Heimskringla - 28.07.1944, Blaðsíða 1

Heimskringla - 28.07.1944, Blaðsíða 1
We recommend for your approval our // BUTTER-NUT LOAF // CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. We recommend for your approval our // BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. LVIII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 28. JÚNI 1944 NÚMER 39. 3’léttayli’llit og, Hm3agnit Frá stríðinu Fréttir á þriðjudagskvöld frá Normandíu, voru þær, að banda- mönnum væri að ganga betur. Bardagar hafi lengi verið háðir um borgina Caen, uppi í miðju landi, en ekki hefir tekist að reka Þjóðverja þaðan. Hefir her bandamanna þó mikið unnið á og slitið samgöngur að sunnan og norðan. En Cherbourg (Skerjaborg), hafnborginni miklu, hafa þeir náð og eru sagðir byrjaðir að gera við hina miklu höfn þar, er Þjóðverjar eyðilögðu eins og þeim var unt. Segja þó verkfræðingar, að inn- an viku muni bandamenn geta flutt þangað herlið og vopn í stórum stíl. Hérað þetta, Normandí, sem bandamenn hafa lent í, er eitt kunnasta hérað á Frakklandi, af fornsögum Islendinga. Þar sett- ust Norðmenn að á 10. öld. Þar er hafnborg mikil er Le Havre heitir, sem bandamenn eru komnir nærri og þar er og Rou- en, sem áðiír hét Rúðuborg og var fyrrum höfuðborg í Nor- mandí. Þar sátu Norðmenn og höfðingjar þeirra kölluðu sig “Rúðujarla”. 1 dómkirkju fornri þar, er sagt að Gönguhrólfur hvíli — o. s. frv., o. s. frv. Forsætisráðhena Islands Dr. jur. Björn Þórðarson Þegar ný stjórn var skipuð á íslandi í desember 1942, var dr. jur. Björn Þórðarson valinn stjórnarformaður. Hann er þjóð kunnur og reyndur lögfræðing- ur. Utanríkisráðherra íslands Vilhjálmur Þór Með skipun nýrrar stjórnar á slandi 1942, var Vilhjálmur Þór bankastjóri og maður þaulkunn- ugur viðskiftalífinu bæði inn á Við og út á við, kjörinn utanrík- ismálaráðherra íslands. Hann starfaði um skeið hér vestra, heimsótti Winnipeg-lslendinga og varð hér mörgum persónu- lega kunnugur. Rússar hafa verið að draga saman lið til áhlaupa á borgina Vitebsk, norðvestur af Smol- ensk. Borg sú hefir geysimikla hernaðar þýðingu fyrir Þjóð- verja. Eru líkurnar að Þjóð- verjar haldi henni ekki lengi. Þegar Rússar hafa náð henni, geta þeir bæði sótt suðvestur til Minsk eða norður í Latvíu og úr annari hvorri þessari átt, haldið í áttina til Berlínar. 1 Finnlandi eru Rússar sagðir á hraðri leið til Helsinki, höfuð- borgar Finnlands. Þjóðverjar virðast ekkert liðsinna Finnum. ▲ 1 flug og sjóorustu sem Kyrra- hafsfloti Bandaríkjanna og floti Japana háðu 19. júní, milli Phil- ipseyja og eyjanna Marianas söktu Bandaríkjamenn 14 her- skipum, úr ýmsum flokkum '(herskipi, 3 tundurspillum, olíu- flutningaskipum og vista- og her- mannaflutningaskipum) og eyði- lögðu 353 flugför. Bandaríkja- flotinn tapaði engu skipi, en eitt eða tvö sködduðust eitthvað. - Hófu Japar sóknina og voru vel útbúnir og töldu sig færa að mæta Bandaríkjaflotanum. En leikslokin urðu þessi, þegar loks til orustu var lagt. Á Italíu hefir bandahernum gengjð lítið síðustu viku, enda sagt að Þjóðverjar hafi þar eflt lið sitt. ÞINGVELLIR A ÍSLANDI Mynd þessi er af hinum sögufræga stað Islands, Þing- völlum. Þar var nú lýðveldi þjóðarinnar endurreist 17. júní 1944, á sama staðnum og það var stofnað 930. Roosevelt sendir forseta íslands árnaðaróskir X Roosevelt Bandaríkjaforseti sendi Sveini Björnssyni árnaðar- óskir 17. júní í tilefni af að hann var kosinn fyrsti forseti Islands eftir stofnun lýðveldisins á ís- landi. Cordell Hull ríkisritari Banda- ríkjanna, sendi einnig utanríkis- málaráðherra Islands, Vilhjálml Þór heillaóskaskeyti. Skeyti Roosevelts hljóðaði þannig: “Innilegustu heillaóskir í til- efni af kosningu yðar í forseta- stöðu hins nýstofnaða lýðveldis á Islandi. Fyrir eigin hönd og Bandaríkjaþjóðar óskum vér ís- lenzkri þjóð hagsældar.” Skeyti Hulls ríkisritara: “Á þessari örlagaríku stund í sögu íslands, óskum vér þjóðinni hags og heilla.” —(Úr Chr. Sc. Monitor). Ottawa-reikningarnir Stjórnin í Ottawa gerir ráð fyrir að þurfa með 6 biljón dali til stríðs- og stjrónarreksturs á árinu, sem fer í hönd 1. júlí. Áætlaður reikningur yfir þetta, sem Hon. J. L. Ilsley, fjár- málaráðherra lagði fram í þing- inu í gær, gerir ráð fyrir tekj- um er nema $5,152,000,000, en telur það ekki muni hrökkva til og þörfin láti nærri að vera $6,000,000,000. Stjórnin gerir ráð fyrir að tæp- ur helmingur þessa f jár fáist með sköttum og að rúmar þjár biljón- ir ($3,200,000,000) verði að taka að láni. Er það 320 miljón döl- um meira en á síðasta ári. Nokkur hluti skattsins hefir undanfarin ár verið skyldusparn- aður, eða lán, til stjórnarinnar. Þann hluta skattsins á að fella niður frá 1. júlí 1944. Að öðru leyti er tekjuskatturinn sá sami. Engin skattahækkun á sér stað. Tollur er numinn af akur- yrkjuverkfærum, skilvindum og þess háttar. Afnuminn er og 10% herskattur á þessum vörum. Skuld Canada er talin hátt á elleftu biljón ($10,689,000,000). Vextir á skuldinni námu á ár- inu $243,000,000. 97% af skuld Canada, er inn- anlandsskuld, þ. e. handhafar verðbréfa eru Canadamenn. Um reikninga þessa er ýmis- legt sagt. Stjórnarandstæðingar telja tollafnámið á búnaðará- höldum kosningabeitu. Liberöl- um og þar á meðal blaðinu Free Press, þykir slæmt, að reikning- arnir skuli vera hærri en nokkru sinni fyr. Útför dr. B. J. Brandsonar Útför dr. B. J. Brandsonar, er lézt 20. júní, fór fram frá Fyrstu lútersku kirkju s. 1. laugardag. Var útförin hin fjölmennasta, sem vænta mátti, þar sem verið var að kveðja einn hinn víðfræg- asta mann í hópi Vestur-lslend- inga. Séra Valdimar J. Eylands flutti útfararræðuna, og lagði út af orðunum: “Prins og mikill maður er í dag fallinn”, úr ann- ari Samúelsbók, 3 kapítula. — Söngflokkurinn söng undir stjórn frú B. Violet ísfeld: “Yea, Tho I Walk” og Kerr Wilson söng “Crossing the Bar”. Líkmenn voru Dr. C. W. Burns, Dr. Charles Hunter, Dr. B. H. Olson, Hjálmar A. Berg- man dómari, G. F. Jónasson og J. K. Ólafson. A. S. Bardal var útfarar- stjóri. Grafið var í Brookside grafreit. Mannlaus flugför Um miðjan júnímánuð byrj- uðu Þjóðverjar að nota nýtt vopn í stríðinu. Það voru mannlaus flugför. Hafa þau síðan verið notuð til sprengjuárása á England; að þau hafi til nokurs annars verið not- uð, fara enn engar sögur af. Um skaða sem af þeim hafa hlotist getur ekki. Er því haldið leyndu vegna þess, að það gætu verið Þjóðverjum þarfar upp- lýsingar. En að þau séu ægilegt vopn, er ekki að efa. Skaðar hafa af þeim hlotist, en ekki neitt svipað því, er í árásunum miklu gerðist fyr- ir nokkrum árum. 1 ræðu, sem Herbert Morrison, ráðherra, er um öryggi heima fyrir sér, gat þess í ræðu s. 1. föstudag á þing- inu, að þetta leynda vopn hefði engin veruleg áhrif haft á hern- aðarframleiðsluna og ensku þjóðina hefði það ekki á nokkurn hátt bugað. Flugförunum er ekki stjórnað af geislum. Þau eru knúin af sjálfvirkum vélum. Þau eru í líkingu við Spitfire flugvélar, en miklu minni. Þau virðast geta flogið um 150 mílur, eða nægi- lega langt til að komast til Eng- lands. Þau fljúga fremur lágt og fara þráð-beint; ferðhraðinn er mikill, frá 250 til 350 milur á klukkustund. Sprengjur sem þau flytja, eru um eina smálest að þyngd, en sterkar og eldfimar. Mannlausu-flugförin koma oft svo þétt, að 8 eða 9 sjást á lofti í einu, en stundum einstök. Að möguleikar séu til að bæta eða fullkomna þetta nýja vopn, eru auðvitað allar líkur til. Varnir gegn þessu eru ekki sagðar aðrar en þær, að skjóta flugförin niður áður en þau kom- ast alla leið. Hefir það að ein- hverju leyti tekist. En helzt mun þó gert ráð fyrir, að reyna að stemma á að ósi og sprengja um stöðvarnar sem flugur þessar koma frá. En þar munu nú sterk- ar byssur fyrir til varnar og óvíst að það sé svo auðvelt. Á mánudag, þegar þetta er skrifað, halda þessi mannlausu flugför áfram komum sínum, ýmist þétt eða strjált, en af ferðum þeirra segir ekki annað en það, sem í grein þessari er getið. | P. M. Dahl dáinn Nýlega er látinn í þessum bæ nafnkunnur norskur blaðaútgef- andi, er P. M. Dahl hét. Hann var fæddur í Noregi og flutti ungur til Svíþjóðar. Til þessa lands kom hann fyrir 42 árum. Hann hefir verið útgefandi norska blaðsins Norröna og sven- ska blaðsins Canada Tidningen. Mr. Dahl stóð hér framarlega í fylkingu norskra og svenskra forustumanna. skeiði fyrir æskuna, sem á s. 1. sumri. Fulltrúar frá söfnuðum í Manitoba og Saskatchewan sóttu þingið og gestir víðsvegar að, þar á meðal frá Blaine, Wash. Báru skrýslur með sér, að starf ið hafði gengið furðanlega vel í söfnuðunum, þrátt fyrir ýmsa erfiðleika, eins og þá er stafa af flutningi fólks úr einum stað í annan í þágu iðnaðarstarfs landsins og ungra manna í her- inn. Eitt af því sem talið mun verða með því bezta er fram fór í sambandi við þingið, var út- varpsmessa á sunnudagskvöldið. Flutti séra Eyjólfur Melan ræð- una, sem afbragð þótti og birt er í þessu blaði. Ennfremur var söngur kirkjunnar sérlega val- inn og góður við þetta tækifæri. 1 sambandi við kirkjuþingið, var þing Kvennasambandsins haldið. Með því að það fór fram á sama tíma og á öðrum stað en fundir' kirkjuþingsins, kunnum FALLINN * Eggert Stefánsson Á laugardaginn var barst þeim hjónum, Gufímundi A. Stefáns- syni og konu hans Jóhönnu, að 1124 Dominion St., hér í bæ, sú harmafregn frá herráði Canada, að sonur þeirra, Eggert, hefði fallið á vígvelli Fraklands þann 8. þ. m. Eggert heitinn var aðeins rúms vér ekki frá starfi þess að segja,j21 árs að aldri, fæddur 9. apríl en vonum að það verði á öðrum 1923 í Winnipeg. Hann á, auk stað gert. En samkomu efndi það til á laugardagskvöld, • er hið bezta var rómuð, flutti frú Andrea Johnson frá Árborg þar áheyrilega ræðu. Fyrirlestur um Adult Educa- tion flutti ungfrú Stefanía Sig- urðsson einn dag þingsins. 1 stjórnarnefnd voru þessir kosnir: Hannes Péturson forseti (endurkosinn), séra Philip M. Pétursson ritari (endurkosinn), sem jafnframt er útbreið^lumála stjóri fyrir American Unitarian Association, Sveinn Thorvald- son, M.B.E., vara-forseti; Páll S. Pálsson féhirðir, J. B. Skaptason vara-féhirðir, B. E. Johnson vara-ritari, Mrs. S. E. Björnson, foreldra sinna, þrjú systkin á lífi, bróður, Stefán Halldór, sem er í læknaliði lofthers Canada og er nú sem stendur í Rivers, Man., og tvær systur, Helgu (Mrs. Johnson), er býr í Kingston, Ont., og Ólöfu, í foreldra húsum. Einnig mörg önnur nákomin skyldmenni bæði hér og heima á Islandi. Eggert heitinn ólst upp í Win- nipeg og naut þar skólamentun- ar sinnar, í Wellington skólan- um, General Wolfe og Daniel Mclntyre. Hann var kunnari í vestur parti Winnipeg-borgar en flestir aðrir íslenzkir jafnaldrar hans, því á skólaárum sínum bar hann Árborg, eftirlitsmaður sunnu-| út Winnipeg Tribune á hverjum dagaskóla starfsins. Sæti á, degi, og er því slepti vann hann stj órnarnefndarfundum eigají búð Gunnlaugs Jóhannssonar ennfremur Mrs. J. E. Melan, sem og síðar hjá Steindóri kaupmanni Jakobssyni í búð hans, og þaðan gekk hann í herþjónustu. Hann innritaðist 5. janúar 1943 í Winnipeg Rifle herdeild- ina, og fór með henni austur um var kosin forseti Kvenna- sambandsins og prestarnir séra E. J. Melan og séra H. E. John- son. Áhugi lýsti sér mikill í sam- þyktum orðum og athöfnum haf f ágúst mánuði sama ár, og þingsins í því, að vinna að efl ingu og útbreiðslu hins góða mál efnis sambandskirknanna. FJÆR OG NÆR FÁEIN ORÐ UM KIRKJUÞINGIÐ Eins og á var minst og aug- lýst í síðasta tölublaði Heims- kringlu og þó öðrum blöðum ef- laust mikið betur, hélt hið Sam- einaða Kirkjufélag íslendinga í Norður Ameríku, þing sitt um síðustu helgi. Stóð það yfir á þriðja dag. Skal hér þess getið er maður í bráðina fremst af man. Þingið var á margan hátt á- nægjulegt. Starfið hafði gengið heldur betur á árinu, en oft áður, bæði í útbreiðslumálinu og ken- slumálum. Nýju og myndarlegu riti á íslenzku hafði verið hleypt af stokkunum, er miklum vin- sældum hefir átt að fagna. Það heitir Brautin og er ritstjórinn séra Halldór E. Johnson. Þá höfðu ný spor verið stigip í kenslumálunum, er að því lúta að greiða veg æskunnar að kijkju, sem í strjálbýli stendur ver að vígi með þetta en í þétt- býli. Hefir séra Eyjólfur J. Mel- an, Mrs. Melan og Mrs. S. E. Björnson leyst af hendi mikið starf í þágu þessa máls. Á Hnausum er gert ráð fyrir náms dvaldi í Englandi þar til að árásin var hafin á Frakkland í byrjun þessa mánaðar. Eggert var mesti efnis piltur til sálar og líkama, kurteis í allri framkomu og kom sér hvarvetna Séra Halldór Johnson, sem hið bezta. Er því sár harmur verið hefir nokkrar vikur vestur, hveðinn að skyldmennum hans í Wynyard og þjónað sambands-; °S vinum og söknuður öllum söfnuðum vestra, kom heim til Þeim er nokkur kynni höfðu af Winnipeg um miðja s. 1. viku. Hann flutti ræðu á íslendinga- degiíium í Wynyard. Sagði hann hátíðina aldrei hafa verið betur sótta. * * * Heimskringlu hefir verið láð það, að geta ekki nafna ýmsra er skemtu á lýðveldisdeginum á Hnausum. Var sérstaklega bent komunni gátum vér ekki nafna á nafn Péturs Magnús, er skemti tveggja manna, er mæltu fáein með einsöng og ágætlega vel orð sem gestir á hátíðinni. Látum eins og ávalt. Að yfir þetta sást, vér þau nú fylgja þessari bragar- stafar að ekkert litlu leyti af því, bót; mennirnir sem vér eigum að nafns hans var hvorki getið í við voru Hon. D. L. Campbell er hinni sérprentuðu lýðveldis- j ávarpaði áheyrendur af hálfu skemtiskrá er prentuð var, né í forsætisráðherra þessa fylkis, auglýsingum blaðanna um lýð- ennfremur Hannes Pétursson er veldisdaginn, en blaðamenn einnig ávarpaði samkomugesti. honum. Vinir hans senda hinar innilegustu samúðarkveðjur til foreldra og skyldmenna hins fallna ungmennis, er gaf sitt dýr- mætasta í þarfir lands og þjóðar, friðar og frelsis í heimi þessum. Sv. verða að nota slíkt sér til minnis, Iþróttir fóru og fram á hátíð- því þegar einn og sami maður, iuni, en úrslit þeirra var ekki verður að hripa niður á stuttum i kostur á að fá þá til birtingar. tíma frásögn af þremur samkom-, Hkr. vonar að íþrjóttanefndin um, auk allra annara brýnna j geri við hentugleika grein fyrir frétta félagslegra og almennra, þessu. er ekki öllum hent, að muna íj * * * svip hvert atriði, sem fram fer. Guðbjörg Ingimundarson, Það geta einnig komið til mála þau réttindi blaða, hvað félags- legar sögur skuli ítarlega sagð- ar. í fréttinni af Hnausa-sam- kona Guðjóns Ingimundarsonar trésmiðs, 75 ára að aldri, lézt 26. júní, að heimili þeirra hjóna, 812 Jessie Ave., Winnipeg. \

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.