Heimskringla


Heimskringla - 30.04.1941, Qupperneq 3

Heimskringla - 30.04.1941, Qupperneq 3
WINNIPEG, 30. APRIL 1941 HEIMSKRINGLA 3. lSll>A manna, með því að íhuga dá- semdir guðs sem fylla jörðina og ákveða með sjálfum oss, að fylla jörðina einnig af dásemd- um er stafa af gerðum manna. Þá munum vér vera í samræmi við náttúrulögmálin, sem vér gleðjumst ætíð svo mikið yfir um þetta leiti árs, er jörðin klæðist nýjum skrúða, og alt er orðið nýtt. Og er vér ákveð- um að gera þetta, endurtökum vér í anda ef ekki orði bænina í sálminum sem vér sungum áðan: Kom heitur til míns hjarta blærinn blíði. Kom blessaður í dásemd þinnar prýði! Kom lífsins engill nýr og náð- arfagur, 1 nafni drottins, fyrsti sumar- dagur! Kom til að lífga, fjörga, gleðja, gæða, Og frelsa, leysa, hugga, sefa, græða. í brosi þínu brotnar dauðans vigur, í blíðu þinni kyssir trúna sigur. DAUÐADÓMARí NOREGI (Ritstjórnargrein úr “Alþýðu- blaðinu” í Rvík. 28. febr. 1941) Merkilegt mætti það heita, ef fréttin, sem barst hingað í gær, um að fimm Norðemnn hefðu í fyrradag verið dæmdir til dauða af þýzkum herrétti í Noregi, hefir ekki vakið ýmsa menn hér á landi til alvarlegr- ar íhugunar. Síðan Bretar hertóku ísland hafa margir á meðal okkar bæði talað og ritað þannig, að ekki hefir verið hægt að merkja, að þeir gerðu nokkurn greinarmun á hernámi Islands og hernámi Noregs eða annara þeirra landa, sem Þjóðverjar hafa lagt undir sig. Um kom- múnista og nazista þarf ekki að rugla dómgreind almennings í þessu efni. Þeir hafa beinlínis breitt það út, að þau lönd, sem hefðu verið hertekin af Þjóð- verjum, væru sæl í saman- burði við okkur, og ekkert tækifæri látið ónotað til þess að ráðast á Bretland fyrir kúg- un og rægja brezka setuliðið hér, hvað lítið sem út af hefir borið í sambúðinni við það og þó raunar oftast án nokkurs tilefnis. Við þessa “fimtu herdeild” hér er þýðingarlaust að tala með rökum. Hún er vitandi vits, ef vit skyldi kalla, í þjón- ustu Hilters og Stalins til þess að reka hér moldvörpustarf gegn því ríki, sem nú heldur uppi merki frelsisins og lýð- ræðisnis gegn þýzka nazisman- um og einræðisríkjunum, sem styðja hann. En gefur ekki fréttin um dauðadómana í Nor- egi flestum öðrum tilefni til þess að gera alvarlegan saman- burð á því ástandi, sem frænd- ur okkar, Norðmenn, eiga nú við að búa undir ógnarstjórn þýzka innrásarhersins, og því friðsamlega tvíbýli, sem hér hefir verið síðan brezka setu- liðið kom hingað? Að sjálfsögðu mun enginn ís- lendingur neita því, að hann hefði miklu heldur kosið að vera án þess, að fá hingað er- lendan her. En úr því, að við fengum ekki að halda hlutleysi okkar og landið var hertekið — það var bein afleiðng innrás- arinnar í Noreg þá megum við eftir þá reynslu, sem fengin er bæði hér og annars staðar, á- reiðanlega hrósa happi yfir því, að það varð brezkur her, en ekki þýzkur. Þess munu ekki mörg dæmi í veraldarsögunni, að hertekið land hafi fengið að halda frelsi sínu eins tiltölulega óskertu og orðið fyrir eins litl- um búsif jum og ísland af hinu brezka setuliði. Það hefir flutt að sér flestar sínar nauðsynjar frá útlöndum og greitt þær vörur, sem hér hafa verið keyptar, við fúllu verði. Það hefir yfirleitt greitt verka- mönnum, sem hjá því hafa unnið, viðurkenda taxta verka- lýðsfélaganna. Það hefir ekki blandað sér inn í stjórn lands- ins. Enginn embættismaður hefir orðið að víkja sæti af þess völdum. Útvarpið hefir eftir sem áður óhindrað getað flutt stríðsfréttir frá Berlín al- veg eins og frá London. Blöðin hafa getað skrifað hvað, sem þeim hefir þóknast. Hinar dag- legu, rætnislegu árásir kom- ) múnistablaðsins hafa meira að segja verið látnar afskiftalaus- ar. Einu árekstrarnir, sem fyr- ir hafa komið í sambúðinni og því nafni er hægt að nefna, eru fangelsun tveggja manna og flutningur þeirra til Bretlands fyrir að hafa í fórum sínum leynilegar útvarpsstöðvar og gera sig að minsta kosti líklega til þess að nota þær við njósnir um setuliðið, og fangelsun nokkurra kommúnista — sem þó síðar voru afhentir íslenzk- um stjórnarvöldum — fyrir að dreifa undirróðursbréfi á meðal hermannanna með áskorun til þeirra um að brjóta heragann og óhlýðnast yfirmönnum sín- um. Það hefir, að minsta kosti af kommúnistablaðinu, töluvertí veður verið gert út af þessum tveimur tilfellum og verið talað um ofbeldi og kúgun í sam- bandi við þau. En hvernig halda menn eftir þær fréttir, sem nú hafa borist frá Noregi, að þýzka setuliðið þar hefði tekið á slikum atburðum? Við vitum ekki fyrir hvað Norð- mennirhir fimm hafa verið dæmdir til dauða af hinum þýzka herrétti þar og tvö hundruð aðrir verið teknir fast- ir, nema það, sem fréttinni fylgdi, að það hefði verið fyrir njósnir. En við vitum, að í byrjun þessa mánaðar voru þrir Norðmenn dæmdir til dauða af herrétti í Bergen fyrir að hafa leynilegar útvarpsstöðvar og nota þær til að senda upplýs- ingar um þýzka setuliðið í Nor- egi. Og hvað er orðið úr frelsi og velmegun Norðmanna undir stjórn innrásarhersins? Mat- vælabirgðir landsins hafa verið gerðar upptækar handa innrás- arhernum, en norsku þjóðinni verið úthlutaður hungurskamt- ur. Atvinnulausir verkamenn, sem stöðugt fer fjölgandi, eru fluttir nauðugir til Þýzkalands til þess að þræla fyrir nazista- stjórnina sem matvinnungar. Verkalýðsfélögin hafa verið svift samningsréttinum, stjórn- ir þeirra settar af og launin verið ákveðin með valdboði af yfirstjórn innrásarhersins. — Norskur nazisti hefir verið lát- inn mynda leppstjórn í Oslo, en þýzkur landstjóri verið sendur þangað sem raunverulega ræð- ur öllu. Bæjarráðinu í Oslo hefir verið vikið frá og með- limir þess flestir teknir fastir. Útvarpið fær ekki að flytja neinár aðrar fregnir en þýzkar. Blöðin hafa öll verið sett undir ritskoðun: Þeim er fyrirskipað að birta eitt, og bannað að; Island og Noregur eru hvort- birta annað. Fjöldi ritstjóra tveggja hernumin lönd. En og blaðamanna, verkalýðsfor-' hvað á hernám þeirra sameig- ingja og andans manna hafa inlegt nema nafnið? Hvað finst verið hneptir í fangelsi og sum-! mönnum, þegar þeir bera þann- um verið misþyrmt, eins og ! ig saman staðreyndirnar? Og skáldinu Ronald Fangen. Og hvað á maður að hugsa um þá hvað lítið, sem út af hefir borið menn á meðal okkar, sem ann- í sambúð innrásarhersins við í- j aðhvort af hugsunarlausum búana, hafa heilir bæir eða þjóðargorgeir eða af blindu of- bygðarlög verið gerð ábyrg fyr-1 stæki enræðistrúarinnar gera ir því og sektuð um stórar fjár-1 hina friðsamlegu dvöl brezka upphæðir — Þrándheimur-ný- setuliðsins hér að átyllu til lega um 60,000 krónur, Staf- þess, að vera með stöðugt angur um 50,000 krónur — svo hnjóð í garð þess ríkis, sem nú að ekki sé talað meira um her-! heldur uppi baráttunni gegn of- réttinn og dauðadómana, en að beldi þýzka nazismans, ber hit- framan hefir þegar verið gert.1 ann og þungann af henni og er Myndi ekki ýmsum á meðal eina vonin, sem frændur okkar, okkar þykja nokkuð þröngt Norðmenn, og flestar aðrar From the Monologues of Starkaður (Einræður Starkaður) From the Icelandic of Einar Benediktsson I. I dream of an all-embracing soul, Of a spirit that changes stones to bread. My laughter is sorrow. . . . . In drink and brawl I squander the wealth of my heart and head. .. . The wine itself has an earthy taste. . . . Is a word spoken here not known before? I seek unto death ’midst stress and haste For the light in an eye to love and adore. Your heart was calm with holy peace, Your hand was cool. . .. On my knees I bend. Footsore from roaming life’s desert-ways I found an oasis where I wait for the end. Oh, strong, compassionate love of my life, What bliss ones head on your bosom to lay! My lips are sealed, but those of my wife .... Will they a word for my freedom say? For you in a wreath my songs I entwined, But.more precious were the unspoken thoughts. With you I quaffed the sparkling wine, But the thirst of my soul it assuaged not. With my earthborn sorrow I lowered my head And dreaming I lay on your beating heart. My hope, by you loved, was cold and dead. How swiftly our happiest moments depart! Oh those white arms! Was my heart too cold? And why was the name of love not spoken? The depth of my feelings is never known, But doubt and pride are its outward token. Queen of my heart;.... You reigned at my board. I emptied its cups with silent emotions. Has earth nor heaven a fitting word To tell my inmost hearts’ devotion? II. Has the heart a right itself to accuse? May the spirit doubt its aspirations? , No, life has oracles.... To learn we must choose. Of light and shades are the minds creations. With doubt and fear we begin our strife. In moments of faith are its peace and winnings. No man, nor age, is a judge of his life. In eternity ends what here has beginning. The wine has an answer, an oracle true, From a world which behind the words is hidden. The spirit’s flame burns high or low As the tables are prepared and laden. The poor and the rich have an equal share, For never fails the heavenly bounty. How swift are the moments and life short here, How vast the heavens, the earth how scanty! The generous part with kith and kin. New friends should be welcomed with moderation. How much may be lost when a friend we win, But lose another man’s admiration. If your thoughts are deep and open your hand, And fluent your speech, then silent are others. Envy and friendship are ever akin, and Fear of respect is the father and mother. With few I rejoiced and those I admired Who did not care for the favors of many, Reluctant to hear what all did conspire, I lauded oft such as were’nt praised by any. Detesting the meanness of rhymesters that aped In a manner unworthy what others had written And the servile crouching of fools that gaped And followed the crowd as they were bidden. But the end is near. Hark!.... the song of the swan! And faster and closer its wings come beating. Love has departed, and one by one The loved ones to their graves are retreating. Oh sinning hand, in victory strong, * You wasted your strength on tasks too lowly. The greatest failure, the supreme wrong Is to leave to others what was your work truly. X. fyrir dyrum, er þannig komið hér á landi? væri smáþjóðir Evrópu hafa um það, að verða frelsaðir aftur undan herrétti og harðstjórn Hitlers í fyrirsjáanlegri framtíð? Eins og frelsi, sjálfstæði og alt fram- tíðaröryggi okkar íslendinga sé ekki einng undir því komið, að Bretar og bandamenn þeirra sigri í styrjöldinni! Það er sagt, að Ameríku- menn hafi fram á miðja 19. öld talið súpu fæðu, sem ekki væri samboðin fullorðnum karl- manni. Winfield Scott hers- höfðingi, sem bauð sig fram við forsetakosningar 1852, varð til dæmis til athlægis, vegna þess að hann sagði óvart frá því einu sinni, að hann ætti að fá súpu til meðdegisverðar, og það var meira að segja talin aðal ástæðan fyrir því að hann hlaut ekki kosningu. BÍLA VÁTRYGGING er vernd gegn ófyrirsjáanlegu tapi og er eina leiðin til að greiða kostnað af slysum. The “Wawanesa" Merit Rating Plan eflir gœtilega keyrslu með þvi að greiða iðgjöld til baka af vátryggingunum. Náið i fullar upplýsingar um vátryggingar kostnað og berið saman við vort Merit Rating Plan með því að síma oss 97 401. Spyrjið einnig um eldsábyrgðar kostnað, Plate Glass, Burglary, Personal Property Floaters og Inland Transportation. • The Wawanesa Mutual f Insurance Company 405 KATIONAL TRUST BLDG. WINNIPEG, MAN. DÁNARFREGN: MRS. ÞóRUNN ANDERSON EINARSSON F. 23. ágúst, 1922 D. 15. nóv. 1940 “Horf því með von mót himni morgunb jörtum, hæk”kandi dagur rís í austur- vegi; leysir úr fjötrum, lífgar blóm í hjörtum, langeldar vorsins blika’ á strönd og legi. Kvisturinn ungi’ er fyrri fenti yfir, fegurstu laufum skrýðist, grær, og lifir.” —Dr. Richard Beck- Þessi unga kona andaðist á Almenna sjúkrahúsinu í Win- nipeg, þann 15. nóv. eftir fárra daga legu þar, en nokkurt sjúk- dómsstríð í heimahúsum, af fá- gætum sjúkdómi, er leiddi hana loks til dauða. Hún var dóttir hjónanna Mr. og Mrs. Árni Anderson; er Árni sonur Gísla Árnasonar frá Álfagerði í Skagafirði, og Dýrunnar Steinsdóttur konu hans frá Stóru-Gröf í Skagafirði. Sig- ríður móðir Þórunnar heitinn- ar er dóttir Kristjóns Finnsson- ar landnáms og sögunarmyllu- manns og síðari konu hans Þór- unnar Eiríksdóttur Sigurðsson- ar. Þórunn er var hið elzta barn foreldra sinna ólst upp með foreldrum sínum í Árborg og Winnpeg. Hún var fædd 23. ágúst 1922. Snemma einkendi hana fjör og lífsþrek, er hún átti í mjög ríkulegum mæli; hún átti styrka skapgerð og sjálfstæðan vilja, og mikinn dugnað til að bera. Þann 25. ágúst s. 1. giftist hún Jósep syni Guðm. O. Einarssonar verzlunarstjóra í Árborg og konu hans Elínar Jósepsdóttur Schram. Tæpum þrem mán- uðum síðar var hin unga brúð- ur liðið lík. Útförin fór fram frá Árborg þann 18. nóv. að miklu fjölmenni viðstöddu. — Gnægð fagurra blóma, sam- fara almennri hluttekningu í sorg þeirra er að höndum hafði borið gerði athöfnina fagra og ógleymanlega. Útförin fór fram frá heimili foreldra hinnar Þér sem notíð— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Birgðir: Henry Ave. East Sími 95 551—95 552 Skrifstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA látnu og kirkju Árdalssafnaðar. Sóknarprestur flutti kveðju- mál. Sigurður ólafsson SKRIF ERLENDRA BLAÐA UM ÍSLAND I nýútkomnu hefti hins á- gæta ameríska tímarits “The American-Scandinavian Re- view”, sem gefið er út af Ame- rísk-Skandinavisku stofnun- inni í New York, birtist grein, sem nefnist “Sjálfstætt ísland”, eftir Thor Thors, aðalræðis- mann í New York. Rekur hann þar sögu síðustu mánaða, alt frá því að Þjóðverjar gerðu innrásina í Danmörku og fram til áramóta, og einkum hernám íslands og sambúðina við setu- liðið. Telur greinarhöfundur misfellur á sambúðinni hafa verið furðanlega litlar og Is- lendinga trúa því, að Bretar efni það loforð sitt, að hverfa héðan með her sinn að stríðinu loknu, eins og þeir hafa hingað til efnt það loforð sitt að hafa ekki afskifti af innanlandsmál- um. ▲ I fylgiblaði þessa sama tíma- rits eru tvær alllangar greinar; önnur um Þjóðverja í Dan- mörku og hin um Breta á Is- landi. Um höfund þessara greina er ekki getið. Er þar gerður nokkur samanburður á hernámi íslands og hernámi Danmerkur. 1 greininni um hernám Dan- merkur segir svo m. a.: “Þýzk hernaðaryfirvöld gerðu samning við danskt verzlunarhús um byggingu her- mannaspítala í Esbjerg, til af- nota fyrir þýzka setuliðið í þeirri borg. Áður en langt um leið neyddist hið danska firma til þess að tilkynna Þjóðverjun- um að það gæti ekki lokið byggingunni að fullu, vegna þess að ýmiskonar efni væri ófáanlegt. En Þjóðverjarnir voru ekki af baki dottnir. Þeir létu þegar senda það sem vant- aði beint frá Þýzkalandi. Þegar kassarnir komu til Esbjerg, sást að þeir voru allir merktir REYKJAVIK, og ætti það að gefa til kynna að minsta kosti ein þýzk áætlun hafi farið út um þúfur.”—Dagur 13. feb. KAUPIÐ HEIMSKRINGLU— útbreiddasta og f jölbreyttasta fslenzka vikublaðið

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.