Heimskringla - 09.06.1943, Side 5
WINNIPEG, 9. JÚNÍ 1943
HEIMSKRINGLA
5. SIÐA
ritar einn af lærðustu mönnum
aldarinnar móðurmálið árið
1677.
Þarna er að finna all langa
ritgerð um þýddar bækur. —
Enda á tólftu öld voru íslend-
ingar teknir að þýða bækur úr
öðrum tungumálum. Annars
verður ekki með fullri vissu
sagt um hvar sumar þessara
bóka voru þýddar þar sem
Norðmenn og Islendingar áttu
-sér sama bókmál. Svo virðist
samt sem Norðmenn hafi frem-
ur fengist við þýðingar á reif-
ara sögum (Riddara sögum)
þeirra alda. Þær áttu sér upp-
runa suður á Frakklandi í hin-
um svokölluðu Chansons de
Gesti. (Söngvum fólksins) og
voru aðallega um hetjur Karla-
magnúsar keisara og breyttust
litlu siðar í fullkomnar dýrðl-
inga sögur. Meðan frændur
vorír í Noregi fengust við slíkt
þýddu Islendingar gjarnan
fræðibækur um læknisfræði,
landafræði, sagnfræði, stærð-
fræði, stjörnuspeki og náttúru
visindi. Ber það fagran vott
um fróðleiksfýsn feðranna. —
Annað atriði bendir höfundur
okkar á sem mikla og varan-
lega þýðingu hafði til viðhalds
íslenzkunni. 1 Noregi notuðu
prestarnir oftast danskar bæk-
ur og sálma við tíðagerðir, en
íslendingar þýddu slíkar bæk-
ur á islenzku fyrir sjálfa sig og
alþýðuna.
Á tólftu öld voru, að minsta
kosti, tvær all merkar bækur
þýddar út á íslandi: Veraldar-
saga og Physiologus. Brandur
biskup á Hólum þýddi Alexan-
ders-sögu og Gyðingasögu. Á
þessari öld voru ennfremur
þýddar: Trójumannasaga,
Bretasögur og Rómverjasögur.
Eru þetta þýðingar af ritverk-
um hins Rómverska sagnfræð-
ings Sallusts og Lucans skálds.
Lýkur Rudolf Meisner, rit-
höfundur miklu lofsorði á þess-
ar þýðingar og segir þær stór-
um betri og nákvæmari en
þýðingar þær er í öðrum lönd-
um voru gerðar yfirleitt. Málið
er víða listrænt og líkist mjög
hinu klassiska ritmálJi. Má
nærri geta hvaða gróði það
varð íslenzkunni að klæða
þannig hina hnitmiðuðu og orð-
fögru fornaldar latínu í nor-
rænan búning. Þá má því við-
bregða hversu vísindalega rá’ð-
vandir hinir islenzku þýðendur
reyndust þar sem þeir fylgdu
ekki venju miðalda sagnfræð-
inga í því að fella úr sögu Róm-
verja alt lýðræðis tímabilið.
Eftir siðaskiftin var minna
um þýðingar, að minsta kosti
prentaðar þýðingar. Prent-
smiðjurnar voru í höndum
biskupanna og sumir þeirra
voru.mjög andvígir öllum ver-
aldlegum bókmentum og prent-
uðu aðeins “guðsorðið” að
mestu þýdd úr dönsku og
þýzku.
Veraldlegir fræðimenn
bættu þó að nokkru úr þessu
með því að auka við bókaforð-
an með skrifuðum þýðingum.
Magnús prúði þýddi Fuchs-
bergers Dialectica (Rökfræði)
og Rieders: Spiegel der waren
Rhetoric. (Spegil hinnar sönnu
ritfræði). Meðan myrkur mið-
aldanna hvíldi yfir allri Ev-
rópu lásu Islendingar ekki ein-
ungis “guðsorða bækur heldur
einnig allmikið af fróðleiks rit-
um.”
í bókskrá þeirri sem próf.
Halldór prentar síðast í ritinu,
yfir prentaðar bækur á seytj-
ándu öld, eru yfir 300 taldar.
Þetta er ekki alllítið að vöxt-
um sérstaklega þegar það er
hugfast að auk þessa eru all-
margar skrifaðar bækur í um-
ferð. Af þessum bókum eru
um 200 trúarlegs efnis. Ekki
býst eg við að þetta “guðsorð”
myndi falla nútiðar almenningi
vel í geð en það er harla fróð-
legt að lesa nöfn þeirra og þau
út af fyrir sig bera vott um
hugsunarhátt og málvenjur
þessarar aldar. Rúmið veitir
mér aðeins ráðrúm til að minn-
ast á örfáar með stafsetningu
aldarinnar: “Samtal Guds vid
Evu, Sönn undirviisun, Synda-
kedian, Eirn Liitell Sermon vm
Helvetji (Ein lítil prédikun um
Helvíti). Dessertatio historico
physica de ultimo incendio
Heclæ. (Hugleiðing um hinn
eilífa eld í Heklu fjalli). “Svona
útmálun helvítis hroll að Páli
setur” og hún á hinu kraft-
mikla kirkjumáli.
Auk “guðsorðsins” eru furðu
margar bækur um alskyns efni.
Völuspá, sem þeir kalla Philo-
sophia Antiqvissima (Fornald-
ar heimspeki) var prentuð árið
1665. Talsvert er þar af bók-
um sögulegs efnis og einnig um
málfræði bæði latneska og
norræna. Það er annars furða
hvað hér kennir margra grasa.
Þarna eru bækur um tímatal
og fingrarim 1 og bók um
stjörnufræði eftir Gísla Þqr-
láksson biskup: De stella fixis
et errantibus (Um fastar og
lausar stjörnur).
Það er sem þytur umliðnra
alda fari um mann við lestur-
inn. Fæstar af þessum bókum
eru manni áður kunnar, en við
og við rekst maður samt á
gamla kunningja. Þessar bók-
mentir minna nú kanske ekki á
morgunblæinn eins og til dæm-
is hin sáttfúsu Ijóð Davíðs eða
vöggu söngvarnir hennar
Jakobínu. Þarna eru reiði-
lestrar og harmakvein hreldra
sálna er óttast bæði hel og lif.
Þarna er skammakviða Arn-
gríms lærða “Anatome Blef-
keniana”, líklegast magnað-
asta skammaræðan sem nokk-
ur .íslendingur hefir nokkru
sinni samið — og er þó langt
til jafnað. En reiði prestsins
er upptendraður gegn útlend-
HIÐ NÝJA ÁTTUNDU HERDEILDAR VOPN
ER REIÐ ROMMEL AÐ FULLU
Það er kallað “Priest” og er 105 mm. byssa, er vakti
undrun hjá herliði Rommels, og hjálpaði til að reka það
mílu eftir mílu um eyðimerkur Norður-Afríku. 1 ræðu er
Churchill hélt 11. nóv. 1942 sagði hann meðal annars um
þetta vopn: “Það er það bezta og áreiðanlegasta til að
mæta 88 mm. byssum Þjóðverja, er þeir hafa notað svo
mjög.” 1 höndum hinna æfðu ensku herdeilda hefir það
aldrei brugðist. Myndin sýnir eina af þessum byssum.
M ANITOBA
Friðsæl ert þú, mikla Marklands drotning
Mildirík og börnum þínum góð.
Alt sem vekur heilan hug og lotning
Hjá þér finnur ung og táprik þjóð.
Risa skógar, klæða þinna kögur
Kveikja í hjarta djúpan unaðs söng
Þegar sléttan brosir björt og fögur
Breið sem hafið, þúsund rasta löng.
Þér var fengið flest af jarðargæðum;
Fegurð þín er auga hverju ljós.
Frelsis vonin vex á opnum svæðum;
Víðsýnin er engin dalarós.
Þar sem fjöllin útsýn alla banna
Oft er þröngt um trú og skoðun lýðs.
Landið mótar geð og gerðir manna
Göfgar, eða þvingar hug til stríðs.
Dýrmæt eign er fögur ferða saga;
Feigðarboði, sögudýrkun tóm.
Engin þjóð á fótum fyrri daga ‘
Flúið getur tíðar sinnar dóm.
Hér mun rísá þjóð með þor og vilja;
Þrá hins liðna, trú hins nýja dags.
Byggja á samúð,- læra að lesa og skilja
Lögmáls orð hins sanna bræðralags.
Kristján Pálsson
ingi er svívirðu skrifaði um
fósturlandið. Islendingar beita
pennanum en ekki sverðinu í
hverri sennu.
Maður ber höfuðið ofurlítið
hærra og finnur meira til sin,
sem íslendingur við lesturinn;
langar enda til að reynast epl-
ið er fellur fast að eikinni er
framleiddi sálargróður mitt í
miðalda myrkrinu. H. E. J.
ANDLÁTSFREGN
Guðmundur Christie, mynda-
sýningahússtjóri, andaðist
snögglega og fyrirvaralaust s.
1. miðvikudag 2. þ. m. að heim-
ili sínu, Ste. 2 — 585 Ellice
Ave. Andlát hans kom öllum
vinum hans á óvart, því hann
sýndist hafa verið með beztu
heilsu, og þó að hann væri orð-
inn nokkuð fullorðinn, á 71.
árinu, sáust fá raunveruleg
ellimerki á honum.
Hann var fæddur 4. ágúst
árið 1872 á Snæringsstöðum í
Svínadal í Húnavatnssýslu. —
Faðir hans var Kristján Krist-
jánsson, Kristjánssonar frá
Stóradal, en móðir hans var
Steinunn Guðmundsdóttir kona
Kristjáns. Hún var systir
þeirra Nordals-bræðra, Sig-
valda sem enn býr í Selkirk,
Ólafs, Sigurðar sem átti heima
í Árborg, og Jóhannesar sem
enn er á lífi og á heima í
Reykjavík á íslandi og er faðir
Sigurðar Nordals þar, og var
fyrstur manna að byggja íshús
í Reykjavík. Hann hafði búið
hér í þessu landi nokkur ár, en
hvarf aftur heim til Islands og
hefir búið þar síðan.
Systkini Guðmundar eru
fjögur, þrjú á íslandi og einn
bróðir, Jóhannes. sem á heima
hér i Winnipeg. Systkinin á
Islandi eru þessi: Jónas læknir
Kristjánsson, Guðbjörg, ekkja
eftir Ögmund Sigurðsson skóla-
stjóra í Flensborgarskólanum,
og Benedikt, bóndi í Norður-
Þingeyjarsýslu. Bróðursonur
Guðmundar, Kristán læknir,
sonur Jónasar, er nú staddur
hér í Winnipeg og stundar
læknisfræði.
Guðmundur heitinn kom til
þessa lands árið 1889 og sett-
ist fyrst að í Selkirk hjá móð-
EFTIR LÁTNA KONU Á (SLANDI
Undir nafni dóttur hennar.
Þú vaktir hjá vöggunni minni,
er veikburða, nýfædd eg lá,
og hagræddir hverju, sem kynni
að haggast. — Eg skildi ekki þá
að hlýjan frá höndinni þinni
var hugvörður sál þinni frá.
\
Að vaxa frá vöggunni sinni
með vonir um sjálfstæðan mátt
er lögmálið úti og inni,
hvort óskað er hátt eða látt. —
En þó var í handleiðslu þinni
sá þróttur, sem beztan hef átt.
Þó hyrfi eg burtu að heiman,
mér hugstæður bærinn minn er:
Á erlendri göngu eg geymi' ’hann. —
Já, geymi hann hvar sem eg fer;
Það sætt er í svefni að dreyma* ’hann
og sjá hann með pabba og þér.
Þó tíminn sé tilþrifa hraður,
og tilveran sjáandi blind,
sér hugur minn grátinn og glaður
- hvern gnæfandi ættjarðar tind;
þar finst mér hver stund og hver staður
sem stöðug og lifandi mynd.
Við geisla frá gröfinni þinni
eg græt. — En það sér ekki neinn. —
Hún lærist þeim úti og inni
sú einkunn, að halda sér beinn,
sem fjarlægur fósturjörð sinni
með fjöldanum jafnvel er einn.
Er kvaddi eg síðasta sinni
eg sá inn i huga þinn. —
Þar orðlausar hugsanir inni,
sem örvuðu lífsþrótt minn,
eg geymi í muna og minni,
og mátt þeirra enn þá finn.
Sig. Júl. Jóhannesson
----------------------------------------]
John S. Brooks Limited
DUNVILLE, Ontario, Canada
MANUFACTURERS OF GILL NETTING
Okkar net eru búin til úr beztu tegund af hör tvinna
og “Sea Island Cotton” i;
Þér megið treysta bœði vörugœðum og verði
Allar pantanir fljótt og ábyggilega afgreiddar, ||
Captain M. R. Janes, Leland Hotel, Winnipeg
Umboðsmaður tyrir Manitoba, Saskatchewan og Alberta
urbræðrum sínum, en fór svo
að vinna fyrir sér á ýmsum
stöðum hvar sem atvinna veitt-
ist.
Árið 1898 kvæntist hann eft-
irlifandi konu sinni Jónínu
Jósafatsdóttur sem er ættuð
frá Kirkjuskarði í Laxárdal í
Húnavatnssýslu. Þau ólu upp
einn fósturson, William
Christie, sem er nú í hernum,
og er undirforingi (sergeant)
og hefir verið með herdeild
sinni í Camp Borden. Hann
hafði komið heim á tveggja
vikna frí fyrir stuttu, og var
þvi staddur hér er faðir hans
dó. Hann er giftur og á tvær
litlar dætur sem voru báðar
mesta yndi afa síns.
Árið 1904 flutti Guðmundur!
og kona hans til Gimli, og þar
reisti hann gistihús sem hann
nefndi Lakeview Hotel, og sem
nú er gamalmannaheimilið
Betel. Eftir að hann hætti að
reka gistihúsið, bjó hann um
skeið á landi í grend við Gimli.
Á meðan að hann dvaldi í
Gimli og í bygðinni þar lagði
hann mikið til allra félagsmála,
og meðal annars, átti hann
mikinn þátt í því að reisa
Unitara kirkjuna þar, sem nú
er Sambandskirkjan, og til-
heyrði hann þeim söfnuði frá
byrjun. Af þessu einu, þó að
ekki meira væri, má skilja, að
hann var víðsýnn og frjáls í
anda, framtakssamur og skiln-
ingsgóður í öllum málum. —
Hann las mikið og var fróður
um marga hluti, og helzt mann-
félags- og þjóðfélagsmál, sem
hann taldi vera mestu alvöru-
mál heimsins.
| Hann og kona hans fóru
heim til Islands árið 1930 á há-
tiðina miklu, og er hingað var
komið aftur, tók hann að sér
að reka myndasýningarhús,
Mac’s Theatre á Ellice Ave.,
og var við það það sem eftir
var af æfinni.
Síðustu ár æfinnar var
heyrnin orðin biluð og hann
j naut þess því Mtið að ræða við
J aðra um þau mál, sem hann
1 hafði mestan áhuga fyrir. Þess
1 vegna sneri hann sér meir og
' meir að bókum. Einnig hafði
hann kent hjartaveiklunar, þó
að fáir vissu neitt af því. Og
enginn hugði að hann færi
svona fljótt. En s. 1. miðviku-
dagskvöld kom hann heim til
sín til að hvíla sig örfáar min-
útur, og sofnaði út af hægt og
rólega.
Þannig hvarf hann þessu lífi.
Hann var góður drengur og
vel liðinn af öllum, og nú minn-
ast allir hans með þakklæti
fyrir góða frammistöðu í öllu.
Það var ósk hans að vera
jarðaður í Gimli grafreitnum
þar sem margjir vinir hans
hvíila, það var gert. Útfarar-
athöfn fór fram í Winnipeg kl.
10.30 s. 1. laugardag, 5. þ. m. i
útfararstofu Bardals, og kl. 3
e. h. í Sambandskirkjunni i
Gimli. Séra Philip M. Péturs-
son flutti kveðjuorð á báðum
stöðum, og jarðsett var í graf-
reitnum á Gimli. P. M. P.
Messur í Nýja íslandi
Sunnud. 13. júná: Árborg,
ferming og altarisganga kl. 2 e.
h. Geysir, messa og safnaðar-
fundur kl. 8.30 e. h.
B. A. Bjarnason
★ ★ ★
Næsta sunnudag, 13. júní,
verður morgunmessu útvarpað
frá Fyrstu lút. kirkju kl. 11 f.h.
yfir CKY stöðina. 23 ung-
menni verða fermd. Mrs. Pearl
Johnson syngur einsöng. Yngri
söngflokkurinn hefir sálma-
sönginn með höndum.
LESIÐ HEIMSKRINGLU—
bezta íslenzka fréttablaðið
Símaáhöld og símaþjón-
ar hafa "gengið í herinn".
Sem simanotandi getur
þú hjálpað til að síma-
linur séu til taks er á-
ríðandi striðsráðstafanir
kalla fyrir samtöl, með
því að fylgja ofan prent-
uðum reglum. Munið, að
sími yðar er partur af
heilu kerfi, sem van-
hugsaðir tafir af þinni
hálfu geta orsakað uppi-
hald á áriðandi stríðs-
framkvœmdum.
rt 't -t-
mnniTDBH TEiiiPHanE sysTEm