Heimskringla - 17.05.1939, Page 6
6. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 17. MAí 1939
RISADALURINN
“Eg get ekki að þessu gert,” sagði Mrs.
Poundstone hörkulega. Hún benti á nýja bílinn
hennar Shirley Sumner sem stóð fyrir fram-
an húsið. “Hefði eg slíkan bíl og þennan,
gæti eg dáið róleg. Og hann kostaði bara þrjú
þúsund, tvö hundruð og fimtíu dali.”
“Eg borgaði sex hundruð og fimtíu fyrir
bílskríflið okkar, og mátti tæpast við því. Þér
þótti gaman að bílnum, þangað til eg var kos-
inn borgarstjóri,” sagði hann næstum grát-
andi.
“Þú gleymir stöðu okkar í mannfélaginu,
góði minn,” sagði hún blíðlega.
Hann hefði getað slegið henni utan undir.
“Fjandinn hafi þessa stöðu þína í mannfélag-
inu,” hreytti hann út úr sér. “Haltu þér sam-
an, heyrðu það? Staða í mannfélaginu í sögun-
armylnu þorpi! Ekki nema það þó!”
“Uss, reyndu að hafa hemil á fantaskapn-
um, Henry,” sagði hún og tók blíðlega hendinni
um handlegg hans með annari hendinni en barði
að dyrum með hinni. .
“Fjandinn hafi það, þú átt eftir að gera
mig vitlausan,” tauaði Poundstone og þagnaði.
Yfirþjónn Penningtons, mjög virðuleg per-
sóna, opnaði hurðina og mældi þau með illa
dulinni vanþóknun með augunum. Það er ekki
ómögulegt, að honum hafi fundist borgar-
stjörinn dálítið broslegur, þar sem hann stóð
með hvítt og mjótt hálsbindi, niðurskorið vesti,
með mjúkan flókahatt á höfði, í diplómat
frakka.
Hjónin gengu inn í húsið. Við dyrnar á
dagstofunni mælti þjónninn með hárri röddu:
“Poundstone borgarstjóri og fifú hans.”
“Þykir vænt um að sjá ykkur um borð í
skipinu,” Iþrumaði Pennington ofursti, með
hinni verndandi mikilmensku og uppgerðar al-
úðar svip, sem hann gat sett upp.
“Jæja, jæja,” bætti hann við og leiddi Mrs.
Poundstone yfir að sóffa, sem stóð fyrir fram-
an arininn, “þetta er sannarlega ánægjulegt.
Frænka mín kemur eftir augnablik. Fáðu þér
vindling Mr. Poundstone.”
Rétt þegar masið, sem einkennir slíka sam-
fundi, stóð sem hæst kom Shirley inn í her-
bergið, lét ofurstinn hana þá taka við sam-
talinu við gestina, en fór sjálfur að skáp einum
í horninu og kom með hressinguna, eins og
hann kallaði það í gamni. James birtist á
snöggan og leyndardómsfullan hátt með glös,
bakka og litla þerridúka og heiðrúnar dropum
ofurstans var útbýtt til allra viðstaddra.
“Við drekkum skál yðar fögru augna, Mrs.
Poundstone,” sagði Pennington og starði í hin
grænu augu frúarinnar. Þín skál Poundstone
og langra æfidaga, herra minn.”
“Yn-dislegt” tautaði Mrs. Pounstone. “Al-
gerlega yn-dislegt og hreint ekkert of sterkt!”
“Fáið yður annan,” sagði hinn gestrisni
húsráðandi og skenkti á bikar frúarinnar, án
þess að taka til merkisins, sem maður hennar
gaf henni með augunum.
“Eg skal drekka þetta ef Miss Sumner
fær sér annan,” sagði Mrs. Poundstone.
“Þakka fyrir, en eg drekk sjaldan og eitt
staup er alt af nóg fyrir mig,” svaraði Shirley
brosandi.
“Hvað sem því líður þá drekkum við bara
þrjú. Poundstone, fáðu þér að reykja.”
Þeir reyktu og Poundstone bað til sinna ó-
þektu guða, að Mrs. Poundstone mintist ekki
á bíla á meðan á matnum stæði.
En því miður! Þótt hressing ofurstans
væri ekki óþarflega kröftug, þá höfðu hin tvö
staup, sem Mrs. Poundstone drakk, nægilega
mikil áhrif að losa um tungu hennar án þess að
gera málróminn óskíran, rétt um það leiti
sem piece de resistance birtist, varpaði hún
allri forsjálni fyrir borð og braut nú upp á
aðal áhugamáli sínu.
“Eg var að segja Henry þegar við gengum
upp að húsinu, hve mjög eg ofundaði yður af
þessum fallega bíl, Miss Sumner,” sagði hún.
“Er það ekki alveg skínandi fallegur bíll?”
Poundstone reyndi árangurslaust að
þagga niður í henni “Og eg var að segja Mr3.
Poundstone,” sagði hann, með aumkvunar
verðri tilraun að sýnast lítillátur og glaðlyndur,
“að litli bíllinn okkar væri við okkar hæfi, en
ekki innilokaður bíll, og væri því best fyrir hana
að gleyma hinni sterku þrá eftir þvílíkum dýr-
grip. Angélina, ástin mín, mér finst að eg
mundi gleðjast meira yfir matnum, ef þú
reyndir að vera alminleg og reyna að sætta
þig við það, sem ekki getur verið öðru vísi.”
“Það geri eg aldrei góði minn, aldrei.” Hún
lézt ógna honum með fingrunum. “Þú ert
nirfill ástin mín. Þú hefir ekki hugmynd
línis gerð í mína þágu né sveitarinnar yfir
höfuð. Auðvitað sérðu það.”
“Jæja, eg hefi ekki hugsað mikið um þetta,
ofursti, en eins og þú segir frá því, virðist það
ekki vera.”
“Auðvitað er þetta svo, þessvegna ímynda
eg mér, að þegar N. C. & 0. sækir um leyfið
að fara í gegnum bæinn, þá sinnir hvorki þú
. né bæjarráðið beiðninni.”
“Eg get auðvitað ekki sagt hvað bæjar-
ráðið gerir,” byrjaði Poundstone, en hið kulda-
lega háðsbros Penningtons þaggaði niðri í
honum. Vertu hreinskilinn við mig Penning-
ton. Eg er ekki barn. Það sem eg vil vita er
þetta: vilt þú af öllum mætti, stemma stigu
fyrir að þeir fái þetta leyfi, í þeirri trú að það
sé almenningi fyrir bestu?”
Poundstone fór allur í sjálfan sig. “Enn
sem komið er,” sagði hann, “langar mig ekkert
til að gera yfirlýsingu. Þegar eg hefi hugsað
málið til hlítar þá----”
“Nú, nú, maður minn! Við skulum hætta
þessum feluleik. P'jármál eins og stjórnmál
eru tafl, þar komast engin tilfinningamál að.
Hugsum oss, að þú bjálpaðir N. C. & 0. með
þeirri röngu hugmynd, að þú værir að gera
rétt í því, og afleiðingin yrði sú, að fjöldi með-
borgara þinna kæmust á þá sannfæringu, að
þú hefðir ekki gert skyldu þína sem opinber
starfsmaður? Mundu þá ekki sumir þeirra,
kalla til nýrra kosninga og víkja þér úr em-
bættinu, og bæjarráðinu líka — og það með
skömm?”
“Eg efa það að þeir gætu sigrað mig,
ofursti.”
“En eg er í engum efa um það,” sagði
Pennington með sannfæringu.
Poundstone horfði á hann hálflokuðum
augum. “Er þetta ógnun?” spurði hann ó-
lundarlega.
“Heyrðu nú væni minn. Að hafa í hót-
unum við gest minn!” Pennington hló góðlát-
lega. “Eg er aðeins að gefa þér heilræði, en
mér finst samt, að best sé að láta þig vita það,
fyrst við erum að minnast á þetta, að ef á-
kvörðun þín í þessum efnum verður mér óhag-
stæð, þá þurfir þú ekki að búast við mínum
stuðningi.”
Þetta var eins skýrt og ef hann hefði
sagt: “Þá skal eg koma þér frá.” Gesti hans
var þetta líka vel ljóst. Poundstone horfði á
rósirnar á gólfaábreiðunni, og Pennington, sem
aðgætti hann nákvæmlega, sá að honum leið
illa. Skyndilega fékk Pennington eina þessara
spámannlegu hugsana, sem höfðu á liðinni tíð
hjálpað honum til að verða mikill iðnhöldur.
Hann ákvað að komast beint að efninu.
“Látum okkur vera hreinskilna, Pound-
stone,” sagði hann með svip föðurs, sem reynir
að láta barn sitt taka aftur lýgi, segja sann-
leikann og komast þannig hjá hýðingu. “Þú
hefir gert einhverja samninga við Ogilvy; eg
veit að það er áreiðanlegt, og það væri eins
gott fyrir þig að meðganga það.”
Poundstone leit upp rjóður í andliti og vand-
ræðalegur . “Hefði eg vitað-----” tók hann til
máls.
“Vissulega, vissulega. Eg er viss um að þú
breyttir samkvæmt beztu vitund. Þú ert eins
og flestir hér í Sequoia. Þið eruð allir svo óðir
í að fá járnbrautarsamband við umheiminn, að
þið þjótið upp og grípið við hvaða hugmynd
sem býðst í þeim efnum. Nú er eg eins áhuga-
samur um þetta og þið, en ef við eigum að fá
járnbraut, vil eg að hún komi úr réttri átt, og
það gerir N. C. & 0. ekki, það er að segja eKki
fyrir þá hugsunina, sem eg ber fyrir brjósti.
Hefir þú lofað Ogilvy leyfinu?”
Nú var engrar undankomu auðið. Neitun
hefði verið sama sem játun; Poundstone gat
ekki getið sér til, hve mikið ofurstinn vissi, og
það dugði því ekki að ljúga að honum, því að
það mundi brátt komast upp. Fastur þannig
milli hornanna í þessu vandamáli, vissi Pound-
stone það eitt, að Ogilvy gat aldrei orðið honum
ejns hættulegur fjandmaður og Pennington, og
samkvæmt eðlisfari slíkra manna, kaus hann
hið skárra af tvennu illu. Hann ákvað að með-
ganga.
“Bæjarráðið hefir þegar veitt N. C. & O.
bráðabirgðar leyfi,” sagði hann.
Pennington spratt á fætur ösku vondur.
“Fjandinn sjálfur!” urraði hann. “Hvers-
vegna gáfuð þið það án þess að spyrja mig
ráða?”
lét Ogilvy skilja það á mér, að væri hann ekki
tilbúinn innan þrjátíu daga, gæti hann auð-
veldlega fengið leyfið framlengt.”
“Nokkur vitni?”
“Svo vitlaus var eg nú ekki herra minn,”
svaraði Poundstone upp með sér. “Eg má alveg
eins vel gangast við því, að eg hafði grun um,
að þér væri það fremur mótfallið að teinarnir
þínir yrði skornir suridur og brautamót gerð á
B og Vatns stræti.” Og nú glotti Poundstone
íbygginn og djarfmannlega til að sýna Penn-
ington, að hann ætti við framsýnan og slægan
borgarstjóra. “Eg endurtek það aftur,” sagði
hann, “að eg gaf honum það ekki skriflegt.”
Svo hallaði hann sér aftur á bak í stólnum og
blés reykjafstroku út úr sér upp í loftið.
“Þú háli þrjótur”, sagði Pennington og
huggaðist nú vel. “Þú ert kænni maður, en
eg hélt að þú værir. Þú reynir að hafa bæði
töglin og hagldirnar.” Hann mundi nú eftir
leðurtöskunni, sem njósnarinn hafði getið um,
og Ogilvy hafði borið með sér inn í skrifstofu
Henrys lögmanns. Hann var sannfærðari um
það en nokkru sinni fyr, að í þeirri tösku hefði
verið mútufé í gulli, sem hefði keypt þetta
bráðabirgðarleyfi og munnlega loforðið um
framlenginguna.
“Ogilvy gerði samningana við ykkar með-
hjálp Henry sonar þíns,” sagði hann. Pound-
stone kiptist mjög við.
“Hvað fékk Henry mikið fyrir það?”
spurði Pennington frekjulega.
“Tvö hundruð og fimtíu dali í þóknun fyrir
samninginn og ekki eyri meira,” sagði Pound-
stone, hreinskilnislega og eins og satt var.
“Þú ert þá ekki eins góður fjármálamaður
og eg hélt að þú værir,” sagði Pennington o?
hló háðslega. “Tvö hundruð og fimtíu dalir!
Æ, hamingjan góða! Poundstone, þú ert
spaugilegur. Þú ert það, það veit trúa mín,
alveg óskaplega hlægilegur.” Og ofurstinn
veltist um í hlátri. “Þú kallar þetta gjald, en
yfirdómurinn kallar það kannske annað. Samt
sem áður, bætti hann við eftir stundar þögn,
“ert þú ekki í þessum stjórnmálum þér til
heilsubótar, svo við skulum komast að merg
málsins. Hvað viltu fá mikið til að neita N. C.
& O. um framlengingu leyfisins og um leyfi
fyrir fult og alt?”
Poundstone reis á fætur mjög tígulega.
“Pennington ofursti, herra minn,” sagði hann,
“þú móðgar mig.”
“Sestu niður. Þú hefir verið svo oft móðg-
aður á sama hátt áður. Ættum við að segja
þúsund dali handa hverjum hinum þriggja góðu
samverkamanna þinna í bæjarráðinu, og inni-
lokaða bílinn hennar frænku minnar handa þér?
Hann hefir farið eitthvað 4 þús. mílur, hann er í
ágætis ástandi. Hann hefir alt af verið hirtur
eins vel og hægt er og eg býst við> að hann falli
Mrs. P. vel í geð. Eg skal selja þér hann fyrir
fimm hundruð dali sem verður fyrsta afborg-
un, og í stað peninga skal eg taka að mér bíl-
ræfilinn þinn, sem Mrs. Poundstone fyrirlítur
svo hjartanlega. Svo skal eg ráða son þinn,
Henry sem lögmann félagsins míns, og borga
honum tvö þúsund og fimm hundruð dali á
ári. Eg læt þig um það að ná fénu frá Henry,
til að borga með það sem eftir er af verði
bílsins. Finst þér þetta ekki algerlega hættu-
laus og skynsamleg uppástunga?” Þótt Pound-
stone hefði séð inn um hlið himnaríkis, hefði
hann ekki verið sælli. Hann hefði sagt konu
sinni það dag satt að hann stæði sig ekki við
að kaupa þrjú þúsund, tvö hundruð og fimtíu
dala bíl, hversu feginn sem hann annars langaði
til að þóknast henni, og fá hinn langþráða frið
sjálfur. Nú var öllu þessu hampað fyrir fram-
an augu hans, að minsta kosti stóð bíllinn ekki
lengra en fimtíu fet frá honum!
f fáein augnablik vóg borgarstjórinn í
huga sér framtíð sonar síns sem lögmanns stórs
miljónafélags, og framtíð sína sem borgarstjóra
í Sequoia — og Henry var léttari á metunum.
“Það mætti koma því svo fyrir ofursti,”
sagði hann lágt og skömmustulega.
“Það er þegar útkljáð mál,” sagði ofurst-
inn glaðlega. “Skildu skrjóðinn þinn eftir
hérna fyrir utan og farðu heim í bílnum henn-
ar Shirley. Eg skal jafna þetta við hana.”
Hann hló. “Eg verð auðvitað að síma til San
Francisco og kaupa henni nýjan bíl. Til allrar
hamingju er afmælið hennar á morgun! Fáðu
þér nýjan vindil borgarstjóri.”
um hvað innilokaður bíll er honum nauðsyn-
legur.” Hún sneri sér að Shirley. “Það er alt.
af svo kalt í þessum opnu bílum góða mín.”
“Já, það má nú segja,” sagðí Shirley sak-
leysislega.
“Heyrði að McKinnon mennirnir hefðu mist
mann af slysi í gær, ofursti,” tók Poundstone
fram í, í þeirri von að koma konu sinna til að
þagna.
“Já, það var honum sjálfum að kenna,”
svaraði Pennington. “Hann var einn þeirra
manna, sem líta þannig á, að hver maður sé
eigandi að sinni eigin sál og líkamá, og hann
ætti því að geta hvorttveggja, án þess að taka
tillit til hinna dýru öryggisáhalda. Hann var
varaður við því að hlekkjafestin væri veik, þar
sem hún hafði verið soðin saman og kynni að
slitna, enda fór svo, og lausi endinn kiptist til
baka eins og svipuól, og---”
“Það er mín skoðun,” sagði Mrs. Pound-
stone, “að ef maður óskar einhvers nógu heitt
og stöðugt að maður hljóti að öðlast það.”
“Góða mín,” sagði Mr. Poundstone með
mikilli áherslu, “ef þú vildir bara láta það duga
að óska, þá get eg fullvissað þig um að þú
kæmist óendanlega nær markinu.”
Það var enginn vafi á snuprunum, sem í
þessum orðum fólust; hin tvö staup gátu jafnvel
ekki blindað Mrs. Poundstone fyrir þeim sann-
leika. Shirley og frændi hennar sáu að borgar-
stjóra frúin roðnaði, þau sáu morðfýsnina í
augnaráði hans, og hinar skörpu gáfur hvors
um sig, færðu þeim heim sanninn um það, að
lokaðir bílar skyldu útilokaðir vera frá um-
ræðum í þessu boði. Shirley leiddi umræðurn-
ar fimlega að kjólum, sem hún hafði séð í búð-
arglugga þá um daginn, og Mrs. Poundstone lét
leiða sig inn í samræðurnar.
f krifig um klukkafi níu, gaf frændi henn-
ar henni merki, og samkvæmt því leiddi hún
borgarstjóra frúna með sér upp á loft, og skildi
frænda sinn einan eftir hjá bráð hans. Penn-
ington var heldur ekki seinn að snúa sér að
efninu.
“Jæja,” sagði hann upp úr þurru, “hvað
hefir þú heyrt um N. C. & 0. jámbrautina?”
“ó, aðeins þetta almenna umtal ofursti.
Enginn veit hvað á að hugsa um það félag.”
Pennington horfði á endann á vin'dli sínum
um hríð. “Já, eg veit það heldur ekki sjálfur,”
sagði hann. “En þótt þetta líti út sem brögð,
þá grunar mig að þar sem svona mikill reykur
er, sé hægt að finna svolítið af eldi. Eg hefi
verið að bíða eftir því að sjá, hvort þeir sæktu
um leyfi að leggja járnbrautina inn í bæinn, en
þeir virðast ekkert vera að flýta sér að því.”
“Þeir eru vissulega rólegir í tíðinni,” svar-
aði borgarstjórinn.
“Hafa þeir farið af stað með umsókn fyrir
leyfinu?” spurði Pennington blátt áfram. “Hafi
þeir gert það, býst eg við að þú værir fyrstur
manna til að vita um það. Eg vil ekki vera
nærgöngull,” bætti hann við með náðarsamlegu
brosi, “en sannleikurinn er sá, að eg hefi séð
þennan vindbelg hann Ogilvy fara inn á skrif-
stofu þína í ráðhúsinu, og langaði til að vita
hvort sú heimsókn var í embættis erindum eða
bara til viðkynningar.”
“Bara til viðkynningar mundi eg kalla
það,” sagði Poundstone eins og satt var, og
velti því fyrir sér hve mikið Pennington vissi,
og var fremur hræddur um að hann mundi
standa sig að lýgi áður en þessu samtali væri
lokið.
“Sjálfsagt, til að undirbúa leyfis umsókn-
ina, er eg viss um.” Ofurstinn reykti hugsandi,
og fyrir það var borgarstjórinn þakklátur, því
það gaf honum tíma til að taka sig saman í
andlitinu. Skyndilega horfði Pennington á gest
sinn alvarlega og sagði:
“Eg hafði ekki búist við að ræða þetta
málefni við þig Poufidstone, og þú verður að
fyrirgefa mér, en í rauninni ætti eg að vera
hreinskilinn við þig — eg hefi mjög mikinn
áhuga á þessari nýju járnbrautarhugmynd.”
“Er það svo? Fjármunalega?”
“Já, en ekki á þann hátt sem þú hyggur.
Verði þessi járnbraut bygð hefir hún gjörmikil
áhrif á fjárhag minn.”
“Á hvern hátt?”
“Á skaðvænlegan hátt.”
“Eg er alveg hissa ofursti.”
“Ekki ef þú hugar nánar út í þetta. Eina
leiðin, sem brautin ætti að liggja, er frá Willits
til Sequoa, en ekki héðan norður í Oregon. Slík
braut sem N. C. & 0. nær ekki til nema eins
þriðja af rauðviðar skógunum en hin til tveggja
þriðju, en þriðjungurinn sem eftir er, fær
flutning á járnbrautinni minni; þegar skógar
mínir eru búnir, þá þarf eg einhverja vinnu fyr-
ir brautina mína, og ef N. C. & O. verður lögð
samhliða henni, sit eg uppi með tvö stryk af
ryði.”
“Aha, eg sé. Svoleiðis fer það!”
“Þú ert mér sammála um þetta, Pound-
stone, að þessi fyrirhugaða braut er ekki bein-
“Vissi ekki að þér kæmi þetta minstu ögn
við,” sagði Poundstone, sem eftir að hafa með-
gengið létti fyrir hjartanu, og bjóst nú að
verja gerðir sínar með karlmensku. “Og við
fórum nú ekkert langt í ívilnunum við þá. Þetta
bráðabirgðar leyfi fellur úr gildi eftir 28 daga
— og á þeim stutta tíma getur N. C. & O. ekki
byrjað verkið.”
“Hafið þið komist að nokkru samkomulagi
með framlengingu leyfisins ef þeir skyldu þurfa
þess?”
“ó, já — en enga skriflega samninga. Eg
Er hjónin óku heim um kvöldið í bílnum
hennar Shirley, hallaði Mrs. Poundstone sér
alt í einu að manni sínum, lagði feitan hand-
legginn um háls hans og kysti hann. “Ó, Henry,
ástin mín!” sagði hún í malandi málrómi. —
“Hvað sagði eg þér ekki? Ef maður óskar
einhvers nógu innilega---”
“Æ, farðu til fjandans! Grenjaði hann
fokvondur. “Þú hefir suðað þangað til eg
keypti hann. Haltu þér saman og farðu burtu
með handlegginn. Langar þig til að brjóta
bílinn áður en eg hefi haft hann í klukkutíma?”