Heimskringla - 10.05.1939, Blaðsíða 8

Heimskringla - 10.05.1939, Blaðsíða 8
8. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 10. MAf 1939 FJÆR OG NÆR Mæðradagsguðsþjónustur Haldið verður upp á mæðra- daginn við báðar guðsþjónust- urnar í Sambandskifkjunni í Winnipeg n. k. sunnudag, við ensku guðsþjónustuna kl. 11 f. h. og við íslenzku messuna kl’. 7. Goodtemplara félagið hefir ráð- gert að sækja kvöldguðsþjónust- una, og er vonast eftir að sem flestir utanfélagsmenn komi einnig í kirkju við það tækifæri. * * * Messað verður í Sambands- kirkjunni í Árnesi s.d. 14. maí kl. 2 e. h. * * * Séra Guðm. Árnason messar á Lundar sunnudaginn þann 14. þ. m. Ársfundur safnaðarins eftir messu. Þann 21. þ. m. messar séra Guðm. á Langruth. * í}í * Vatnabygðir sd. 14. maí ( mæðr adaCgur inn) Kl. 11 f. h.: Sunnudagaskóli í Wynyard. Kl. 11 f. h.: Messa í Leslie, (fsl.) M. S. T. Kl. 2 e. h.: Ensk messa í Wyn- yard. Kl. 4 e. h.: Ensk messa í Grandy. Jakob Jónsson * :(! * Inn á skrifstofu Heimskringlu leit s. 1. fimtudag Gísli bóndi Ólafsson frá Lundar, Man. Kom hann til bæjarins til að sjá leik- inn “Stapann”, sem sýndur hef- ir verið 1 þrjú kvöld í samkomu- sal Sambandskirkju. Með hon- um komu barnabörn hans þrjú, Haraldur, Eiríkur og ólöf Halls- son. Mr. Ólafsson fylgist vel með fréttum af ættjörðinni eins og fleiri iandar vestra. Hingað kom hann fyrir 50 árum frá Bót í Hróarstungu, átti 50 ára gift- ingarafmæli síðast liðið sumar, er 75 ára að aldri, en lítur út sem væri 20 árum yngri. * * * 9 Stúkan Hekla heldur fund n.k. fimtudagskvöld. Carnival Tea Yngri kvenna deild Sambands- safnaðar er. að efna til “Carnival Tea” sem fer fram laugardaginn 13. þ. m. í samkomusal Sam- bandskirkju á Banning St. Fjöl- breytt •skemtiskrá fer þar fram auk annars, þar á meðal Fashion Parade sem sýnt verður bæði eftir hádegi og að kvöldi til, og double quartette úr karlakórn- um sem syngur um kvöldið. Á meðan á skemtuninni stendur verða margir ágætir drættir til boðs í “Fish Pond” og seinna um kvöldið verður dregið um “Steel Bridge Set” borð og stóla, sein happadrættismiðlar hafa iverið seldir á undanfarnar vikur. Eru allir beðnir að minnast þessarar skémtunar og fjölmenna. * * * Grein um leikinn “Stapann” birtist í næsta blaði Hkr. * * * Þann 3. maí voru gefin í hjónaband Lillian Jóhannsson, Lundar, Man., og Hafsteinn Bjarnason frá Winnipeg að heimili foreldra brúðurinnar í grend við Lundar. Foreldrar brúðurinnar eru Jón Jóhannsson og Helga kona hans en brúðgum- inn er sonur Jakobs Bjarnasonar í Winnipeg og Vilborgar konu hans. Séra Guðm. Árnason gifti. Fjöldi ættingja og vina brúðurinnar var viðstatt gift- inguna. * * * Föstudaginn 12. maí kl. 6 e. h. hefir Kvenfél. Sambandssafnað- ar í Árborg ákveðið að hafa skemtisamkomu og al-íslenzka máltíð, s. s. hangiket, rúllupylsa, kæfa, súr svið, harðfisk, reykt- an lax, íslenzk kryddsíld, skyr og rjómi og margt fleira af þ. h. Meðal þeirra sem skemta verða G. J. Guttormsson skáld með er- indi um íslandsferð. Þá verður stúlku söngflokkur undir stjórn Miss S. M. Bjarnason, ennfrem- ur Lilja og Jóhannes Pálsson, samspil. — Komið allir og hafið skemtilegt kveld. Aðgöngumiðar: 50c fyrir full- orðna, 25c fyrir börn. STAPINN Leikrit í 4 þáttum eftir Jakob Jónsson frá Hrauni verður sýndur í GIMLI PARISH HALL, FÖSTUDAGINN 19. MAf, kl. 8.45 að kveldi Baksýn, III. þáttur “Stapasveit” á Islandi Fyrir beiðni margra er sáu leikinn í Winnipeg og annara sem ekki höfðu tækifæri að sjá hann þar, verður hann endurtekinn eitt kvöld MÁNUDAGINN, 22. MAf kl. 8 e. h. í Samkomusal Sambandssafnaðar Verður það síðasta tækifæri að sjá leikinn á þessum slóðum Leikstjóri er Árni Sigurðsson Baksýn, II. þáttur W. J. Líndal, K.C., kom fyrir helgina heim úr ferð sinni til Ottawa, en hann fór þangað fyr- ir þrem vikum til að leysa af hendi lögfræðisstörf í sambandi við breytingar á lögum um hveiti eða kornsölu. Á leiðinni heim nam hann staðar í Toronto og flutti þar fyrirlestur um “The Nordic” í Empire klúbbnum. — Benti hann á að einu þjóðirnar sem lýðræðishugsjóninni ynnu, væru norrænar þjóðir eða þjóðir með norrænt blóð í rífum mæli í æðum. Væri þar fyrst að telja Norðurlandaþjóðirnar og íslend- inga, þá Breta og Bandaríkja- menn. Þjóðverja taldi hann of suðræna til að teljast þar með; og Hitler kæmi ekki til mála. Þegar menri gættu að hvernig nú stæði á í heiminum, blasti sönn- unin við augum fyrir þessu. fs- lendingar með þúsund ára gam- alt alþingi, væru ef til vill óræk- asta sönnunin, sem á væri hægt að benda, um að norrænum þjóð- um væri lýðræðishugsjónin í blóð borin. Var að máli hans gerður mikill rómur og föluðu mörg blöð ræðuna til birtingar. ís- lendingar voru lofi ausnir í eyru Mr. Líndals og voru ritstjóri “Globe and Mail” og Mr. Church þar engir eftirbátar og töldu íslendinga nú með beztu borg- urum; sögðu það verið hafa mis- skilið er þeir sögðu í sambandi við frumvarp Mr. Thorsons á þingi, af blöðum að vestan að dæma. Mr. Líndal virðist því þarna hafa nokkuð að gert í þágu landa sinna og á af þeim þakkir fyrir það skilið. * * * Óli Jónasson frá Árnesi, Man., kom til bæjarins s. 1. þriðjudag. Hann er á leið vestur til Van- couver Island til að sjá sig um. * * * Karlakór íslendinga syngur á Mountain, laugardagskvöldið 20. maí. Lögin sem sungin verða, eru hin sömu og á samkomunni í Auditorium; auk þess verður ýmislegt fleira á skemtiskránni á milli söngsins. Nánar auglýst síðar. * * * / í bréfi sem Heimskringla með- tók s. 1. föstudag frá Mr. Sof- foníasi Thorkelssyni segir: “Nú er eg á leiðinni suður með strönd Ameríku áleiðis til Panama. Býst við að lenda í New York 9. maí og dvelja þar til hins 15. Líð- anin er hinn allra ákjósanleg- asta! Eg hefi skemt mér og hvílst ágætlega vel. Eg bið að heilsa Winnipeg---------” * * * DVÖL—I. hefti, 7. árg., er ný- komið út. Árgangur þessa á- gæta tímarits kostar nú aðeins $1.50. Útsölumaður Dvalar í Vestur heimi er: Magnús Peterson 313 Horace St., Norwood, Man. * * * Mánudaginn *3. maí voru þau Markús Markússon frá Hnausa, Man., og Mary Materuk frá Shorncliff, Man., gefin saman í hjónaband af séra Rúnólfi Mar- teinssyni, að 493 Lipton St. — Heimili þeirra verður að Hnausa. * * * Þann 5. þ. m. voru gefin sam- an í hjónaband af séra S. S. Ohristopherson þau Jón Ander- son og Annie Schnider, Heimili þeirra hjóna verður í Þingvalla- bygð í grend við Bredenbury. SARGENT TAXI SIMI 34 555 or 34 557 7241/jj Sargent Ave. Guðsþjónusta í kirkju Lög- bergs safnaðar kd. 14. þ. m. kl. 2 e. h. í kirkju Konkordía safn. þ. 21. og safnaðarfundur að lok- The „Young Icelanders will hold their next meeting at the home of Harold Johnson, 1023 Ingersoll St., Sunday evening, May 14, commencing at 8.30. Prof. Skúli Johnson will be the guest speaker. * * * Jón Bjarnason Academy Ladies’ Guild are planning to have their annual lilac tea on the 19th of May in the school, afternoon and evening. * * * Kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar hefir sinn árlega vor bazaar þann 17 þ. m. í kirkj- unni. * * * íslenzk guðsþjónusta verður haldin í dönsku kirkjunni á Burn stræti og nítjándu götu í Vancouver sunnudaginn 14. maí, kl. 1.30 e. h. Tækifæri verður til altarisgöngu fyrir þá er óska. Þeir, er sjá þessa auglýsingu, eru beðnir að útbreiða messu- boðin. K. K. Ólafson * * * Prestakall Norður-Nýja-fslands Áætlaðar messur um 3. fyrstu sunnudaga maí-mánaðar: 14. maí: Árborg, kl. 11 árd. 14. maí: Geysiskirkju kl. 2 síðd. Safnaðarf. eftir messu. 21. maí: Framnes Hall, kl. 11 árd. 21. maí: Riverton kl. 2 síðd. 21. maí: Breiðuviíkurkirkju, kl. 8 síðd. S. Ólafsson * H: * Jóns Sigurðssonar félagið I.O. D.E., hefir beðið “Heimskr.” að minna fólk á, sem ekki hefir enn eignast bókina “Minningarrit íslenzkra hermanna”, sem félag- ið gaf út fyrir mörgum árum síðan, að enn gefist því kostur á að eignast bókina, því fáein ein- tök eru enn eftir óseld hjá for- 'feeta félagsins, Mrs. J. B. Skapta- son, 378 Maryland St., Winni- peg. Bókin kostaði upphaflega $10.00 í góðu bandi, en er nú færð niður í þriðjung þess verðs, auk burðargjalds. Pant- anir ætti að gera sem fyrst, því ólíklega endist upplagið lengi úr þessu. * * * Deild yngri kvenna í Sam- bandssöfnuði í Winnipeg, sem staðið hafa fyrir Saturday Night Club skemtununum, efnir til Carnival Tea laugardaginn 13. maí, eftir hádegi og ,að kvöldi.' * * * Karlakór íslendinga í Winni- peg, syngur á Mountain laugar- daginn 20. maí. Samkoman er undir umsjón Karlakórs íslend- inga á Mountain. Nánar aug- lýst síðar. * * * Til leigu Stórt og bjart hliðarherbergi með balkoní, án húsgagna. Sími 35 909. 591 Sherburn St. ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ISLENDINGA Forseti: Rögnv. Pétursson 45 Home St. Winnipeg, Man. Allir íslendingar í Ameríku ættu að heyra til Þjóðræknisfélaginu Ársgjald (þar með fylgir Tímarit félagsins ókeypis) $1.00, sendist fjármálarit- ara Guðm. Levy, 251 Furby St., Winnipeg, Man. ISLANDS-FRÉTTIR Maður drukknar Á páskadag vildi til það slys, að lunglingsmaður, Bjarní M. Jónsson frá Flögu í Skaftár- tungu drukknaði í Kúðafljóti. Var hann í póstferð suður í Álftaver og austur í Meðalland, er slysið bar að. Fór hann frá Leiðvelli í Meðallandi á leið upp í Skaftártungu síðdegis á páska- dag. Á mándagsmorgun sáust hestar Bjarna frá Hrífunesi í Skaftártungu og var þá hafin leit að honum. Hafði hans eigi fyrr verið saknað, þar eð ekki hafði verið ráð fyrir gert að hann kæm heim fyrr en á mánu- dag. Fanst líkið við Kúðafljót, vestan við Leiðvelli. Fljótið var vatnslítið þessa daga. Bjarni var rösklega tvítugur að aldri, ættaður úr Reykjavík, en hefir lengi dvalið að Flögu. —Tíminn, 13. apríl * Kveðjusamsæti Tíminn hafði fregnir af því í gær, að vopnfirðingar hefðu á sunnudagskvöldið haldið Gunn- ari Gunnarssyni hreppstjóra á Ljótsstöðum og Guðrúnu dóttur hans kveðjusamsæti í samkomu- húsinu í Vopnafirði, en Gunnar er á förum að Skriðuklaustri á Fljótsdalshéraði, þar sem Gunn- ar skáld, sonur hans, sezt að á komandi vori. Sátu hófið um 150 manns. Var Gunnari gefinn vandaður göngustafur, útskor- inn. Gunnar eldri flytur ein- hvern næstu daga að Skriðu- klaustri, en Gunnar skáld kemur sennilega heim í maímánuði. —Tíminn, 18. apríl. MESSUR og FUNDIR i kirkju SambandssafnaOar I Messur: — á hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. Safnaðarnefndin: Funair 1. föstu- deg hvers mánaðar. Hjálparnefndin: — Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. KvenfélagiO: Fundir annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngæfingar: Islenzki söng- flokkurinn á hverju fimtu- dagskvöldi. Enski söngflokkurinn & hverju föstudagskvöldi. Sunnudagaskólinn: — Á hverjum sunnudegi, kl. 12.15 e. h. KAUPIÐ HEIMSKRINGLU LESIÐ HEIMSKRINGLU BORGIÐ HEIMSKRINGLU VERKEFNI NÝJU STJÓRNAR INNAR Á fSLANDI Frh. frá 5. bls. langvarandi aflabrest, verðlækk- unar og markaðshruns, er þess brýn þörf, að þjóðin standi sam- an sem heild — og keppi sem heild að sameiginlegu marlki. Þegar og stöðugt syrtir að í al- þjóðamálum og stríðshættan virðist vaxa ört með hverjum degi, vænti eg þess af hverjum góðum fslendingi, að hann skilji það sjónarmið, að það sé nauð- syn, að þjóðin mæti þeim erfið- leikum, sem ófriður myndi valda, sem heild en ekki í hörðum deil- um hver við annan. Af þessum ástæðum göngum við til samstarfs, því þótt við séum allir hinir sömu flokks- menn og við höfum verið, erum við þó fyrst og fremst íslending- ar, sem höfum þær skyldur, að horfa yfir flokkssjónarmiðin þegar, og að svo miklu leyti, sem við.erum sannfærðir um, að líf þjóðarinnar og heill krefst þess. Að þetta sjónarmið verði ríkj- andi í samstarfinu, bæði í ríkis- stjórninni og hjá þjóðinni, tel eg vera grundvöll þess, að sam- starfið megi takast. Ef félagsheildir, stéttir eða einstaklingar, sem standa að baki ráðherrum í ríkisstjórninni, sýna ásælni í því að fá dreginn sinn taum eitt fet framar því, sem réttlátt er, samanborið við aðra, og framar því sem alþjóð- arheill leyfir, og látið verður undan þeirri ásælni, þá mun samstarfið, 'að mínu áliti sem forsætisráðherra, mistakast. Til samstarfsins er stofnað til þess að stjórnin geti haft nægi- legan styrkleika og öryggi til þess að framkvæma hvert mál eingöngu frá sjónarmiði almenns réttlætis^jg alþjóðarheilla, — en án tillits til krafna frá félags- heildum, stéttum eða einstakl- ingum, framar því sem þetta sjónarmið markar. — Ef þessarí reglu verður fylgt í samstarfinu, þá hygg eg að það verði þjóðinni til blessunar, — og eg vil vona að svo verði. —Tíminn, 18. apríl 1939. ROSE THEATRE ---Sargent at Arlington- xms THURS. FRI. & SAT. Wayne Claire Morris Trevor All in Natural Colors “VALLEY OF THE GIANTS” also' The Dionne Quintuplets in “FIVE OF A KIND” Cartoon Thurs. Night is GIFT NIGHT Fri Nite and Sat. Matinee Ch. 10 ‘Hawk of the VVildemess' ínm messu. Á hvítasunnudaginn guðsþjón- usta, ferming og altarisganga. S. S. C. Bréf Stephans G. Stephanssonar, fyrsta bindi, er nú komið vest- ur. Er bókin til sölu hjá Mag- núsi Peterssyni bóksala, 313 Horace St., Norwood, Man., og hjá dr. R. Péturssyni á skrif- stofu Heimskringlu. Verðið er $1.75. Ágætari og verðmætari bók er ekki hægt að hugsa sér, en þessa. Skrifið sem fyrst eft- ir henni. FOR MOTHER’S DAY NOTHING IS MORE APPROPRIATE THAN A BOX OF THE FAMOUS Laura Secord Cartdies (Canada’s Finest) And for Sunday Dinner Don’t forget . . . HARMAN’S FRESH HOME MADE ICE CREAM The Best in the City Harman's Drus Store Sargent Pharmacy Portage at Sherbrook Sargent at Toronto Phone 34 561 Phone 23 455 ROLLER SKATE WINNIPEG ROLLER RINK Langside and Portage Special Rates to Parties 30 838 Winnipeg River Timber Co. Ltd. Seven Sisters, Manitoba hafa á hendi mikið upplag af þurrum byggingarvið af öllum tegundum, til sölu á sanngjörnu verði. Upplýsingar, príslistar, prufur af efni að— 720 Mclntyre Block, Winnipeg, Sími 96 233 Páll Sigurdson, eigandi

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.