Heimskringla - 28.07.1944, Blaðsíða 5

Heimskringla - 28.07.1944, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 28. JÚNÍ 1944 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA innar að leiðarstjörnu lífs síns, sem trúðu á framtíð þjóðarinnar og gerðu fegurstu draumana um þá framtíð að veruleika með starfi og breytni. Minning þeirra og það dæmi, er þeir gáfu má aldrei deyja eða gleymast. Það er sú leiðarstjarna, sem hið nýja lýðveldi á að fara eftir í framtíð- inni að ströndum hamingjunnar. Frelsið.er meir en nafn. Það er ástand, sem eigi getur verið til nema í andrúmslofti drengskap- ar, réttlæti, fórnfýsi og sann- leika. Þetta eru hinar fjórar landvættir sem vernda skulu hið nýja ríki yðar, lýðræði frjálsra manna og kvenna, er nú standa á þessari helgu hátíð við hið gullna hlið, er svo marga, sem nú eru lífs eða liðnir hefir dreymt um, barist fyrir og unnið að. Blessun drottins fylgi yður öllum inn í hið fyrirheitna land. Megi hinar fegurstu vonir yðar rætast þar, og hver góð og full- komin gjöf sannrar hamingju falla yður í skaut. KVEÐJA TIL KIRKJU ÍSLAXDS Eftirfarandi kveðja var lesin upp á kirkjuþingi hins Samein- aða kirkjufélags og hafði forseti kirkjufélagsins falið Dr. Beck að koma henni til góðra skila. 17. maí, 1944 Dr. Richard Beck, Grand Forks, N. Dak. Kæri Dr. Beck: Það er að nálgast tíminn að þú farir á stað heim. Farðu heill heim og komdu heill aftur heim. Okkur langar til að biðja þig að bera kveðju, heillaóskir og þakkir frá okkur, fyrst til Bisk- ups Islands fyrir komuna hingað, sem var til gagns og sóma hon- um sjálfum, íslenzkri kirkju, ís- lenzkri þjóð og okkur Islending- um hér í landi. Við biðjum fyrir heillaóskir til íslenzkrar kirkju, með þökk fyrir hennar umburð- arlyndi og frelsi í trúarskoðun- um, og fyrir þá mætu menn hennar er starfað hafa hér á meðal okkar. Við sendum heilla- óskir til íslands með einlægu þakklæti fyrir arfinn sem við hlutum í vöggugjöf. Víðsýni og samvizkufrelsi í trúmálum hefir þróast hjá okk- ur eins og heima á ættjörðinni í síðastliðin fimtíu ár, og má nú óhætt fullyrða að stór hluti ís- lendinga hér aðhyllist trúmála- stefnu okkar kirkjufélags. Samvinna fer síbatnandi með aukinni þekkingu og skilningi á trúaratriðum meðal íslendinga hér. Trúmála deilur sundruðu og drógu úr starfskröftum Vest- ur-lslendinga um mörg ár. — Gleymdist þá oft að leggja rækt við samband og leiðsögn kirkju íslands. Við óskum og vonum að samvinna kirkjufélags okkar og þjóðkirkju íslands geti orðið nánari og á traustari grundvelli í' framtíðinni en verið hefir. — Mundi það geta orðið þjóð okkar og trúarstarfsemi til varanlegra heilla og blessunar. Heilsaðu frá okkur fyrverandi starfsmönnum okkar sem nú eru búsettir á Islandi og segðu þeim að við minnumst þeirra Guð gefi þér góða ferð og veiti þér styrk og þrótt til að flytja þau hjartans mál, hlýhug og vin- arkveðjur til Islands sem þér er trúað fyrir héðan. Farðu heill heim, og komdu heill aftur heim til okkar. Með virðing og vinsemd, H. Péturson, forseti Hins Sameinaða Kirkjufélags Islendinga í Norður Ameríku Skeyti sent til Islands á lýð- veldisdeginum, og lesið upp á þingi Hins Sameinaða Kirkju- félags. Forseti Islands, Reykjavík Iceland Hugheilar árnaðaróskir til hinnar íslenzku stjórnar og þjóð- ar á þessum söguríku tímamót- um. Guð blessi og leiðbeini á- valt hinu nýstofnaða lýðveldi. Hið Sameinaða Kirkjufélag Islendinga í N.-Ameríku Hannes Péturson, forseti FRÁ MOUNTAIN, N. DAK. Samkoman, sem deildin “Bár- an” hafði laugardaginn 17. júní í sambandi við stofnun lýðveldis heimaþjóðarinnar, fór hið bezta fram, og var sæmilega vel sótt, þó maður saknaði þar margra, sem búist hefði mátt við, að yrðu þar. t Vegna þess að kalt var í veðri, og líka þess að rigning var þenn- an dag og undanfarna daga, varð ekki um neina útisamkomu að ræða, eins og gert var ráð fyrir í fyrstu, því Mountain-bær hefir mjög fallegt pláss, “Park”, fyrir utiskemtanir. Hvað sem öðru líður þá gleymdi fólk því, við er- um öll þakklát fyrir blessað regnið, sem gerir uppskeruhorf- urnar mörgum prósentum betri, en þær voru fyrir 2—3 vikum síðan. H. I. Hjaltalín bauð gestina velkomna, og hafði alla fram- sögn á hendi, og gerði það mjög myndarlega. I byrjun voru sungnir þjóðsöngvar Bandaríkj- anna og Islands. Þá spilaði fjölmenn hljómsveit frá Wílhalla (High School Band) nokkur lög, má einnig taka það fram strax, að hún spilaði af og til meðan dagskrá fór fram, þótti öllum góð skemtun að hlusta á þessi prúðbúnu ungmenni, sem leystu hlutverk sitt svo vel af hendi. • Sá sem þessar línur ritar, tal- aði nokkur orð, þar sem ofurlítið var skýrt frá stjórnmálaþróun þjóðarinnar þessa síðustu ára- tugi, og hvernig að þjóðin smá- saman komst úr þeirri kreppu, sem einokunarverzlunin og aðr- ar plágur héldu henni í. En eftir 1874, fer fyrst að rofa til, þá komst dálítið skrið á að fara menta alþýðuna betur en gert hafði verið um fjölda mörg ár, einnig að bæta samgöngur inn- anlands — og margt fleira, sem var spor í áttina til hinna miklu og mörgu framfara til lands og sjávar sem gerðar hafa verið síð- ustu 20—25 árin. Kvennakór söng mörg lög meðan prógram fór fram. Við hljóðfærið var Mrs. G. Björnson. Gamaliel Thorleifson talaði STÖÐUGUR STRAUMUR FLUTNINGA TIL SAMBANDS- HERSINS Á ANZIO STRÖNDINNI Nauðsynjavörur til hers sambandsþjóðanna við strendur Anzio og Nettuno hefir verið haldið stöðugt uppi, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir óvinanna að stöðva hann. Skip hafa verið ofsótt af rafstjórnuðum flugskipum, neðansjávarbátum og loftherskipum. Óvinirnir hafa einnig reynt að stansa þennan stöðuga flutningastraum með langskota fallbyssum og 210 og 17 m.m. byssum. Vörurnar koma með svo kölluðum “Frelsis” skipum, sem leggjast undan landi, þar eru þau affermd í þar til gerða flutnings barða, en vörunum er komið fyrir á flutn- ingabátum, er barðarnir koma með, og er í land kemur keyra þessir bílar viðstöðulaust til þeirra staða, er vörurnar eiga að fara, án allrar umskipunar. Við þetta sparast mikill tími og heldur höfninni auðri innan skamms tíma. Um fjöru er flat- prammar notaðir til þessara flutninga. Vörunum er dreift á vissa staði um alla strandlínuna, svo ef einn þeirra er sprengd- ur upp hefir það engin áhrif á þann næsta, og sóknin heldur áfram eins og ekkert hafi komið fyrir. — Myndin hér að ofan er af leiðbeinenda er hetitir H. Turner, og er frá London á Englandi, hann er að gefa flutningabörðunum merki um hvar lenda skal með farminn. með þakklæti og vináttu fyrir um stjórnárfar og stjórnarfyrir- dvöl þeirra hér. í komulag hjá fornmönnum, lýsti því vel hvar það stjórnarfar var í raun og veru vel úr garði gert, Mr. Thorleifson sýndi fram á að þar hefðu átt hlut að máli stór- vitrir menn og framsýnir. G. J. Jónasson flutti fallegt kvæði tileinkað íslenzku þjóð- inni, má það vel kallast minni Is- lands í bundnu máli. M. F. Björnson flutti stutt en snjalt erindi á ensku, þar sem tekið var fram að Jón Sigurðsson hefði verið íslenzkri þjóð, það sem George Washington var amerísku þjóðinni, gat þess jafn- framt að sér fyndist fara vel á því að stofna lýðveldið 17. júní, því það myndi vera mjög nálægt þeim degi, sem Alþingi Islend- inga hefði verið sett (stofnsett). Þá talaði ríkisstjórinn ókkar, Mr. John Moses. Flutti snjalla og fróðlega ræðu; er hann ágæt- lega vel máli farinn, kom víða við í ræðu sinni og auðfundið að hann er vel kunnur nútíðarbók- mentum Norðurlanda, eins vel og þeim eldri, hefir þaullesið Njálu og mörg önnur fræg skáld- verk, eins og t. d. Heimskringlu Snorra Sturlusonar. Mætti geta þess hér til fróðleiks að þetta merkilega listaverk var endur- prentað einmitt þetta merkisár, prýtt um 300 myndum eftir 6 frægustu listamenn Noregs á því sviði (myndlistargerð). I lok ræðu sinnar óskaði ríkisstjórinn þess að aldrei dæi á því blysi, sem íslenzkar bókmentir hefðu tendrað og varðveitt til þessa dags, sem við var að stríða um margar aldaraðir. Ræðu ríkisstjórans var tekið með fögnuði. Þakkaði forseti dagsins fyrir ræðuna, og gat þess jafnframt að deildin “Báran” gerði hann hér með að heiðurs meðlim sínum. Mr. John Moses þakkaði fyrir. Samkomunni var slitið með því að syngja Eldgamla Isafold og My Country Tis of Thee. Þegar þetta alt var á enda bauð kvenfólkið öllum niður í kjallara og þar svignuðu borð næstum því að segja, undir hin um ágætustu réttum, sem við Is- lendingar erum orðnir svo vanir við — og getum eiginlega ekki án verið, hvar sem við komum saman. I umboði nefndarinnar: Þökk til allra sem hjálpuðu til þess að gera þessa samkomu ánægjulega og skemtilega. A. M. A. FLUGDREKINN LANCASTER III Loftmynd tekin af loftdrekanum Lancaster III er tilheyrir lofther bandaþjóðanna. Drek- inn er búinn út með Merlin nr. 28 vélum og er framhald af fyrri gerðum Lancaster flugskipa. unarspjald áður en hann fór frá herbúðunum. Hvernig fæst það nú? Svar: Hann verður að skrifa til herbúðanna tafarlaust. Bréfið á að sendast til skrifstouf her- deildar þeirrar sem hann tilheyr- ir (Unit Orderly Room). Spurt: Við ræktum stóra garða og sjóðum niður og seljum all- mikið heima hjá okkur. Er nokk- uð hámarksverð á garðamat sem soðin er niður heima fyrir? Svar: Já. Fyrir skömmu var hámarksverk ákveðið á heima tilreiddum tomatoes, corn, beans og tomato-juice. Ef þú vilt leggja til allar nauðsynlega upp- lýsingar, þá verður þér tilkynt um söluverð á næstu skrifstofu W. P. & T. B. Spurt: Er til nokurs að geyma lengur bók nr. 3. Má bara ekki losa F-seðlana úr henni og eyði- leggja hana? Svar: Nei. Seðlarnir verða að geymast í bókinni. Það er laga- brot að afhenda lausa seðla. Spurt: Hvernig stendur á því að það sézt miklu meira af niður- soðnum garðamat og tomato safa í búðunum nú, en í vetur þegar þörfin var miklu meiri? Svar: Ástæðan er sú, að al- menningi er nú leyft að kaupa afgangin af birgðum þeim sem ; settar voru til síðu handa skips- höfnum og hernum. Spurt: Eg ætla að innritast í herinn; má eg skilja skömtunar- bókina mína eftir heima, og lofa þeim að nota hana þar? Svar: Nei. Þú verður að af- henda bókina til yfirvaldanna í hernum. Spurt: Eg hefi tapað skömtun- arbókinni minni. Hvernig fæst ný bók? Svar: Umsónkareyðublöð fást hjá Local Ration Board. Þessi blöð verður maður að fylla út og eiðfesta. Manni er svo fengið bráðabirgða spjöld fyrir 30 daga, að því tímabili loknu er manni send ný bók. Spurt: Eg hefi heyrt að verð á strawberries muni lækka bráð- um. Get eg fengið að vita hve- nær það verður? Svar: Hámarksverðið á straw- berries í Winnipeg er 22 cent merkur karfan. En frá 24. júní og til 15. júlí verður verðið ekki nema 17 cent (pint basket). Eftir 15. júlí hækkar verðið aftur upp í 22 cent. • Smjörseðlar nr. 62-63-64-65 falla allir úr gildi 30. júní. KYRRAHAFSEYJAR SEM KOMA VIÐ SÖGU Ýmsum mun þykja fróðleikur í því að lesa um eyjar þær, sem barist er um á Kyrrhafi nú og verður barist um á næstunni. Nýja-Guinea er önnur stærsta eyja heims. Hún er um 2500 km. frá norðvstur- til suðausturodda. Breiðust 620 km. Var gefið nafn af spænskum landkönnuðum — um 1545 — því að þeim þótti eyjarskeggjar mjög líkir svert- ingjunum á Guineu-strönd Afríku. Nýja Bretland: Eins og hálf- máni í lögun, um 30,000 ferkm. að stærð. William Dampier, enskur sjóræningi og landkönn- uður, kallaði hana eftir Bret- landi, því að honum þótti strönd- in lík suðurströnd Bretlands. Nýja-Irland: Tæpir 300 km. á lengd og óvíða meira en 16 km. á breidd. Filip Carteret fann hana 1767 og fór að dæmi Dampiers, kallaði hana Nýja-lrland. Salomonseyjar: Tíu stórar og margar litlar eyjar á 1000 km. löngu svæði. Spánverjinn Mend- ana fann þær. Sögur sögðu, að musteri Salomons í Jerúsalem hefði verið skreytt með gulli frá þessum eyjum og voru þær því kendar við hann. Gilberteyjar: Um 550 kóral- eyjar á 650 km. svæði. John Byron, afi skáldsins, fann þær árið 1765 og heitjr ein þeirra eft- ir honum, en þær eru í heild heitnar eftir sæfaranum Gilbert, er kom þangað 1788. Karolina-eyjar: Um 550 kóral- eyjar og hringrif, samtals rúml. 1250 ferkm. að stærð. Portu- galskur maður, Diego de Rocha, er talinn hafa fundið þær árið 1527. Þær heita eftir Karli (Carolus) 2. Spánarkonungi. Marianaeyjar: Keðja 15 eld- fjallaeyja, sem Magellan fann árið 1521. Hétu fyrset Ladrones- eyjar eða Þjófaeyjar, en voru öld síðar kallaðar eftir Maríu Önnu Austurríkisdrotningu. Marshall-eyjar: Þrjátíu klasar lágra smáeyja fyrir austan Kar- olinaeyjar. Spænskur landkönn- uður kom þangað fyrstur manna árið 1528, en árið 1788 kom þangað enskur sægarpur, Mar- shall að nafni, sem gaf eyjunum nafn sitt. 1 för með honum var Gilbert, sem ofar getur.—Vísir. Spurningum á íslenzku svarað á ísl. af Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St., Winnipeg. WARTIME PRICES AND TRADE BOARD Með því að hjálpa fólki til að sníða og sauma upp úr gömlum eða notuðum flíkum hafa Con- sumber Branch Re-Make Centers sparað Canada 500,000 yards af nýju fatnaefni síðastliðið ár. Spurningar og svör Spurt: Hvenær ganga síðari fimm niðursuðusykurseðlarnir gildi? Svar: Þessir seðlar (F 6-7-8 9- 10 í bók nr. 3) ganga í gildi 6. júlí. Spurt: Eg tapaði skötmunar- bókinni minni og fékk aðra í staðin, en þegar hún kom þá vantaði fyrstu fimm F-seðlana (niðursuðusykur). — Hvernig stendur á þessu? Svar: Þú hlýtur að hafa beðið um nýju bókina eftir 25. maí, en þá gengu þessir seðlar í gildi. Þegar ný bók er send í stað bók- ar sem hefir tapast, þá fylgja seðlar aðeins frá þeim degi sem nýja bókin var send, ekki frá þeim degi sem gamla bókin glat- aðist. Spurt: Þegar sonur minn fékk hæmfararleyfi þá gleymdi hann að biðja um bráðabirgða skömt- Matreiðslubók Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feld sted, 525 Dominion St. Verð $1.00. Burðargjald 5tf. Bækur til sölu á Heimskringlu Endurminningar, 1. og II. hefti, alls 608 blaðsíður, eftir Eriðrik Guðmundsson. Verð upphaflega $2.50, báðar bæk- urnar; nú $1.00. Hetjusögur Norðurlanda, um 200 blaðsíður að stærð, eftir Jacob A. Riis. Islenzkað hefir Dr. Rögnvaldur Pétursson. — Verð 35c. ★ * ★ Jarðabók Árna Magnússonar, öll bindi, óskast til kaups. Björnsson’s Book Store í 702 Sargent Ave. — Winnipeg LEIKUR LIFSINS verður ykkur auðveldari ef þið eruð vel undirbúin. Aldrei hefir verið eins nauðsynlegt og ein- mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun, og það fólk sem hennar nýtur hefir venju- lega forgangsrétt þegar um vel launaðar stöður er að ræða. Vérhöfum nokkur námsskeið til sölu við fullkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg. Spyrjist fyrir á skrifstofu vorri þessu viðvíkjandi, það margborgar sig. THE VIKING PRESS LIMITED Banning og gargent WINNIPEG :: :: MANITOBA

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.