Heimskringla - 04.04.1945, Blaðsíða 4

Heimskringla - 04.04.1945, Blaðsíða 4
4. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 4. APRIL 1945 í^etntskrintila (Sto)nuB 1816) Kemur út á hveijum miðvileudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsimi 24185 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: Manager J. B. SKAPTASON, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 THE VINLAND SAGA WINNIPEG, 4. APRIL 1945 Öryggis- eða friðarráðið Um Þjóðabandalagið, sem sjá á um friðinn í heiminum, að núverandi stríði loknu, er nú mikið rætt og ritað. Nafnið sem því er gefið í þeim umræðum, er ekki Nýja Þjóðabandalagið, heldur eitthvað sem svarar til þess er yfir þessari grein stendur: Öryggis- eða friðarráðið. í hverju er það fólgið? Hornsteinar þessa nýja ráðs, eru samþyktirnar, sem að þrjár stór-þjóðirnar undirskrifuðu á Yalta fundinum á Krímskaga nýlega, sem eru í fám orðum þær, að þessar sömu þrjár þjóðir (Bretar, Rússar og Bandaríkjamenn), beri alla ábyrgð á friðarmálum heimsins. Til þess að takast þetta á hendur, verða þær auðvitað að gripa til vopna, ef þeim þykir með þurfa og til þess áskilja þær sér fult vald. Hér virðist því um vopnaðan frið að ræða. Það fyrsta sem öðrum og smæirri bandaþjóðunum kemur til hugar, er eðlilega þ@ð, að þarna sé um alt annan félagsskap að ræða, en gamla Þjóðabandalagið. Og eðlilega finst þeim, að þær hafi lítið við friðarmálin að gera. Þetta má til sanns vegar færa. Þetta er ekki lýðræðisleg að ferð. En á það er bent, að gamla Þjóðabandalagið hafi skart það sem með þurfti, til að halda við friði, það hafi skort vald sér að baki, eða vigtennur, eins og blöðin kveða að orði. Þessvegna haf farið sem fór. En það er fleira, sem til greina kemur um vald þessara þriggja stóiru þjóða. Eitt er það, hvort að þær verði ávalt sammála. Frá hálfu Bandaríkja þjóðarinnar, rekur þetta mikla vald sig á stjórn- arskrána. Samkvæmt henni er ekki hægt að senda herlið út úr landinu, nema með Leyfi þingsins. Svo virðist þó um hnúta búið Yalta-samningnum og Dumbarton Oaks uppkastinu, sem fyrir þennan erfiðleika hafi verið komist. Það virðist jafnvel einnig svo frá gengið, í Yalta uppkastinu, að enda þótt einhver ein hinna þriggja þjóða verði ósamþykk hinum tveimur, að þá verði þær sakir jafnaðar og það sé því aldrei að óttast, að þær komi sér ekki saman, eða að þar verði árekstuir. Hér er aðeins átt við hernaðarlegt vald. Það verða í þessu öryggisráði fleiri af bandaþjóðunum og þær starfa á allan handa máta að viðhaldi friðar. En framkvæmdavaldið er ekki til fulln- ustu í höndum þeirra. Þrjár stóru þjóðirnar áskilja sér neitunar vald þar í þeim málum er hernað áhræra. Það er eiginlega þetta neitunarvald, sem ásteitingarsteinn virðist mestur og sem aðal þrætuefnið getur orðið á San Francisco ráðstefnunni, sem bráðum verður haldin. Með samþykki Dum- barton Oaks uppkastsins, eða einhverri stefnu sem í fullu samræmi er við það, er grundvöllur lagður að þessu nýja Öryggisráði, eins og lýst er hér að firaman. Annars gætu Bandaríkin bilað úr lest- inni, eins og þegar fyrra Þjóðabandalagið var myndað. Með algerri samvinnu þriggja stórþjóðanna, má gera ráð fyrir, að aldrei komi til þess, að til hervalds þuirfi að grípa. Það er að minsta kosti vonandi. En á meðal lýðfrelsisþjóða heimsins, mun hugmyndin um þessa 3 alvalda, ekki þykja sem aðgengileg- ust, þó margur af reynslunni játi, að þess geti verið full þörf, að því fylgi það öryggi, sem þráð er og Þjóðabandalagið brast. Ein- ing þessara þriggja stórþjóða, er strax stórt öryggi til friðar. Það er og engin smáræðis ábyrgð sem þær binda sér á bak með verndun friðarins. Ef illa fer, verður þeim um að kenna. 1 efri-málstofu Bandaríkjanna, hefir Senator Bushfield sagt, að Stalin hafi skotið þeim Roosevelt og Chuirchill aftur fyrir sig og komið sínum einveldishugsjónum fram á Yalta-fundinum, en borið bandarískar lýðræðishugsjónir fyrir borð. Hvað sem því líður, var Stalin fljótur að velja um að fylgja heldur Dumbarton Oaks-uppkastinu, heldur en að vilja De Gaulle á Yalta-fundinn, sem hann vissi að andvígur vair uppkastinu og BandaTíkjunum. Stalin mat samvinnu við Bandaríkin mikils- verðari en Frakklands. Af þessu, fremur en nokkru öðru, neitaði De Gaulle að fara á fund Roosevelts forseta í leiðinni til baka frá Yalta. Roosevelt hafði nokkru áður boðið De Gaulle til þessa fundar við sig í Afríku óg hann hafði þá tekið vel í það. Stalin hefir ennfremur sýnt Roosevelt og Churchill samvinnuhug sinn við þá í Rúmaníu-málunum, sem Stalin hafði einn ráðið til lykta, og lofar endurskoðun á því, sem í því sambandi gerðist. Þetta virðist góður vottur þess samvinnuhugar sem mikið veltur á, milli þremenninganna. 1 raun og veru viirðast Bandaríkin ekki vera að takast meiri eða ósvipaða samvinnu á hendur við umheiminn með sam- þykki á því, sem í Dumbarton Oaks er farið fram á, en í öðrum alheimsmálum, svo sem verkamálum, heilbrigðismálum og við- skiftamálum, sem nú þegar er mikið um, þrátt fyrir allair ein- angrunarkenningar. Breton Wood uppkastið, kemur eflaust einnig fyrir San Fran- cisco-fundinn. Það fjallar um alheimsbanka, sem greiða á fyrir viðskiftum og alheimsmynt. Eru bankar í Bandaríkjunum sagðir á móti þessu, telja sjálfa sig geta gert það, sem þessi alheimsbanki geri. Þstta mál er mikið rætt nú í blöðum syðra, sem önnur mál, er San Francisco-fundinum koma við og þar bíða ef til vill fulln- aðar úrslita, ef alt fer vel, eða betur en áhorfist, af blaðaskrifum oft að dæma. Með riti sínu Islandica hefir próf. Halldór Hermannsson unn- ið íslandi þarft verk. Ritið hefir nú komið út í 30 ár. Hefir inni- hald þess að jafnaði verið vís- indalegur fróðleikur, um sögu og bókmentir þjóðar vorrar að fornu og nýju. Þeim sem ensku lesa, hvort sem íslendingar eru eða annara þjóða menn, hefir ritið verið nokkurs konar Mímis- brunnur er heimildir og firóðleik- ur hefir verið sóttur í af þaim, er íslenzkum fræðum unna. I þetta sinn tekur höfundur sér fyrir henduir, að skrifa um sögu Vínlands og viða saman í heild þær upplýsingar um það, sem til eru á íslenzku. Eru Ei- ríkssaga rauða ásamt köflum úr öðrum sögum birtar á íslenzku, en fyrir þeim er skrifaður lang- ur formáli á ensku og skýringar margar og merkilegar á ensku að öðru leyti um alla bókina. Höfundur segir í stuttum for- mála, að með bókinni hafi vakað fyrir sér, að gefa þær heimildir, sem í íslenzkum bókum finnast merkastar um Vínland, svo þeir, er um efnið kynnu að skrifa, ættu kost á að sjá þær og hefðu minni ástæðu en annars til að ganga framhjá þeim. The Vinland Saga má sígilt rit verður kominn fjöldskyldum í margar fleiri getur verið að hendur, verða hér kosningar til ræða sambandsþingsins. Að þetta tvent fer saman, vita og allir að er ekki nein tilviljun.* Annað er það, að það fylkið, sem liberal-stjórninni ríður mest á að nú fylgi sér, er einnig fylkið, sem mest hags nýtur af styrkn- um (Quebec). Það getur naum- ast heldur verið tilviljun. UM “BREZKU”EDDUNA Frh. frá 1. bls. er kom til valda. Má fullyrða að aldrei hafi hórdómur verið meiri í veröld en einmitt nú. En “hart er í heimi” á aug- sýnilega við hallæri það hlið mikla, sem nú ríkir í veröldinni af völdum hins mikla lokastríðs. Vera má og að það eigi við harða veðráttu á þessum misserum, sem eigi aðeins hefir bætst ofan á aðrar plágur Evrópu, heldur hef- ir jafnvel komið fram í vestur- álfu heims á þessum vetri með snjókyngi og friosti úr hófi fram, svo að ísibrjótar hafa þurft að halda höfn New York borgar opinni, þótt sú höfn sé þúsund- um mílna sunnar en Reykjavík- urhöfn er aldrei frýs. Ennfrem- ur hefir fjölda fólks hér í Ame- ríku legið við að krókna í sínum heita, sem raunar segja má um eiSin húsum sökum kolaskorts og margt annað, sem frá penna þesga fræðimanns hefir komið. Vór viljum sérstaklega draga at- hygli yngri íslenzkra menta- manna hér að henni. Fiske-safnið við Cornell Uni- versitl gefur bókina út. BARNASJYRKSLÖGIN Lögin um barnastyrk King- stjórnairinnar öðlast gildi 1. júlí á þessu ári. Styrkurinn nær til allra barna undir 16 ára aldri. Meðlag barns upp að 6 ára aldri er $5 á mánuði, 6 til 10 ára $6, 10 til 13 ára $7, 13 til 16 ára $8. Þetta nær til 4 barna í fjöl- skyldu. Með fimta barninu lækkar • meðlagið um $1, með sjötta og sjöunda barninu $2 fyrir hvort og með áttunda barn- inu og hverju þar yfir, um $3 af hverju. Ráð er gert fyirir að þetta kosti sambandsstjórnina 200 miljón dali á ári. Börn undir 16 ára munu vera nærri 4 miljónum. Um lög þessi hafa verið mis- jafnir dómar. Stafar það af mörgu. Eitt sem þeim eir sam- fara, er að meðlagið er lítill hag- ur eða enginn fyrir þá, sem nú greiða tekjuskatt. Og þeir eru taldir vera 50 af hundrað af allri þjójðjnni. Þeir sem háan tekjuskatt greiða, geta meira að segja tapað á þessu, ef skatt- undanþágur námu meiru en styrkurinn. Þeir sem ekki greiða tekju- skatt, eða neitt líkt því, hagnast á barnastyrkslögunum. Það er þeirra kostur. King-stjórninni hefir verið lagt það út af sumum andstæð- inga flokkum hennair, að þessi styrkur sé múta til kjósenda, að réttara hefði verið að hækka lág- mark vinnulauna og vegna þess, að í sumum fylkjum landsins séu stærri fjölskyldur en öðrum, og þau hagnist á kostnað hinna. Þegar til alls komi, greiði alt landið féð. Ontario, Manitoba og British Columbia njóta hlunninda þess- ara minst. Quebec hagnast mest. I því fylki eru 29% af öllum íbúum landsins, en það hlýtur 32% af barnastyrknum. Ontario-fylki, sem 33% íbúanna hefir, nýtur 29% styrksins. Af þessum ástæðum finst flest- um, að -löggjöf, sem þessi, sé sanngjarnlega mál fylkjanna, sem önnur velferðar félagsmál flest eru. Að styrkur þessi er kallaður kosningabeita, er á þeirri ein- kennilegu aðstöðu bygt, að um olíu, og mega slíkt undur heita í slíku olíulandi og kolasveit, sem þessi heimsálfa er. Að vetrarhörkunum og storm- unum víkur líka orðið “vindöld" Völuspá. En “vargöld” hefir enn dýpri menkingu. “Vargur” merkti í fornu máli úlfur og svo gæti virst, sem höfundur Völu spár hafi hugsað sér, að með Fimbulvetrinum færi lika flokk- að það sé því að dý , ar hungraðra ulfa, er legíSust a spekj ^ orðs hafi en„ verfJ náina á vígvöllunum í Evrópu. Við nánari athugun verður maður þó að viðurkenna, að það getur ekki staðist. Aldrei í sögu veraldar hafa jafnmiklar og ó- ljúgfróðar fregnir borist af styrj- öld eins og í þessari síðustu og verstu. í höfuðlausn segiir Egill svo frá orustum Eiríks blóðaxar: Flugu hjaldirs tranar á krær lanar, órut blóðs vanar benmás granar, sleit und freki en oddbreki gnúði hrafni á höfuðstafni. Er hér brugðið upp í feiknstöf- um mynd af hinum foma víg- velli, þar sem hræfuglarnir, l'ík- lega örn og eflaust hrafnarnir fljúga á hræ-lanirnar, en úlfur- inn irífur upp úr sámnum og blóðfossinn gnýr um gogginn á hrafninum. Gætum t. d. að merkingunni í orðinu “bitvargur”. Það getur þýtt sama og “mývargur” en mun yfiirleitt eiga við allar smá- skepnur er leggja sér til munns bjór og blóð mannskepnunnar. En nú vita allir að hermennirn- ir í þessari styrjöld hafa eigi að- eins átt að berjast við Þjóðverja, ítali og Japana, heldur einnig hinar ólíkustu tegundir af bit- varigi. Fjöldinn allur af blaða- greinum hefir verið skrifaður um baráttuna við þessa varga, mývarginn á Suðurhafseyjum, sem veldur riðusótt, og flær og lýs í Miðjarðarhafslöndunum, sem valda taugaveiki og hver veit hvaða sóttum. Enginn, sem les hinar átakanlegu lýsingan blaðanna á þessum óvættum, og hina riddaralegu vörn vísinda- mannanna gegn þeim, getur blandast hugur um það, að þótt ekki væri fyrir annað væri hin yfirstandandi styrjöld rétt nefnd “vargöld” frá þessu sjónarmiði. Og enginn sem lesið hefir kvæði Kristjáns Fjallaskálds mun heldur geta rekið sig úr skugga um það, að kerlingin, sem kvað: Flýgst eg oft á við fló og lús, fagna þó sigri snjöllum, hefir haft meira en litla spá- dómsgáfu til að bera. Eg fyrir mitt leyti get ekki hikað við að setja þennan spádóm kerlingar um það, sem fram kemur hundr- að árum eftir hennar dag, á bekk með spádómum Völuspár og Opinberunarbókarinnar. En er þá ekkert meira sem felst í orðinu vargöld? Eg hygg könnuð til grunna. Við vitum að á Islandi hefir “vargur” verið notað um allar þær skepnur, sem lögðust á búfé manna. Hrafninn, sem kropp- ar augun úr sauðkindinni er vargur, mýsnar, sem stundum leggjast á féð í hörðum vetrum og naga sig inn úr ullinni inn í bjór eru vargan, og tófan, sem situr á svikráðum við sauðskepn- una og bítur hana á barkann er kannske framar öllu öðru varg- ur. Aftur á móti er úlfurinn aldirei nefndur á Islands sem vargur, af þeirri einföldu ástæðu, að úlfur inn hefst ekki við á íslandi og hefir aldrei þar komið. Sama er að segja um björninn. En nú er það auðsætt að þetta er af tilviljun einni að bæði , þessi skæðu dýr skulu ekki vera kall- aðir vargar á íslandi nú. Úlfur- inn var sá eiginlegi vargur í fornöld. Það mun þá ekki of djarft ályktað, að ætla að ekkert sé því til fyrirstöðu að björninn Eg hef nú öll stríðsárin lesið ^ sé líka kallaður vargur og það flest allar fréttir af vígvöllunum. bæði að fornu og nýju, þótt slíkt og eg hef horft á líklega svo míl- standi ekki í heimildum. um skiftir af stríðsfilmum, en eg. En hver er þá “björn” þessar- á cnn eftir að sjá svo mikið sem gj* yfirstandandi vairgaldar? Um einn hrafn eða örn hvað þá úlf þag aetti enginn að geta verið í á þessum myndum. , j efa, sem lesið hefir blöðin, ekki Ályktunin getur ekki orðið sízt í upphafi þessarar styrj- nema ein: úr því að úlfair sjást aldar. — Björninn getur ekki ekki í þessari styrjöld þá getur j táknað neitt annað en Rúss- “vargöld” ekki þýtt “úlfa-öld”, land, nánar tiltekið Stalin, en eins og annars mætti búast við “vargöldin” útlegst nú “bjarnar- öld”, Rússlands öld, öld Stalins. Þetta virðist mér nú liggja svo af fornu máli. En getur “vargur” þá ekki haft fleiri merkingar. Jú að Vísu,1 í augum uppi, að óhugsandi sé að margar fleiri. Mairgur maður- inn mun kannast við orðið í samböndunum kerlingarvargur eða pilsvargur. Þessi orð þurfa ekki beint skýringar við, en þó gæti það flögrað að mönnum hvort “vargöldin” ætti ef til vill að skiljast í ljósi þess fyrirbrigð- is nútímans, sem kvenfrelsi kall- ast. Eg vil ekki fortaka, að svo geti verið, þar sem sumar af kvenfrelsiskonunum hafa kom ist meira og minna í námunda við þá skilgreiningu er felst í orðinu “pilsvargur.” Sem sagt eg vil ekki fortaka þetta, en eg vil alls ekki leggja áherzlu á það leyti, er fyrsta greiðsla hans þessa skýringu, þar sem um nokkrar. aðrar skýringar geti komist að. Verður manni þá að undrast ekki aðeins djúpskygni Völuspár, heldur einnig grunn- færni allra fyrri útskýrenda kvæðisins (að Sigurði Nordal ekki undanteknum). Það eina sem getur mælt þess- um skýrendum bót er, að þeir höfðu ekki spádómsgáfu völunn- ar og gátu því ekki athugað um Stalin áður en hann kom til valda í Rússlandi. Vera má líka að bjarnareðli hans hafi nokkuð vilt þeim sýn. Allir vita að björninn getur ver- ið grimmur og sýnt tennur og klær. í slíkum ham birtist rúss- neski bjöirninn sumum fávísum mönnum í byrjun þessa stríðs, helzt meðan hann var að hramma Finnland. En hann á líka ómældan bjarnaryl og þenn- an bjarnaryl hefir hann óspart látið í té upp á síðkastið samherj- um sínum og skjólstæðingum, ekki sízt Pólverjum. Eg ítreka nú það, sem eg sagði áður: hvað mundu menn með heilbrigðri skynsemi segja, ef eg “skýrði” Völuspá í alvöru á þennan hátt? Eg er hræddur um, að þeir segðu ljótt, og það ekki að ástæðulausu. En þó er þetta nú aðferðin, sem margir “biblíuskýrendur”, þar á meðal sumir aðventistain, beita til þess að láta orð biblíunnar gilda fyrir nútímann. Ennfremur er þetta hin vísindalega aðferð pýramída- fræðingsins Adam Rutherford, j hins enska og áhangenda hans og smærri spámanna á Islandi. Er mikil fuirða að greindir menn skuli verða svo ginkeyptir fyrir því lakasta, sem hægt er að hafa úr brezku heimsmenningunni. III. Ekki er öll vitleysan eins. Það sem hleypti mér af stað til að skrifa þessa grein var ekki Tákn tímanna, heldur greinar, sem fróðlsiksfús og kanske vel lesinn maður, Guðm. S. John- son, Glenboiro, Man., hefir skrif- að um hina svokölluðu “Brezku Eddu” í Heimskringlu. Eg tók að vísu ekki eftir fyrstu grein- inni, en svo sá eg að einhver annar gaf orð í belg, og loks kom þriðja greinin frá Guðmundi. Er augljóst af henni að fullyrðingar og lærdómur Dr. L. A. Waddells hafa haft sannfærandi áhrif á lesandann, og er það sízt af öllu láandi, einkum ef um ólærða menn væri að ráða, því Waddell mun geta slegið ryki í augu margra, þótt lærðari væru, enda er leikurinn til þess gerður að sannfæra fólk um hin nýju vís- indi hans. Með þessu vil eg alls ekki segja að Waddell fari vís- vitandi með rangt mál; það er þvert á móti auðséð, að honum er full alvara. Gallinin á mann- inum er sá að ímyndunarafl hans fer með hann í gönur og að hann skortir annað hvort grneind eða lærdóm til að fjalla um tungu- mál, nema hvorttveggja sé. Nú hafði eg að vísu séð bók- ina, litið á hana, en þótt hún grunsamleg og látið hana liggja. Eg sá hana í Congressional Libr- ary í Washington, en þegair eg ætlaði að ná í hana hér á bóka- safninu, kom það í ljós, að hún var ekki til. Hinsvegar fann eg eftir hann aðra bók: The Phoen- isian Origin of Britons, Scots and Anglo-Saxons, discovered by Phoenisian and Sumerian In- scriptions in Britain, by Pre- Roman Briton Coins and a Mass of New History. Höf. skrifar sig L. A. Waddell, Fellow of Royal Anthropological Institute, Lin nean and Folk-Lore Societies, Hon. Cornespondent Indian Archaeological Survey, Ex-Pro- fessor of Thibetan London Uni- versity. Bókin er útgefin í Lon- don, 1925. Framan á bókinni er getið margra fræðirita eftir sama höf- und, er öll fjalla um hindversk fræði. Loks er þess getið að hann hafi sknifað greinar fyrir Encyclopedia Britannica og Hasting’s Encyclopedia of Re- ligion and Ethics. Það er líklega eitthvað til í því, sem svona maður segdr, hugsaði eg með mér, þó að mér þætti það grunsamlegt, að hann hélt því fram að Fönikíumenn væru forfeður Breta, Skota og Engil-Saxa! Svo mikið vissi eg þó um Engil-Saxa, að þeir eru ekki taldir af slíkum uppruna, enda enginn fótur fyrir þeirri kenningu í heimildum um þá sjálfa. Hins vegar var eg gersamlega ófróður í austurlenzkum fræð- um. E*n svo vel vill til, að

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.