Heimskringla - 09.06.1943, Qupperneq 8
8. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 9. JÚNl 1943
FJÆR OG NÆR
MESSUR í ISLENZKU
SAMBANDSKIRKJUNUM
Fermingarathöfn
1 stað kvöldguðsþjórxustunn-
ar í Sambandskirkjunni í Win-
nipeg verður messað kl. 3 e. h.
n. k. sunnudag, 13. þ. m. og þá
fer fram fermingarathöfn.
Morgunguðsþjónustan verð-
ur á sama tirna og með sama
móti og vanalega. Umræðu-
efni prestsins verður “Religion
and the Democratic Ideal.’
★ ★ ★
Messa í Hólar Hall
Sunnudaginn þann 13. júní n.
k., er áformað að messa að
Hólar Hall kl. 2 e. h. Allir vel-
komnir. H. E. Johnson
★ ★ ★
Messa i Arnes
Messað verður í Sambands-
kirkjunni í Árnesi sunnudaginn
13. júní n. k. kl. 2 e. h.
★ ★ ★
útvarpsmessa
Morgunguðsþjónustunni frá
Sambandskirkjunni í Winnipeg
verður útvarpað sunnudaginn
20. þ. m. kl. 11 f. h. Séra Philip
M. Pétursson prédikar.
Þessi guðsþjónusta verður
undir umsjón Hins Sameinaða
Kirkjufélags.
★ ★ ★
Sunnudagaskóla Picnic
Skemtiferð sunnudagaskóla
Sambandssafnaðar verður
haldin laugardaginn 19. þ. m. í
City Park. Allir sem koma í
þessa skemtiferð, eiga að koma
saman hjá “picnic tables” kl.
2.30 e. h. Sérsitakt svæði
verður útmarkað handa börn-
unum til að leika sér og taka
þátt í kapphlaupum og öðrum
leikjum. Allir sem sækja eru
beðnir að koma með “basket
lunch” með sér.
★ ★ ★
Frú Marja Björnson frá Ár-
borg, Man., liggur hér á al-
menna spítalanum og er búist
við að hún verði að ganga und-
ir uppskurð, innan lítils tima.
Því miður eru engar nánar
fréttir fyrir hendi nú, þegar
blaðið fer i pressuna, en frek-
ari og ábyggilegri fréttir birt-
ast í næsta blaði.
★ ★ ★
Ótför
30. maí andaðist á Miseri-
cordia spítala, 16 daga gam-
all sonur þeirra hjóna Mr. og
Mrs. Ronald Havelock. Mrs.
Havelock, Aileen, er systur-
dóttir Paul Reykdal. Útförin
fór fram frá útfararstofu Bar-
dals 31. mal Jarðað var í
ROSE THEATRE
---Sargent at Arlington-
June 10-11-12—Thur. Fri. Sat.
Walter Pidgeon—John Wayne
Claire Trevor
"DARK COMMAND"
Lloyd Nolan—Carole Landis
"It Happened In Flatbush"
June 14-15-lG—Mon. Tue. Wed.
George Montgomery
Ann Rutherford
"ORCHESTRA WIVES"
Shirley Temple—W. Gargan
"MISS ANNIE ROONEY"
Elmwood grafreitnum. Séra
Philip M. Pétursson jarðsöng.
★ ★ ★
Á almennum safnaðarfundi
sem haldinn var s. 1. sunnu-
dagskvöld, eftir messu, voru
þessir fulltrúar kosnir til að
mæta á kirkjuþinginu að
Gimli, dagana 25., 26. og 27.
júní næstkomandi.
Mr. B. E. Johnson
Mr. Jón Ásgeirsson
Mr. Björgvin Stefánsson
Mr. Stefán Einarsson
Miss Elin Hall
Til vara voru þessir kosnir:
Miss Guðbjörg Sigurðsson
Mrs. B. E. Johnson
Mrs. Jón Ásgeirsson
Miss Gerða Kristjánsson
Miss Sigriður Jakobsson
★ ★ ★
Óscar Ferdinand Björnson,
búsettur nú i Winnipeg, sem
um nokkur ár hefir unnið fyrir
Ford félagið, leggur af stað
hvern daginn sem er til Bom-
bay á Indlandi. Hefir Ford-
félagið falið honum það starf
á hendur, að líta eftir vörum,
sem verkstæði hans á Indlandi
framleiða fyrir herinn. Þetta
er mikil ábyrgðarstaða og sýnir
ótvírætt það traust, sem þessi
íslendingur hefir áunnið sér.
Mr. Björnson er giftur, en býst
ekki við að dvöl sín í Indlandi
verði lengri en meðan stríðið
stendur yfir, svo fjölskylda
| han-s fer ekki. Foreldrar Mr.
ÞINGBOÐ
21. órsþing Hins Sameinaöa Kirkjufélags íslendinga
í Vesturheimi, verður sett föstudaginn 25. júní 1943
í kirkju Sambandssafnaðar í Gimli, Man., kl. 8.00
e.h. og stendur yfir til sunnudagskv. 27. júní.
Söfnuðir sem eru í kirkjuféiaginu, eru kvaddir til
að senda fulltrúa á þingið, einn fyrir hverja 50 safn-
aðarfélaga eða brot af þeirri tölu.
• •
Á þinginu mæta einnig fulltrúar sunnudagaskóla
og ungmenna-félaga.
Samband í-slenzkra frjálstrúar kvenfélaga heldur
þing sitt um þingtímann.
Dagskrá þingsins verður auglýst í næstu blöðum.
Dagsett 1. júní, 1943.
SVEINN THORVALDSON
PHILIP M. PÉTURSSON
<llllUIIIIIIIHIIIC]IIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIII[]IIMIIIIIIIIC]IIIIIUIIIIIE]limillllllC]IIIIIIIIIIIIE]IIIIIIIIIIIOIIIIIII!IIIUIIIIIII!||IOIIIIIIIIIIinil||M||||||(.;.
Látið kassa i
Kœliskápinn
WvmoLa
m GOOD ANYTIME
Björnson eru Mr. og Mrs. Mag-
nús Björnson, er um skeið
bjuggu í Glenboro. En faðir
hans er dáinn fyrir mörgum
árum, en móðir hans og syst-
kini eru í Winnipeg. Guðný
móðir hans var dóttir Guð-
mundar Jónssonar, er var einn
frumbyggjanna á Sandy Bar í
Nýja Islandi, en hann var frá
Kleyfarstekk í Breiðdal á ís-
landi.
★ ★ ★
Gifting
Laugardagskvöldið, s. 1. 5. þ.
m. fór fram giftingarathöfn í
Sambandskirkjunni í Winnipeg
er Sigurður Ingersoll Sigurð-
son og Elva Ruth Lawrence
voru gefin saman í hjónaband.
Brúðurin er af hérlendum ætt-
um, en brúðguminn er sonur
þeirra Thórðar Sigurð|ssonar
og Guðbjargar Sigurjónsdótt'
ur, konu hans. Þau voru að
stoðuð af Mr, og Mrs. S. B. Sig'
urdson. Séra Philip M. Péturs-
son framkvæmdi athöfnina. —
Gunnar Erlendsson aðstoðaði á
orgelið.
★ ★ ★
Fólk er vinsamlega beðið að
muna eftir útsölu (bazaar), er
Kvenfélag Sambandssafnaðar
efnir til laugardaginn þ. 12.
þessa mánaðar í samkomusal
kirkjunnar kl. 2 e. h. og að
kveldinu. Þar verður seldur
alskonar heimatilbúinn fatnað-
ur af ýmsum stærðum. Einnig
verður seldur heimatilbúinn
matur og kaffi.
íslendingadagurinn
... WYNYARD, SASK...................
verður haldinn
FIMTUDAGINN 17. JÚNI n. k.
Hátíðin hefst kl. 1.30 e. h.
Ræða.............JVIrs. E. P. Johnson, Winnipeg
Ræða.............—JSéra H. E. Johnson, Blaine
Söngflokkur
Samsöngur (Cammunity Singing) •
Allskonar leikfimi (Sports)
“Old Timers’ Baseball”
Dans og Söngur að kvöldinu—Veitingar til reiðu
Inngangur: Skemtiskrá 35<; Dansinn 50ý
John Jóhannson.
ritari nefndarinn
Áríðandi fundur!
íslendingadagsnefndin í Norður Nýja Islandi.
heidur áríðandi fund að Hnausa á föstudagskvöldið
kemur. Verður þar rætt um samvinnu nyrðri bygðanna
við íslendingadagsnefnd Winnipeg- og Gimli-búa. —
Fundur hefst kl. 7 e. h. Á fundinum mæta fulltrúar
frá Islendingadagsnefndinni i Winnipeg.
Dónarfregn
Sunnudagsmorguninn, 6. þ.
m. andaðist á Gen-eral Hospital,
Kristján Stefánsson, sem fyrir
nokkrum dögum fór undir upp
skurð þar. Útförin fer fram
fimtudaginn 10. þ. m. frá Sam-
bandskirkjunni í Winnipeg kl
2 e. h. Hans verður nánar
minst síðar.
★ ★ ★
Meðtekið í útvarpssjóð Hins
Sameinaða Kirkjufélags
Ingim. Ólafsson,
Reykjavík, Man........$1.00
Þorsteinn Bergmann,
Riverton, Man. ...... 1.00
“Gestur”, Silver Bay, Man. 1.00
Mr. og Mrs. B. J. Goodman,
Winnipeg, Man......... 2.00
Mrs. G. J. Friðriksson,
Selkirk, Man. ......— 2.00
“Ónefnd kona”,
Selkirk, Man. .—...... 1.00
Árni Sigurðsson,
Seven Sisters, Man.....2.00
Tryggvi Pálsson,
Mountain, N. Dak...... 1.00
Hannes Björnsson,
Mountain, N. Dak...... 1.00
H. J. Hallgrímsson,
Mountain, N. Dak.........50
Chr. Indriðason,
Mountain, N. Dak....... 1.00
Steve Indriðason,
Mountain, N. Dak....... 1.00
Mr. og Mrs. Thorl. Thor-
finnson, Mountain, N. D. 2.00
Með alúðar þakklæti,
P. S. Pálsson
★ ★ ★
Messur 13. júní
Foam Lake, kl. 2.30 e.h., ísl.
messa. Leslie, kl. 7.30 e. h.,
ensk messa. B. T. Sigurðsson
Matreiðslubók
Kvenfélags Fyrsta lúterska
safnaðar í Winnipeg. Pantanir
sendist til: Mrs. E. W. Perry,
723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S.
Feldsted, 525 Dominion Street.
/erð $1.00. Burðargjald 5í.
★ ★ ★
Heimilisiðnaðarfélagið held-
ur næsta fund á miðvikudags-
kvöldið 9. júní, að heimili Mrs.
A. Blondal, 108 Chataway Blvd.
Fundurinn byrjar kl. 8.
Eysteinn Árnason skólastjóri
í Riverton, Man. andaðist s. 1.
fimtudag og var jarðsunginn á
laugardaginn var, að Riverton.
Hann var kvæntur Helgu Jóns-
dóttur, frá Sleðbrjót, mestu
myndar og sóma konu, eins og
hún á kyn til. Eftirlifandi
systkini hins látna ágætis-
manns eru: Sigurður, sem nú
býr í Chicago, 111., og Hildur,
skólakennari í Árborg, Man.
Engar beinar fréttir hafa
blaði voru borist í sambandi
við þessa sorgarfregn. Vonandi
er að þessa unga og góða Is-
lendings verði minst á viðeig-
andi hátt í náinni framtið.
Heimskringla vottar ætt-
mennum og aðstandendum, al-
úðar hluttekningu.
★ ★ ★
"Kerlingasögur"
Nokkrir menn og konur hafa
fundið að því við ritstjóra Hkr.
að hann hafi komist óheppilega
að orði í grein sinni “Upprisa”,
þar sem hann segir að í ræðum
presta páskadaginn, hafi verið
endurtekin “saga kerlinga í
Gyðingalandi fyrir nítján
hundruð árum, um hvað.upp-
risa væri. ...” Haldið er fram
að betur hefði farið á þvi ef
hann hefði nQtað eitthvað ann-
að orð en ‘kerling’. En hann
"hefir fyrirdæmi ritningarinnar
sjálfrar fyrir sér, og kemst
að engu leyti ófínna að orði en
hún, því hún talar ekki aðeins
um “kerlinga-sögur” en um
“kerlinga hégiljur”. Eða eins
og þar er skráð, “En forðast þú
vanheilög æfintýri og kerlinga
hégilur.....” Lesi hver mað-
ur þessi orð eins og honum
finst réttast, í fyrra bréfi Páls
til Tímóteusar, 4. kap. 7. v., en
gleymi ekki að ekki var ritstj
Heimskringlu fyrstur að tala
um “kerlingasögur.” HA,
★ ★ ★
Heimskringla hefir verið
beðin að útvega heimilisfang
Mrs. Sigríðar Mattíasdóttur,
sem kom til Canada, frá innri
Neshrepp í Snæfellsnessýslu,
Islandi, um aldamótin síðustu,
og mun þá hafa tekið sér ból-
festu með manni sínum, Gunnl.
Ólafssyni, í Árdalsbygðinni í
Nýja-lslandi. — Upplýsingar
sendist á skrifstofu Heims-
kringlu.
ÞJóÐRÆKNISFÉLAG
ÍSLENDINGA
Forseti: Dr. Richard Beck
Univei-sity Station,
Grand Forks, North Dakota
Allir Islendingar í Ame-
riku ættu að heyra til
Þ j óðr œknisf élaginu
Ársgjald (þar með fylgir
Tímarit félagsins ókeypis)
$1.00, sendist fjármálarit-
ara Guðmann Levy, 251
Furby St., Winnipeg, Man.
Þú ert hamingjulaus, ef þú
hættir ei neinu,
þá mun hugleysið verða þín
gröf,
og þá tapast þér framtíð og
tilveruréttur,
þá tapast þér lönd þín og höf.
Þú ert hamingjubarn, ef þú
brosir að hótun
þíns böðuls-um útlegð frá sól,
en kvikar ei hársbreidd frá
köllun þíns hjarta
í kúgarans pyndingastól.
Ula sæmir að skiljast svo við
þessa umsögn, að eigi sé að því
vikíð hvern skerf ungmenna-
félögin hafa lagt til þess að
brúa djúpið milli Islendinga
vestan hafs og austan. Er
þess þá skemst að minnast, að
þau áttu frumkvæðið að heim-
boði þeirra iStephans G. Steph-
anssonar og frú Jakobinu John-
son til Islands. Nýlega sendu
félögin einnig Þjóðrækinsfélag-
inu að gjöf ágæta mynd af
Jóni Sigurðssyni forseta, er nú
prýðir fjölda islenzkra heimila
hérlendis. Er þeirrar fallegu
og góðu gjafar getið hér þakk-
látlega. Jafnframt má á það
benda, að ungmennafélögin og
MESSUR og FUNDIR
i kirkju Sambandssafnaðar
Prestur, sr. Philip M. Pétursson
640 Agnes St. Sími 24 163
Messur: á hverjum sunnudegi
Kl. 11 f. h. á ensku
Kl. 7 e. h. á íslenzku.
Safnaðarnefndin: Fundir 1.
föstudag hvers mánaðar.
Hjálparnefndin: Fundir fyrsta
mánudagskveld i hverjum
mánuði.
Kvenfélagið: Fundir annan
þriðjudag hvers mánaðar,
kl. 8 að kveldinu.
Ungmennafélagið: Yngri deild
— hvert sunnudagskveld
kl. 8.30.
Eldri deild — annað hvert
mánudagskveld kl. 8.15.
Skátaflokkurinn: Hvert fimtu-
dagskveld.
Söngœfingar: Islenzki söng-
flokkurinn á hverju fimtu-
dagskveldi.
Enski söngflokkurinn á
hverju föstudagskveldl.
Sunnudagaskólinn: Á hverjum
sunnudegi, kl. 11 f. h.
'JÖRNSONS
m iia m .
ÍOOKSTOREI
7n>mvj
702 Sargent Ave., Winnipeg, Man.
Þjóðræknisfélagið eiga rætur
sinar í sama jarðvegi og vinna
að því sameiginlega markmiði
að varðveita og gera ávaxta-
ríkt hið lífrænasta og fegursta
í íslenzkum menningarerfðum,
þó að aðstaðan sé vitanlega ó-
lík og starfsaðferðirnar þess-
vegna um margt frá-brugðnar.
$500.00 Borgun
er boðin af foreldrum 2ja
og hálfs árs gamla drengs-
ins, Jerry, er tapaðist 28.
apríl 1943, hverjum þeim.
er getur bent til eða vísað
á hvar hann megi finna
lifandi. Lýsing hans er
þannig: jarpt hár, dökk-
brún augu, nef hafið upp
að framan, dökkan hör-
undslit.
Allar upplýsingar í sam-
bandi um leit að litla
drengnum sendist til
MR. E. MOSCOE
58 Bannerman Ave.,
Winnipeg, Man.
TILKYNNING
til vestur-íslenzkra hluthafa í Eimskipafélagi Islands
Simskeyti barst Árna G. Eggertsyni 8. þ. m. frá Eim-
skipafélagi IsJands, Reykjavík, að ársfundur félagsins
hefði verið haldinn 5. júní s. 1.
Fundurinn endurkaus, í stjórnarnefnd Eimskipafélags-
ins, hr. Árna G. Eggertson, K.C., til tveggja ára.
Samiþykt var að félagið borgaði 4 prósent í arð fyrir
árið 1942. Útborgun á þeim arði til vestur-iíslenzkra
hluthafa annast hr. Árni G. Eggerts>on, K.C., 209 Bank
of Nova Scotia Bldg., Winnipeg.
A. G. Eggertson
“SKINFAXI” 1941-1942
Frh. frá 1. bls.
inum. í hjarta sínu hlýtur
hann að taka jákvæða eða nei-
kvæða afstöðu til frelsismál-
anna. Eru niðurlagserindi
kvæðisins því laukrétt að
hugsun og eggjan sú, sem í
þeim felst, djörf og sterk:
Nú brjótast í svefnrofum barn-
ungir tímar
við bylting og hergöngulag.
Það er hamingja þin, eða ham-
ingjuleysi,
þessi hending: að lifa í dag.
PERMANENTS
sem hœgt er að veita sér í hertízku sniði
Nu-Fashion Rjóma oliu
Fiður krullur snyrting
sérstakt verð' á fyrir grátt og
olíu snyrting Ipgy' Xéiftw litað hár
$212 / mf $312
uiium snyrungum iyigir narpvouur og nyuzKU naruppgero
Miss Willa Anderson, sem hefir 10 ára reynslu, býður
öllum íslenzkum kunningjum og viðskiftavinum
þjónustu sina.
lixxi NU-FASHION
325V2 PORTAGE—móti Eaton's