Heimskringla - 17.05.1939, Side 1

Heimskringla - 17.05.1939, Side 1
liWktiHiM Country Club Beer A Phone 96 361 LIII. ÁRGANGUR SÆMDUR Guðmundur Grímson dómari Miðvikudaginn 4. maí s. 1. gerði ríkisháskólinn í Norður Dakota hinn velmetna landa vorn, Guðmund héraðsdómara Grímson, í Rugby, N. Dakota, heiðursdoktor í lögum (LL.D.). Var sú athöfn meginþáttur í veglegum hátíðahöldum á Við- urkenningardegi (Recognition Day) háskólans. sem helgaður er j árlega þeim nemendum, sem fram úr skara í námi sínu. Fór sérstaklega vel á því, að Guð- mundur dómari var heiðraður við það tækifæri, því að hann var framúrskarandi námsmaður á skólaárum sínum. Hann flutti aðalræðuna þennan eftirminni- lega dag, og var það einkar at- hyglisverð og tímabær hvatning til æskulýðsins. Var fjölmenni viðstatt hátíðarhöldin, bæði af kennurum, nemendum og að- komufólki. Dr. ólaf H. Thor- modsgard, forseti lagaskólans, útnefndi Grímson dómaha til doktorsnafnbótarinnar, en dr. John C. West, forseti ríkishá- skólans, er forseti skipaði, lýsti doktorskjöri. Grímson dómari er svo kunnur fslendingum vestan hafs, að eng- in þörf gerist, að segja þeim deili á honum; hann hefir verið og er á margan hátt virkur þátt- takandi í mörgum málum þeirra. Þó þykir mér vel fara á því, að taka hér upp æfiágrip hans, er lesið var upp í heyranda hljóði, ,þegar hann var kjörinn heiðurs- doktor í lögum við Háskóla ís- lands 1930, og prentað er í Árbók Háskólans fyrir það ár: “Guðmundur Grímson dómari er fæddur 20. nóvember 1878 að Kópareykjum í Reykholtsdal í Borgarfjarðarsýslu. í júlímán- uði 1882 fóru foreldrar hans, Steingrímur Grímsson og Guð- rún Jónsdóttir, með hann til Vesturheims. Settust þau að í North Dakota og námu þar land og ólst Guðmundur þar upp. Sextán ára gamall varð hann kennari við barnaskóla og hélt því starfi áfram, þar til hann haustið 1898 innritaðist í ríkis- háskólann í North Dakota. Varð hann B. A. við þann háskóla 1904 og M. A. vorið 1905. Á árunum 1905—1906 stundaði hann nám við Chicago-háskóla, en varð LL.B. við ríkisháskólann í North Dakota 1906. Gerðist hann síðan málaflutningsmaður og jafnframt um nokkurra ára skeið ritstjóri vikublaðs, Munich Herald, sem gefið var út í bæ þeim, er hann hafði aðsetur í. .Árið 1910 var hann kosinn sak- sóknari ríkisins, State Attorney, fyrir Cavalier County og var hann síðan endurkosinn í þá stöðu hvað eftir annað og gegndi henni óslitið til ársins 1925. Á þeim árum gerðust atburðir, sem urðu til þess, að nafn Guðmund- ar Grímsonar varð svo að segja á hvers manns vörum um öll Bandaríkin. Það var hið svo- nefnda Tabert-mál. Unglings- piltur norðan úr North Dakota, Tabert að nafni, hafði verið dærhdur fyrir smáyfirsjón suður í Florida, og því næst leigður til vinnu í sögunarmylnu, ásamt fleiri föngum. Sætti hann svo illri meðferð, að hann beið bana af. Guðmundur Grímson gekst fyrir því, að mál þetta væri tekið upp. Fór hann sjálfur suður til Florida og aflaði þar sönnunar- gagna. Þegar yfirvöldin í Flor- ida tregðuðust við að láta rann- saka málið, kom hann því til leið- ar, að þingið í North Dakota samþykti áskorun til stjórnar- valdanna í Florida um að láta rannsaka það. Hafði slíkt aldrei gerst fyr í Bandaríkjunum, að ríki léti þannig innanríkismál annars ríkis til sín taka. Varð málið því að æsingarmáli, og var það bæði sótt og varið af hinu mesta kappi. Urðu þær lyktir máls þess að lokum, að á- byrgð varð komið fram á hendur hinum seku og rækileg gangskör gerð að því að koma í veg fyrir að slík meðferð á föngum ætti sér framvegis stað. Hlaut Guð- mundur Grímson hina mestu virðingu af máli þessu, fyrir ó- sérplægni sína, dugnað og kjark. Árið 1926 var Guðmundur kos- inn héraðsdómari með mjög miklum meiri hluta atkvæða. — Gegnir hann þeirri stöðu enn og nýtur óvenjulega mikils trausts og vinsælda sakir mannkosta sinna og hæfileika.” Allir, sem þekkja til Guð- mundar dómara og embættis- færslu hans, munu fúslega taka undir framanskráð ummæli. — Hinir mörgu vinir hans fagna yfir þeirri nýju sæmd, sem hon- um hefir í skaut fallið af hálfu háskóla síns. Sest hann, hvað það snertir, á bekk með þeim Vilhjálmi Stefánsson landkönn- uði og Sveinbirni Johnson pró- fessor, er ríkisháskólinn í Norð- ur Dakota hefir áður heiðrað á sama hátt. Munu flestir mæla, að sá bekkur sé vel setinn, er þeir þremenningar skipa. Richard Beck Konungur og drotning Bretlands komin til Canada f morgun um kl. 8.30 stigu George VI. konungur Bretlands og Elizabeth drotning á land í Canada. Það var borgin Quebec, sem heiðurinn hafði af að vera fyrst að taka á móti konungs- hjónunum og bjóða þau velkom- in. Sjóferðin hefir gengið hægt og bítandi. Síðan skipið Empress of Australia lagði af stað frá Englandi, eru nú 10 dagar. Tafði ís og þoka við Newfoundland strendur förina um tvo daga. Áætlunin var að komið yrði til Quebec á mánudag í þessari viku í stað þess á miðvikudag. ísrek er sagt að hafi verið verra á þessu vori við austurströndina en 25—50 undanfarip ár. í Quebec voru viðtökurnar ó- viðjafnanlegar; borgin prýdd svo að undrun sætir og alt fyrir- komulag hið 'veglegasta. M-un svo víðar vera. í Winnipeg borg hefir aldrei önnur eins viðhöfn sézt og nú við þessa konungs- komu. Þjóðin býður fagnandi heimsóknar konungs síns og drotningar. Viðstaðan í Quebec verður að- eins einn sólarhringur. Móttak- an fer fram í þinghúsinu og á heimili fylkisstjóhans. Mr. King, iforsætsráðherra Canada og ráðgjafar hans allir Phone 96 361 ^ Country Club ' v BEER “famous for flavor” WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 17. MAf 1939 NÚMER 33. nema Ian Mackenzie, hermála- ráðh. og J. G. Gardiner akur- yrkjuráðherra er ekki komust anna vegna að heiman, voru komnir til Quebec, er Empress of Australia lagðist við bryggju í morgun. f dag verða konungi flutt mörg ávörp, sýndir merkustu staðir og skemt með skrúðgöng- um og fleiru. Free Press varar King við kosningu í sumar í gærmorgun birtist í blaðinu Winnipeg Free Press ritstjórn- argrein er ræður Kingstjórninni mjög til að láta ekki fara fram kosningu til sambandsþingsins á þessu ári. Það hefir nú að vísu ekki enn verið neinu lýst yfir um það, að kosningar verði á þessu hausti. En það er þó sem bæði stjórn- arsinnar og stjórnarandstæðing- ar gangi út frá því sem vísu. Baðið Free Press 'bendir á að fresta verði.nú þingi um skeið meðan á heimsókn konungsins standi. En svo mikið verk liggi fyrir þinginu, að ekki verði sjá- anlegt, að því verði lokið svo snemma, að þingmannaefnin hafi nægan tíma til að taka sig sam- an í höfðinu áður en út í kosn- inga-bardagan er gengið. En þetta er nú samt sem áður ekki aðal ástæða blaðsins, heldur er hún sú, að svo lítið af starfi Kingstjórnarinnar sé komið fram í verkunum, en sumt af því sé þess eðlis, að það megi mik- ilsvert heita. Stjórnin sé því að gera sjálfri sér rangt til með að hafa kosningar í ár. Það skal engu spáð um það hvort stjórnin tekur þetta til greina. Hitt er víst, að blaðið Free Press telur ekki kosningar sigurvænlegar í ár, úr því að það vill slá þeim á frest. Og um kosningahorfur, hefir blaðið oft áður reynst glöggskygnt. Ákvæðisverð á hveiti 70c Ákvæðsiverðið, sem King- stjórnin í fyrstu tilkynti á hveiti, mæltist svo illa fyrir, að til Ot- tawa hafa um skeið bæði streymt nefndir og yfirlýsingar í mót- mælaskyni. Hefir stjórnin orðið að láta undan og í frumvarpi frá henni, sem fyrir þinginu liggur, þegar þetta er skrifað, en sem eflaust verður samþykt, er gert ráð fyrir 70c verði í stað 60c áð- ur. Ifirleitt hafa kröfurnar ver- ið um 80c verð. Hafa bændur bent á að 60 eða 70 centa verðið sé ekki fyrir sliti á áhöldum. Að stjórnin veitir kröfuna að hálfu leyti aðeins, sýnir hve lítið hún vill gera fyrir bændur. Það er auk þess ofmikið sagt, að krafan sé að hálfu leyti veitt vegna þess, að verðhækkuninni fylgir afnám uppbótarverðs hjá þeim, er meiri uppskeru hafa en 12 mæ]a á ekru. Og til þeirra er uppbótin nær, er hún einnig lægri eða hæðst $2 í stað $2.50 áður. Hitler kúgar Franco Hitler treystir fasistum ekk- ert of vel, hvorki á ítalíu né á Spáni. Helzta ástæðan fyrir því að hann sendi herskipaflotann suð- ur til Spánar á dögunum, var sú að kúga Franco hershöfðingja til hlýðni við sig. Franco hafði kvartað undan því, að ítalir og Þjóðverjar væru að hjálpa til að gera vígi á strönd Afríku beint á móti Gibraltar, þvert á móti vilja sínum. Hitler fanst því ekki vanþörf á, að minna Franco á að hann hefði skrifað undir samninga við Þýzkaland og ítalíu og því fylgdi það, að gera eins og Berlin fyr- irskipaði. Sumir leiðandi menn í stjórn Francos, hafa stöðugt ámint hann, að halda vináftu við Breta. Ef henni sliti og stríð yrði á Miðjarðarhafinu, yrði undir eins vaðið yfir Spán. Að öðru leyti skórti Spán herfilega lán, sem hvergi væri fáanlegt nema í Lon- don. En sérfræðingar í öllu sem að hermálum lítur streyma til Spán- ar bæði frá Þýzkalandi og ítalíu. Þeir koma þangað sem ferða- menn, en fara aftur og fram um landið til að rannsaka hvar flug- stöðvar og vígi séu heppileg fyrir her þeirra Hitlers og Mussolini. Fyrir tveim vikum komu á fáum dögum 4,500 manna frá Ham- borg til Spánar í þessu skyni. Þeir fara sínu fram, án þess að spyrja Franco ráða eða leyfis. “Leggið Portúgal undir Spán” Portúgal kemst ekki fremur en önnur lönd hjá áróðri nazista og æsingum. f Lisbon er fult af Þjóðverjum, sem bera róg og sögur út um það, að Spánn sé að búa sig undir að sameina þessi lönd. Og hinu megin landamæranna hefir stöðugum áróðri verið haldið uppi um að Spánn krefjist að því sé “skilað aftur” Portú- gal. En Zalazar, þó sjálfur sé fas- isti, héfir lýst því yfir, að hann slíti ekki hinni löngu vináttu við Breta, er fyrst var staðfest með giftingu Karls II. og Kat- rínar frá Breganza. Kosningar í Prince Edward Island á morgun Hvor þeirra, Mr. Campbell, forsætisráðherra eða dr. W. J. P. MacMillan fyrv. forsrætisráð- herra sem vinnur kosningarnar, sem fara fram n. k. fimtudag í Prince Edward Island, hefir heiðurinn af því að bjóða kon- unginn og drotninguna velkomna síðar auk þess að sitja að völdum næstu fjögur árin. Það mun nú mörgum þykja lítill vafi á því hvernig þessar kosningar fara. Liberalar náðu hverju einasta þingsæti í síðustu kosningum. Samt sem áður hafa eyjaskegg- ar ekki orðið varir góðærisins sem libzeralar lofuðu þeim þá. Og að til mála geti nú komið að kjósendur geri upp þann reikn- ing í þessum kosningum, óttast stjórnin, en íhaldsmenn lifa í þeirri von, þó hverfult reynist stundum í kosningum. PRÓFUM MANITOBA- HÁSKóLA LOKIÐ Frá Manitoba-háskólanum út- skrifast 445 nemendur á þessu ári. Uppsögn skólans fer fram í dag. í nafnaskrá blaðanna í gær- kveldi var þessara íslenzkra nafna vart á meðal þeirra er út- skrifuðust: Bachelor of Arts (Gen. CourSe) Pauline Sigurðsson Bachelor of Laws Norman Stephen Bergman Doctor of Medicine Norman Stephen Stephansson Bachelor of Science (Home Economics) Margrét Stefanía Bardal KOMINN VESTUR Jón Ólafsson Jón ólafsson, stálgerðarmaður sem fyrir fimm árum flutti til Aberdeen á "Skotlandi, er aftur kominn til þessa bæjar og hefir tekið við starfa þeim er hann áður hafði hér um 10 ár, um- sjón á stálgerð fyrir Vulcan Iron Works félagið. Atvikaðist þetta þannig, að Mr. Ólafsson skrapp vestur á Kyrrahafsströnd til að líta eftir eign, sem hann á þar. Á leiðinni til baka nam hann staðar í Winnipeg. Komst Vul- can Iron Works félagið að þessu, fór á fund hans og linti ekki látum fyr en það hafði ráðið Mr. Ólafsson aftur hjá sér. Mr. Ólafsson var orðinn kunnur sem fremsti stálgerðarmaður í Can- ada er hann fór frá félaginu; vörur þær er hann gerði, höfðu borið það fangamark á sér. Kona Mr. Ólafssonar er ekki komin, en kemur bráðlega og setjast þau sennilega að í húsi því er þau áttu hér áður og bjuggu í og hafa ekki selt. Mr. Ólafsson mun reyna að selja eign þeirra í Englandi, sem er verzlun og flytja hingað alkominn. Sagði Mr. ólafsson að sér og fjölskyldu sinni hefði liðið ágætlega á Skot- landi, en ærið oft hefði hugur þeirra hvarflað til Canada. Þrátt fyrir þó Mr. ólafsson hafi ekki talað íslenzku í fimm ár, förlast honum ekkert í henni og á ekk- ert íslenzkt félagsmál er minst, sem honum er ekki kunnugt um. Þakkaði hann það Heimskringlu sem hann hafði ávalt keypt. Viðhorf almennings á Skotlandi og Englandi til hermálanna, kvað hann eindregið það, að yfirgang Hitlers yrði nú þegar að stöðva. Það þætti þar nú orðið sjáan- legt, að Þjóðverjar hugsuðu sér að keppa um heimsyfirráðin við Breta. Og sú stjórn, sem ekki fylgdi hiklaust þeirri stefnu, mundi ekki lengi halda völdum á Bretlandi. v í ferð sinni heim til fslands fyrir þrem eða fjórum árum, sagðist Mr. ólafsson hafa komist að því, að járn væri yfirfljótan- legt í svonefndum Rauðhólum í Grímsnesi. Kvað hann miljónir smálesta þar af járni. Þegar hann var spurður um aðstöðu til vinslu á því, kvað hann skort á raforku þá hafa verið til fyrir- stöðu, en hvað gera mætti er Sogsvárkj unin væri fullgerð, vildi hann ekki taka fyrir. En kostnaður við að koma upp stál- suðu verksmiðju, væri afar mik- ill og það biði ef til vill næstu kynslóðar. En þörfina fyrir slíka framleiðslu kvað hann mikla heima. Allar vélar og véla parta í skip, bíla og iðnað- arvélar mætti þar gera, og yfir- leitt framleiða flesta eða alla stál vöru, bitjárn, hnífa o. s. frv.; •öll borðáhöld fyrir skip kvað hann einnig ættu að vera úr stáli. í Sheffield áleit hann gott að kynna sér bitjárnagerð. Þetta kvað hann geta orðið eina stærstu iðnaðargrein á fslandi, þegar í verk kæmist. Saga Mr. ólafssonar síðan hann kom vestur um haf 1913, er ein af þessum íslenzku æfintýr- um sem hér hafa gerst, er land- inn hefir rutt sér braut til vegs og álits með því að komast fram úr öllum samborgurum sínum í einni eða annari starfsgrein, sakir andlegra yfirburða, í þetta skifti á vettvangi vísindalegrar verkfræði. Það er nú orðið á vitund járn- brautafélaga þessa lands og ann- ara, sem stálvöru af beztu gerð nota, að Mr. Ólafsson er beztur stálgerðarmaður í Canada og jafnvel þó víðar sé leitað. Þetta hefir orðið úr vesturfaranum, sem fyrir stuttu horfðist hér í augu við alla erfiðleika hins framandi manns, með það eitt að veganesti eða vopni til að sigrast á þeim, er í ættararfinum var fólgið. Æfintýri? Jú, að vísu, en um leið sönn saga af atgerfi og átaki ísendings. Mr. Ólafsson er ættaður úr Árnessýslu, bróðir ólafs prests í Dölum, Kjartans bónda í Geld- ingarholti og Mrs. Sívertson í Winnipeg. Kona hans er af vel metinni skozkri ætt; þau eiga einn son, er nám stundar í nátt- úruvísindum. Bachelor of Science in Agriculture Sigurður Björn Helgason; hlaut hann stig sitt með þeim heiðri, að fá gullmedalíu fylkis- stjórans. Verður hún afhent við uppsögn skólans í dag af W. J. Tupper K.C., fylkisstjóra. Baldur Hannes Kristjánsson Bachelor of Science in Electrical Engineering Harold Blondal Bachelor of Education John Peter Sigvaldason Diplomas and Certificates hljóta Agnes Helga Sigurðsson A.M. M. (in Music). Margrét Danielsson (in Home- making Course). Douglas Jónsson in Architec- ture — heiðurspening og 80 doll- ara námsstyrk. Richard S. M. Hannesson — in Arts — hlýtur Isbister náms- styrk 80 dollara og McLean’s verðlaun að upphæð $125. Mr. Hannesson lauk annars árs námi. Violet Líndal — fyrsta ár — hlýtur heiður fyrir góða frammi- stöðu. D. Allan Steinthorson—fyrsta ár — Isbister námsstyrk 60 doll- ara. Thorbergur Jóhannesson — certificate in agriculture. Á ræðismanns skrifstofu Bandaríkjanna í Vín hafa um 130,000 manns skráð sig og sótt um að flytja til Bandaríkjanna. Um eitt þúsund eru afgreiddir mánaðarlega, svo það verður langt þangað til allur þessi fjöldi kemst vestur. * * * í blöðum hér er hermt að þýzkum bónda í Manitob^i hafi verið hótað því, ef hann ekki gengi í félag nazista, að hlaðan hans skyldi brend til ösku. Her- mannafélag hér, deild af Inter- national Veterans, segjist einnig hafa að því komist, að blaðinu Deutsche Zeitung í Winnipeg berist rekstursfé frá Þýzkaiandi. Nazistar eru eftir þessu að dæma á kreiki í Manitoba.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.