Heimskringla - 09.06.1943, Blaðsíða 6

Heimskringla - 09.06.1943, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 9. JÚNl 1943 “Nú, látum það eiga sig,” sagði gamli maðurinn, sem hafði horft á hana gaumgæfi- lega. “Eg skal ekki heldur bíða þangað til að tíminn leiðir í ljós sanngildi sögu yðar. Eg skal biðja yður fyrirgefningar núna strax, og sanna yður svo að eg trúi yður, og bjóða yður að aka með mér í vagninum mínum. Viljið þér koma með mér?” “Hvert?” spurði Ellen, sem vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. “Eg skal fara'með yður í heimsókn til Miss Stevenson, til þess að þér getið séð hvort þér þekkið hana.” “En hver er þessi Miss Stevenson?” “Hirðið aldrei um það nú sem stendur. Þér munuð þekkja hana ef þér hafið séð hana áður; ef ekki — ætlið þér að koma með mér?” “Eg skal koma með yður.” Málafærslumaðurinn gekk inn í næsta herbergi, talaði þar við þjón og eftir tíu mín- útur stansaði vagn fyrir framan dyrnar. Gamli lögmaðurinn ók ásamt Ellen að mjög fögru húsi í kyrlátri götu i bænum. Hún fylgdi honum upp á aðra hæð. Inni í fallegri stofu á þessari hæð sat ung stúlka i hægindastól. Hún hafði fæturn- ar uppi á skemli og las í bók. Það var sama fallega stúlkan, sem Miss Moxley hafði séð í vagninum, hjá Mrs. Forsythe er hún elti Mr. Dye. “Jæja,” sagði lögmaðurinn er þau komu út í vagninn. “Já eða nei. Þekkið þér þessa ungfrú?” “Hún er sama stúlkan, sem lá uppi i rúm- inu í húsi Mrs. Forsythe.” Gamli herramaðurinn leit undan til þess að leyna svipbrigðunum, sem þessi frétt olli honum. “Á eg að aka heim með yður, Miss Mox- ley? Ekki það? Þá skal eg láta yður af þar sem gatan yðar byrjar. Það er kanske öruggara. Verið þér ekki að þakka mér fyrir, Miss Moxley. Það er eg, sem ætti að gera það. En því er yður óhætt að trúa að innan fárra daga, þá fáið þér að heyra eitthvað ákveðið frá mér.” Viku síðar fékk Miss Moxley eftirfylgj- andi bréf: -/ Kæra Miss Moxley! Eg hefi meðtekið bréf yðar frá þeim 20. þ. m. og lesið með nákvæmni lýsingu yðar á viðburðum þeim, sem gerst hafa á heimili yðar, og þykir slæmt að verða að játa, að eg get ekki gert mér glöggá grein fyrir atriðum þessa máls. Eg er hræddur um að fyrir okkur liggi langt og erfitt starf. Hvað Stev- enson málið snertir, þá býst eg ekki við, að það verði örðugt viðfangs að hindra að það komi fyrir rétt, fyrst hjálpar yðar nýtur við, en þar með er það búið. En hvað skýringu snertír á því, sem kom fyrir á veginum við sjóinn, þá virðist mér þeim mun lengur, sem eg hugsa um það, að tilgáta sú, er eg sagði yður frá, sé rétt. Þetta atriði, að sá sem gat grætt á því, að stúlkan, sem ráðist var á biði bana af þvi, hefir ennþá eigi komið fram með kröfur sínar til eignanna, veldur mest- um örðugleikunum að úitskýra málið. Gæt- um við handtekið Mr. Dye, Mrs. Forsythe og Miss Stevenson sakir svo órökstuddra grun- semda? Nei, f jarri fer því. Auðvitað gætum við hrætt þau svo um munaði. En eg, sem þekki Forsythe málið miklu meira en þér, verð að játa það hreinskilnislega, að eg efa nokkurt þessara þriggja aðlla hafi nokkra sök í þessari árás, sem þér hafið svo mikinn áhuga fyrir, og það getur vel verið, að það mál sé þeim algerlega ókunnugt. Þessvegna rita eg yður þetta bréf til að aðvara yður, að vera mjög varkár og segja ekki eitf einasta orð um þetta við nokkurn mann, er leitt gæti í ljós að við höfum nokkurn grun á nokkrum í þessu máli. Eina rá,ðið, sem við getum tekið er það að bíða með þolinmæði og hafa augun hjá okkur. Mig langar til að endur- taka það, sem eg áður hefi sagt, að það er eip persóna, sem ber lykilinn að þessari gátu. Eg á við mágkonu yðar. Eg hefi ekki næga þekkingu á læknisfræðinni til að vita hvert eg vænti þess, sem aldrei getur skeð, en mér finst, að alt sem hindrar oss í að útskýra leyndarmálið sé þetta, að hún geti munað það, sem gerðist á heimili yðar meðan hún lá veik. Er ekki hægt að koma hénni til að muna það, sem gerðist kvöldið, sem morð- tilraunin var gerð við hana, svo að við gætum að minsta kosti fengið að vita hver var i herberginu. Það gæti ekki skaðað neitt að reyna það. Spyrjið hana með gætni. Eg skal skrifa yður aftur eftir svo sem tvo daga. Virðingarfylst, Frederick Bernstein “Æ!” stundi Miss Moxley. “Æ, hann krefst þess, sem er ómögulegt.” 18. Kap.—Myndin. “Ágætt, ágætt!” hrópaði Moxley með að- dáun. Dr. Lomar setti á sig gleraugun til að geta séð betur. Mynd stóð á málaragrind- inni úti við stóra horngluggann, og þau stóðu öll langt frá, til að geta athugað myndina sem bezt. Miss Moxley lagði handlegginn utan um mitti Annettu og lét ií ljósi þær til- finningar, sem myndin vákti hjá henni með því að þrýsta henni að sér við og við. Moxley var bókstaflega í sjöunda himni. Myndin hafði undarleg áhrif á Dr. Lomar. Mrs. Mox- ley virtist hrædd og hrifin yfir þeim móttök- um, sem síðasta myndin hennar hafði fengið. Þetta var mynd í fullri líkamsstærð. Hún ■var teiknuð með svartkrít. Myndin var af manni með þróttmikla drætti og ákveðinn svip. Myndin hafði skuggalegan og drauga- legan blæ, en lýsti svo djarflegri og slyngri hugsun og hagleik, að hún greip áhorfandann^ föstum tökum og hélt eftirtekt hans. “Eg veit ekki eins mikið um starfsað- ferðir listarinnar og eg ætti að vita,” sagði Lomar, “en mér finst samt, að þetta sé merki- lega góð mynd, Mrs. Moxley. Þrátt fyrir hinn einkennilega þokublæ, sem þér hafið ■vafið myndina í, þá virðist sem hún sé mjög raunveruleg.” “Það er einmitt það sem hún er,” sagði Moxley. “Það er líka sál hinnar sönnu listar. Endursköpun raunveruleikans. Eg staðhæfi, að þetta sé meistaraverk. Eg skal fara með hana á morgun yfir á myndastofuna mína og hengja hana upp þar, sem hún sést sem bezt.” Mrs. Moxley hrökk við. “Nei, nei, það mátt þú ekki gera!” “Því þá ekki? Það þætti mér gaman að vita?” “Af því — að eg óska helst að þú látir það ógert.” Dr. Lomar, sem hafði horft á myndina, sneri sér nú við og leit undrandi á ungu kon- una. Það mátti sjá ótta í svip hennar. “En litla, heimska gæsin þín. Við hvað ertu hrædd?” sagði Moxley hlægjandi. “Eg er ekkert hrædd. En það væri betra að bíða með að hengja þessa mynd upp á opinberum stað þangað til eg hefi dregið eitthvað, sem er betra en þetta.” “Rugl”, sagði Moxley. “Þetta er eitt þessara auðmýktar kosta. Þú hefir fengið aðra skoðun á þessu á morgun.” “Og þetta er ekki mynd af neinum á- kveðnum manni?” spurði Lomar alvarlegur á svipinn. Hann horfði ennþá framan i ungu konuna. “Þetta er bara mynd dregin eftir ímynd- un, ” sagði Moxley. “Þessvegna lýst mér svo vel á hana. Eg kalla það dásamlegt verk.” “Það er merkilegt,” sagði Lomar. “Hvar fenguð þér hugmyndina Mrs. Moxley?” Hræðslusvipurinn varð ennþá greinilegri er hún neyddi sig til að hlægja og svaraði: “Hvílik spurning. Hvernig fær maður frumlega hugmynd?” “Algerlega frumleg hugmynd er ekki til,” sagði hinn heimspekilega sinnaði læknir. “Og þessvegna ættuð þér að geta sagt hvenær þér fenguð fyrst þessa hugmynd í myndina og sáuð þetta andlit, sem þér hafið teiknað. Settust þér niður til að teikna þessa mynd eins og hún vakti fyrir hugskots- sjónum yðar, eða datt yður hún í hug er þér voruð að draga eitthvað annað?” “Ó, eg sá í huganum þessa mynd, mjög skýrt, áður en eg fór að teikna hana.” “Hvenær sáuð þér hana fyrst?” v * En hvað þetta er hjákátleg spurning.” Mrs. Moxley hló aftur hálf óstyrk. Dr. Lomar horfði svo stöðugt á hana að hún varð hálf vandræðaleg. Hún leit undan hálf feimnislega. Það var auðséð að henni var illa við að vera yfirheyrð á þennan hátt. Moxley og systir hans álitu að þetta kæmi af því hversu óframfærin hún var að eðlisfari. “Eftir hverju ertu nú að komast, Eustace, er þetta ný heimspekiskenning, sem þú ert með á ferðinni. Ætlarðu aldrei að hætta við að gera tilraunir með konuna mína?” En hver svo sem hugmynd hans var, og hversu mjög, sem hann langaði til að reyna hana, þá sagði Dr. Lomar engu þeirra neitt. Hann fór að tala um annað og minti þau svo á, að Miss Moxley lofaði að syngja fyrir þau. Þau fóru inn í herbergið þar sem pianóið stóð, og létu myndina standa þarna í hinu bjarta gasljósi. Síðar um kvöldið opnaðist hurðin hægt og Lomar kom inn. Hann langaði til að sjá þessa einkennilegu mynd einn og ótruflaður. Hann stóð spölkorn frá myndinni og horfði á hana. í þessu ljósi virtist þetta draugalega andlit synda í þokumekki. Hvað var það, sem gerði það svona merkilegt. Því þetta var merkilegt andlit. Drættirnir voru byrstir, hörkulegir og á- kveðnir. En það var ekki það. Andlitið var af manni með miklu viljaþreki. Svipurinn lýsti miskunarleysi og stefnufestu, en það var ekki það heldur. Andlitið lýsti miklum gáfum, en ekki minstu vitund af blíðu né lotningu. Það var mynd af manni, sem var gersamlega samvizkulaus, en það var ekki hið merkilegasta einkenni myndarinnar. — Augun voru starandi. Varirnar opnar, eins og maðurinn væri alt of móður til að anda gegnum nefið. Ó, þarna var það. Allur svipurinn, öll einkennin samanlögð gerðu andlit þetta svo merkilegt. Nýungin og hið eftirtektaverða við þetta andlit fólst í þvi, að það sýndi svip, sem mannsandlit fær á þýðingarmiklu augnabliki. Þegar það er fult af ákafa eða eftirvöentingu. “Já, það voru merkilegustu einkenni þessarar myndar. Hún'sýndi svipbrigði sem vara aðeins augnablik. Hlóðfærasláttur heyrðist frá næstu stoifu. Miss Moxley var að syngja. Dr .Lomar var viss um að enginn mundi ónáða hann. Honum datt nokkuð óvenjulegt og skritið i hug. Hugmynd sem hinn éin- kennilegi blær myndarinnar hefir kanske vakið. Hann sneri öll ljósin niður nema eitt, en lækkaði það svo mjög, að það lýsti eigi nema dáuflega í stofunni. Síðan gekk hann frá myndinni og horfði á hana. Eldur brann á arninum. Logarnir reik- uðu um hálfbrunnin kolin, hækkuðu og lækk- uðu á mis, svo að stofan var mestmegnis hálf dimm. En sjá andlitið. Var ekki eins og varirnar hreyfðust í raun og veru? Og aug- un! Hreyfðust þau ekki Mka. Þau sýndust sökkva inn í augnatætturnar og hverfa með öllu, en varirnar virtust brettast í háðsbros. í þessum svifum kom vindkviða utan af fljót- inu, svo að gluggarnir hristust. Þessi hávaði vakti Lomar af hugsunum hans. Læknirinn flýtti sér með hryllingi út úr herberginu. Er hann kom inn til fólksins, sá hann að tárin stóðu í augum Mrs. Moxley. “Tókuð þér eftir hversu mjög hún var gripin?” spurði Ellen með hásum rómi. “Af hverju?” “Af því að eg söng Ave Maria, eftir Schu- bert. Munuð þér ekki eftir að það var lagið, sem hafði svo mikil áhrif á hana þegar eg söng fyrir hana í fyrsta skiftið? Eg hefi aldrei sungið það síðan. Eg söng það fyrir hending í kvöld, og þá fór hún strax að gráta. Það virðist sem móðir hennar hafi sungið það fyrir hana forðum.” “t>á hefir Dr. Bentley haft rétt fyrir sér. Hann sagði líka, að þetta væri eitthvað, sem hún myndi eftir.” Nú var barið að dyrum. Moxley gekk út. Hann lokaði hurðinni á eftir sér, og skrúfaði upp gasið í ganginum áður en hann opnaði ytri hurðina. Hann fékk titring í hnén er hann sá hver kominn var. Þar stóð fyrir framan hann hinn þunglyndislegi Dye, ennþá fölari og draugalegri en áður. Hann var í sömu slitnu fötunum með sama útslitna hattinn. “Þér eruð hér á ný?” “Já, hingað er eg aftur kominn.” “Þrátt fyrir alt, sem eg hefi sagt yður.” ‘ Eg man mjög vel eftir því, sem þér sögðuð mér.” “Eg hefi engu gleymt. Það er alveg á yðar valdi hvort þér viljið sleppa mér inn eða ekki.” Mr. Dye leit ekki framan í Moxley er hann talaði við hann. Hann virtist ekki einu sinni hafa mátt til að lyfta upp höfðinu, og hann virtist ekkert langa til að sér væri boðið inn. Moxley komst nú að þeirri ákveðnu nið- urstöðu, að þetta væri ekki leiðtoginn í sam- særinu, heldur verkfæri í höndum sér mátt- ugra manns. “Sleppa yður inn,” sagði hann og talaði lágt vegna ótta við að þau, sem inni voru heyrðu til sín. “Já, það skal eg svo sem auð- vitað gera fyrst þér eruð kominn á annað borð. Komið inn, Mr. Dye, og segið mér hvað þér hafið á samvizkunni, og látum oss reyna ennþá einu sinni hvort við getum ekki komist að enihverri niðurstöðu.” Hinn þunglyndislegi mannræfill horfði eins og spyrjandi á Moxley og sagði: : “Alveg eins og þér viljið,” og gekk svo inn í stofuna. Moxley læsti hurðinni og sneri upp gasið. Þá fyrst tók hann eftir því að Mr. Dye hríðskalf. Það var fremur svalt úti, og fanst / Moxley það því ekki nema eðlilegt að þunni frakkinn hans væri eigi skjólgóður. “Yður er kalt maður minn,” sagði hann. “Komið og sitjist hérna við eldinn.” Hann færði stól að arninum. Mr. Dye hneigði sig mjög alvarlegur á svip. “Eg þakka yður fyrir, herra minn.” Hann seftist og sneri baki að myndinni og tók að verma hendurnar við ylinn frá log- I unum. Hann beið ekki eftir að Moxley spyrði hann neins, en tók að tala með sínu venjulega merkilæti. “Þér eruð sjálfsagt steinhissa, og mér er óhætt að fullyrða, meira en lítið gramur yfir óví, að sjá mig á ný í þessu húsi. Er eg gekk héðan út síðast, þá skipuðuð þér mér strang- lega, og ógnuðuð mér líka með þungri refs- ingu, ef eg ekki hlýddi því, að láta aldrei sjá mig innan þessara veggja, nema eg gæti leyst vissa þraut, sem þér lögðuð fyrir mig. En þótt eg eigi á hættu að mæta misþyrm- ingu, þá er eg samt hingað kominn, og vona í síðasta sinni. Áður fyr hefði eg kqpske verið hræddur við yður, en þótt ótrúlegt megi virðast, eins máttfarinn og útslitinn sem eg er, óttast eg alls ekki reiði yðar.” “Jæja,” sagði Moxley óþolinmóður, er hinn þagnaði loksins, “hafði þér komið hing- að til að ögra mér eða bjóða mér hólmgöngu? Ef svo er ekki þá reynið að segja fram er- indið.” “Þér verðið að afsaka mig, en eg get ekki verið stuttorður. Áður en eg kemst að erindinu, má eg til að minna yður á eitt, sem eg þarf nú kanske ekki að minna yður á, en það var þetta, sem eg sagði yður áður, að eg er hinn fyrirlitlegasti þorpari. Þegar þér hafið það í huga, þá mun yður ekki furða um of á erindi mínu hingað í kvöld. Þar sem eg er alveg ærulaus og algerlega án sjálfsvirð- ingar, og gersamlega sneiddur hverri þeirri einkunn, sem gerir manninn að sönnum manni, þá mun yður ekki furða á því, þegar eg segi yður það, sem eg kom til að segja yður. Og ef þér svo, þegar eg hefi sagt yður það, viijið fleygja mér út á götuna og brjóta bein í mínum auma skrokk, þá skal eg ekki veita neina mótspyrnu. Satt að segja gæti eg það ekki, þótt eg feginn vildi. Eg er of máttfarinn. Sjáið þetta til dæmis.” Hann rétti út aðra mögru og blóðlausu hendina. Hún skalf eins og laufblað í stormi. “Þetta eru afleiðingar brennivínsins. Á meðan eg hefi grænan túskilding til að kaupa mér fyrir óminnisveigar hirði eg ekki um neitt. Eg er einn þessara voluðu vesalinga, sem dragnast með brennivínskútinn út í eitt- hvert skúmaskotið, læsa að sér hurðinni, fela lykilinn, svo að þeir geti ekki fundið hann. Þegar eg hefi breytt mér í skepnu, kem eg aftur út í dagsbirtuna, horaðri, hrörlegri og nær þeirri hvíld, sem við öðlumst kanske öll á endanum. Er þetta nú ekki skemtileg til- vera. Eða hvað?” Hann leit með daufu bláu augunum á listamanninn, er stóð þar steinhissa og þeg- ar hann svaraði engy, hélt hann áfram: “Þér segið sjálfsagt við sjálfa yður: “Er þessi maður að reyna að vekja meðaumkvun mína?” Eða hver er tilgangur hans? Hvað kemur mér svo sem við um þessa ömurlegu æfisögu hans?” “Mjög Mtið. Sáralítið. En hún er samt dálítil afsökun fyrir hinum miskunarlausasta, andstyggilegasta glæp sem eg hefi framið á allri æfinni.” Mr. Dye' mælti þessi síðustu orð með æðissvip og ofsa. Tal hans bar svo mikinn brjálsemiskeim, að Moxley hörfaði frá hon- um um fáein spor. Mr. Dye tók ekki eftir því, en hélt á- fram: “Mr. Moxley, þar sem þér sjáið mig, sjáið þér mann, er trúir á órjúfan-leg og miskunar- laus forlög. Og þessvegna er eg hér, knúður af þessum forlögum, sem hafa ofsótt mig frá öndverðu og munu gera það alt til æfiloka minna, og hafa ætíð blandað bikar gleðinnar með skömm og óhamingju.” “Jæja, hvert er erindi yðar? Eg er nú undir það búinn að heyra hvað sem er, Mr. Dye. Eg óttast ekkert, sem þér kunnið að segja.” “Það er kanske oftraust hjá yður, að segja það. Þegar eg var hérna siíðast báðuð þér mig um sannanir fyrir hinni Ijótu sögu minni. Eg hefi komið með þær.” I þögn þeirri, sem fylgdi, gekk Moxley til hans og sagði rólega: “Eg er að bíða eftir þeim.” Mr. Dye leit ekki upp. Hann stakk titr- andi hendinni i barm sinn og dró út lítinn bréfapakka. Moxley tók hann og sá að þetta voru tvö skjöl. Á þeim stóð: “Eiðsvarin yfir- lýsing frá Maríu Stevenson og eiðsvarin yfir- lýsing frá Geor-ge Stevenson.” Moxley klemdi saman varirnar og leit ekki á skjölin. k

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.