Heimskringla - 10.05.1939, Blaðsíða 1
Phone 96 361
* Country Club
BEER
“famous for flavor”
Phone 96 361
^ Gountry Club
BEER
“famous for flavor”
LIII. ÁRGANGUR
WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 10. MAÍ 1939
NÚMER 32.
) HELZTU FRÉTTIR
_____________________
Breta-konungur og drotning
á leiðinni vestur um haf
Frá Englandi lögðu konungs-
hjónin brezku af stað s. 1. laug-
ardag (6. maí) í hina fyrirhug-
uðu ferð til Canada og Banda-
ríkjanna.
Skipið sem þau koma á heitir
“Empress of Australia”. Það er
21,833 smálestir að stærð, var
smíðað í Þýzkalandi, hét Tir-
pitz, eftir flotaforingjanum
þýzka í stríðinu mikla, en var
tekið upp í stríðsskaðabætur.
Herskipið “Repulse” var hætt
við að nota til ferðarinnar vegna
stríðshættunnar sem yfir vofir.
Til Quebec kemur konungs-
skipið 15. niaí. Fyrstur til að
heilsa konungshjónunum verður
Mr. King forsætisráðherra, er
skipið er komið í höfn. Gerir
hann þá kunnuga þeim E. 1+ Pat-
enaude fylkisstjóra í Quebec og
frú hans, þá ráðgjafa sína og
frúr þeirra, M. Duplessis forsæt-
isráðherra í Quebec o. fl.
í Ottawa verða aðal viðtökurn-
ar. Verður konungi og drotn-
ingu þar afhent minningargjöf
(aouvenier) frá Clanada. Er
gjöfin gullrent landabréf af
Canada með áletruðum öllum við-
komustöðum konungshjónanna á
ferð þeirra og leiðin, sem farin
verður. I Ottawa leggur Eliza-
bet drotning hornstein í hina
nýju byggingu yfirréttarins í
Canada 19. maí. Verður letrað
á steininn á ensku og frönsku:
Þessi hornsteinn var lagður af
Hennar Hátign Elizabetu drotn-
ingu í viðurvist Hans Hátignar
Georg VI. konungs, 19. maí 1939.
í Winnipeg er verið að skreyta
þinghúsið, bæjarráðshöllina,
pósthúsið og allar þær bygging-
ar, sem konungshjónin heim-
sækja. Barnaskólum verður
lokað 25. og 26. maí. En börnin
koma í skólana að morgni hins
24. og verður þá ráðstafað,
hvernig þau geti séð skrúðför
konungs og drotningar um bæ-
inn.
Ráðherraskifti á Rússlandi
vekja athygli á Englandi
Maxim Litvinoff utanríkis-
málaráðherra Rússlands, var s.
1. föstudag veitt lausn frá stöðu
sinni. Heitir sá V. Molotoff,
er við embættinu tekur.
Litvinoff hefir haft þetta
starf með höndum í 9 ár. Hann
hefir öll þau ár haft það fyrst
og fremst fyrir augum, að
tryggja hag Rússlands út á við.
Hann kom Rússlandi í Þjóða-
bandalagið 1934 og reyndi með
því að efla vinsældir Rússlands
út á við. í samnings-gerðinni
sem stendur yfir milli Breta og
Rússa um að stöðva yfirgang
Hitlers í Evrópu, hefir Litvinoff
verið talsmaður Rússa. Hefir
hann farið fram á, að Bretar,
Frakkar og Rússar veiti hvorir
öðrum hispurslaust að málum,
ef á einhverja af þessum þjóð-
um er ráðist, en Bretar hafa
verið tregir til að ganga að því,
að lofa Rússlandi hernaðarað-
stoð. Þeir telja Rússum sjálf-
um h’ag í að verja Pólland og
Rúmeníu og krafa um skuldbind-
ing af hálfu Breta að fara í
stríð með Rússlandi, verði á það
ráðist, sé því ekki sanngjörn.
Bretar gera sér von um að á-
stæðan fyrir því að Litvinoff er
veitt lausn frá stöðunni, sé sú,
að Stalin hafi þótt hann ganga
of langt og að Molotoff hafi
verið álitinn heppilegri samn-
ingamaður.
En Þjóðverjar telja það happ,
að Litvinoff sé af hólmi horfinn.
Hann er Gyðingur eins og allir
vita og hefir ekki verið hlyntur
Þjóðverjum, síðan Hitler komst
til valda. Áður átti hann nokk-
uð við, að sameina Þjóðverja og
Rússa. En þá var Litvinoff, sem
Þjóðverjar, á móti Þjóðabanda-
laginu.
í blöðum á Rússlandi var engin
ástæða gefin fyrir burtför Lit-
vinoffs. Og hans eigin blaði
var bannað, að sagt er, að birta
nokkuð um það.
Molotoff er ekki sagður neinn
garpur og ekkert annað en verk-
færi í höndum Stalins, er utan-
ríkismálin mun sjálfur annast
hér eftir.
En hver stefna Stalins er í
þeim, vita engir. Þess er getið
til, að hún muni vera sú, að
halda sig algerlega utan við hern-
aðarmál Evrópu-þjóðanna. Það
er að minsta kosti sennilegra en
hitt, að hann sé að gera banda-
lag við Hitler, eins og Frakkar
óttast og jafnvel Bretar einnig.
Litvinoff giftist enskri konu,
Ivy Low, dóttur Sir Sidney Low,
þegar hann bjó í London; þau
eiga tvö börn.
“Til eflingar friði”
Síðast liðinn sunnudag gerðu
einræðisherrarnir Hitler og Mus-
solini hernaðarsamning með sér.
Hefir Joachim von Ribbentrop,
utíinrikidmálaráðherra Þjóð-
verja verið undanfarna daga í
Róm að semja um þetta við
Ciano greifa, utanríkismálaráð-
herra ítalíu. Þegar fregnin var
birt, fylgdi henni sú skýring, að
samningarnir væru gerðír til
þess að vinna að Varanlegum
friði í Ervópu!
Tilgangurinn er auðvitað sá
fyrir Hitler, að ögra Póllandi og
reyna að hindra samtök Frakka
og Breta á móti Þýzkalandi. Um
Mussolini er það að sega, að
hann mun hafa verið rekinn til
þessa af Hitler, eins og fullyrt
er að oftar hafi átt sér stað og
nú síðast, er ítalía réðist á Al-
baníu.
Japanir kváðu taka vel undir
þetta hernaðarsamband og tala
um, að þeir séu til með, að ger-
ast félagi þess.
Bandaríkin og ræða Hitlers
Það er ekki að sjá, að ræða
Hitlers hafi haft mikil áhrif í
Bandaríkjunum. Roosevelt for-
seti hefir ekki svarað henni og
er ekki líklegur til þess, að sagt
er, vegna þess, að hann skoði
hana ekki formllegt svar við
skeyti sínu. Hafi ræðan vakið
nokkra sérstaka eftirtekt, er það
helzt hjá þeim, sem á móti af-
skiftum Ba^ndariíkjanna eru í
stríðsmálum Evrópu, hjá þeim
sem einangrunarstefnunni
fylgja. -Þeir eru að vísu ekki
á móti friðarboðskap Roosevelts,
en þeir líta nú svo á, sem við það
sé bezt að sitji sem komið er,
og málum þjóðarinnar inn á við
sé meiri gaumur gefinn. En 'svo
hefir þessum mönnum ávalt þótt
nóg um gerðir eða stefnu Roose-
velts í utanríkismálunum.
Ræða Hitlers hefir ef til vill
ekki vakið neina almenna andúð
í Bandaríkjunum fyrir þessu.
En viðskiftin við Þýzkaland hafa
frá 1920 verið Bandaríkjunum
dýrt spaug.
Það var enginn kali í hugum
manna í Bandaríkjunum til
Þýzkalands eftir stríðið. Menn
aumkvuðu örlög þess og voru
fúsir að rétta því hjálparhönd.
Versalasamningarnir voru álitn-
ir svo óhæfir, að Bandaríkin
stóðu þeirra vegna utan við
Þjóðabandalagið. Þau gerðu
sérstakan samning við Þýzka-
land og láta það njóta öðrum
fremur viðskifta sinna; þótti
Bandaríkjamönnum illa af sér
vikið, að Frökkum var fengið
Rín-héraðið.
Á árunum 1924 til 1932 var
ferða-mannastraumurinn mikill
til Þýzkalands frá Bandaríkjun-
um. Það skorti lítið á að hann
næmi einni biljón dollara. Og fé
streymdi í lánum og öðru til
Þýzkalands, til vegagerðar, til
opinberra bygginga, skemti-
garða (sports stadiums), raf-
magnsstofnana og línuskipa-
smíði, svo sem til Bremen og
Europa. Fé þetta nam að minsta
kosti $2,000,000,000 (tveim bil-
jón). Mestur hluti þess er nú
tapað.
Tilfinningar manna í Banda-
ríkjunum kunna að vera hinar
sömu og áður til þýzku þjóðar-
innar, enda þótt Hitler hafi
margt aðhafst, sem útlægt er
talið í Bandaríkjunum og raunar
víðast hvar. En það hefir ný-
verið mátt á mörgum þingmanni
heyra að tilfinningin mætti ekki
leiða menn í gönur og þar væri
öruggasta ráðið að fylgja ein-
angrunarstefnu Bandaríjkanna í
utanríkismálum. Að þessu leyti
getur skeð, að ræða Hitlers hafi
óbeinlínis nokkurn hnekkir í för
með sér fyr-ir stefnu Roosevelts
eða flokk hans.
í New York Times var birt saga
nýlega um, að Roosevelt hefði
boðið Hitler og Mussolini út á
skip með sér árið 1936 til þess,
að leita eða koma sér saman um
einhvérn varanlegan friðar-1
grundvöll, en einræðisherrarnir |
hafi neitað boðinu. Ýms blöð efa
að saga þessi hafi við nokkuð
að styðjast.
NorðuiTandaþjóðirnar hafna
samningsleit Hitlers
Nýlega fór Hitler fram á það
við Norðurlanda-þjóðirnar, Dani,
Norðmenn og Svía, ásamt Finn-
um, að þær gerðu friðar og vin-
áttusamning við Þjóðverja (non-
agrression pact). í gær svör-
uðu þær málaleitan Hitlers. Er
í svarinu haldið fram, að slíkur
samningur við eina þjóð, komi í
bága við hlutleysisstefnu þá í
hernaðar- eða ófriðarmálum Ev-
rópu, sem þær hefðu ákveðið að
fylgja og samþykt hefði verið á
fundi 24. júní 1938 í Oslo. Samn-
ingstilboði iHtlers er því hafnað.
SÍÐUSTU FRÉTTIR
Símað er í morgun, að Ung-
verjar hafi varað Pólverja við að
gera samning við Rúmeninga;
segja vináttu við Ungverjaland
með því slitið. Þetta kemur ein-
kennilega fyrir eftir yfirlýsingu
Stephen Casky greifa og utan-
ríkismálarðherra Ungverja viku
áður, að hann bæri góðan hug til
Póllands. Að hinu leytinu veit
Pólland, að Hitler keypti vináttu
Ungverja með því að láta þá
hremma austur-hlutann af Sló-
vakíu.
* * *
í gærkveldi er símað, að 2,000
ungir Nazistar frá Þýzkalandi
hafi farið til Danzig, dulklæddir
sem ferðamenn, en með herklæði
og vopn í drjúgum mæli í fari
Kristín Grímsdóttir Vídal
28. nóv. 1855—22. apríl 1939
sínu. Er á það litið sem fyrir
Hitler vaki að taka fríborgina á
hverri stundu.
* * *
Símað er í morgun, að Rússar
séu óánægðir með svör Breta
viðvíkjandi samtökunum sem
verið er að reyna að mynda til
að stöðva Hitler. Samningatil-
raunum er ekki lokið ennþá milli
Breta og Rússa, en hinir síðar-
nefndu virðast taka daufara í
þetta en áður. Bretar færast
stöðugt undan því, að ganga að
tillögum Rússa um að Bretar
Frakkar og Rússar veiti hver
öðrum Jiernaðaraðstoð, ef á eina
þjóðina er ráðist. Ofan á það
sem Rússar voru móðgaðir með
að bjóða þeim ekki að vera með
á Munich-ráðstefnunni s. 1.
haust, skoða þeir það ekki góðs
vita, að Bretar vilji ekki lofa
þeim neinni vernd fyrir að vera
með í samtökunum gegn Þjóð-
verjum.
* * *
Sambandsstjórnin hefir á-
kveðið að minnast afmælis
Breta konungs 20. maí. Verður
dagurinn því víðast haldinn helg-
ur í Canada. í Winnipeg er þó
sögð sú frétt í morgun, að búðir
verði hér opnar þann dag, telja
kaupmenn ofmikið tap, að loka
bæði þann 20. og 24. maí. George
VI, er fæddur 14. des. 1895.
* * *
Hermann Göring marskálkur
lagði af stað til Spánar með
þýzka skipinu Huascaran í
morgun; um erindi hans veit
enginn; ferðin dettur á öllum
að óvöru.
VERKEFNI NÝJU
STJÓRNARINNAR
Á ÍSLANDI
Ríkisstjórn, sem skipuð er
fulltrúum þriggja aðalflokka
þingsins, tekur við völdum í dag.
Fullnaðarsamkomulag um
myndun slíkrar stjórnar, aðal-
verkefni hennar og verkaskift-
ingu hins nýja ráðuneytis, náðist
milli^fulltrúa flokkanna síðdegis
á sunnudagin. Símaði forsætis-
ráðherra þá um kvöldið til kon-
ungs lausnarbeiðni fyrir Skúla
Guðmundsson og skipunarbeiðni
fyrir hina nýju ráðherra. Barst
staðfesting konungs fyrir há-
degi í dag.
Hermann Jónasson forsætis-
ráðherra fer með dómsmál, land-
búnaðarmál, kirkju- og kenslu-
mál.
Eysteinn Jónsison viðskifta-
málaráðherra fer með gjaldeyr-
ismál, verzlunarmál og banka-
mál.
ólafur Thors atvinnumálaráð-
herra fer með sjávarútvegsmál
og samgöngumál.
Jakob Möller fjármálaráðhr.
fer með fjármál ríkisins, yfir-
stjórn ríkiseinkasalanna og iðn-
aðarmál.
Stefán Jóhann Stefánsson fé-
lagsmálaráðherra fer með bæjar-
og sveitarstjórnarmál, heil-
brigðisml og utanríkismál.
Forsætisráðherra t tilkynti
þessar niðurstöður á fundi 1
sameinuðu þingi í dag og gerði
grein fyrir stefnu hinnar nýju
ríkisstjórnar í eftirfarandi ræðu:
Eins og kunnugt er, hafa síð-
an í þingbyrjun farið fram við-
ræður milli Alþýðuflokksins,
Framsóknarflokksins og Sjálf-
stæðisflokksins um að taka upp
samstarf um lausn þeirra við-
fansegna, sem nú eru mest að-
kallandi með þjóðinni.
Árangur þeirra viðræðna hefir
orðið sá, að mynduð hefir verið
1\ /Teð láti Kristínar Grímsdótt-
ur Vídal, tekur að sneiðast
um með hina eldri landnema í
Hnausabygð í Nýja íslandi. Hún
var meðal hinna alþektustu land-
námskvenna þar í bygð, og heim-
ilið eitt hið mesta greiðaheimili
svo að orð var á gert um langt
skeið. Hún var vitur kona og
(ráðholl, fáskiftin í orði, en jafn-
an glöð og umhyggjusöm um
gesti sína og heimafólk. Hún og
maður hennar, um það leyti er
hann lézt, voru búin að búa á
heimilisjörð sinni er lá við þjóð-
veginn, sem næst í 45 ár. Húsið
stóð fram við þjóðveginn. Á
myrkum vetrarkvöldum gladdi
það margan er um veginn fór í
umbrota færð, að sjá ljósið frá
stafnglugganum á húsi þeirra
leggja fram á veginn, og urðu
þeir bæði greiða og gistingar
fegnir, unz aftur dagaði.
Eftir að maður hennar andað-
ist slepti hún af allri bústjórn, er
yngri börn hennar höfðu þegar
tekið við nokkru áður.
Kristín var fædd"á Refsteins-
stöðum í Víðidal, 28. nóv. 1855.
Foreldrar hennar voru þau hjón
Grímur Magnússonar og Anna
Bjarnadóttir er á þeim tíma voru
búendur á Refsteinsstöðum. —
Anna fluttist með dóttur sinni
vestur um haf og andaðist hjá
henni árið 1913.
Systkini Kristínar voru mörg,
og munu nú öll dáin nema ein
systir Ingveldur, ekkja Uluga
Ólafsson er bjó um langt skeið í
Selkirk. Lifir hún nú í hárri
elli og er til heimilis hjá dóttur
sinni er býr í grend við Selkirk.
Einn bróðir, Grímur Grímsson
ríkisstjórn, sem skipuð er full-
trúum þessara þriggja flokka og
hefir stuðning þeirra, svo sem eg
hefi tilkynt hér á háttvirtu Al-
þingi.
Ríkisstjórnin telur, að megin-
viðfangsefni hennar verði fyrst
og fremst:
1. Að efla framleiðslustarf-
semina í landinu.
2. Að.búa þjóðina undir að
geta lifað sem mest af gæðum
landsins, og gera aðrar ráðstaf-
anir þjóðinni til sjálfsbjargar,
ef til ófriðar kemur.
3. Að sameina lýðræðisöflin
í landinu til verndar og eflingar
lýðræðinu.
Frh. á 5. bls.
fluttist vestur með mági sínum
og systur og var jafnan til
heimilis hjá þeim þar til hann
andaðist fyrir mörgum árum síð-
an.
Árið 1877 gekk Kristín að
eiga Sigurð Jónsson bónda á
Kambhóli í Víðidal. Voru þau á
líku aldursskeiði hann tveimur
árum eldri en hún, fæddur 6.
maí 1853. Stóð hann fyrir búi
móður sinnar, Sigríðar Hluga-
dóttur, er þá var löngu orðin
ekkja. Bjuggu þau Kristín og
Sigurður svo um nokkur ár á
Kambhóli en færðu sig þá að
Torfustöðum í Miðfirði og fluttu
þaðan til Vesturheims árið 1887
og settust að fyrst á leigulandi,
er nefnt er Eyrarbakki á meðan
þau voru að koma sér fyrir á
heimilisréttarlandi sínu er þau
nefndu á Fitjum. Eru bæði
þessi lönd norðan við Hnausa.
Eftir að hingað kom tók Sigurð-
ur sér ættarnafnið Vídal eftir
Víðidal í Húnaþingi.
Að heiman fóru þau með 6
börn sín er þá voru á lífi: Sigur-
rósu, nú hjúkrunarkona í heil-
brigðismáladeild Manitoba-fylk-
is; Harald, er druknaði í Winni-
peg-vatni 1908; Sigvalda, bónda
við Hnausa; Rögnvald, verzlun-
armann við Hodgson, Manitoba;
Sigríði og Inga, á öðru og fyrsta
ári, er bæði dóu fyrsta haustið
hér í landi. Þrjú börn eignuðust
þau eftir að vestur kom: Sigríði,
er andaðist 15 ára að aldri 1904;
Steinunni og Gest, er við búinu
tóku nokkrum árum áður en
faðir þeirra andaðist 24. sept.
1933. Hafa þau aldrei að heim-
an farið, en annast um foreldra
sína öll síðari ár.
Kristín heitin var búin að vera
svo að segja rúmföst frá því
snemma í vetur. Smá hnignaði
henni eftir* því sem að vorinu
dró, unz hún andaðist laugar-
daginn 22. apríl. Útför hennar
fór fram frá heimilinu 26. s. m.
og talaði Séra Eyjólfur J. Melan
yfir moldum hennar. Hún var
jarðsett í bygðar grafreitnum
í grend við Kirkjubæ, við hlið
manns síns. Jarðarförin var
f jölmenn og lýsti betur en nokk-
ur orð hverra vinsælda hún og
maður hennar nutu meðal sam-
tíðarmanna sinna. Blessuð veri
minning hennar meðal sveitunga
hennar, ættingja og vina.
R. P.