Heimskringla - 20.01.1943, Page 6

Heimskringla - 20.01.1943, Page 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 20. JAN. 1943 Smiðurinn var því ekkert hræddur um höfuðsmanninn þessa stundina. Koma her- togans frá Cumberland og hersins gerði sitt til að leiða athygli hermannanna og liðþjálf- ans frá stigamanninum. Ef til vill yrði þessir hermenn- settir í fylkingar en nýir látnir verða eftir í Brassington, og mundu þeir ekki hafa neina ástæðu til að ofsækja útlagann á heiðinni, en mundu leita af öllum mætti eftir uppreistarmönnunum. En þessar íhuganir mintu hinn góða smið á jarlinn frá Stratton og stolnu bréfin. Þótt hann hefði ekki sem stóð neinar áhyggjur-út af vini sínum, var honum samt full ljós sú hætta er ógndi hinum unga húsbónda hans. Hvorki hann né Lady Patience gátu skil- ið hvað orðið var af bréfunum. Eftir hið raunalega æfnitýri sitt í Brassington, hafði Sir Humphrey Challoner látið svo lítið að þiggja heimboð West baróns. Snemma um daginn hafði Stich séð hann ganga til þorps- ins í djúpum samræðum við hinn þjónustu- sama Mittachip. Þótt hann væri þessa stund- ina eigi eins áhyggjufullur og áður, fann hann sanjt að bæði Stratton lávarður og Beau Brocade voru í mikilli hættu staddir. Auk þess þráði hann mjög að sjá vin sinn og vita hvernig honum liði, því að í huga sér bar hann óljósan ótta fyrir því að ungi maðurinn hefði örmagnast af þreytu og kvölum þarna úti á heiðinni og gæti því ekki náð smiðj- unni. Þar sem hann sá að allir þorpsbúar voru að hugsa um Jock Miggs, og hermennirnir að hugsa um komu hertogans, þá ákvað hann að leggja af stað til smiðjunnar í þeirri von að finna höfuðsmanninn þar. Hann var kominn yfir flötina og gekk eftir mjóu götunni sem lá til smiðjunnar, þegar hann kom auga á bónda, klæddan siðri úlpu með barðastóran hatt á höfði, sem kom gangandi á móti honum. Maðurinn hallaðist þunglega fram á kvistalurkinn, sem hann hafði fyrir göngu- staf, eins og hvert spor væri honum þraut. Óskiljanleg áhrif voru því valdandi, að smiðurinn stansaði og beið, þangað til bónd- ínn kom Mtið eitt nær. Þessi hluti þorpsins var auður af mönnum og alt var hljótt, en hláturinn og skvaldrið í mannfjöldanum um- hverfis gistihúsið barst yfir flötina eins og dauft bergmál. 1 sömu andrá rak smiðurinn upp undrunaróp, sem hann þaggaði fljótt niður, er hann þekti andlit Bathursts undir barðbreiða hattinum. “Þei! Þei! Þei!“ hvislaði ungi maðurinn ákafur. “Hvar er hin náðuga ungfrú . . . get eg fengið að tala við hana?” “Já, já,” svaraði John er hann leit á- hyggjufullur á hið föla andlit vinar síns, “en þér höfuðsmaður? Þér?” Hann hirti ekki um að enda setninguna, því Bathurst tók fljótt fram í fyrir honum. “Eg hefi hvílst um stund í smiðjunni. Móðir þín var svo yndislega góð við mig . . . og nú langar mig til að tala við hina náðugu ungfrú.” Hinn trygglyndi John var all óttafullur. Hin glaða og hressilega rödd vinar hans var hás og óeðlileg, en augu hans glóðu eins og af sótthita, og granna höndin, sem hvíldi á stafnum titraði. “Þér ættuð að vera í rúminu, höfuðs- maður,” sagði hann byrstur. “Þér eruð veik- ur og þurfið hjúkrun . . .” “Það er nógu mikið líf í mér ennþá, að minsta kosti nóg til að þjóna Lady Patience fram á síðustu stund.” “Eg skal fara og segja hennar náð frá því,” svaraði John og stundi við. “Segðu henni að hér sé maður frá þorp- inu, sem vilji tala við hana .. . en nefndu ekki nafn mitt John ... eg hugsa að hún muni ekki þekkja mig. Það er sjálfsagt best. Eg Mt nógu aumingjalega út, eða hvað?” bætti hann við hlægjandi. “Hennar náð mundi bjóða yður að taka hvíld, ef hún vissi . . .” “Eg vil ekki að hún skuli vita neitt, vinur minn,” sagði Jack og gat ekki að sér gert að brosa að ákafa smiðsins. Hún mundi með um- hyggjusemi sinni tefja mig í fyrirætlunum miínum að þjóna henni, á meðan nokkur lifs- neisti finst í mér. Flýttu þér nú John. Vertu ekkert áhyggjufullur út af mér, gamli vinur. Eg er bara dálítið þreyttur eftir að læðast og skríða um heiðina . . . og sárið, sem mann fjandinn særði mig, er stundum fremur kvala- fult, en eg er eins og þú veist nokkuð seigur, en öll ráð mín eru lögð, og mun eg nú koma spölkorn á eftir þér. Biddu hina náðugu ungfrú að koma út í göngin til mín . . . það mundi vekja of mikla athygli, færi eg inn í herbergi hennar . . . það er enginn, sem þekkir mig, um þáð máttu vera óhræddur.” John vissi af undanfarinni reynslu að þýðingarlaust var að þrátta við höfuðs- manninn, er hann hafði tekið einhverja á- kvörðun, möglunarlaust, en með hálfum huga, sneri hann við og gekk hratt til baka til þorpsins og veitingahússins, á eftir honum kom Bathurst í nokkurri fjarlægð. Til þess að vekja eins lítinn grun og auð- ið væri, þá fór hinh ungi jarl frá Stratton niður í veitingahúsið og talaði við þjónana við og við. Hann þóttist vera aukaþjónn, sem hafði verið ráðinn í veitingahúsið vegna heimsóknar hinnar náðugu ungfrúar. í þessu afskekta þorpi var enginn, sem þekti hann í sjón, og var hann því í fremur lítilli hættu þangað til myrkrið féþ á, þá ætlaði hann að halda norður í landið og leita sér þar hæMs. Hann stóð á bak við borðið í drykkju- stofunni þegar John kom inn til að skila boð- unum frá Beau Brocade. Stofan var dimm, þröng og full af tóbaksreyk, tveir eða þrír hermenn og eitthvað sex bændur sátu þar og töluðu saman með miklum hávaða, er þeir sögðu hvorir öðrum alskonar frægðarsögur og þömbuðu ölið úr stórum skálum. Það var auðvelt fyrir John að ná tali af Philip án þess að á bæri' og læddist ungi maðurinn tafarlaust út úr herberginu, til að segja systur sinni að bóndi nokkur vildi fá að tala við hana. Patience flýtti sér niður mjóa stigann. Hjarta hennar barðist ótt af eftirvæntingu, og brátt stóð hún andspænis manni einum, búnum síðum og óhreinum kufli en andlit hans gat hún ekki syð fyrir hattinum sem slútti langt niður á ennið. Strax og hin náðuga ungfrú kom í ljós, lyfti maðurinn hendinni upp að hattinum án þess að taka hann ofan. “Ætluðuð þér að fá að tala við mig?” spurði hún áköf. “Já, eg er með skilaboð til Lady Patience Gascoyne,” svaraði Bathurst, sem var svo hás og skjálfraddaður af þreytu og þjáning- um að málrómur hans þektist ekki. Hann leit niður og auk þess var dimt í göngunum, svo að hún gat ekki séð andlit hans. Patience, sem var að hugsa um háa og granna ungmennið, sem hún hafði kvatt í her- berginu uppi á loftinu fyrir nokkrum klukku- tímum síðan, leit varla á þennan leppalúða, sem stóð frammi fyrir henni og hallaðist þreytulega fram á stafinn sinn. “Já, já, svo þér hafið skilaboð til min. Frá hverjum eru þau?” spurði hún óþolin- móðslega. “Eg veit ekki vel frá hverjum þau eru, yðar náð . .*. það var fínn herramaður . . . sem eg hitti í morgun úti á heiðinni . . . og hann fékk mér þetta bréf og bað mig að færa yðar hágöfgi það.” Er hann faldi grönnu og fínu hendina sína i fellingum úlpuermarinnar, rétti hann henni bréf, sem hann hafði sjálfur skrifað. Hún greip það með ákafa og hrópaði upp yfir sig af gleði, og er hún sneri sér við til að fara, lagði hún hendina á handlegg hans eins og hún vildi hindra hann frá að fara. “Bíðið þér augnablik þangað til eg hefi lesið bréfið, það er kanske eitthvað í þvi, sem eg þarf að svara.” Og svo opnaði hún bréfið mjög hægt. En hann stóð við hlið hennar, sá hvernig augu hennar fyltust tárum, um leið og hún las orð- in í bréfinu hálf hátt: “Verið óhræddar. Eg hefi bréfin og skal með yðar leyfi fara með þau beina leið til London, þar sem eg á mjög voldugan vin, sem mun sjá um að þau komist tafarlaust fyrir konunginn og ráðið. Til þess að eg geti komið þessari áætlun minni í framkvæmd, er það mjög nauðsynlegt fyrir mig að enginn sjái mig hér i Brassington, þar sem Sir Humphrey hefir sem stendur mist af slóð minni. Eg get komist til Wirksworth þegar dimt er orðið og á leiðis til London í aftur eldingu. Fjandmaður yðar mun hafa vak- andi auga á yður, og því grátbæni eg yður að vera kyr í Brassington til að villa honum sýn meðan eg kemst til London með bréfin. Eg hugsa að hans hágöfgi sé hólpnastur í hreysínu hennar Mrs. Coggins í Aldwark. Eg hefi borið gæfu til þess að geta rétt henni hjálparhönd við og við, og mun hún því áreið- anlega hjálpa hinum göfuga lávarði fyrir mínar sakir, og strax og auðið er, fer John Stich þangað til hans. Eg bið yður að herða upp hugann. Eftir fáeina daga verður bróðir yðar frjáls maður á ný, og losar yður þá fyrir fult og alt við óvin yðar. Yður er óhætt að trúa mér, að þessi ráðagerð mín er bæði fljót- leg og örugg, og grátbæni eg yður að leyfa mér að koma henni í framkvæmd og gera yður þennan greiða.” Hún braut saman bréfið og stakk því i barm sinn. 1 gegnum dyragættina smaug bjartur sólgeisli og varpaði Ijósi sínu á hina fögru konu og sveipaði hana eins og í dýrðarljóma. Þau voru ein í göngunum, en Lady Patience var of niðursokkin að hugsa um hið dýrmæta bréf til að taka eftir honum, og því gat hann ennþá einu sinni notið hins yndislega draums síns, um hvítu rósina hreinu, enda var það fögur sjón. Hinn tígulegi vöxtur hennar og hið ljósgullna hár var skýrt afmarkað við hið dökka baktjald skugganna í göngunum, þar sem hún stóð og las bréfið og gáði einskis annars. Hann þráði það fremur öllu öðru að taka hana í faðm sinn og þrýsta kossi á hinn hvíta háls hennar. Hjarta hans brann af fögnuði yfir því að geta þjónað henni, auk þess sem í brjósti hans brann óljóst hugboð og von um að mega deyja fyrir hana. “Sáuð þér manninn, sem fékk yður þetta bréf?” spurði hún með sinni hljómþýðu rödd, sem titraði dálítíð af geðshræringu. “Sáuð þér hann . . . var hann heill á húfi ... hvernig leit hann út?” Augu henanr voru nú full af tárum og Bathurst átti fult í fangi með að ráða við geðshræringu sína og svara eðlilega. “Hamingjan sanna! Náðuga ungfrúí” svaraði hann, “mér virtist hann líta út eins og allir aðrir.” “Var henn ekki veikur.” “Nei, a'lls ekki. Ekki svo að eg gæti séð.” “Farðu þá til hans aftur, vinur minn,” sagði hún með skyndilegum ákafa, “og segðu honum að hann verði að koma til mín undir eins . . . mig . . . mig . . . langar svo mikið til að tala við hann.” Bathurst varð að neyta allrar orku til að leynast fyrir henni. Hið ástúðlega, biðj- andi augnaráð "hennar, hin blíða meðaumkv- unarsama rödd hennar, lét blóðið sjóða í æð- um hans. En hann hafði ákveðið að leynast fyrir henni í þetta sinni. Augnatillit eða upphrópun gat komið upp um hann, og nú hafði hann aðeins eitt tækifæri til að þjóna henni, og það var að koma bréfunum til Lon- don, og nota tímann meðan hinn sameiginlegi óvinur þeirra væri eigi á hælum hans. Honum hepnaðist því að svara henni eðlilega. “Nei, nei, herramaðurinn, sem fékk mér þetta bréf sagði við mig: “Þú skalt fara með skilaboð fyrir mig, en eg get ekki séð hina náðugu ungfrú sjálfur.” Hún stundi við af vonbrigðum. “Jæja þá, maður minn,” sagði hún, “þú verður því að reyna að muna að skila til hans . . . skila til hans . . . að mig langi svo mikið til að þakka honum . . . segja honum. Nei, nei! . . .” sagði hún um leið og hún tók visnaða, hvíta rós undan beltinu, “segið hon- um ekki neitt, en fáðu honum þetta blóm . . . til merkis um að eg hafi meðtekið bréfið hans . . og ætli að fara eftir fyrirmælum hans . . . getur þá munað þetta?” Hann treysti sér ekki til að svara, en um leið og hann tók við rósinni, þá vildi svo til að fingurgómar hans snertu hendi hennar þótt ekki væri nema sönggvast, en samt nógu lengi til þess að sú hin sterka ást, sem hann bar til hennar kom upp um hann. Því á svipstundu greip hún hendi hans og þekti hann. Hjarta hennar barðist af á- kafri gleði yfir því að vera ennþá einu sinni í návist hans, og finna til þess hvernig hin blið- legu gráu augu hans horfðu á hana, í þögulli þrá. En hún æpti ekki né sagði neitt, því að þetta var of þýðingarmikið og heilagt augna- blik til þess — því nú skildi hún. ' Hann hafði lotið enn lægra niður og þrýsti brennheitum vörunum á hina köldu fingur hennar og kysti um leið rósina, sem hún hafði borið á brjósti sér. Hvorugt þeirra mælti orð frá vörum, én þau fundu að þau tilheyrðu hvort öðru og sú meðvitund fýlti sálir þeirra með ósegjanlegri sælu og fögnuði, fögnuði, sem líktist tónum guðdómslegs lofsöngs og þau voru umkringd englafjöld, sem með hinum hvitu vængjum sínum reistu í kringum þau varnargarð, er lokaði allan umheiminn úti. 34. Kap.—Líf fyrir líf. En brátt vöknuðu þau af þessum draum- um við hratt fótatak, hávaða og óhljóð. Fá- einir hermenn, sem voru í miklum vigamóð höfðu ruðst inn í veitingahúsið og stóðu nú í báðum dyrum þess, en þeir sem í drykkju- stofunni voru þustu til að sjá hvað á gengi og ruddust nú inn i þröngu göngin, þar sem þau stóðu. John Stich var þar fremstur í flokki og flýtti sér til hinnar náðugu ungfrúar, sem hörfaði undan bændahópnum að stiganum, en í gegnuim hóp þeirra ruddust nú hermenn- irnir mjög ákveðnir. Hún litaðist um vandræðaleg og ótta- slegin. Bathurst var horfinn. Alt þetta hafði skeð á fáeinum augna- blikum án þess að Patience gæti skilið hvað á gekk. Mjói stiginn, sem hún stóð hjá, lá til herbergis hennar, en þar beið Philip eftir henni. “Vikið frá þorpararnir ykkar!” æpti lið- þjálfinn er hann ruddist gegn um þvöguna að stiganum. “Viljið þér, náðuga ungfrú, leyfa mér að fylgja yður héðan?” spurði blíðleg rödd rétt hjá henni. Sir Hufnphrey Challoner ásamt honum skríðandi Mittachip var þar kominn, og hafði lagt fram þessa spurningu. Hann hafði elt hermennina til veitingahússins, og stóð nú milli hennar og hópsins, og hneigði sig hæ- verkslega fyrir henni um leið og hann rétti fram handlegginn til þess að leiða hana í burtu. Stuttu áður hafði hann heyrt þá furðu* legu frétt að Jock Miggs hefði verið handtek- inn á heiðinni, og í misgripum fyrir Beau Bro- cade. En ekki hafði hann heyrt þess getið að nokkuð hefði fundist í fórum smalans, sem vert væri að geta, af því skildist baróninum, að Beau Brocade hefði með einhverskonar óskiljanlegum vélbrögðum stolið bréfunum, og hefði nú vafaiaust afhent Lady Patience þau. Lævísi hans, lýgi og svik hina síðustu daga, höfðu því verið árangurslaus. En Sir Humphrey var ekki þannig gerður, að hann hætti við fyrirætlanir sínar fyr en í futla hnefana. Ef hin náðuga ungfrú hefði í raun og veru fengið bréfin á ný, varð að taka þau af henni. Það var alt og sumt. Og ef hinn bölvaði stigamaður léki í dag lausum hala var sjálfsagt að hengja hann á morgun. En Sir Humphrey fanst það mjög áríð- andi að forða Philip frá því að vera handtek- inn, því ef þessi klaufalegi liðþjálfi næði drengnum nú, mundi öll ráðagerð Sir Humph- reys, að kúga Lady Patience til eiginorðs við sig vegna bréfanna, fara út um þúfur. En Lady Patience hörfaði ósjálfróft til baka frá honum eins og með hryllingi, þrátt fyrir hinn blíðlega málróm hans, enda var hún á þessari stundu ennþá hræddari við hann, en liðþjálfann. Hún mjakaði sér nær John Stich, sem stóð við neðsta þrepið í stig- anum. “Víktu úr vegi John Stich!” æpti liðþjálf- inn með bjóðandi rómi. “Þetta er ekki smiðj- an þín, skal eg segja þér, og fjandinn hafi það, eg læt ekki lengur leika með mig.” “Þetta er herbergi hinnar náðugu ung- frúar,” svaraði smiðurinn og veik ekki um hársbreidd. “Veitingamaður!” hrópaði hann með hárri röddu. “Eg beiðist hjálpar yðar til að vernda hina náðugu ungfrú fyrir þessum föntum.” “Þú svívirðir einkennisbúning hans há- tignar,” svaraði liðþjálfinn, “og vinnur sjálf- um þér lítið inn með því. En ef veitingamað- urinn slettir sér fram í þetta, þá gerir hann það upp á sina ábyrgð.” “En hvaða rétt hafið þér til að ónáða mig, liðþjálfi?” spurði Patience og reyndi að gera sig eins þóttafulla og hirðuleysislega og henni var auðið. “Vitið þér hver eg er?” “Já, það veit eg vel, náðuga ungfrú,” svaraði liðþjálfinn, “og það er bara vegna þess að þér eruð hérna, að eg er hingað kom- inn. Eg heyrði það fyrir hálfum tima síðan, að Lady Patience væri í þessu veitingaihúsi og nú er mér sagt að nýr þjónn sé kominn hingað. Hann kom um hánótt, og það er í sjálfu sér einkennlegt að þjónar komi í vinnu um þann tima sólarhringsins.” “Eg veit ekkert um þjónana í veitinga- húsinu, og eg skipa yður að fara héðan út með menn yðar og ónáða mig ekki framar.” “Afsakið náðuga ungfrú, en fyrirskipanir mínar eru ákveðnar. Eg er hingað sendur af hans konunglegu tign, hertoganum af Cum- berland til þess að snuðra upp alla uppreist- arseggi, sem leynast í þessum hluta landsins. Eg hefi fengið sérstakt boð um að líta eftir Philip James Gascoyne, jarli frá Stratton, sem eftir því sem eg hefi frétt er bróðir yðar náðar, og þar sem eg hefi rétt til rannsóknar, þá ætla eg mér að líta eftir hverjir hafast við í þessum herbergjum, auk yðar, náðuga ungfrú.” “Þetta er ærumeiðandi, liðþjálfi!” “Það getur vel verið,” svaraði lifþjálfinn þurlega, en með yðar leyfi, þá eru fyrirskip- anir ekkert nema fyrirskipanir hjá okkur htrmönnunum. 1 fyrra dag var leikið á mig í smiðjunni og í gær á heiðinni. Eg held að við höfum verið að elta galdramann. Það getur verið að til sé stigamaður, sem heitir Beau Brocade, og það getur verið að hann sé ekki til, en í fyrrakvöld var ungur og fallegur maður í smiðjunni sem sló ryki í augu mér og manna minna, og þori eg að fullyrða að það var enginn annar en Philip jarl frá Stratton.” “Þetta er lýgi, og þér látið eins og brjál- aður maður, liðþjálfi.”

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.