Heimskringla - 26.06.1940, Page 4

Heimskringla - 26.06.1940, Page 4
4. SíÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 26. JÚNí 1940 ffeintslmttgla (StofnuO 1886) Kemwr út A hverfum miBvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 858 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimia 86 537 VerB blaðslns er $3.00 árgangrurinn borglst tyrtrfram. Allar borganlr sendist: THE VIKING PRESS LTD. 011 viSskifta bréf blaSinu aðlútandl sendist: Manager THB VIKINQ PRBSS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: BDITOR HEIMSKRINQLA 853 Sargent Ave., Winnipeg "Helmskrlngla” is published and printed by THB VIKIÍIQ PRBSS LTD. 153-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 S37 WINNIPEG, 26. JÚNf 1940 KIRKJUÞINGIÐ Hið sameinaða Kirkjufélag íslendinga í Vesturheimi, heldur ársþing sitt um næstkomandi mánaðarmót í Wynyard, Sask. Til þessa ársþings ættu landar að fjölmenna og samkomanna, sem haldnar verða í sambandi við það. Þær samkomur hafa ekki ollað neinum vonbrigði, sem sótt hefir þær á undanförnum árum; og þær munu ekki gera það í þetta sinn. Að öðru leyti er það nokkurs vert, fyrir hvern hugsandi íslending, að vita nokkuð um það, sem er að gerast innan frjálsustu trúarhreyfingarinnar, sem af íslendingum hefir verið hrint af stað. Starf þeirra manna hefir, eins og nú mun fáum dulið, borið ríkulega félags og menningarlega ávexti bæði í voru vestræna þjóðlífi og heima á ættjörðinni. Þegar menningar áhrifunum af starfsemi Vestur-fslendinga á íslenzkt þjóðlíf verður til skila haldið, þykir' þeim er þetta ritar undarlegt, ef þau verða annar staðar meiri, en frá þess- um fámenna hópi, sem hér hefir að því starfað, að víkka sjóndeildarhringinn og skapa í íslenzku þjóðlífi algerlega nýtt viðhorf í trúarefnum. Það er að jafnaði sagt, að nema því að eins, að kirkjan semji sig að samtíð sinni, eigi hún lítinn tilverurétt eða fram- tíð, sem stofnun í þjóðfélaginu. Samt hefir reynslan oft verið sú — og er jafnvel enn á meðal íslendinga, sem flestum þjóð- flokkum eru þó gáfaðri, að minsta kosti yfirleitt talið—að þeim virðist varla ljóst, að kirkjan sé neitt annað og meira en fomskrín, sem þau er til boða eru á torg- um Austurlanda, og keypt eru sem leikföng ellinni til gamans. Hinn víð- ari, eða nútíðar tilgang kirkjunnar, sjá þeir ekki. En að kirkjan sé úr sögunni, þó að hún semji sig að því, er menn nú vita sannast og réttast fer svo fjarri, að þar virðist hið eiginlega og sanna menningarstarf hennar byrja. Það er atriðið, sem kirkjuflokkur þessi, sem nú heldur ársþing sitt í Wynyard, hefir verið að leiða athygli að og gengur þar hverri íslenzkri kirkju framar; er í sann leika brautryðjandi frelsisins á því sviði meðal sinnar þjóðar. Sækið ársþingið, sem þess eigið kost, ykkur til fróðleiks og skemtunar í félags legum og persónulegum skilningi. VOPNASMIÐI I CANADA Svo mátti heita að vopnasmíði byrjaði ekki í Canada fyr en stríðið braust út. Eigi að síður er hún nú orðin furðu mikil. Um leið og sambandsstjórnin fór að hyggja á stríð buðu 100 stofnanir sig fram til að líta eftir vopnaþörfum hennar. Fram til skamms tíma námu pantanir stjórnar- innar alls 200 miljón dölum. Með því að vinna nætur og daga hefir verið hægt að uppfylla kröfur stjórnarinnar og nú fram yfir það, að því sem hermt er. í febrúar á þessu ári, gerði stjómin samning við 16 félög um smíði á 90 skip- um, bæði fyrir brezku og canadisku stjóm- ina; nokkru síðar var 8 skipum bætt við pöntunina. Að þessari skipasmíði er nú kappsamlega unnið. Þá veitti stjómin $50,000,000 til flug- skipasmíða. Hlutu það starf 16 félög, er þrefalda urðu vinnuafl sitt undir eins. Átta stofnanir vinna að framleiðslu á skotfærum; nam pöntunin fyrir þeim 60 miljón dölum. Er von á 16 til 18 miljón dala pöntun í viðbót. Til aukinnar fram- leiðslu á skotfærum á að verja alt að 30 miljón dölum til stækkunar á eldri verk- smiðjum og stofnunar á nýjum, þar á meðal einnar stærstu verksmiðju af þessu tæi í Bretaveldi. Pöntunin fyrir 2Vi miljón sprengjum, sem verið er að framleiða, hefir nú verið tvefölduð. Tala verksmiðja er að þessari framleiðslu vinna, hefir aukist úr 8 í 13 eða 14. Ullar og bílaverksmiðjur hafa nú svo mikið að gera, að segja má að þær hafi alveg nóg á höndum sér. Og þó mun meira krafist af þeim síðar. Undirstöðu, sem leggja átti að flug- kenslu og búist var við að tæki tvö ár, á nú að Ijúka við á þessu sumri; kostnaður í því fólgin er frá 50 til 75 miljón dalir. Framleiðslan nú er svipuð og hún var 1916. Þá var sent til Englands um 300 miljón dala virði af vopnavöru. Eins og nú heldur áfram, er ekki talinn efi á, að innan næsta hálfs eða heils árs, verði fyllilega eins mikið af vopnavöru sent til Evrópu og var gert 1917, er þær námu nærri 400 miljón dölum og sem var það mesta, er á ári fór af vopnum héðan til Evrópu. Sprengjur og aðrar skotfæra vörur, eru það sem mesta atvinnu er líklegt að gefi í Canada. í síðasta stríði framleiddi Can- ada um 40% af þörfum Breta af þessari vöru. Af þessu má sjá, að nokkuð er verið að hafast að og virðist það þó ekki nema byrjun á því, sem nú liggur fyrir hendi. STUTT FERÐASAGA Eftir G. Á. Framh. Boston er gömul borg, eftir því sem borgir gerast í Ameríku. Það var árið 1630 að sá frægi nýlendustjóri John Win- throp kom frá Englandi með þúsund inn- flytjendur á ellefu skipum. Settust þeir að þar til og frá við Massachusetts flóann og risu þar fljótt upp mörg smá þorp. Stjórnarsetur nýlendunnar var sett á nesi einu hæðóttu, sem Indíánar kölluðu Shaw- mut, en hinir hvítu landnemar kölluðu staðinn Boston, eftir bænum Boston í Lincolnshire á Englandi, sem margir þeirra voru frá. Elzti hluti bæjarins er á hæð einni, sem Beacon Hill nefnist og um- hverfis hana. Eru stræti þar óregluleg og fremur þröng, sem gefur borginni gam- aldags svip, sem ekki er að finna í hinum yngri amerísku borgum. Lýsing á Boston tæki alt of mikið rúm í stuttri ferðasögu, og þar að auki brestur mig þekkingu til þess að rita hana. Eg hefi aðeins þrisvar sinnum til Boston kom- ið og aldrei dvalið þar lengur en viku í einu. Segi eg því ekki meira um þann fræga stað en sný mér aftur að því að skýra frá ferðalaginu. Dagana, sem við dvöldum í Boston, höfð um við nóg að gera. Ársþing ameríska únitara félagsins, eða The May Meetings, eins og það er venjulega nefnt, stendur yfir fimm daga og er æfinlega haldið Boston kring um 20. maí. Skrifstofur og aðalstöð félagsins eru þar að 25 Beacon Street, við hliðina á þinghúsi Massachu setts-ríkis, The State House. Fyrstu fjóra dagana eru fundir haldnir til og frá kirkjum og samkomuhúsum, en aðalfund- ur félagsins er haldinn síðasta daginn í samkomusal einum miklum í Tremont Temple. Tremont Temple er eign Baptista safnaðar og er notað fyrir guðsþjónustur og mjög fjölmenna mannfundi. Fjórar kirkjur únitara í Boston eru skamt frá 25 Beacon Street, engin meira en fimm mínútna gang þaðan, og eru þær: Kings Chapel, Arlington Street Church, The First Church og Bulfinch Place Chapel. Margar fleiri únitarakirkjur eru í Boston og grendinni, eitthvað nálægt tuttugu, en í enga þeirra hefi eg komið nema þessar fjórar ofangreindu. Af þeim er Kings Chapel merkilegust fyrir aldurssakir og sögulegra minja. Hinn fyrsti Kings Chap- el söfnuður var stofnaður 1686, en vitan- lega var hann ekki únitariskur söfnuður. Kirkja sú, sem nú er notuð var bygð árið 1749; er hún úr steini og nokkuð fornleg til að sjá. Bekkir eru þar lokaðir og svipaðir básum í laginu, má sitja þar þannig að maður snúi baki að prestinum, ef maður vill. En ekki er hætta á að illa fari um mann, því að sessur eru í öllum bekkjum og fótaskemlar fyrir þá sem ekki ná niður á gólfið með fæturna. Prédikun- arstóllinn stendur líkt og kastali fram undir miðju gólfi með hvolfþaki yfir, en í miðri kirkjunni er Ijósahjálmur mikill ný- lega gerður, en ekki hefir mér orðið star- sýnna á nokkum annan ljósahjálm síðan eg var barn og horfði með mikilli undrun á ljósahjálmana í Kálfatjarnarkrikju, sem eg þá hélt að væru mestu furðuverk verald- arinnar. Miklu skemtilegri en Kings Chapel eru, að mínu áliti, bæði The First Church og Arlington Street Church, beint á móti Arlington Street kirkjunni hinu megin við strætið er myndastytta af Channing. Leik- ur um hana á kvöldin ljósgeisli úr tumi kirkjunnar. Channing var prestur við þessa kirkju frá 1803 til 1842. Nú er þar prestur Dana McLean Greeley, kornungur maður og mjög viðkunnanlegur. Eg sagði, að við hefðum haft nóg að gera dagana, sem við dvöldum í Boston, en í raun og veru á það þó aðeins við mig og Mrs. Björnsson, við vorum sem sé erindsrekar og okkur bar skylda til að sitja á ýmsum fundum, hlusta á mál manna og leggja orð í belg, eftir því sem okkur þótti við þurfa og andinn innblés okkur. Fyrstu tvo dagana sá eg alls ekki samferðafólk mitt, svo mikið hafði eg að gera, og var þó mitt annríki ekkert í sam- anburði við annríki frúarinnar. Var henni forkunnar vel tekið af konum, sem þama voru saman komnar sem fulltrúar og stjórnendur kvenfélaga, og talaði1 hún mörgum sinnum á fundum þeirra og að minsta kosti einu sinni í útvarp. Eg hafði engum ræðhöldum að sinna, nema hvað eg einu sinni tók þátt í samræðum, sem út- varpað var. Um Svein lækni er það aftur á móti að segja, að hann mun hafa átt náðuga daga meðan hann dvaldi í Boston, og yngri kynslóðin hygg eg að hafi bara skemt sér. Á þriðja degi bar fundum okkar Sveins aftur saman og ákváðum við þá, að við skyldum ferðast eitthvað um borgina og virða fyrir okkur eitthvað af því merkilegasta, sem þar væri að sjá, okkur til fróðleiks og skemtunar. Var bíllinn tekinn út og ekið af stað. Voru þau Buddy og Sissa í för með okkur, en Mrs. Björnsson var einhvers staðar á fundum. Fórum við fyrst að skoða málverkin eftir Sargent í bókasafnsbyggingunni, Boston Public Library. Þaðan fórum við í nátt- úrugripasafnið og sáum þar kynstur af úttroðnum hömum dýra og fugla og beina- grindur úr hvölum og öðrum skepnum láðs og lagar. Var Sveinn mikið hrifinn af öllu þessu skinna og beina drasli; enda er hann læknir og hefir stúderað þetta alt saman. Næst fórum við yfir til Cam- bridge, sem er hinu megin við ána (Char- les River). Þar er sá frægi Harvard há- skóli, sem nú mun vera ein mesta menta- stofnun í heimi. Þar hittum við leiðsögu- mann, sem bauðst til að fylgja okkur nokk- uð þar um fyrir mjög sanngjarna borgun, og þáðum við það. Tók hann nú við stjórn bílsins og ók fram og aftur milli mikilla bygginga og lét dæluna ganga. í -sífellu okkur til skilningsauka og fróðleiks. En það er með fróðleik, sem fljótt er fenginn, líkt og skjótfengna peninga, að hvorugt tollir við mann til lengdar. Við fórum þarna inn í safn og sáum ennþá meira af beinagrindum og selahömum, að ógleymdu glerblómasafninu, sem er frægt um allan heim. Auðvitað var ekki tími til að skoða neitt af þessu til hlítar, til þess þyrfti marga daga. Nú fór okkar góði fylgdar- maður með okkur um mörg stræti og sýndi okkur gömul hús og sögulega staði, sem nóg er þarna af. Svaraði hann öllum spurningum greiðlega og af mikilli þekk- ingu, því maðurinn var fróður og mælskur vel. Skildum við svo við hann og héldum heim til okkar bústaða. En með því enn var nokkur tími áður en kvöldfundir byrj- uðu, gekk eg niður Commonwealth Avenue að myndastyttu Leifs Eiríkssonar. Hefir mér altaf þótt hún næsta tilkomulítil og svo var enn. Veðrið var vont þennan dag, sem og alla dagana, sem við vorum í Boston, sífeldur rigningarsuddi og kalsa- veður. Fólk sagði, að þetta væri ekki nýtt þar, svona væri það altaf, þegar hann væri á austan, og á austan var hann dag eftir dag. Hér ætti nú sjálfsagt við að minnast á eitthvað, sem maður heyrði á þessu fræga setri fræða og frjálsrar hugsunar, eins og Boston héfir verið nefnd. Eins og gefur að skilja, var maður altaf að hlusta á ræðuhöld og fyrirlestra. Var sumt af því ágætt og sumt lakara, eins og gengur. Ræðan, sem flutt var í þingbyrjun af Dr. Sydney B. Snow frá Chicago, var vel sam- in og vel flutt. Af öðrum ræðuhöldum, sem eg heyrði, held eg að mér hafi mest þótt koma til fyrirlesturs (Ware Lecture), sem fluttur var eitt kvöldið af Hon. A. A. Berle frá Washington. Fjallaði hann um ástandið í heiminum, eins og svo margar ræður gera nú á dögum, en þar var skýrt og skorinort talað. Mr. Berle er einn af ráðunautum stjórnarinnar í Washington, var mér sagt, og all andvígur aðgerða- leysis stefnunni, sem sumir stjórnmála- menn þar hafa tekið í ófriðarmálunum. Mr. Berle er aðstoðar innanríkisráðherra, Assistant Secretary of State, og það má gera ráð fyrir, að hann viti um hvað hann er að tala. Umræðuefni hans var “National Realism and Christian Faith”. Prestur nokk- ur frá Urbana, Illinois, flutti fyrirlestur á The Berry Street Conference fundinum, sem svo er nefndur, og var það ágætt erindi um heimspekisstefnur í Ameríku á síðari árum, bæði fróðlegt og vel hugsað. Nafn ræðumannsins er John Brogden og umræðuefni hans var: “The Nature and Function of Ideals.” Bæði Ware fyrirlesturinn og Berry Street Conference fyrir- lesturinn eru haldnir árlega og auðvltað mjög vel tdl þei'rra vandað. Það mætti segja margt og mikið fleira um aðra fyrirlestra og ræðuhöld, en slíkt má samt ekki taka of mikið rúm í ferða- sögu. Aðeins vil eg bæta því við hér, að umræðurnar á fund- um í t. d. The Unitarian Fellow- ship for Social Justice og The Ministerial Union voru með því bezta, sem eg hefi lengi hlustað á. Var þar venjulega talað bæði af mikilli þekkingu á málunum og glöggum skilningi. Aðal starfsfundurinn, sem haldinn var síðasta þingdaginn, fimtudag, í Tremont Temple, var auðvitað fjölmennastur. Þar voru saman komnir 891 fulltrú- ar víðsvegar úr Bandaríkjunum og Canada. Af þeim voru 191 prestar, 581 leikmenn, fulltrúar frá söfnuðum, og 119 æfifélag- ar. Að þessum fundi fá engir aðgang nema að þeir hafi full- trúa skírteini til að sýna. Þarna voru skýrslur lesnlar, tillögur bornar upp og ræddar og sam- þyktar eða feldar. Alt var vel undirbúið, t. d. höfðu allar til- lögur, (resolutions) verið rædd- ar áður á minni fundum, og þar höfðu allir, sem vildu, getað tek- ið þátt í umræðum um þær; gat því alt gengið mjög greiðlega, enda var tími ræðumanna þarna á aðalfundinum mjög takmark- aður. Kosningar fóru þannig fram, að miðum með nöfnum þeirra, sem útnefningarnefnd hafði valið, var útbýtt; mörkuðu fulltrúar kross við nöfn þeirra, sem þeir vildu kjósa, og afhentu miðana um leið og þeir gengu út til miðdagsverðar. Síðan voru kosningaúrslitin gerð heyrin- kunn, er aftur var komið inn. Mest bar þarna á embættis- mönnum félagsins, sem lögðu fram skýrslur og töluðu um hag þess, og ber þar fyrstan að nefna Dr. Frederick May Eliot, forseta þess, sem er maður prýðilega máli farinn og á mjög miklum vinsældum að fagna meðal starfsbræðra sinna og safnaða. Hann var prestur í St. Paul, Minnesota þar til fyrir þremur árum að hann var kos- inn forseti. Annar maður, sem þarna var veitt mikil eftirtekt og fundi stýrði, var Sanford Bates, sem verið hefir Moder- ator síðastliðin tvö ár. Moder- ator er fundarstjóri, en hefir annars ekkert með starfsemi framkvæmdar- eða stjórnar- nefndar að gera milli þinga, for- setinn er formaður hennar. í þetta sinn var kona kosin Mod- erator, er hún Mrs. Aurelia Reinhardt skólastjóri frá Cali- fornia, kvenskörungur mikill. — Þá má nefna féhirði, Mr. Parker E. Marean og Dr. Dexter, sem er forstöðumaður Social Justice deildarinnar. Hefir hann og kona hans unnið mikið starf í sambandi við líknarstarfsemi meðal flótta manna í stríðslönd- unum. Marga fleiri mætti til nefna, en hér verður að láta staðar numið. Meðal ske'mtilegustu stunda á þessu þingi voru máltíðirnar. Voru þær framreiddar í sam- komusölum kirknanna þriggja, sem næstar voru, allar nema morgunverður, sem borðaður var í hótelunum. Gengu konur þar um beina, og mátti þar sjá marga fríða frú, sem með rausn og snilli saddi svanga menn. — Furðaði mig stórum á því, hversu hraustlega allir þessir prestar gátu tekið til matar síns. En vitanlega var eg enginn eft- irbátur þeirra að þeirri iðju. Þá var ekki síður undravert, hversu smellnar sögur þessir andans jöfrar gátu sagt. Eg sat tvisvar til borðs með tveimur þeirra (annar þeirra var Svíi), sem voru fullir af skrítlum og skemtu vel. Sagði eg þeim eina eða tvær sögur af íslendingum, og ritaði sá sænski þær í vasa- bók sína. Einn daginn hafði eg svertingja fyrir sessunaut við miðdagsverð. Er hann prestur í Harlem hverfinu í New York og heitir Brown. Geðjaðist mér vel að karli og spurði eg hann margs um trúar- og kirkjulíf meðal svertingja og svaraði hann spurningum mínum greið- lega. öllu þessu fundahaldi lauk á fimtudagskvöld með veizlu mik- illi, The Unitarian Festival, eins og hún er nefnd. Ekki var eg þar, en Mrs. Björnsson, sem var þar, sagði, að þar hefði verið mikið um ræðuhöld og skemtun góð. Þennan síðasta dag heim- sóttu þau Björnssons hjónin prófessor Guðmund Bjarnason og konu hans (Arnrúnu frá Felli), sem eiga heima skamt frá Boston. Er prófessorinn kenn- ari í tungumálum (þýzku og frönsku, að eg held) við Harvard háskólann. Því miður hafði eg engan tíma til að vera með í þessari heimsókn. Hafði eg einu sinni áður komið á heimili þessara ágætu hjóna í fylgd með Dr. Rögnvaldi heitnum Péturssyni og haft mikla skemt- un af. Einnig voru þau gestir Miss Bjargar Peterson, sem heima á í Boston, og höfðu hina mestu ánægju af að endurnýja kunningsskap við hana. Björg var um tíma við sunnudaga- skólastarf bæði í Nýja-íslandi og víðar, en hefir nú um nokkur ár átt heima í Boston og unnið þar á læknisskrifstofu, ef eg man rétt. Nokkrir fslendingar eiga heima í Boston og þar í kring. Eg fann þrjú eða fjögur nöfn, sem áreiðanlega voru íslenzk, í nafna registri borgarinnar, og hafði eg þó engan tíma til að líta nokkuð nákvæmlega yfir það. f Gloucester, sem er skamt frá Boston, búa og nokkrir fs- lendingar og hafa sumir þeirra verið þar lengi. Langaði mig bæði nú og áður, er eg var í Boston, til að koma þangað og hitta einhverja þeirra að máli en þess var enginn kostur, sök- um tímaleysis. Ráðgert var að leggja af stað frá Boston á föstudagsmorgun og halda til New York, og var Buddy kominn með bílinn að hótelinu tímanlega um morgun- inn. En nokkrir snúningar urðu samt, svo að ekki varð af stað komist fyr en laust eftir hádegit Var nú ekið eins og leið liggur, eða réttara sagt, eins og ein leiðin liggur, gegnum Hartford og New Haven í Connecticut og áleiðis til þeirrar miklu borgar. Víða er land fagurt á þessari leið, og auðvitað margt og mik- ið að sjá, ef tími hefði verið til þess, en nú var ekki um annað að gera en að halcla áfram. Við reyndum að sjá nokkuð af bygg- ingum hins mikla Yale háskóla í New Haven, en vitanlega var ekkert gagn í því, þar sem við aðeins ókum fram hjá þeim. Til New York komum við undir kvöld og ókum þá strax út á sýningarsvæðið mikla á Long Is- land. En það, sem þar bar fyrir augu og eyru, verður að bíða næsta blaðs. Framh. Baldursbrá Nú fást keyptir 3 árgangar af barnablaðinu Baldursbrá fyrir $1.00, sent póstfrítt. Það eru til 6 árgangar og eru 3 þeir fyrri innheftir. Ætti fólk að nota þetta tækifæri á meðan upplagið endist. Pantanir sendist til: B. E. Johnson, 1016 Dominion St., Winnipeg

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.