Afríku rétt suður af Gibraltar. Það er á norðvestur strönd Afríku, í Morokko hinni spönsku og frönsku og Libýu, sem ófriðlega lítur út. * * * Lindbergh hersir sem til Bandaríkjanna kom nýlega kveð- ur flugskip Þjóðverja fullkomn- ari en þau, er gerð séu í Banda- ríkjunum. Stjórnin hefir þegar beðið Lindbergh að yfirskoða flugherinn og leggja til það, sem honum virðist heppilegast til umbóta. * * * Frakkland hefir ákveðið að taka um 200,000 landflóttamenn úr lýðræðishernum á Spáni í her sinn hafi þeir verið 2 mánuði í landinu. * * * Ungverjaland er haldið að sé þegar búið að gera vináttu-samn- ing við ítali. Paul Teleky greifi og forsætisráðherra Ungverja, er sem stendur með utanríkií- ráðherra sínum Stephen Casky, í Róm á fundi hjá Mussolini. Og fréttir í morgun herma, að þeir fari á fund Hitlers eftir erindið í Róm. Fari svo að Ungverjaland geri samband.við einræðisríkin, er víst talið að það segi sig úr Þjóðabandalaginu. * * * Jugoslavía er óttast að næst gangi í samband við einræðisrík- in, Þýzkaland og ítalíu. * * * Bretar og Frakkar vinna kappsamlega að því að ná Tyrkj- um, Búlgörum, Grikkjum, Rú- menum í sambandið til að verj- ast yfirgangi Þjóðverja og ítala. Er búist við að samband þetta takist, en það sem í vegi stendur, er að Pólverjar eru ekki eftir asmbandi við Rússa, en Bal- kan ríkin og Tyrkland telja sam- bandið ekki æskilegt eða lítils- verðara fyrir sig án Rússa. Er sleitulaust unnið að sameining- unni. * * * Frakkar juku her sinn stór- um, bæði að mannafla og flug- skipum um síðustu helgi við Rín og á landamærum ftalíu og Spán- ÍSLANDS-FRÉTTIR Passíusálmarnir á þýzku Passíusálmar Hallgríms Pét- urssonar koma út í þýzkri þýð- ingu innan skamms og má það vera þjóðinni fagnaðarefni, að vönduð þýðing á þessu ódauðlega verki komi út á máli einnar mestu menningarþjóðar heims- ins. Það er þýzkur prestur, séra Klbse, sem er aldraður maður, er hefir leyst þýðinguna af hendi, en háskólinn í Greifswald gefur hana út. Séra Klose er faðir dr. Olav Klose bókavarðar í Kiel, hins merkasta manns, sem mörgum íslendingum er kunnur. Hefir hann dvalist hér á landi. Hann hefir samið bókaskrá, mikið verk, yfir íslenzka bókasafnið í Kiél, sem er nokkur þúsund bindi. Formála fyrir hinni þýzku þýðingu séra Klose á Passíu- sálmunum ritar dr. phil. próf. Alexander Jóhannesson. Passíusálmarnir hafa áður komið út á dönsku, ensku og kín- versku. — Danska þýðingin var gerð af séra Þórði Tómassyni (1930), sú enska af prófessor Pilcher og kínverska þýðingin af prófessor Harry Price. —Vísir, 21. marz. * * * Prófessor Lárus Einarson í Árórsum hefir nýlega fengið 12 þúsund króna gjöf frá Rocke- fellerstofnuninni í París. Gjöf þessi er viðurkenning á hinu merkilega vísindastarfi próf. Lárusar. En próf Lárus fæst nú, sem kunnugt er, aðal- lega við rannsóknir á ýmsum heilasjúkdómum. Þessar rannsóknir próf. Lár- usar og einnig E-vitaminín-rann- ,sóknir hans hafa vakið mikla athygli meðal lækna og vísinda- manna og þykja stórmerkar. En til þess að geta enn betur full- komnað þessar rannsóknir þarf próf. Lárus dýr áhöld. Gjöfin — 12 þús. krónurnar — frá Rocke- fellerstofnuninni í París er veitt án nokkurra umsókna. Er bein- línis fram tekið, að gjöfin sé til próf. Lárusar persónulega, vegna hinnar stórmerku vísindastarf- semi hans og til þess að hann geti fullkomnað þessar rann- sóknir.—Mbl. 22. marz.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.