Heimskringla - 04.04.1945, Blaðsíða 8

Heimskringla - 04.04.1945, Blaðsíða 8
8. SlÐA HEIMSKRZNGLA WINNIPEG, 4. APRÍL 1945 FJÆR OG NÆR MESSUR í ISLENZKU SAMBANDSKIRKJUNUM Messur í Winnipeg Messur í Sambandskirkjunni fara fram með sama móti og vanalega, á ensku kl. 11 f. h. og á islenzku kl. 7 e. h. — Sunnu- dagaskólinn kemur saman kl. 12.30 á hverjum sunnudegi. — Sækið messur Samabndssafnað- ar og sendið börn ykkar á sunnu- dagaskólann. ★ ★ ★ Fund heldur Kvenfélag Sam- bandssafnaðar þriðjudagskvöld- ið 10. apríl að heimili Miss Guð- björg Sigurðsson, 626 Agnes St. Frú Hólmfríður Daníelsson flyt- ur erindi á fundinum. * ★ ★ Leifur Oddson, sonur Th. Odd- sons, sem fyrrum rak fasteigna- sölu í þessum bæ, lézt s. 1. sunnu- dag í Selkirk. Hann var 58 ára, fæddur á Íslandi en kom ungur vestur um haf og stundaði fast- eignasölu með föður sínum. — Hann lifa kona hans Ásta, tveir synir og fjórar dætur. Jarðarföir- in fer fram á fimtudag, séra Sig. Ólafsson jarðsyngur. ★ ★ ★ Gjafir til Sumarheimilis ísl. barna að Hnausa. Man.: í Blómasjóð: Mr. og Mrs. S. Sigfússon, Oak View, Man. ______----v... $5.00 í minningu um Snjólaug Kerni- sted, sem dó 27. des. 1944. Frá kvenfélaginu “Eining”, Lundar, Man. __________ $5.00 í þakklátri minningu um Jón Einarson Vestdal, dáinn 4. des. 1944. Mr. og Mrs. I. Sigurðsson, Lundar, Man. .....—---- $3.00 í minning um góðan vin og ná- granna, Jón Einarson Vestdal. Meðtekið með innilegri samúð og þakklæti. Sigríður Árnason —3. apríl 1945. ★ ★ * Heimskringla er til sölu hjá hr. bóksala Árna Bjarnarsyni, Akureyri, Island. LYNG-KIRSIBER Lyng-kirsiberin vaxa upp af fræi á fyrsta ári. Rauð- gul á lit, á stærð I við venjuleg kirsi ber. Óviðjafnanleg i pæ og sýltu. Einnig mjög góð til átu ósoðin, á sama hátt og jarðber. Ef þurkuð í sykri jafngilda þau rús- inum fyrir kökur og búðinga. Afar ávaxtamikil. Geymast langt fram á vetur ef höfð eru á svölum stað. — Pantið útsæði strax. Bréfið á 15í, burðargjaid 3<t; % únza 50« póstfrítt. FRÍ—Vor stóra útsœðisbók fyrir 1945 Aldrei fullkomnari en nú. DOMINION SEED HOUSE Georgetown, Ontario •MiHiiiiiminiinmiiiiiuiiiiniiminiiiimimiuiiiiimmiuiiiniiiiiiV | ROSE THEATRE ( | ----Sargent at Arlington--- 1 Apr. 5-6-7—Thur. Fri. Sat. | Gary Cooper—Laraine Day 1 "STORY OF DR. WASSELL" Selected Shorts | Apr. 9-10-11—Mon. Tue. Wed. § Veronica Lake—Franchot Tone 9 "HOUR BEFORE DAWN" ----Added---- "DANGEROUS BLONDES" § ..................... Dánarfregn I gær þriðjudaginn 3. apríl, fró fram útför Hanniesar Björns- sonar í Mountain, N. D. Hann var ættaður frá Mælifellsá í Skagafirði, og var nú er hann dó, 87 ára gamall. Húskveðja fór fram að heimili hans suð- vestur af Mountain, og síðar var kveðjuathöfn “í kirkjunni á Mountain. Séra Philip M. Pét- ursson frá Winnipeg stýrði at- ’höfninni á báðum stöðum. Jarð- sett var í Mountain grafreit. — Hannesar sál. verður nánar minst síðair. ★ * * Skírnarathöfn Páskadaginn 1. apríl skírði sr Philip M- Pétursson einkason Mr. og Mrs. Ronald Z. Havelock að nokkrum vinum viðstöddum, nafninu Lawrence Brian. Móðir barnsins er systurdóttir Páls Reykdals, og hét, áður en hún gifti sig, Aileen Ramsay. * * * Á General Hospital í Winni- peg, andaðist s. 1. sunnudag John Ásmundur Olson, 71 árs að aldri. Hann var fædduir á Islandi en hafði búið í þessum bæ 68 ár. Hann lifa kona hans, Margrét, tveir synir og fjórar dætur. ★ ★ ★ Icelandic Canadian Evening School Næsta fræðslustund verður á mánudagskveldið 9. apríl, í Fyrstu lútersku kirkju. Séra V. J. Eylands flytur fyrirlestur um Hallgrím Pétursson, sem hefst stundvíslega kl. 8.15. íslenzku kensla byrjar kl. 9. Aðgangur fyrir þá sem ekki eru innritaðir, 25<f. ★ ★ ★ Mrs. Á. Kristinson, kona Árna Kristinson skólakennara í Gil bert Plains, lézt 22. marz á heim- ili sínu, 57 ára .gömul. Hana lifa eiginmaðurinn og þrjú börn, tvær dætur og einn sonur. ★ ★ ★ Stríðið Drifin blóði múgur manns magnast gróða keimur, sviftir þjóð í darra dans djöfulóður heimur. If. P. Sigurðsson H.F, EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS AÐALFUNDUR Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafclags íslands, verður haldinn í Kaupþingssalnum í húsi félagsins í Reykjavík, laugardaginn 2. júní 1945 og hefst kl. IV2 e. h. D A G S K R Á : 1. Stjórn félagsins skýrir frá'hag þess og framkvæmdum á liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfirstand- andi ári, og ástæðum fyrir henni, og legggur fram til úrskurðar endurskoðaða rekstursreikninga til 31. desember 1944 og efnahagsreikning með athugasemd- um endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og tillög- um til úrskurðar frá endurskoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skift- ingu ársarðsins. 3. Kosning fjögra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra sem úr ganga samkvæmt félagslögum. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöf- um og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, dagana 30. og 31. maí næstk. Menn geta fengið eyðublÖð fyrir umiboð til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. Reykjavík, 12. janúar 1945. STJÓRNIN. Icelandic Canadian Club News The next meeting of the Ice- landic Canadian Club will be held Wednesday evening, April 11, at 8.30 p.m. in the lower auditorium of the First Federat- ed church. The guest speaker will be Mrs. Margaret Pentney, a member of the British Wives Club, who has chosen for her subject “Canada Through Brit- ish Eyes”. Wives of service men who are serving overseas should be particularly interest- ed. Let us fill the auditorium. Everybody welcome. Refresh- ments served. ★ ★ ★ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 8. apríl: Sunnudaga- skóli kl. 11 f. h. Islenzk messa | kl. 7 e. h. Allir boðnir velkomn- 1 ir. S. Ólafsson ★ ★ t 8. apríl — að Lanruth, íslenzk messa, kl. 2 e. h. og ensk mesáa 7.30 e. h. Skúli Sigurgeirson ★ ★ » Messur í Nýja Islandi 1. apríl — Árborg, íslenzk messa kl. 11 f. h. Hnausa, messa kl. 2 e. h. Riverton, íslenzk messa kl. 8 e. h. 8. apríl — Geysir, messa kl. 2 e. h. B. A. Bjarnason ★ ★ ★ Heimskringla á Islandi Herra Björn Guðmundsson, Reynimel 52, Reykjavík, hefir aðalumboð fyrir Heimskringlu á Islandi. Eru menn beðnir að komast í samband við hann, við- víkjandi áskriftar-gjöldum, og einnig allir þeir sem gerast vilja kaupendur hennar, hvar sem er á landinu. Hr. Guðmundsson er gjaldkeri hjá Grænmetisverzlun ríkisins og þessvegna mjög handhægt fyrir borgarbúa að hitta hann að máli. ★ ★ ★ Matreiðslubók Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feld sted, 525 Dominion St. Verð $1.00. Burðargjald 5^. ★ ★ ★ Til sölu Menn og mentir, 4 bindi, eftir Pál E. Ólason. Bækurnar eru í góðu ásigkomulagi. Eftir frek- ari upplýsingum skrifið P. O. Box 200, Elfros, Sask. ★ ★ ★ Nýjar bækur sem allir þurfa að lesa BRAUTIN, ársrit Hins Sam- einaða Kirkjufélags Islendinga í Norður Ameríku. I. árg. 112 blaðsíður í Eimreiðarbroti. — Fræðandi og skemtilegt rit. — Verð -____________________$1.00 Kafteinn Peter Freuchen danskur landkönnuður, vísinda- maður og rithöfundur, kemur hingað til borgarinnar eftir til- hlutun Viking Club og flytur fyrirlestur á Orpheum leikhús- inu fimtudaginn 26. þ. m. kl. 8.30 e. h. Efni þessa Tyrirlesturs verður “Underground Adven- ture” (neðanjarðar æfintýri) — og er lýsing á ástandinu í Dan- mörk síðan landið var hertekið og mótstöðu sem Danir hafa veitt Þjóðverjum. Freuchen slapp þannig úr Danmörk að hann lét negla sig ofan í .kassa sem merktur var ‘vélar’ — var svo þessi ásamt öðrum kössum sendur til Stokk- hólms. Þaðan fór Freuchen til Englands og svo til Bandaríkj- anna —- þar er hann nú í fyrir- Lestraferð. Kafteinn Freuchen var land- Látið kassa í Kæliskápinn WvmoLa M GOOD ANYTIME The SWAN MFG. Co. Manuíacturers of SWAN WEATHER-STRIP 281 JAMES ST„ WINNIPEG Phone 22 641 Halldór M. Swan, eigandi stjóri yfir Thule-nýlendunni á Norður Grænlandi árin 1913-19. Alls bjó hann þar nyrðra meðal Eskimóa í 27 ár. Fyrri kona hans var Eskimói. Freuchen hefir ritað þrjár bækur sem fjalla um veru hans á Grænlandi, og sem lýsa einnig hinum ýmsu landkönnunarferð- um hans, og æfintýrum og mann- raunum siem hann lenti í á þeim íerðum. Metro-Goldwyn-Mayer létu gera hreyfihiynd af einni bókinni (Eskimo) og lék Freuch- en sjálfur aðal stykkið. Lions Club og Viking Club hafa efnt til miðdegisverðar til heiðurs kaftein Freuchen á Fort Garry Hotel, fimtudaginn 26. apríl. Þar flytur Freuchen tölu um lifnaðarhætti á Grænlandi og íshafslöndunum. Aðgöngumiðar að fyrirlestrin- um eru til sölu hjá Björnssons Book Store, 702 Sargent Ave., og í Hudsons Bay búðinni. Verð, $1.00 og 75^. “ÚR ÚTLEGД, Ijóðmæli eft- ir Jónas Stefánsson frá Kaldbak. Vönduð útgáfa með mynd af höf- undi. Góð bók, sem vestur-ís- lenzkir bókamenn mega ekki vera án. Bókin er 166 blaðsíður í stóru broti. Verð__$2.00 BJÖRNINN ÚR BJARMA- LANDI, Þ. Þ. Þ., í bandi $3.25, óbundin $2.50. FERÐAHUGLEIÐINGAR eft- ir Soffanías Thorkelsson, í tveim bindum, með yfir 200 myndum. Bæði bindin á $7.00. HUNANGSFLU GUR, eftir Guttorm J. Guttormsson. Kostar aðeins $1.50 í bandi. Fæst nú 1 BJÖRNSSONS BOOK STORE 702 Sargent Ave. Winnipeg SMÁVEGIS 1 blaðinu Chronicle í Lincoln- shire á Englandi birtist þessi auglýsing: k “Egandi dráttvélar óskar að komast í bréfasambandi við ekkju, sem á góða (Foster) þreskivél. Gifting getur komið til mála. Mynd sendist af þreski- vélinni. Victor Hugo hitti eitt sinn Iþektan mann og kynti sig fyrir honum, en maðurinn hafði aldrei heyrt hans getið. “Eg er rithöfundur “Notre Dame de Paris”, “Les derniers Jours d’un Condamne”, “Marion Delorme”, o. fleiri”. “Eg hefi ekki heyrt neitt af þeim getið.” “Viljið þér gera mér þá á- nægju að þiggja eitt eintak af verkum mínum?” spurði HTigo. “Eg les aldrei nýjar bækur.” MUSIC Tólf sönglög, Friðrik Bjarnason $ .35 Sex sönglög, Friðrik Bjarnason_________________ .35 Tvö kyæði, St. G. St., Jón Laxdal__;___________ .35 Að Lögbergi, Sigfús Einarsson ____________;.......35 Til Fánans, Sigfús Einarsson_____________________ .35 Jónas Hallgrímsson, Siglfús Einarsson_ .35 Pétur Guðjónssen, Sigfús Einarsson______ .35 Fáninn, Sveinbjörn Sveinbjörnsson _______________ .35 Now is the North of Maying, Sv. Sveinbjörnsson .35 Up in tihe North, Sveinbj. Sveinbjörnsson .... .35 Þrjú sönglög, Bjarni Þorsteinsson __-_______ .35 Bjarkamál, Bjarni Þorsteinsson __________________ .35 Huginn, F. H. Jónasson _______.1............... .35 Þrjú sönglög, Hallgr. Jónsson ___________í_____ .35 Serenata, Björgvin Guðmundsson .......... .... .35 Passíusálmar með nótum ______________________ 1.60 Harmonia, Br. Þorláksson ________________________ .50 Söngbók ungtemplara, Jón Laxdal _______________ .35 Skólasöngbókin II., Pétur Lárusson______________ .25 Ljúflingar, Sigv. S. Kaldalóns, Bl. raddir 1.00 Ave Maria, Sigv. S. Kaldalóns, Einsöngur . .50 Suðurnesjamenn, Sigv. S. Kaldalóns, Einsöngur .35 Þrá, Sigv. S. Kaldalóns, Einsöngur ---------- .30 Eig bið að heilsa, Sigv. S. Kaldalóns, Einsöngur .50 Betlikerlingin og Ásareiðin, Sigv. S. Kalalóns, Eins. .75 Máninn, Sigv. S. Kaldalóns, Einsöngur...... .. .50 Kaldalóns þankar, Sigv. S. Kaldalóns, Piano .35 Serenaði til Reykjarvíkur, Sigv. S. Kaldalóns, Eins. .50 Þótt þú langförull legðir, Sigv. S. Kaldalóns, Eins. .25 14 sönglög, Gunnsteinn Eyjólfsson ------------- 1.25 Ljósálfar, Jón Friðfinnsson ___________________ 1.50 5 einsöngslög, (með ísl. og enskum texta) Sig. Þórð. J.50 BJÖRNSSON’S BOOK STORE 702 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. savings ^r/^CERTIFICATES KAUPIÐ HEIMSKRINGLU bezta íslenzka fréttablaðið MESSUR og FUNDIR i kirkju Sambandssainaðar Prestur, sr. Philip M. Péturseon 640 Agnes St. Simi 24 163 Messur: ó hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. Safnaðarnefndin: Fundir 1. föstudag hvers mánaðar. Hjálparnefndin: Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðjudag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Ungmennafélagið: — Hvert sunnudagskveld kl. 8.30. Skátaflokkurinn: Hvert mið- vikudagskveld kl. 6.30. Söngœfingar: Islenzki söng- flokkurinn á hverju fimtu- dagskveldL Enski söngflokkurinn á hverju miðvikudagskveldi. Sunnudagaskólinn: Á hverjum sunnudegi, kl. 12.30 e.h. ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA \ Forseti: Dr. Richard Beck University Station, Grand Forks, North Dakota Allir Islendingar í Ame- ríku ættu að heyra til Þjóðrœknisfélaginu Ársgjald (þar með fylgir Tímarit félagsins ókeypis) $1.00, sendist fjármálarit- ; ara Guðmann Levy, 251 ; Furby St., Winnipeg, Man. ^#############################»###> PRINCESS MESSENGER SERVICE We move trunks, small suite furniture and household articles of all kinds. 58 ALBERT ST. — WINNIPEG Telephone 25 888 C. A. Johnson, Mgr. Hársnyrting — beztu aðferðir AMBASSADOR Beauty Salon 257 KENNEDY ST. sunnan vlð Portage Talsími 92 716 S. H. Johnson, eig. Central Dairies Limited Kaupa mjólk og rjóma Areiðanleg og fljót skil Telephone 57 237 121 Salter St. — Winnipeg Eric A. Isfeld, ráðsmaður Thos. Jackson & Sons LIMITED COAL - COKE • BRIQUETTES STOKER COAL Phone 37 071 (Priv. Exch.) 370 Colony St. Winnipeg Góð Mentun eflir MaÐ1|gildí* Aldrei hefir verið eins nauðsynlegt og ein- mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun, og það fólk sem hennar nýtur hefir venju- lega forgangsrétt þegar um vel launaðar stöður er að ræða. Vér höfum nokkur námsskeið til sölu við fullkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg. Spyrjist fyrir á skrifstofu vorri þessu viðvíkjandi, það margborgar sig. The Viking Press Limited Banning og Sargent WINNIPEG :: MANITOBA

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.