Heimskringla - 18.04.1945, Blaðsíða 3

Heimskringla - 18.04.1945, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 18. APRIL 1945 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA PASKARÆÐA Eftir séra Halldór E. Johnson Framh. Þótt ráða megi of orðum ritn- inganna, að postularnir hafi trú- að á holdlega upprisu meistar- ans hygg eg þeir hafi brátt lagt aðra háleitari og andlegri merk- ingu. í hana. Aftur á móti hef ir kirkjan eða guðfræðin haldið sig fast við hina grófari, holdlegu hugmynd og út frá henni skapað sór kenninguna um upprisu holdsins, sem ennþá er talað um í játningunum, þótt mig gruni að fáir trúi, nú orðið. Frá sögu- kga rökrænu sjónarmiði hefir líka hin holdlega upprisukenn- ing aðra mieingalla. Hún gefur ekki nægilegt tilefni til þeirrar hreytingar, sem andlega skoðað, verður á postulunum, né þeirrar orku sem trú þeinra veitir. Taki ^naður frásagnir guðspjallanna hókstaflega trúanlegar, voru þeir aður viðstaddir upprisu Lasar- °sar án þess sá atbuirður olli ^niklum sinnaskiftum í huga þ°irra. Frásagnir um upprisu óauðra er annars víða að finna hæði í biblíunni og öðrum helgi- ritum — já og jafnvel í fleiri fornsögnum. Ekki verður samt þess vairt að slík kraftaverk verkuðu svo mjög á þá sem ann- ars trúðu atburðunum. Til þess að öðlast einhvern skilning á viðbrögðum postul- anna verðum við fyrst og fremst ®ð gera okkur einhverja grein fyrir sálairástandi þeirra og and- iegum þroska. Þess ber þá fyrst að geta, að þeir voru — að Lúk- asi ef til vill undanskildum —- aigerlega óupplýstir alþýðu- menn, og myrkur vanþekking- arinnar var þá meira en nú, því engin er sá, í samtíðinni, sem engin sannleiksgeisli hefir skin- tð. En hér ber okkur að nema staðar og gera okkur grein fyrir fleiru. Þeir voru fávísir en ekki afvegaleiddir. Nú er því ein- mitt svo farið, að í farveg þekk- ingarinnar hafa flotið öfga- stefnur og mieira og minna frá- æitar kenmsetningar er glepja mönnum gáning. Þekkingar- ^eysi postulanna átti skylt við vanþroska barnsins fremur en á- skapaðan vanskilning, sem skap- ast af falsrökum. Þeir voru þessvegna meðtækilegri fyrir á- þ^if, en þau áhrif urðu að viera n°gu sterk og nógu greinileg, því heilaspuni grísku heimspek- hinar og barndóms, hálfþekking ^isindamenskunnar rómversku °áði ekki til þeirra. Þeir lifðu í ^eimi hversdagslegrar efnis- hyggju ienda voru þeirra ætt- jeiddu trúarbrögð, gyðingdómur- mn svo ósálræn í eðli sínu, að þau höfðu aldrei myndað sér °einar ákveðnar skoðanir um a°nað líf.- Eg hef reynt að velta þessu iyrir mér á allar lundir, því mér ^efir lengi skilist að upprisan sé uPprisa kristindómsins. Því meir Sern eg hefi um það hugsað, þess sannfærðari hef teg orðið um sannveruleika upprisunnar í þeim skilningi að Kristur hafi mrst postulunum eftir andlátið, annars eiga athafnir þeirra eng- ar skýringar. Nú var þeim lang eólilegast, eftir upplagi sínu og andlegum þroska, að skoða þetta ^yrirbrigði frá holdlegu sjónar- miði einungis. Engin mundi fús- ari en eg að kannast við ýkjur °g afvegaleiðslu í ölum fom- 'ritum, en það hefir, að hinu leit- lr,u aldrei blindað mér sýn,á því að ýkjurnar em altaf ofnar í rmgum einhvern sannleiks Jarna. Jafnvel í skáldskapnum S*kja menn æfinlega fyrirmynd- m°ar til þess sem er sýnilegt og eyranlegt. Röksagnarlausar ,uilyrðingar eiga hér engan rétt a sér, fremur en annarstaðar i^Sar einlægir menn grafa eftir ^Hi sannleikans í fornum fræð- um eða nýjum. Um hvað sé hiegt eður eigi gætu þeir einir borið sem gjörþektu eðli allra hluta. Gætinn lesari getur vanalega greint öfgar frá raunvsmleik- anum í frásögnum hinna fmm- stæðu höfunda, því þeir kunna ekki að ljúga, þar sem okkur hefir lærst listin með æfingunni. Grunntónninn í upprisu frásögn guðspjallanna geymir hljómblæ sannleikans. öll viðbrögð post- ulanna gagnvart viðburðunum | em eðlileg og í samræmi við á- i stand þeirra. — En fyrst af öllu verðum við að hafa það hugfast að það vom hvorki hieimspeking- ar eða trúmenn, í nútíðar skiln- ingi, sem stóðu við krossinn og sáu “guðs hetjuna deyja”. Þeir þektu Krist aðeins sem meistara sinn og leiðtoga. Hrifniir af töframagni persónuleikans höfðu þeir fylgt honum í barnslegri undirgefni. Ræður hans voru þeim að mestu óskiljanlegar en þeir höfðu takmarkalausa trú á áhrifamagni hans. Þeir höfðu aldrei ætlað sér annað hlutskifti en vera hans lærisveinar og fylgjendur. Nú stóðu þeir eins og gersigraðir og höfuðlaus her, eins og einmana og ráðþrota börn við krossinn. Svo úrræða- lausir vom þeir að þeir létu það öðmm eftir að veita meistaran- um nábjargirnar. Þessir menn leiddust ekki af neinum hugar- hyllingum, allra sízt nú þegar vonir þeirra um guðsríki, rétt- lætisins, góðmenskunnar og firið- arins vom til grafar gengnar með Kristi. Þeir trúðu aðeins því, sem þeir heyrðu og sáu. Hvað höfðu þeir séð? Böðla Rómaríkis, hins ósigrandi negla im’eilstarann á kirossinn. Þeir höfðu séð Jesú hneigja höfuð sitt í dauðanum, eins og í viður- kenningar skynii við það vald sem kveður upp dauðadóminn yfir sannleikanum og réttlætinu með ofbeldis hnefa hermensk- unnar. Þeir höfðu heyrt hann taka síðasta andvarpið — þar með var því öllu lokið og þeir sjálfir ekkert nema ósjálfbjarga alþýðumenn beygðir og blóðrisa undir örlaga svipu auðs og kúg- unar,- Þannig líta þeir út, á föstu- daginn langa, en á páskunum og eftir páskana eru þeir þess full- vissir að Kristur sé ennþá með þeim, sem lærifaðir og leiðtogi. Jafnframt þessu fer strax að bóla á æðri og andlegri skilningi á upprisunni. Þess vegna gerist hvítasunnu undrið, sem þyrfti að skýrast í ljósi nútíðar þekk- ingarinnar í sálrænum efnum. En nú má .vera að einhver spyrji: Er það ekki tómur bama- skapur, að leitast við að skýra þessa atburði? Jú, það er sá barnaskapur, sem gerir ráð fyrir því að allir hlutir eigi sér eðli- legar orsakir. Það er sá barna- skapur, sem vill gera sér rök- ræna grein fyrir þeim atburði, sem stærstum aldahvörfum hefir ollað, í sögu mannkynsins. Það er sá barnaskapur, sem metur það ekki skammsýni að búast við því að guð hafi gefið manni skynsemina til að hugas. Það er barnaskapur þeirrar barnslund- ar, sem leitar föðurhúsanna eftir þeim ábendingum, er eðli vort og ígrundun gefa. Eg játa mig sekan í þessum barnaskap. Það er ekki nema sjálfsagt að virða viðleitni þeirra, sem af litlum efnum leituðu sannleikans á liðnum öldum, en við ættum að vera menn til að ávaxta þær erfðir en láta þær ekki verða eyðslufé í okkar höndum. Frá- leitt hafa þeir, sem í morgun- roða menningar og myrkri mið- alda fluttu fáein sannleikskorn að landi, ætlast til þess að þau nægðu alheimi til eilífðar. En kirkjan hefir verið frámunalega hirðulaus um að auka þekking sína í andlegum efnum; svo að um andlega vísinda starfsemi af hennar hendi hefir naumast ver- ið að ræða, á síðairi öldum. Jú, H HAGBORG FUEL CO. H ★ Dial 21 331 21 331 vísindaleg textarannsókn var hafin af þýzkum guðfræðingum, vanalega kendir við Tubingen skólann, náði hún brátt til ann- ara guðfræðistofnana um veröld víða. Þessi texta rannsókn var merkileg á marga lund og hefði getað leitt til merkilegrair og já- kvæðrar vísindaiðju um upphaf og orsakir trúar vorrar, en hún staðnaði þegar hún var búin að segja okkur hverju við mættum ekki trúa, hún gerði aldrei neina tilraun til að leiða okkur að ör- uggum heimildum um hverju bæri að trúa. Þessi nýja guð- Frh. á 7. bls. HITLER i Aform fýrir Canada A Það hefði ekki gengið vel hjá okkur Canadamönnum, ef Hitler hefði getað komið áformum sínum í framkvæmd. Hann hefði ekki verið vægari við okkar land í hryðjuverk- um sínum, en hann hefir verið við þau lönd, sem hann hefir hernumið og sundur flett. Fólk okkar hefði verið keyrt í þrældóm. Borgir okkar og land hefði verið lagt í auðn. Eigur okkar teknar frá okkur. A Synir okkar hafa barist af miklum móð og ósveigjanlega til eyðileggingar á- formum hans. Fólk okkar hefir lánað peninga sína til Canada svo unt væri, að mæta þeim gífurlega kostnaði, er stríð ætíð hafa í för með sér. Við höfum öll gert okkar hluta í því, að koma Hitler og hans illa innrættu hermönnum á kné. A Canada biður okkur enn um lán. Það verður að halda áfram stríðinu þar til fullnaðar sigur er unninn. Hvert það vopn er herskarar okkar þarfnast verður að vera lagt þeim í hendur. Fæði og meðöl verður að sendast í ríkum mæli. Hinum særðu verður að vera hjúkrað, og að unnum fullum sigri verður að koma mönnum vorum heim og hjálpa þeim til að koma sér fyrir í framtíðinni. A Kauptu öll þau Sigurláns Verðbréf sem þér er unt. Þau eru sú bezta innstæða er þú getur eignast. Þau borga ágætar rentur, og seinna, er þér kanske vanhagar snögg- lega um peninga, getur þú fengið þá, án allrar tafar, út á Sigurláns Verðbréf þín, í hvaða banka sem er. Kauptu alt sem þér er unt—það er kvöð er þú skuldar Canada—það er kvöð er þú skuldar sjálfum þér. Leggið í það bezta KAUPIÐ Victory Bonds • NATIONAL WAR FINANCE COMMITTEE 8-64

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.