Alþýðublaðið - 17.05.1960, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 17.05.1960, Blaðsíða 10
Keppni var geysihörð í 800 m. hlaupi unglinga á ÍR-mótinu milli Helga Hólm og Agnars J. Leví, sá fyrrnefndi sígraði naumlega, en báðir1 fengu samja tímla. BEZTA afrekið á vormóti ÍR viann Jón Péturssons KR, en hann stökk 1,98 m í hástökki, sem er nýtt íslenzkt met ■— gamla metið átti Skúli Guð- mundsson, KR, frá 1950, en það var 1,97 m. Mótið gekk óvenju rösklega og lítið sem ekkert um dauða punkta. Eini slæmi gall- inn á skipulagi mótsins var að hafa þrjú stökk í sömu gryfj- unni. Jón byrjaði keppni á 1,80 og flaug yfir þá hæð ásamt 1,85 og 1,90. Var nú ‘haekkað í 1,98 m. Fyrsta tilraun Jóns var ekki góð, önnur var sæmileg, en í 'þriðju flaug hann yfir við gíf- ■urleg fagnaðarlæti. Jón reyndi þrívegis við 2,00 m, en mistókst að þessu sinni, enda völluri'nn slaemur og Jón þreyttur. y^ VALBJÖRN HLJÓP VEL í 100 m hlaupið vantaði Hilm ar, en Valbjörn hljóp skínandi yel og náði' góðum tíma 10,8 sék. Að vísu var allsterkur hlið- armeðvindur, en sá vindur hef- úr samt lítið hjálpað. Einar Frí mannsson og Viihjáknur hlupu ekki' í 'sama riðli, en hlutu báðir sáma tíma, 11,0. Einar er svip- aður og í fyrra, en Vilhjálmur er í betri æfingu. í 100 m hlaupi drengja si'graði Þorvaldur Jón- asson ER, en Kristján Eyiólis- son, Í’R fékk sama tíma. L^rus Lárusson var einnig skammt undan. Allt eru þetta efnilegir drengir. * 7,12 f LANGSTÖKKI OG15,2 I GRIND Vi'lhjálmur vann yfirburða- sigur í langstökkinu, hann náði 7,12 í fyrstu tilraun og í ann- arri, sem heppnaðist mjög vel, var stökkið ca, 7,30 — en því miður hárfínt ógilt. Hin stökk Vilhjálms voru öll um 7 metra og sýnir það öryggi hans. Það er grei'nilegt, að Vilhjálmur verður sterkur í sumar. Björgvin stökk aðeins þríveg is, en tryggði sér samt örugg- lega annað sætið. Ingvar og Þorvaldur eru báðir bráðefni'- legir og stukku vel. Björgvin sigraði Sigurð Björnsson í gri'ndahlaupinu, en þeir kepptu aðeins tveir. it RANNVEIG LAXÐAL 13,1 SEK.! Það mættu fjórar stúlkur til leiks í 100 m hlaupinu eða all- ar, sem skráðar voru, og þar kom árangur sannarlega á ó- vart. Hin bráðefni'lega Rann- veig Laxdal, ÍR sigraði með miklum yfirburðum á 13,1 sek., aðei'ns 4/10 úr sek. frá meti Margrétar Hallgrímsdóttur. — Rannveig hleypur mjög vel og verður gaman að fylgjast með henni á hlaupabrautinni í fram tíðinni. Hi'nar stúlkurnar þrjár hlupu allar rösklega. Baráttan í 800 m hlaupi unglinga milli Helga Hólm og Agnars J. Leví, si'gurvegarans í Drengjahlaupi Ármanns, var mjög skemmtileg. Agnar hafði forustuna nærri aljt hlaupið, en á síðustu 100 m var æðisgengin barátta mi'lli þessara tveggja og tókst Helga að verða um 20—30 sentimetr- um á undan. EFNILEGUR HAFNFIRÐINGUR Kristján Stefánsson, FH kiast aði spjótinu bæði lengst og fal- legast. Hann er í gífurlegri framför, og yirðist eitt mesta spjótkastaraefni, sem hér hefur komið fram. Valbjörn og Björg vin voru eitthvað miður sín. — Þorsteinn Löve sigriaði glæsi- lega í kringlukastinu og sýndi öryggi. * ERFITT AÐ STÖKKVA Á STÖNG Erfitt var að stökkva á stöng á sunnudagi'nn, hinn sterki hlið arvindur var truflandi. Val- björn var hinn öruggi sigurveg- ari, en stökk „aðei'ns“ 4,01 m. Brynjar Jensson er í framför, en Heiðar er linari en áður. — ÍR sigraði í 4X100 m boðhlaup- inu, en Ármann og KR vantaði góða menn. it KRISTLEIFUR 8:46,6 MÍN. , Þrátt fyrir vindinn náði Kristíeifur mjög góðum tíma eða 8:46,6 mín. Hann vi'rtist þó ekki taka verulega á og virðist alit benda til þess, að hann nái langt í sumar. H örður Haralds son hljóp einni'g létt og skemmti lega í 400 m og fékk 50,6 sek., sem er gott. Guðmundur Þor- steinsson, KA og nafni hans Hallgrímsson frá ÍBK náðu einnig góðum tírna, sá fyrr- nefndi sínum langbezta. í hei'ld má segja, að mót þetta hafi tek izt vel og áhorfendur voru fleiri en oft áður á frjálsíþróttamót- um. 100 m grindahlaup: Björgvin Hólm, ÍR 15., 2 Sigurður Björnsson, KR 15,8 Stangarslökk: Valbjörn Þorláksson, ÍR 4,01 Brynjar Jensson, HSH 3,70 Birgir Guðjónsson, ÍR 3,3o - Kringlukast: Þorsteinn Löve, ÍR 48,60 Friðrik Guðmundsson, KR 45,65 Gunnar Huseby, KR 44,80 Þorst. Alferðss., Breiðablik 43,68 100 m hlaup: Valbjörn Þorláksson, ÍR 10,8 Einar Frímannsson, KR 11,0 Vilhj. Einarsson, ÍR 11,0 Grétar Þorsteinsson, Á 11,4 100 m hlaup drengja: Þorvaldur Jónasson, KR 11,7 Kristján Eyjólfsson, ÍR 11,7 Lárus Lárusson, ÍR 11,8 400 m hlaup: Hörður Haraldsson, Á 50,6 Guðmundur Þorsteinss., KA 52,0 Guðm. Hallgrímsson, ÍBK 52,7 Hjörleifur Bergsteinsson, Á 55,4 800 m hlaup unglinga: Helgi Hólm, ÍR - 2:08,8 Agnár J. Leví, KR _ 2:08,8 Friðrik Friðriksson, ÍR 2:14,7 3000 m hlaup: Kristleifur Guðbj.son', KR 8:46,6 Reynir Þorstéinsson, KR 9:54,3 Langstökk: Vilhjálmur Einarsson, ÍR 7,12 Spjótkast: Kristján Stefánsson,. FH 58,bo Valbjörn Þorláksson, ÍR 56,75 Halldór Halldórsson, ÍBK 54,00 Sigmundur Hermunds., ÍR 50,79 100 m hlaup kvenna: Rannveig Laxdal, ÍR 13,1 Steinunn Sigurðard., ÍR 14,2 Þórdís Jónsdóttir, ÍR 14,5 Mjöil Hólm, ÍR 15,0 HÖKDUR Haraldsson sigr aði auðveldlega í 400 m. hlaupi og hér sézt hann koma í mark. Björgvin Hólm, ÍR 6,82 Ingvar Þorvaldsson, KR 6,65 Þorvaldur Jónasson, KR 6,59 Hástökk: Jón Pétursson, KR 1,98 Karl Hólm, ÍR 1,70 4X100 m boðhlaup: A-sveit ÍR 45,0 Sveit Ármanns 46,3 Sveit KR 46,3 Utanbæjarmenn 47,3 í sveit ÍR voru: Björgvin Hólm, Vilhjálmur Einarsson, Karl Hólm og Valbjörn Þorláks- son. .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.