Heimskringla - 21.06.1939, Síða 2

Heimskringla - 21.06.1939, Síða 2
2. SíÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 21. JÚNf 1939 QUARTIER LATIN Eftir Þorstein Jósepsson Eg bjó í Quartier Latin þann tíma sem eg ijvaldi í París. Það er ásamt Cité elsti hluti borgar- innar, og sá hluti hennar, sem hefir mótað — ekki aðeins menn- ingu Parísarborgar sjálfrar, heldur alls Frakklands frá því á miðöldunum og til þessa dags. f raun réttri má taka dýpra í ár- inni, því Quartier Latin er óef- að sá blettur jarðarinnar, ef miðað er við stærð hans, sem mest hefir mótað og þróað menningu hins hvíta kynstofns síðastliðnar 7—8 aldir. Þar, í Quartier Latin, eru helstu mentastofnanir Frakka, og nafnið á borgarhlutanum er þannig tilkomið, að þegar hinn heimsfrægi Sorbonne-háskóli (Svartiskóli) var stofnaður, þyrptust að honum nemendúr úr ýmsum löndum, og talmálið þeirra innbyrðis var latína. — Þessvegna var borgarhlutinn í heild kallaður latneski borgar- hlutinn. Um margra alda skeið var Sor- bonne háskóli háskólanna, hann var þá aðalmiðstöð evrópiskrar menningar og enn í dag er hann meðal beztu og eftirsóttustu mentastofnana heimsins. Latn- eski borgarhlutinn, sem háskól- inn liggur í, hefir frá því fyrsta verið heimkynni stúdentanna, og það er hann enn. Yfir tuttugu þúsund stúdentar stunda árlega nám í París og meginþorri þeirra býr í Quartier Latin. Þar eru gulir menn og svartir, kopar- brúnir og hvítir, þar eru menn af öllu þjóðerni, alt norðan frá íslandi og sunnan úr Ástralíu, vestan úr Ameríku og austan frá Japan, og auk þess frá flest- öllum löndum, sem þar liggja á milli. f Quartier Latin eru rússneskar kirkjur og austur- lenzk trúarmusteri, þar eru tyrk- nesk, pólsk, rússnesk, japönsk og kínversk veitingahús. Þar borða menn þunnar kraftsúpur með prjónum og þar hlusta menn í bláleitu hálfrökkri á tryllandi zigeunahljómlist. Þannig er Quartier Latin mið- depill alheimsmenningar. Hann liggur inni í miðri Parísarborg, en er þó borg inni í borginni — með öðrum blæ og öðrum ein- kennum en nokkur annar borg- arhluti í París. Svo djúpt og sjásfstætt hefir Parísarstúdent- inn mótað dvalarstað sinn. Stúdentinn hefir frá öndverðu verið boðberi hins komandi tíma, verið brautryðjandi þess, sem var nýtt og djarft og stórt. Hann ann lífinu, fegurð þess og stærð þess. Hann tendrast af eldleg- um hugsjónum og þrá til full- komnara frelsis og víðara sjón- deildarhrings. Eðli hans og köll- un er það að vera byltingasinni. Og Parísarstúdentinn hefir aldrei verið eftirbátur annara í dirfð eða róttækum fram- kvæmdum. Hann hefir rekið konunga frá völdum eða komið konungum til valda, hann hefir staðið að baki róttækustu frels- isbyltingum, er getur um í sögu mannkynsins, og hann hefir bar- ist fyrir þjóðfélagsþróun og ein- staklingsfrelsi — með hjarta- blóði sínu ef annað dugði ekki. Quartier Latin var baráttuvöll- ur manna eins og Rousseau’s, Voltaire’s, Mirabeau’s og í fá- tæklegri brauðsölubúð þar komu þeir Marat, Robespierre og Dan- ton saman, drukku kalda mjólk og skipulögðu eldlegustu — en líka átakanlegustu — frelsis- byltingu, sem yfir heiminn hefir dunið. Gömul kona, sem ég leigði hjá, sagði að öldin væri orðin önnur í Quartier Latin nú en hún var í æsku hennar og bernsku. ' “Þá var gaman að lifa,” bætti hún við. Stúdentarnir voru margir hverjir fátækir þá eins og nú, en þeir voru lífsglaðir, hug- myndaríkir og brellóttir. Þeir höfðu ráð undir hverju rifi. — Sumir þeirra höfðu það fyrir at- vinnu að falla við próf. Þeir gerðu það ár eftir ár og græddu á tá og fingri. Tildrögin voru þau, að efnaðir nemendur, sem ekki voru jafn ríkir að náms- gáfum sem fé, fengu þá gáfaðri til að sitja hjá sér og segja sér til meðan á prófinu stóð, og borg- uðu þeim svo ríkmannlega fyr- ir. En til þess að geta endur- tekið þetta sama bragð sem oft- ast létu gáfuðu stúdentarnir sig falla ár eftir ár. Stundum tóku þeir líka próf undir fölsku nafni — tóku próf undir nafni ein- hvers ríks stúdents, sem treysti sér illa sjálfum. En hún var hættuleg, brellan sú, því að það kostaði tíu ára betrunarhúss- vist, ef upp komst. Þorparastrikum Parísarstú- dentanna voru engin takmörk sett, og hugmyndaauðgi þeirra í þá átt var blátt áfram aðdáun- arverð. Þeir höfðu oftast nær eitthvað á prjónunum, sem var Today, there is no need for you and your family to be out of touch with the social and business activities around you. For a few cents a day you can have your own home telephone—by this modern low-cost method you | can quickly arrange get-togethers | with your neighbors—keep in touch % with distant relatives—secure the i| highest price for your produce. Do not be isolated through the lack of a telephone. Order Your Home Telephone Today ! MANITOBA TELEPHONE SYSTEM LJÖSIFOSS Þú lékst þér við klappirnar, framgjarn og frjáls Flúðirnar ljóðin þín sungu. Þig dreymdi ei fjötur um fót eða háls né framtíðarleiðir um iðuhjól stáls, er legðu þér tauma á tungu. Nú ertu, fossinn minn bundinn á bás, beljandi straumþunga mörkuð er rás. Þróttmikla röddin þín heyrist mér hás og hjáróma stunurnar þungu. Þinn mattur var falinn um aldir og ár sem aflgjafi í þjónustu manna. Þú barðist við frosthörkur, kaldur en knár, kraftanna neyttir, þótt værir ei hár, í armlögum ísa og fanna. Nú hefir tækninnar algleymisöld unnið þér gleipni og bundið þín völd. Þú ókomna tímanum greiða skalt gjöld, og grettistök nútíðar sanna. Nú hefir mannvitið magnað þitt afl og múlbundið strengina þína. Gegn myrkrinu og kuldanum tefla skalt tafl, tröllefldur skorðast við stíflu og gafl. Ljósið þitt láttu nú skína. Færðu okkur birtu og framtíðra yl. Fávizkan lendi í gleymskunnar hyl. Lýstu okkur vorboðans ljósheima til, og láttu okkur myrkinu týna. Aðalsteinn Halldórsson —Dvöl. frá Litlu-Skógum nýtt og sérstakt í sinni röð, og sem jafnvel gat sett allan borg- arhlutann á annan endann. Það vakti t. d. ógurlega skelfingu borgarbúa dag nokkurn, þegar tígrisdýr kom hlaupandi eftir I einni aðalgötunni með tóman ; skaftpott bundinn í skottið. — l Fólkið á götunum þusti hljóð- j andi og æpandi í allar áttir og leitaði skjóls á allra ólíklegustu \ stöðum. En það blygðaðist sín fyrir hugleysið, er það sá, að | tígrisdýrið var ekki annað en i stór hundur, sem hljóp óðs- lega til að losna við skaftpott- í inn. Stundum sáust heilar fylk- I ingar bedúína ganga um göturn- | ar, og þær vöktu svo mikla eft- irtekt, að umferðin stöðvaðist 'og mannfjöldinn safnaðist um- hverfis þessa einkennilegu menn. Raunar voru þetta aðeins fá- klæddir Parísarstúdentar, sveip- aðir lökum, með handklæði eða i koddaver reifuð um höfuðin og ' málaðir í andliti. Vildi stúdent ! fá sér ódýrt bað, jós hann svo I miklu vatni í herbergið sitt, að : hann gat lagt sig í það. Ánægj- an yfir baðinu margfalaðist, ef 1 gólfið lak, og helzt af öllu niður í höfuð félaga, sem bjuggu á : hæðinni fyrir neðan, ,á bækur I þeirra og rúmföt. Væru stú- j dentarnir lokaðir úti kveiktu þeir í hurðinni og brendu hana, unz þeir komust inn. Þá slöktu þeir. Svo að segja á hverri einustu nóttu gengu stúdentarnir syngj- andi, hrópandi og hlægjandi eft- ir götunum, oftast nær í löng- um halarófum ög héldu þannig frá einni knæpu til annarar. Þeir höfðu potthlemma, blikkfötur og tómar niðursuðudósir fyrir hljóðfæri og framleiddu með þessu tóna, sem héldu borgarbú- um oft andvaka og í illu skapi fram undir morgun. Til þess var leikurinn líka gerður. Undir birtingu á morgnana héldu stúdentarnir heim til sín, stundum allmikið við vín. Þeir voru fagnandi og hamingjusamir og vildu faðma að sér allan heim- inn, en oftast nær urðu þeir að láta sér nægja kærustuna — eða þá ljóskerastaura, ef þeir voru mikið fullir. Einhvers staðar urðu tilfinningarnar að fá útrás. Það var sjaldgæft að lögreglan skærist í leikinn eða skifti sér af næturferðum stúdentanna, og ef hún*gerði það, var það eins oft eða oftar, sem hún varð að láta í minni pokann fyrir stú- dentunum, því að þeir unnu frelsi sínu og lögðu alt í sölurn- ar fyrir það. Þegar nýútskrifaðir stúdent- ar, eða stúdentar frá fjarlægum löndum, bættust í hóp hinna eldri, áttu þeir fyrst í stað ekki sjö dagana sæla, og sízt af öllu, ef þeir voru hæglátir og prúðir. Þýzkur stúdent, sem var svo ólánssamur að vera báðum þess- um eiginleikum gæddur, gekk í franskt stúdentafélag strax eftir komu sína til Parísarborgar. — Honum var tekið með kostum og kynjum og þýzkum vísindum og þýzkri menningu var á lofti haldið, svo að stúdentinn vikn- aði af hinum vinsamlegu mót- tökum. Loks var Þjóðverjinn spurður að því, hvort samlandar hans væru farnir að hagnýta sér hina heimsfrægu frönsku upp- götvun um líksmurningar eða réttara sagt, að smyrja líkam- ann í lifanda lífi. Nei, hann hafði ekki heyrt þess getið, og hafði ekki einu sinni heyrt þessa uppgötvun nefnda. Það var hinum undrun- arefni hjá jafn mentuðum manni. Þeir sögðu, að þeir létu menn unnvörpum smyrja sig í lifanda lífi, og hann mætti til með að reyna þessa einstæðu uppgötvun, til að geta kynt hana síðar meir í heimalandi sínu. Þjóðverjapum fanst þetta heillaráð og gerði boð eftir lík- smurningsmanni. Þegar líksmurningsmaðurinn kom heim til Þjóðverjans, var þar fyrir hópur af frönskum stúdentum, sem ætluðu sér að vera viðstaddir athöfnina. “Hvar er líkið?” spurði lík- smurningsmaðurinn. “Líkið!” át Þjóðverjinn eftir. “Það er eg.” Líksmurningsmaðurinn varð æfur, skammaði vesalings Þjóð- verjann og hótaði að sækja lög- regluna, en stúdentarnir veltust um af hlátri. Þá skyldi Þjóð- verjinn hvernig í öllu lá og hét að gæta sín betur næst. Meiri eða minni hluta námsár- anna eyðir Parísarstúdentinn í faðmi kærustunnar. “Þar er gott að vera,” segir hann, og þar dreymir hann fegurstu og háflegustu framtíðardraumana sína. “Það er ekki gott, að maður- inn sé einn”, sagði g*uð við Adam. Stúdentinn í Quartier Latin hefir endurbætt þessa setningu, því að hann segir, að það sé ómögulegt fyrir manninn að vera einan. Og það bezta er þó það, að hann lætur ekki sitja við orðin ein, heldur breytir ná- kvæmlega eftir kenningu sinni. Sá stúdent, sem ekki átti kær- ustu — eina eða fleiri — var ó- mögulegur maður, hann tilheyrði ekki andrúmslofti hins latneska borgarhluta, og átti þar helst ekki heima. En kvennaveiðar stúdentanna voru ekki vel séðar af öllum, og fyrir alla siðferðispostula var Quartier Latin helvíti á vorri jörð. Vei þeim foreldrum, sem áttu fallegar, uppvaxandi dæt- ur, og vei þeim eiginmönnum, sem áttu lauslátar konur í Quar- tier Latin. En fyrir æskumann- inn, frjálsan, áhyggjulausan, lífsglaðan og syndugan — eins og stúdentum ber að vera — var latneski borgarhlutinn Paradís — það var aldingarðurinn Eden fullur af Evum og eplum. Alt hjal um syndir og glötun, um siðavendni og siðfræði, tilheyrði gömlum tiímum 'og hverfandi kynslóðum. Þannig hefir það verið frá dögum Evu og til vorra daga. Það var yfirleitt engum vand- kvæðum bundið fyrir Parísar- stúdentinn að setja sig í sam- band við konur. Þær biðu eftir honum, hann var draumaprins- inn þeirra. Eldlegt augnaráð í gegnum glugga eða úti á götu nægði til þess að hún hlypi í fangið á honum. Þau voru bæði djörf og bæði þakklát, og tóku hvort öðru fegins hendi, eins og hverri annari guðsgjöf. Lifnaðarhættir stúdentanna, einnig hvað ástamálum við kom, voru öðruvísi í gamla daga en nú. Þá lifðu stúdentarnir ekki um efni fram. Þeir eyddu að vísu hverjum eyri en ekki meir. Og það áttu þeir kærustunum að nokru leyti að þakka, því að þær voru stúdentunum ekki eins dýr fyrirtæki eins og kærustur eru nú. Þegar þau fóru saman á matsölustaði eða skemtistaði, borguðu þau oftast hvort fyrir sig. Þau heimsóttu hvort annað á kvöldin, dönsuðu, sungu og drukku á ódýrum skemtistöðum og héldu svo heim — stundum tvö ein, stundum mörg í hóp — einhverntíma næturinnar. Þau höfðu alt, sem þau æsktu, og þau voru hamingjusöm. Sólarfagra vordaga fóru þau í skemtiferð til Versailles eða Fontainebleau, nutu skógarilms og fuglasöngs og böðuðn sig f litskærum blóma- breiðum við silfurtæra gos- brunna. Þar dreymdi þau von- glæsta framtíðardrauma og þau gleymdu áhyggjunum. Það jók á hamingjuna. Þannig lifðu þau á meðan þau langaði til þau lifðu eins og vilt- ir fuglar, frjálsir og fagnandi. Þau böðuðu sig í sól og sumri — en gleymdu vetrinum. Svo kom skilnaðarstundin. — Námið varaði því miður ekki ei- líflega og alvara lífsins barði að dyrum. Oft í ímynd einhvers útkjálka embættis og oft líka í framandi löndum — þar sem stúdentinn átti heima. Þá kvöddust þau — hann og hún — í löngum, innilegum faðmlögum, með heitum kossum og brennandi tárum. Hvílík sorg! Það liðu sorglegir dagar og svefnlausar nætur í heila viku — máske tvær. En þá komu nýir stúdentaí og nýjar ástir, og alt það gamla var gleymt. Auð- lind kossanna og faðmlaganna var óþrjótandi — alt fram á fer- tugs aldur. En fertugar kær- ustur vildi enginn. Nú er kærastan orðin önnur en hún var. Hún er hætt að elska stúdentinn sem tilbiður hana, en hún elskar skartgripina, skemt- anirnar og þægindin, sem hann býður henni. Þetta eru dýrar konur og hættulegar konur. Þær eru eitraðar eins og kokain eða ópíum, og einmitt þessvegna geta menn ekki verið án þeirra. Annarhver stúdent er glötuð vera — efnahagslega og and- lega — vegna þessara kvenna, sem alt annað elska en mennina, sem elska þær. Svo miskunarlaus er Parísar- konan orðin — en hún er falleg í grimd sinni. Það má hún eiga. Það versta við hana er samt það, að hún hefir gert Parísar- stúdentinn að annari veru en hann var áður. Sérstæðið og persónuleikinn hefir horfið, en yfirborðsmenska komið í stað- in. Hann þorir ekki lengur að vera brjótandinn — hinn ein- mana og storkandi, heldur eyðir hann helmingi æfi sinnar í það að apa alt eftir öðrum, í það — að vera smár.—Dvöl. •--------------- PÁLL ÞORSTEINSSON Hinn 8. marz síðastliðinn and- aðist að heimili sínu á Point Roberts einn af frumbyggjum bygðarinnar, Páll Þorsteinsson, eftir langvarandi veikindi. — Banameinið var hjartasjúkdóm- ur. Fyrir tæpu ári síðan kendi hann fyrst sjúkdóms þess, er síð- ar ágerðist og dró hann til dauða að lokum; hafði hann þá legið rúmfastur um níu mánuði og mest af þeim tíma mjög þungt haldinn, þó stundum bráði svo af honum um stundarsakir, að menn gerðu sér vonir um bata, enda hafði alt verið gert er hugs- anlegt var til þess, ef unt væri, að hann fengi bót meina sinna. Litlu eftir að hann veiktist, var hann fluttur á almenna sjúkra- húsið í Vancouver, B. C., og þar var hann um nokkurt skeið, eða þar til að læknar álitu að lengri sjúkrahús dvöl væri þýðingar- laus. Var hann þá fluttur heim aftur og naut þar allrar þeirrar umönnunar er hann þarfnaðist auk þess sem læknir vitjaði hans stöðugt. En það kom að Iokum, að kraftar hins lúna langferða- manns urðu að lúta fyrir atlögu dauðans. Páll heitin var fæddur á Loft- staðahjáleigu í Mýrdal í Vestur- Skaftafellssýslu 22. apríl 1865, og því tæpra 74 ára, er hann lézt, sonur þeirra hjóna Þor- steins Einarssonar og Málfríðar Arnoddsdóttur er þar bjuggu, en barn að aldri fluttist hann í fóstur til móðurbróður síns Gunnlaugs Arnoddssonar og konu hans í Vík í Mýrdal, og á því rausnar heimili, fyrst hjá fóstra sínum og síðar hjá Þor- steini tengdasyni hans, dvaldist hann öll sín ár á íslandi. Árið 1888 flutti Páll heitinn til Ameríku og settist að í borg- inni Victoría í British Columbia, og þar kvæntist hann tæpum tveim árum síðar, eða hinn 8. marz 1890, eftirlifandi konu sinni, Oddnýju Árnadóttur frá Fossi í Mýrdal, en fjórum árum síðar — 1894, fluttu þau til Point Roberts í Washington- ríkinu í Bandaríkjunum, og þar hafa þau búið síðan, þar til nú að dauðin hefir slitið hina hart- nær hálfrar aldar sambúð þeirra, eða nákvæmlega 49 ár. Hann lætur eftir sig auk ekkj- unnar 5 mannvænleg börn af 7 er þau eignuðust, öll uppkomin, og eru þau þessi: 1. Gunnlaugur Þorsteinn, — póstmeistari á Point Roberts, kvæntur Dóru Þórðarson hér úr bygðinni. Hann hefir auk póst- afgreiðslunnar stundað verzlun og húsabyggingar. Þau eiga tvö börn, pilt og stúlku, bæði stálp- uð. 2. Árni, búandi á Point Ro- berts, kvæntur Guðrúnu Dag- mar, dóttur Elíasar Guðmunds- sonar hér í bygðinni. Þau eiga tvö börn dreng og stúlku hálf- i

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.