Heimskringla


Heimskringla - 26.06.1940, Qupperneq 7

Heimskringla - 26.06.1940, Qupperneq 7
WINNIPEG, 26. JÚNÍ 1940 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA ASÍA BRÝNIR KUTANN Frh. frá 3. bls. um er frá Asíu kominn. Stalin- stjórnin er ekkert annað en aust- urlensk harðstjórn út í æsar. A Fyrstu einkenni þessa er vald- ið, þetta ótakmarkaða vald, sem engin takmörk þekkir og engum stendur reikningsskap. Hug- myndin um lýðræði, frelsi ein- staklingsins, um jöfnuð og sann- girni í meðferð opinberra mála er ekki til í huga Asíumannsins. Og er hægt að hugsa sér hrein- ræktaðri harðstjórn en þá, sem er í Rús'slandi nú? Miljónir af bændafólki hafa orðið að svelta heilu hungri og hundruð þús- unda hafa beinlínis soltið í hel af því einu, að þeir gátu ekki eða vildu ekki sætta sig við ákveðið stjórnmálakerfi og aðferðir þess við búskapinn. Ráðherra á það á hættu að vera fangelsaður í dag og tekinn af lífi á morgun án þess svo mikið sem að koma fyrir rétt. Og alkunnur vís- indamaður fær alt í einu boð um það, að hann eigi að vinna þræla- vinnu einhversstaðar norður við Dumbshaf. Asía er voðaleg eftir okkar hugmyndum og lítilsvirðir mannslífið. Það er kristindóm- urinn, sem hefir fóstrað hug- myndina um einstaklingsgildið, og húmanisminn gefið henni byr undir vængi. Asía skiftir sér ekki af einstaklingslífinu. Viðkoman er svo mikil, að hún fyllir upp í öll skörð. Hungurs- neyðir, jarðskjálftar, flóð og pestir murka þau ósköp af fólk- inu, að það munar svo sem engu þó að dálítill hópur fari af mannavöldum og að opinberri ráðstöfun. Eitt af því, sem sýnir fyrir- litningu Sovéts fyrir einstakl- ingsfrelsinu er sá stjórnarvani, að rífa heila flokka manna upp úr átthögum sínum og flytja þá til fjarlægra og ólíkra staða. Þýzkir menn, sem höfðu tekið sér bólfestu við Volga, voru teknir upp og færðir í námuhér- uðin í Karagand. Koreubúar, sem þóttu eitthvað erfiðir, voru umsvifalaust teknir og fluttir í þúsundum lengst inn í land. — Sægur manna hefir verið fluttur frá Turkestan og settir við skóg- arhögg í Norður-Síberíu. Finnar voru fluttir frá landamærum Finnlands og eitthvað lengst inn í Rússland, þar sem engin hætta var að sjálfstæðisþrá þeirra. Það var ekki furða, þó að finska menn langaði ekki nú til :þess að falla í hendur þessum harðstjór- um. Þessar herleiðingar heilla flokka eru nákvæmlega ein- kenni Asíuþjóða. Og nú er sagt að Rússar séu byrjaðir sama leikinn í þeim héruðum Póllands, sem féllu í þeirra hlut. Stjórnarathafnir harðstjóra Austurlanda fara fram í leyni og án þess að nokkrar skýrslur séu gefnar. Allir sem til þekkja segja að þetta komi alveg heim við aðferðir Sovéts, að svo miklu leyti, sem það er mögulegt nú á dögum. Þar gerist fjöldamargt, sem engar skýrslur koma um, og ef embættismanni verður á að segja frá einhverju, sem ekki var óskað að færi út, má mikið vera ef hann hverfur ekki mjög snögglega. Krókaleiðar dipló- matanna á Vesturlöndum þykja stundum nokkuð flóknar. En öllum, sem til þekkja, kemur saman um, að þar sé ekkert, sem kemst í hálfkvisti við króka og INNKÖLLUNARMENN HEIMSKRINGLU í CANADA: Amaranth............ Antler, Sask....... Ames............... Árborg............. Baldur............. Beckville.......... Belmont............ Bredenbury......... Brown.............. Churchbridge....... Cypress River....... Dafoe.............. Ebor Station, Man... Elfros............. Eriksdale.......... Fishing Lake, Sask. Foam Lake.......... Gimli.............. Geysir............. Glenboro............ Hayland............ Hecla.............. Hnausa............. Húsavík............ Innisfail.......... Kandahar........... Keewatin........... Langruth........... Leslie............. Lundar............. Markerville........ Mozart............. Oak Point._________ Otto............... Piney.............. Red Deer........... Reykjavík........... Riverton........... Selkirk, Man....... Sinclair, Man...... Steep Rock......... Stony Hill......... Tantallon.......... Thornhill.......... Víðir.............. Vancouver.......... Winnipegosis....... Winnipeg Beach..... Wjmyard............ .................J. B. Halldórsson ...............JC. J. Abrahamson ...............Sumarliði J. Kárdal .................G'. O. Einarsson ................Sigtr. Sigvaldason .................Björn Þórðarson ....................G. J. Oleson ..................H. O. Loptsson ..............Thorst. J. Gíslason ----------------H. A. Hinriksson ...................Páll Anderson ...................S. S. Anderson ................K. J. Abrahamson ...............J. H. Goodmundson ..................ólafur Hallsson ..................Rósm. Árnason ..................H. G. Sigurðsson ....................K. Kjernested .................Tím. Böðvarsson .....................G. J. Oleson ...........-....Síg. B. Helgason ..............Jóhann K. Johnson ..................Gestur S. Vídal ..................John Kernested ...............Ófeigur Sigurðsson ................ S. S. Anderson .................Sigm. Björnsson ....................B. Eyjólfsson ................Th. Guðmundsson ........Sig. Jónsson, D. J. Lfndal .............. Ófeigur Sigurðsson ..................S. S. Anderson .................Mrs. L. S. Taylor .....................Björn Hördal ...................S. S. Anderson ..............ófeigur Sigurðsson ......................Ámi Pálsson ................Björa Hjörleifsson ...Mrs. David Johnson, 216 Queen St. ...............K. J. Abrahamson .....................Fred Snædal .....................Björn Hördal ..................Guðm. ólafseon ...............Thorst. J. Gísla8on ..................Aug. Einarsson ...............Mrs. Anna Harvey ............Finnbogi Hjálmarsson ..................John Kernested ..................S. S. Anderson í BANDARÍKJUNUM: Bantry................ Bellingham, Wash...... Blaine, Wash.......... Cavalier and Walsh Co. Grafton............... Ivanhoe............... Los Angeles, Calif.... Milton................ Minneota.............. Mountain.............. National City, Calif.. Point Roberts......... Seattle, Wash......... Upham. .................E. J. Breiðfjörð ...........Mrs. John W. Johnson .........Séra Halldór E. Johnson .................Th. Thorfinnsson ................Mrs. E. Eastman ......!......Mis^ C. V. Dalmann _____________________S. Goodman ..............MIss C. V. Dalmann ................Th. Thorfinnsson ...John S. Laxdal, 736 E 24th St. .................Ingvar Goodman ,J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. ..................E. J. Breiðfjörð The Viking Press Ltd. Winnipeg, Manitoba klæki austurlenksra yfirvalda. j Þetta sézt t. d. skýrt á því, að stríð þykir sjálfsagt að hefja án þess að lýsa því yfir o. s. frv. ▲ Flest af því, sem Asía hefir afrekað, verður að meta eftir stærð en ekki gæðum. Og það eru afrek fjöldans frekar en ein- staklingsins, sem þar eru metin. Þetta á alveg við um Rússland nú. Sæg af mönnum hefir t. d. verið kent að lesa. En einstakl- ingnum er á hinn bóginn meinað að hugsa. Þar eru flæmismiklir sameignarbúgarðar, unnir með öllum tegundum véla. En bú- skaparlagið og verkhygnin og árangurinn er þannig, að hverj- um meðal kotbónda myndi blöskra. Og þá eru það iðjuver- in miklu, sem reist hafa verið með aðstoð þýzkra og amerískra verkfræðinga. Af þeim er ó- skaplega gumað. En þegar út- lendingarnir, sem stjórnuðu þeim í fyrstu, voru farnir, tók vörugæðum þegar í stað að hraka. Það er háttur Asíu- manna að reka alt áfram með valdi. Og með valdi má búa til “mikið”, en aldrei “gott”. Tamerlan, mongólahöfðinginn ægilegi, sem reisti pýramída úr afhöggnum mannshöfðum til þess að votta sigra sína, náði í þjónustu sína kunnáttumönnum frá Vesturlöndum. Og með því að reka áfram bæði þá og svo mannfjöldann, sem þeir létu vinna, kom hann upp nálega ó- trúlegum stórvirkjum. En ef eitthvert óhapp varð eða mis- tök, þá var æfinlega slátrað heil- um hóp af mönnum, sem var kent um það. Er ekki þetta keimlíkt Stalin og Rússlandi hans? Æfinlega er hægt að finna einhverja, sem öllum sökum og mistökum stjórnarfarsins er klínt á, og þá er ekki að sökum að spyrja. í rauninni er þetta helsta af- leiðingin, s'em orðið hefir af rússnesku byltingunni, að Asíu- áhrifin náðu aftur fullum tök- um. Þetta er sannleikur, þrátt fyrir allar orkustöðvar, raf- magnsveitur, stálsmiðjur, áveit- ur og myllur — sem flestu hefir verið komið upp meira og minna með beinu þrælahaldi að forn- aldarsið. Þetta er ekki í fyrsta skifti sem duglegir og harðvít- ugir þjóðhöfðingjar í Asíu hafa komið upp ótrúlega stórum mannvirkjum með því að þrælka allan lýðinn. f hugsun og lífsskoðun opnaði byltingin allar gáttir fyrir Asíu, en Evrópa varð að hypja sig á dyr. Sumir hugga sig með því að segja: “Verra var það á keisaratím- unum”. Það var sjálfsagt ekki gott þá. En því má þó aldrei gleyma, að á keisaratímunum var til al- menningsálit, sem fékk að koma í ljós og segja sitt orð um það sem gerðist — en þetta er nú alls ekki til. Á keisaratímunum var sægur af mönnum, sem voru mentaðir í skólum Evrópu og jframt, að málefnið — bolsévism- Iifðu yfirleitt í því andrúmslofti, | inn — getur ekki fengið nokk- umhverfi öllu. Stalin var ná- lega sá eini af frömuðum bylt- ingarinnar, sem var engum böndum tengdur við Evrópu. Hann hefir tvisvar aðeins komið vestur fyrir Rússland, snöggar ferðir, og hann kann ekkert Ev- rópumál — nema rússnesku. Stalin lætur lítið uppi um skoðanir sínar. En það vita menn þó, að hann hatar alt, sem sérstaklega einkennir Evrópu- manninn, frelsislöngun einstakl- ingsins, skoðanafrelsi, umburð- arlyndi við annara skoðanir. Það er engin tilviljun, að hann hefir rutt úr vegi þeim foringjum kommúnista, sem sótt höfðu eitthvað vestur á bóginn og höfðu dvalið í Lundúnum, París eða Berlín. A Asíueinkennin leyna sér ekki. Má nefna dæmi þess. Þegar Lenin dó, sátu sjö menn í • nokkurskonar miðstjórn Kommúnistaflokksins — Trot- sky, Stalin, Zinovief, Kamenev, Rykov, Bukharin og Tomsky. Allir þessir menn höfðu frá mörgu misjöfnu að segja frá baráttuárunum gegn keisara- stjórninni og í borgarastyrjöld- unum. Maður, sem hugsaði að Evrópusið, jafnvel þótt hann væri harðstjóri, myndi í lengstu lög hafa þyrmt lífi þessara fornu samherja, sem allir voru nokkuð við aldur, jafnvel þó að þeir hefðu orðið uppvísir að einhverj- um brögðum. En Stalin hætti ekki fyr en þeir voru allir dauð- ir, ef hann á annáð borð náði til þeirra. Árið 1933 voru þrettán menn í æðstu stjórn hersins, og þá sendi Stalin þeim heillaóskaskeyti. En 'hvernig er nú komið fyrir þess- um mönnum ? Einn, er enn á lífi. Tveir voru svo hepnir að deyja náttúrulegum dauða. Einn framdi sjálfsmorð. Þrír hurfu. Og sjö hafa verið skotnir. Þessi “hreingerning” hefir verið svo duglega framkvæmd, að rauði herinn hefir ekki borið sitt barr síðan. Herfræðingar, sem rann- sakað hafa Finnlandsstyrjöld- ina, segja, að langt megi leita til þess að finna herferð, sem lakar hafi tekist, bæði um ráð og framkvæmd, heldur en hún var af hendi rauða hersins gegn jafn fámennum hóp eins og þeim, sem Finnar höfðu. Og þá sver hún sig sæmilega í ættina aðferð Stalins, þegar hann lætur taka af lífi hvern hópinn eftir annan af þeim mönnum, sem hann þurfti að losna við, og gefur þeim að sök vináttu við nasista — samtímis því, sem hann er að semja við nasista um bandalag? Stefna Stalins hefir verið sú um langt skeið, að koma af stað ófriði milli lýðræðisríkja Vestur- Evrópu og einræðisríkjanna, þar sem hann gæti sjálfur setið hjá og spunnið silkið. Það getur vel verið, að hann hafi þá fyrst og fremst í huga voldugra Rúss- land. En hann veit það jafn- - NAFNSPJÖLD - | 1 U—1 ——■——.— Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrifstofusiral: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að íinni A skrlfatofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Helmlll: 46 Alloway Are. Talsimi: 33 líi Thorvaldson & Eggertson Lögfræfling-ar 300 Nanton Bldg. Talsimi 97 024 Orncs Phoks Rn. Phohi 87 298 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BUTLDINO Omoi Houms: 13 - 1 4 F.K. - 6 P.K. *HD BT APPOOfTKEln M. HJALTASON, M.D. ALMtNNAR LÆKNINOAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Lœtur úti meðöl I viðlögum ViBtalstimar ki. 2—4 «. j,. 7—8 að kveldlnu Siml 80 867 666 Vietor Bt. Dr. S. J. Johannesion 80« BROADWAT TaJnínii 30 877 VlOtalstimi kl. 3—0 e. h. A. S. BARDAL selur likklstur og annaat um útfar- ir. Allur útbúnaður s& bestl. Enníremur selur hann aiuwmfH' minnlsvarða og legsteina. 843 8HERBROOKB 8T. Phona: SS 607 WINNIPSO J. J. Swanson & Co. Ltd. BKALTORS Rental. Inturance and Financíal AgenU Sími: 26 821 308 AVENUE BLDG.—Winnipeg Rovatzos Floral Shop ®0fl Notre Dame Ave. Phone 94 (N Freah Cut Flowers Daiiy Pl&nts in Season We specialize in Weddlng ák Concert Bouquets Sc Funeral Designs Icelandlc spoken H. BJARNASON —TRANSFER— Baggage and Furniturs Moving 591 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annaet allskonar flutninga fram og aftur um bœinn. MARGARET DALMAN TMACHER OF PIANO SS4 BANNINO ST. Phone: 26 420 DR A. V. JOHNSON dentistt 506 Somerset Bldg. Office 88 124 Res. 27 702 410 Medical Arts Bldg. Dr. K. J. AUSTMANN Stundar eingöngu Augna, eyma, nefs og kverka sjúkdóma 10 til 12 f.h.—3 til 5 e.h. Skrifstofusími 80 887 Heimasími 48 551 sem að vestan kom, enda kom það í ljós í þátttöku Rússlands í bókmentum og yfirleitt andlegu lífi Evrópu á 19. öldinni. — En ungir kommúnistar nútímans gera ekki annað en skyrpa á alla þessa menningu. Byltingin velti ekki kúguninni af stóli og ekki harðstjóranum. Þetta er enn í dag engu minna. Nei, það sem byltingin gerði, var að sópa burt þeirri Evrópumenn- ingu, sem var til hjá efri stétt- unum. Rússland hefir horfið að nýju til Asííufeðranna. Þess vegna er þetta undarlega and- rúmsloft í Kreml í dag, sem Ev- rópuþjóðum stendur stuggur af, eitthvað leynilega andstyggi- legt, eitthvert pukur. Það er ekki Asía Konfúsíusar og Jesú Krists, sem hér birtist, heldur Asía Tamerlans og Djengis Khans. Það á ekki illa við, að harð- stjórinn í þessu nýja Asíuríki skuli vera hreinræktaður Asíu- urn betri jarðveg til þess að dafna í, en þjóðir, lamaðar og komnar að niðurlotum af skorti og þreytu eftir margra ára styrjöld upp á líf og dauða. Fyrst greip hann Spánarstyrj- öldina tveim höndum, og bjóst við að hún mundi leiða til fjand- skapar milli stórveldanna. Þegar það brást vaknaði vonin aftur út af innlimun Austurríkis, og síð- an út af Tékkóslóvakíumálun um. Kommúnistar fullyrtu og héldu víst sjálfir, að Rússland þráði að berjast við nasismann fyrir frelsi smáþjóðanna, en engin hreyfing sást. Hermála- ráðherrann, Vorosilov, var meira að segja meðan á þessu stóð austur í Asíu að “ganga frá” Blucher, eina reynda foringjan- um, sem eftir var. Og samn- ingaumleitanirnar, sem þá voru hafnar við enska og franska for ingja, sýna best, hvernig starfað er þar eystra, því að samtímis var Stalin að semja við Þjóð- búi að ætt, hugsunarhætti og verja. En tækifærið kom. Það kom þegar Bretar ábyrgðust landa- mæri Rúmeníu og Póllands 1939, og ætluðu með því að stöðva framhás Þjóðverja. Nú var Stalin ánægður. Vesturveldin voru skuldbundin að verja lönd- in, sem voru milli Þýzkalands og Rússlands, svo að nú var engin lætta. Eftir þetta var engin von að samningar tækjust milli Rússa og Breta. En samt hélt Stalin þeim áfram og lét mjög íklega, því að með þeim herti íann á Þjóðverjum að gera góð ooð. Og svo þegar deilan um Danzig hófst í ágúst 1939 var alt tilbúið. Stalin gerði samning við Þjóðverja, og Þjóðverjar tóku Danzig. Ófriðurinn, sem Stalin þurfti að fá, 'hófst. ▲ Asía er komin af stað og þrammar þungum skrefum vest- ur á bóginn. Evrópa liggur í styrjöld upp á líf og dauða. Það er sama ástandið eins og það, sem greiddi götu Serkja og Mon- góla og Tyrkja. Rússland er Jíomið vestur að Eystrasalti, og hefir brotið víggirðingar Finna. Það er tilbúið að halda lengra í þá sömu átt. Svo lítur Stalin næst í suðvestur. Rússland hef- ir altaf litið hýru auga til Kon- stantinópel, en vesturveldin hafa hindrað það. Og þá er leiðin í suðaustur líka til. Rússar geta búið um sig eins og þeir THL WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. nu vilja í Turkestan og Englending- ar vita vel, hve erfitt er að halda þeim burt frá áhrifum á Ind- landi. Loks er það svo Austur- Asía og erfðafjandinn þar, Jap- anar. Þar vill Stalin fá vopna- hlé í bráð, meðan svo mörg og mikil tækifæri bjóðast í Evrópu. Hann getur því vel hafið samn- inga við Japani samtímis því að hann lætur Kínverja fá flugvél- ar og önnur hergögn til þess að þeir geti látið Japani fá þar nóg verkefni. Einhvemtíma seinna má svo snúa sér að því að skifta Kínaveldi. En mestu vonir Stal- ins eru þó í sjálfu Þýzkalandi. Hann hefir ekki gleymt ástand- inu þar eftir síðustu styrjöld, og hann veit hver hætta vofir jafn- an yfir eftir styrjaldir. Hver veit nema svo verði að Þýzka- landi þrengt, að það beinlínis slái sér saman við nágrannann mikla í austri. Rússnesk stærð og auðlindir og þýzk tækni og herkænska gætu myndað saman það veldi, sem erfitt yrði að standa á móti, hvort heldur væri í vestri eða austri. Stalin hugsar sennilega ekki á neinar herferðir að sið Napól- eons. Hann er þolinmóður eins og rándýrið. Hann veit að rúss- neski herinn dugar ekki móti stórveldisher. Og hafi hann haldið annað, þá hefir Finnlands- styrjöldin kent honum, að það þýðir ekki að ætla rauða hernum nein stór verkefni. Þess vegna teflir Stalin frekar en að berj- ast. Hver veit nema þessi styrj- öld, sem hann hefir nú átt sinn þátt í að koma af stað, skilji svo við Evrópu, að þar verði ekki við neitt verulegt stórveldi að etja á eftir. Það er ægilegt útsýni, sem þessi voðalega styrjöld breiðir út fyrir sjónum vorum. Evrópu- þjóðunum blæðir út og Asía bíð- ur eftir tækifærinu. Hingað til hefir altaf eitthvað bjargað Evrópu, og vonandi verður það svo enn, þótt illa horfi nú um hríð. (Lausl. þýtt og talsvert stytt) —Lesb. Mbl.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.