Heimskringla - 10.05.1939, Blaðsíða 5

Heimskringla - 10.05.1939, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 10. MAÍ 1939 HEIMSKRINGLA 5. SfÐA hlýjum, en mjög erfitt að halda þeim hreinum. Þar að auki end- ast slík hús mjög illa í jafn röku loftslagi eins og er á íslandi. Því hefir verið haldið fram, að hver kynslóð hafi orðið að byggja sín eigin hús og hafa því bygg- ingarnar tiltölulega orðið mjög dýrar. Á þessum tíma voru engar vegabætur gerðar og eng- in skip til flutninga með strönd- um fram. Það var aðeins ein stjórnarbygging til vel gerð og úr varanlegu efni og það var fangahúsið í Reykjavík. Þessu húsi var síðar breytt og þar eru nú aðal skrifstofur stjórnarinn- ar á íslandi. Eftir að verzlunin var að nokkru leyti gefin frjáls batrtaði hagur fólksins að nokkru, þó verzlunin væri að vísu enn aðal- lega í höndum hinna gömlu dönsku verzlunarfélaga. Árið 1854 var verzlunin algerlega gef- in frjáls og íslenzkir kaupmenn tóku að keppa við dönsku kaup- mennina og gekk sumum þeim vel og græddu jafnvel nokkurn auð. Stuttu eftir þetta fór hinn mesti íslenzki stjórnmálamaður, Jón Sigurðsson að vekja þá hugsun hjá bændum, að þeir ættu að hafa samtök um að kaupa og selja og á þann hátt bæta hag sinn. Var þetta hinn fyrsti vísir til samvinnufélags- skaparins, en fyrstu félögin voru hlutafélög og hepnuðust ekki, því kaupmönnum gekk betur og náðu haldi á félögunum. Það var ekki fyr en árið 1882 að hið fyrsta reglulega sam- vinnufélag var stofnað. Það var stofnað af bændum í Þing- eyjarsýslu í þeim tilgangi að fá hærra verð fyrir fé sitt og aðrar búsafurðir á Englandi og kaupa þar aftur nauðsynjar sínar. Fé- lagsskapur þessi náði yfir stórt svæði, en var í mörgum smá- deildum. Hver deild kaus sér mann, til að taka pantanir hjá bændum fyrir þeim vörum sem þeir þurftu og jafnframt loforð um að borga fyrir þær með á- kveðinni tölu af kindum. Aðal stöðvar þessa samvinnufélags voru á Húasvík. Þaðan var sam- ið við heildsölufélög á Englandi um að leggja til þær vörur sem bændur höfðu óskað að fá og skip til að flytja þær til Húsa- víkur. Þegar skipið kom ráku bændurnir fé til Húsavíkur og fluttu þangað einnig aðra bús- afurð til að borga fyrir vörurn- ar og var það alt flutt með sama skipinu til Englands. Ef bóndi kom með meiri vörur heldur en þurfti til að borga fyrir hans pöntun þá gat hann gert annað- hvort, fengið mismuninn í gulli, eða átt hann inni hjá pöntunar- félaginu. Þetta pöntunarfélag gat feng- ið hærra verð fyrir bændavör- urnar og einnig keypt nauðsynj- ar þeirra lægra verði heldur en hægt var að fá hjá kaupmönnun- um. Leiddu þessar viðskifta- bætur til þess, að samskonar pöntunarfélög voru mynduð fljótlega í öllum helstu héruðum landsins. Kaupmenn reyndu að keppa við pöntunarfélögin og hepnaðist sumstaðar að ná aftur þeim viðskiftum sem þeir höfðu mist, sérstaklega vegna þess að viðskiftareglur pöntunarfélag- anna þóttu æði flóknar. Árið 1906 varð snögg breyting á þessum félagsskap. Ungur fs- lendingur, Hallgrímur Kristjáns- son, sem hafði kynt sér sam- vinnu hreyfinguna í Danmörku, varð forstjóri lítils pöntunarfé- lags á Akureyri. í stað þess að taka pantanir hjá bændunum, þá setti hann á stofn sölubúð þar sem bændur gátu fengið það sem þeir þurftu gegn því að leggja inn ákveðna tölu af kindum að haustina. Þeir sem ekki til- heyrðu þessum félagsskap gátu eins og aðrir fengið þar nauð- synjar sínar, en af ágóðanum, sem skift var við hver áramót, fengu þeir vitanlega ekkert. — Skifting gróðans var miðuð við það hve mikið, eða lítið hver hafði keypt. Undir stjórn Hall- gríms Kristjánssonar varð þetta pöntunarfélag, eða kaupfélag eins og það er nú nefnt, hið stærsta í landinu og öll hin fé- lögin tóku fljótlega upp sömu aðferðina. Árið 1902 var Sam- band íslenzkra samvinnufélaga stofnað. Fyrst framan af gerði þessi félagsskapur ekki annað en kenna fólkinu að skilja þýð- ingu samtakanna. Fyrstu árin voru menn sendir víða um landið til að halda fundi með bændum og flytja þar ræður um sam- vinnumál, og 1907 var stofnað samvinnublað sem enn kemur út og er leiðandi málgagn sam- vinnustefnunnar. Smátt og smátt gengufcflest kaupfélögin í Samband íslenzkra samvinnufélaga (S. í. S.). Árið 1915 stofnaði það heildsölu sem nú selur framleiðslu félags- manna og útvegar kaupfélögun- um það sem þau þurfa á að halda. Aðal skrifs'tofa S. f. S. er í Reykjavík, en auka skrifstofu hefir það einnig í Kaupmanna- höfn og Leith. Fyrsti fram- kvæmdarstjóri S. f. S. var Hall- grímur Kristjánsson, sem lagði grundvöllin að verzlunarstefnu þess. Hann dó 1923 og hefir bróðir hans, Sigurður Kristjáns- son, verið framkvæmdarstjóri síðan. Nú tilheyra Sambandinu fjörutíu og sex kaupfélög og er meðlima taíá þeirra 14,000. Þar sem gera má ráð fyrir að fjórir séu í hverri fjölskyldu, þá er hér um bil helmingurinn af allri þjóðinni í ;þessum verzlunar- samtökum. Umsetning S. f. S. nam árið 1937, kr. 25,600,000 og er því langmest verzlun á fslandi. Það ræður yfir öllu útfluttu, frosnu sauðakjöti, sem mest fer til Eng- lands og Norðurlanda, og hér um bil 90 prósent af öllu útfluttu kjöti. Það ræður einnig yfir hér um bil 80 prósent af útfluttri ull og milli 80 og 90 prósent af öllum útfluttum bændaafurðum. Það höndlar líka um 20 prósent af innfluttum vörum og þar á meðal mest af þeim áhöldum sem til jarðræktar eru notuð. Auk þessa rekur S. í. S. ullarverk- smiðju, klæðagerð, sútun og skó- gerð, sápugerð og ýmsan annan iðnað. Samband íslenzkra samvinnu- félaga heldur enn hátt á lofti samvinnu hugmyndinni, eins og það hefir gert frá upphafi. Það gefur út mánaðarritið, “Sam- vinnan”, sem er útbreiddasta blaðið í landinu. Síðan 1917 hef- ir sambandið haldið uppi skóla þar sem piltar og stúlkur í tvö ár læra að skilja samvinnuhug- myndina, auk almennrar fræðslu. Ritstjóri “Samvinnunnar” og skólastjóri Samvinnuskólans er Jónas Jónsson, fyrverandi dóms- málaráðhera og nú formaður Framsóknarflokksins. — Jónas Jónsson hefir kynt sér mjög vandlega alt sem að samvinnu- málum lýtur, ekki aðeins á Norð- urlöndum, heldur einnig á Bret- landi og víðar, og bæði sem kenn-' ari og ritstjóri í mörg ár, hefir hann haft afar mikil áhrif á samvinnumál íslands. Hann hef- ir nú nýlega ferðast víða um Bandaríkin og Canada. Flest öll kaupfélögin hafa að- setur sitt í bæjum og þorpum meðfram ströndum landsins og hefir oftast hepnast að velja sér hentugustu bygginga lóðirnar á hverjum stað. Mörg af þeim hafa sín eigin sláturhús og frystihús, og sum þerra hafa líka mjólkurbú og rjómabú. All- ar vélar og önnur áhöld eru af fullkomnustu gerð og vinnu- brögð öll í bezta lagi og hrein- læti afar mikið. Kaupfélögin hvetja bændur til að vanda vörur sínar sem bezt og flokka vörurn- ar og borga hæsta verð fyrir beztu vörur. Afleiðingin af þessu er sú, að bændur sem áður þótt- ust góðir ef þeir gátu selt kaup- manninum slæma vöru, keppast nú við að vanda vörur sínar sem allra bezt. Á seinni árum hafa sölubúð- irnar verið bættar mjög mikið og mörg af kaupfélögunum hafa nú fallegar og hentugar búðir og fólk til að afhenda sem er kur- teist og kann vel sitt verk. Utan Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga eru ýms önnur sam- vinnufélög. Má þar sérstaklega nefna Samvinnufélög Fiski- manna. í ýsmum bæjum eru sjómennirnir sjálfir meðeigend- ur bátanna sem þeir vinna á. Enn sem komið er, hefir þetta ekki hepnast sem bezt, sem kem- ur til af því, að sjávarútvegur hefir yfirleitt gengið illa síðustu árin, en í nálægri framtíð má gera sér vonir um miklar umbæt- ur á því sviði. í Reykjavík og ýmsum fleiri bæjum, hafa á seinni árum verið mynduð samvinnufélög sem bygt hafa heimili af ýmsu tæi fyrir meðlimi sína. Er því þannig fyrir komið að rentur og afborg- anir verða lægri heldur en húsa- leiga fyrir samskonar íbúðdr. Sérstaklega eftirtektaverð eru þó verkamanna marghýsin í Reykjavík. Þar hafa verka- mennirnir þægilegar nýtízku í- búðir, borga lága leigu, en eign- ast með tíð og tíma sínar eigin íbúðir. Þroskun samvinnuhreyfingar- innar á íslandi er tákn þeirra miklu framfara sem orðið hafa í landinu yfirleitt. Fólkstalan er nú 120,000 og vex sem svarar 1.5 prósent árlega. Meir en helmingur fólksins á nú heimilis- fang í bæjunum. Höfuðstaður landsins, Reykjavík, sem nú er orðinn framfaramikill nýtízku bær, telur 35,000 íbúa. Nýjar jarðyrkjuvélar og bættar að- ferðir eru þess váldandi að sveitafólkið lifir nú miklu betra lífi heldur en áður. Fiskimenn- irnir stunda nú sína atvinnu á sjónum með togurum og mótor- mátum og stórum bættum veið- arfærum. Það eru fiskiveiðarn- ar sem hafa gerbreytt efnahag þjóðarinnar og þær eru líka þess valdandi hve fljótt bæirnir hafa vaxið. Á síðari árum hefir líka iðnaður af ýmsu tæi til heima- notkunar, átt sinn þátt í vexti bæjanna. Gömlu torfbæirnir hafa horfið og ný hús komið í þeirra stað úr steinsteypu eða timbri, sem hafa flest þægindi svo sem miðstöðv- arhitun og rafljós. Fossarnir á íslandi geta framleitt meiri raf- orku en tölum verði talin, og á mörgum stöðum er hveravatnið notað til að hita húsin. Það er einnig notað til að hita blóma- hús og garða, þar sem margs- konar garðmatur er rætkaður. Svo mikið er til af þessu heita vatni á íslandi, að það stendur nú til að öll Reykjavík verði, áður en langt líður, hituð með því. ísland hefir eignast sinn eigin skipaflota svo mest af þeim vör- um sem fluttar eru frá landinu og til þess, eru fluttar á íslenzk- um skipum. Skip Eimskipafé- lagsins sigla nú reglulega til Norðurlanda, Bretlands og Þýzkalands og félagið vonar að geta, áður en langt líður, komið á_ fót reglulegum siglingum til Ameríku. Samgöngur innan- lands hafa líka batnað mjög mik- ið. Strandferðaskip, sem ríkið á, koma nú á allar hafnir um- hverfis landið og bílar fara nú um hina nýju akvegi og tengja saman hinar dreifðu bygðir. — Bættar póstgöngur, símakerfi og útvarp, er þess valdandi, að segja má að hinir afskektustu sveitabæir séu nú í daglegu sam- bandi við útheiminn. Auk hins bætta ytri hags, hef- ir nú andleg vakning einnig náð sér þar niðri. Nú fyrst hafa ís- lendingar verið að færast úr sínu miðalda ástandi til nútíma menningar og síðustu tuttugu árin hafa þær breytingar verið mjög hraðfara. í þessum breyt- ingum til framfara, hefir sam- vinnufélagsskapurinn átt afar mikinn þátt og er nú orðinn svo ríkisstjórnin nota atvinnubóta- féð til þess að draga úr at- vinnuleysinu og einnig, eftir því sem við verður komið, verja því til þess að auka hinar eldri at- vinnugreinar, og koma á fót sterkur þáttur í hagsmunalífi og nýrri, arðgæfri framleiðslustarf- mentalífi þjóðarinnar, að hann semi, þannig, að atvinnubótaféð hlýtur að hafa mikil áhrif á þá þroskun sem framundan er. (Þýtt úr The American Scandi- navian Review, marz 1939). F. J. ■ I Það mun margur hafa litið a það sem rothögg á bannflokkinn (the Prohibition Party) í Banda- ríkjunum, er vínbannið var af- hjálpi til að útrýma þörfinni fyr- ir áframhaldandi framlög. Ríkisstjórnin mun og stuðla að því eftir fremsta megni, að þau fiskiskip og bátar, sem til eru í landinu og nothæf eru, verði rek- in til útgerðar og framleiðslan einnig aukin á þann hátt. Ennfremur vill ríkisstjórnin vinna að aukningu og endurnýj- un fiskiflotans með því að veita numið. En flokkurinn taldi sig ekki fyrir, það allri heill rúinn.1 til þess fé á svipaðan hátt og Forsetaefni hans hlaut 81,869 ;verið hefir undanfarin tvö ár, atkvæði í kosningunum 1932. Sú tala lækkaði að vísu 4 árum síðar í 37,609, en foringi flokks- ins lét það ekki heldur á sig fá og' segir flokkinn eins öflugan og nokkru sinni fyr og líklegan til sigurs nái hann í nógu þjóðkunn- an mann til þess að vera í valí sem forsetaefni sitt. Á 70 ára afmæli flokksins nýlega í Boston, var lagt til að fá J. Edgar Hoov- er, yfirmann Bandaríkjalögregl- unnar (Federal Bureau of in- vestigation) til að sækja undir merkjum flokksins um forseta- stöðuna 1940. Hann var á móti afnámi vínbannsins vegna þess, að hann kvað sannað, að glæpir færu í vöxt með aukinni vínsöiu og áfengisnautn. Bannflokkur- inn hefir haft forseta-efni í kjöri við hverjar kosningar síðan hann var stofnaður 1869. Árið 1916 hlaut flokkurinn 221,000 atkvæði og nokkru sinnum áður meira en það. YERKEFNI NÝJU STJóRNARINNAR Á ÍSLANDI eftir því sem fjárhagur leyfir. Þótt hér séu talin nokkur at- riði viðvíkjandi útgerðinm, vegna þess, hve mjög þau mál hafa verið rædd síðustu mánuð- ina, og þörf aðgerða aðkallandi, er það að sjálfsögðu megin- stefnu atriði stjórnarinnar svo sem að framan segir, að styðja og efla framleiðslustarfsemina yfirleitt,, ekki sízt landbúnaðinn nauðsynlegan iðnað og ennfrem- ur rannsókn og meiri nýtni á auðlindum landsins, sem þegar er hafinn nokkur undirbúningur að. — ií því sámbandi mun stjórnin m. a. leggja sérstaka á- herzlu á stóraukna framleiðslu ýmissa landbúnaðarvara til notk- Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO.t LTD. Blrgdlr: Henry Ave. Eaat Sími 95 551—95 552 Skrlfstofa: Honry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA Framsóknarflokkurinn leggur fyrir sitt leyti áherzlu á, að um framkvæmd fjárlaga sé náið samstarf af ráðuneytinu og enn- fremur framkvæmd í samgöngu- og sjávarútvegsmálum. — En þó ber að minni hyggju að leggja megináherzlu á það, að samstarfið í ríkisstjórninni sé yfirleitt sem bezt og gagnkvæm- ast. Flokkar þeir, sem megin- hluti allrar þjóðarinnar stendur að, og sem áður hafa deilt hart í þremur andstæðum fylkingum, hafa nú tekið upp samstarf. Það hefir tekið lnagan tíma, m. a. mikið af störfum þingsins, að eyða tortryggni og laða saman hin mismunand sjónarmið flokk- anna. Allur þorri landsmanna mun skilja, hve stórt verk hefir hér verið unnið, og þeir munu ekki sjá eftir þeim fjármunum og tíma, sem til þess hefir verið varið, — ef þetta samstarf get- ur tekist. Það sem tvímælalaust hofir unar innanlands, svo sem garð-j^t sterkastan þátt í því að þoka Frh. frá 1. bls. 4. Að sameina þjóðina um þann undirbúning, 'sem gera þarf í sambandi við framtíðará- kvarðanir í sjálfstæðismálinu. Samkvæmt þessari megin- stefnu mun ríkisstjórnin starfa, og marka aðgerðir sínar sam- kvæmt henni, en með tilliti til þeirra úrlausnarefna, sem næst liggja fyrir, tekur ríkisstjórnin! þetta fram: Skráningu íslenzku krónunnar j hefir nú nýlega verið breytt og með því gert mikið átak til hags bóta fyrir framleiðendur. Ríkisstjórninni er ljóst, að þrátt fyrir þá breytingu, sem gerð hefir verið á skráningu kr,- unnar, er ekki fært að afnema innflutningshöftin, en hún er einhuga um það, að stefna að því, að innflutningshöftunum verði af létt jafnóðum og fjár- hagur þjóðarmnar og viðskifta- ástandið leyfir. Ennfremur tel- ur ríkisstjórnin rétt, að veita nú þegar frjálsan innflutning á nokkrum nauðsynjavörum, og verður gefin út um það opinber auglýsing jafnóðum og þær ráðstafanir koma til fram- kvæmda. Ríkisstjórnin telur mikla nauðsyn á því í sambandi við gengisbreytinguna, að* gera ráð- stafanir til þess að vinna gegn aukinni dýrtíð, m. a. með því að j frmakvæma verðlagseftirlit og þau ákvæði, sem leidd hafa verið í lög um húsaleigu. Ennfremur mun rjkisstjórnin vinna eftir megni að sparnaði og lækkun útgjalda, bæði hjá rík- inu og bæjarfélögum. í því sambandi tekur ríkis- stjórnin þó fram, að hún telur, að ekki beri að draga úr verk- legum framkvæmdum hins opin- bera eða framlögum til atvinnu- bófa eins og atvinnuástandið er nú í landinu. En hún mun stefna að því til hins ítrasta, að fram- leiðslustarfsemi landsmanna færist svo í aukana, að hún geti fullnægt atvinnuþörfinni. Með- an þess gerist þörf, að leggja fram fé til atvinnubóta, mun ávaxta, grænmetis o. fl. Og ennfremur verður áherzla á það lögð að auka verulega notkun landbúnaðarafurð innanlands. Að sjálfsögðu er þessi ýfirlýs- ing enganveginn tæmandi starfs- skrá, heldur, eins og fyrr segir, megindrættir og nokkur höfuð- mál, er næst liggja fyrir. — Rík- bess isstjórnin hefir þegar rætt um j hfað ýmsar framkvæmdir, er síðar verða ræddar opinberlega. Ráðherrar Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins munu í stuttum ræðum gefa yfirlýsing- ar um viðhorf sinna flokka, m. a. um samstarf í ríkisstjórninni. mönnum saman til samstarfs, er hið erfiða ástand íslenzks at- vinnulífs, fyrst og fremst fram- leiðsluftnar, og þá einkum við sjávarsíðuna, — og þar af leið- andi fjárhagserfiðleikar þjóðar- innar allrar. — Við vitum allir, að framleikslan er undirstaða að vð íslendingar getum og starfað sem sjálfstæð menningarþjóð. Við finnum það einnig, hvar í flokki sem við stöndum, að vegna þeirra erfið- leika, sem nú steðja að íslenzkri framleiðslu, og um leið þjóðinni sem heild, vegna fjárpestar og Frh. á 8. bls. VERÐ N0TAÐRA BÍLA LÆKKAR HÉR ERU NOKKUR SÝNISHORN AF KJÖRKAUPUM Á BILUM FRÁ $50 TIL $375 ’27 Nash Sedan .....................$ 50 ’29 Marnion Coupe.................... 50 ’29 Whippet Sedan.................... 75 ’29 Essex Coach ..................... 95 ’29 Durant Sedan..................... 99 ’30 Chevrolet Sedan................. 135 ’29 Pontiac Sedan................... 150 ’28 Buick Sedan .................... 175 ’29 Nash Sedan...................... 195 ’30 Chevrolet Sedan................. 225 ’30 Graham Sedan ................... 260 ’30 Nash Sedan...................... 275 ’31 Chrysler Sedan................ 295 ’31 McL.-Buick Sedan ............... 325 ’32 Chevrolet Coupe................. 330 ’32 Nash Sedan...................... 375 ENNFREMUR MÖRG ÖNNUR UNDURSAM- LEG KJÖRKAUP Á VERÐl FRÁ $395 TIL $795 HEIMSÆKIÐ 0SS í DAG! 212 Main St. South Sítni 93 225 712 Portage Ave. Sími 37121 OPIÐ ÖLL KVÖLD Leonard & McLaughlins Motors Limited Elzta bílastofnun í Winnipeg Selja: NASH og LAFAYETTE BÍLA

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.