Heimskringla - 28.07.1944, Blaðsíða 2

Heimskringla - 28.07.1944, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 28. JÚNI .1944 Minni Islands Eftir Hólmfríði Danielson Ræða flutt á lýðveldishátíðinni í Wynyard, Sask., 17. júní. “Eldur í barmi tign á hvarmi teygir hugann dufti frá.” Atburðir þeir sem hafa verið að gerast þessa síðustu daga, at- burðir sem ve»ða vonandi síðustu sporin í hinum ofboðslega dauða- dansi sem stiginn er nú um heim allann, eru svo stórkostlegir að þeir þurkuðu út um stundarsakir alt annað sem í huganum bjó. En því nær sem dró þessum degi, 17. júní, lyftist byrðin ofurlítið af huganum og hann varð gagn- tekinn af hrifningu og þakklæti fyrir hinn langþráða sigur er Is- land verður lýðveldi í annað sinn Vér finnum hve örlagarík stund það er fyrir oss, alla Islendinga, þó að engir Vestur-íslendingar geti skilið það til fulls nema þeir sem komu þroskaðir frá Islandi og voru að einhverju leyti orðnir virkur þáttur í frelsisbaráttu þjóðarinnar. Það er oft fundið að því þegar vér erum af mikilli mælsku að hrósa Islendingum. Og það er vafamál hvort það er smekkvísi í því fólgin er vér Vestur-Isl. er- um að ‘syngjá sjálfum okkur lof’ eins og Guttormur kemst að orði. Glamur um feðranna frægð sem menn viðhafa mest til þess að mikla sjálfa sig, slær engum Ijóma á þjóðina heima eða þjóð arbrotið hér vestra, og allra sízt ef annara þjóða menn hlýða á. Afrek feðranna geta ekki gert oss að miklum mönnum; þau geta aðeins bent oss á að grafin djúpt í eðlinu eigum vér skilyrði til þess að geta orðið að miklum mönnum. Það eru þessi arfteknu verð mæti, þessi þróunar-skilyrði, sem mig langar til að beina at- hygli yðar að, í þessu stutta er indi. Þetta verður ekki minni fossanna, fjallanna eða heið- bláma himinsins, þó náttúrufeg- urð Islands ætti sinn þátt í því að gera þjóðina það sem hún er; það verður minni þeirrar sér- kennilegu menningar sem hefir lifað og þroskast með íslenzku þjóðinni, og leitt hana til sigurs þrátt fyrir alt. Oss er öllum heimilt að draga ályktanir; þær hafa sitt gildi þó þær séu ekki í alla staði hárrétt- ar; þær koma þá e. t. v. öðrum til að hugsa skýrar og álykta betur. Og þeir sem gera einlæga tilraun til þess að gera einhverju máli góð skil verða aðnjótandi varan- legrar mentunar sem gildir fyrir þá sjálfa. Saga hverrar þjóðar, saga hvers einstaklings er ofin úr tveim aðal þráðum, og eru það ytri atburðir og innra líf. En þó fléttast þeir svo þétt saman að oft er erfitt að greina hvern frá öðrum. Víst er það að í íslenzku þjóðlífi varð örlagaþráður hinna ytri afla sterkur og þungur. En í gegnum alla söguna leiftra þau sannindi að það var andlegi þráð- urinn sem varð voldugri, og sem réði mestu um endanleg afdrif þjóðarinnar. Það er fróðlegt og skemtilegt að leggja sig eftir því að gagn- rýna hvernig lífsskilyrðin sam- fara upplagi og skapgerð hafa mótað eina litla þjóð sem tók sér bólfestu ‘norður við heimskaut’. Var það e. t. v. vísindaleg tilraun forsjónarinnar, var það fyrir- hugað af guðunum að hún skildi lenda þar til þess að skapst mætti nýtt afbrigði í mannkynssög- unni, nýr stofn sem þolað gæti óblíðari lífskjör án þess að visna eða fúna í rótinni, ný þjóð, sem þroskað fengi þvílíkt andans magn að aldrei að eilífu gætu niðjar hennar orðið að andlega ósjálfstæðum almúgalýð svo lengi sem þeir væru viljugir að leggja rækt við arfinn! Yngri íslendingar eru oft að spyrja: hvaða arf, hvaða fjár- sjóð, hvaða verðmæti eruð þið alt af að tala um? Vér leitumst við að svara þeim og við það skýrist í vorum eigin hugum hver þau séu þessi verðmæti sem vér höfum þegið í arf. Og vér förum að telja þau upp. • íslendingar eiga hetjulund; höfðingslund. En það er erfitt fyrir útlend- inga og aðra sem ekki gjör- þekkja söguna að skilja og meta hetjulund víkinganna. Þeir gera sér í hugarlund að þeir hafi verið kaldir og tilfinningalausir, eða þá blóðþyrstir berserkir með ó- tamdar tilfinningar suðurlanda þjóða. Eitt atriði úr Njálssögu kemur í huga vorn sem sýnir glögt aðalseinkenni hetjunnar. Fyrsta skilyrðið var að hafa unn- ið sigur á sjálfum sér, yfir sínum eigin tilfinningum. Bergþórshvol var að brenna. Óvinirnir umkringdu húsin: ”Skall yfir eldhafið ólgandi, log- andi, Eldvargar runnu fram hvæsandi, sogandi, Reykurinn glóðþrunginn gaus upp úr kafinu, Gaflaðið eitt stóð sem klettur úr hafinu.” Hjúum og kvenfólki hafði ver- ið boðin útganga. Flosi og félag- ar hans áttu enga sök við Njál, en aðeins við syni Njáls, og buðu þeir honum og Bergþóru hús- freyju út að ganga og bjarga sér. Þá mælti Njáll: ‘Eigi vil eg út ganga því að ek em maður gam all ok em lítt tilbúin að hefna sona minna, — en ek vil eigi búa við skömm.’ Bergþóra mælti: ‘Ek var ung gefin Njáli og hefi eg _því heitið honum að eitt skyldi ganga yfir okkur bæði.’ “Nár var þá Njáll, nár var Bergþóra. Burtu var Kári, brunninn Grímur, höggvinn Helgi. Héðinn stóð einn teptur við gaflað ' og glotti við tönn.” Skyldi það hafa verið af til- Conservation of Materials Lack of materials and labour, coupled with a recent Government order limiting the supply of carton materials, has made necessary the re-use of cartons. When you get deliveries encased in a re-used carton you will know that the Breweries are co- operating with the Govemment in an effort to con- serve materials and labour. DREWRYS Ll MITED finningaleysi að Skarphéðinn glotti? Var það af kæruleysi að hann mælti er hann gekk inn í skálann, ‘Vel má ek gera það til skaps föður míns að brenna inni með honum.’ Víst var lífið ginn- andi fyrir hinn hrausta kappa, og víst átti hann heitar þrár í brjósti, en hann lét ekki tilfinn- ingar sínar yfirbuga viljaþrekið. Sú mesta skömm sem óvinur hans gat hugsað sér að bera á hann dauðann, var að hann hefði gugnað að lokum; er Gunnar Lambason segir frægðarsöguna Sigtryggi konungi, spyr konung- ur, “Hversu þoldi Skarphéðinn í brennunni?’ ‘Vel, lengi,’ segir Gunnar, “en þó lauk svo að hann grét.’ En skáldið segir: * “Beit svo á kampinn og kross- lagði armana karlmenskuró sló um ennið og hvarmana. Ljómandi kring um hann logarn- ir kvikuðu, Ijósgeislar fagnandi á honum blikuðu. Dimt er í skála, dökkir mekkir hefjast úr ösku og hrundum rústum. Inni við gaflað í ösku stendur Héðinn örendur með opnum sjónum. heyrst ei hafði hósti né stunur. íslendingar eiga sómatilfinningu. Hetjulundinni fylgdu oft ýms- ir lestir. En höfðingjarnir sjálf- ir dáðu aldrei lestina; þeir dáðu dygðirnar: hreysti, speki, dreng- skap. Sómatilfinning þeirra var svo sterk að þeir stóðu á vað- bergi yfir sínum eigin gerðum til þess hvergi að skerða sóma sinn, því “orðstírr deyr aldregi, hveims sér góðann getr.” En það var þessi hárfína sómatilfinning sem oft leiddi þá út í langvarandi blóðhefndir. Þeir vildu ekki “lifa við skömm”. Sjálfsagt var að þola með stillingu og karl- mannslund alls kyns böl, og sorg og líkamlegar kvalir, enn lítils- virðingu mátti eigi lúta. Má lýsa þessu í fáum dráttum með því að segja söguan af ungu mönnunum tveim sem skráð er í Reykdælu: Múgur og margmenni er sam- an komið. Allir eru glaðir og skemta sér vel. Ungu mennirn- ir sýna atgerfi og hreysti við alskonar íþróttir. Eitt af því sem haft er til skemtunar er hesta-at. Bjarni Þorsteinsson á góðann hest; Eyjólfur Þórmóðs- son á gæðing mikinn. Piltunum gengur illa með hestana. Eyjólf- ur tekur staf sinn og slær til annars hestsins, en stafurinn lendir á öxl Bjarna. Næstu augnablik eru örlagaþrungin og er sem áhorfendur standi á önd- inni. Var þetta óviljaverk eða var það móðgun? Upp á síð- kastið hafði verið grunt á því góða milli Bjarna og Eyjólfs út af hestunum. Varð því að bregða fljótt við til þess að sættir tækj- ust. Eyjólfur gengur til Bjarna og mælti, að þetta þykir ver tekist hafa en hann vildi. ‘Skal ek,” segir hann, ‘gefa þér sex tigu geldinga til þess að þú kunn- ir mig eigi um þetta.’ Ef Bjarni þá boðið var það viðurkent að höggið var óviljandi. Svo kem- ur haustið og Eyjólfur dregur út sextíu af lömbum sínum;. þykist nú Þormóður faðir hans ekkert vita, og skýrir Eyjólfur málið. Þá segir Þormóður: ‘Bæði ætla ek at höggit var mikit enda er miklu launað’ .... En er hann hafði þetta mælt þá snýr Bjarni að þonum og hjó hann banahögg. Og nú neitar hann að þiggja lömbin. Háðungina var ekki hægt að þola, og þá aðdróttun Þormóðs að hann hann léti berja sig til fjár. íslendingar eiga friðarhugsjón En er oss unt að trúa því að menn með slíka víkingslund hafi metið friðinn mikils? Það var útlit fyrir alt annað en frið- samleg málalok á Þingvöllum ár- ið 1000, er kristnir menn og heiðnir stóðu andspænis hver öðrum með nakin sverð. Hvað var það þá sem vakti fyrir Þor- geiri ljósvetningagoða er hann ígrundaði vandamál þessara andstæðinga, sem var í þann vegin að kljúfa þjóðina í tvent? Hann var skarpskygn á verð- mætin, á undirstöðuatriðin. — Hann vildi umfram alt heill þjóðarinnar. Er hann talaði til þingheims sagði hann, ‘Svo lízt mér sem málum vorum sé komið í ónýtt efni ef vér skulum eigi hafa ein lög allir. Ef sundur skift er lögunum, þá mun sundur skift friðnum. Ög það var fyrir traustið sem leiðtogarnir báru til hins hyggna lögsögumanns að kristni var lögtekin á Alþingi, og friður hélzt í landinu. Islendingar eiga framsóknaranda Víkingarnir voru sigurvegar- ar; þeir voru atorku- og fram- taksmenn. Þegar rýrnaður skipa- kostur og aðrar aðstæður gerðu það að verkum að víkingaferðir hættu smám saman snerist hug- ur þeirra inn á nýjan farveg. Það var lán Islendinga að þá snerist hugur þeirra að sigur- vinningum í heimi andans; þar stofnuðu þeir ríki sitt og sköp- uðu bókmentir þær sem frægar hafa orðið um allan hinn ment- aða heim. íslendingar eiga sjálfstæðishugsjón Undirstaða þjóðskipulagsins frá fyrstu tíð var virðing lands- manna fyrir lögunum. ‘Með lögum skal land byggja, en með ólögum eyða.’ En Alþingi hafði ekki framkvæmdarvald til þess að sjá um að lögunum væri fram- fylgt. Þetta leiddi af sér alls konar böl og var ein aðal ástæð- an til þess að sundrungin hófst sem náði hámarki sínu á Sturl- unga öldinni og varð til þess að eyðileggja friðinn og lýðveldið. En fyrirkomulag þetta hafði eina afleiðing sem varð notadrjúg í eðli íslendingsins síðar meir; það var sjálfstæðistilfinningin. Und- ir einstaklingnum var komið hvort lögunum yrði framfylgt. Framtak einstaklingsins varð nauðsynlegt og mikils metið; jöfnuður varð mikill manna á meðal; það varð metnaður hvers manns að leggja rækt við and- léga og líkamlega yfirburði; og mannval varð mikið á landinu á sögu- og gullaldartímabilinu. íslendingar eiga andlegt þrek og þolgæði Gullöldin gekk inn í skaut aldanna og hvarf sjónum. Sturl- unga öldin, með öllu sínu sið- leysi, allri sinni valdafýkn og ofbeldi, var að naga rótina und- an frelsi þjóðarinnar. Lands- kostirnir höfðu breyst, gæfa og gengi landsmanna stóð á völtum j fæti. Lífskjör og aldarfar gera sitt til að umskapa mannseðlið. iNú fór að bera meira á göllun- um. Leiðtogar misbrúkuðu i mannvit sitt til þess að ná í völd j og virðingar. En þrek og andlegt jsjálfstæði einstaklingsins hélt á- fram að þroskast, og einmitt á þessu tímabili voru fornsögurn- I ar ritaðar. Hér voru tvö and- |Stæð öfl að togast á um þjóðar- l andann. Sjálfstæðiseðlið var I ekki dofnað upp, það auk heldur j var með lífsmarki í undirmeðvit- und þeirra sem ofurseldu þjóð- ina í hagsmuna skyni. Hákon Noregskonungur var slunginn og jásælinn; Gissur jarl bar ógæfu til þess að verða nefndur ‘sverð j og svipa’ Islands, en að ein- I hverju leyti hefir það verið fast- , lieldni hans við sjálfstæðishug- , myndina sem réði því hvernig sáttmálinn milli Islendinga og konungs var úr garði gerður. — Gamli sáttmáli var þannig stíl- aður að síðar meir gátu frelsis- hetjur Islands bygt kröfur sínarj til algerðs fullveldis á lagalegum grundvelli. Eftir að upptalin eru skattagjöld, o. s. frv., er tekið svo til orða: ‘Hér í mót skal konungur láta oss ná friði . . . .) og halda vorum lögum .... skal' halda friði yfir oss .... þennan sáttmála munum vér og vorir nðjar halda svo lengi sem hann er . . . . að dómi hinna beztu manna órofin af yðar hálfu (kon- ungsins).’ Hér sézt einnig sem fyr hve friðarhugsjónin var sterk í eðli manna; það var þung- bært fyrir þá að missa sjálf- stæði sitt og gangast konungi a vald. En ef friðurinn fengist var von um viðreisn fyrir þjóð- ina. Sú viðreisn átti langt í land. En þjóðin átti og á enn fleiri verðmæti en þau sem upp hafa verið talin. íslenzka þjóðin á frelsis- hugsjón, og hún á trún- aðartraust til guðs. Frelsirbaráttu Islands verða gerð góð skil af næsta ræðu- manni. En til þess að hafa sam- hengi í þessum hugleiðingum skal hér aðeins bent á eitt atriði. I hverju var aðal styrkur fólks- ins fólginn? Þjóðinni hafði smá hnignað við vaxandi hörmungar og miskunarlausa erlenda kúg- un. Hin óbærilegu lífskjör höfðu rist djúft í sálir manna. Þeir sem ekki höfðu óbilandi kjark og sálarþrek hins trúaða manns voru að gugna og gefast upp; þeir höfðu mist sjónar á þeim verðmætum sem setja há- tignarblæ á líf einstaklingsins, eða þá að ranghverfan á þessum verðmætum sneri út, eins og t. d. þegar höfðingseðljð varð að stór- bokkaskap og drambi. Alþýðan var fótum troðin og forsmáð af embættismönnum sem voru und- irlægjur útlendra kúgara. Var þá tilraun guðanna ónýt orðin? Var afbrigðið sem óx upp af þessum hrjóstuga jarðvegi að visna eða fúna í rótinni? Nei, þá var það að aðalsmerki íslenzkrar alþýðu var hafið hátt á loft. Ný frelsisthreyfing var að ryðja sér til rúms í Evrópu, eftir júlí byltinguna á Frakk- landi, árið 1830. Og hvergi féþ hún í jafn frjósaman jarðveg eins og einmitt á Islandi. Þá varð endurreisn hinna fornu dygða. Sjálfstæðis hugsjónin braust út; frelsisþráin fékk byr undir vængi; ættjarðarástin blossaði upp. En hvað olli því að frelsis- hreyfingin gagntók svo að segja á svipstundu álla hugsandi menn? Ættjarðarvinirnir, frels- ishetjurnar, snjöllu hugvits- mennirnir með allan sinn skap- andi anda hefðu mátt hrópa hátt og lengi: ‘Hvar er nú feðranna frægð’, án þess það fyndi berg- mál í hugum fólksins ef það hefði verið menningarsnauður almúgalýður. En þjóðin hafði geymt arfinn, hún hafði geymt trúna, og hún vissi að hún átti skilyrði til sigurs. Bókmentirnar voru ekki eign aðeins fámennrar yfirstéttar eins og átti sér stað í svo mörgum öðrum löndum. Þær voru eign alþýðunnar. I rökkrinu þegar fólkið sat við vinnu sína á sveita heimilunum var lesið, sungið og beðið heitum bænum til guðs. Það var trúin og sjálfgild bænda- menning sem höfðu afstýrt því að þjóðin í heild sinni bugaðist. Þegar Jón Sigurðsson hafði fórnað atvinnu sinni á altari frelsisins, þegar tæpast stóð í baráttuni, þá voru það meiri hlutinn bændur sem stóðu með honum og fyrirbygðu innlimum í danska ríkið. Er hin hátíðlegasta stund, 17. júní, rann upp á Þingvöllum þá var hringt öllum kirkjuklukkum landsins. Það mætti kallast end- urspil þess samhljóms er hófst þá er íslenzk yfirburðaskáld, spámenn og stjórnvitringar slógu á strengi í sálum lýðsins svo hann reis upp, og mitt í niður- lægingunni bjóst til baráttu og sótti fram til sigurs. En árröðull hins nýja dagsj hafði aðeins sent geisla sína yfir sjóndeildarhringinn er ný þraut var fengin þjóðinni í hendur. Tilraunin er ekki á enda enn. Nú stendur íslenzka þjóðin í nýrri baráttu og enn er sálarþrek hennar hreinsað í prófdeiglu reynslunnar. Og enn stöndum vér öll í hreinsunareldi hinna ytri atburða. Vér finnum van- mátt vorn, vér viðurkennum brestina, mistökin, sundrungina Vér játum og viðurkennum alt sem miður hefir farið hjá heima- þjóðinni og hjá oss. En það ætti að verða oss þjóðarmetnaður og hvöt til stærri og betri athafna að skilja að það voru, þrátt fyrir alt, arfgeng verðmæti stofnsins, ekki grafin í jörðu sem ónotað pund, heldur varðveitt, þroskuð, og notuð, sem leiddu íslenzku þjóðina til sigurs. Og sem munu leiða hana áfram til sigurs og framfara. “Vakið. Vakið. Tímans kröfur kalla, knýja á dyr og hrópa á alla. Þjóð sem hefir þyngstu raunir lifað, þjóð sem hefir dýpstu speki skrifað, — hún er kjörin til að vera að verki, vinna undir lífsins merki.” Það er með lotningu og hrærð- um hjörtum að vér hér saman komin tökum undir með skáld- inu góða sem orti hin fögru há- tíðaljóð 1930. “Við börn þín Island, blessum þig í dag, Með bæn og söngvum hjörtun eiða vinna. Hver minning andar lífi í okkar lag, Við Lögberg mætast hugir barna þinna. i > Við börn þín, Island, biðjum. fyrir þér. Við blessum þig í nafni alls sem lifir. Við erum þjóð sem eld í brjósti ber, Og börn, sem drottinn sjálfur yakir yfir.” AN ADDRESS delivered by Miss Jona Marion Björnson, at Hnausa, Man., June 17th 1944, representing Canada. On this great day “The Lady of the Snows” greets the Lady of Ice and Fire. The young and majestic sweep of so big Canada, greets, the Old Majestic Dignity of so little Iceland. Iceland today, after centuries of unhappy association, declares, that, from this day forth she will make her own associations in the world. Canada, happy in her own as- sociation from birth, can, never the less, understand and sympa- thise. You my people, the Icelandic pioneers, of both can rejoice. We can rejoice because, the ideal of freedom, and of good will to- wards man are a common heri- tage to us from both our foster parents, so that there is no divid- ed loyalty. Loyalty to one carries with it inevitably and inherently, an in- sistent loyalty to both. No other people in this great land of ours is more astonish- ingly blessed: the man, or wo- man, of Icelandic extraction, who aspires to know, to under- stand, and appreciate the ideals, and tradition, of our forefathers, in proportion, as he or she suc- ceeds, becomes, by so much, a better and more loyal citizen of Canada, becomes more ready, and anxious than ever to share the load and responsibilities of that citizenship. In this hour of agony, as in a like hour before, the youth of Icelandic extraction has volun- teered for service and given his life for his country, pro rata second to none in the Dominion. That is the spirit of our great

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.