Heimskringla - 04.04.1945, Blaðsíða 2

Heimskringla - 04.04.1945, Blaðsíða 2
SlÐA \ HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 4. APRIL 1945 TVÖ ÁR Á BAFFIN-EYJU Eftir Jón J. Bíldfell (Grein sú er byrjar í þessu blaði eftir J. J. Bíldfell, er um dvöl hans á Baffinslandi. Er þar sagt frá mörgu athyglisverðu og fróðlegu í sambandi við hugsun, hætti og siðu íbúanna, þessi náttúrubörn. norðursins. Þeir haf a kynst eitthvað hvítum mönnum og menningu þeirra, en yfirleitt mun satt vera, sem um þá hefir verið sagt, að þeir séu Það kallast ekki lengur þrek- virki, þó að einhverjir álpist norður eða suður í heimskauta- lönd. Æfintýrablærinn er alveg horfinn af slíku ferðalagi, og menn geta ekki framar látið ljóma hugrekkis og æfintýra leiftra um nafn sitt, í sögu eða söng, fyrir að sigla norður í ey- lendurnar fyrir norðan megin- land Canada. Eg vil að það sé skilið, að eg er ekki að reyna að varpa skugga á, eða draga úr hugrekki og hetjuanda þeirra manna, sem fyrstir sigldu sollin höf norðursins. Þeir menn "heilsteyptir steinaldarmenn uppi á vorri tíð, sem ærið efni er í margir hverjir könnuðu ókunna fyrir nútíðina að kynnast, eigi síður en þá, að kynnast sinni samtíð." 1 grein J. J. B. bregður mörgu fróðlegu og hugðnæmu fyrir og frásögn hans er oft hin skemtilegasta. Af 8 köflum greinarinnar, hefir fyrsti kaflinn birst í Sameiningunni en annað hvergi óbreytt.—Ritstj. Hkr.). Það hafa nokkrir landar mínir minst á við mig, að segja eitt- hvað frá veru minni á Baffin- eyjunni og ferð minni þangað opnberlega. Þó eg sé allra manna ófúsastur til að segja ferðasögu, því eg veit fyrirfram að hún verður leiðinleg eins og ferðasögur langflestar eru, þá hefi eg nú ásett mér að verða við bón þeirra manna, sem óskað hafa eftir að sjá eitthvað um ferð mína norður í höf á prenti, og mega þeir sér sjálfir um kenna, ef það verður þeim og öðrum til leiðinda. Nýjar matar Soybean stigu og lögðu út í ögrandi hætt- ur, til þess aðallega, að ganga úr skugga um, að svo miklu leyti sem í þetrra valdi stóð, hvort hægt vær að brjótast í gegnum íshrannirnar, sjá hvað þær hefðu að geyma, og hvað lægi 'þeim'að baki. Mín ferð norður á ekkert skylt við slík ferðalög. Eg fór með eimskipi frá Montreal um hásumar ofan hið mikla og nafn- kunna St. Lawrence-fljót, í að- dáanlega góðu veðri. Akrar, þorp og bændabýli skreyta fljótsbakkana beggja megin og ná nokkuð upp í hlíðarnar, sem rísa þegar frá fljótinu dregur, en á bak við rís skógurinn bláleitur til að sjá í sólbaði dagsins. Við sigldum vanalega skipa- leið framhjá Quebec-borg aust- ur St. Lawrence flóann og aust- ur um Bell sundið. Við austur- enda þess, snerum við beint í norður og sigldum meðfram Labrador ströndinni í liðug fimm dægur, áður en við komum norður að Chiddly höfðanum, sem er norðaustur hornið á Labrador, höfðum við þá farið um 1,000 mílur í norðurátt frá Bell sundi. Ferðalag þetta er frekar til- komulítið. Að austan var hafið slétt og bjart alla leiðina, nema hvað íshroði nokkur mætti okk- hafrskiftsTöan 1941, aö baunÆ-! "r <* ^ið vorum komnir rösklega Spursmálslaust er til- kynning okkar um New Blackeye Vege- table er framleiddar voru að Central Ex- perimental búinu, sú mesta uppgötvun er gerð hefir verið í okk- ar tíð í jurtagróðri. — Eftirtektaverður verð- leiki hefir þegar verið viðurkendur af þús- undum canadiskra heimila er við okkur ar voru sendar út. Engin önnur mat- artegund jafnast á við þær. Þær hafa fjórum sinnum meira protein en hveiti, hrísgrjón eða egg, og tvisvar sinnum jafnmikið og venjuleg mat- baun og svína- eða nautakjöt. Fitan í þeim er jöfn og í nautasteik og meiri en í svínakjöti. Framleiðir meiri líkamshita en nokkur önnur algeng fæðutegund að undanteknu smjöri. Á að gizka 20% fituefni og 40% protein. Hvert held- ur ferskar eða þurkaðar hafa þær meira næringarefni en nokkur önn- ur baunategund. Lausir við lín- sterkju. Ríkar af járn- og brenni- steinsefnum, vitamin A, B og G. Þú verður alveg undrandi hvað þær eru listugar og á hversu marga vegi má matreiða þær. Allar upplýsingar um notkun þeirra eru gefnar í pésa þeim er þér verður sendur frítt með pönt- un þinni. (Pk. 10*) (i/4 pd. 18*) (1 pd. 45c) póstfrítt. (Stœrri sendingar með Express, flutninqsgj. eigi borg- oð, á 35* pundið.) FRÍ—Vor stórt útsœðisbók fyrir 1945 Aldrei fullkomnari en nú DOMINION SEED HOUSE Georgretown, Ontario miðja leið, en ekki svo þéttur að skipið kæmist ekki nokkurn vegin viðstöðulaust áfram. Að vestan lá Labrador ströndin há og hrikaleg, skógi vaxin fyrst all langt norður frá Bell sundi, en þá fer skógurinn sí þverrandi, unz hann hverfur með öllu, og skilur ströndina og eyjarnar, sem alstaðar er mikið af, mjög gróðurlitlar — nálega berar, og bergrunnar og nær þetta gróð- ur- og grasleysi yfir um 400 mílna svæði í suður frá Hudson- sundi. Austurströnd Labrador er lægst, svo hækkar landið í vest- ur og er þar til f jalla að sjá, sem rísa sum 6,000 fet yfir sjávar- mál, með snjóhvíta tinda um miðsumar. Bæði sá fjalla klasi r~ *¦+*¦¦**¦+¦++' ¦++*•*} John S. Brooks Limited DUNVILLE, Ontario. Canada MANUFACTURERS OF GILL NETTING Okkar net eru búin til úr beztu tegund af hör tvinna og fyrsta flokks "Sea Island Cotton" og egypskum tvinna. Þér megið treysta bœði vörugœðum og verði Allar pantanir fljótt og ábyggilega afgreiddar. Captain M. R. Janes, Leland Hotel, Winnipeg nmboðsmaður fyrir Manitoba, Saskatchewan og Alberta CCfí&i-ty- You will find yourself one of the best informed persons in "'J^í^ijI your community when you reod The Christion Seience Monitor vij~'l?gB^ regularly. You will find fresh, new viewpoints, a fuller, richer understanding of world offoirs . . . truthful, accuratc, unbiosed news. Write for somple copies today, or send for o one-month frial subscription fo this internotionol daily newspoper .... r The Christion Science Publishing Society One, Norway Street, Boston 15, Moss. NAME. I I I j STREET___,.................. ! CITY___...............STATE. ? Pleose send sample copies _ of The Christion Science I Monitor including copy ot I Weekly Mogozine Section. ? Please send o one-month j triol subscription to The j Christion Science Monitor, [ for which I enclose $...... | og eins Laurentíu fjöllin, sem þar eru fyrir vestan, lækka er nær dregur Hudson-flóanum og Hudson sundi. Viðkomustaðirnir voru tveir við Labrador-ströndina. Sá fyrri, í bæ, eða þorpi, sem Hebron heitir, og er á þriðja hundrað mílur fyrir sunnan Chiddly. höfðann. Þorpið stendur niður við sjó. Framundan eru eyjar, sem loka allri útsýn til hafs, en höfnin er á milli eyjanna og bæjarins. I bænum er verzlun, sem Hud'son's Bay félagið hefir haft, en hefir nú selt stjórninni í Newfoundláhd. Trúboðsstöð er þar, ein af þeim elztu á þeim stöðvum, sem Morían trúboðs- félagið heldur uppi og um 150 Eskimóar — í bænum og grend- inni. Það var snemma morguns, sem skipið skreið inn á milli eyjanna og inn á höfnina og lagðist við akkeri. Eg var niður í káetu minni, þegar að eg heyrði brezka þjóðsönginn leikinn á lúðra. Eg þaut upp á þilfar, og sá eg þá, að bátur var úr landi komnin, hlað- inn fólki og á meðal þess var lúðraflokkurinn, sem þjóðsöng- inn spilaði. Þeir voru Eskimó- ar, sá eini Eskimóa lúðraflokkur, sem til er. Bátur þeirra fór þrjá hringi í kring um skipið og höfðu þeir þá leikið tvö lög, "God Savc The King" og "Onward Christ- ian Soldiers", og var mér sagt að með þeim, væri musik kunn- áttu þeirra lokið. Hinn viðkomustaðurinn var Burwell; er það, eða var, verzl- unarstöð Hudson'sflóafélagsins. Er sá staður á eyju, sem liggur tiltölulega stutt fyrir sunnan Chiddly-höfðann. Staður sé hef- ir lítið sér til ágætis, annað en ágæta höfn, sölubúð, íveruhús, vöruhús og hús sem pólití Can- ada stjórnar áttu heima í, en sem nú eru farin þaðan. Nokkrir Eskimóar áttu heima þar ein- hverstaðar út með sjónum, höfðu þeir nú komið til að skemta sér við skipkomuna ,eins og þeirra er siður alstaðar. Daginn eftir, 16. júlí, sá eg Baffin-eyjuna. Hún sýndist til að sjá eins og norðurhluti La- brador strandarinnar, hrikaleg, ber og hrjóstrug. Á þeirri eyju átti eg heima í tvö ár og kyntist nokkuð fólki því, sem þar bjó, landslagi og landskostum. Baffin-eyjan er geysilega stór, 200,036 fermílur — þriðja stær- sta eyja í heimi. Það fyrsta, sem vekur eftirtekt manns þegar þangað #emur, er gróðurleysið; þar er ekkert að sjá, nema kletta, klappir og klungur. Hún er mjög mishæðótt víðast hvar, og fjöllótt, að norðan og er þar að finna nokkurn jökul eða jökul fjöll. Að sunnan er hún nokkuð lægri, en þar enginn jökull, að undanteknu einu fjalli, eða fjall- garði, sem liggur inn í land frá Frobisher firðinum. Á öllum öðrum suðurhluta eyjarinnar, tekur snjó á hverju sumri og hef- ir gert eftir því sem jarðfræðing- ar stjórnarinnar í Canada segja, alla leið aftur til ísalda. Um landdýr er lítið á Baffin eyjunni. Þar var þó talsvert mikið af hreindýrum fram yfir miðja síðustu öld, en síðan að Eskimóarnir komust upp á að' skjóta með kúlubyssum, og gátu fengið þær og skotfæri, haie þeir gengið svo í skrokk á dýr- unum, að ef ekki verður við gert er ekki annað sjáanlegt, er þau verði eyðilögð með öllu, í tiltölulega stuttum tíma. Þar er og mikið af hvítum tóf um, sem Eskimóar veiða í boga og selja Hudson's-flóa félaginu Áraskifti eru að tófu tekjunni / eýnni. Fjórða hvert ár, er þa mergð mikil en fer svo fækkand íftur í næstu þrjú ár og sýnis >að vera ófrávíkjanlegt lögmál. Úlfar hafa verið þar nokkrir n eru nú með öllu eyðilagðir. Hvergi í þessu landi er saga? kráð eins skýrum og sýnilegun únum og í norðuríiéruðum þes? og á hinum norðlægu eylendum Þar er ekkert til að skyggja á bergrúnirnar sjálfar, sem tím- ans tönn hefir meitlað í harðann steininn í gegnum aldirnar. — Merki ísaldarinnar blasa alstað- ar við sjónum manna. Hálsarn- ir slitnir. Blágrýtis klappirnar muldar og malaðar. Klettabelt- in slitin og snúin. Stórgrýtinu stráð um dali, holt og hæðir. Kalksteins lögin sem lögð hafa verið ber og liggja um þvera og endilanga eyjuna og járn, eða járnsteins beltin ómælanleg og óuppausanleg, sem bíða eftir, að 'þau séu brædd og barin blasa alstaðar við augum manns. En það er fleira en þessi ísald- ar umbrot og bergrúnir, sem vekja athygli manns 3 Baffin eyjunni, því þótt yfirborð henn- ar og alls umhverfisfns þar norð- ur í höfum, sé í það heila bert, hrjóstrugt og gróðursnautt, þá, við betri þekking og nánari at-i hugun sézt, að hún er ekki gróð urlaus með öllu. í dölunum, sem ' eru margir dökkir til að sjá, þrongir og djúpir, vex dálítið af grasi mjeðfram ánum og lækjun- um, sem rutt hafa sér farveg eftir þeim ,og ofurlítið af gulvíðir, sem nær um þriggja feta þroska, þegar bezt lætur; ennfremur er oft að finna fífu, þar sem vot- lent undirlendi finst. 1 hlíðum dalanna, er oft að finna lamba- gras sóleyjar, og jafnvel fjólur. Berjalyng er víða að finna, en engin ber þróast þar. Vísirinn kemur en haustnæðingarnir koma of snemma til þess að berj geti þroskast. Allmikið er af hreindýra mosa, geitnaskóf og sortu lyngi. Þó að gróður þessi sé hvorki margbreyttur né stór- vaxinn á hann samt sinn þátt í að festa mynd landsins í huga manns. Gróðurinn og dalirnir sjálfir sem eru brattir með gróð- 1 urlitlum hlíðum eru víða skorn- ar með silfurtærum lækjum, sem falla stall af stalli, unz þeir sam- einast ánum í botni dalanna. En það er eitthvað meira en sögu- rúnirnar, dalirnir dökku og þröngu, lækirnir, sem falla eins og silfurþræðir ofan hliðar þeirra og hinn smágerði gróður heimskauta landanna, sem heill- ar huga manns. Það er eitthvert undra afl, sem heimsskauta lönd- in ein eiga yfir að ráða, sem dregur mann á vald sitt með ó- mótstæðilegu afli. Eg hefi oft verið að hugsa um, hvaða kraftur það sé er heims- skauta löndin eigi sérstaklega yfir að ráða og þannig verkar, ekki aðeins á okkur, sem frá þeim héruðum og löndum eru komin, heldur á alla, sem undir áhrif hans komast og ekki hafa með öllu lokað hinni andlegu út- sýn sinni eða týnt tilfinningum sínum í stríði og striti sléttuland- anna. Maður er að sjálfsögðu háður náttúrunni og náttúruöflunum Fyrir hvert $4 virði af Stríðssparnaðar Skírteinum færð þú $5 er þau falla í gjalddaga. Hver dollar er þú leggur í þessi Skírteini er innlegg til sigurs og þína eigin framtíð. Hver dollar sem þú leggur í Stríðssparnaðar Skírteini er trygður — því þau eru ábyrgst með öllum auðsupp- sprettum Canada. Þú getur keypt Stríðssparnaðar Skírteini eða frí- merki hvenær sem er í hvaða útibúi Royal Bank of Canada Fyrirkomulag Bankans Ef þú óskar, tekur bankinn að sér að kaupa Stríðssparnaðar Skírteini fyrir þig á hverjum mánuði, draga borgunina frá innstæðu þinni og sjá um að skírteinin séu send beina leið heim til þín. Þetta er tryggasta leiðin til að safna reiðu fé í framtíðinni. Spyrjist fyrir um þetta fyrir- komulag bankans í hvaða útibúi hans sem er. THE ROYAL BANK OF CANADA hvar sem maður er staddur, en 'þau áhrif eru mjög svo mismun- andi og fara eftir umhverfi því sem menn alast upp í, og eiga við að búa. 1 tempraða beltinu, eru það mannvirkin, akrarnir, verk- smiðjurnar, járnbrautirnar, leik- húsin, eimskipin, nauta- og sauð- fjárhjarðirnar, eða með öðrum orðum efnalega aðstaðan og á- huginn, sem virðist nú sem stendur, áhrifamest á því sviði. 1 hitabeltinu er það jarðar- gróðurinn mikli og hrikalegi, með því sem honum fylgir, sem mest hefir áhrifin. Á Baffin-eyjunni, eða í heim- skautalöndunum eru áhrifin alt önnur og annars eðlis. Þar hverf- ur hið verklega og áhrif þess, en mikilleiki hinnar ósnertu og ó- spiltu náttúru og náttúruafla er sveipa mann töframætti sínum. Lífsviðhorf manna getur ekki undir neínum kringumstæðum verið það sama þar, eins og það er hér á sléttunum í Manitoba. Hér er umhverfið alt sópað og prýtt. Hér reka atburðirnir hver annan og atvinnuvegirnir hald- ast í hendur við vetur, sumar, vor og haust. Lífið alt ein óslit- in keðja, litlítil, umbreytinga- lítil, en endalaus. Þar er um- hverfið stórbrotið og mikilfengt. Loftið, sjórinn og landið á' alt sínar einkennilegu myndir og myndbreytingar. t Sólarlag á norðurhveli jarðarínnar, er dá- samlegra og auðugra en á nokkr- um öðrum stað veraldarinnar. Nóttlausir sumardagar heim- skautalandanna setja stimpil sinn á land, láð og líf; og lit- brigði lofts og láðs eru einkenni og auður þeirra landa. Undur hinna norðlægu landa eru svo voldug að slíka fegurð er hvergi að f inna á bygðu bóli á neitt svip- uðu stigi. Við brjóst slíkrar náttúru, hafa börn snjólandanna fæðst og þroskast í aldaraðir. Framh. Rakarinn: Hefi eg ekki rakað yður áður? Viðskiftavinurinn: Nei, eg fékk þetta ör í Frakklandi. * * * Ef Finnland hefði verið sigr- að í stríðsbyrjun, hefðu Þjóð- verjar mist helminginn af öllu því nikkeli, sem þeiir þurftu að nota. * • * Það hefir verið áætlað, að 82 prósent af Bandaríkjamönnum fari til vinnu sinnar í bifreiðum- * * * Flugmaðurinn: Er þetta nýja kærastan? Sjóliðinn: Nei, aðeins sU gamla — nýmáluð. "THUNDERBOLTS" Á BURMA LINUNNI Þessir voða flugdrekar, sem enskir loftliðar fljúga, gera látlausar árásir á flugvelli, um- ferðir á ám og vötnum og á herstöðvar Japana hvar sem þeir koma höndum undir. Þeir eru útbúnir með auka gasgeymum, sem gerir þeim mögulegt að komast langt inn í baklínur óvin- anna og gera þar mikinn usla, um leið og alt kemst á ringulreið í hervörnunum. — Myndin hér að ofan er af nokkrum þessara flugdreka og ier tekin einhverstaðar í Burma-héruðum.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.