Heimskringla - 04.04.1945, Side 6
6. SIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 4. APRIL 1945
Hann hafði talað um stúlku, sem hann
hafði hitt úti í sveitinni, og stundum talaði
hann um hana sem sýnishorn sannrar konu.
Miss carr hafði ekki gefið því, sem hann sagði
neinn gaum, en ihafði farið að tala um eitthvað
annað. Það var unga stúlkan, sem safnaði
fiðrildum. Hún var án efa fullkomin að þekk-
ingu og höfundur að gula kjólnum, sem Philip
hafði átt hugmyndina að. Hefði Edith Carr
verið heima í herberginu sínu, mundi hún hafa
tætt kjólinn utan af sér er hún hugsaði til
hinnar stúlkunnar.
En þar sem hún var nú umkringd hinum
beztu vinum sínum, sem í hennar huga voru
sama sem meðbiðlar hennar og dómarar, þá
varð hún alveg hamslaus af reiði. Hún dró
andann alveg eins og hún hefði tak í brjóstinu.
Engum datt í hug að láta hljómsveitina hætta
að spila, og þar sem gólfið var fult af fólki léku
þeir vals.
Edith Carr varð náföl. Hún stóð þarna
alein. Eftirlætisgoð og einbirni Carr-hjónanna
óskaði þess af heilum huga að hún dytti niður
steindauð, en ekkert varð úr því. Hún var
altof skapstór til að draga sig í hlé, brosa og
segja að hún ætlaði að bíða eftir Philip. Svo
kom Tom Levering, sem var að dansa við Polly
Ammon. Þar sem hann þekti vel allar ástæður
innan Ammon fjölskyldunnar, sá hann að nú
var að draga upp illviðri mikið, og hann hvísl-
aði að Polly: “Edith stendur þarna á miðju gólfi
og hún er hræðilega reið yfir einhverju”.
“Komdu,” sagði Polly, “við skulum bíða
hérna hjá þér þangað til Philip kemur. Við
skulum koma og fá okkur eitthvað að drekka.
Eg er svo þyrst.”
“Unnustinn minn skildi mig hérna eftir.
Hér verð eg þangað til hann kemur aftur, og
þá — verður hann ekki lengur unnustinn
minn.”
Polly greip í handlegginn á henni.
“Edith,” sagði hún, “gerðu nú ekkert uppi-
stand hérna. Hann getur sjálfsagt fært góðar
ástæður fyrir þessu. Það er ekki nema augna-
blik síðan eg sá hann fara út, eg hélt að hann
vær kominn til baka.”
“Hann hefir verið í burtu nákvæmlega
nógu lengi til að sýna gestum sínum, að hann
lætur mig standa hér aleina eins og fífl, þegar
honum dettur eitthvað í hug. Að hann geri
grein fyrir þessu! Það verður þokkaleg grein-
argerð. Veistu fyrir hvern hann var að veiða
þetta fiðrildi? Það verður sent til ungrar
stúlku, sem hann var að elta í sumar sem leið.”
Orðin streymdu af vörum hennar eins og
árstraumur. Hún reif af sér glófana til að hafa
hendurnar lausar. Rétt í þessu lukust sundur
raðir dansfólksins til að lofa Philip að komast í
gegn. Svo hættu allir að dansa og umkringdu
Edith og Philip og biðu með hálfgerðri eftir-
væntingu eftir Iþví, sem nú gerðist.
“Það var reglulega fallega gert af þér að
bíða svona eftir mér,” sagði Philip og andlit
hans ljómaði ennþá af þeirri gleði, að hafa
veitt fiðrildið. “Þegar eg heyrði hljóðfæraslátt-
inn, hélt eg að þú værir farin að dansa.”
“Hvernig gastu haldið að eg væri að
dansa?” spurði Edith Carr kuldalega.
“Eg hélt að þú mundir bíða mín einhver-
staðar, eða dansa við Henderson á meðan. Mér
var mjög nauðsynlegt að ná þessu fiðrildi. Það
er eina fiðrildið, sem vantar í dýrmætt safn sem
stúlka, sem eg þekki á, og hún þarfnast pening-
anna. Komdu nú!”
Hann rétti henni hendurnar.
“Eg vil ekki vera hornreka neins,” hvæsti
Edith Carr. “Eg sit ekki í hjárúmi fyrir neinni
annari stúlku. Þú getur fullkomnað safnið á-
samt henni.”
Hún dró af sér trúlofunarhringjnn og rétti
fram hendina til að leggja hann í lófa Philips.
Ammon sá það og kipti að sér hendinni. Edith
lét þá hringinn detta samstundis. Eins og
ósjálfrátt greip Philip hringinn á lofti.
“Edith,” sagði hann. “Bíddu nú í ham-
ingju bænum og lofaðu mér að gera grein fyrir
þessu. Settu hringinn upp aftur og eg skal út-
skýra þetta.”
“Nei, aldrei, framkoma þín er skammar-
leg!”
“Já, þegar eg íhuga þetta nú,” sagði hann
með áherzlu, þá er það skammarlegt að tefja
unga stúlku, sem hefir dansað alla sína æfi frá
að stíga fáein dansspor. Hvað það snertir að
biðja fyrirgefningar á slíkri höfuðsynd sem
það er að veiða eitt fiðrildi, og senda það til
kunningja míns, sem vinnur sér inn fé með því
að safna þeim, þá sé eg ekki hvernig eg gæti
það. Eg hefi ekki verið meira en þrjár mínút-
ur í burtu Edith. Settu nú upp hringinn og
svo skulum við dansa saman þennan dans.”
Hann dró hinn glitrandi demantshring á
fingur hennar og rétti svo fram handleggina.
Hún lét hringinn detta og hann valt í burtu.
Henderson fylgdi honum með augunum og tók
hann upp svo að hann týndist ekki.
“Er þetta í raun og veru alvara þín?”
spurði Ammon alveg jafn kuldalega og hún
hafði talað.
“Þú veist að mér er þetta alvara,” æpti
Edith.
“Eg tek við þessári ákvörðun þinni í
viðurvist þessara votta,” sagði hann.
“Hvar er faðir minn?” spurði Philip. Eldri
Ammon flýtti sér til hans með miklum rauna-
svip á andlitinu. “Pabbi, gerðu svo vel og vertu
hérna í minn stað,” sagði Philip. “Afsakaðu
mig við gestina og biddu vini mína hér að sjá í
gegnum fingur við mig, því nú fer eg héðan.”
Hann sneri sér við og gekk út úr salnum.
Er hann fór, flýtti Hart Henderson sér til Edith
og dró hringinn á fingur hennar. “Flýtið
yður!” sagði hann í bænarrómi. “Komið strax.
Það er ennþá tími til að ná honum. Ef þér
látið hann fara á þennan hátt, þá fáið þér hann
aldrei að eilífu. Munið eftir hvað eg sagði
yður.”
“Já, þér eruð dálaglegur spámaður,” sagði
hún háðslega. “Hvern langar til að ná í hann.
Ef þessum hring verður troðið upp á mig ennþá
einu sinni, þá fleygi eg honum í vatnið. Láttu
þá spila, og við skulum dansa þennan dans
saman.”
Henderson stakk hringnum í vasann og þau
fóru að dansa. Hann fann hversú hún skalf.
Andlit hennar var bæði hörku- og kulc^legt og
andardráttur hennar heitur eins og hún hefði
sótthita. Hún dansaði við Henderson alla dans-
ana, sem Philip átti að hafa fengið. Hún fór
ásamt hinum gestunum. Kinkaði dálítið kolli
til Ammons um leið og hún gekk framhjá hon-
um, og settist svo í hina stóru bifreið, sem
Henderson hafði símað eftir. Henni fanst hún
vera lémagna og hneig niður í sætið.
“Eigum við að aka dálítið í kring hérna úti í
næturloftinu?” spurði Henderson.
Hún hneigði sig því til samþykkis, og hann
gaf ökumanni skipan um hvert aka skyldi.
Svo reis hún upp í sætinu. “Hart,” sagði
hún, “það er rétt eins og eg sé að hrynja saman.
Viljið þér ekki styðja mig svolitla stund?”
Henderson lagði handlegginn utan um
hana og hún hallaði höfðinu upp að öxl hans.
Haldið mér fastara,” sagði hún.
Það var farið að birta af degi, er hann
sagði við hana:
“Edith, það er farið að birta.”
“Farið heim með mig!” sagði hún.
Henderson hjálpaði henni til að komast upp
tröppurnar og hringdi dyrabjöliunni.
“Ungfrú Carr er lasin, sagði hanp við
þjóninn. “Vekið herbergisþernuna hennar taf-
arlaust, og látið hana hita handa henni eitt-
,hvað, sem hún getur drukkið og það tafar-
laust!”
“Edith,” sagði hann, “mig langar til að
segja við yður fáein orð. Eg hefi nú hugsað
málið. Það er ekki ofseint ennþá. Takið hring-
inn yðar og setjið hann upp. Eg skal strax fara
til Philips og segja honum, að þér hafið hring-
inn, að þér bíðið eftir honum, og þá mun hann
koma.”
“Hugsið bara um hvað hann sagði,” svar-
aði hún. “Hann tók uppsögn mína í alvöru í
“vitna viðurvist”, eins og þetta hefði gerst
frammi fyrir dómara. Hann verður sjálfur að
koma með hringinn til mín, eigi eg nokkurn-
tíma að bera hann framar.”
“Svona hugsið þér núna, eftir fáeina daga
komist þér að raun um’, að þér hafið skift um
skoðun. Að bera sorg í sefa er eigi hægðar-
leikur, og engin kona óskar þess. Setjið nú
hringum upp, og sendið mig af stað, svo að eg
geti sagt honum að koma strax. Eg þekki
Philip, og eg veit.að þér fóruð of langt. Látið á
yður hringinn og gerið honum boð um að þér
sjáið eftir þessu, og gerið það áður en það verð-
ur um seinan.”
“Eg vil ekki. Hann skal verða að koma ti!
mín.”
“Þá bið eg hamingjuna að hjálpa yður!”
svaraði Henderson. “Þér eruð að varpa yður út
í ógæfu, sem þér vitið ekki hversu mikil er.”
Hún reikaði á fótunum. Herbergisþernan
opnaði dyrnar og tók þétt í hana. Henderson
fót út um framdyrnar og inn í bifreiðina sína.
23. Kap. — Edith sér eftir öllu saman,
og Philip fer til Flóans.
Philip Ammon skildi þar við vini sína með
þeirri tilfinning, að sér hefði verið gert mjög
rangt til, og sýnd hin mesta vanvirða. Það
var næstum bjart þegar hann kom heim, en á
fyrstu hæð hússins voru ljós. Hann reikaði upp
tröppurnar og komst inn. Hurðin að skrifstof-
unni var opin, og þar sat faðir hans, og lézt vera
að lesa í bók. Þegar Philip kom inn leit hann
varla upp úr bókinni.
“Komdu bara inn,” sagði Mr. Ammon. “Eg
var rétt að segja honum Banks að koma með
kaffi og smurt brauð handa mér áður en eg
legg mig fyrir. Fáðu þér kaffi um leið.”
“Pabbi,” sagði Philip, “get eg fengið að tala
við þig svolitla stund?”
“Auðvitað,” svaraði Mr. Ammon, “Eg er
alls ekkert þreyttur. Eg hugsa helzt að eg hafi
sitið hérna og beðið í þeirri von, að þú kæmir.
Eg vil ekki heyra útskýringu neinna annara en
þín á þessu máli. Segðu mér nú söguna alveg
eins og hún er.”
Ungi maðurinn sagði alt sem hann vissi,
og Mr. Ammon sat í djúpum þönkum. “Þessi
vinur þinn, sem þú veiddir fiðrildið fyrir, er
ung stúlka?” spurði hann.
“Það er sama stúlkan, sem eg skirfaði þér
um í sumar sem leið, og sagði þér frá í haust.
Eg hjál'paði henni allan þann tíma, sem eg'
dvaldi þar.”
“Veit Edith nokkuð um hana?”
“Eg reyndi oft og mörgum sinnum að
segja henni frá henni og vekja áhuga hennar
fyrir henni, en hún var svo eftirtektalaus að
það var móðgandi. Hún lét ekki svo lítið að
hlusta á mig.”
“Hver er þessi stúlka? Hvað gerir hún?
Og hvernig er hún?”
Philip sagði nákvæmlega frá samveru
þeirra sumarið áður.
' “Þú ert viss um að hún er vel uppalin og
góð stúlka?”
“Gæti maður verið glapinn í dómum sínum
á stúlku, sem hann hefir verið samtíða stöðugt í
tvo mánuði? Hún tekur langt fram Polly,
Edith eða hverri annari stúlku í okkar hópi.
sé miðað við þekkingu þá, sem fæst í skólun-
um. Og hún hefir hið göfugasta, hlýjasta og
ástúðlegasta hjarta og hið mannúðlegasta, sem
eg hefi nokkru sinni kynst.”
Faðir Philips blaðaði ört í bókinni er hann
bar hægt fram þessa spurningu: “Og hvemig
er hún álitum?”
“Há eins og Edith, dálítið feitlægnari, rjóð
í vöngum, stór, blágrá augu með þykkar, svart-
ar augabrýr, hún hefir gulljarpt hár, alt í bylgj-
um og eins og kóróna um höfuð hennar. Það
sýndist stundum næstum því rautt þegar sólin
skín á það. Hún er eins fögur og nokkur ljós-
hærð stúlka, sem eg hefi séð, en hún veit það
ekki sjálf.”
“Og þú varst henni samtíða að staðaldri í
tvo mánuði, Philip. Hverng gekk þér það?”
“Ef þú átt við, að eg hafi reynt að koma
mér í mjúkinn hjá henni, eða sýnt henni ást-
leitni, þá get eg neitað því með sanni,” svaraði
Philip ákafur. “1 annað skiftið, sem eg sá
hana, sagði eg henni alt um Edith. Eg héfi
aldrei hitt neina stúlku, sem var jafn göfugleg
í framkomu og í öllu, sem hún gerði. Og aldrei
hefir mér fallið neitt jafn þungt og að yfirgefa
hana, því að við vorum orðin svo góðir vinir,
alveg eins og hún hefði verið piltur eins og eg,
og báðir með svipuðu lundarfari.”
“Samt sem áður yfirgafst þú slíka stúlku,
og komst heim til Edith Carr, án þess að verða
ástfanginn í henni?”
“Já, þú veist nú hvernig staðið hefir á með
okkur Edith alla mína æfi.”
“En samt er þessi unga stúlka, sem þú 9egir
mér frá, langt um fremri Edith í augum óvil-
halls dómara, er hann hugsar um, hvernig hanif
óskaði að konan sín ætti að vera kostum búin,
til að hann gæti orðið hamingjusamur í sam-
búðinni?”
“Eg hefi aldrei íhugað það hvað eg óskaði
að konan mín tilvonandi hefði til brunns að
bera til að gera mig hamingjusaman. Eg hefi
aðeins borið þá löngun í brjósti að gera Edith
hamngjusama. Eg hefi verið flón. Það sem
eg hefi liðið fyrir hennar tilverknað, færð þú
aldrei að vita. Flogið sem hún fékk í kvöld er
ekki nema eitt sýnishorn af mörgum.”
“Mér þykir vænt um þig Philip fyrir það,
að þú segist aðeins hafa hugsað um Edith. Eg
veit þú segir það satt. Það væri fyrir margar
ástæður heppilegt, gætir þú þegið frelsið, sem
hún bauð þér. En það getur þú ekki. Farðu
nú í rúmið og hvíldu þig! Farðu svo til hennar
á morgun og jafnaðu þessa misklíð á milli
ykkar.”
“Þú heyrðir hvað eg sagði þegar eg fór frá
henni. Eg sagði það vegna þess, að innra með
mér dó eitthvað í þeim svifum, og eg fann vel
að það var ást mín til hennar. Það er satt að alt
fram á þéssa stund hefi eg hugsað eingöngu um
hana. Nú verð eg að játa að eg er farinn að
hugsa um mig sjálfan. Sástu hana, pabbi? Líf
manns et oft stutt, en þótt stutt sé er það þó
þannig, að það er of hamingjuríkt til að varpa
því á glæ í árangurslausa baráttu við kven-
mann, sem eigi getur haft stjórn á sér. Eg er
enginn bardagamaður, þegar um það ræðir að
berjast vtð kvenfólk. Gætir þú lofað mér að
sleppa í fáeina daga? Eg er hálfgert að hugsa
um að hverfa af sjónarsviðinu um stund, og
dvelja hjá Edward frænda í Wisconsin.”
“Philip, ertu nú alveg viss um það, sem þú
sagðir núna?”
“Það sem dáið hefir lifnar ekki á ný. Ást
mín á Edith er algerlega dauð. Eg vona að eg
sjái hana aldrei framar. Við skulum ekki ræða
um það frekar.”
“Philip,” sagði faðir hans og hallaði sér i
áttina til hans og horfði á hann með ástúðlegum
áhyggjusvip. “Hvers vegna heimsækir þú ekki
stúlkuna í Flóanum?”
“Pabbi!”
“Já, því ekki. Engin getur læknað sárt
hjarta jafnvel og góð kona. Og hefir þú nokk-
urntíma hugsað til þess, Philip, að þú kunnir
að hafa skyldur að rækja þar sem hún er,
þegar þú ert nú ekki heitbundinn lengur? Hún
þráir þig kanske. Þú munt bráðlega ganga úr
skugga um það.”
Philip Ammon sat lengi í þungum þönkum.
Að síðustu leit hann upp.
“Já, því ekki það?” sagði hann. “Þótt ár
liðu yrði eg ekki vissari í minni sök en eg er
nú, og lífið er stutt. Gerðu svo vel og biddu
Banks að færa mér kaffi, og smurt brauð. Eg
ætla að baða mig, klæða mig og fara með næstu
lest.”
“Já, farðu og baðaðu þig! Eg skal sjá um
að láta niður farangur þinn. Og heyrðu Philip,
væri eg í þínum sporum, léti eg ekki neinn vita
hvar eg væri niðurkominn.”
“Polly skal ekki einu sinni fá að vita það,”
sagði Philip.
Lestin hafði farið snemma um morguninn,
og eldri Ammon var kominn heim frá að fylgja
syni sínum á stöðina. Þegar heim kom, hitti
hann Hart Henderson, sem beið þar komu hans.
“Hvar er Philip?” spurði hann.
“Hann hirti ekki um að hitta neinn vina
sinna núna, og eg ier rétt að koma frá að fylgja
honum á járnbrautarstöðina. Hann sagðist
kanske ferðast til Siam eða Patagonía. Hann
vildi ekki segja hvert hann færi.”
Henderson leizt ekki á blikuna. “Er hann
farinn burtu og segir ekki hvert hann fer?
Yður er þetta ekki alvara? Hann ætlar þá
aldrei að fyrirgefa henni?”
“Aldrei, er fremur langur tími, Hart minn
góður,” svaraði Ammon. “Og okkur, sem
þekkjum Philip eins vel og við getum, finst það
ennþá lengra sé það notað í sambandi við
hann. Þetta var ekki síðasta stráið, sem féll á
hann í gærkveldi, það var heill heykleggi, það
sligaði hann alveg, hvað hana snertir.” i
Henderson opnaði varirnar tvisvar til að
tala um iðrun og örvæntingu Edith. En í bæði
skiftin sá hann hið ákveðna og ósveigjanlega
yfirbragð Ammons, og hann gat því eigi fengið
af sór að koma upp um hana. Hann rétti fram
hringinn.
“Eg hefi engar fyrirskipanir fengið hvað
hann snertir,” sagði Ammon og hallaði sér aftur
•á bak í stólnum. Miss Carr óskar kanske að
eiga hann til minningar?”
“Nei, hreint ekki,” svaraði Henderson
stuttur í spuna.
“Þér vilduð kanske skila honum aftur til
gullsmiðsins. Eg skal síma honum um það.
Hann mun gefa yður peningana til baka, og þér
getið svo afhent þá nefndinni, sem hjálpar sjúk-
um börnum að dvelja sér til heilsuibótar úti í
sveit.”
“Eg skal gera eins og þér óskið. Verið þér
sælir,” sagði Henderson og fór. Hann fór heim
til sín, en gat ekki hugsað til að fara að sofa.
Hann bað um morgunverð en gat ekkert étið.
Hann gekk fram og aftur um bókastofuna um
stund, en fanst þar of þröngt um sig, svo að
hann fór út á götuna, og gekk þar þangað til
hann var orðinn uppgefinn. Hann fékk sér
síðan bíl og lét aka sér til klúbbsins síns. Er
hann kom inn þar, kom þjónn til hans í miklum
flýti.
“Einhver vill tala við yður tafarlaust í
símann, Mr. Henderson,” sagði hann. “Þeir
hafa kallað þrisvar sinnum. Númerið er Main
5770.”
Honum fanst sem hroll setti að sér, er hann
tók upp símaáhaldið.
“Eruð það þér, Hart?” heyrði hann rödd
Edith segja.
“Já.”
“Funduð þér Philip?”
“Nei, hann kom heim, en hann var far-
inn í ferðalag.”
“í ferðalag?”-
Nú heyrðist vein, sem Henderson fanst eins
sárt og hnífi væri lagt í hjarta sér.
“Á eg að koma heim til yðar og segja yður
frá þessu?”
“Nei, segið þér mér frá því núna!”
“Þegar eg kom til Ammons, sagði Banks
mér, að þeir feðgarnir væru úti að keyra í bíln-
um. Eg beið eftir þeim. Mr. Ammon kom
brátt aftur. Eruð þér aleinar þarna, Edith?”
“Já, haldð þér bara áfram.”
“Kallið á stúlkuna yðar. Eg get ekki sagt
yður frá þessu nema einhver sé hjá yður.”
“Jú, segið mér þetta’strax!”