Alþýðublaðið - 18.05.1960, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 18.05.1960, Qupperneq 2
~v I tttgafandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ingólfur Kristjánsson. — Ritstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúar s-ltstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson og Indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: öjörgvin Guðmundsson. — Símar: 14900 — 14902 —14903. Auglýsingasími: 14906 — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfis- Gata ’ft—10. — Áskriftargjald: kr. 45.00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Daubur er Smith í HVERT skipti sem jafnaðarmannaflokku-r einíivers staðar í heiminum fer halloka í kosn- án-gu, setja sum blöð upp jarðarfararsvip og hefja upp líkræðu yfir stefnu og áhrifum jafnaðar- íDianna. Þrátt fyrir mjög hjartnæm eftirmæli þess- ara blaða, gengur þeim illa að koma krötum undir graeaa torfu. Það er í fyrsta lagi varhugavert að dæma íitefnur eftir úrslitum einstakra kosninga, og jafn- vel þott þær mæti mótbyr um nokkurra ára skeið. Sundurþykkja hefur valdið brezka verkamanna- flokknum tapi, en það getur breytzt aftur. Á sama tíma hafa jafnaðrmenn unnið mikinn kosningasig- ur í Suður-Þýzkalandi. Hitt er og athyglisvert í þessu sambandi, b.vernig aðrir flokkar hafa smám saman tekið upp heiztu stefnumál jafnaðarmanna. Dettur nokkr- uíel í hug, að Macmillan og Butler væru við völd í Bretlandi, ef þeir ekki kepptust við jafnaðar- menn um að lýsa fylgi sínu við „velferðarríkið,“ ci-yggingákerfi þjóðarinnar. Af hverju afnema þeir ekki þá þjóðnýtingu, sem jafnaðarmenn innleiddu? I Bandaríkjunum er eitt aðalmál þings og stjómar, auknar sjúkratryggingar gamals fólks. í fyíkjum Kanada er verið að.stórauka trygginga- kerfið. I einu smáríki, sem heitir Island, er ný- toúið að tvöfalda almannatryggingar, og stórauka xikisafskipti af efnahagslífinu með strangri banka og vaxta-pólitík. í Svíþjóð hefur mál síðustu ára verið öryggi gamla fólksins. Á sviði tækninnar eru orkuiin'dir framtíðarinnar, kjarnorkuverin, víð- ast ríkiseign. Þannig mætti lengi telja, en ekkert af þessu bendir til, að lýðræðissósíalisminn sé dauður. Þvert á móti er hann í fullu f jöri. Og end- ist jafnaðarmannaflokkum ekki kjörfylgi til þess að þoka honum áfram, þá neyðir almenningsálit- Ið „frjálslynda, borgaralega flokka1 og aðra til að gerá það. Jafnaðarmenn hafa víða um lönd horfið frá foaráttu fyrir stórfelldri þjóðnýtingu. Þeir hafa alls ekki horfið frá markmiði þjóðnýtingarinnar, að feyggja með ríkisafskiptum fulla atvinnu, vax- andi velmegun, réttláta tekjuskiptingu og öryggi frá vöggu til grafar. Þessu markmiði er í nútíma þjóðfélagi hægt að ná án almennrar þjóðnýting- ar. Því er hægt að ná með aðferðum norrænna jaínaðarmanna, að beita ríkisvaldinu á fjármála- sviði, skattasviði, stjórna vaxta og bankapólitík- innt og auka tryggingakerfið. Þa3 hvarflar ekki að neinum hugsandi manni, fð snáa aftur til stefnu Adams Smith, sem vildi Jtáta rikið vera eins konar næturvörð efnahagslífs- 'ifLS. Adam Smith er dauður, en jafnaðarstefnan lí&r. Langholtskirkja I Reykjavík LANGHOLTSSÖFNUÐUR er nú að byggja stóra kirkju, sem er nýr árangur og mark- ar tímamót í kirkjubygging- um og starfi Þjóðkirkju á ís- landi. Kiikjan er bæði safnaðar- heimili og guðsþjónustuhús og verður þannig stöfnun, sem starfar sem menningarmið- stöð hverfis og sóknar. Einn af sölum kirkjunnar hefur nú verið starfræktur nær vetrarlangt og hafa þar verið fjölsóttar bamasam- komur og messur um hverja helgi, fermingarundirbúning- ur og fundir. Nú er næsti áfanginn að fullgera stóran sal, sem er kominn allangt áleiðis, en hann mun rúma um fjögur hundruð manns, og myndar fullgjörður nokkurn hluta sjálfs messuhússins. Ekki þarf mjög mikið fé til að ljúka þessum áfanga, en sem stendur er byggingin 1 fjárþröng. Þess vegna er nú stofnað til happdrættis á veg- um allra félaga safnaðarins undir forystu safnaðarstjórn- ar. Verða bessir happdrættis- miðar seldir bráðlega og kom- ið skipulega á öll heimili sókn arinnar. Er þess fastlega vænzt að safnaðarfólk stvðji sem bezt útbreiðslu þeirra bæði með því að kaupa þá og selja. Hlýtur það að verða öllum sóknarbörnunum metnaðar- mál ag þessi menningarstofn- un Langholtshverfanna kom- ist sem lengst áleiðis hið allra fyrsta.^Héiy geta allir sýnt bæði vilja og viðleitni, hvort sem þeir eru ungir eða eldri. Sóknarbörnin eru það mörg • að þetta verður auðvelt átak, ef allir eru samtaka og enginn skerst úr leik. „Hvað má höndin ein og eiií allir leggi saman.“ Þá mun turn Langholtskirkja bera ókomnum kynslóðum vott um fólk, sem vissi, að kirkja, sem er sameiginlegt heimili sóknarbarnanna, verð- ur bjartasti vitinn við leiðina til frama og farsældar. Rvík, 6. maí 1960. Árelíus Níelsson. ! Endurskoðun á tollskránni HAFIN er allsherjarendur- skoðun á tollskránni, að því er Gylfi Þ. Gíslaosn, viðskipta- málaráðherra, upplýsti á alþingi í gær. Ríkisstjbrnin lét fjármála ráðuneytið hefja þessa endur- skoðun fyrir nokkru, en ekki er búizt við að henni ljúki fyrr en eftir nokkra mánuði. Frumvarp ríki'sstjórnarinnar um innflutnings- og gjaldeyr- ismál var til frh_ 2. umr. í Efri deild í gær. Frumvarpi'ð var samþykkt, en breytingartillög- ur stjórnaarrandstöðunnar all- ar felldar. Að því búnu var sett- ur fundur að nýju í deildinni og máli'ð tekið fyrir til 3. umr. BREYTINGARTILLAGA. \ Viðskiptamálaráðherra kvaddi sér þá hljóðs og flutti breyt- ingartillögu frá ríki'sstjórninni þess efnis, að fjármálaráðuneyt- inu verði heimilað, — þar til endurskoðun tollskrárinnar er lokið, — að lækka aðflutnings- gjöld af efnisvörumi til skógerð ar. Skulu ákvæði þessi gilda til bráðabirgða, en lögin ei'ga acS taka gildi 1. júní n. k., að því er ráðherrann skýrði frá. Stjórnarandstaðan óskaði eft- i'r að málinu yrði frestað til morguns svo að tóm gæfist til að athuga breytingartillöguna frekar, og varð forseti við þei'm tilmælum. 4] Hannes Jr a ho r n i n u Hvernig voru þessir dagar árið 1949 ? ýV Gluggað í dagbók Jóns Helgasonar í Hlíð. Frost og skaflar, skaf- bylur og keðjur. TVEIR KCNNINGJAR voru að ræða saman um þessa yndis- legu vordaga. Annar sagði allt í einu: „Við erum svo gjarnir á að gleyma. Ef vel viðrar eitt sumar, þá finnst okkur að svona hafi það í raun og veru alltaf verið um sama leyti. Ef illa viðr ar er það alveg öfugt. Við eruin svona einkennilegar mannskepn urnar,“ sagði hann. AF ÞESSC TILEFNI varð mér hugsað til vinar míns Jóns Helgasonar kaupmanns (Fata- búðin). Hann á sumarbústað að Hlíð í Mosfellssveit, upp af Reykjum, sem honum og konu hans þykir vænt um. Bústaður- inn er 120 metra hæð. Ég vissi að Jón hefur haldið dagbók um veðurfar og fleira árum saman í bústaðnum og mér datt í hug að hringja til hans og biðja hann um útdrátt úr dagbókinni við- víkjandi veðurfari fyrir áratug eða svo. Hann tók vel málaleit- un minni og sendi mér afrit og údrátt úr dagbókinni vorið og sumarið 1949. Þá var sannar- lega annað veðurfar en nú er. Útdrátturinn fer hér á eftir: „VEÐCRFAR VOR og sumar 1949: Fimbulvor. Suðurlanda- blíða um vikutíma síðari hluta júnímánaðar ög góð vika fyrst í ágúst. Annars mjög sólarlítið og rigningasamt allt út september. Nokkrir dagar ágætir eftir 6. október. Á ANNAN í PÁSKCM, 18. apríl, liófst kuldatímabilið með 7 stiga frosti. Sótsvart hríðar- veður næstu tvo daga. Sumar- daginn fyrsta, 21. apríl, var 12 stiga frost kl. 6 að morgni, og minnstur kuldi 4 stig þann dag. Kl. 19 var 8 gráðu frost. — 22. apríl var 10 stig kl. 7 að morgni, en næsta dag komst hiti í þrjár gráður. Þá þurfti ég að moka fjóra nýja skafla frá Reykjum að Hlíð. 25. apríl var 9 stiga frost að morgni og minnstup kuldi 3 stig um daginn. Næstu nótt var blindhríð. Upp úr því varð frostlaust á daginn til 5. maí, jafnvel 11 stiga hiti 1. maf og rigning. 5. MAÍ varð 7 stiga frost og heitast 1 stig frost. Næturnar næstu komst frostið í 5 og 4 gráður. Allan þann tíma var meira og minna hvassviðri og stormar af ýmsum áttum og snjá koma tíð, þó snjóinn tæki yfir- leitt upp jafnharðan. Skíðafærl var niður undir tún í Hlíð langti fram eftir maímánuði, því gam- all snjór var mjög mikill. 8. MAÍ hlýnaði og rigndi nokK uð næstu daga. Að kvöld 12. maf var logndrífa og fellin urðu hálf hvít. Síðan var næturfrost til 20. maí, nema þann 16.—21. og 22. maí var hlýtt og gott veður og gamlir skaflar minnkuðu nú óð- um. : 23. TIL 29. MAÍ kom mikið kuldakast. Næturfrost var 3—4 gráður 23. og 24. maí, og 2 stiga frost að kvöldi þess 28. maf, Yfirleitt var þó frostlaust á dag- inn. Á uppstigningardag, 26. , maí, og daginn eftir komst hitl lítið yfir frostmark. Síðari hluta: dags þann 27. maí gerði blind- hríð, svo að um kvöldið var konS inn öklasnjór og meira um alla Hlíðar nema á keðjum. Um' jörð. Ófært á milli Reykja og kvöldið birti, en skóf.“ Hannes á horninu, ^ Jj 18. maí 1960 Alþýðuhlaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.