Heimskringla - 09.06.1943, Side 2
2. SlÐA •
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 9.' JÚNÍ 1943
NOKKUR ORÐ UM
B. L. BALDVINSSON
Úr rœðu fluttri á Frónsmóti
af Guttormi J. Guttormssyni.
Mig furðar á þvi, að enginn
skuii hafa ritað rækilega um
Baldvin Baldvinsson, einn af
merkustu mönnum Vestur-ís-
lendinga fyrr og síðar — þann
manninn, sem einna mest kem-
ur við sögu okkar þjóðfiokks
í þessu landi. Ekki kemur það
af óvirðingu, þvi alstaðar naut
hann virðingar. Ekki kemur
það af ávinsældum, því al-
staðar naut hann vinsælda. —
Hitt mun sanni nær að menn
vogi vísunum sínum varlega að
nafni slíks mikilmennis. Eg er
þess fulitrúa að í framtíðinni,
þegar farið verður að rifja upp
manngildi og mikilhæfi og trú-
mensku við sjálfa sig og aðra,
pá verði Baldvins Baldvinsson-
ar getið.
Hann var einn af hinum
fyrstu íslenzku innflytjendum,
ungur og upprennandi og af-
burða glæsilegur. Hann var
manna fljótastur að semja sig
að hérlendum siðum, svo allur
útlendingsbragur hvarf af hon-
um á augabragði. Enska tungu
lærði hann afar fljótt og svo
vel að eg heyrði háskólastúd-
ent óska sér að hann kynni
ensku eins vel og Baldvin Bald-
vinsson. Fyrstu árin vann hann
hvað sem fyrir kom, meðal
annars lagði hann stund á skó-
smíði í Toronto-borg. Þar lék
hann iíka á clarinet í lúðra-
flokki og var fyrstur Vestur-
Islendinga að klæðast í ein-
kennisbúning og setja upp á sig
borðalagða húfu. Húfa lík
þeirri að sögn Stephans G. —
gekk svo í augun á Jóni Gísla-
syni, þá nýkomnum að heiman,
að hann hét að verða ekki lengi
í þessu landi svo að hann fengi
sér ekki svona húfu — spari.
Af því Baldvin hafði gerfi-
leik og áberandi glæsimensku
og traust allra sem kyntust
honum, sóttust embættin frem-
ur eftir honum en hann eftir
embættunum. Hann gerðist
innflutninga umboðsmaður
CanadanStjórnar og fór margar
ferðir þeirra erinda til Islands
að flytja alla íslendinga til
Canada. Hann elskaði þjóðina
en ekki landið. Hann hafði
enga trú á íslandi, gat ekki
látið sig dreyma um þær fram-
farir sem þar hafa orðið á þess-
ari öld. En ísienzku þjóðina
bar hann fyrir brjósti og studdi
með ráði og dáð alt sem miðaði
henni til góðs og’ sjálfur var
hann henni til vegs og sæmd-
ar út á við. Hafi nokkur
“agent” látið sér ant um is-
lenzka vesturfara — þá var
það Baldvin.
Eftir að hingað kom hélt
hann áfram að liðsinna og leið-
beina þeim í öllum skilningi.
Tók hann á sig alls konar ó-
þægindi og ómök þeirra vegna,
álls endis endurgjaldslaust, og
taldi það skyldu sina. Eg tala
nú ekki um hve hann huggaði
og hresti ístöðulitla emigranta
með ljúfmensku sinni, glað-
værð og góðgletni. Hann var
með afbrigðum orðheppinn og
hafði alt af spaugsyrði á vör-
unum. Margar kimnissögur
hafði hann að segja af ferðum
sínum um Island.
Ætla eg að segja hér eina,
sem mundi vera álitin klúr, ef
menn hefðu ekki þegar kynt
sér ritsmíðar H. K. Laxness.
Eg vil ráðleggja mönnum að
lesa í gamla testamentinu áður
en þeir opna bók eftir Laxness,
svo þeir hneykslist ekki.
Baldvin sagðist einu sinni
sem oftar hafa beðist gistingar
á fátækum bóndabæ á íslandi.
Já, guð vel komið. Ekki vant-
aði gestrisnina. Baldvin segist
hafa sagt við bóndann: Veiztu
hvernig við höfum það i Ame-
ríku? Við sofum ekki eina
einustu nótt án þess að hafa
kvenmann hjá okkur, og nú
verður þú að gera svo vel að
láta dóttur þína vera hjá mér í
nótt. Þá svaraði bóndi: Ekki
er það nú siður á landi hér, en
ætli það verði ekki svo að vera.
Baldvin var fyrsti Islending-
urinn som sótti um þingmensku
hér í Canada. Þá var ekki
þjóðræknin meiri en það, að
íslenzkir Liberalar réru að því
öllum árum að hann næði ekki
kosningu. Þeir sýndu heiðruð-
sennilega unitara og annars á-
gúst mann.
Það átti þó fyrir honum að
liggja að verða þingmaður, þvi
nokkru síðar sótti hann á móti
Liberal Lögbergsmanni, lút-
erskum 17. júní manni og vann
kosninguna með miklum meiri-
hluta atkvæða.
Liberalar, sem von var, voru
seinir að trúa því, og þegar
fréttin kom að Baldvin hefði
orðið hlutskarpari, sagði einn
þeirra: Það er eins mikil lýgi
og sólin er uppi yfir okkur;
það kom maður ofan af efri
bygð og sagði mér að það væri
alveg jafnt, 20 og 20 sem báðir
hefðu yfir.
Baldvin sýndi það brátt að
hann var verkinu vaxinn, því
fyrr eða siðar hefir enginn
þingmaður þess kjördæmis
þarfari verið né betri en hann;
máttu íslendingar vel við una
og vera stoltir af honum. Yfir-
leitt hélt hann ágætar pólitisk-
ar ræður; hann var fljúgandi
mælskur, hélt athygli manna
vel og var sannfærandi en
hafði til að vera dálítið bitur-
yrtur við andstæðinga sdna —
þó græskulaus. Man eg að á
pólitískum fundi norður við ís-
lendingafljót var Baldvin að
halda ræðu og greip kona
nokkur óþægilega fram í fyrir
honum. Konan (á góðri vest-
ur-íslenzku) mundi hafa squar-
að 14 þumlunga logg ef söguð
hefðu verið utan af henni bök-
in. Baldvin hlustaði á það
sem hún hafði að segja og svar-
aði síðan: Ef vitið í hausnum á
þér væri eins mikið og fleskið
utan á beinunum á þér þá væri
talandi við þig um pólitík. Kon-
an bara hló, vissi að ekkert ilt
var á bak við þetta. Henni
datt ekki í hug að firtast. Öðru
sinni heyrði eg hann segja við
mann sem greip fram í fyrir
honum: Mr. Freeman er eins
vitsmunalega grannur eins og
hann hefir litla pólitíska þekk-
ingu. Það var ekki unt að
taka þessu öðruvísi en vel, því
menn vissu að Baldvin var al-
veg laus við illkvitni. Og við
vitum að seðlarnir eru í gildi,
þó þeir séu dálítið skitnir, ef
gull er á bak við þá.
Baldvin var ekki einn þeirra
manna sem hneyksla einn af
þessum smælingjum, enda
gekk hann hvorki með myllu-
stein um hálsinn né manna siði
Jóns Jakobssonar. Menn, sem
hann, eru yfirleitt svo hrein-
skilnir og hreinræktaðir að
engum dettur í hug að taka illa
upp fyrir þeim orð né athafnir.
Meðal þeirra manna er og einn
af mestu ritsnillingum verald-
arinnar Sinclair Lewits. Þegar
hann fór til Evrópu til að taka
á móti Nobels verðlaununum,
er sagt að hann hafi í einni
stórveizlunni sem honum var
haldin, skelt á bakið á Svía-
konungi og kalla hann “Old
Cock”.
En þegar mest reyndi á var
Baldvin ekki vant hógværðar,
stillingar og prúðmensku. —
Sýndi það sig bezt á kjörfundi
einum í Nýja-íslandi er tengda-
faðir hans var tekinn höndum
— maður svo ráðvandur að
hann hefði ekki viljað drepa
veggjalús sem annar maður
átti. — Já, tekinn höndum sem
sakamaður í von um að með
því móti yrði hægt að koma í
veg fyrir lögmæta kosningu
Baldvins til þings í það skifti.
Svo stóð á að einhverjir spila-
gosar höfðu haft með höndum
að útbúa kjörskrána og höfðu
af bölvun sinni afskræmt flest
eða öll íslenzku nöfnin, svo þau
þektust ekki, t. d. var var eitt
nafnið Hangson Hang. Það er
íislenzkulegt, finst ykkur ekki?
Af þessum ástæðum varð mjög
vafasamt, hvort Sigurður
tengdafaðir Baldvins, hefði at-
kvæðisrétt; eftir nöfnunum var
ekkert að fara, heldur eftir
númerunum á heimilisréttar-
löndunum. En Sigurður átti
ekkert land. En af því eitt
atkvæði er nóg í meiri hluta,
og á því getur oltið endurlausn
og frelsun mannkynsins frá
flokksipólitíkar sjónarmiði,
máttu Conservativar ekki við
að missa eitt einasta atkvæði,
sízt af öllum Sigurðar. Til
dæmis um mikilvægi eins at-
kvæðis er það, að einn kjós-
andi í Nýja Islandi greiddi at-
kvæði, en í stað þess að láta
miðann í atkvæðakassann,
stakk hann honum upp í sig og
gleypti hann; varð þetta til
þess að pólitískur andstæðing-
ur hans komst að.
Lögðu nú conservativar hart
að Sigurði að greiða atkvæði á
líklegasta nafnið á kjör-
skránni, en aftur á móit hót-
uðu liiberalar Sigurði handtöku
og fangelsi ef hann gerði sig
sekan um slíkt. Consar sátu
við sinn keip óragir, og varð
það úr að Sigurður sór og
krossaði auðvitað fyrir Baidvin
og var samstundis arrestérað-
ur. En af því ekkert tugthús
var nær en Selkirk, var Sigurð-
ur látinn vera kyr á kjörstaðn-
um innan um aðra menn, sást
því enginn munur hverjir voru
í tugthúsi og hverjir ekki. Stóð
nú hvert hár á bæði Liberölum
og Conservatívum og varð mik-
ill úlfaþytur, en þegar Baldvin
kom inn (hann hafði verið
sóttur eins og hómópati) datt
alt í dúnalogn; hann lét sem
ekkert hefði ískorist, brosti
hlýlega við vinum sínum, ó-
vinunum — Liberölum — og
sýndi þeim alla kurteisi og
nærgætni, bauð að ganga í veð
fyrir tengdaföður sinn, sagði,
þó hann ygði ekki um vellíðan
hans í höndum Liberala, mundi
honum samt líða enn betur
heima hjá kerlingunni. Þetta
fékst nú samt ekki fyr en dag-
inn eftir, að lögmaður frá Win-
nipeg kom að útbúa veðpappír-
ana — og varð Sigurður á kjör-
staðnum alla nóttina. Baldvin
náði kosningu -með miklum
meirihluta, sáttur við guð og
menn, eins og hjjnn var æfin-
lega. Þessir 10 þúsund dollar-
ar Baldvins eru í veði fyrir Sig-
urð enn, því enn hefir málið
ekki komið fyrir rétt, en það
fer nú sjálfsagt að líða að því.
Heimskringla hefir átt yfir
sér marga ágæta ritstjóra, en
einna vinsælust held eg hún
hafi verið á ritstjórnartíð
Baldvins. Hann birti eftir sig
margar hugvekjur og kronikur,
brýndi og hvatti landa sína til
framkvæmda — alls sem til
bóta horfði — trekti þá upp i
hverri viku til átta daga, lét
sér ant um heill þeirra og heið-
ur og hélt uppi vörn fyrir þeim
ef á þá var ráðist, eins og þegar
séra Magnús Jónsson prófessor
fann okkur það til foráttu í
bæktingnum “Vestan um haf”,
að við legðum meiri stund á
að hafa húsin okkar falleg að
framan (sem að götunni sneri)
en að baka til. Baldvin sagði
að slíkt væri ekki tiltökumál,
presturinn væri svona sjálfur,
hann væri fallegri að framan
en aftan. 1 þann tið átti
Heimskringla fremur en nú er-
indi til almennings sem frétta-
blað; Baldvin mun hafa skilið
það fyllilega, og sagði hann frá
því meðal annars í blaðinu að í
borginni Denver í Bandaríkj-
unum væru frönsk pils komin í
móð, sem væru mun styttri en
áður hefði tíðkast. Þetta mun
hafa verið um það leiti sem
“hobble skirtin” voru í uppsigl-
ingu. Eg var þá fróðleiks-
gjarn unglingur og gerði þessa
fyrirspurn til blaðsins:
Getið þér, herra ritstjóri,
gefið mér upplýsingu um hvar
klaufin er á þessum frönsku
pilsurn, sem getið er um í blað-
inu nýlega, Fyrirspurnin var
óðar birt og svarið: Leitið og
munuð þér finna.
Baldvin varð fyrir barðinu á
ýmsum ritvörgum fyrir að
birta í blaði sínu tiltölulega
mikið af leirburði í ljóðum og
lausu máli. Létu þpir á sér
skiljast að leirburðurinn væri
þó fullkomnari í bundnu máli
en óbundnu. Við, sem feng-
umst við ljóðagerð færðum
okkur þetta til inntekta.
Ekki varð Baldvin sakaður
um smekkleysi, því hann hafði
næman smekk fyrir öllu sem
vel var sagt. Hitt er mér nær
að halda, að hann hafi viljað
þóknast sumum lesendum
blaðsins með því að birta eiitt-
hvað við þeirra hæfi, og ef til
vill til að útvega nýja kaup-
— sagðist hafa bjargað þús-
undum Islendinga frá hungur-
dauða. Hann mundi hafa vilj-
um kjósendum fram á þá ó-
hæfu, þá hættu, þá synd og
sálarglötun að kjósa afturhalds
mann, Heimskringlumann,
SUMMER CLASSES
THE DEMAND FOR OFFICE HELP FOR MILITARY
AND INDUSTRIAL PURPOSES IS SO PRESSING
THAT WE HAVE INTRODUCED SPECIAL
SUMMER COURSES.
You may study individual subjects or groups of subjects
from the following: Shorthand, Typewriting, Bookkeep-
ing, Comptometer, Correspondence, Spelling, Arithmetic,
Penmanship, Dictaphone, Elliott Fisher or
Telephone Switchboard.
IT IS PLEASANT STUDYING IN OUR
Air-Cooled, Air-Conditioned
Classrooms
The “SUCCESS” is the only air-conditioned, air-cooled
private Commercial College in Winnipeg.
Educational Admittance Standard
To our day classes we admit only students of Grade XI,
Grade XII, and University standing, a policy to which we
strictly adhere. For evening classes we have no
educational admittance standard.
You may enroll at any time in Day or Evening
Classes, which will continue throughout the
summer without interruption.
TELEPHONE 25 843
CALL OR WRITE FOR OUR FREE
40-PAGEPROSPECTUS.
S U C C E S S
BUSINESS COLLEGE
Portage Ave. at Edmonton St.
WINNIPEG
KVEÐJA TIL HLUTLAUSS VINAR
Eftir Guðmund Böðvarsson
I.
Þú áttir í hlutleysi athvarfs að leita,
er eldraun við dyr þínar beið.
Var nokkuð svo auðvelt þér umkomulausum,
svo einfalt og sjálfsagt um leið?
Þér átti að lærast að fara í felur
og finna þér afdrep og hlíf
við feiknum þess leiks þar sem fylkingar berjast
um framtíð og mannlegt líf.
Þú áttir að leita þíns láns með þeim hætti,
að leggja ekki í áhættuspil.
— Sá sleppur þó máske með höfuð á hálsi,
sem hættir ei neinu til.
n.
Hver veit hvernig úrslitin verða að lokum?
Hver veit hvað í djúpunum býr?
Hvort hrósar sá sigri, er húminu fylgir,
eða hinn, sem að deginum snýr?
Sem dulráður sfinxinn með váglott á vörum
í víðlendum auðnar og húms
ris andsvaralaus sú hin óráðna gáta
í ósæi tíma og rúms.
Enda hræddist þú skuggann og skelkaður hímdir
í skotinu, ábyrgðarlaus.
Þú lézt bjóða þér hlutskifti blauðasta þrælsins,
svo að byrgist þinn dýrmæti haus.
III.
En mikil var áraunin manndómi þínum,
þú maður við norðasta haf,
er hrópaði sál þín á hluttöku þina
og hjarta þitt úrskurðinn gaf.
Og þeim hefði fundist þín lífshætta lítil
og lagt á þig kímilegt mat,
sem börðust í Transvaal, sem vörðust hjá Verdun
og verja nú Stalingrad.
Og hann hefði gjarnan mátt segja þér sína
sögu um hlutleysi og grið,
sem barðist á Noregs fönnugu fjöllum
og féll þar, við bróður sins hlið.
— Jú, þá átt þér eitt svar: Þar sem orustur heyast
til úrslita, þar eða hér,
þá velta þau lítið á vesaling einum.
— Og þó velta þau altaf á þér.
IV.
Nú brjótast í svefnrofum barnungir tímar
við bylting og hergöngulag.
Það er hamingja þín, eða hamingjuleysi,
þessi hending: að lifa í dag.
Þú ert hamingjuiaus, ef þú hættir ei neinu,
þá mun hugleysið verða þin gröf,
og þá tapast þér framtíð og tilveruréttur,
þá tapast þér lönd þín og höf.
Þú ert hamingjubarn, ef þú brosir að hótun
þins böðuls um útlegð frá sól,
en kvikar ei hársbreidd frá köliun þins hjarta
í kúgarans pyndingastól..