Heimskringla - 28.07.1944, Blaðsíða 6

Heimskringla - 28.07.1944, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 28. JÚNI 1944 “í raun og veru hafa þeir gert það. Ef þér borgið hana áður en samningur yðar fellxír úr gildi þá verð eg auðvitað að selja yður hana, en hann er útrunninn eftir fáeina daga.” Kenyon, sem sá nú að sinn illi grunur var að rætast, var alveg orðlaus af undrun; hann stóð og þerraði svitadropana, sem brutust út á enni hans. “Þér virðist furða yður á þessu,” sagði von Brent. “Já, eg er alveg stein hissa á þessu.” “Já, þér getið ekki álasað mér neitt fyrir þetta. Eg hafði ekki neinn minsta grun um, að Longworth og maðurinn, sem með honum var væri í nokkru sambandi við yður. Þeir sögðust hafa komist að tilveru þessara námu af hend- ingu. Þeir sögðust svo hafa spurst fyrir og komist að raun um að náman væri góð. Þeir sögðust svo hafa verið á fundi, sem þér hefðuð kallað saman, en eftir þeim fundi að dæma væri það deginum ljósara að þér gætuð aldrei stofnað hlutafélagið. Svo komu þeir hingað og buðu mér borgun út í hönd fyrir námuna. Þeir lögðu inn tuttugu þúsund pund í niðurborgun og þann dag sem réttur yðar fellur gefa þeir mér ávísun fyrir afganginum.” “Já, eg á þetta skilið,” sagði Kenyon. “Eg hefi verið blektur og svikinn. Mig grunaði þetta alt af, en eg var of huglaus og hræddur. Þessi maður Longworth lét sem hann ætlaði að hjálpa mér að mynda hlutafélagið. En alt sem hann hefir gert er að svíkja mig. Hann kom hingað til að gæta hagsmuna þess félags, sem eg var að mynda og nú hefir hann náð kauprétti í sínu eigin nafni.” “Já, það hefir hann gert,” sagði von Brent. “Eg verð að játa að eg er mjög hryggur yfir hvernig þetta hefir farið, en eins og eg sagði áðan hafði eg enga hugmynd um hvernig sak- irnar stóðu í raun og veru. Eins og þér vitið þá borguðuð þið ekkert niður og eg varð að sjá um minn hag. En þrátt fyrir alt þetta er kauprétt- ur yðar gildur í fáeina daga ennþá, og eg afhendi ekki Longworth námuna fyr en síðasta míntúan er útrunnin. Eru nokkur líkindi til að þér getið náð í féð innan þess tíma?” “Ekki minstu líkindi.” “Jæja, þér sjáið sjálfir að eg get ekkert gert fyrir yður. Eg er bundinn löglegum samningi að selja þessum tveimur mönnum námuna strax og eg má selja hana. Alt var gert löglega, svo eg get ekkert gert.” “Já, eg skil það,” sagði John. “Verið þér sælir.” Hann gekk yfir á símastöðina og sendi símskeyti. Wentworth fékk það næsta morgun. Það hljóðaði þannig: “Við erum sviknir. Longworth hefir fengið kauprétt á námunni í sínu eigin nafni.” 18. Kapítuli. Er Wentworth fókk þetta símskeyti las hann það oft áður en hann skildi meiningu þess. Svo tók h^nn að æða fram og aftur um herberg- ið. Auk þess sem hann létti sér fyrir brjósti með því að segja fáein blótsyrði. Vinir hans, sem höfðu kynst orðaforða hans þegar honum rann í skap, játuðu að ungi maðurinn hafði til að bera mælsku, sem var fremur sérstök fyrir það hvað hún var kröftug heldur en fáguð. Þegar honum varð ljós þýðing skeytisins varð orðaval hans alveg yfirgengilegt. En samt vissi hann að þótt slíkt orðbragð gæti létt honum fyrir brjósti, hafði það mjög litla hagan- lega þýðingu. Hann þagnaði því og íhugaði hvað hann ætti að gera, og þeim mun lengur, sem hann hugsaði, þess ómögulegra fann hann að ráða mætti bót á þessu. Hann lét á sig hattinn og gekk út úr herberginu. “Heyrðu Henry,” sagði hann við skrifarann sinn, “þekkir þú nokkurn, sem mundi vilja lána mér 20,000 pund sterling?” Henry hló, er hann hugsaði til þess að nokkur mundi lána slíka fjárupphæð án allra minstu tryggingar, enda var sú hugsun skopleg. “Þurfið þér þetta í dag?” “Já, eg þarf að fá þetta í dag.” “Gott er það, þá þurfið þér ekkert annað en að fara út á götuna og spyrja hvern mann, sem þú hittir, hvort hann hafi svona mikið fé á sér. Þú hittir áreiðanlega marga, sem hafa meira en það, og gæti vel verið að einhver þeirra, sem sæi hve fíflslegur þú ert væri svo heimskur að lána þér þetta. Eg hefði samt miklu meiri trú á að hitta auðmann um nætur tíma og hafa vopn með mér.” “Þú hefir rétt fyrir þér, Henry, það eru alveg jöfn líkindi fyrir þessu. Eg þekki nógu marga, sem eiga peninga, en mér væri mjög ljúft að biðja þá um þvílíkt lán og hugsa að eg geri það ekki, né að þú ættir að gera það, en samt dugir ekkert ófreistað.” “Hvað ætlar þú að gera við alla þessa pen- inga, George? Láta þá í námuna?” “Já, það er þessi eilífa náma; mig langar til að eignast hana og þessvegna þarf eg pening- ana.” “Rétt er það, George. Ekki hefi eg mikla von um framgang þinn í þessu máli. Hefir þú aldrei talað við Longworth gamla um þetta. Hann var ekki meðal þeirra, sem þið ætuðuð að fá í félagið?” “Nei, það var hann ekki. Eg vildi óska að hann hefði verið það. Hann mundi hafa farið betur með okkur, en þorparinn hann bróður- sonur hans.” “Ó, þessi ungi uppskafningur hefir snúið á ykkur, eða hvað?” “Það hefir hann gert og við minnumst ekki á það framar.” “Jæja, því ferð þú þá ekki til gamla manns- ins og leggur málið fyrir hann? Hann fer með þennan bróðurson eins og son sinn. Menn gera venjulega mikið fyrir sonu sína, svo hann vill kanske gera hið sama fyrir bróðurson sinn.” “En þá yrði eg að segja honum að þessi bróðursonur hans sé þorpari.” “Það er ágætt. Slík frásögn kemur honum til að láta þig hafa þessi tuttugu þúsund pund. Sé bróðursonur hans þorpari í raun og veru og þú getur sannað honum það, þá finst enginn betri lykill að peningaskápnum hans en það.” “Hver skollinn!” sagði Wentworth, > “eg held eg reyni þetta. Eg skal að minsta kosti láta hann vita hverskonar maður þessi bróðursonur hans er. Eg ætla að fara og tala við hann. “Eg mundi gera það,” svaraði hinn og tók til starfp á ný. George Wentworth stakk sím- skeytinu í vasa sinn og lagði af stað til gamla Wentworths í ihugarástandi, sem enginn maður ætti að vera í er hann heimsækir meðbróðir sinn. Hann beið þess ekki að koma sín væri boðuð, heldur gekk hann, þjóninum til hinnar mestu undrunar, rakleiðis inn á 9krifstofu gamla mannsins. Hann sat við skrifborðið sitt. “Góðan daginn, Mr. Wentworth,” sagði gamli auðmaðurinn alúðlega. “Góðan dag,” svaraði George stuttur í spuna. “Eg er hingað kominn til að lesa fyrir yður símskeyti og láta yður sjá það.” Hann fleygði símskeytinu á borðið fyrir framan gamla manninn, sem setti upp gleraugun, las það og leit svo spyrjandi á Wentworth. “Skiljið þér ekki símskeytið?” spurði hann. “Nei, eg verð að játa að eg geri það ekki. * Sá Longworth sem talað er um í því er líklegast ekki eg?” “Nei, en hann er úr yðar f jölskyldu. Hann er bróðursonur yðar, William Longworth, og er þorpari!” “Ah,” sagði gamli maðurinn og lagði sím- skeytið á borðið og tók af sér gleraugun. Komuð þér hingað til að segja mér það?” “Já, hafið þér vitað það fyrri?” “Nei”, svaraði hinn og varð rauður í fram- an af reiði. “Eg hefi hvorki vitað það áður, né veit það nú. Eg veit að þér hafið sagt það, en eg býst við að yður muni þykja vænt um að taka aftur orð yðar. Eg skal að minsta kosti gefa yður tækifæri til þess.” “Það er langur vegur frá að eg geri það, þvert á móti skal eg sanna yður hið gagnstæða. Bróðursonur yðar gekk í félag við vin minn, Kenyon og mig í þeim tilgangi að koma námu einni í Canada á markaðinn.” “Góði maður,” sagði Longworth, “mig langar alls ekkert til að heyra um viðskiftabrall frænda míns. Mér kemur ekkert við um það og náman yðar er mér óviðkomandi. Alt málið er mér óviðkomandi og eg neita að hlusta á það. Þér eruð heldur ekki — ef eg mætti segja það — í því hugarástandi, að þér séuð hæfur til að tala við nokkuð prúðmenni. Ef þér viljið koma aftur þegar yður er runnin reiðin, skal eg með mestu ánægju hlusta á það, sem þér viljið segja mér.” “Eg verð aldrei rólegri hvað þetta mál snertir. Eg hefi sagt yður að hann bróðursonur yðar sé þorpari. Þóknast yður kanske að neita ásökununni?” “Eg neita engu; eg hefi aðeins sagt að eg vissi ekki til þess, og að eg trúi því heldur ekki nú; það er alt og sumt.” “Það er gott, strax og eg fer að sýna yður sönnunargögn mín, sem sýna að það sem eg segi---” “Herra minn,” sagði gamli maðurinn sem var nú farið að volna undir uggum. “Þér sýnið mér engar sannanir, þér komið bara með stað- hæfingar, óhróður á fjarverandi mann sem ekki getur borið hönd fyrir höfuð sér. Ef þér hafið nokkuð að ákæra William Longworth fyrir, þá komið hingað þegar hann er heima, og látið hann svara fyrir sig. Það er níðingslegt af yður og ranglátt gagnvart mér að koma hingað með f jölda af ákærum, sem eg get á engan hátt svar- að.” “Viljið þér hlusta á það sem eg hefi að segja?” “Nei.” “Þá veit hamingjan að þér skuluð mega til með það!” Að svo mæltu gekk Wentworth að hurðinni, sneri lyklinum í skránni, en gamli maðurinn stóð á fætur og horfði á hann. “Ætlið þér að hafa í frammi ofbeldi við mig, herra minn, á minni eigin skrifstofu?” “Eg ætla, Mr. Longworth, að sýna yður það, sem eg hefi fram að bera, og eg ætlast til að þér hlustið á það, og hlustið á það nú!” “En eg segi að ef þér hafið nokkra kæru gegn bróðursyni mínum, þá skuluð þér bíða unz hann kemur heim.” “Þegar hann kemur heim er of seint að ræða þetta mál; því þér getið nú gert gott úr því, sem hann hefir ilt gert. Þegar hann kemur heim er það ómögulegt fyrir yður hversu feginn sem þér vilduð.” Gamli maðurinn stóð eins og ráðalaus, svo settist hann í stólinn. “Jæja þá,” sagði hann og stundi við. “Eg er ekki eins frækinn og eg áður var. Segið mér þá sögu yðar.” “Hún er stutt,” svaraði Wentworth. “Hún er svona: Þér vitið að bróðursonur yðar gekk í félag við okkur um námu eina í Canada.” “Eg veit ekkert um það, og hefi sagt yður það,” svaraði Mr. Longworth. “Jæja, þér vitið það þá nú.” “Eg veit að þér segið það.” “Efist þér um orð mín?” “Eg skal segja yður frá því þegar eg hefi heyrt sögu yðar. Haldið áfram.” “Bróðursonur yðar lézt ætla að hjálpa okk- ur til að mynda hlutafélag, en gerði í stað þess alt, sem hann gat til að hindra okkur. Hann leigði skrifstofu, sem langan tíma tók að gera í stand, og sem við að síðustu urðum að taka að okkur sjálfir. Svo faldi hann sig í heila viku svo að eigi var hægt að finna hann og neitaði að svara bréfunum, sem send voru á skrifstofu hans. Hann fann upp hvert ráðið eftir annað til að fresta stofnun félagsins, þangað til kaup- réttur sá, er eg og Kenyon höfðum á námunni var næstum útrunninn; þá ferðast bróðursonur yðar til Ameríku ásamt Mr. Melville, til þess, eins og þeir sögðu, að rannsaka námuna og gefa skýrslu um hana. Eftir að hafa beðið langa hríð án þess að heyra neitt frá þeim (en hann hafði loijað að senda Okkur símskeyti) fór Ken- yon til Ameríku til þess að fá kaupréttinn end- urnýjaðan. Þetta símskeyti sýnir árangurinn. Hann kemst að því, þegar þangað kemur, að bróðursonur yðar hefir trygt sér kaupréttinn í sínu nafni, og eins og Kenyon segir, erum við sviknir. Eruð þér nú í nokkrum vafa um hvort bróðursonur yðar er þorpari eða ekki?” “Ef þetta, sem þér hafið sagt mér er í raun og veru satt,” sagði Mr. Longworth eftir dálitla umhugsun, “er enginn vafi á því, að William hefir gert sig sekan í fremur hörkulegri verzl- unar aðferð.” “Hörkulegri!” æpti hinn, “segið heldur í ráni, kaupskapar ráni!” “Minn góði maður, eg hefi nú hlustað á yður; nú verð eg að biðja yður að hlusta á mig. Ef þér hafið lýst þessu máli rétt, þá gef eg það vel eftir að bróðursonur minn hefir viðhaft að- ferðir, sem enginn heiðarlegur maður væri þektur fyrir að nota; en um það get eg ekki da^nt fyr en eg heyri hina hlið málsins, hans hlið. Málið getur þá fengið annan svip, sem eg efast ekki um að það geri. En enda þótt eg samþykti að framsetning yðar sé öll rétt — hvað kemur mér þá alt þetta við? Eg er ekki ábyrgð- arfullur fyrir breytni bróðursonar míns. Hann virðist hafa gengið í félag með tveimur ungum mönnum og verið þeim of kænn. Það er það sem heimurinn mundi sennilega nefna það. Hann hefir kanske eins og þér segið gengið lengra og snuðað félaga sína, en þótt eg gangist inn á að hann hafi gert það, hvernig ætti eg að vera ábyrgðarfullur fyrir því?” “Ekki lagalega, en eg hugsa siðferðislega.” “Á hvern hátt?” “Ef hann væri sonur yðar-----” “En hann er ekki sonur minn, heldur bróð- ursonur.” “Hefði sonur yðar framið þjófnað, munduð þér þá ekki gera alt sem í yðar valdi stæði til að bæta fyrir afbrot hans?” “Kanske og kanske ekki. Sumir feður gjalda skuldir sona sinna, aðrir láta það ógert. Eg get ekki sagt hvað eg mundi gera í þeim að- stæðum vegna þess að þær eru mér sem stendur of óskýrar.” “Gott og vel, alt sem eg hefi við þetta að bæta er það, að sámningurinn okkar rennur út eftir tvo eða þrjá daga. Tuttugu þúsund pund tryggja okkur námuna. Þau verð eg að fá áður en fresturinn er úti.” “Og er það skoðun yðar að eg ætti að gjalda þetta fé?” “Já.” Gamli Longworth hallaði sér aftur á bak í stólnum og horfði forviða á unga manninn. “Aðeins hugsunin um að fjármálamaður í London komi með slíka uppástunga til annars fjármálamanns, er fáránlegri en orð fái lýst.” “Longworths nafnið er þá einskisvirði í yðar augum — eg á við heiður fjölskyldunnar?” “Heiður Longworths nafnsins er mér fyrír öllu. En eg hugsa að það haldi sóma sínum án allrar hjálpar frá yðar hálfu.” Nú varð stundarþögn, svo tók Wentworth til máls og mátti heyra niðurbælda skelfingu í rómi hans. “Eg hélt, Mr. Longworth að einn úr fjöl- skyldu yðar væri þorpari; mætti eg nú segja yður, að eg hugsa að það heiti eigi bæði við bróðurson og föðurbróðir. Þið hafið tækifæri til að leiðrétta klækjabrögð frænda yðar. Þér svarið mér með fyrirlitningu. Þér hafið ekki gefið minsta merki um að þér viljið leiðrétta þau.” Hann lauk upp hurðinni. “Heyrið mér nú,” sagði gamli Longworth og stóð á fætur. “Nú er nóg komið Mr. Went- worth.” Hann þrýsti á bjölluhnapp, og þegar þjónninn kom inn sagði hann: “Gerið svo vel og fylgið þessum unga herra- manni til dyra, og komi hann nokkru sinni hing- að aftur þá neitið honum inngöngu.” Wentworth krepti hnefana af reiði. Hann var rekinn út. Hann hafði allan daginn til að yfirvega þann sannleika að reiður maður nær sjaldnast tilgangi sínum. 19. Kapítuli. Þetta ófriðsamlega samtal skemdi til fulls hið góða skap, sem Longworth átti að jafnaði. Hann fór fyr heim þetta kvöld en hann var vanur, 0|* þess lengur, sem hann hugsaði um árás Wentworths þeim mun ranglátari fanst honum hún. Hann furðaði sig á hverju frændi hans hefði fundið upp á, og reyndi að rifja upp fyrir sér hvað Wentworth hefði ásakað hann um. Hann gat hreint ekki munað það, og æsing- in, sem stundum hafði gripið hann virtist að hafa afmáð ásakanirnar úr minni hans. En eitt varð eftir, gremjan gegn Wentworth. Mr. Longworth fór yfir með samvizku sinni alt mál- ið og leitaði eftir hvort hann hefði nokkra sök á þessu, en gat ekki fundið neitt atriði í breytni sinni gagnvart ungu mönnunum er valdið gæti þessu óhappi þeirra. Hann las uppáhalds blað- ið sitt með miklu minni áhuga en endranær, samtalið frá því um morguninn kom altaf upp í huga hans. Loks sagði hann hastarlega: “Edith!” “Já, pabbi,” svaraði dóttir hans. “Þú manst eftir manni einum, Wentworth að nafni, sem var hérna í boðinu áður en Wil- liam fór.” “Já, pabbi.” “Jæja, bjóddu honum hingað aldrei fram- ar.” ' “Hvað hefir hann gert?” spurði hún og röddin titraði dálítið. “Eg vil ekki heldur að þú bjóðir neinum, sem er í nokkru sambandi við hann, eins og þessum Kenyon, til dæmis,” svaraði faðir henn- ar og lét eins og hann heyrði ekki spurningu hennar. “Eg hélt,” sagði hún, “að Kenyon væri erlendis.” “Hann er það, en kemur heim hugsa eg. Hvað sem því líður vil eg ekkert hafa saman við þessa menn að sælda. Skilurðu það?” Mr. Longworth hélt áfram að lesa. Edith sá að hann var í mjög æstu skapi; hún var mjög forvitin að vita ástæðuna, en hún þekti mann- legt eðli nægilega vel til að líta svo á, að áður en langt um liði mundi hann af sjálfsdáðum segja henni frá því. Hann reyndi að beina at- hygli sinni að blaðinu, en fleygði því brátt frá sér og leit á hana. “Þessi maður, hann Wentworth,” sagði hann mjög gremjufullur, “kom mjög óviðeig- andi fram gagnvart mér á skrifstofunni minni í morgun. Það virist sem William, hann og Ken- yon hafi verið í sambandi um einhverja námu yfír í Ameríku. Eg vissi ekkert um hvað þeir höfðu fyrir stafni og var aldrei spurður til ráða á neinn hátt. Nú kemur það upp að William hefir farið til Ameríku og gert eitthvað, sem Wentworth álítur rangt. Wentworth kom til mín og heimtaði 20,000 pund af mér — það ósvífnasta, sem eg hefi nokkru sinni heyrt — og sagði að það væri mér skyldast að þvo óþverr- ann af ættarheiðrinum, eins og heiður okkar hvíldi á Wentworth eða öðrum hans líkum. Eg rak hann út úr skrifstofunni.” Edith svaraði engu á meðan hann lét dæl- una ganga, og létti á hjarta sínu með ýmsum orðatiltækjum, sem hér verða ekki birt. “Sagði hann nokkuð um á hvern hátt Wil- liam hefði 9vikið þá?” spurði hún. “Eg man það ekki vel, hvað hann sagði, en eg man að eg bað hann að koma síðar með ákær- ur sínar, þegar bróður sonur minn væri nær- verandi ef honum svo sýndist. Ekki það að eg játaði að eg hefði nokkuð með þetta að sýsla, en eg neitaði að hlusta á ákærur gegn manni, sem var fjarverandi. Eg hlustaði ekki á hvað hann sagði.” “Það var auðvitað rétt,” sagði Edith. “En hverju svaraði hann því?” “Ó, hann svívirti mig og William þangað til eg neyddist til að reka hann út.” “En hvað sagði hann um að hitta William á skrifstofunni og ákæra hann þar?”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.