Heimskringla - 09.06.1943, Side 4
4. SíÐA
HEIMSKRINGLA
Hfcrmskrirtg,la
fStofnuB 188«)
Kemur út á hverjum miOvikudegi.
Etgendur:
THE VIKING PRESS LTD.
I 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg
Talsimi: 86 537
Verð blaðslns er $3.00 árgangurlnn, borglst
fyrirfram. Allar borganlr sendlst:
THE VIKING PRESS LTD.
ön vlðskifta bréf blaðinu aðlútandl sendist:
Manaoer J. B. SKAPTASON
853 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFAN EINARSSON
Utanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA
853 Sargent Ave., Winnipeg
"Heimskringla” ls published
and printed by
THE VIKING PRESS LTD.
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man.
Telephone: 86 537
WINNIPEG, 9. JÚNl 1943
VÖKUMENN
Það var eitt kvöld — sem oftar — að
eg sat við skrifborðið mitt án þess að
hafa nokkuð sérstakt fyrir stafni, Fyrir
framan mig stóðu skápar alsettir bók-
um. Eg hafði enga löngun til lesturs og
þessvegna gat eg ekki fest hugann við
neina sérstaka bók. Eg hafði lesið all-
ar þessar bækur, nokkrar þeirra oft og
mörgu/m sinnum og þær höfðu verið mér
hjartfóignir förunautar. Þegar drungi
og þreyta hvíldi yfir huga mínum gekk
eg að einhverjum skápnum og opnaði
hann, tók mér bók í hönd og fór að lesa,
og oftast hafði það sömu áhrif eins og
þegar sólin birtist gegn um skýjabólstra
og gróður jarðarinnar hefur höfuð sín
frá duftinu og Lítur til himins með nýrri
von um bjartari og hlýrri daga.
Var nokkuð i þessum bókum sem enn
gæti hrifið huga minn eða opnað nýja
heima sem væri þess virði að skoða eða
skygnast um í?
Eg efaðist um það, en samt sem áður
gekk eg að einum skápnum og tók þar
bók án þess að val réði. Þetta voru
Þyrnar, Þorsteins Erlingssonar. Fyrsta
visan sem blesti við mér þegar eg opnaði
bókina var þessi:
Hrotið er þungt í hverri kró,
hrökkur upp stöku maður þó,
púar á loðinn ljóra:
“Hvergi greinir skýjaskil.
Skelfing er af myrkri til.”
Síðasta setningin smaug eins og raf-
magns staumur í gegn um hverja heila-
taug mína. Það var eins og eg vaknaði
af værum svefni um hánótt. Eg hafði
aidrei gert mér grein fyrir þessu myrkri
sem skáldið talaði um. Hverskonar
myrkur átti hann við með þessari vísu?
Eg las áfram. Hver setning fylti huga
minn nýrri eftirvæntingu um að skáldið
gerði lesandanum hægt um hönd að ráða
í við hvað hann ætti með þessu skelfi-
lega myrkri, og þá kom eg að þessum
setningum:
“Þó var Island aldrei dauðahljótt.
altaf var hér týra í nokkrum skálum.”
Nú fanst mér eg hafa ráðið gátuna.
Hann hlaut að eiga við hið andlega
myrkur sem grúfði um margar aldir yfir
hugsun og framkvæmdum þjóðar vorrar.
Sól frelsis og framfara hafði myrkvast
og gat ekki sent sína græðandi og vekj-
andi geisla inn í sálir mannanna og þess-
vegna þurfti að finna önnur úrræði til
þess að vinna bug á þessum vágesti í
fullri von um að birta sólarinnar yrði að
lokum yfirsterkari, og helti sínum heil-
næmu geislum yfir bústaði mannanna
og fylti sálir þeirra frjómagni nýs lífs.
“Hér kveikti einn og einn og fór á
fætur.”
Island hefir altaf átt því láni að fagna
að eiga óeigingjarna syni og dætur sem
vakað hafa yfir velferð þess þó nóttin
væri svört. Ef til vill hafa það verið
skáldin sem mestan þátt áttu í þvi að
lýsa ljósþyrstum hugum mannanna og
endurglæða hinn kulnaða neista í brjóst-
um þeirra, sem nær lá að sloknað hefði
undir hörmunga fargi útlendra ösku-
mokara, en var þó aðeins falinn en ekki
kæfður.
En þjóðin var altaf á verði. Bændur
og búalið “púaði á loðinn Ijóra,” og með-
an hinn heiti ljósleitandi andi var að
vinna á klakaskorpunni sem myndast
hafði á gluggarúðunni — og varið þeim
útsýnið — spurðu þeir með eftirvænt-
ingu: “Skyldi tunglið tóra?” Jú, tunglið
tórði, og i skímu þess sáu þeir týruna i
skálum vökumanna þjóðarinnar, mann-
anna sem aldrei höfðu gefist upp við að
tendra ljósið á kolunni og setja það á
stað sem augljóséFstur var, svo bjarmann
legði á brautir þeirra sem um veginn
fóru, eða litu til veðurs.
I sjálfu sér voru þeir einnig vökumenn
sem litu til veðurs gegn úm hinn grá-
hélaða glugga með von um að birta væri
í nánd, þó ekki væri annað en nætur-
skíma tungslsins. Sú skíma var þó boð-
beri bjartari dags, því ef tungl skein í
heiði tendraði það vonina um að sól
morgunsins yrði greiðara um að senda
ylgeisla sína, lífgandi og vermandi, yfir
bústaði mannanna, og vekja til síns upp-
runaiega lífs starfsþróttinn og áhugann
til umbóta á öllum sviðum.
Miðaldamyrkrið megnaði ekki að út-
þurka sjálfstæðis-löngun og framfara-
þrá íslenzku þjóðarinnar, hún átti menn
sem þorðu og vildu bæta hag hennar í
hvívetna. Niðjar þeirra munu enn vaka
yfir velferð landsins og stýra heilu fari
í höfn gegnum brotsjói atvikanna og
ágjöf óvæntra viðburða.
Nú ætti þjóðin að standa sameinuð —
á verði. — P.
HVE LENGI Á AÐ BÍÐA?
“Dýrtíðar uppbót” mun nú aHvíða
hafa verið komið á fót þessa síðustu
mánuði, en mikið vantar á að hún sé
nægileg og í mörgum tilfellum jafnvel
ekki sómasamleg. En sleppum því. Til-
raun vinnuveitenda í þessu sambandi er
þó, að sumra hyggju virðingarverð. Það
er margt að athuga áður en hægt er að
láta sér af munni falla áfellingarorð um
þá, sem fyrir rás viðburðanna urðu sjálf-
stæðir menn í tæka tíð, þ. e. a. s.: áður
en þessi óvænta kreppa og ófyrirsjáan-
legi ófriður skullu á, og ef til vill hafa
þeir, sem með völdin fara, gert sumum
þessara manna erfitt fyrir að opna hjarta
sitt til þess að aðstoða eða gleðja þá,
sem þeim finst sér þó skyldast að Létta
undir með að bera sinn daglega kross —
á leiðinni til Hausaskelja-staðar.
Þetta er nú aðeins útúrdúr, en á þó að
nokkru lei-ti skylt við það sem var efst i
huga miínum þegar eg byrjaði að skrifa
þessa grein. Það var þessi svonefndi
“Ellistyrkur” sem eg var að hugsa um,
en sem réttara mun að kalla “Eftirlaun”,
eins og margir kurteisir blaðamenn hafa
nefnt það.
Margir iðnhöldar og fjármálamenn
hafa sýnt lit á því að létta -undir með
starfsfólki sínu, sumir jafnvel gengið
Lengra en búast mátti við, en sjáanlega
hafa þar engar utanaðkomandi hömlur
bægt þeim frá að þjóna lund sinni og
hjartalagi. Þjóðin, sem mynduð er af
öllum enistaklingum landsins, hefir þar
engan laga-legan tillögurétt, og undir nú-
verandi þjóðskipulagi er það algerlega
utan þeirra verkahrings, að hafa þar
nokkur afskifti, eða jafnvel gagnrýning
á kjörum þeirra sem afla sér síns dag-
lega brauðs innan slíkra vébanda.
En það er önnur stétt manna — karla
og kvenna — sem þjóðin sjálf er bein-
línis ábyrgðarfull fyrir. Eg á hér við
það fólk sem offrað hefir lífsþægindum
sínum og kröftum til þess að okkur, sem
enn erum fær til þess að vinna fyrir voru
daglega brauði — þegar tækifæri gefst
— farnist vel og getum búið að viðun-
andi lífskjörum.
Þessi “sólarlags börn” sitja í sveltunni.
Fyrir þau er engin dýrtíðar uppbót. Það
skiftir minstu hvernig þeim farnast.
Kraftar þeirra eru gengnir til þurðar,
og frá þeim er einskis framar að vænta.
Framleiðsla þjóðarinnar og velmegun
byggist ekki lengu á þeim né þeirra
starfsemi, en samt verður að láta þetta
fólk draga fram lífið. Að láta meðbræð-
ur sína verða hungurmorða er ekki vel
liðið eða í hávegum haft, en skamturinn
þarf ekki að vera ríflegri en svo að sál
og líkami þurfi ekki að vera sundurskila,
— og til þess nægja $20.00 á mánuði.
Þess má geta hér (Mr. Bracken til
verðugs hróss), að Manitoba-stjórnin,
undir forystu hans, sá sér fært að bæta
$1.25, mánaðarlega, við ellistyrkinn, í
fullu trausti um hlutfallslega þátttöku
sambandsstjórnarinnar, en bænarskrár
allar þessu máli viðvíkjandi hafa fallið
í grýtta jörð í Ottawa, fyrir sinnuleysi
og viljaskort.
Okkur er innan handar að fá kjör
þessa hjálparvana fólks bætt, svo sómi
sé að. Mér finst stundum að við séum
að svíkjast undan skylduverkum vorum
með því að mótmæla ekki aliir, eins og
hinn mikli frelsisfrömuður Islendinga
komst að orði. Það er “hugarhik og
helst að sinna engu” sem kent hefir
okkur “hin þöglu svik, að þegja við öllu
röngu.”
Auðæfi þjóðarinnar eru vor auðæfi.
Stjórn landsins er þjónar vorir sem eiga
að vera tilbúnir að gera ráðstafanir til
þess að bæta kjör einstaklinganna, að
boði voru. Ef við leggjumst öll á sveif-
ina, m-un þessu máli verða kipt í lag án
óþarfrar tafar. Aldraða fólkið er búið
að bíða nógu lengi. P.
ISLANDICA YOL. XXIX.
Bibliographical Notes by
Halldór Hermannsson.
Prófessor Halldór Hermannsson hefir
mikið starfað Islendingum til gagns og
sóma. 1 ársritinu “Islandica” er -mestan
fróðleik að finna um íslenzka bókvísi að
fornu og nýju. Þótt ritið sé á ensku
myndu lestrarfélög og þjóðræknisfélög
tæplega getað unnið þarfara verk en að
útvega sér 'ritin og benda fróðleiksfús-
um, enskumælandi mönnum á þann
mikla fróðleik, sem þar er að frnna um
bókmentir og þjóðmenningu Islendinga.
Að þessu sinni hefir bókin margskonar
fróðleik að færa:
Hún hefst með all langri ritgerð um
íslenzka myndlist í bókum. Á það er
bent, fyrst og fremst, að altítt hafi það
verið að skreyta bækur með mynöum, á
Fróni i fyrri daga. Að áliti höfundar eru
samt þessar myndir útlendar að uppruna
þar sem koparstunga og tréskurðar
myndlist mun ekki hafa verið stunduð á
Islandi á Miðöldunum, enda þótt íslend-
ingar væru oddhagir í þá tið. Sumir
hafa samt haldið því frarn að myndirnar
í Guðbrandar-ibiblíunni prentaðri að Hól-
um árið 1584 hafi verið gerðar eftir tré-
skurðar myndum Guðbrandar bisku-ps.
Prófessor Halldór er þar á annari skoð-
un og virðist hafa góð rök fyrir sér.
Heldur hann að biskupinn hafi fengið
myndirnar að láni frá Danmörku.
Prófessorinn telur séra Sæmund Holm,
hinn einkennilega sveitarprest, fyrstan
allra íslenzkra myndgerðar-manna. En
myndir eftir hann er að finna í ferða-
bókum Eggerts Ólafssonar og Ólafs
Olivíusar. Fyrsti verulegi dráttlistar
maðurinn er samt Sigurður Guðmunds-
son um miðbik síðustu aldar.
U-m og eftir aldamótin fer þessi list
fyrst að taka verulegum framförum
einkum eftir að dráttlistarstola Ólafs J.
Hvanndals kemst á fót árið 1919.
Skömmu eftir aldamótin kemur hinn
ungi og efnilegi listamaður, Guðmundur
Thorsteinsson, fram á sviðið. Hlaut
hann mikið hrós af útlendum listdóm-
endum, en andaðist ungur. Hann fékst
talsvert við að draga upp myndir til
prentunar í bókum og var efnið einkum
tekið úr þjóðsögunum. Nokkru síðar
kemur skopmyndalistin til sögunnar og
tekur brátt miklum framförum.
Því hefir löngum verið trúað að Is-
lendinga skorti glaðlyndi til að yrkja i
skopi. Víst er um það að “grínið” er
fremur gróft og óheflað hjá landanum
fram á síðustu ár enda þótt það beri vott
um gáleysi og enda guðleysi hér áður
fyrri.
Nú er svo komið að “landinn” leyfir
sér flest; þannig gerir Tryggvi Magnús-
son fjórar skopmyndir um þjóðmálin. Sú
fyrsta fjal'lar um kirkjumál og þar gefur
að líta prestinn í ful-lum skrúða, er sefur
sætann í hinu þrönga íslenzka baðstofu-
rúmi svo tærnar standa útundan rekkju-
voðum en stromphúfu hatturinn stendur
á gólfinu, eins og hvert anlfað þarfaþing.
Þá er önnur um fræðslumálin og er
þar uppdreginn þorskur með gleraugu
er liggur ofaná digrum doðranti um
andleg mál en jarðlíkan, reikningsspjald
og sta-frofskver eru þar umhverfis. Þriðja
myndin heitir bindindismál, þar sem
drykkjurútur líður píslarvætti fyrir
syndir sinar. Þarna er þessi vesalingur
hlekkjaður niður á hörðu grjóti en getur
ekki svalað sér á hinum dýru veigurn er
drjúpa á hann úr loftinu. Minnir þetta á
Loka sögnina í Ásatrúar ritningunni.
(En andlitin á ráðherrunum þremur er
birtast í annari brennivíns mynd við út-
deiling vinsins eru kennanlegar og úr
nútíðar sögunni.)
Próf. Halldór Hermannsson
Síðasta myndin er meinfynd-
in og ber nafnið “áhugamál og
fjandskapur þar sem þrætur
er-u útkljáðar með kjafts-högg-
um er rökin þrjóta hjá áhuga-
sömum flokksforingjum.
Það er mesta furða hvað höf-
undinum tekst að finna marga
islenzka listamenn á þessu
sviði. Þarna er þó ekki ein-
ungis um skopmyndir að ræða
heldur einnig teikningar af
ýmsu tagi — en *þó einna mest
úr þjóðsögunum. Finnur Jóns-
son fæst við sjómannalíf. Björn
Björnsson telur höf. mjög efni-
legan listamann en náði ekki
háum, aldri. Ennfremur eru
þau Jóhann Briem, Halldór
Pétursson, Atli Mar og frú Bar-
bara Árnason þarna talin. Hin
síðast talda mun vera þeirra
snjöllust en getur þó naumast
talist til Islendinga því hún er
Bretum borin, þótt hún yrði
fyrir því láni að giftast íslenzk-
um listamanni: Magnúsi Árna-
syni bróður Ástu málara og
eigi nú heimilisfang sitt á Is-
landi. Frú Bai*bara er spurs-
málslaust mjög fjölhæf og
smekkvís listakona en hún
sækir tíðum fyrir myndir sínar
til útlanda þótt hún hafi mál-
að margar fagrar íslenzkar
landslagsmyndir.
Af þessu má ráða að drátt-
listin er í miklum uppgangi
heima og þó einkum skop-
myndagerðin. Maður má ekki
halda að sú listmenska sé held-
ur þýðingarlaus fyrir menning
manna. Heimskan og hrokinn
eyðist fyrir áhrifum hennar
engu síður en fyrir margar og
magnaðar prédikanir. Þess er
iíka hin mesta þörf að við fá-
um að sjá okkur sjálfa eins og
aðrir sjá oss. Hins má og gjarn-
an geta að skopmynda höfund-
urinn leggur einatt á tæpasta
vaðið, og heldur finst mér nú
að þá hafi borið út af því hérna
í Ameríku. Myndir þeirra eru
fremur herfilegar en listrænar,
yfirleitt. íslendingum hefir
tekist betur og kunnað fremur
að stilla í hóf.
Næst ræðir höfundurinn um
nöfn og gælunöfn á íslenzkum
bókum. (Það er alkunnur sál-
fræðilegur sannleikur að fólk
gefur þeim hlutum, eða per-
sónum oftast gælunöfn sem því
er kærast. Foreldrar kalla
börn sin sjaldnast fullu nafni,
og heldur ekki beztu vini sína.
Þegar Islendingar fara að taka
ástfóstri við kvikmyndir og
sjálfhreyfivagna gefa þeir
þessum hlutum gælunöfn, sem
þrátt fyrir umvandanir mál-
hreinsunar-mannanna verða
þjóðleg með tímanum).
Höfundurinn sýnir hversu Is-
lendingar stytta heiti bóka. Á
þetta þó einkum við uppáhalds
bækur íslendinga. (Eg þekki
mann sem nefndi konuna sína
aldrei annað en Laugu þegar
hann elskaði sína eiginkonu,
en á Sigurlaugu hrópaði hann
þegar ilt var í karlinum.) —
Þannig verður Egilssaga
Skallagrámssonar að Eglu og
Njálssaga að Njálu.
Allfróðleg er tilgáta Halldórs
prófessors um nafn Eddu. —
Hyggur hann að hún hafi fyrst
verið kölluð Oddabók og kend
WINNIPEG, 9. JÚNI 1943
við hið forna mentasetur Odda
en þar sem orðið Odda lætur
fremur illa í eyrum varð úr því
Edda í staðin fyrir Odda. —
Samskyns nafnbreytingar ger-
ast um rímurnar eins og til
dæmis Grímlur í staðin fyrir
Gríms rímur og Gripplur i stað-
in fyrir Hrómundar rfímur
Greipssonar.
Það er eins og Islendingar
geri sér nokkurn leik að því að
uppnefna “guðsorða bækurn-
ar”. Gerhards hugvekjur voru
nefndar glerhörðu hugvekjurn-
ar. Hið latneska orðasafn eða
latínu kjarni Jóns biskups
Árnasonar var, meðal skóla-
sveina, nefndur, Kleyfsi — ef
til vill breytt úr Klaufsi. Is-
lendingar þóttust illa bættir
með sálmasöngsbók Ludviks
Harboes og kölluðu hana oft-
ast Prestavillu. (Hún var
prentuð að Hólum 1742). út
yfir tók þó með biblíu þá sem
út kom árið 1813, er sjaldan
nefndist annað en Grútarbiblía
af því að misprentast hafði
Harmagrútur Jeremiæ í stað-
inn fyrir Harmagrátur Jerem-
iasar. (Próf. Halldór kemur
svo lesaranum í fullan skiln-
ing á meinvillunni með því að
skýra orðið grútur á ensku
þannig: Grútur means a sedi-
ment of train-oil and is a very
ill-smelling stuff.) Það gekk
annars í nokkru basli að út-
leggja ritningarnar, fyrir ís-
lendingum. Þannig héldu þeir
að þýzka samtengingarorðið
jedock, væri persónu heiti og
prentuðu: “Jedók dóttir Farós
kom úr Davíðs stað í hús sitt.”
Islendingar kölluðu hana Je-
dóks-biblíu eða þá stundum
Konubiblíu, af því að misþýtt
var orðið yngismær fyrir kona,
sem sökum sambandsins var
fremur meinleg villa. Annars
gekk klerkunum fremur illa að
útþýða hin grisku eða lat-
nesku heiti bókanna. Spurn-
ingakverið var oftast nefnd
Cateehismus eða Katikismus
frá gríska orðinu katexetikos
(spurningar og svör, eiginlega
endurómur). En strákunum
þótti þetta heldur óíslenzkt og
kölluðu kverið ýmsum nöfnum,
svo sem Ponta, Ranga-ponta
og Tossakver.
Mjög létu kennimennirnir
bera á lærdómi sinum og gáfu
bókunum latnesk heiti. Þján-
ingarsálmar voru nafndir Psal-
terium pasionale (þar af dreg-
ið Passiusálmar). Lofgerðar-
sálmar Steins Jónssonar voru
nefndir Psalterium triumphale,
Huggunarsálmar Þorgeirs
Markússonar Psalterium con-
solato, og Fæðingarsálmar
Gunnlau^s Snorrasonar Psal-
terium natale o. s. frv. Hús-
lestrar bækur voru nefndar
Postillur, dregið af þeim sið
prestanna að hafa yfir þessa
latnesku setningu á undan pré-
dikun. “Post illa verba Sacræ
Scripturæ. (Eftir þessi orð
heilagrar ritningar).
Yfirleitt sýna bókmentir ís-
lendinga, á þessum öldum,
mjög áhrif hinnar latnesku
kirkjumenningar kaþólskunn-
ar. Þannig skrifar Jón biskup
Vídalín eftirmæli um föður
sinn á latínu: In obitum Ven-
erabilis et religiosissimi
Thorchilli Widalin. (I minn-
ingu hins velæruverða og afar-
trúaðs Þorkels Vidalin). Aftur
á móti skrifar Páll Vídalín,
frændi biskupsins eftirmæli á
þeirrar tíðar íslenzku þannig:
“Virdulegu og Lofsverdu Nafne
og Mannorde þess Edla og
Ættgöfuga Vunga Manns Thor-
leifs Gíslasonar (Sællrar minn-
ingar) Hvor ed til Eilifjs Fagn-
adar og Vegsemdar Drottends
Vtvaldra frá þessu Stundlega
Lifje Burtkalladur A Anno
M.DC.LXXVII. Enn sijns All-
durs XIX Hvijler Líjkama sinn
umm Efterbid Drottens Til-
komu j þeim Nafnfræga Stad
Oxfort A Englande.” Svona