Alþýðublaðið - 18.05.1960, Blaðsíða 14
Um 900 drengja-
skátar í Reykjavík
NÝLEGA var haldinn aðal-
fandur Skátafélags Reykjavík-
ur. Starfandi drengjaskátar í
Reykjavík eru alls um 900 skát-
|ir og ylfingar, sem skiptast í 10
félagsdeildir. Þessar deiidir
höfðu samanlagt 2506 fundi.
Farnar voru 367 férðir í tjöld
og skála félagsins og tekin voru
1.675 próf af ýmsum gráðum,
svo af þessari skýrslu má' sjá
lað skátarnir hafa starfað vel
síðastliðið ár, enda stendur fé-
lagið í miklum hlóma núna og
er að undirbúa fjáröflun til hús-
byggingar.
Eins og að venju hjálpuðu
skátar við söfnun Vetrarhjálp-
■arinnar, aðstoðuðu við hátíða-
höldin 17. júní og tóku þátt í
dauðaleitum.
■ Þá fóru skátar á skátamót í
Bandaríkjunum og Þýzkalandi'
svo og á skátamót, sem haldin
voru hér innanlands.
Segja upp
AKUREYRI, 14. maí. — Ásgeir
Valdimarsson, bæjarverkfræð-
ingur á Akureyri, hefur sagt
lausu starfi sínu frá og með 1.
ágúst n. k. að telja. — G. St.
Þá héldu skátar hátíðlegan 1.
sumardag, með því að fara í
skrúðgöngu til kirkju, skátar
I fóru í Dómkirkjuna, en ylfingar
og ljósálfar fóru í Fríkirkjuna.
I Þá gerðu skátar tilraun með
að skapa sér skátadag, þar sem
þeir gætu sýnt íbæjarbúum
hvað þeir hafa gert yfir vetur-
inn með því að hafa úti varðeld.
Daníel Gíslason, fyrrv. fé-
lagsfori'ngi, var gerður að heið-
ursfélaga.
í stjórn SFR eru: Hörður Jó-
hannesson félagsforingi, Guð-
mundur Ástráðsson aðst. í'élags-
foringi, Óttar Októsson gjald-
keri, Eiður Guðnason ritari,
Sævar Kristbjörnsson fylkir,
Magnús ^Stephensen fylkir, Jón
Mýrdal fylki'r, Óskar Pétursson
fylkir, Guðmundur Pétursson
fylkir.
Deildarfóringjar félagsins eru:
Einar Logi' Einarsson, Steinn
Lárusson, Þórður Adólfsson,
Kjartan Reynisson, Gísli Valdi
marsson, Aðalsteinn Hallgríms-
son, Ingolf Petersen, Björn Sig-
urðsson, Páll H. Pálsson, Jón
Þorkelsson.
Auk þess starfa fyri'r félagið
15 nefndir.
Drekinn
ÞETTA er ný gerð af
sænskri orrustuflugvél,
sem nefnist Drekinn.
Hún hefur reynzt vel á
æfingum að undanförnu.
3 s
MMIHMHHUMMMMMMIMV
KR vann
Framhald af 11. síðu.
ert, ef knötturinn komst fram
yfir miðju, var það venjulega
með langsendingu, sem vörnin
hirti næsta auðveldlega, því á
eftir knettinum var sjaldnast
fyigt.
Dómari var Einar Hjartar-
son. — EB
AB-bækur
ÚT eru komnar hjá Al-
menna bókafélaginu bækur
mánaðarins fyrir apríl og maí.
Eru þær Hjá afa og ömmu, eftir
Þórleif Bjarnason, og Frúin í
Litlagerði eftir hollenzka skáld
konu, Maria Dermout. Hefur
Andrés Björnsson þýtt þá bók.
Hjá afa og ömmu er sjötta
bók Þórleifs Bjarnasonar. Þessi
nýja bók er bernskuminningar
höfundar frá Hælavík í Sléttu-
hreppi á Hornströndum, en þar
ólst hann upp hjá afa sínum og
ömmu, Guðna Kjartanssyni og
Hjálmfríði ísleifsdóttur.
MARÍA Þ. JÓNSDÓTTIR,
'húsfreyja, Stóru-Reykjum, verður jarðsungin frá Hraungerð
iskirkju laugard. 21. maí kl. 2 e. h.
Bílferð verður frá B. S. í. <kl. 11 f. h, á laugarlag, Æski-
legt ler, að þeir, sem vildu nota ferðina, láti vita í síma 17193
eða 10816 fyrir fimmtudagskvöld.
Gísli Jónsson og börn.
Maria Dermout (frb. Dermát)
höfundur Frúarinnar í Litla-
garði, er roskin kona, sem ól
aldur sinn fram yfir sextugt
austur á Indlandseyjum. Hún
hóf ritstörf 63 ára að aldri. Frú-
in í Litlagarði kom fyrst út
955, og var höfundur hennar
þá 67 ára. Hefur sagan síðan
komið út fjórum sinnum í Hol-
landi og auk þess verið þýdd
á fjölmörg önnur mál. Nú ný-
lega hefur sagan verið kvik-
mynduð.
18. maf 1960 — Alþýðúblaðið
miðvikudagur
Slysavarðstofan
er opin allan sólarhringinn.
Læknavörður fyrir vitjanir
er á sama stað kl. 18—8. Sími
15030.
o----------------------o
Gengin. Kaupgengi.
1 sterlingspund .... 106,65
1 Bandaríkjadollar .. 38,00
1 Kanadadollar ______ 39,93
100 danskar kr......551,40
100norskar kr. .... 532,80
100 sænskar kr...... 734,70
100 vestur-þýzk mörk 911,25
o-------------------------o
m 1
Flugfélag
íslands h.f.:
Millilandaflug:
Gullfaxi fer til
Glasgow og K-
mh. kl. 08.00 í
fyrramálið. ■—
Jnnianlandsfl.:
í dag er áætl-
..................... að að fljúga til
Akureyrar (2
•<S5iíííi:::«* ferðir), Hellu,
Húsavíkur, ísa
rðar, Siglufjarðar og Vest-
nnaeyja (2 ferðir). — Á
rgun er áætlað að fljúga til
ureyrar (3 ferðir), Egils-
ða, ísafjarðar, Kópaskers,
;reksfjarðar, Vestmanna-
ar.
Loftleiðir h.f.:
Snorri Sturluson er vænt-
anlegur annað kvöld frá New
York. Fer til Amsterdam og
Luxemburg eftir skamma
viðdvöl. Leifur Eiríksson er
væntanlegur kl. 23.00 frá
Stafangri. Fer til New York
kl. 00.30
VEGNA þess, hve kettir hafa
undanfarin vor drepið mik-
ið af ungum viiltra fugla,
eru kattareigendur einlæg-
lega beðnir um að loka ketti
sina inni að næturlagi á
tímabilinu frá 1. maí til 1.
júlí.
Samb. Dýraverndunarfél.
íslands.
Bæjarbókasafn Reykjavíkur.
Sími 1-23-08. Aðalsafnið,
Þingholtsstræti 29 A. Útláns-
deild: Opið alla virka daga
kl. 14—22, nema laugardaga
kl. 13—16. Lestrarsalur fyrir
fullorðna: Opið alla virka
daga kl. 10—12 og 13—22,
nema laugardaga kl. 10—12
og 13—16. — Útibúið Hólm-
garði 34: Útlánsdeild fyrir
fullorðna: Opið mánudaga kl.
17—21, aðra virka daga,
nema laugardaga, kl. 17—19.
Lesstofa og útlánsdeild fyrir
börn: Opið alla virka daga
nema laugardaga kl. 17—19.
— Útibúið, Hofsyallagötu 16:
Útlánsdeild fyrir börn og full
orðna: Opið alla virka daga,
nema laugardaga, kl. 17.30—■
19.30. Útibúið Efstasundi 26:
Útlánsdeild fyrir börn og full
orðna: Opið mánudaga, mið-
vikudaga og föstudaga kl. 17
Skipaútgerð
ríkisins:
Hekla er í Rvk. —
Esja kom til Rvk
í gær að austan
úr hringferð. —■
Herðubreið fer
frá Rvk á morgun vestur um
land í hringferð. Skjaldbreið
kom til Rvk í gær að vestan
frá Akureyri. Þyrill er í Rvk.
Herjólfur fer frá Rvk kl. 21
í kvöld til Vestmannaeyja.
Listamannaklúbburinn í bað-
stofu Naustsins er opinn í
kvöld
Að síendurteknu tilefni eru
það einíæg tilmæli til allra
þeirra, sem komast í færi
við hvalvöður, að reka þær
ekki á land, nema þeir ör-
ugglega viti, að í landi séu
traust lagvopn til deyðing-
ar hvölunum og tæki og að-
stæður til þess að nýta hval
afla.
Samband Dýravernd-
unarfélaga íslands.
-o-
Vinningar í happdrætti á baz-
ar Styrktarfélags vangef-
inna: 1342, 1217, 2047, 2400
712, 2092, 543, 1187, 857,
1380, 1307, 2306, 1104,
2146, 1139, 929, 850, 2304,
2355, 876. — Vinninganna
má vitja á skrifstofu félags-
ins að Skólavörðustíg 18 —
frá klukkan 13—18.
Frá Húsmæðrafélagi Rvíkur.
Síðasta saumanámskeiðið
hefst mánudaginn 23. maí
kl. 8 í Borgartúni 7. Upplýs
ingar í síma: 11810 og 15230
Skipadeild S.Í.S.:
Hvasafell fór í gær frá Lyse
kil til Gevlé, Kotka og Vents-
pils. Arnarfell fór í gær frá
Kmh. til Riga, Ventspils,
Gdynia ,Rostock og Hull. Jök
ulfell fór í gær frá Dalvík til
ísafjarðar. Dísarfell fer í dag
frá Rotterdam til Austfjarðar.
Litlafell er í olíuflutningum
í Faxaflöa. Helgafell er á
Sauðárkróki. Hamrafell fór
13. þ. m. frá Rvk til Batum.
Miðvikudagur
18. maí:
20.30 Erindi: —
Lönd fortíðar og
framtíðar; II. er-
indi: Ættlönd Arí
anna (Rannveig
Tómasdóttir). —>
21.00 Einsöngur:
Nan Merriman
syngur frönsk lög.
21.30 „Ekið fyrir
stapann". 22.10
Leikhúspistill. —■
22.30 „Um sumar
kvöld“: Létt lög (plötur). —■
23.00 Dagskrárlok.
Verndið dýr
gegn meiðslum og dauða
með því að hirða vel um girð
ingar og skilja eigi vírspotta
eða vírflækjur eftir á víða-
vangi. — Samband Dýra-
verndunarfélags íslands.
LAUSN Á HEILABRJÓT:
Hann reisti vegavísinn
upp og lét einn arminn snúa
inn á þann veg, er hann kom
frá. Það átti auðvitað að
vera sá, sem á stóð: Y-
bakki.