Heimskringla - 09.06.1943, Síða 1
——---------------
We recommend for
your approval our
"C.B.4 WHITE LOAF"
(Canada Approved)
as an excellent source of the
Vitamin B Complex
“The QualityGoes In before theNameGoesOn’’
CANADA BREAD CO. LTD.
Winnipeg Phone 35 565
Frank Hannibal, Mgr.
Wedding and Birthday Cakes
made to order
We recommend for
your approval our
"C.B.4 WHITE LOAF"
(Cariada Approved)
as an excellent source of the
Vitamin B Complex
“The QualityGoes In before the Name Goes On'
CANADA BREAD CO. LTD.
Winnipeg Phone 35 565
Frank Hannibal, Mgr.
Wedding and Birthday Cakes
made to order
------------------——-——------♦
LVII. ÁRGANGUR
WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 9. JÚNI 1943
NÚMER 36.
Forseti einnar deildar Kon-
unglega vísindafélagsins
í Canada
Dr. Thorbergur Thorvaldson,
háskólakennari frá Saskatoon,
var staddur í bænum yfir helg-
ina. Hann kom hingað frá
Montreal, sat þar ársfund Can-
adian Institute of Chemistry,
ásamt 300 ' vísindamönnum
víðsvegar að úr Canada. Voru
þeir allir efnafræðingar, því
þeir einir heyra félagi þessu
til. Hefir dr. Thorbergur verið
formaður þess, og þótti að
dómi blaða eystra vera dugandi
stjórnari.
Ennfremur sat hann ársfund
Konunglega vísindafélagsins
(Royal Society of Canada), er
haldinn var í Hamilton, Ont.,
en hann tilheyrir því og er eini
íslendingurinn sem sú frægð
hefir hiotnást. . Var hann nú
kosinn forseti þriðju deildar
þess félags (Section III), en
verkahringur hennar eru mál,
er efnafræðingar, eðlisfræðing-
ar, stærðfræðingar, stjörnu-
fræðingar og veðurfræðingar
hafa með höndum. Fundir
þessa Konunglega visindafé-
lags eru haldnir til þess að
ræða framfarir í visindunum ár
hvert og er sérstakur gaumur
gefin öllum rannsóknum, sem
canadiskir visindamenn hafa
með höndum, og hVort sem á-
hræra bókmentir, sögu o. fl.,
eða rannsóknir í náttúru og
iðn-visindum.
Dr. Thorbergur er skagfirsk-
Ur að ætt, kom vestur barn að
aldri með foreldrum sínum,
Thorvaldi Thorvaldsyni og
Þuríði konu hans Thorbergs-
dóttur, er námu land í Árnesi í
Nýja-tslandi. Fyrsta skóla-
ganga hans var hjá elzta bróð-
Ur sínum, Sveini kaupm. Thor-
valdsyni, M.B.E., er hér var
barnaskólakennari. — Mun
Sveinn hafa verið stjórnsamur
og góður kennari, þvi svo sagði
Thorbergur í ræðu á 70 ára af-
mæli bróður síns fyrir ári síð-
an, að sú skólaganga hefði
verið góð byrjun og skemtileg,
enda þótt bróður sinni hefði
hvorki liðið sér né öðrum að
vera að horfa út um gluggana
meðan Victoríu-vers var sung-
ið. á Manitoba-iháskóla lauk
dr. Thorbergur prófi 1906 og
úrið 1909 tók hann meistara-
gráðuna (Master of Art stigið)
frá hinum kunna Harvard há-
skóla í Bandarikjunum. Pró-
fessorsstöðu í efnafræði við
Saskatohewan-háskóla í Saska-
toon hlaut hann 23. apríl 1914
°g hefir við það starf verið
siðan. Annar bróðir dr. Thor-
bergs var Thorvaldur, er fyrst-
Ur Isiendinga tók hæst próf á
Manitoba háskóla, framúrskar-
andi námsmaður, en dó því
niiður ungur að aldri 1904. í
®tt þessari hafa hér því komið
fram miklir hæfileikamenn. 1
sérfræðigrein sinni, efnafræð-
inni, hefir dr. Thorbergur rutt
nýjar'brautir með rannsóknum
sínum, er skipað hefir honum í
flokk fremstu vísindamanna
landsins.
Eystra dvaldi dr. Thorbergur
tvær vikur. Heimleiðis hélt
hann héðan s. 1. mánudag.
BYLTING í ARGENTINU
Bylting hófst í Argentínu,
öðru stærsta lýðveldi Suður-
Ameriku, s. 1. föstudag. Á
henni stóð ekki lengi; áður en
dagur var liðinn, hafði herlið,
um 8,000 manna, tekið stjórn-
arsetrið, sem var í Buenos
Aires, höfuðstað landsins, en
stjórn Castillo flýði, komst í
herskip og mun nú vera í La
Plata. Fyrir byltingamönnun-
um var maður að nafni Arturo
Rawson hershöfðingi, er við
stjórn ætlaði að taka, en tókst
ekki að mynda ráðuneyti. Var
þá hvaddur til að mynda stjórn
Petro Ramirez, hershöfðingi.
Hann var í herráðuneyti Cast-
illo, en gekk í lið byltingar
manna eða Rawsons yfirhers-
höfðingja. Hefir honum hepn-
ast að mynda stjórn, sem nú er
orðin þriggja daga gömul,
hvað lengi sem henni endist nú
aldur.
Blóðsúthellingar voru sama
sem engar samfara bylting-
unni.
Ástæður fyrir þessari bylt-
ingu geta verið margar, en hin
helzta mun hafa verið sú, að
Castillo-stjórnin fylgdi hlut-
leysisstefnu í Striðsmálunum.
Tapaði landið við það miklu af
viðskiftunum, einangraðist, og
það sem var verst, að það varð
vermireitur nazista áróðurs. —
Þar sátu þýzkir njósnarar og
höfðu skeytastöðvar, sendu
nazistum fréttir af öllu sem
þeim gat að haldi komið og
hafa eflaust átt þátt í mörgu
skipstapi bandaþjóðanna. En
einangrunar eða hlutleysis-
stefnu Castillo, fylgdu erfið-
leikar og þjóðin var að verða
óð og ær út af því. öll hin
lýðveldin í Suður-Ameríku voru
að auka viðskifti sín við stríðs
þjóðirnar, en Argentína varð á
hakanum. Það er fullyrt, að
stjórnin sem við völdum hefir
tekið, sé hlyntari bandaþjóð-
unum og muni ekki til lengdar
sitja hlutlaus hjá í stríðinu.
Dæma mörg blöð stefnu Ca-
stillo-stjórnarinnar hart og
telja hana hafa verið þjóðmeg-
un landsins bæði til skaða og
skammar.
Útfluttar vörur námu í byrj-
un stríðsins 1,400,000,000 peso
og innfluttar jafnmiklu. Árið
1938 átti Argentína markað á
Englandi fyrir 445 miljón peso,
í Þýzkalandi fyrir 161 miljón
og í Bandaríkjunum 113 miljón
peso. Þessum markaði hefir
landið nú öllum tapað.
Argentína er stórt land, yfir
1 miljón fermílna, eða fjórum
sinnum stærra en Manitoba-
fylki, og víða frjósamt; íbú-
arnir eru um 14 miljón. Eru
Spánverjar i meirihluta og
landsmálið er spsenska. Landið
bygðist um miðja 16. öld af
Spánverjum og var 1816 nefnt
“Hin sameinuðu fylki við La
Plata ána.” Eftir ófriðinn
1825-27 við Brazilíu, var það
nefnt Argentínu lýðveldið. Um
tíma mátti ekki velja aðra en
innfædda og kaþólska í ráðu-
neytisstöður; nú getur verið að
því hafi verið breytt. En á í-
haldssemi í öllum myndum
hefir þótt mikið bera fram til
síðustu tima í stjórn og þjóð-
skipun landsins.
“SKINFAXI” 1941-1942
Eftir próf. Richard Beck
Ungmennafélag Islands, en
það er samband ungmennafé-
laganna viðsvegar um landið,
átti 35 ára afmæli 2. ágúst í
fyrra sumar. Vekur umhugs-
urfin um þau tímamót upp
margar hlýjar minningar í hug-
um allra, en þeir .munu eigi
allfáir hér vestan hafs, sem
komust undir heilbrigð áhrif
þessa þjóðlega og vekjandi fé-
lagsskapar, og voru þar að ein-
hverju leyti starfandi. Þeim,
sem nokkuð verulega þekkja
til sögu og starfs ungmennafé-
laganna íslenzku, mun einnig
koma saman um það, að þau
hafa verið mikill og merkilegur
þáttur í menningarlífi þjóðar-
innar, ekki sizt framan af ár-
um.
Eigi verður hér nein tilraun
gerð til þess að rekja, svo tal-
ist geti, sögu ungmennafélag-
anna eða meta margþætt
menningarstarf þeirra. Til-
‘gangurinn með greinarkorni
þessu er sá einn, að skýra í
stuttu máli frá efni tveggja
siðustu árganga “Skinfaxa”,
tímarits Sambands Ungmenná-
félaga Islands. Sambandsstjóri
þess er nú séra Eiríkur J. Ei-
riksson, sóknarprestur að Núpi
í Dýrafirði, og tók hann jafn-j
framt nýlega við ritstjórn
“Skinfaxa”, en hún hafði áður
árum saman verið í höndum
Aðalsteins , Sigmundssonar
kennara.
1 fögru og snjöllu kvæði, sem
Guðmundur skáld Guðmunds-
son orti til ungmennafélag-
anna, lýsti hann, eins og bent
hefir verið á af öðrum, rétti-
lega stefnu og starfsemi félag-
anna í þessum ljóðlínum:
Ungra kraf-ta og gáfna glæðing,
göfgi í hugsun, verki, list,
Islands þjóðar endurfæðing,
Island frjálst og það sem fyrst.
Þetta hefir verið og er enn
hið göfuga takmark ung-
mennafélaganna, og þessir
tveir síðustu árgangar mál-'
gagns þeirra sýna, að merki |
þjóðræktar og framsóknar,'
sem leiðtogar félagsskaparins i
hófu við hi-rnin fyrir 35 árum!
síðan, er enn haldið hátt ál
loft af núverandi forgöngu'*
mönnum hans, er gott til þess
að vita, því að sú þjóðlega
vakningar- og framsóknar-i
starfsemi, sem félögin vígja til-
gang sinn og framkvæmdir, á
sérstakt erindi til hinnar ís-
lenzku þjóðar á þessum tim-
um, þegar hún er komin mitt i i
þjóðbraut og erlendu áhrifin
flæða yfir hana víðsvegar að í
stríðum straumum.
Margar af helztu greinunum
í þessum árgöngum “Skin-
faxa” fjalla því, eins og vænta
mátti, um íslenzkar menning-
arerfðir og varðveizlu þeirra,
svo sem greinar þeirra séra
Eiríks og Jóhanns kennara
Frímanns: “Konungdómur Is-
lendinga” og “Snorri í Reyk-
holti”, sjö alda dánarminning |
hins mikla ritsnillings. Sér-
staklega eftirtektarverð eru
einnig ávarp Einars Jónssonar
myndhöggvara: “Til æskunn-
ar” og grein séra Jakobs Jóns-
sonar um lífsskoðun þess frum-
lega og djúpúðga listamanns.
Hefir grein þessi þegar verið
GÓÐUR NÁMSMAÐUR
Jóhannes Bjarnason
26. maí síðastliðinn, útskrif-
aðist frá McGill háskólanum i
Montreal, Jóhannes Bjarnason
með ágætis einkunn í véla- og
iðnaðarfræði., Jóhannes kom
heiman frá Reykjavik 1940. —
Stundaði nám við háskóla
Manitoba-fylkis veturinn 1940.
Fór svo til McGill háskólans —
eltza og áhrifamesta háskólans
í Canada, þar sem hann nú hef-
ir lokið námi með prýði. Hann
starfaði fyrir hið alkunna og
volduga verkfærasölufélag In-
ternational Harvester Co., í
fyrra sumar og gat sér þar
orðstirs fyrir glöggskygni og
dómgreind. Nú hefir honum
verið boðin staða við eina af
rannsóknarstofum Canada-
stjórnar.
Þessi efnilegi mentamaður
er sonur Bjarna alþingismanns
Ásgeirssonar í Reykjavik og
kon-u hans Ástu Jónsdóttir
Þóðarsson skipstjóra frá Gróttu
á Seltjarnarnesi við Reykjavík
á íslandi. J. J. B.
endurprentuð hér vestra, en í
ávarpi sínu til íslenzks æsku-
lýðs kemst Einar Jónsson
þannig að orði, og eru þau
ummæli hans sannarlega þess
virði að koma fyrir sjónir ís-
lenzkra lesenda í landi hér:
“Þið, ungu menn og konur,
eruð öll sjálfboðaliðar og sáð-
menn vorsins. Maðir hefir því
leyfi til að ætla, að þið hafið
valið ykkur stöðu þá og em-
bætti það, sem veglegast er og
æðst ailra, er þekkist, og sem
heitir: að vera trúr þjónn. En
engin staða finst henni æðri.
Myndhöggvari nokkur —
það var því miður ekki eg —
fékk eitt sinn ákúrur fyrir að
eyða tíma og verki í það, að
fullgera mjög nákvæmlega
stað nokkurn á mynd, stað,
sem skoðandinn gat aldrei séð,
og var það því af hinum álitin
tilgangslaus vinna. “Jú, guð-
irnir sjá það,” var svar lista-
mannsins ,og hann hélt áfram
við verk sitt.
Það er einmitt það, guðirnir
sjá það, hvernig hlutirnir eru
gerðir, og ef þeir viðurkenna
verkið, þá er aðalsigrinum náð.
En á það, hvað þeir segja, er
samvizka vor furðanlega glögg.
Og gott er að vera gróðursett-
ur hér — mega vinna hér, með-
an dagur er, í þágu þessa ein-
kennilega fagra, elskaða föð-
urlands, hvort sem við höfum
það daglega fyrir augum, eða
lifum því fjarverandi í minn-
ingu um vorn vöggustað ein-
hversstaðar í bláfjallahringn-
um, er geymir ást og strit,
mæðu og mold vorra forfeðra,
og einnig þeirra framtíðarvon-
ir, sem jafnt við sem komandi
kynslóðir mega ekki láta deyja
— né til skammar verða.
En það er svo margt, sem
misskilið hefir verið, og er svo
enn. Margt, sem álitið hefir
verið böl, án þess það hefði
þurft . svo að vera. Jafnvel
smæð okkar sem þjóðar gæti
verið gefin okkur til blessunar,
ef við hefðum skilið bending-
una. En þær eru margar
bendingarnar, sem fram hjá
fara, án þess eftir þeim sé tek-
ið.
Heiður og þökk sé þeim, sem
gróðursetur. En alt er undir
grunnstofninum komið — rót-
inni, sem þarfnast sólskins um-
fram alt, en það er líf andans
— Kristseðlið. Ef guðsdómslíf
mannverunnar er ekki grund-
völlur alls, þá er til engis bar-
ist. Þótt aldir af lífi hrúgist á
aldir ofan, þá hjálpar það ekk-
ert, ef guðdómslifið vantar. En
líf dýrsins kalla eg efnislífið
eitt sér. En efnishyggjan ein-
sömul er undirrót glæpa og
stríðs, og þá einnig þeirrar
eymdar, er nú þjáir heiminn.
— Ef rætur trésins fúna, deyr
tréð einnig. En ræturnar eru
guðsdómslíf vorrar tilveru.
1 smæð sinni getur vort litla
þjóðlíf hjálpað til þess, ekki
síður en aðrar og stærri þjóð-
ir, að hella geislum sólar að
rótum lífstrésins. Og það mun
okkur einnig ætlað að gera —
með því að kafa eftir lífsfræj-
um lýsandi heima — liðinna og
nýrra tíma.
Með lifandi lifi andans lítum
við alt í nýju Ijósi. Líf okkar
og veröld verða hlýrri og fegri.
Sá, sem vanrækir það, fer á
mis við hina sönnu fegurð og
yndisleik lífsins. Margir hafa
borið þessu örugt vitni — ekki
siður hér heima en annarsstað-
ar. Þá gleði og von verðum við
að eiga, að vöxtur og þroski
haldi áfram hjá ungu kynslóð-
inni, sem við felum verk okkar
og erfiði í hendur.”
Þá má einnig um annað fram
nefna hið fróðlega útvarpser-
indi Aðalsteins Sigmundssonar
um íþróttastarfsemi ungmenna
félaganna, sem er greinagott
yfirlit yfir mikilvæga starf-
semi þeirra á því sviði, enda
hafa iþróttamálin frá byrjun
verið meginþáttur á starfskrá
þeirra. Aðrar greinar í um-
ræddum árgöngum, sem ekki
verða þó hér taldar, eiga sam-
merkt í því að vera læsilegar
vel, enda hefir málvöndun,
verndun móðurmálsins, verið
grundvallaratriði í starfsemi
ungmennafélaganna, og má sjá
þess merki í rithætti margra
manna, að sú viðleitni hefir
borið góðan árangur. Félags-
málayfirlitið í þessum árgöng
um gefur glögga mynd af fjöl-
þættu starfi hinna ýmsu félaga
og ber því vitni, að nýtt fjör
hefir færst í þau, er spáir góðu
um framtíðina.
Allmargt kvæða er og í þess-
um árgöngum, hugþekk að efni
og lipurlega kveðin, t. d.
“Breiðfirðingaljóð” Jóns frá
Ljárskógum, “Hinn hvíti fugl”
eftir Kolbrún og smákvæði
Valdimars V. Snævarrs skóla-
stjóra. Mest sópar þó að kvæði
Guðmundar Böðvarssonar: —
“Kveðja til hlutlauss vinar”;
það er hvorttveggja í senn
tímabært mjög og markvíst að
sama skapi. Höfundurinn ger-
ir sér það fyllilega ljóst, eins
og rökrétt er, að skoðanalega
getur enginn hugsandi maður
verið hlutlaus gagnvart þeirri
úrslitabaráttu milli frelsis og
kúgunar, sem nú er háð í heim-
Frh. á 8 bls.
Velþektur Islendingur dáinn
Bjarni Thorsteinsson
Nýlega andaðist hér í borg-
inni, heiðurs og gáfumaðurinn
Bjarni Thorsteinsson, skáld,
tæpra 75 ára að aldri. Hann
átti marga vini og kunningja,
og hugðu þeir sízt að skilnað-
arstundin væri svo nálæg, og
sama má segja um nánustu
ættingja og venslafólk, er því
óvæntur harmur kveðin að öll-
um þeim sem bezt þektu til
hans og umgengust hann mest.
Því miður hefi eg engin hand-
bær skírteini að byggja á, svo
hægt sé hér að geta lífsferils
eða æfistarfs hans, en vonandi
verður þessa manns minst
verðuglega síðarmeir.
Hann mun hafa komið, — á-
samt konu sinni og börnum____
frá Íslandi fyrir 40 árum síðan,
tók hann sér fyrst bólstað í
Winnipeg en síðar í Selkirk, og
dvaldi hann þar um fjöldamörg
ár og hafði þar með höndum
Ijósmyndastofu sem hann
íækti með mikilli elju og sam-
vizku, en fyrir hér um bil fjór-
um árum fluttist hann til Win-
nipeg aftur og átti heimili hjá
syni sínum, Jóni, og tengda-
dóttur sem um mörg ár hafa
búið í Norwood.
Á sínum yngri árum fór hann
til Danmerkur og lærði þar
myndasmíði og tungumál, —
frönsku og þýzku — og kom
það honum að góðum notum
síðari hluta æfinnar. Hann
var skáldmœltur vel, og eru
mörg kvæði úr útlendum mál-
um, í ágætri þýðingu eftir
hann. Birti hann mikið af
frumsömdum og þýddum
kvæðum, ritgerðum og blaða-
greinum, í Heimskringlu, um
margra ára skeið, og hlaut lof
og vinsældir fyrir, frá hinum
dreifðu lesendum blaðsins,
munu þeir sakna vinar í stað
þegar hann hefir nú lagt það
starf til hliðar sem hann fram-
kvæmdi svo vel og lengi — og
tekið sér hvíld.
Með framkomu sinni, hátt-
prýði og ljúfmensku aflaði
hann sér margra vina, sem
sakna þess að vegir hafa skilist
og samleiðin þvi á enda, og
munu margir þeirra geyma
minningar um hann í þakk-
látum huga þar til yfirlýkur
með þeim sjálfum.
Heimskringla vottar skyld-
mennum hins látna fræði-
manns dýpstu hluttekningu i
sorg þeirra.
Seytjánda ársþing Sambands
Islenzkra Frjálstrúar Kvenfé-
laga i N. Ameríku hefst laug-
ardaginn 26. júni 1943. kl. 9 f.h.
i kirkju Sambandssafnaðar á
Gimli, Man. — Dagskrá þings-
ins verður auglýst í nœsta
blaði.