Heimskringla - 02.08.1939, Blaðsíða 4

Heimskringla - 02.08.1939, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 2. ÁGÚST 1939 iiaiiinHiiiiiiuiiniiiiuiiiiuMiiiimiiiiiiiiiiiiinimnmnmmiwninmmiHimninninninmummmiitiiimiiiuiiiiiiiiuiimiimi'1: ^ctmskrtngla | (StofnuS 1SS6) Kemur út á hverjum miBvikudeoi Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. »53 og S5S Sargent Avenue, Winnipeg Talsimis 86 537 Vert blaðslns er »3.00 árgangurlnn borglst fyrirfram. Allar borganlr sendist: THE VIKING PRESS LTD. 311 vlðskrfta bréf blaðinu aðlútandl sendlst: j| M'nager THE VIKINQ PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskri/t til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg “Helmskringla” ls publlshed and prlnted by THE VIKINQ PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man Telephone: 86 537 g^gggmmUliimUlUIHUmillUmUllflittHfttBllttUUUUIIttttlUWHiUiliUUIUiUililUUUBIIUilUIUUIUIIiHUUIfiUliltlillUi^ WINNIPEG, 2. ÁGÚST 1939 FIMTUGASTI ÞJÓÐMINNINGARDAGURINN Næstkomandi mánudag (7. ágúst) verð- ur þjóðhátíðardagur Winnipeg-manna, og Gimli-og Selkirk-búa, er nokkur síðast liðin ár hafa tekið virkan þátt í hátíða- haldinu með þeim, haldinn á Gimli. Til hátíðarinnar hefir verið vandað eftir föngum eins og áður og þó nokkru betur en fyr, vegna þess, að þetta er fimtugasti íslendingadagurinn, og þes8 hálfrar aldar afmælis verður um leið á ýmsan sérstakan og viðeigandi hátt minst. Verði veður hagstætt, og þess hefir stundum verið krafist af íslendingadags- nefndinni, að vera að minsta kosti í ráðum með drotni um það, geta íslendingar átt þess von, að eiga nú á Gimli einn hinn skemtilegasta samkomudag sinn. En hátíðin mælir með sér sjálf, svo um það er óþarft að fjölyrða. f stað þess skal hér eitt eða annað týnt saman í tilefni af 50 ára afmæli dagsins. Heimskringlu ætti ekki að vera ókært að minnast á stofnun íslendingadagsins í Winnipeg, því það var hún, sem fyrst hreyfði því máli. Það var með ritstjórn- argrein gert í blaðinu 19. júlí 1888 og mun höfundur hennar hafa verið Eggert Jó- hannsson, er þá var ritstjóri blaðsins ásamt Frímanni B. Anderson stofnanda Heimskringlu. Þetta er gert tveimur árum áður en úr stofnun hátíðarinnar verður, en hefir eflaust lifað og orðið æ gleggra og ljósara í hugum manna, unz 'að farið var af stað og til þjóðhátíðar efnt 2. ágúst 1890. Er það fyrsti þjóðhátíðar- dagur íslendinga í Winnipeg og vestan hafs, að undanskildri þjóðhátíðinni 1874 í Milwaukee. En sú hátíð var haldin bein- .línis af því að það ár heima var sérstakt hátíðáár, þar sem 1000 ára bygðar íslands var minst, og landinu var auk þess færð ný stjórnarskrá af Danakonungi. En mál- inu um fslendiijgadagshald í þetta sinn eða árið 1890 hreyfði Jón Ólafsson, er þá var nýkominn vestur og tekinn við meðrit- stjórn Lögbergs. Mælti hann með 2. ágúst til hátíðarhaldsins. Voru einhverjar at- hugasemdir við það gerðar, en yfirleitt virtust íslendingar sammála um að halda þjóðhátíð og nefna “íslpndingadag”. Var 14 manna nefnd kosin til að sjá um undir- búning hátíðarinnar og var hún haldin í grasgarði einum, svonefndum “Victoria Garden”, sem var á James stræti austur við á, en er nú þakinn heilsöluhúsum og orkuverum. Forseti hátíðarinnar var W. H. Paulson, en ræðumenn voru Gestur Pálsson, séra Jón Bjarnason, Egget Jó- hannsson, Einar Hjörleifsson og Jón Ólafs- son. Kvæði ortu: Jón Ól., Gestur Pálsson, Einar Hjörleifsson og Kristinn Stefáns- son. Enskumælandi gestum hafði verið boðið, svo sem fylkisstjóra Schultz í Mani- toba danska og bandarísku konsúlunum og fleiri stjórnarþjónum hér. Minnin voru hin sömu og löngum síðan t. d. Minni ís- lands, Vesturheims, Vestur-íslendinga, Gesta og Minni Kvenna. Er nú nokkuð síðan hið síðast talda minni hefir verið flutt á íslendingadegi. Ræðurnar eru margar prentaðar í Heimskringlu frá þessum tíma ásamt kvæðunum. Eru þær hinar ágætustu, sem vænta mátti, enda hefir oft verið til þess tekið. íþróttir og söngur fóru einnig fram. Ennfremur var þá skrúðganga höfð um helstu götur bæjar- ins um morgunin áður en hátíðin hófst, er vakti mikla eftirtekt. Dagurinn mun hafa verið sóttur af flestum fslendingum í borginni, en þeir voru þá fullur tíundi hluti borgar-búa er alls voru aðeins 30,000. Fjallkona kom ekki til sögunnar á íslendingadeginum fyr en löngu seinna. Um allan aðdraganda að því að þjóð- minningardagurinn fyrsti var hér haldinn, er mikið skrifað í Heimskringlu og Lög- berg frá þessum árum. En þá sem fýsir að fræðast um þá sögu aha og sögu þjóðhátíð- ardagsins hér vestra, skal vísað til greina um það í fjórða og fimta árgangi Tímarits Þjóðræknisfélagsins. Hefir ritstjóri tíma- ritsins, fræðimaðurinn dr. Rögnvaldur Pétursson skrifað þá sögu af þeirri ná- kvæmni og glöggum skilningi, er ein- kennir alt það er hann hefir um söguleg efni Vestur-íslendinga ritað. Þar er á einn stað saman safnað því, er sögu þjóðhátíða vorra vestra áhrærir hvar sem haldnar hafa verið og sem mörgum mun nú á 50 ára afmæli íslendingadagsins í Winnipeg þykja fróðlegt og skemtilegt að lesa um. Menn fylgjanst betur með há- tíðinni á Gimli 7. ágúst, ef þeir lesa það. Það er enginn efi á því, að það er tvent, sem aðallega hefir vakað fyrir íslendingum með því að halda þenna þjóðminningar- dag. Hann átti í fyrsta lagi að minna þá á ættjörðina og tengja þá hér sterkari fé- lagslegum þjóðernisböndum, en áður en þeir voru hér dreifðir, höfðu skifst í tvo eða fleiri pólitíska og trúmála flokka, en það sem í orðinu þjóðarsál felst, var í hugum þeirra ekki hér, heldur heima, þrátt fyrir 15 eða 16 árin sem þeir áttu orðið sér að baki í þessu landi, að minsta kosti þeir sem fyrst komu hingað til lands. Þar fundu þeir að þeir áttu sameiginlega eitthvað fast undir fæti og að á þeim grundvelli varð að reisa það, sem þeim gæti orðið hér félagslega í heild sinni eitthvað til fram- búðar. Hitt sem fyrir mun hafa vakað með deginum, var að vekja eftirtekt hér- lendra manna á uppruna sínum, þjóð sinni, hugsunarhætti íslendinga, menningu íslenzkrar þjóðar. Þetta hvorttveggja hepnaðist ef til vill vonum betur með fyrsta íslendingadeginum. Þó stundum hafi skrykkjótt gengið með íslendingadag- inn að því leyti, að hann hafi betur hepn- ast í eitt skiftið en önnur og bæði veður og annað hafi ’ bagað hátíðahaldið, hefir á hverju ári síðan verið haldinn íslendinga- dagur af Winnipegbúum og um síðari árin með aðstoð Gimli- og Selkirk-fslendinga, sem við þá stefnu sína hefir vel staðið, að sameina íslendinga um að vernda þjóð- ernislegan arf sinn, að svo miklu leyti sem hægt er að gera sér vonir um af því að koma einu sinni saman á ári. Á þess- ari fyrstu hátíð voru og hérlendir menn og ensk blöð frá þeim árum báru hátíð- inni og íslendingum, fslandi og menn- ingu þess svo góða söguna, að maður les ummæli þeirra enn með þakklátum, ef ekki hrifnum huga. Félagslega og þjóðernis- lega var því með þessum fyrsta íslendinga- degi stigið svo stórt spor og mikilsvert fyrir íslenzkt þjóðlíf næstu 50 árin á eftir, eins og raun ber nú vitni um, og um langan ókominn tíma enn vonandi, að þess er vert að minnast eins lengi og nokkur maður finnur til þess, að honum rennur ærlegt íslenzkt blóð í æðum og heldur áfram að heita fslendingur, en ekki neitt annað. Um þetta gat íslendingum komið saman. En með því er þó ekki sagt, að þeir væru ávalt sammála um ýms atriði hátíðarhalds- ins. Út af því hvaða dag átti að halda þjóðhátíðina reis hér síðar ein sú harðasta heila, sem hér hefir verið háð — og er þó nokkuð með því sagt. En til þess að segja þá sögu sem styðsta, vildu þeir, sem á móti öðrum ágúst voru, að dagurinn væri haldinn í júní-mánuði. Nefnd manna sem skipuð var til að íhuga þetta mál og miðla málum, ef kostur væri á, lagði til að þjóð- hátíðardagurinn væri haldinn ár hvert á fimtudegi í níundu viku sumars, því þá hafi alþingi verið stofnað og hefði eftir mánaðardegi talið þá verið dagana milli 11. og 17. júní. Ýmislegt fleira kom og til mála svo sem að ísland hafi verið fundið í júní mánuði, að Leifur hepni hefði fundið Ameríku um það leyti og að í júnímánuði hefðu fyrstu innflytjendur að heiman kom- ið vestur. Og það fanst mörgum mjög tilhlýðilegt, að þessi þjóðhátíð vestra, væri við þetta tengd eitt eða alt. Ennfremur var afmæli Jóns Sigurðssonar í þessum mánuði (17. júní). Ritstjórar Lögbergs og Heimskringlu, þeir Sigtryggur Jónas- son og Eggert Jóhannsson, voru þessu samþykkir og leit það ekki sem verst út, en Jón ólafsson skrifaði frá Chicago sterklega á móti því og hélt enn með öðrum ágúst og það var eftir þjark á fundum og ókyrð, svo að stundum lá við uppþoti, loks samþykt að hafa þjóðhátíðina annan ágúst. Þá höfðu nokkrar bygðir hér haldið fs- lendingadag um þetta sama leyti, en ekki allar samt, og þær drógust inn í málið líka og vildu ekki breyta til. Á þjóðhátíðinni hér vestra, hafa oft ver- ið góðir gestir frá fslandi, svo sem Matt- hías Jochumsson árið 1893, og dr. Valtýr Guðmundsson 1896; með honum var Þor- steinn Erlingsson, er orti kvæði fyrir há- tíðina, en varð að fara heim áður en hátíðin var haldin. Þá kemur séra Jón Helgason vestur 1913, Einar skáld Beni- diktsson 1921, Dr. Ágúst H. Bjarnason 1923 og Jónas alþm. Jónsson 1938. Og sem áður er getið, verða nú fleiri gestir frá íslandi á hátíðinni 7. ágúst á Gimli en nokkru sinni fyr, þeir Vilhjálmur Þór og Árni G. Eylands og fjölskyldur þeirra. Gestir þessir eru ávalt kærkomnir og á- hrif dagsins eru oft miklu nfeiri fyrir komu þeirra. Að slíkar heimsóknir eru að fara í vöxt, er eitt af því, sem góðu spáir um viðhald hátíðarinnar og um leið alls sem íslenzkt er hér vestra. Heimskringla hefir náð tali af nokkrum, sem stadidr voru á fyrsta íslendingadegin- um. Ber þeim öllum saman um það, að há- tíðin hafi verið yfrið skemtileg og að fátt hafi fyrir þá komið síðan sem eins hafi snert þjóðræknistilfinninguna. Mrs. Jó- sepína Jóhannsson, minnug kona og skýr, sagði, að fulla viku áður en hátíðin hófst, hafi konur setið við að sauma sér kjóla. Hefði erfitt verið að halda þeim bletta- lausum í skrúðförinni, því hellirigning hefði verið nóttina áður og götur bæjar- ins flestar, sem um var farið, ósteinlagð- ar og ein for og leðja. Þegar út í garðinn kom, höfðu flestir með sér nesti og breiddu dúka á jörðina og gerðu sér hljóðir til að hita kaffi á. Var hver fjölskylda fyrir sig og buðu hver annari heim þarna og var íepst við að hafa veitingar sem rausnar- legastar. Lagði reykina í loft upp af þessum bústöðum um allan garðinn, eins og á vormorgni á bæjum heima í sveitun- um á íslandi. Nokkrir fslendingar komu langt að eins og utan úr Álftavatnsbygð. Ferðuðust þeir á vögnum með uxa fyrir og voru þrjá daga á leiðinni. Yfir vagn-* ana var tjaldað og í þeim sofið á næturnar. Engar voru járnbrautir, ekki einu sinni svo lanjjt norður sem til Stonewall. En þó sagði ferðafólkið, að alt þetta hefði meira en borgað sig með skemtuninni af degin- um, gleðinni af því að koma saman og finna landa að máli. Þeir hefðu ekki veigrað sér við að sækja fslendngadagana nú, að Gimli eða Hnausum. Ummæli nokkra annara væri hægt að tilfæra, um fyrsta íslendingadaginn, en með því að það yrði all-langt mál, skal hér staðar numið. Árnar Heimskringla ís- lendingadeginum heilla á 50 ára afmælinu! SONARHARMUR Barnið mitt! Eg skil það varla að veslings pabbi þinn er vakandi og lifir þegar auga þitt er brostið. Þú, sem varst minn vorgróður eftir vetrarlanga frostið. Langt er upp í sólina látni vinur minn. Lengra þó er þreyttum manni að sínum grafar beði. Þó er ennþá miklu lengra að minni týndu gleði. Barnið mitt á leiði þínu loga grátsölt tár líkt og dögg á blómum vona minna, blómum, sem að dóu um leið og eldur augna þinna. í myrkrið hef’ eg hrópað í mörg og þungbær ár en mér var barn mitt aldrei svarað neinu. Nú þori eg ekki að hrópa en vona og efa í einu. Jóhann Sigurjónsson ATHS.—Laust eftir síðustu aldamót, var eg staddur á Laxamýri í Þingeyjar- sýslu. Jóhannes Sigurjónsson bjó þar þá á hálfri jörðinni á móti bróður sínum Agli. Jóhannes var nýbúinn að missa ársgamlan einkason og tregaði hann mjög. Jóhann bróðir þeirra var við nám í Kaupmanna- höfn, þá lítt þektur sem skáld og leikrita höfundur. Hann sendi Jóhannesi bróður sínum ofanskráð kvæði. Las Jóhannes mér kvæðið sjálfur og lærði eg það sam- stundis og hefi kunnað það síðan. Hefi eg ekki séð kvæði þetta prentað. Datt mér í hug ef það væri hvergi til nú, nema í |ininni mínu, að rétt mundi áður jen það væri um seinan að festa ^ það á pappír. Slík bókmenta perla má ekki glatast. J. S. frá Kaldbak FJÆR OG NÆR 1902 frá Vopnafirði. Hana lifa einn sonur, Stefán og stjúpsonur Sigurður, báðir hér vestra, og eina systir heima. Jarðarförin fór fram í gær frá útfararstofu A. S. Bardal. Séra Philip M. Pétursson jarðsöng. Miss Guðrún Bíldfell er ný- komin sunnan frá Minneapolis, þar sem hún hefir dvalið í nokkr- ar vikur við framhaldsnám I skólakennara,. er þangað sóttu víðsvegar að. * * * Mrs. Ragnheiður Mooney kom frá Vancouver og dvaldi nokkur dægur í bænum, á leið til systur sinnar, Mrs. Hólm að Víðir, Man. * * Jón Pálsson, 532 Beverley St., Winnipeg, lézt s. 1. sunnudag. Hann var 65 ára, ókvæntur, kom til Canada árið 1900 og bjó í Win- nipeg. Hann stundaði smíðar. Hann var ættaður frá Reyðar- firði. Systkini á hann fjögur á lífi: Jóhönnu, Vigfús, Mrs. Vig- fúsínu Beck, öll í Winnipeg og Þórólf á Steep Rock. Jarðar- förin fór fram í gær. Séra V. J. Eylands jarðsöng. * * * Mrs. Gróa Stefánsson, 563 Simcoe St., Winnipeg, ekkjan eftir Joseph heitinn Stefánsson, lézt s. 1. föstudag. Hún var 79 ára að’aldri, ættuð frá Heina- bergi á Mýrum í Austur-Skafta- fellssýslu. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson á Heinabergi og Guðrún Pálsdóttir. Vestur flutti hún með manni sínum árið Þakkarorð Við viljum votta okkar alúðar þakklæti öllum þeim íslendingum í Vancouver sem sýndu okkur þá vinsemd að minnast 25 ára giftingar-afmælis okkar hjón- anna. Við viljum þakka þeim fyrir að koma saman á heimili okkar sunnudaginn 28. maí og gera okkur þessa stund sem skemtilegasta. Við viljum líka þakka þeim fyrir þá rausnar- legu gjöf sem okkur var afhent við þetta tækifæri. Mr. og Mrs. Snæbjörn Polson * * * Mrs. J. J. Bíldfell fór á sunnu- dagsmorgunin til Detroit, Mich., til bróður síns Matthíasar Thor- steinsson. Mrs. Thorsteinsson er nýlátin af heilablóðfalli. * * * Árborg, Man., 29. júlí 1939 Kæri Ritstj. Hkr.: Viltu gera svo vel og birta eftirfarandi gjafalista til Sum- arheimilis ísl. barna. Sunnudaginn 24. júlí fékk heimilið heimsókn frá nokkrum konum úr U. F. W. M., Gimli, Man. Afhentu þær forstöðu- konu $24.00 að gjöf frá því fé- lagi í minningu um Línu Ander- son, Gimli, ekkju Kapt. Baldvin Anderson. Hún lézt s. 1. vetur. Betri konu var ekki hægt að finna, og af því að eg þekti hana THE ERU ÞAU ÖHULT Borgarabréfin yðar, fasteignabréfin, Ábyrgðarskírteini o. fl. Verndið yðar verðmætu skjöl! Látið þau í stálkassann yðar hjá Royal Bank. Þér getið leigt þá fyrir tæpt lc á dag. Spyrjist fyrir um það hjá næsta útibúinu við yður. ROYAL BANK OF CANADA =Eignir yfir $800,000,000 = VÉR ÁRNUM ÍSLENDINGUM TIL HEILLA MEÐ 50 ÁRA AFMÆLI ÍSLENDINGADAGSINS Armstrong Gimli Fisheries Ltd. 807 Great West Permanent Bldg., Winnipeg VIÐ ÁRNUM ÍSLENDINGADEGINUM HEILLA Á FIMTIU ÁRA AFMÆLINU. SPEIRS PWRNELL 666-676 Elgin Ave. Phone 23 881

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.