Heimskringla - 28.06.1939, Page 6

Heimskringla - 28.06.1939, Page 6
6. SÍÐA HEiMSKRINGLA WINNIPEG, 28. JÚNÍ 1939 RISADALURINN Klukkan fjögur daginn eftir fór ofurstinn með bílinn sinn, farangur, ekil og hinn tigulega * þjón um borð í gufuskip, og hálftíma síðar sigldi hann út úr flóanum suður á bóginn. Ofurstinn var ennþá auðugur maður, en hinir miklu draumar hans um konungstign í rauðvið- arskógunum voru nú að engu orðnir, og ennþá einu sinni varð hann að leita sér að ódýrum skógum. Hvert hann fann þá nokkurntíma kemur ekki þessari sögu við. Á þeirri stund, þegar draumur Henry Poundstones um tign og auð á hinni lögfræði- legu braut urðu að engu, og vonir Poundstones borgarstjóra um heimilisfrið fóru sömu leiðina og áttu sér engrar endurreisnar von, og brögð hans í stjórnmála vafstri hans voru að engu orðin, vegna sérstakra heimilda, sem Bryce Cardigan hafði með höndum, gerðust mörg og mikil tíðindi. John Cardigan sat á svölum húss síns og barði göngustafnum sínum hægt ofan í gólfið, og dreymúi draum, sem í fyrsta sinnið eftir mörg ár var róslitaður. Hjá honum sat Shirley og starði hugsandi yfir húsþökin í Se- quoia niður á ströndina, þar sem gufan steig upp úr strompum tveggja sögunarmylna, henn- ar og Bryce Cardigans. Með jöfnu millibili heyrðist hvinur í sögunum og skarkalinn í við- arbolunum er þeir voru dregnir upp úr vatniÆu. Yfir timburstaflana sáust við og við hvítir löðurstrókar gjósa upp, en hinum tröll auknu viðarstofnum var velt af vögnunum niður í ■ sjóinn. Við bryggjur beggja mylnanna var verið að ferma skip, hinar háu siglur þeirra og rár báru við himin yfir reykháfana. Langt úti á flóanum var gufusnekkja, drekkhlaðin að leggja til hafs, og heyrði Shirley dauft berg- mál frá eimpípu hennar er hún gaf merki um að hún ætlaði að fara framhjá á stjórnborða seglskipi, sem var dregið til hafnar af gufu- snekkju Cardigans. “Það er dásamlegt,” sagði hún upp úr eins manns hljóði. “Já,” sagði hann með sinni djúpu og hljóm- þýðu rödd. “Eg hefi setið hér, góða mín og hlustað á husganir þínar. Nú veist þú dálítið um þær taugar sem tengja drenginn minn við Sequoia. Þetta,” hann veifaði handleggnum út í myrkrið, “er hin sanna- veig lífsins — að skapa og þroska þær gjafir, sem guð hefir gefið okkur — að starfa til að þekkja blessun hvíld- arinnar — að láta sig dreyma og sjá draumana rætast. Það er hið sanna líf, og eg hefi lifað. Og nú er eg reiðubúinn að hvílast. Hann brosti angurblítt. “Konungurinn er dauður. Lengi lifi konungurinn. Eg er að spyrja sjálfan mig að því, hvert þú, eins og þú hefir verið alin upp, munir una lífi þínu við hlið sonar míns hér í Sequoia. Það er dauflegt og þreytandi líf í svona trjávinslu bæ. Líf sem færist áfram smátt og smátt án sérstakra viðburða og æs- andi athafna, meðal trjáa og almúgafólks. Það verður þér kannske þungtbært líf, Shirley. Maður verður að venja sig við það til þess að falla það, skal eg segja þér.” “Eg hefi fundið hve baráttan er örðug fé- lagi,” svaraði hún, “þessvegna hugsa eg að eg geti notið sælu sigursins. Eg er ánægð.’” “Þú lézt drenginn hafa meira en lítið fyrir að ná þér.” “Hún hló blíðlega. “Mig langaði til að hann berðist; því eg vildi sjá hvaða dugnaður væri í honum,” sagði hún. XL. Kapítuli. Næsta dag kom Bryce Cardigan heim með lestinni utan úr skógunum. Hann stökk niður hjá mylnunni sinni og hélt til Buck Ogilvy, sem stóð í skrifstofudyrunum. “Það gekk meira en lítið á hjá Litla lár- viðarlæknum í morgun, Buck.” “Blesaaður segðu mér frá þv!” sagði Ogilvy ólundarlega. “Það var ágætt,” hélt Bryce áfram. “Dun- can gamli McTavish er kominn aftur. Eg vissi að hann mundi gera það. Sorgar árið hans rann út í gær, og hann kom til að taka við formannsembættinu.” “Hann var einu ári of seinn,” sagði Ogilvy. “Eg vildi heldur missa heila jörð, en þennan stóra Canada-mann, hann Jules Rondeau. Það er nú alminlegur formaður, og fyrsta verkið sem þú fékst honum var hið óhreinlegasta, sem hægt var að fá að smyrja feitinni á rennurnar fyrir hálfan annan dal á dag. Hann er of góður til að tapa honum nú. Mér er sama hvernig mannorð hans er. Hann getur náð viðnum og eg fylgi honum.” “Eg er hræddur um að þú getir ekkert fyrir hann gert,” sagði Bryce þurlega. “Get eg ekki, hvað ? Hvenær sem þú skiftir þér af er eg ræð eða rek einhvern, missir þú fjárans góðan forstjóra, sonur sæll. Já, herra. Ef þú lætur mig ábyrgjast vinnuna, verð eg að velja verkfærin, sem hún er unnin með.” “Gott og vel,” sagði Bryce hlægjandi. “Hafðu það eins og þú velt. En ef þú getur rekið Duncan McTavish út úr Cardigan skógun- um, þá langar mig til að sjá hvernig þú ferð að því. Duncan gamli er nú seztur þar að.” “Hvað meinar þú með því, að hann sé seztur þar að?” “Það sem eg meina er þetta, klukkan tíu í morgun kemur Duncan McTavish, þar sem þeir voru að hlaða stofnunum á vagnana. öil brennivínsfitan var runnin af honum, og hann leit út fyrir að vera fertugur í stað þess að hann er sextugur. Hann rak upp öskur og kom hoppandi eftir stofnunum og stefndi beint á Jules Rondeau. Sá mikli kanúki sá hvað að fór og var ekki óviðbúinn. Hann þurfti að berjast fyrir stöðu sinni og það gerði hann. “Nei hver fjandinn!” “Já, og það var fjandans aðgangur. Hvor- ugur sparaði annan né fór að neinum glímu- lögum, sem er aðferð, er Rondeau fellur, svo vel. En gamli Duncan lagði hann að velli. Er hann var í útlegðinni, kendi einhver honum hamarslásinn og önnur brögð til og hann flýtti sér að ráða niðurlögum Rondeaus. í raun og veru mátti hann til með það, því að annars hefði Rondeau, sem er miklu yngri sigrað.” “Og Rondeau beið ósigur?” “Já, gersamlega. Mac skelti honum og þjarmaði honum svo að Rondeau barði í jörðina með lausu hendinni til merkis um að hann gæfist upp; lét Duncan hann þá standa upp, og Rondeau fór til kofa síns og tók saman föggur sínar. Hið síðasta sem.eg sé til hans var að hann stefndi til Laguna Grande verbúðanna. Hann rekur líklegast burtu aukaformanninn, sem eg réði þangað er félögin runnu saman, og fær hans starf. Mér er sama þó að hann geri það. Það sem gleður mig er að hinn gamli for- maður Cardigans er kominn heim í skógana okkar. Sá gamli hestaþjófur hefir fengið sína ráðningu og heldur sér ófullum framvegis. Eg held að hann sé læknaður.” “Bölvaður útilegumaðurinn!” “Mac þekkir San Hedrin skógana eins og eg þekki vasana mína. Hann verður mesti bjargvættur þegar við förum þangað og nýja járnbrautin er lögð. En meðal annara orða, hefir faðir minn komið hingað í morgun?” “Já, Moira las bréfin hans og fylgdi honum upp í Risadal. Hann sagðist þurfa að hugsa þar svo lítið í ró og næði um þessa nýju gufu snekkju, sem þú ætlar að byggja. Honum finst að hún ætti að vera stærri, nógu stór til að bera tvær miljónir feta.” Bryce leit á úrið sitt. “Klukkan er hálf tólf,” sagði hann. “Eg hugsa að eg fari þangað eftir honum, og komi með hann heim til há- degisverðar.” Hann fór upp í bílinn, sem stóð þar og ók í burtu. Buck Ogilvy beið þar þangað til hann var horfinn gekk svo mjög ákveðinn inn í skrif- stofuna. “Moira,” sagði hann sköruglega og gekk að skrifborðinu hennar, “pabbi þinn er kominn aftur, og það sem meir er, Bryce gaf honum aftur starfa hans. Og eg lýsi því yfir, að þú ferð ekki aftur út í skógana til að sjá um húsið hans. Skilurðu það? Sjáðu nú til Moira. Eg hefi flöktað í kringum þig mánuðum saman, og tjáð þér ást mína en ekkert orðið ágengt. í dag spyr eg þig að því í síðasta sinni. Vilt þú giftast mér? Eg er miklu betur að þér kominn en þorparinn hann pabbi þinn, og eg segi þér að þú skalt ekki fara aftur út í skógana til að ann- ast hann. Heyrðu nú, Moira. Gefðu mér nú ákveðið svar.” / “Eg er hrædd um að eg elski þig ekki nógu mikið til að giftast þér, Mr. Ogilvy. Mér þykir vænt um þig, en-----” “Síðasti báturinn sokkinn,” hrópaði Buck Ogilvy í örvæntingu. “Eg hefi fengið svarið.. Jæja, eg mun ekki hanga hér mikið lengur, Moira. Eg veit að eg er kannske flón, en eg hlýt að vera það hér nálægt þér. Því mun eg gefa upp starf mitt hér og h'verfa að mínu gamla starfi, járnbrautarlagningu.” “Æ, þú ferð ekki að gefa upp tíu þúsund dala laun á ári,” sagði Moira forviða. “Eg gæfi upp miljón dala laun á ári. Eg er nógu örvæntíngarfullur til að fara þarna yfir í mylnuna og fljúga á stóru bandsögina. Eg ætla í burtu, þangað sem eg sé þig ekki. Augun í þér eru að gera mig vitlausan.” “En eg vil ekki að þú farir í burtu Mr. Ogilvy.” “Kallaðu mig Buck,” sagði hann í skipandi rómi. “Eg vil ekki að þú farir burtu, Buck. Mér mundi finnast að eg hefði rekið þig frá góðri stöðu.” “Gifstu mér þá og eg skal vera kyr.” “En eg elska þig kannske ekki nógu mikið til þess, eins mikið og þú ættir skilið--” “En — en!” hrópaði Buck Ogilvy. “Þú veist ekki lengur hvað þú vilt. Hvernig vog- arðu þér að segjast ekki elska mig, Moira? Eg mun hætta á það.” Hún horfði á hann feimnislega, og hann sá ástina glampa í dökku, augunum hennar. “Eg veit ekki stundi hún. Það er mikill ábyrgðar- hluti ef----” “Ó, fjandinn hafi þetta ef!” sagði hann glaður og tók um hendur hennar. “Batna eg nokkuð með aldrinum kæra Moira ?” sagði hann með sínum venjulega unggæðings hætti. Og áður en hún gat áttað sig í hvað gerðist hafði hann faðmað hana að sér og hún grét hljóðlega vegna þess, að hún dáðist að Buck Ogilvy og þótti innilega vænt um hann. Og þess meira., sem hún hugsaði um þetta, því glaðari varð hún að með tímanum kynni hún að fara að elska þennan hressilega dreng. “Æ Buck eg er ekki viss um nema eg hafi elskað þig dálítið um langan tíma.” “Eg er alveg dauðskotinn í þér. Þú ert sú dásamlegasta stúlka, sem eg hefi nokkurntíma heyrt um. Blómarósin mín!” og hann kysti vanga hennar til að gera þá ennþá rjóðari. John Cardigan sat í stólnum sínum er sonur hans kom til hans. Hatturinn hans lá á sprekunum á jörðinni, en höfuð hans hékk ofan á brjóstið og hallaðist til hliðar eins og hann væri að hlusta eftir einhverju. Svo lítill and- vari lék sér að gráu lokkunum hans. Bryce beygði sig yfir gamla manninn og snerti öxl hans blíðlega. “Vaknaðu félagi,” sagði hann glaðlega. En John Cardigan vaknaði ekki, og sonur hans hristi hann svolítið. Er hann fékk ekkert svar Iyfti Bryce höfði hans og horfði framan í hann. “Vaknaðu nú gamli félagi.” John opnaði blindu augun og brosti við drengnum sínum. Góði sonur, góði sonur,” hvíslaði hann. Hann lokaði augunum eins og honum væri það ofraun að halda þeim opnum. “Eg hefi setið hér og beðið,” bætti hann við í sama hvíslandi málrómnum. “Ekki eftir þér drengur — að bíða —” Höfuð hans féll ofan á öxl sonar hans og henda hans greip um hendi Bryce. “Hlustaðu,” sagði hann. “Getur þú ekki heyrt hana — þögnina? Eg skal bíða ^ftir þér hér sonur minn. Móðir þín og eg skulum bæði bíða eftir þér á þessum bletti, sem henni þótti svo vænt um. Eg er þreyttur, mig langar til að hvílast. Hugsaðu um gamla Mac og Moiru — og Bill Dandy, sem misti fótinn úti í skógunum í haust eð var — og börnin hans Toms Elling- sons og alla þina, sonur minn. Þú veist að þetta eru alt skjólstæðingar okkar, við berum ábyrgð á þeim. Mér þykir leiðinlegt að eg get ekki beðið eftir að vinnan hefjist í San Hedrin, en eg hefi lifað og elskað. Æ, já, eg hefi verið hamingjusamur maður, við að vinna og dreyma hjá risunum mínum og-------” Hann varpaði öndinni lágt. “Góði sonur,” hvíslaði hann aftur og líkami hans varð lé- magna. Hið trygga hjarta þessa mikla manns var hætt að slá. Bryce hélt honum í faðmi sér uns hann varð var við þetta. Eins og úr sem ekki hefir verið dregið upp hættir smátt og stansar svo með öllu. “Vertu sæll John félagi!” hvíslaði hann. “Þú ert að síðustu kominn til Ijóssins. Við skulum fara heim saman núna, en við skulum koma aftur.” Hann fór með lík föður síns í faðminum út úr rjóðrinu og bar það léttilega niður stíg- inn út í bílinn. Tveim dögum síðar var John Cardigan lagður til hinnar hinstu hvíldar, hjá konunni sinni, sem hann hafði mist, á meðal risanna hans, og varð nú sjálfur óaðskiljaplegur hluti a f* þeirri kyrð, sem er samhljómur ald- anna. Þegar jarðarförin var liðin, biðu þau Bryce og Shirley uns þau voru ein orðin hjá nýorpinni gröfinni. Gegn um glufu í hinum miklu greinum tvö hundruð fet fyrir ofan þau, sást rönd af heiðbláum himninum, en sólgeisl- arnir féllu eins og gullteinn á blómskrýddu gröfina. Frá brúnum stofni eins trésins, tísti grár íkorni og horfði á þau spyrjandi, var hann ef til vill niðji þess, sem étið hafði hnoturnar úr vösum Bryce er hann var lítill drengur fyrir tuttugu árum síðan. “Hann var risi meðal annara manna,” sagði Bryce alt í einu. “En hversu vel þessi hvíldarstaður hæfir honum!” Hann lagði hand- leggin um herðar konu sinnar. “Þú gerðir það mögulegt unnusta.” Hún horfði á hann hrifin og saman gengu þau út úr Risadalnum, hughraust fyrir þann ásetning sinn, að lifa og elska og dreyma sína drauma, og ef til vill þegar lífinu lyki og hvíld- arstundin kæmi, að gefa sig henni á vald, hugg- uð og studd af þeirri fullvissu að draumarnir hefðu komið fram. ------ENDIR--------- APINN SEM LÆRÐI MANNASIÐI TAýralæknir einn í París, dr. Mennerat að nafni hefir gert tilraun með sálarþroska apa, og hefir aldrei neitt svipað verið áður gert. Fyrir 10 árum kom dr. Mennerat heim úr rannsóknaferð um Suður-Afríku. Hafði hann með sér tveggja ára gamlan Schimpansa. — Apann nefndi hann Fatou. Dr. Mennerat á konu og tvo syni. Alt þetta fólk svo og annað heimilisfólk læknisins, gerði hú alt sem í þess valdi stóð til þess að venja apann við umgengni manna og gleyma sinni fyrri tilveru meðal dýranna. Þ. e. a. s. ekkert var gert til þess að aga apann eða temja hann, kenna honum, skóla hann. En honum var gefið sem mest og best tækifæri til að semja sig sjálfkrafa að siðum mannfólksins. Þegar apinn hafði lært þannig mannasiði í 10 ár, kom hann fyrst “opinberlega fram”, þ. e. ókunnugir menn fengu tækifæri til að kynnast honum. Dýralæknirinn hélt fjölmenna kvöldveislu, og bauð þangað dýrafræðingum, læknum og blaðamönnum. Er gestirnir voru komnir, kom Fatou inn í stofuna. Hann gekk uppréttum fótum og lokaði varlega á eftir sér hurðinni, gekk síðan virðulega fyrir hvern einstakan gest og rétti honum hendina, til að bjóða hann vel- kominn. Er til borðhaldsins kom, settist hann við borðendann, þar sem honum var ætlað sæti og mataðist eins og hitt fólkið, og borðaði alla sömu rétti og aðrir með öllum sömu borðsiðum og aðrir. En framreitt var þarna súpa og v fiskur, kjöt, grænmeti og ábætir. Hann fór að öllu sem aðrir, tók við diskum frá sessunaut sínum, og rétti til þess næsta er hann hafði tekið það sem hann lysti. í einu var hann frábrugðinn mannfólkinu, að hann tók ríflegar en aðrir til matar síns af ávöxtum og grænmeti. — Vín drakk hann, sem aðrir, hélt kurteislega á glasinu, og fór sér að engu óðslega. Er komið var að ábætinum, stóð hann skyndilega á fætur, gekk til húsmóðurinnar, frú Mennerat, lagði hpndlegginn hægt á öxl henni og sagði skýrt tvisvar: Mamma! Benti hann á vínflösku eina, er í var hvítt Bordeaux-vín og var auðsjáanlega að biðja hana að gefa sér úr flöskunni. En einmitt þetta vín var eftirlætisdrykkur hans. Hann þekti flösku miðann. Er gestirnir voru sestir að kaffidrykkju sagði dr. Mennerat: “Nú langar okkur í eitthvað að reykja”. Strax stóð Fatou upp og sótti vindlakassa, cigarettur og eldspýtur. Gekk hann nú fyrir gestina, bauð þeim reyk og gleymdi ekki að kveikja í fyrir þá. Að því loknu tók hann sér eina sigarettu, náði í ösku- bikar handa sér, settist í sófa, lét öskubikarinn vera þar hjá sér, reykti sigarettuna með sýni- legri velþóknun og drap síðan í stúfnum með því að þrýsta honum niður í öskubakkann. Schimpansinn var klæddur víðri blússu, þunnum buxum og strigaskóm. Han-n safði her- bergi út af fyrir sig í íbúðinni. Þar var rúm hans, borð, ruggustóll og fatasnagar. Þar hafði líka verið gert sérstakt baðker handa honum. Hann sá sjálfur um að láta renna í baðkerið og tempra vatnið í notalegan hita. Að því búnu baðaði hann sig og þurkaði sig og klæddi sig eins og menn. Fatou fór frjáls ferða sinna um alla íbúð læknisins. Aldrei skemdi hann neitt. Aldrei fór hann í óleyfi í matarbúrið til að hnupla sér bita. Hann /Var þó lokaður inni meðan mót- tökutími læknisins stóð yfir, því hefði hann komið að óvörum í biðstofuna, gat verið að hann hefði vakið þar ótta og skelfingu,. Áður en gestirnir yfirgáfu læknirinn þetta kvöld, gaf hann þeim greinargerð fyrir þessu uppeldi apans. Hann sýndi fram á, að fram- koma Fatou væri á engan hátt af sama toga spunnin og kúnstir þær, sem öpum eru kendar til þess að sýna þá á fjölleikahúsum. Alt það sem þessi api hefir lært, hefir hann lært af sjálfum sér, með því að taka eftir því og tileinka sér það sem aðrir gera. Aldrei hefir neitt af heimilis- fólkinu gefið sig að því að kenna honum. Upp- eldi apans á heimilinu, var því fullkomlega eins og uppeldi ómálga barns. Hann hafði af sjálfs- dáðum lært með því að taka eftir hvernig aðrir færu að, hvernig átti að halda á hníf og gaffli, opna skápa og aðrar hirslur, gluggahlera o. s. frv. En hann gat ekki sagt nema eitt einasta °rð, og það var “mamma”. Þetta orð hafði hann lært af sonum dýralæknisins. Dr. Mennerat gat sér þess til af þessari reynslu með apann, að orðið ”mamma” væri elsta orðið sem yfirleitt hefði farið yfir varir manna, sé upphaf manna máls. Þetta orð er því nær í öllum tungum heims, og er líka auðveldast af öllum fyrir apa- várir.—Mbl. 21. maí. Sannleikurinn skaðast oft meir af ákefð meðmælanda en ástæðum mótmælanda.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.