Heimskringla - 19.04.1939, Blaðsíða 6

Heimskringla - 19.04.1939, Blaðsíða 6
6. SíÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 19. APRÍL 1939 RISADALURINN “Þeir skulu mæta á fundi í kvöld í borð- salnum í Sequoia gistihúsinu ef eg má ráða,’’ sagði Buck Ogilvy með mikilli sannfæringu. Eg ætla að bjóða þeim öllum til miðdegisverðar, og ræða málið við þá. Eg hefi átt við ein fimtán bæjarráð og sveitarráð, að eg nú ekki tali um mexikönsku og mið-amerísk stjórnar- völd og forseta. Eg þekki þá alla spjaldanna milli. Eftir þessa tilrauna könnun mína, skal eg láta þig vita hvert þú færð leyfið eða hvort þú verður fyrst að leggja silfur í einhvern þvalan lófa. Heiðvirðir menn eru aldrei með vífilengjur. Þú veist alt af hvoru megin þeir eru, en mútu þeginn fer alt af undan í flæm- ingi, og vonar að þolinmæði þín bili, og þú spyrjir hreint og beint hvað hann vilji mikið. En vel á minst hvað veist þú að segja mér af þessu skollans bæjarráðs skrífli?” “Tveir bæjarráðsmannanna eru til sölu, tveir eru heiðvirðir menn og einn er óviss. — Borgarstjórinn er refur. Eg hefi þekt þá alla síðan eg var barn, og kæmi eg opinberlega fram býst eg við að þeim sé stefna okkar Car- digans feðganna svo ljós, að þeir mundu neita að vera mér til bölvunar í þessu máli.” , “En því þá ekki að koma hreinlega fram í dagsljósið?” “Eg er ekki viðbúinn að innleysa alla víxl- ana núna sem stendur,” svaraði Bryce þurlega. “Eg vil ekki heldur að keppinautur minn setji niður rauðviðarverðið, svo að eg yrði að selja mér í óhag til að ná í dálítið fé. Eg vil ekki heldur fá trjáboli yfir brautina mína, þegar vagnar Penningtons eru farnir hjá en mínir eru ókomnir, eða vögnum og við velt ofan í gilin. Eg skal segja þér, að sá náungi hefir undirtökin sem stendur, og eina ráðið að sleppa úr greipum hans er á meðan hann gáir ekki að sér. Hann getur líka fundið mörg ráð til að stemma stigu fyrir flutningum mínum á viðn- um, og kent guði og náttúrunni um það til að sleppa við sektir og málssókn.” “Hm-m-m. Þetta er sleipur náungi. Er hann þó ekki? Eg þori að segja, að hann mundi múta bæjarráðinu til að hamla þér með járn- brautina.” “Eg veit að hann lýgur og stelur svo hann er vís að múta þjónum hins opinbera ef honum sýnist.” Buck Ogilvy stóð á fætur og teygði sig. — “Eg veit hvaða störf bíða mín,” sagði hann. “En það verður góður bardagi, sem vert er að taka þátt í, jæja?” Bryce studdi hendinni á hnapp og kom þá Moira inn. “Leyfðu mér, Moira, að kynna þér Mr. Ogílvy. Mr. Ogilvy þetta er Moira Mc- Tavish,” sagði Bryce og bætti svo við: “Mr. Ogilvy mun oft þurfa að sjá mig hér í þessari skrifstofu, Moira, en það er ósk okkar beggja, að þær heimsóknir séu leyndar. Þess vegna ætlar hann að koma hingað á kvöldin, þegar þessi hluti bæjarins er mannlaus með öllu. Þú hefir aukalykil að skrifstofunni Moira, viltu gera svo vel og fá Mr. Ogilvy hann.” Stúlkan hneigði sig til samþykkis. “Mr. Ogilvy verður að forðast að næturvörðurinn sjái sig,” sagði hún. “Það er gott ráð, Moira. Buck, þegar þú kemur hingað, þá komdu altaf á vissum tíma, þegar vörðurinn er inni í mylnunni og er að merkja tímann á næturvarðarklukkuna.” Moira hneigði sig á ný og fór út. Mr. Buck Ogilvy stundi. “Hamingjan hraði þeim degi, sem þú getur komið opinberlega fram í þessu járnbrautarmáli, og mér verður leyfilegt að koma hér að deginum til,” tautaði hann, tók hatt sinn og fór út í aðal skrifstofuna. Hálf- tíma síðar sá Bryce hann hallast fram á borðið í ytri skrifstofunni, niðursokkinn í samræður við Moiru McTavish. Áður en Ogilvy fór, hafði honum teikst að koma Moiru í skilning um, hve bágt hann ætti, að vera neyddur til vegna ástæða, sem Bryce Cardigan mundi segja henni seinna, að koma á skrifstofuna, þegar hún væri þar ekki. Því næst talaði hann um, hve átak- anlegt það væri að vera öllum ókunnugur í ó- kunnugum bæ, og neyðast til að hanga í forstof- um gistihússins með allskonar vafagemlingum og öðrum villu ráfandi sálum, og svo kom hann Moiru til að játa, að það væri líka leiðin- legt að hanga einsömul í matsöluhúsi öll kvöld- in og horfa á og hlusta á gamlar kerlingar þvaðra saman. Þetta var nú einmitt það, sem Buck beið eftir. Hann horfði skýrlegu augun- um beint framan í Moiru, brosti djarflega og sagði: “Miss McTavish, kannske við ættum að stofna samband til að yfirbuga leiðindin. Þér verðið forsetinn, en eg fjármálaritarinn?” “Hvernig ætti félagið að starfa?” spurði Moira gætilega. “Ja, það gæti byrjað með því að gefa mið- degisverð öllum félagsmönnum, og á eftir mætti aka út í sveitina, næsta laugardagskveld til dæmis.” Sakleysislegu augun hennar Moiru horfðu rannsakandi á hann. “Eg hefi ekki þekt yður mjög lengi, Mr. Ogilvy,” sagði hún. “ó, það er nú auðvelt að kynnast mér,” svaraði hann glaðlega. “Hefi eg líka ekki góð meðmæli. Eg skal segja yður nokkuð Miss Mc- T3vish, við skulum leggja þetta fyrir Bryce Cardigan. Ef hann jsegir að þetta sé óhætt, þá skulum við hafa fundinn, en segi hann að það sé ófært þá skal eg fara og drekkja mér, og sanngjarnari orð getuP enginn maður mælt.” “Eg skal hugsa um þetta,” sagði Moira. “Já, umfram alla muni. Maður á aldrei að ákveða svona þýðingarmikil atriði í flýti. Segið mér bara síma númerið yðar heima hjá yður, og eg skal hringja yður upp klukkan sjö í kvöld og vita hvað þér ákveðið.” Moira gaf honum númerið hálf nauðug. Henni féll hreint ekkert illa við ókunna rauð- hærða manninn, miklu fremur hafði hún óljósan grun um, að hann væri örugt meðal við þung- lyndi og leiðindum, sem hún þjáðist af alt of oft; énnfremur hafði hann fallegan málróm, kom kurteislega og fjörlega fram og var í ljóm- andi fallegum fötum. Af því að hún var kona féll henni það vel í geð, að hann tók þannig eftir henni, slíkur yfirburða maður. Hún vissi að hann bar langt af öllum í Sequoia nema Bryce Cardigan. Henni fanst þetta vera mikið æfintýri og með rósaroða í vöngunum fór hún, er Buck kvaddi hana loksins, inn í skrifstofu Bryce til að spyrja um skoðun hans viðvíkj- andi heimboðinu. Hann hiustaði alvarlega á hana, er hún í sakleysi sínu og einfeldni æskunnar bar fram þessar áhyggjur sínar fyrir hann. “Já, umfram alla muni, skalt þú þiggja þetta. Buck Ogilvy er einn sá heiðarlegasti og besti drengur, sem eg hefi þekt. Eg get ábyrgst hann. Þér mun finnast hann mjög skemtilegur Moira. Hann gæti látið Niobe sjálfa gleyma sorgunum, og hann kann að biðja um góðan mat.” “En heldurðu að eg ætti ekki að hafa ein- hvern annan kvenmann með okkur?” “ó, það er ekki nauðsynlegt, en samt er það góð venja í smábæ sem þessum, þar sem allir þekkjast.” “Það var það sem eg hélt,” sagði Moira. “Eg ætla að biðja Miss Sumner að koma með okkur. Mr. Ogilyy lætur sig ekki muna um þann aukakostnað, það er eg viss um.” “Hann verður himin lifandi glaður,” full- yrti Bryce í illgirni sinni. “Blessuð biddu Miss Sumner að koma með ykkur.” Þegar Moira fór, stundi Bryce þungan. “Æ,” sagði hann, “eg vildi að eg gæti komið líka.” Hann hrökk upp úr þesum raunalegu þönk- um sínum við það að síminn hringdi. Honum til mestu undrunar var það Shirley Sumner, sem vildi tala við hann. “Þú ert ósköp lítið undrandi, ertu það ekki, Mr. Cardigan?” sagði hún stríðnislega. VJá, það er eg,” sagði hann með sanni. “Eg hélt sem sé, að eg væri persona non grata, í þínum augum.” “Þykir þér þá fjarskalega vænt um að þú ert það ekki? En eins og þú veist þá ert þú það ekki.” “Þakka þér fyrir. Það þykir mér gott að heyra.” “Eg býst við, að þú sért að furða þig á því, að eg skyldi síma þér?” • “Eg hefi ekki haft tíma til þess. Þetta bar svo brátt að, og eg næstum orðlaus af undrun. En hversvegna hringdir þú mig upp?” “Eg þarf að spyrja þig ráða. Setjum svo að þig langaði mjög mikið til að heyra samtal tveggja manna, en svo stæði á að þú gætir ómögulega staðið á hleri. Hvað mundir þú gera ?” “Eg mundi ekki standa á hleri,” svaraði hann í ávítunarrómiv “Það er Ijótt og eg hélt aldrei að þig langaði til að gera nokkuð sem væri ljótt.” “Ekki undir venjulegum kringumstæðum, en eg hefi siðferðislegan lagalegan og hags- munalegan rétt til að hlusta á þetta samtal — en ef eg — jæja—” “Ef þú værir viðstödd yrði ekkert samtal — eða hvað?” “Alveg rétt Mr. Cardigan.” “Og það er mjög áríðandi að þú vitir hvað þarna er sagt.” “Já.” “Og þú ætlar þér ekki að nota vitneskju þína um þetta samtal í ólöglegum né illum til- gangi ?” “Nei, þvert á móti. Komist eg að því, hvaða ráð verða brugguð þarna, get eg afstýrt öðrum frá að fremja lögleysu og ósiði.” “Jæja Shirley, í því tilfelli finst mér þú hafir fullan rétt til að heyra samtalið.” “En hvernig get eg það ? Eg get ekki falið »iig inni í skáp og hlustað.” “Kauptu þér málrita og feldu hann inn í herberginu þar sem samtalið fer fram. Hann nær hverju einasta orði af því.” “Hvar get eg keypt hann?” “f San Francisco.” “Vilt þú síma skrifstofunni þinni í San Francisco og láta þá kaupa einn og senda þér hann, ásamt leiðarvísi hvernig eigi að koma honum fyrir og nota hann. Georg Sæ-Otur getur svo fært mér hann þegar hann kemur.” “Þetta er mjög einkennilegt, Shirley.” “Það veit eg vel, en eg treysti þér að gera þetta fyrir mig.” “Það er þér áreiðanlega óhætt. En hvers- vegna að fela mér þetta. Eg hélt að eg væri síðastur allra manna, sem þú bæðir bónar.” “Eg get treyst þér til að gleyma að þú gerðir þetta fyrir mig.” “Þakka þér fyrir. Eg held þér sé óhætt að treysta því. Eg skal útvega þetta undir eins.” “Þetta er mjög vel gert af þér, Mr. Car- digan. Hvernig er pabbi þinn til heilsunnar ? Moira sagði mér fyrir nokkru síðan að hann væri lasinn.” “Honum er alveg batnað aftur, þakka þér fyrir, en meðal annara orða. Moira veit ekki að við þekkjumst. Því sagðir þú henni það ekki?” “Eg get ekki svarað þeirri spurningu nú. Eg get það kanske einhverntíma síðar.” “Það er slæmt að atvikin haga því svo til að við, sem vorum á leiðinni til að vera bestu vinir ákyldum eigi geta orðið það, Shir- ley.” “Það er víst og satt, en það er alt saman þín sök. Eg hefi áður sagt þér hvernig þetta geti lagast . En þú ert svo þrálátur Mr. Car- digan.” “Eg er ekki ennþá kominn á það stig að skríða á fjórum fótum,” hreytti hann út. “Eg neita því jafnvel fyrir þínar sakir, að sýna frænda þínum vináttu og umburðarlyndi, fyrir þær sakir verð eg að gera mig ánægðan með að sakir standi okkar á milli eins og þær eru.” Hún hló. “Svo þú ert ennþá jafn illúð- legur og ósáttgjarn og langar til að ná í höfuð- leðrið hans Seths frænda míns?” “Já, og eg held að eg nái því, að minsta kosti skal hann ekki ná mínu.” “Finst þér það ekki fremur ranglátt að láta mig gjalda synda ættingja míns, Bryce?” spurði hún. Hún hafði nefnt hann skírnarnafni hans. Hann varð alveg frá sér numinn. “Eg er á kafi í skuldafeni og ráðalaus sem stendur,” tautaði hann. “Eg er ekki að berjast mín vegna, held- ur fyrir þúsund skjólstæðingum og hugmynd- um, sem eitt sinn voru eign föður míns, en eru nú mín eign. Þú skilur þetta ekki.” “Eg skil meira en þú heldur og einhvem- tíma munt þú sannfærast um það. Eg skil nógu mikið til þess, að kenna í brjósti um þig. Eg skil meira að segja það, sem frænda minn grunar ekki ennþá, að þú ert forkólfurinn í þessari N. C. & O. járnbraut, en vinur þinn Ogilvy er varaskeifa þín. Hlustaðu nú á mig Bryce Cardigan. Þú skalt aldrei byggja þessa járnbraut. Skilurðu það?” Þessi árás hennar var svo snarlega gerð, að hann varð of forviðá, til að andmæla. í stað þess svaraði hann eins og óafvitandi: “Eg skal byggja þessa járnbraut, þótt það kostaði líf mitt, ef það kostaði mig þig. Skilurðu það ? Eg hefi lagt út í þessa baráttu til að sigra.” “Þú skalt ekki leggja þessa braut,” end- urtók hún. “Hversvegqa ?” “Af því að eg vil ekki leyfa þér það. Eg á hluta í Laguna Grande timburfélaginu, og því er óhagur að því, að þessi braut sé lögð.” “Hvernig komst þú á snoðir um að eg var á bak við Ogilvy?” “Fyrir hugsæi mitt. Svo bar eg það upp á þig, og þú kannaðist við það.” “Eg býst við að þú ætlir að segja frænda þínum frá þessu,” sagði hann kuldalega. “Þvert á móti, eg ætla ekki að gera það. Eg er mjög hrædd um, að eg hafi verið fædd með einhverju broti af drenglyndi, Mr. Cardig- an, þessvegna ætla eg að láta ykkur berjast um þetta sjálfa, þangað til þið eruð uppgefnir, þá ætla eg að skerast í leikinn og ákveða leiks- lokin. Þú getur sparað peninga með því að gefast upp núna. Eg hefi öll ráðin í hendi mér.” “En eg kýs að bérjast. Með þínu góða leyfi hætti eg ekki fyr en einhver fellur fyrir fult og alt.” “Eg veit ekki nema að mér fallir þú betur í geð fyrir þá áætlun. Og ef þér er það til minstu huggunar, þá heiti eg þér því upp á æru mína og trú aé láta ekki frænda minn vita hver stendur á bak við N. C. & O. félagið. Eg er ekkert sögusmetti, skaltu vita, og ennfrem- ur er eg mjög forvitin að heyra hvernig þessi saga fer. í raun og veru eruð þið báðir, þú og Seth írændi minn mér til mestu skapraunar. Hve alt hefði verið unaðslegt, ef þið hefðuð ekki tekið upp á þessum ófriði, þessi ófriður hefir neytt mig til þess að vera sanngjörn í garð beggja ykkar.” “Getur þú verið hlutlaus og sanngjörn?” “Það hugsa eg nema hvað þessari járn- brautarlagningu við kemur. Þar ætla eg að breyta samkvæmt minni skoðun og skeyta um hvprugan ykkar.” “Shirley,” sagði hann alvarlega, “hlustaðu nú vel eftir því, sem eg segi: Eg elska þig. Eg hefi elskað þig síðan fyrsta daginn, sem eg sá þig. Eg mun alt af elska þig; og þegar eg álít mig færan um það, ætla eg að biðja þig að giftast mér. En eins og sakir standa hefi eg engan rétt til þess. En þegar eg öðlast þann rétt mun eg gera það.” “Og hvenær rennur sá dagur upp?” sagði hún mjög þýðlega og eins og yfirkomin af hræðslu. “Þegar eg rek síðasta naglann í N. C. & O. járnbrautina.” Eftir stundar þögn tók hún til máls: “Bryce Cardigan, mér þykir vænt um þolgæði þitt. Vertu sæll, hamingjan sé með þér og gleymdu ekki því sem eg bað þig um.” Hún hengdi upp símaáhaldið, sat um stund með hönd undir kinn og rendi augunum yfir þökin í bæn- um uns þau náðu háa reykháfnum í mylnunni hans Cardigans. “En hvað eg hataði þig ef eg gæti ráðið við þig!” tautaði hún með sjálfri sér. Eftir þetta samtal við Shirley Sumner, var Bryce Cardigan áhyggjufullur mjög um sinn hag, en hann átti sér eina trúarsetningu, sem var einföld mjög, að enginn er algerlega sigrað- ur fyr en hann játar það sjálfuf; þegar hann hafði náð sér eftir símtalið við Shirley, eyddi 1' hann engum tíma í neinar vífilengjur, heldur leitaðist við að finna leið út úr þessum vand- ræðum. Hann sat í heila klukustund og hengdi höfuðið ofan á brjóstið. Honum var samt ó- mögulegt að skilja hugsanir sínar um viðskiftin frá hugsunum sínum um Shirley Sumner. Hann vissi að hún hafði fylstu ástæðu til að hugsa fremur um fjármálin í sambandi við viðkynn- ingu þeirra, en tilfinninga mál. Þáttur sá sem hann hafði leikið í viðkynningu þeirra hlaut að hafa verið henni óskiljanlegur og gert hana reiða við hann. Hann vissi líka að ef hún hefði borið hlýjan hug til hans frá hinni fyrstu við- kynningu þeirra, (en hann bjóst engan veginn við að svO' væri) þá hlaut/ hún að finna til þess, að hann hafði sýnt henni fyrirlitningu. Þótt hann hugsaði um þetta frá ýmsum hliðum, fann hann engan veg til að skilja þetta. Eins og oft fyrrum, greip hann ráðið að fara og segja föður sínum af þessu. Hinn vitri öldungur, sem orðinn var laus við ákafa æskunnar, leit miklu fremur á orsakirnar en afleiðingarnar, og hafði staðisb ofmarga bylji æfinnar til að láta þetta aðkast yfirbuga sig eins og það yfirbúgaði skilning sonar hans. “Hann getur hugsað um þetta án þess að vera truflaður af andliti ungrar stúlku,” hugs- aði Bryce. “Hann er eins og eitt stóra rauð- viðartréð hans, höfuð hans nær alt af hærra, en stormurinn niðri á jörðunni.” Að svo mæltu fór Bryce beina leið heim til sín. John Cardigan sat úti á .svölunum, og hjá honum var Georg Sæ-Otur og lék fyrir hann á grammófón. John leit upp er hann heyrði að garðshliðinu var skelt, og er hann heyrði fótatak sonar síns á steinstéttinni er lá í gegn um blómagarðinn, stóð hann upp og rétti fram aðra hendina, sem titraði dálítið. “Hvað er nú að sonur minn?” spurði hann blíðlega, er Bryce kom upp riðið. “Georg láttu þennan grammófóns skrjóð þagna.” Bryce tók í hendi föður síns, “Eg er í vandræðum John Cardigan.” sagði hann blátt áfram, “og eg er ekki nógu mikill maður til að ráða fram úr þeim hjálparlaust.” Hinn tigulegi gamli maður btosti, og bros hans var blítt eins og blessun. Drengurinn hans hafði leitað til hans í vandræðum sínum. Það var gott! Hann mundi ekki bregðast hon- um. “Fáðu þér sæti sonur og segðu gamla manninum frá þeim öllum saman. Byrjaðu á byrjuninni og láttu mig heyra um allar hliðar málsins.” ' Bryce hlýddi því og fékk John Cardigan nú fyrst að heyra um kunningsskap sonar hans og Shirley Sumner, og að hún hefði verið úti í skógunum með Pennington er Bryce hafði barist við Jules Rondeau. Vegna þess að Bryce varð ástfanginn í stúlkunni og svo hitt að óvinátta var með föður hans og frænda hennar, þá mint- ist hann ekki á þetta við föður sinn, ætlaði að bíða með það þangað til að samkomulagið með þeim yrði betra, enda var hann svo bjartsýnn, að hann bjóst við að verða sættir þeirra. Er hann komst að raun um að slíkt var óhugsandi, þagði hann um tilfinningar sínar gagnvart stúlkunni, og geymdi þær þangað til að högum hans yrði öðruvísi háttað og erfðafé hans væri óhult og áhyggjur föður hans út af fjárhags vandræðunum horfnar. Þá leit hann svo á að þýðingarlaust væri að nefna þetta við föður sinn.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.