Alþýðublaðið - 17.05.1960, Page 11

Alþýðublaðið - 17.05.1960, Page 11
 Hástökk á íslandi f TILEFNI mets Jóns Pét- urssonar í hástökki á sunnu daginn birtum við hér sögu íslandsmetsins frá upphafi. Fyrsta staðfesta metið er afrek Osvalds Knudsen, ÍR, 1,55 m. 1920. Kristinn Pétursson, KR, 09, 1,45 m. Magnús Ármannsson, ÍR, 11, 1,48 m. Skúli Ágústsson, HSK, 14, 1,50 m. Þorgils Guðmundsson, UMSK. 20, 1,50 m. Osvald Knudsen, ÍR, 20, 1,55 m. Osvald Knudsen, ÍR, 21, 1,60 m. Osvald Knudsen, ÍR, 22, 1,65 m. Osvald Knudsen, ÍR, 22, 1,67 m. Osvald Knudsen, ÍR, 23, 1,70 m. Helgi Eiríksson, ÍR, 27, 1,70 m. Helgí Eiríksson, ÍR, 27, 1,80 m. Sigurður Sigurðsson, KV, 36, 1,80 m. Sigurður Sigurðsson, KV, 37, 1,81 m. Sigurður Sigurðsson, KV, 38, 1,82 m. Sigurður Sigurðsson, KV, 38, 1,85 m. Skúli Guðmundsson, KR, 44, 1,93 m. Skúli Guðmundsson, KR, 44, 1,94 m. Skúli Guðmundsson, KR, 49, 1,95 m. Skúli Guðmundsson, KR, 50, 1,96 m. Skúli Guðmundsson, KR, 50, 1,97 m. Jón Pétursson, KR, 60, 1,98 m. Ársþing SSÍ ÁRSÞING Sundsambands íslands 1960 verður haídið í Alþýðuhúsinu Hafnarfirði, miðvikudaginn 8. júní og hefst kl. 15.00. S.S.Í. Þröttur á Akureyri Reykjavíkurmótið: Fram lék vel og vann Val 2-0 MEISTARAFLOKKUR Þrótt ar fór til Akureyrar um helg- ina og keppti tvívegis við Ak- ureyringa. Á laugardag sigr- uðu Akureyringar Þrótt með 2 —1, en á sunnudag sigraði Þróttur með 4—2. Áhorfendur voru um eitt þúsund í hvort skipti. Dómari var Rafn Hjalta- lín. Þróttarar láía mjög vel af förinni og móttökum öllum. SIGUR Fram yfir Val á sunnu- dagskvöldið var ótvíræður. Val ur mátti þakka sínum sæla að ekki' fór verr en raun varð á. Eftir gangi leiksins og öllum sólarmerkjum að dæma, gat hér vissulega, eftir hi'num mörgu möguleikum Fram, orðið um stórfelldan ósigur Vals að ræða. Framliðið lék nú sinn bezta leik ti'l þessa á vorinu. Hraði þess og samleikur úti á vellinum var góður og marktækiíærin, sem framherjum þess sköpuðust, voru mörg. Það sem bjargaði Val frá stórfelldum ósigri, kann ske 5—6 mörkum gegn engu, var linka og skerpuleysi sókn- arleikmanna Fram, að nýta tækifærin. Það vantaði alltaf herzlumuninn. Eitt mark sitt í hvorum hálfleik var allur af- raksturinn, eftir mýgrút af tæki' færum í báðum hálfleikum. + VALSLIÐIÐ DAUFT Valsliðið var allt miklu dauf1 ara en gegn KR á dögunum. Baráttuvi'ljinn, sem var þá, vantaði alveg nú. Því tókst aldr ei allan leikinn að skapa sér nein marktækifæri', utan einu sinni, eftir hornspyrnu, en Bergsteinn skallaði' yfir. Búið og punktum. Önnur marktæk- færi ekki teljandi. Það var að vísu liðinu mikið áfall, að Árni Njálsson skyldi þurfa að yfrgefa völlinn er tæp lega þriðjungur fyrri' hálfleiks var liðinn. Hann tognaði á hné eftir að hafa varið hörkuskot að marki' á línu. Enginn leik- manna var settur í varnar- stöðu Árna, þar til varamaður- 4:0 í gær KR og Víkingur léku í gær- kveldi í Reykjavíkurmótinu. — KR sigraði með yfirburðum 4:0. inn, Hjálmar Baldursson, kom inn, en, það tók sinn tíma, og á meðan skoruðu Framarar fyrra markið. Guðjón Jónsson, sem lék v. útherja, komst óhindrað í gegn og sendi' fyrir markið, en Grétar skoraði með góðu skoti. Þrívegis að minnsta kosti voru Framarar í færi vi'ð Vals- markið auk þessa tækifæris, sem þeir skoruðu úr. Gréta? spyrnti hátt yfir fyrir opnu marki. Rétt á eftir voru þrír' Framarar í hóp stutt frá marki, en engum þeirra nýttist mögu- lei'kinn og skömmu fyrir leiks- lok var Guðjón Jónsson of seinn að notfæra sér ágæta skot aðstöðu. í síðari hálfleiknum átti Gozð- jón hins vegar fast og fallegt skot í stöng, stuttu eftir að lei'k urinn hófst að nýju. Knötturinn hrökk út og var spyrnt frá, en þarna skall hurð nærri hælum, því þetta skot Guðjóns var með öllu óverjandi, ef knötturinn ihefði' komið aðeins innar. ★ 2-0 Er 34 mínútur voru af leik bæta svo Framarar síðara mark inu við. Það var Björgvin Árna- son, sem skoraði, eftir mi'stök í vörn Vals. Komst hann í gegn og í gott færi og skaut vel og skoraði örugglega. Auk þessa tækiíæris, sem skorað var úr, áttu Framarar ekki' síður möguleika nú en áð- ur til að bæta við mörk sín. En framherjunum nýttist ekki að- staðan til frekari aðgerða uppi' við mark andstæðingsins í þess úm' hálfleik, en þei'm fyrri, og tókst aðeins að krækja í eitt mark, af öllum möguleikunum, þannig að leiknum lauk ei'ns og fyrr segir með 2:0. Halldór Siugrðsson dæmdi leiki'nn. EB. ÞAÐ var oft mikið fjöl- menni við mark Vals eins og þessi mynd ber með sér. — Guðjón Jónsson skaut hörkuskoti að marki Vals, en knötturinn hafn- aði í höndum Björgvins Hermannssonar, mark- mans Vals. — Ljósm.: Sv. 'Þormóðsson. IWWWMMWWWMWWWWWW I. flokksmótið KNATTSPYRNUMÓT I. fl. er hafið og háðir hafa veri?! þrír leikir. Valur sigraði Fram 5—1, KR Fram 1—0 og KR Þróttur 2—0. Leik Þróttar ®g Vals var frestað vegna Akur- eyrarfarar Þróttar. Erlendar í&rótta- fréttir í stuttu máli Olympíumeistarinn í kring- lukasti frá 1956, A1 Oerter sigr- aði í keppni nýlega með 58,10 m. Hann æfir af miklum kr;afti og hyggst komast til Rómar. — Annar í keppninni varð John Ellis, 56,87 m. Fortune Cordien er aítur farinn að keppa og náði nýlega 56,51 m., svo að hann virðist engu hafa gleymt. A.-Þjóðverjinn Wiegand, — senr keppti hér í haust náði 57,5 í 100 m. skriðsundi nýlega, í 50 m. laug. j Thomas stökk 2,13,9 í Bost- | on, hann reyndi við 2,19,6, en mistókst. Á öðru móti stökk hann 2,11 m. — Ungverjinn . (fyrrverandi) Tabori hefur náð 3:46,2 mín. í 1500 m. Góður árangur hefur náðst á fyrstu mótum í Ítalíu. Berr- uti fékk 20,8 í 200 m. G'amli Consolini 55,56 m. í krignlu, Morale 52,0 í 400 m. grind, tug- þrautarmaðurinn Sar 51,95 í kringlu. — Tveir franskir há- stökkvarar, Dugarreau og Four nier hafa stokkið 2,02 m. í há- stökki. Hinn sprettharði Frakki, A. Seye sigraði í 100 m. hlaupi á móti í París á 10,3 sek. varð Piguemal á 10,5 náði bezt 10,2 í fyrra. í tilkynningu um Sund- meistaramót íslands 1960, hef ur fallið niður ein keppnis- greinin, 200 m. baksund karla en í því verður keppt fyrri dag mótsins 8. júní. SEYE: 10,3 sek. /llþýðuhlaðið — 17. mai 1960

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.