Heimskringla - 19.04.1939, Blaðsíða 7

Heimskringla - 19.04.1939, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 19. APRÍL 1939 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA ÞEGAR ÞJÓÐIN FAGNAÐI GULLFOSSI Sigurður Pétursson skipstjóri, sjómaður í 44 ár UM næstu mánaðamót eru 24 ár liðin síðan Sigurður Pét- ursson sigldi Gullfossi í fyrsta sinn frá Kaupmannahöfn, hinu fyrsta millilandaskipi, sem ís- lendingar eignuðust eftir margra alda yfirráð annara þjóða 'yfir flutningum til og frá landinu. Eg hitti Sigurð að máli er Gullfoss fór héðan síðast, og spurði hann dálítið um siglingar hans. En Sigurður skipstjóri er, eins og allir vita, yfirlætis- laus maður með afbrigðum, er vill sem minst segja um það, er honum sjálfum viðkemur. — Hve langt er síðan þú byrj- aðir sjómensku? spyr eg Sigurð. — Það var árið 1895, að eg gerðist háseti á fiskiskútu, þá 14 ára. 3 ár var eg skipstjóri á fiskiski[tj föður míns, ,Milly. Eftir það var eg eitt ár skip- stjóri á skipi, sem hét Bergþóra, og fór á því tvær ferðir til Nor- egs. Árin 1907—09 var eg stýri- tnaður á fljótbátnum Ingólfi sem hafður var í Borgarnesferðum, síðan stýrimaður á Thore-skip- inu Austra og á Mjöni var eg stýrimaður um það leyti sem Eimskipafélagið var stofnað. — Hafðir þú nokkurn sérstak- an undirbúning undir starf þitt hjá Eimskip? — Já. Eg fór á skóla loft- skeyta manna í Svendborg til þess að læra þar loftskeytafræði og tók próf þar sem loftskeyta- maður. Þá var farið að hafa loftskeyti á skipum, þó það væri heldur fátítt. En hugmyndin var, að skipstjórarnir sjálfir hefðu það starf með höndum á- samt skipstjórninni. Þegar svo Gullfoss hljóp af stokkunum, var ófriðurinn skoll- inn yfir, og loftskeytatæki feng- ust ekki í skipið, eins og til stóð. Og þegar þau fengust, þá voru þau harla lítið notuð. Því mað- ur var ekki að gera sér leik að því meðan á ófriðnum stóð, að láta vita hvar maður væri stadd- ur á hafinu. Enginn vissi hvað- an voðinn gat kpmið í þá daga. En eg fékk aldrei not fyrir mína loftskeytatækni, því það þótti ekki gerlegt að hafa það öðruvísi er til kom, en sérstakur loft- skeytamaður væri á skipinu. — Var það ekki ill æfi að vera á sjónum meðan á ófriðnum stóð? — Tvisvar hittum við kaf- báta, það var alt og sumt. Én Gullfoss var líka mikið af ófrið- arárunum í Ameríkuferðum. Eg hugsaði ekki um annað en skipið, og að skipstjórn öll færi sæmi- lega úr hendi, farþegunum liði bærilega. Og umgengni á skip- inu væri góð. Þá var mér um- hugað um, að spár sumra manna um að við íslendingar hefðum reist okkur hurðarás um öxl með stof n u n Eimskipafélagsins, reyndust hrakspár. Að við yrð- um að sýna, að við værum menn til þess að stjórna skipi eins og Gullfossi, og láta þá stjórn fara vel úr hendi. Þetta var mín hugsun. Annað komst þar ekki að. Það vantaði ekki að maður væri mintur á það fyrsta árið, að fólk yrði að treysta skipstjór- anum á fyrsta skipinu. Á hverri höfn kom múgur og margmenni um borð í skipið til að skoða það hátt og lágt, og dást að þessari miklu nýjung með þjóð: inni. Mér eru minnisstæðastir gömlu menirnir, sem komu sum- ir langar leiðir til að sjá skipið og fagna því. Þeir voru svo hrifnir af að þeir fengu að lifa þá tíma að landsmenn tækju siglingarnar aftur .í sínar hend- ur. Þeir létu óspart hrifning sína í ljós. Og svo voru öll kvæð- in og kviðlingarnir sem skipið fékk. Mér þykir verst að eg skyldi ekki hafa haldið þeim kveðskap öllum saman. En eg hafði ekki hugsun á því í þá daga. Hún komst ekki að fyrir umhugsuninni um starfið sjálft. — Hvénær lagðir þú á stað í fyrstu ferðina? — Það var 1. apríl 1915 að Gullfoss fór frá Höfn. Við kom- um til Reykjavíkur 16. sama mánaðar. Viku urðum við að liggja í Leith í þeirri ferð. Það var venjan þá, að viðdvölin var svo löng þar. Öll skipsskjölin varð að senda til London. Og þar voru þau rannsökuð nákvæm- lega, hvort ekkert væri í skip- inu sem ekki mátti þar vera sam kvæmt vilja Breta. Frá Reykja- vík fórum við til Vestfjarða. — Meðan við vorum í þeirri ferð, varð hér bruninn mikli. Þá iNNKÖLLUNARMENN HEIMSKRINGLU I CANADA: Amaranth........... Antler, Sask....... Árnes.............. Árborg............. Baldur............. Beckville.......... Belmont............ Bredenbury......... Brown.............. Churchbridge....... Cypress River...... Dafoe.............. Ebor Station, Man... Elfros............. Eriksdale.......... Fishing Lake, Sask. Foam Lake.......... Gimli.............. Geysir............. Glenboro............ Hayland............ Hecla.............. Hnausa............. Húsavík............ Innisfail..........v Kandahar........... Keewatin........... Langruth........... Leslie............. Lundar............. Markerville........ Mozart............. Oak Point.......... Oakview............ Otto............... Piney.............. Red Deer........... Reykjavík.......... Riverton........... Selkirk............ Sinclair, Man...... Steep Rock......... Stony Hill......... Tantallon.......... Thornhill.......... Vfðir.............. Vancouver.......... Winnipegosis....... Winnipeg Beach..... Wynyard............ .........J. B. Halldórsson ........K. J. Abrahamson .......Sumarliði J. Kárdal .........G. 0. Einarsson .......Sigtr. Sigvaldason .........Björn Þórðarson ............G. J. Oleson ..........H. 0. Loptsson .......Thorst. J. Gíslason —......H. A. Hinriksson ..........Páll Anderson ..........S. S. Anderson .......K. J. Abrahamson .......J. H. Goodmundson ..........ólafur Hallsson ..........Rósm. Árnason ..........H. G. Sigurðsson .............K. Kjernested ........Tím. Böðvarsson .............G. J. Oleson .........Slg B. Helgason .......Jóhann K. Johnson .........Gestur S. Vídal ..........John Kernested .......Ófeigur Sigurðsson ..........S. S. Anderson .........Sigm. Björnsson ............B. Eyjólfsson .......Th. Guðmundsson Sig. Jónsson, D. J. Líndal .... Ófeigur Sigurðsson .........S. S. Anderson ........Mrs. L. S. Taylor ..............S. Sigfússon .............Björn Hördal ..........S. S. Anderson .......ófeigur Sigurðsson .............Árni Pálsson .......Björn Hjörleifsson ....Magnús Hjörleifsson .......K. J. Abrahamson .............Fred Snædal .............Björn Hördal .........Guðm. ólafsson .......Thorst. J. Gíslason ..........Aug. Einarsson .......Mrs. Anna Harvey ....Finnbogi Hjálmarsson ..........John Kernested ..........S. S. Anderson í BANDARÍK.JUNUM: Akra........,.........................Jón K. Einarsson Bantry.................................E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash..................Mrs. John W. Johnson Blaine, Wash...................Séra Halldór E. Johnson Cavalier...v...........................Jón K. Einarsson CrystaJ...............................Th. Thorfinnsson Edinburg..............................Th. Thorfinnsson Garðar................................Th. Thorfinnsson Grafton...............................Mrs. E. Eastman Hallson../.............................Jón K. Eiinarsson Hensel..................................J. K. Einarsson Ivanhoe............................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif....Thorg. Ágmundsson, 4415 Esmeralda St. Milton.....................................S. Goodman Minneota............................Miss C. V. Dalmann Mountain..............................Th. Thorfinnsson National City, Calif......John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts.........................Ingvar Goodman Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold.................................Jón K. Einarsson Upham..................................E. J. BreiðfjörO The Viking Press Limited Winnipeg; Manitoba brunnu skrifstofur Eimskipafé- lagsins í Edinborg. Er við komum aftur hingað, vorum við sendir til New York, eftir hveitifarmi. — Hvað voruð þið lengi til New York? — Við vorum ekki nema 9 daga. Það var fljótasta ferðin sem við fengum hér á milli, skip- ið nýtt, tómt, veðrið gott. Þegar kom í þá miklu höfn varð eg ennþá hreyknari yfir Gpllfossi okkar en eg áður hafði verið. Því þar í þeim skipagrúa þótti hið íslenzka skip svo fallegt. Til- fellið er, að Danir hafa lag á að smíða falleg skip. Og þeir hafa lag á að smíða skip, sem eru bæði fyrir farþega og flutning. Ameríkumönnum fanst allur frá- gangur á Gullfossi svo nettur, að hann minti á smækkað úthafs- skip. — Voru Ameríkuferðirnar annars ekki oft erfiðar? — Veðrin í Atlantshafinu eru vitaskuld þau sömu hvort maður fer hér milli landa eða yfir þvert hafið. En mismunurinn er þessi, að við vorum svo lengi í hafi í vesturferðunum, að við fengum þetta kannske þrenn ó- veður í sömu ferðinni, hvert eft- ir annað með stuttu tímabili. En hér er svo stutt milli íslands og Skotlands t. d. að hreppi maður eitt ofviðri á þeirri leið, þá er maður kominn nálægt landi áður en það næsta skellur yfir. Gullfoss er náttúrlega ekki smíðaður fyri slíkar langferðir. Og aðgæslu þurfti að hafa á því, að kolabirgðir entust yfir hafið. Eg tók ein 60 tonn af kolum í poka á þolfarið og setti þau í kolahólfin jafnóðum og hólfin tæmdust. Samt varð eg eitt sinn að fara til Halifax eftir 16 daga ferð yfir hafið til þess að fá kol til að komast til New York. Þegar við komum úr fyrstu Ameríkuferðinni fórum við aft- ur í siglingar til Hafnar. Og þeim héldum við svo áfram þar til hinn ótakmarkaði kafbáta- hernaður byrjaði í febrúarbyrj- un 1917. Rétt áður en hann skall yfir vorum við í Stafangri að losa kjöt. Við vorum á eftir áætlun og reyndum að flýta okkur eftir megni. Uppskipun var lokið um nóttina, svo við sigldum þaðan kl. 4. En ef við hefðum verið | kyrrir þar til morguns, hefðum I við fengið skeyti um að sigla til | Englands og taka þar kol. Átti í sá kolafarmur að nást áður en | þýzku kafbátarnir slógu hring j um England. En þá fyrirskipun ! fengum við ekki og fórum því til | Hafnar og lágum þar fram í Apríl. Þá sigldum við beina leið til Reykjavíkur, og vorum síðan í Ameríkuferðum uns stríðinu lauk. — Hafa siglingar ekki orðið miklum mun auðveldari með hin- um nýjustu tækjum, en þær voru fyrir 24 árum? — Jú. Þar er mikill munur á, eins og gefur að skilja. Tækin sem eru notuð við siglingarnar, gera okkur sjómönnum mögu- legt að komast fljótar leiðar okkar en áður var. — Það er ekki hægt að hugsa sér meiri hjálp við siglingarnar en miðunartækin og bergmáls- dýptarmælinn. Með því að fá miðanir og geta séð dýpið án þess að stöðva skipið eða tefja, getum við oft haldið áfram, þar sem við hefðum orðið að halda kyrru fyrir eða fara mjög hægt án tækja þessara. En því er ekki að neita, að það er hugsanlegt, að maður haldi á- fram lengur en góðu hófi gegnir, er maður hefir þessi tæki. Því það er alveg sama hvað tækin eru góð, að ef maður sér sama og ekkert út frá skipinu, þá má maður ekki fará inn á þröngar hafnir eða leita lands. En sjáist ákveðna vegalengd þá er hægt að halda áfram. Þó hraðinn aukist með hverju ári og kröfurnar til þess að skip- in haldi áætlun, verða menn altaf að nota tækin með var- kárni, gefa sér nægan tíma, láta enga vanstillingu komast að. — Þegar eg þarf að gæta sérstakr- ar varúðar í skipstjórn, vil eg helst ekki sjá nokkurn mann — vil helst loka mig úti frá far- þegum og hugsa mitt mál í næði. — Hvenær hefir þú fengið hann einna krappast á Gullfossi þessi 24 ár? — Það er ekki gott að gera greinarmun á því, hvenær við höfum fengið verst sjóveður. Mér hefir aldrei fundist að við hafa komist í neina verulega hættu, segir Sigurður. Og með hinu góðláta brosi sínu vill hann eins og gefa til kynna, að hafi hann einhverntíma átt erfiða daga á sjónum, þá sé hann bú- inn að gleyma því. V. St. —Lesb. Mbl. - NAFNSPJÖLO - =* Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrifstofusími: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að finnJ á skrifatofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimlll: 46 Alloway Ave. Talsími: 33 153 Thorvaldson & Eggertson Lögfræðingar 705 Confederation Life Bldg. Talsíml 97 024 OrricE Phone Res. Phone 87 293 >72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MKDICAL ARTS BUILDINQ OrncE Hodes: 12-1 4 P.M. - 6 P.M. »ND BT APPOINTMENI W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON tSLENZKl R LÖGFRÆÐINGAR á öðru gólfl 325 Main Street Talsími: 97 621 Hafa etnnig skrifstofur að Lmidar og Gimli og eru þar að hitta, fyrsta miðvikudag i hverjum mánuði. Dr. S. J. Johannesion 272 Home St. Talsiml 80 877 ViOtalstlmi kl. 8—5 e. h. M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINGAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Leetur ÚU meðöl < vlðlögum Viðtalstímar kl. 2 4 *. h. 7—8 að kveldinu Simi 80 867 666 Victor 8t. J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sími: 26 821 308 AVENUE BLDG.—Winnipeg' A. S. BARDAL selur líkkistur og annaat um útíar- ir. Allur útbúnaður sá besU. — Ennfremur selur hann allskonar minnlsvarða og legsteina. 843 SHERBROOKE 8T. Phone: 36 607 WINNIPEG Gunnar Erlendsson Pianokennarl Kenslustofa, 796 Banning St. Sími 89 407 THL WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. Jacob F. Bjamason —TRANSFER— Baggage and Furniture iloving 591 SHERBURN ST. Phone 35 909 Axrnajt allftkx?nar ílutnlnga fram og aítur um bœinn. Rovatzos Floral Shop «06 Notre Dame Ave. Phone »4 954 Freeh Cut Fiowers Daily Plants in Season We specialize in Wedding & Concert Bouqueta & Funeral Designs Icelandic spoken DR. A. V. JOHNSON DENTIST 506 Somerset Bldg. Office 88124 Res. 36 883 MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 354 BANNING ST. Phone: 26 420 ið hvíldar og hressingar og auðg- að anda sinn að þekkingu og áhuga fyrir góðum málefnum. 410 Medical Arts Bldg. Dr. K. J. AUSTMANN SUMARDVÖL OG NÁMSSKEIÐ Balinn er iðgrænn og sléttur, skógurinn angandi og yndislegur á þrjá vegu, en Winnipeg-vatn til austurs, örfandi, töfrandi í sínum margvíslegu blæbrigðum, mislynt eins og mannkynið: stundum rósamt, slétt eins og spegill; stundum hamslaust eins og óður jötunn, upprás sólar á því er fögur, mánaskinið eins og glitrandi silfur, og myndirnar af ströndinni við og við dásam- legar. í þessu umhverfi, einar tvær mílur fyrir norðan Gimli-bæ er heimili fyrir dvalar-fólk, sem tilheyrir “Canadian Sunday School Mission”. Bandalag lút. kvenna hefir fengið það leigt fyrir vestur-íslenzka æsku til gamans og alvöru dagana, 12. til 21. ágúst á þessu sumri. Félagsskapurinn, sem starf- rækir þetta mót hefir nú þegar mörgu góðu til leiðar komið. — Hann gefur út ársrit, Árdís; hann hefir safnað konum saman um nytsamleg málefni, þar sem konur hafa flutt hvetjandi og fræðandi erindi, og ekki sízt, það hefir komið á fót mjög heil- brigðu og nauðsynlegu fræðslu- starfi um kristindóminn í ýms- um bygðum. Nú vill þessi vin- sæli og góði félagsskapur safna ungu fólki saman, þar sem það getur haft ánægjulega dvöl, not- Þessháttar mót tíðkast nú mjög í umheimi vorum, í raun og veru út um öll Bandaríkin og Canada. Á þessa staði sækja hópar hinna ungu og jafnvel þeirra sem ekki eru svo mjög ungir. f réttu ástandi sameina þessi mót ætíð þetta tvent: un- aðinn af fjálsu lífi burt frá borgarykinu og þroskann sem andleg fræðsla veitir. Fjöldi manna hverfur svo heim af þess- um mótum hæfari tli starfsins sem þeir eru að inna af hendi og ánægðir yfir sumardvölinni. Hún færði þeim líkamlega og andlega blessun. Á þessar friðarherbúðir sum- arsins hefix- tvívegis verið minst í “Sameiningunni”. í ágúst, 1938 stendur meðal annars: “Þetta starf hefir einnig náð til íslands. Drengjavinurinn frægi séra Friðrik Frikriksson hefir komið þessu á stað þar. Ungmennafé- lagið hans hefir reist sér sumar- bústað uppi í fjöllum, og njóta ungu mennirnir þar mikillar gleði og nytsamlegrar andlegrar fræðslu.” Að þessu máli hefir Banda- lagið, með aðstoð nefndar frá kirkjufélaginu lúterska, verið að vinna í vetur og er þetta komið á nokkurn r^kspöl. Búist er við að nokkur hópur manna og kvenna taki þátt í að annast um kenslu, íþróttir og skemtanir. Sumir hafa nú þegar heitið að- stoð sinni. Stundar eingöngu Augna, eyma, nefs og kverka sjúkdóma 10 til 12 f.h.—3 til 5 e.h. Skrifstofusími 80 887 Heimasími 48 551 Mikið meira en hér verður sagt þurfa Vestur-íslendingar að vita um þetta mál, enda verður nóg fræðsla síðar í té, en þetta er ritað til þess að vekja um- hugsun. Þetta hefir hepnast ef löngun almennigs segir: “Mætt- um við fá meira að heyra.” Eg hygg, að umsjónarnefndin geri sitt ítrasta til þess að mótið fari vel fram og að þeir sem það sækja hafi verulegt gagn og gaman af veru sinni þar. Hvort það hepnast eða ekki er þá kom- ið undir því hvernig almenning- ur styður málið og þar er að- sóknin aðal skilyrðið. Vel færi á því að menn, í hin- um ýmsu bygðum tækju nú þegar að athuga málið og ræða. Má vera, að sumt unga fólkið, sem hefir löngun til að fara, þurfi aðstoð nokkra frá söfnuðum eða félögum. Gjaldið verður sett eins lágt og nokkur kostur er á, en að sjálfsögðu er það óumflýj- anlegt, að menn borgi eitthvað fyrir dvölina. Eg óska þessu máli allrar blessunar. Með hæfilegum sam- tökum er eg sannfærður um að fyrirtækið verður til mikils góðs. Rúnólfur Marteinsson

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.