Heimskringla - 18.04.1945, Síða 6
6. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 18. APRlL 1945
STÚLKAN Or
/
FLOANUM
“Eg 'hugsa að eg mundi tæplega fara svo
langt að dæmi yðar,” svaraði Elenóra þurlega.
“Tilfinningar mínar til Philips eru þannig, að
ósjálfrátt mundi eg forðast að særa hann á
nokkurn hátt, hvort sem það væri heima eða
opinberlega. Og hvað það snertir að vera lieið-
togi í samkvæmislífinu, þá hefir hann aldrei
nefnt það á nafn, að hann óskaði að eg væri
það. Það sem hann spurði mig að var, hvort eg
vildi verða konan sín. Og eg skildi að það þýddi,
að eg samkvæmt ósk hans, annaðist heimili
hans, gæfi honum heilnæma og góða fæðu, væri
móðir harnanna hans og auðsýndi honum um-
hyggju og næirgætni.”
“Hvílík einfeldni!” hrópaði Miss Carr.
“Hvernig getur slíkur maður og Ammon er
staðist þvílíkt og annað eins? Þér vitið það
mjög vel, að ef þér sleptuð þessum lausu tökum,
sem þér hafið á honum og hann færi hieim til
vina sinna, þá tilheyrði hann mér eftir vikutíma
eins og hann hefir ætíð tilheyrt mér.”
“Nú er nóg komið,” sagði Elenóra. “Eg
skal ekki stíga neitt spor fyr en eg veit að ekki
þárf að iðrast neins. Eg hefi tekið ákvörðun
mína. Þér getið nú farið til vina yðar.”
“Hvað isi'gið þér við?” spurði Edith.
“Eg um það,” svaraði Elenóra. “Eg ætla
aðeins að segja yður þetta: Þegair tækifærið
gefst yður, þá skuluð þér nota það. 1 hvert
skifti, sem þér eruð ásamt Philip Ammon, verð-
ið þér að beita öllum áhrifum fegurðar yðair,
sem eru öll á yfirborðinu, og ná í hann. Farið
með hann til Onabasha. Notið öll ráð, sem þér
getið og eigið til. Ef hið forna samband getur
tengst á ný, þá skal eg verða fyrst allra manna
til að gska ykkur til hamingju. Nú verð eg að
fara til gesta minna, og gerið svo vel og af-
saka mig.”
Elenóra sneri sér við og gekk í áttina til
laufskálans. Edith Carr gekk með skóginum
fram að hliðinu, leit út um grindina og spurði
Henderson hvort bíllinn væri tilbúinn. Þar
sem hún stóð fast hjá honum, hvíslaði hún:
“Fáðu Philip til að koma með okkur til Ona-
basha.”
“Ammon, getur þú ekki komið með okkur
til Onabasha og vísað mér á stað þar, sem eg
get látið gera við bílinn?” spurði Henderson.
”Við fáum okkur eitthvað að borða þar, og svo
förum við heim á leið í kringum klukkan fimm.
Þá komum við heim um miðnætti.”
Philip gekk inn í laufskálann.
“Elenóra,” sagði hann, “Henderson segir að
bifreiðin sín sé í ólagi. Hann biður mig að
koma með sér til Onabasha og finna stað þar,
sem gert verði við hana, svo að þau geti komist
heim í kvöld. Þetta tekur hér um bil tvo
tíma. Get eg farið með þeim?”
“Auðvitað skuluð þér fara með þeim,”
svaraði hún hlægjandi. “Þér getið hvort sem
er ekki skilið svona við hana systur yðar. Því
farið þér ekki með þeim alla leið til Chicago?
Það er nægilegt rúm fyrir yður í bílnum og það
yrði skemtileg heimsókn fyrir yður.”
“Eg kem aftur eftir tvo tíma,” svaraði
Ammoh. “Á meðan eg er í burtu verðið þér að
hugsa um það sem við töluðum um þegar Chi-
cago fólbið kom.”
Elenóra kvaddi þau öll með handabandi.
Er hún kom til Ammons leit hún fast í augu
hans og þrýsti líka hendi hans.
Þegar Philip kom heim, var Elenóra horfin.
Þar beið hans bréf sem sagði að móðir hennar
viSsi ekki einu sinni hvert hún væri farin. En
fyrsta september eða kannske fyrri léti hún
hann vita hvar hún væri, og hvað hún hefði
ákveðið. Philip varð fyrir miklum vonbrigðum
og hvarf heim til Chicago. Þar hitti hann
Edith Carr og í návist föður hans bað hún hann
fyrirgefningar, og sagðist altaf hafa elskað
hann. En hann svaraði henni að öllu væri
lokið þeirra á milli fyrir fult og alt. Hann
sagðist ætla að fara aftur til Flóans.
Elenóra, sem þarfnaðist hvíldar, fór til
“Engilsins” sem var í sumarheimili þeirra
hjóna á Mackinak eyjunni. Þar tóku þau
O’Moore hjónin henni tveim höiídum og fjögur
litlu börnin þeirra.
25. Kap. — Edith berst baráttu sinni og
Henderson bíður tækifæris.
Margir litu eftir henni og sumir fylgdust
með þegar Edith Carr gekk hægt niður aðal-
strætið í Mackinak. Hún stansaði við og við til
að athuga muni þá, sem voru þar til sýnis og
sölu. Þrátt yfrir það, að hún reyndi að ganga
fjörlega og léttilega, var hún dauðþreytt og
drógst áfram.
Hún beygði inn í litla götu, sem lá niður að
bryggjunni. Þangað ætlaði hún að fara til að
sjá hið mikla gufuskip, sem kom frá Chicago og
fór í gegnum hið þrönga sund. Hún fór fram
hjá þeim stað, sem farþegarnir fóru í land, og
þar staðnæmdist hún fremst á bryggjunni og
fékk sér sæti, hallaðist upp að stólpa leinum og
lokaði augunum. Er gufuskipið nálgaðist horfði
hún dauflega á ferðamannahópinn er stóð á þil-
farinu. Brátt veitti hún samt eftirtekt grann-
vöxnum manni, sem stóð þar og horfði á hana
I með áhyggjusvip. Hún lyfti hendinni og veif-
aði Hart Henderson. Hann varð fyrstur allra
í land.
“Var ferðin skemtileg?” spurði hún.
“Eg lauk erindi mínu. Eg sá vissan mann
í Strandarhöllinni.”
“Hefir orðið slys?”
“Nei, andlega og líkamlega úttaugaður.”
“Philip sagðist ætla til baka til Flóans.”
“Hann fór þangað líka, og var þar í þrjár
vikur, en hann gat eigi þolað allar þessar geðs-
hræringar. Hafði í hendinni gamalt bréf, sem
hann hefir lesið svo oft að það er næstum í
tætlum. Hann rétti mér það og sagði: “Þú sérð
það sjálfur að hún segist vera í bezta gengi en
við getum ekki vitað það, fyr en við sjáum
hana aftur, og það verður kanske aldrei. Hún
hefir kanske gengið of nálægt þeim stað, sem
hann faðir hennar lenti í, eða einhver af óaldar-
seggjunum í Flóanum hefir fundið hana eina í
skóginum. Hún liggur kanske dauð í einhverju
líkhúsi bæjarins”.”
“Hart, hættu nú í guðsbænum!”
“Það get eg ekki,” sagði Hairt örvæntingar-
fullur. “Eg má til að segja yður frá þessu.
Læknarnir eru hræddir um heilabólgu. Hann
fór til baka og leitaði fram og aftur um mýra-
flákana þar úti, bæði nótt og dag. Á daginn er
þar heitt, en kaldar nætur vegna áfallsins, sem
þar er. En hann hugsaði ekkert eftir þvi, og
gleymdi líka að éta reglulega. Svo fékk hann
hitaveiki og föðurbróðir hans fór heim með
hann. Þeir hafa ekki heyrt orð frá henni né
fundið snefil af henni. Mrs. Komstock hélt að
hún hefði ferðast til Grand Rapids og heimsótt
O’Moore-hjónin. En þau hafa verið að heiman
í alt sumar, og nú er móðir hennar orðin alveg
eins hrædd og Philip.”
“O’Moore-hjónin eru hérna,’ ’sagði Edith.
“Eg hefi hvorugt þeirra séð, því að eg hefi lítið
farið til þá fáu daga, sem eg hefi verið hórna,
en hérna er sumarheimilið þeirra.”
“Edith, þeir segja að það þurfi hina ná-
kvæmustu hjúkrun til að bjarga Philip. Hann
segir sjálfur að hann ætli að vera þarna tvo
daga til. En læknarnir segja að það drepi
hann, fari hann burtu af sjúkrahúsinu. Hann
er mjög veikur. -Hendur hans eru heitar og
titra og andardráttur hans er sjóðheitur.”
“Af hverju segir þú mér alt þetta,” sagði
Edith með skelfingu.
“Hann heldur að þér vitið hvar hún er.”
“Nei, það veit eg ekki. Eg hefi enga hug-
mynd um það.”
“Hann sagði að þér hafið sagt eitthvað við
hana, sem kom henni til að fara í burtu.”
“Það má vel vera, en það sannar ekki, að
eg viti hvar hún er.”
Henderson starði út yfir vatnið og var auð-
séð að honum leið illa. Að síðustu sneri hann
sér að Edith og lagði hendi sína á hendi hennar.
“Skiljið þér hversu alvariegt þetta er?”
sagði hann.
“Það hugsa eg.”
“Viljdð þér að svona ágætis unglingur og
Philip er, sé hrakinn lengra? Ef hann eins og
nú er komið með heilsu hans, fer úr sjúkrahús-
inu og leitar eftir henni, þá á hann á hættu að
verða alvarlega veikur, og þá vill mjög rauna-
legt atriði til, sem engin iðrun í framtíðinni
fær bætt. Hvað sögðuð þér Miss Komstock, sem
kom henni til að strjúka frá Philip?”
“Eg sagði að Philip tilheyrði mér. Að væri
hann henni fjarlægur éinn klukkutíma en á-
samt mér, þá yrði hann gagnvart mér það, sem
hann ætíð hefði verið.”
“Eruð þér sömu skoðunar nú?”
Hún hristi bara sitt fagra höfuð. Hender-
son tók annari hendinni um báðar hendur
hennar og lagði hinn handlegginn utan um
hana til að styðja hana. Hún dró að sér
hedurnar og neri þeim saman í örvæntingu.
“Nei, eg trúi því ekki nú. Eg veit að það
er ekki svo. Eg eyðilagði ást hans til mín. Hún
er dauð og horfin fyrir fult og alt. Ekkert vek-
ur hana til lífsins á ný. Ekkert í öllum heimi.”
^ Hún féll dauðþreytt afturábak að handlegg
hans. Henderson studdi hana og sá hvað henni
leið illa. Hann veifaði hattinum sínum til að
kæla hana. Neri hinar köldu hendur hiennar og
tautaði einhver sundurlaus orð. Eftir nokkra
stund fóru tár að streyma niður vanga hennar,
en augu hennar voru með dauða og þreytublæ.
Henderson stakk vasaklútnum .sínum í
hendi hennar og sagði: “Edith, þarna kemur
gufuskipið hægt að bryggjunni, og verður hér
vonum bráðar. Kanske einhverjir kunningia
okkar verði með því. Er ekki bezt að við höf-
um okkur héðan áður en fólk kemur í land?”
“Ef eg get gengið. Eg er svo stein upp-
gefin.”
“Já,” sa'gði Henderson hughreystandi. “En
reynið bara að ganga fram hjá landgöngubrúnni
áður en akkerin falla. Bara eg þyrði að bera
yður!”
“Þau tróðust í gegnum fólkshópinn, sem
hörfaði í þessum svifum til baka, hlægjandi og
masandi frá landgöngubrúnni, sem lögð var í
land, og tóku nú farþegarnir að hraða sér í
land. Er Henderson var stjakað upp að einu
húsinu á bryggjunni, gat hann með naumindum
mjakað sér áfram skref í einu. Hann reyndi alt
sem hann gat að hlífa Edith við troðningnum.
Henderson leit sem snöggvast á skipið.
Terence O’Moore var í þessum svifum að stíga
niður af landgöngubrúnni, og með honum var
dóttir hans litla, sem var svo lík honum að
það var blátt áfram skoplegt. Þeim sem á eftir
þeim komu er ekki svo auðvelt að lýsa. Þar
var “Engillinn” í sinni ljómandi fegurð, prúð-
búin með bros á fíngerðu andlitinu. Geislarnir
frá sólinni, sem var að síga til viðar tindruðu í
gullna hárinu hennar. Henni fylgdi elzti sonur
hennar, sem hélt fast í hendi hennar og reyndi
að fylgjast með henni. Því næst kom Elenóra,
sem var alveg eins vel búin. Hún var hærri
og grennri en frúin. Hörundsliturinn var hinn
sami, en augun, hárið og andlitsdrættirnir voru
öðruvísi.
Edith hljóp niður bryggjuna. Henderson
hljóp á eftir henni, tók um handlegg hennar og
hjálpaði henni niður á götuna.
“Hjálpaðu mér!” sagði hún og studdi sig
þétt við handlegg hans. Hann lagði handlegg-
inn fast utan um hana og næstum bar hana
burtu þangað til þau komu að vík einni, upp
frá víkinni var lágt fell en fjaran var slétt sem
gólf með hvítum, hreinum sandi, og þair voru
rekadrumbar, sem ráku upp úr vatninu hafðir
fyrir sæti. Hann fann einn, sem bak hafði
verið látið á. Svo hljóp hann ofan að vatninu
og vætti vasaklútinn og færði henni. Hún
strauk honum um varir og augu.
“Því gerið þér þetta Hart?” spurði hún
þreytuliega. “Mömmu er alveg sama um þetta.
Hún segir að leg hafi gott af þessu. Haldið þér
að eg hafi gott af þessu?”
“Þér vitið að eg mundi gefa líf mitt til að
forða yður frá þessu,” sagði hann og gat ekkert
meira sagt.”
“Eg vildi að þér hefðuð bátinn yðar hérna,”
sagði hún loksins. “Eg vildi eg gæti brunað á
honum í fleygiferð á móti vindinum.”
“Það er enginn vindur, en eg get fengið
vélabátinn minn hilngað innan skamms.”
“Jæja, komið þá með hann hingað!”
“Leggist fyrir á sandinum á meðan. Eg
get símað einhverstaðar hérna í nágrenninu.
Það tekur ekki langan tíma.”
Edith lagðist á hvítan sandinn og Hender-
son þakti andlit hennar með hattinum hennar.
Síðan fór hann og símaði eftir bátnum. Hann
kom að vörmu spori aftuir og kom með leitthvað
heitt að drekka sem hann gaf henni. Síðan
kom vélabáturinn og þau fóru um borð í hann.
Þau sigldu svo fram og aftur með ströndinni.
Tunglið kom upp og næturloftið varð svalt.
Hendérson fór í yfirhöfnina og lagði fáein teppi
fram handa Edith.
“Þér verðið að koma mér heim,” sagði hún
loks. “Fólkið mitt verður hrætt um mig.”
Baráttan stóð ennþá í sál Edith er hann
fylgdi henni heim. Hann kom snemma næsta
dag, ien hún var farin út. Eins og ósjálftrátt
vissi Henderson, að hún mundi dragast niður
að ströndinni. Það var eitthvað það í hinum
æstu bárum Huron vatnsins, sem kallaði hann
til sín. Hann fann hana líka í f jörunni, og hún
var svo nálægt vatninu að kjólfaldurinn hennar
var blautur af bárunum.
“Má eg líka vera hérna?” spurði hann.
“Eg var meira að segja að vona að þér
kæmuð,” svaraði hún. “Mér líður nógu illa
þegar þér eruð héma, en miklu ver þegar þér
eruð fjarverandi. Viljið þér koma með mér?”
“Auðvitað.”
“Eg get alveg eins vel gefist upp og látið
þetta fá endi,” sagði hún hikandi.
Þetta var í fyrsta skiftið á æfinni, sem
Edith Carr hafði ákveðið að hætta við nokkuð,
sem hún hafði ætlaði sér að ná í.
“Hjálpið mér, Hart.”
Henderson hóf gönguna eftir ströndinni
og hjálpaði henni alt sem hann gat. Að síðustu
stansaði hann.
“Það etr engin meining í þessu. Þér eruð
of þreyttar til að ganga. Þér vitið að þér getið
treyst mér. Það er betra að þér bíðið hérna á
þessum fallegu stöðum og sendið mig. Hérna
eruð þér alveg óhultar, og eg skal hlaupa. Eitt
orð er alt sem þarf.”
“En eg verð sjálf að segja þetta orð.”
“Skrifið það og látið mig senda það. Sím-
skeytið sýnir ekki hver sendi það frá stöðinni.”
“Það er satt,” sagði hún og settist þreytu-
lega niður. En hún gerði enga tilraun til að
taka penna og blað, sem hann rétti henni.
“Þér getið skrifað það,” sagði hún loksins.”
Henderson leit undan. Hann greip fast um
pennann og átti örðugt að draga andann.
“Auðvitað,” sagði hann þegar hann gat
tekið til máls.
“Mackinack, 27. ágúst. Philip Ammon,
Strand Sjúkrahúsið, Chicago.” Hann stansaði
og leit á Edith. Drættir sáust í vörunum en
ekkert hljóð heyrðist. “Miss Komstock er hjá
Terence O’Moore hjónunum á Mackinack eyj-
unni,” skrifaði Henderson.
Edith kinkaði kolli.
“Undinritað Henderson,” bætti hann við.
Edith hristi höfuðið.
“Skrifið: Hún er glöð og frísk og ham-
ingjusöm, og skrifið svo undir, Edith Carr,”
sagði hún með hvíldum.
“Nei, alls ekki,” sagði Henderson.
“En Hart gerið þetta ekki örðugra fyrir
mér en þarf. Þetta er það minsta, sem eg get
gert, og það þarf alla mína krafta til að gera
það.” ,.
“Viljið þér bíða hérna eftir mér?” spurði
hann.
Hún hneigði sig því til samþykkis og Hend-
erson þrýsti hattmum fastara niður á höfuðið
og þaut af stað. Að minna en klukkustund lið-
inni kom hann til baka. Sama Kvöld fóru þau
út til að sigla. Það var hvass vindur og þuirfti
Henderson að hafa sig allan við að stýra er hún
sagði: “Hart, það er annað, sem mig langar til
að þér gerið fyrir mig. Eg vil að þér ferðist
burtu héðan.”
“Það er svo,” svaraði hann rólega, en hann
fölnaði mjög við.
“Þér segið þetta eins og þér hafið búist við
þessu.”
“Það hefi eg líka gert. Eg vissi þegar frá
upphafi, að þegar þetta var um garð gengið, að
þá munduð þér hafa óbeit á mér vegna þess, að
eg hefi séð hversu sárt yður hefir sviðið þetta.
Er yður sama hvert eg ferðast?”
“Eg vil að þér farið þangað, sem einhver
elskar yður og lítur vel eftir yður.”
“Þakka margfaldlega,” sagði hann og brosti
beiskjulega. “En vitið þér um slíkan stað?”
“Þér gætuð verið hjá henni systur yðar í
Los Angeles. Henni virtist altaf þykja svo
vænt um yður.”
“Það er satt. Þangað skal eg fara,” sagði
Henderson og augu hans urðu eins og fjörlegri.
“Eg skal fara til hennar. Hvenær á eg að fara?”
“Strax.”
Henderson stýrði upp að bryggjunni, en
hendur hans titruðu svo að hann átti örðugt
mieð stjórnina. Edith horfði á hann hirðuleysis-
leg á svip. En hjarta hennar sló einkennilega
ört.
“Hvervegna þarf svona mikil þjáning að
vera í heiminum,” hvíslaði hún með sjálfri sér.
Þegar þau komu heim til hennar, tók Henderson
næstum hranalega um axlir hennar.
“Hversu lengi á þetta að vara Edith og
hvemig ætlið þér að kveðja mig?”
Hún leit upp þreytulega og horfði á hann.
“Ekki veit eð hversu lengi þetta varir,”
sagði hún. “En finni eg nokkuru sinni frið eða
ró, og eg vil eiga yður, þá skal eg ekki bíða
þangað til þér komið að því sjálfur. Eg skal
senda yður símskieyti eða hverskonar hraðskeyti
sem finst.”
Henderson horfði á hana rannsakandi.
“Upp á þá skilmála skulum við kveðjast
með handabandi, Edith. Verið þér sælar! —
Gleymið ekki, að eg hugsa til yðar hvert augna-
blik, og eg vona að alt gott megi falla yður í
skaut og sem fyrst.”
26. Kap. — Philip finnur Elenóru.
“Ó, eg verð að hafa mína eigin fiðlu. Þessi
er kannske $1,000 dýrari og miklu eldiri en
mín, en hún hefir ekki fengið innblástur and-
ans, og hefir ekki lært að syngja af manni, siem
kunni að kenna slíkt.”
Gestirnir í hljómstofu O’Moore létu í ljósi
ánægju sína með því að hlægja dátt.
“Hversvegna skrifið þér ekki henni móður
yðar og biðjið hana að koma hinagð í heimsókn,
og komá með fiðluna með sér.”
“Jú, eg skrifaði fyrir þremur dögum síð-
an,” sagði Elenóra. “Hálft um hálft býst eg
við henni núna með gufubátnum, sem bemur
um miðdegið. Það er ástæðan fyrir því, að
þessi fiðla verður verri með hverri stundinni.
En að mér gengur ekkert.”
Elenóra lagði frá sér fiðluna. “Komið þið
nú börn. Við skulum hlaupa út í leikskálann.”
Með börnin á eftir sér hljóp Elenóra út, og
næsta tímann heyrðust mikil fagnaðarlæti frá
litla lundinum, sem var nálægt húsi O’Moores.
Terry litli klifraði upp á leikskálann til að ná
brúðu Alicar systur sinnar. Hann kom aftur
og hélt á brúðunni með því að halda í annan
fót hennar. “Það eru komnir ókunnugir,”
sagði hann. “Einhver er kominn, sem pabbi og
mamma ætla að snúa um öllu hsúinu fyrir, og
hann er líka lasinn. Eg sá þetta alt í gegn um
gluggann.”