Heimskringla - 28.07.1944, Blaðsíða 3

Heimskringla - 28.07.1944, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 28. JÚNÍ 1944 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA 17. JUNI: j Glæsileg hátíðahöld víðsvegar um Ameríku RÆÐA THOR THORS í NEW YORK 17. JÚNI — Eftir Benedikt Gröndal 17. JÚNf 1944 mun verða íslendingum um heim allan eftir- minnilegur dagur. Þá var lýðveldi þeirra hátíðlega endurreist á Þingvöllum að viðstöddum þúsundum íslendinga og fulltrúa margra erlendra ríkja. Þann dag héldu og Islendingar um víða- veröld hátíðlegan. Munu vart finnast þeir íslenzkir menn eða menn af íslenzkum ættum, sem ekki stöldruðu við og hugsuðu heim á þessum mesta degi í sögu gamla landsins, hugsuðu um baráttu sjö alda, hugsuðu um leiðtogana sem stjórnuðu þeirri baráttu og alla landsmenn sem tóku þátt í henni. Þessari baráttu er lokið með fullum sigri. Víðsvegar í Norður-Ameríku komu Islendingar saman 17. júní til að minnast stofnunar lýðveld- isins. I Berkeley í Californíu, í Wynyard, á Hnausum, í Norður Dakota, í Washington og á mörg- um öðrum stöðum. Stærst og mest mun þó hafa verið sam- koma sú, sem haldin var í New York. Um 260 Islendingar voru við- staddir kvöldverðarveizlu, sem dr. Helgi P. Briem og kona hans héldu að Hotel Henry Hudson. Var það hinn glæsilegasti fagn- aður með fjölda snjallra ræðu- manna, söng og hljóðfæraleik. Er Dr. Briem hafði boðið menn velkomna, var einnar mínútu þögn, er menn beindu hugsun- um sínum heim til gamla Fróns. Að ^ví loknu las Dr. Briem eftir farandi kveðju til allra Vestur Islendinga: “The Government of Ice land sends greetings to Ice- landers of America. At this turning point in the history of the Icelandic nation, when she has gained the final goal of centuries in her struggle for liberty, with the restablish ment of the Republic of Ice land, the nation wishes to con vey thanks to the Icelanders of. the Western world with thanks for their effort in sup- port to her in the past. She thanks the faith they have al- ways shown towards their na- tive land. She rejoices over qualities shown by them in their new homeland and the respect they have gained there. Signed: Prime Minister , Björn Þórðarson” Er aðalræðismaðurinn hafði lesið ávarp þetta, lagði hann til, að drukkin væri fyrst skál ís- lands, forseta þess og þjóðar. — Síðan var drukkin skál Banda- ríkjanna, forseta þeirra og þjóð- ar og í þriðja sinn var drukkin skál “hermannanna, sem berjast fyrir frelsi og framtíð mann- tradition, many centuries of tor ment and tyranny by hands of Nature and Man has not quelled the spirit of this people, and now that the call has come again they are proudly there. We, your children and their descendants, from the land of the Maple Leaf, are proud to pay tribute and honor on this mo- mentous day of Independence, to the new infant republic, of Ice- land. We extend our hand across the ocean in a cordial greeting of welcome to the newest member of nations. May the God that has led you through seven centuries of bond- age and commercial tyranny hold the hand of providence over you and guide your destiny in the years to come. May the trail that you have so courageously broken today, be the beginning of an ever widen- ing road to the happiness and prosperity of your people and your nation. Your children are few, but your contributions to world culture have already been great. We trust that your con- tributions to the world’s family of Nations will be proportion- ately great. kynsins í lofti, á landi og á sjó.” Meðal ræðumanna voru þeir Grettir Eggertson, forseti ís- lendingafélagsins í New York, Garðar Gíslason, Halldór próf. Hermanson frá Ithaca, Stefán prófessor Einarsson frá Johns Hopkins University í Baltimore, og Vilhjálmur Stefánsson. Þá tók og til máls Hjörvarður Árna- son, sem er nýkomin hingað 'til lands frá Islandi, þar sem hann starfaði fyrir Office of War In- formation. Hann skýrði mönn- um nokkuð frá kosningunum, sem fram fóru um lýðveldið og skilnaðinn. Hann sagði meðal annars: “1 kvöld er mér álíka innan- brjósts og mér var í Reykjavík meðan á kosningunum stóð, er mér virtist hver einasti maður á götunum vera með litla merkið, sem gaf til kynna að hann væri einn af hinum 98% kjósenda sem gerðu þessa kosningu svo eftirminnilega í sögu lýðræðis- ins. Einn kosnindaginn tók eg mér ferð á hendur til Þingvalla og hvarvetna meðfram veginum mátti sjá kjörstaði, fánum skreyttar bifreiðar sem fluttu menn á kjörstað, og sveitafólkið á hestum sínum, þar til mér varð sem eg væri að horfa á eina af hinum miklu pílagrímsferðum miðaldanna. Hugur og hjarta gjörvallrar þjóðarinnar var beint að einu marki, og mér var sem eg fyndi hinn geysilega á- hrifaríka, fasta vilja, sem setti mark sitt á alla þjóðina meðan á þessu stóð.” Dr. Helgi Briem flutti á ensku snjalt yfirlit yfir sjálfstæðismál Islands frá fyrstu til síðustu daga. Dr. Briem sagði m. a.: “Mér fanst það mjög athyglis- vert að Bandaríkin skyldu ekki, jafnvel er þau voru að stríði komin, vilja særa tilfinningar jafnvel hins smæsta ríkis, með því að setja her á land á Islandi án þess að hafa til þess leyfi stjórnar okkar. Eg tel þetta góðs vita fyrir framtíðina og vona, að þeim munu nauðnast að frelsa fleiri þjóðir undan oki nazista eins og þeir vernduðu okkur frá því oki.” “Eg hygg að okkur komi öll- um saman um það,” hélt ræðis- maðurinn áfram, “að Bandarík- in hafi sýnt Islandi hina mestu vináttu og við höfum enga heit- ari ósk en að Bandaríkin megi blómgast og dafna.” María Markan, Gunnar Páls- son og Guðmundur Kristjánsson sungu einsöngva og Rögnvaldur Sigurjónsson lék einleik á píanó við mikla hrifningu viðstaddra. Einnig lék Tryggvi Helgason nýtt lag, sem hann hefir samið og kallar Frelsissöng íslands. Um miðnætti kom til veizlunn- ar sendiherra Thor Thors. Hafði hann um daginn mikla gesta- móttöku í Washington og komu um 500 manns, þar á meðal flest- ir fulltrúar erlendra ríkja í Washington, og vottuðu honum heillaóskir til íslands. Um kvöld- ið flaug sendiherrann ásamt konu sinni, dóttir og Hinrik Björnssyni fulltrúa, syni hins nýkjörna forsetá, til New York. Ræða sendiherrans er birt í heild hér á eftir: Góðir Islendingar: Eitt af góðskáldum vorum hefir einu sinni sagt: Veit þá forystumenn sinnar stéttar og! ing þess er boðun næstu heims- fulltrúar stærstu verzlunarfyr- styrjaldar. Prófessor Richard Beck og íslenzkir blaðamenn. Daginn sem dr. Richard Beck prófessor kom til Reykja- víkur bauð utanríkisráðuneyti, fréttamönnum útvarps og blaða að hafa tal af honum. Kringum borðið sitja (talið frá vinstri): Jón H. Guðmundsson ritstjóri “Vikunnar”, Jón Bjarnason blaðam. “Þjóðviljans”, Bárður Jakobsson fréttam. útvarpsins, Kristján Guðlaugsson ritstj. “Vísis”, Bjarni Guð- mundsson blaðafulltrúi utanríkisráðuneytisins, próf. Richard Beck, Vilhj. S. Vilhjálmsson blaðamaður “Alþýðublaðsins”, Jón Helgason blaðam. “Tímans”, Arnaldur Jónsson blaðam. “Vísis”, Skúli Skúlason ritstj. “Fálkans” og Valtýr Stefánsson ritstj. “Morgunblaðsins”. Samtalsins við próf. Beck var ítarlega getið í blöðum og útvarpi. (Ljósm. Vigfús Sigurgeirs- son, Reykjavík). engi, að eyjan hvíta á sér enn vor. 1 dag er vordagur á íslandi. Þar ríkir nú nóttlaus voraldar veröld. Lengsti dagur ársins er aðeins ókominn. Við höfum dag upplifað — í huganum að- eins þó — íslenzkan vordag. — Hinn fegursta íslenzka vordag á Þingvöllum. Við höfum hugsað okkur Þingvelli búna fegursta vorskrúða, ljómandi af geislum sólarinnar í fjölbreytilegustu lit- rofum. Við höfum séð tugi tugi þúsunda af þjóð vorri leggja leið sína til Þingvalla, hlusta þar í andagt og hrifningu á mál for- ystumanna þjóðarinnar. Vér höfum heyrt hljóma í eyrum okkar hljóm kirkjuklukknanna um gjölvalt landið. Við höfum séð fólkið drjúpa höfði í kyrlátri bæn. Við höfum séð það horfa á ný til himins. Hvað táknar þessi helgi- og há- tíðarstund? Eru íslendingar að fagna vorinu? Já, vorið er kom- ið. Islenzka þjóðin er aftur al- frjáls og alráð sinna mála. Þess vegna fer nú vorblær um gjörv- alt landið og um hugi allra sannra íslendinga, hvar sem þeir eru staddir í heiminum. 17. júní er og verður vonandi um alla ókomna tíð stærsti og hjartfólgnasti dagur í sögu þjóð- ar vorrar. Sjö alda baráttu þjóðarinnar fyrir fullu frelsi og óskertri sjálfsstjórn er lokið með fullum sigri. Við minnumst í dag þeirra manna, sem á undan- förnum öldum hafa háð barátt- una fyrir frelsi þjóðarinnar. Við ninnumst forystumannanna, leið toganna, og allra hinna óbreyttu liðsmanna, er fylgdu leiðtogun- um fast að málum. Það hefir jafnan verið lán Islands, að önd- vegismenn þjóðarinnar hafa ver- ið öruggir til sóknar og varnar um málstað hennar. Hefir því þetta reynst sannmæli: Fríður foringi stýrir fræknu liði þá fylgir sverði sigur. og þjáningum vegna kúgunar hersveita Hitlers, óska Islend- ingar Dönum af alhug skjóts frelsis og varanlegrar velferðar í frjálsu og fögru landi þeirra. Vér minnumst í dag alveg sér- staklega höfðingja dagsins og sögunnar, Jóns Sigurðssonar, er gat sér nafnbótina “sómi Islands, sverð þess og skjöldur’*', og þökk- um með djúpri lotningu forystu hans. Um hann mun þetta ætíð sannast: Þeim, sem æfinnar magn fyrir móðurlands gagn hafa mestum af trúnaði þreytt, hljómar alþjóðarlof yfir aldanna rof, því þeir óbornum veg hafa greitt. Því hefir stundum verið haldið fram, að Islendingar hefðu end- urheimt frelsi sitt án nokkurrar baráttu, án nokkurra fórna. Þess ber þó að gæta, að í sjö aldir hef- ir barátta beztu manna þjóðar- innar nær eingöngu beinst að því að skýra málstað vorn og sækja rétt vorn í hendur erlendra stjórna, sem oftast voru skiln- ingslitlar og athafanlitlar um velferð þjóðarinnar og framfar- ir. Erlend afskifti færðu aftur- Vér Islendingar, sem hér er- um í kvöld, erum allir gestir í þessu mikla landi. Ýmsir af oss hafa tekið sér hér bólfestu, gerst borgarar í þessu landi og tekið upp enska tungu sem daglegt mál. Þá nefnum vér Vestur-ls- lendinga. Eg vil nota þetta tækifæri til að flytja öllum Vest- ur-lslendingum hjartfólgnustu kveðjur með innilegu þakklæti fyrir þeirra þrek, dugnað og af- rek í baráttu þeirra hér í landi harðrar samkepni manna, þar sem hinir dugandi sigra, en hinir dragast aftur úr. Vestur-íslend- ingar mega vita það, að fólkið heima metur baráttu þeirra og dáir hana. Islendingar eru smám saman að læra að skilja, að afrek Vestur-íslendinga eru verulegur þáttur í sjálfstæðisbaráttu okk- ar. Þau hafa gefið oss styrk og hvöt. Þau hafa einnig sannað borgurum Bandaríkjanna og Canada, að það er dugur í Islend- ingum. I hópi þeirra Islendingá, sem hér eru, aðeins gestir til bráða- birgða, er mikill fjöldi ungra námsmanna konur og menn. — Þetta unga námsfólk verður í framtíðinni varanlegur og veru- legur tengiliður á milli þjóðanna vestan hafs og okkar heima. Það er ánægjulegt að hafa átt þess kost að fylgjast með því, hvernig hið íslenzka námsfólk hefir nær því undantekningalaust komið fram okkar þjóð til sóma. Eg veit það, að stúdentarnir skilja það, að vegna fámennis okkar hafa þeir hver um sig verið sér- stakir sendimenn þjóðarinnar og hafa komið fram hér samkvæmt því. Þið vitið það, góðir stúdentar, að íslenzka þjóðin ætlast til mik- ils af ykkur og þráir það, að þið irtækja landsins. Ýmsir þess- ara manna sáu það í upphafi þessarar styrjaldar, að leiðir okk- ar hlutu að liggja vestur um haf, og sé þeim þökk fyrir þann mikla þátt, sem þeir hafa átt í að afla íslendinga nauðsynja sinna í rík- um mæli, meðan aðrar þjóðir hafa farið margs á mis. Oss er og skylt og ljúft að minnast þess, hveru náin hafa verið tengsl okkar við þetta mikla land, Bandaríki Norður- Ameríku. Vér minnumst þess einnig, að í síðustu heimsstyrj- öld lágu leiðir okkar vestur um haf. En þessu gleymdum við furðu fljótt. Og aftur á ný í þessari miklu styrjöld hlutu bjargráðin að koma héðan að vestan. Um fjögurra ára skeið höfum við sótt mest af okkar nauðsynjum hingað. Bandarík- in hafa enn fremur keypt nær allar okkar framleiðsluvörur, enda þótt þessi þjóð þarfnist þeirra ekki sjálf. Þetta hefir verið okkur ómetanleg hjálp. Við skulum heldur ekki gleyma því, að það voru Bandaríkin, sem fyrst allra þjóða lýstu blessun sinni yfir stofnun hins íslenzka lýðveldis að útrunnum sam bandssáttmálanum við Dani. — Þetta gerði Cordell Hull, utan ríkisráðherra Bandaríkjanna, þegar í september 1942. Þess skal einnig minst, að það var Roosevelt forseti, er fyrstur varð til að senda sérstakan fulltrúa til íslands sem Ambassador til að viðurkenna stofnun lýðveldisins. Þessi fulltrúi Roosevelts forseta, Ambassador Dreyfus, endaði ræðu sína á Þingvöllum í dag með þessum orðum til forseta ís- lands og íslenzku þjóðarinnar: “Megi ykkur veitast sama þrek, sami kjarkur og sami manndóm- ur, er forfeður ykkar sýndu er þeir fyrst hófu landnám sitt-. — Þeir sigldu yfir ólgusjó úthafs- ins á opnum bátum án áttavita, en trúðu á stjörnur himsins, mátt sinn og megin. Auðnist ykkur sami kjarkur, sama dáð og sama trúmensku, sem forfeður ykkar sýndu, þá bíður íslands mikil og fögur framtíð.” Aðrar þjóðir eins og Bretar. Norðmenn, Svíar og einnig frjálsir Frakkar fylgdu í fótspor Bandaríkjanna og útnefndu sér- staka sendimenn til hátíðahald- anna, og ber að þakka það og virða. Það er oft sagt um okkur Is- lendinga að við séum sundur- lyndir og kunnum ekki að standa saman. En athugum það, að 98 af hundraði af kjósendum þjóð- arinnar greiddu atkvæði um sambandsslitin við Danmörku, og nær því allir voru sammála um það. Þetta sýnir, að íslenzka þjóðin stendur saman, þegar skyldan kallar. I dag höfum vér Islendingar kastað teningunum. Vér höfum lýst því yfir, að vér viljum standa einir, er vér stofnum lýð- veldi vort. Það hlýtur þó að vera ljóst, að lítil þjóð getur því aðeins staðið ein, að réttur lítil magnans sé viðurkendur í þeim heimi, er upp rís úr ölduróti nú- verandi styrjaldar. Fái minsta þjóð heimsins ekki að lifa í friði, þá verður lítið úr vígorðum öll- um og loforðum um frelsi og sjálfræði þjóðanna. Frelsi ís- Á þessum tímamótum horfum vér Islendingar vonglaðir mót framtíðinni. Við okkur blasa tún og akrar frjósamra og fag- urra sveita. Við sjáum skipin koma að landi hlaðin þeim feng, er færir oss afl þeirra hluta, sem gera skal. Vér sjáum nýjar verksmiðjur, sem rísa upp til að hagnýta fyrir oss þann auð, sem íslenzkir sjómenn færa í þjóðar- búið. Vér sjáum aukna menn- ingu, fjölgandi skóla og sterka kirkju. Vér sjáum starfsglaða þjóð og hamingjusama. Vér minnumst nú á þessari stundu og heiðrum hinn nýkjörna for- seta Islands og óskum honum persónulega alls velfagnaðar og* þjóðinni giftu undir forystu hans og leiðsögn. Það var Jónas Hallgrímsson, sem sagði: Veit þá engi, að eyjan hvíta, á sér enn vor og hann bætti við: Ef fólkið þorir Guði að treysta, hlekki hrista, hlýða réttu, góðs að bíða. Vér skulum vona það, að ís- lenzka þjóðin þori ávalt Guði að treysta. Vér skulum vona það, að íslenzka þjóðin hafi úr þessu fáa hlekki að hrista. Vér skulum vona, að þjóðin þori réttu að hlýða. Fari svo, þá mun ætíð góðs að bíða. Vér vitum, að Islandi er lítið í augum umheimsins. Vér sjáum þó með stolti, að það hefir aldrei verið stærra en í dag. Hvað sem því líður, þá vitum vér þó, að móðurjörð vor verður ætíð feg- urst og kærst og að eilífu stærst í ást og vordraumum barnanna sinna. Vordraumar Islendinga eru miklir og glæsilegir nú í dag. En því aðeins geta þeir ræst, að hver Islendingur geri skyldu sína, sýni manndóm og trú- mensku í þjónustu sinni fyrir föðurlandið, hver á sínu sviði. Þess strengja allir Islendingar einlæglega heit, á þessum degi. Guð verndi íslenzka lýðveldið og blessi íslenzku þjóðina. Iþróttasamkepni (Sports Day) verður haldin að Oak Point, Man., laugardaginn 1. júlí n. k. Meðal annars verða þessar skemtanir: — Baseball Tournament — Horse Races — Jumps — Shetland Pony Race - Pillow Fight — Foot Races — Tug of War — Girls Soft Ball — Biscuit Competition. Verðlaun veitt öllum sigurvegurum. Að- gangur 25c. — Stórkostlegur dans að kveldinu, 35c. Allur ágóði gengur til líknar- starfsemi. * * * Saga tslendinga í Vesturheimi, II. bindi kostar aðeins $4.00 og burðar- gjald 15$, og er til sölu á skrif- stofu Heimskringlu, 853 Sargent Ave. Bókin er í ágætu bandi, mjög vönduð að öllum frágangi og hin eigulegasta. Sendið pantanir sem fyrst, því upplagið getur selst áður en marga varir. ★ ★ ★ Heimskringla er til sölu hjá kipp í þjóðlífið. Fólkið var fá- hverfið öll heim aftur að námi tækt og skorti flest. En vér við- urkennum það með þakklæti, að sambandsþjóð vor, Danir, sýndu drengilegan skilning á málstað vorum og rétti, er þeir 1918 við- urkendu fullveldi íslands. Þess munu íslendingar ætíð minnug- ir, og er Danir eiga nú í þröngum loknu til þess að taka ykkar þátt og jafnvel að hafa forystu í því viðreisnar og framfarastarfi, sem bíður hins íslenzka lýðveldis. Hér í þessari miklu borg verzl- unar og viðskifta eru einnig margir fulltrúar íslenzku verzl- unarstéttarinnar, sumir þeirra i hr. bóksala Árna Bjarnarsyni, lands þýðir frelsi heimsins, svift-1 Akureyri, Island. John S. Brooks Limited DUNVILLE, Ontario, Canada MANUFACTURERS OF GILL NETTING Okkar net eru búin til úr beztu tegund af hör tvinna og “Sea Island Cotton” Þér megið treysta bœði vörugœðum og verði Allar pantanir fljótt og ábyggilega afgreiddar. Captain M. R. Janes, Leland Hotel, Winnipeg Umboðsmaður íyrir Manitoba, Saskatchewan og Alberta

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.