Alþýðublaðið - 17.05.1960, Síða 3

Alþýðublaðið - 17.05.1960, Síða 3
Sendu Sverri konungi fé ALÞYÐUBLAÐIÐ hefur frétt aS nýverið hafi nokkrum skáld- um borizt rithöfund'alaun frá danska útvarpinu. Fé þetta kom að sjálfsögðu í gegnum Lánds- bankann, en skrifstofa Rithöf- undasambandsins sá um að koma fénu til réttra aðila, höf- undanna sjálfra eða erfingja þeirra. Meðal höfunda var Sverrir konungur, og vafðist eðlilega fyrir mönnum að koma aurum hans til skila. Mikil obsókn SALA aðgöngumiða að listahátíð Þjóðleikhúss- ins hófst í gær, Var mikil ös eins og meðfylgjandi mynd sýnir og greinilegt þegar á þessum fyrsta söludegi, að fólk kann vel að meta það sem Þjóðleik húsið hefur upp á að bjóða í tilefni 10 ára afmælisins, Aðsókn í gær var mest að Rigoletto og Seldu brúð- inni. — Ljósm.: Oddur Ó1 afsson. mmhmmmmmmmhhummm 2,5% ÚTBÝTT var á. alþingi í gær frumvarpi til laga um breyting á lögum nr. 4, 20. febrúar 1960, um efnahagsmlál. Ólafur Thors forsætisráðherra fylgdi frum- víarpinu úr hlaði með nokkrum orðum . 1. gr.: í stað 5% í 1. mgr. 8. gr. laganna komi 2V2%. 2. gr.: Lög þessi öðlast þegar gildi'. Athugasemd vði Iagafrum- varpið: Eins og kunnugt er, er útflutningsskatturinn lagður á til þes sað greiða hluta af skuld- 'bindingum útflutningssjóðs frá fyrri árum. I sambandi við samninga um fi'skverð á milli fiskkaupenda og fskseljenda hefur sú ósk komið fram af þeirra hálfu, að útflutn- ingsskatturinn verði lækkaður úr 5% í 2,5'%, en verði í þess ■stað að sama skapi' lengur í gildi. Ríkisstjórnin telur rétt að verða við þessari ósk, og grei'ða þannig fyrir því, að samningar um fiskverð taki'st í KVÖLD mun Engel Lund syngja í Austurbæjarbíói. Söng skemmtunin 'hefst kl. 7 e. h. — Engel Lund mun syngja þjóð- lög frá ýmsum löndum, einkum þó frá íslandi. Undi'rleikari er dr. Ferdinand Rauter. Lund er hér á vegum Tónlistarfélagsins og Almenna bókafélagsins. Fá opinberir sfarfs- menn verkfallsrétt SIGURÐUR Ingimundarson, formaður Bandalags starfs- manna ríkis og bæja, skýrði frá því við umræður á alþingi í gær, að s. 1. haust hafi þáver- andi f jármálaráðherra, Guð- mundur I. Guðmundsson, skip- að nefnd til þess að endurskoða núgildandi löggjöf um starfs- kjör opinberra starfsmanna, með það fyrir augum að þeim yrði veittur samningsréttur um kjör sín. Er sú nefnd starf- andi og tvcir nefndarmenn af fimm skipaðir samkvæmt til- nefningu B.S.R.B. Til umræðu var frumvarp Eðvarðs Sigurðssonar o. fl. um afnám laga nr. 33 3. nóv. 1915, um verkfall opinberra starfs- manna. Fylgdi Eðvarð frum- varpinu úr hlaði, en auk þeirra Sigurðar tóku til máls Jón Pálmason og Einar Olgeirsson. Sigurður Ingimundarson kvað það hafa verið krafa þinga B.S.R.B. um mörg undanfarin ár, að þeir fengju samningsrétt um kjör sín til jafns við aðrar stéttir, enda væri staðreynd að þeir hefðu mjög goldið gamall- ar og úreltrar löggjafar um það efni. Hefðu stjórnir Bandalags- ins reynt að fá fram breytingar á þessu í samræmi við sam- þykktir þinga sinna, en ekki orðið ágengt fyrr en með fyrr- nefndri nefndarskipan s. 1. haust. En málið er ekki eins einfalt og ætla mætti eftir því frum- varpi, sem hér hefur verið lagt fram, sagði Sigurður. Það er að vísu nauðsynlegt að fella úr gildi lögin frá 1915 um berort bann við verkfalli opinberra starfsmanna, en það er ekki nóg. Ýmis önnur löggjöf varð- andi opinbera starfsmenn er gegnsýrð af þeirri staðreynd, að opinberir starfsmenn hafa ekki haft verkfallsrétt. Ræðumaður benti á, að opin- berir starfsmenn væru t. d. bundnir af launalögum og a.m. k myndi sérhver ríkisstjórn telja sig bundna af launalögun- um meðan þau eru ekki felld úr gildi og því ekki getað sam- ið við starfsmennina. Að vísu gætu verkfallsréttur og launa- lög farið saman og þannig er það framkvæmt í nokkrum löndum, að þingin staðfesta samningana, sem gerðir eru. Skýrðí Sigurður frá því, að nefndin, sem starfaði í þessu máli, væri að kynna sér lög- gjöf þeirra þjóða, sem viður- kent hafa verkfallsrétt opin- berra starfsmanna. Sigurður Ingimundarson nefndi fleiri atriði máli sínu til stuðnings, en sagði síðan að lokum: Ég tel því, að það sé rétt lætismál, að opinberir starfs- menn fái samningsrétt til jafns við aðrar stéttir og legg til, að frumvarp þetta verði samþykkt en lýsi því jafnframt yfir að ég tel nauðsynlegt að samræma aðra löggjöf þeim breyttu að- stæðum, svo að opinberir starfsmenn fái notið þess rétt- ar, sem til er ætlazt. Samþykkt þessa frumvarps myndi hins vegar vera leiðbeining fyrir hina stjórnskipuðu nefnd um vilja háttvirts alþingis og bæri nefndinni þá í framhaldi af því, að undirbúa samræmda lög gjöf, er snerti önnur mál opin- berra starfsmanna. Stal frá sofandi stúlkum AÐFARANÓTT mánudags var brotizt inn um glugga í kjallara Kleppsspítalans. Lædd ist þjófurinn þar um ganga og <að lokum inn í herbergi hjá 2 starfsstúlkum, Stúlkurnar voru báðar sof'- andi í herberginu og sýndi þjóf urinn þá bíræfni, að læðast um í herberginu og leita að pen- ingum. Hann hafði á forott með sér veski stúlknanna. í þeim voru um 500 krónur í peningum og svipuð upphæð í sparimerkjum. Stúlkurnar urðu ekki' varar við neitt. Einnig átti' Jónas Hallgríms- 1 peninga í þessari sendingu, og er það vonum seinna, að hon- um skuli berast fé fyrir skáld- skap sinn. Meðal annarra höfunda á þess um grei'ðslulista danska ríkis- útvarpsins, sem allt bendir til að saminn hafi verið af mikilli samvi'zkusemi, voru þeir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi og Steingrímur Thorsteinsson. Allar þessar greiðslur eru skýranlegar, nema peningarn- ir til Sverri konungs. Rithöf- undasambandið hefur komið sér upp skrifstofu og fengið sér lögfræðing til að annast mál sambandsins, en hér dugðu eng in vísindi til. Á íslandi' fyrir- fannst enginn maður til að taka við peningum Sverri konungs. 'Það fangaráð var því teki'ð að endursenda danska útvarpinu þetta konungsfé. Alþýðúblaðið kemur með þessa skýringu: Peningarnir áttu að sendast á nafn Gríms Thomsens fyrir kvæðið Sverrir konungur. BRAGI Kristjánsson skrif- stofustjóri hjá Innflutnings- skrifstofunni, hefur verið skip- aður forstöðumaður símrekstr- ardeildar landssímans frá 1. júní n. k. Jón Kárason síma- fulltrúi hefur verið skipaður aðalbókari landssímans frá 1. júní n. k. MWMMMMMHMIMHHMUH) Kallaður til Parísar ALÞÝÐUBLAÐIÐ frétti í gær, að Alexanderov, rúss neski sendiherrann hér, hafi verið kallaður til Parísar í tilefni af stór- veldafundinum og dvelur hann nú ytra. WWWMWMWWMMMMIMMM Manni hent úr bii? Framhald af 1. síðu. ur ómjúklega og drógu hann. Við þetta snaraðist áhorf- andinn út og voru þeir þá að koma með manninn að bíln- um. Héldu þeir enn um herð- ar hans og drógu hann eftir götunni. Áhorfandi spurði þá hvort ekki ætti að hringja í lögreglu og sjúkrabíl. Þeir dröslarar þverneituðu því. Spurði þá áhorfandi hvort ekki hafi verið ekið á þenn- an mann. Þeir dröslarar þver- neita því, en segja til skýr- ingar, að honum hafi verið hent út úr bíl. Áhorfandi spyr þá hvernig eigi að skilja þetta, og hvort maðurinn sé meðvit- undarlaus. Þá segja dröslar- ar, að þetta sé allt í lagi. Á- horfandi þrjózkast við og seg- ir að þetta sé alls ekki í lagi, og að þeir skuli bíða, því hann ætli að ná í lögregluna. Þá segja dröslarar honum að láta ekki svona, þetta sé einkamál og honum komi þetta ekki við. Þeir höfðu nú hnoðað mann inum inn í bílinn og skildu leiðir með áhorfanda og þeim með manninn, þar sem bíln- um var ekið brott. Áhorfandinn tjáði blaðinu í gær, að hann hefði strax eft- ir að hann kom inn til sín, hringt í lögregluna og látið liana vita, og gefið héhni upp númerið á bílnum, sem var Ö-208. Alþýðublaðið spurðist fyr- ir um þetta mál, bæði hjá rannsóknarlögreglunni og götulögreglunni, en ekkert var að finna bókað um það. Alþýðublaðið veit ekki hve þarna er unt alvarlegan at- burð að ræða. Og það leggur til að bílstjórinn á fyrrgreind- um bíl segi því hvernig í þessu liggur. Alþýðublaðið 17. maí 1960 3

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.