Heimskringla - 27.09.1939, Blaðsíða 5

Heimskringla - 27.09.1939, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 27. SEPT. 1939 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA Ljóðabréf til Vestur-Islendinga og sjómannsins svarakalda, býr saga og framtíð vors lands. Sá þöguli fjöldi er þjóðin— sem aldalangt munu óma í íslendinga sál, Svo varð þetta kvæði til, að í fyrrasumar, er samtímis bar að ferð Guttorms Guttormssonar, norður og austur um land til átt- haga sinna, og ferð ríkisarfa- hjónanna norður til Akureyrar, lá örn Arnarson hættulega veik- ur á sjúkrahúsinu í Hafnarfirði. Vinur hans, Kjartan Ólafsson, bæjarfulltrúi og öndvegishöldi Alþýðuflokksins þar í firðinum, heimsótti hann þá, eitt sinn sem oftar, og lét orð falla á þá leið, að ólíku ötulli væru blöðin að tína til jafnvel hið smávægi- legasta í ferð ríkisarfahjónanna en að greina frá aðalatriðunum í ferð hins heimboðna fulltrúa þjóðbræðra okkar vestan hafs. Skáldið svaraði þessu engu, en skömmu síðar sendi það Gutt- ormi kvæðið, ritað upp við dogg örn Arnarson þegar af bráði. Örn Arnarson hefir ekki staðið á gatnamótum um dagana, enda var það af hendingu í sumar, að tilvera þessa kvæðis barst í samtal okkar Kjartans, um 1. Vestmannadaginn hér heima, en Kjartan er manna skyggnastur á skáldskap og sjóðminnugur. Fannst mér svo til um það, sem hann hafði yfir úr kvæðinu, að eg gekk á fund Arnar Arnarsonar, og kom þar máli okkar, að hann tjáði mér að hann vildi fúslega tileinka birtingu kvæðisins 1. Vestmannadegi á íslandi, og leyfði þá einnig að bón minni, að kvæðið yrði birt samtímis í báðum vestur-íslenzku blöðunum. Má það hver maður skilja, sem kvæðið les, hvílík aufúsa mér var í þessum erindislokum, en þó veit eg að Vestur-fslendingar skilja það að öllu gerst, og samfagna þeim, að hafa fengið 1 sinn hlut aðra eins gersemi. Með þakklæti og alúðar kveðjum til ógleymanlegra vina minna og kunningja vestanhafs, Sigfús Halldórs frá Höfnum. SÁRT VAR AÐ SITJA HEIMA Það var svo algengt hér áður að óttast hvert komandi vor, og sjálfgert, ef seint tæki fram úr, að sálast úr skyrbjúg og hor. Þá fréttist til frænda og granna, sem flutzt höfðu vestur um haf. í landinu þar var það leikur af lifa veturinn af. í torfbæjum öreiga æska spann óskánna gullna þráð og orti gér æfintýri, sem aldrei var sagt né skráð. f bjarma frá blaktandi týru sást blómskrúðug framtíðar- strönd. Með hendur á hlummi og orfi vann hugurinn ríki og lönd. Með bréfunum bárust fregnir um beitilönd víð og frjó, um sumar, er sveik ei í tryggð- um, um sáðlönd og hávaxinn skóg. En klökkvi var stundum i kveðj- um. Hver kannast ei við þann hreim. Sárt var að sitja heima, en sárara að komast ei heim. AUSTUR UM HAF Þú siglir úr Vesturvegi, að vitja þíns ættarlands, með forvitni ferðalangsins og feginleik útlagans. Því ísland var ætíð þitt draum- land, frá æsku í huga þér brennt. Nú rís það úr draumahafsdjúpi. En draumur og vaka er tvennt. Af bökkum blikandi vatna, frá bylgjandi hveititeig og þykkvumörk þrekinna stofna bar þráin þig engilfleyg. Svo birtast þér brimsorfnar strendur og byggð, sem er hrjóstrug og strjál, og fjöllin, sem földuðu hvítu langt fram yfir sumarmál. Já, snivinn er Snæfellsjökull og snjóþungt um Grímsvötn enn. Til fardaga hjarnið hylur að hálfu land—og menn. En leynzt getur annað undir þótt yfirborðið sé hrjúft, og bak við ísinn er ylur og eldur, sé grafið djúpt. Og víst er því valt að treysta, sem vonimar hafa spáð, því reynzt getur sjónarsviptir það sárast og lengst var þráð. En sjá muntu torgleymdar sýnir er sól yfir héruð skín; og engan, sem fegurð unni, sveik íslenzk fjallasýn. VELKOMINN Svo komdu sæll, vestræni vinur, og velkominn hingað þú skalt. þig viðmótið ætti að verma ef veðurfarið er svalt. Við heilsum þér flestir í hljóði frá hreysum í sveit og borg. Það er ekki íslenzkur siður að æpa í gleði né sorg. En nóg er samt skjalað og skrafað af skrumandi, háværri stétt, sem kveðst vilja leiðbeina lýðn- • um, svo lærist hvað satt er og rétt; og til þess er lýgin svo langorð, og lastmælgin gjallandi há, og ósvífnin hrakyrt og hrað- mælsk, og hræsnin svo grátklökk að sjá. í svip þeirra, seintekna bóndans, hins sagnfáa verkamanns RMHERST ---%«> - 260Z-$— .0 oz. $4.40 - 25 ^ - 25 oz. $2.40 40 oz. $ó.oo . diStilj-erS This advertisement is not published or displayed by the Liquor Control Board or by the Government of Manitoba. þungstreym og vatnsmegn á; þótt hátt beri jakahrönglið hún hryður því út á sjá. SÓLSTÖÐUR Nú skulum við líta á landið í Ijósflóði sólstöðudags. Hver æskir sér fegurri fjarða og fríðara byggðarlags? Er hvolfþak á snæfjallaháborg ei hrukku og blettalaust? í blámóðu blágrýtishöllin rís bursthá og veggjatraust. Það hillir upp útnes og eyjar sem æskunnar vonadraum; það kliðar í laufi og limi, það ljómar á tjarnir og straum; og særinn er fljótandi silfur, og svellið á tindunum gull.— Öll sveitin í titrandi tíbrá af töfrum og dásemdum full. Því nú er sumar í sveitum og sólskin um dal og fjörð, og loftið er ylheitt og áfengt, af angan úr gróandi jörð. þá rifjast upp sónarsagan, er sögðu oss skáldin fyr, um gullöld og glæsimennsku og gæfu við hvers manns dyr. ÖNNUR SAGA En ísland á annað gervi og annað viðmót en það, sem skín af skartbúnum hlíðum og skráð er á gróandi blað. Það á hafþök frá Horni til Gerpis, það á holfrera um nes og vík, það á frostgljáðan fannkingju- skrúða, sem er fagur, en minnir á lík. Og svo er til önnur saga, sorgleg og endalaus, um öreigans vonlausu varnir í vök, sem að honum fraus; um lemstraðar listamannsgáfur, sem lyftu sér aldrei á flug; um skáld, sem var tunguskorið. Hver skilur þess orðlausa hug? Það er beiskt, það er sárt, það er blóðugt. Hver brosir, sem athugar það, hve allsleysi, sultur og seyra, gat sorfið þjóðinni að. Því hlær okkur hugur í brjósti er hyllum við landnemans þor, sem í uppreisn gegn arfgengu basli steig útlagans þungu spor. LANDNEMAR Nú hvílir sá vestur hjá Vötnum, í vígðum og friðuðum reit, sem austur í heimalandshögum við harðrétti barnsskónum sleit. Svo langt er frá wöggu að leiði hjá landnemans framgjörnu sveit. En skammt er úr ösku í eldinn, og óviss hver hamingjuleit. Mig langar—þótt velti á litlu hvar landnemar hvíla í fold— að færa þeim fífil og sóley, sem fæddust í íslenzkri mold. Það grær yfir allar grafir, svo gleymist hver sefur þar. En lengi mun sjá fyrir leiðum landa á Sandy Bar. DJÚPIR ERU ÍSLANDSÁLAR Sé talið að við höfum tapað,— að tekið sé þjóðinni blóð— því fimmtungur fáliðaðs kyn- stofns sé falinn með annarri þjóð, þá ber þess að geta, sem grædd- ist; það gaf okkar metnaði flug að fylgjast með landnemans framsókn, að frétta um væringjans dug. Þeir sýndu það svart á hvítu, með sönnun, er stendur gild, að ætt vor stóð engum að baki í atgervi, drengskap og snilld. Og kraftaskáld Klettafjalla þar kvað sín Hávamál, Og lengi mun lifa í þeirrí glæðum, sem landarnir fluttu um sæ; þeim íslenzku eðliskostum skal aldrei varpað á glæ. Þótt djúpir sé íslandsálar < ' mun átthagaþránni stætt.— Það tekur tryggðinni í skóvarp, sem tröllum er ekki vætt. KVEÐJUR Þú skilur hve annríkt þeir eiga, til innsveita djúpmiðum frá, sem jörðina yrkja og erja, við útsæinn baráttu há. • Þar líturðu landher og flota, þótt liti ei vopn þeirra blóð. Sú breiðfylking ein er til bjarg- ar, hún brauðfæðir íslenzka þjóð. Þeir róa, með borð fyrir báru, þeir binda og raka og slá, það blikar á árar á unnum, á engjunum glampar á'ljá; slíkt kastljós er vinsemdar- kveðja til komumanns handan um sjá. Þú ber hana léttfleygu ljóði til landa þar vestur frá. öm Arnarson SILFURBRÚÐKAUP S. 1. laugardagskvöld 23. þ. m. komu saman um 30 manns á heimili þeirra Mr. og Mrs. S. Paulson, 533 Dominion St., hér í borg; tilefni þess mannfagn- aðar var sá, að fagna Kristinn og Kristínu Oliver, Kirkfield Park, Man. Á þeim degi voru þau búinn að vera gift í 25 ár. Þótti þeirra nánustu kunn- ingjum að sá dagur mætti ekki hjá líða að hans væri ekki minst á einhvern hátt. Um kl. kvart í níu komu silf- urbrúðhjónin, og mætti hús- bóndi þeim við útidyr og bauð þau velkomin, á sama tíma hljómaði “Wedding March” frá píanóinu á meðan þau gengu inn, var svo sunginn sálmurinn “Hve gott og fagurt og indælt er”. Heilsuðu nú allir brúðhjón- unum bæði með kossi og handa- bandi. Næst var sezt að borðum í dagstofunni. Stóð þá Mr. Paulson upp og gaf ástæður fyrir þeim mann- fagnaði sem þar var saman- komin, bað hann því næst Mr. Hannes Pétursson að taka við um stundar sakir. Ræða Mr. Péturssons var sérstaklega á- heyrileg, þrungin af velvild og vinarhug til brúðhjónanna, og þar sem hann var einn af þeim sem sat brúðkaup þeirra fyrir 25 árum og hefir ávalt síðan haldið trygð þeirra og vinsemd, sem hann sagðist vona að mætti haldast eins lengi og þau öll lifðu. í enda ræðunnar af- henti Mr. Péutrsson þeim mjög vandaðan gólf lampa úr silfri, og brúðurinni blómavönd. Lamp- inn sagði hann ætti að lýsa þeim á ófarnri lífsbraut í næstu 25 ár, heimurinn sem stæði væri bæði myrkur og óviss, en í hvert sinn sem þau kveiktu á þessum lampa, ætti hann að minna þau á þann hlýja hug og velvild sem felst í brjósti vina þeirra, þeim til handa. Á sama tíma sem Mr. v Pétursson óskaði þeim til lukku og blessunar, bað hann fólk að drekka skál brúðhjón- anna, var það gert með miklum fagnaði, glösum klingt og lukku- óskir bornar fram af öllum. Var nú borðað og drukkið kaffi um hríð og voru allir í bezta skapi. Aðrir sem töluðu undir borð- um til brúðhjónanna voru Mr. G. F. Jónasson, Mrs. Kris Peter- son, Mrs. Ben ólafson, Miss Gerða Kristjánsson og Mr. S. Paulson. Þá þakkaði brúðguminn fyrir hönd þeirra hjóna, kunningjum sínum fyrir þann heiður sem þeim hefði verið sýndur við þetta tækifæri, sagði þetta hefði komið þeim algerlega að óvör- um þar sem Arthur sonur þeirra hefði ætlað að taka þau á myndasýningu, en í þess stað stýrt þeim í þetta óvænta sam- sæti. Var því næst sest inn í setu- stofu og með hjálp Mr. Gunnars Erlendssonar, píanóleikara, var sungið og skemt sér fram að kl. 1 um nóttina, þegar allir fóru heim glaðir og ánægðir yfir því að hafa setið 25 ára giftingar- veizlu Mr. og Mrs. Kris Oliver. “Viðstaddur” KAUPIÐ HEIMSKRINGLU BORGIÐ HEIMSKRINGLU Ingigerður Hannesdóttir Einarsson *r 1862—1939 I. Mánudaginn 22. maí, 1939, andaðist að heimili sínu, 773 Lipton St., í Winnipeg, Mrs. Ingigerður Einarsson. 26. s. m. var hún hlýlega kvödd í Fyrstu lútersku kirkju af séra Valde- mar J. Eylands sóknarpresti, að mörgum vinum viðstöddum og moldu hulin við hlið Rannveigar dóttur sinnar í Brookside grafreitnum. Ingigerður var £ædd 11. júlí, 1862, að Presthúsum í Mýrdal í Vestur-Skaftafellssýslu. Foreldrar hennar voru Hannes Hannessón bóndi að Presthúsum og kona hans Rann- veig Björnsdóttir bónda að Steinum undir Eyjafjöllum, Jóns- sonar bónda að Steinum, Björnssonar. — Móður-amma Ingi- gerðar (kona Björns að Steinum) hét Guðrún dóttir Jóns bónda að Presthúsum Eyjólfssonar og konu hans Guðríðar Vigfúsdóttur bónda að Hofi á Kjalarnesi og síðar að Hellum í Mýrdal, Jónssonar klausturhaldara að Reynistað í Skaga- firði, Gíslasonar magister skólameistara að Hólum í Hjalta- dal, Vigfússonar sýslumanns að Stórólfs-Hvoli, Gíslasonar lögmanns að Bræðratungu, Hákonssonar sýslumanns að Klofa í Landi, Árnasonar sýslumanns að Hlíðarenda á Rang- árvöllum, Gíslasonar. Alsystkin Ingigerðar hétu Jón, Guðrún, Hólmfríður og Margrét. — Hannes faðir hennar druknaði þegar Ingigerður var um þriggja ára aldur. Aftur giftist Rannveig móðir hennar og átti Jón Ögmundsson frá Reynisholti í Mýrdal. Þeirra börn: Jóhannes, Guðný og Þóra. Ingigerður ólst upp með móður sinni og stjúpa til ferm- ingar aldurs. Þá flutti hún í vist til Guðrúnar systur sinnar, sem þá bjó með manni sínum, Jóni Finnssyni, að Gauksstöð- um í Garði á Reykjanesi. 10. nóvember, 1887, giftist hún Jóni Inga Einarssyni, eftirlifandi manni sínum. Voru þau þá vinnuhjú hjá Einari Sveinbjörnssyni bónda að Sandgerði á Miðnesi. Faðir Jóns Inga var Einar bóndi að Gili í Öxnadal í Eyjafjarðarsýslu, síðar á Suðurlandi og fluttist seinast til Manitoba-fylkis í Canada, Eiríkssonar úr Skagafirði, sem var bróðir önnu Guðrúnar (1828—1881) konu Jóns fræðimanns Borgfirðings og móðir þeirra dr. Finns og Klemenz sýslumanns. Móðir Jóns Inga og kona Einars frá Gili var Jóhanna, systir Höskuldar að Hrauni í Grindavík, Jónsdóttir bónda frá Skarði í Eystri-Hrepp, bróðir Gests bónda að Hæli, Gíslasonar. Árið 1890 fluttu þau hjónin til Bandaríkjanna. Settust þau að í bænum Sayresville í New Jersey ríkinu. Var þar þá mynduð fámenn íslenzk nýlenda. Dvöldu þau þar þangað til 1899 að þau fluttust til Canada. Næsta ár sqttust þau að í Winnipeg og áttu þar heimili síðan. Þau hjón eignuðust átta börn. Fjögur dóu í bemsku, en það fimta uppkomið: Rannveig (d. 15. des. 1912) fyrri kona Þ. Þ. Þorsteinssonar í Winnipeg. Hin þrjú sem eftir lifa eru: Guðmar Jón rafvirki í Winnipeg, ókvæntur, Sigurbjörg kona Einars B. Jónssonar kaupmanns að Oak Point hér í fylkinu, og Magnea kona Skarphéðins Tómasar Hannessonar erind- reka lífsábyrgða í Winnipeg. Ingigerður var lagleg kona á yngri árum, lág vexti og dökk á hár, sparsöm, þrifin, greiðug og notaleg húsmóðir, trú eiginkona, ástrík móðir en nokkuð ráðrík og gat verið skapþung og angurvær, vinföst og trygg í bezta lagi og vildi í engu vamm sitt vita. Dóttursyni sína tvo, Þorstein og Jón, fóstraði hún upp með manni sínum og gekk þeim í móður stað. Hún var trúkona hins eldra stíls og leit heiminn jafnt og eilífðar málin í ljósi barnstrúar sinnar. Frá fyrstu tíð sinni í Winnipeg og fram til dánardægurs, var hún einlægur vinur og stöðugur starfsmaður Fyrsta lúterska safnaðarins. — Til ættlands síns bar hún hlýjan hug, dvaldi þar í huga sínum löngum stundum æfinnar, og lifði þar upp æsku sína seinustu mánuðina “þegar enga hjálp var hér að fá.” II. í huganum eldast ei æskunnar lönd, en ummyndast, breytast í vonanna strönd með fjölgandi útgjalda árum. Þess þrengja sem aldurinn afmarkar spor því ásthlýrra speglast hið fjarlæga vor í útlendings trúföstu tárum. . . . Er krossfárinn ótrauður áveðurs gekk og óskertan hlut sinn af mótblæstri fékk, oft þyngri en tæki hann tárum, þá ranglæti móti hann réttarbót hóf: í réttlætis skrúða sitt mótlæti óf— að skríðast að enduðum árum. Og sértrú h^ns rétta var boð jafnt og bann. í bitrustu skyldunum guðs veg hann fann, sem helgir menn, hold sitt er þjóðu.... Svo þræddi hin framliðna þyrnanna braut, en þessara gjálífu tíma ei naut, sem hjartfólginn helgidóm smáðu. Nú þyrna- og rósa-braut orðin er ein, og andstæður breyttar í samvaxna grein hjá eilífð, sem ýfir ei sárin. Alt andstreymi er borið í Abrahams skaut. En ísenzka þreytan er horfin á braut og sofnuð í æskunnar árin. Þ. Þ. Þ.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.