Heimskringla - 12.12.1945, Blaðsíða 5

Heimskringla - 12.12.1945, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 12. DES. 1945 HEIMSZRINGLA 5. SG)A líklegt að orsakirnar séu bæði hjá þjóðinni og klerkastéttinni, hef hér fyrir framan mig tvaer bækur: safn af prédikun- ym eftir íslenzka presta og er- Hidi, er flutt voru við almennar Uttiraeður í Reykjavík fyrir ör ^áum árum. Yfrileitt má segja að bæði hug- Vekjurnar og erindin séu vel ^min og frjálslega, en eitthvað Vantar þó í þau og það meir en ítið. Aðeins þrír höfundar: séra lna' ^niðrik Friðriksson, séra Bjarni ■iónsson og séra Jakob Kristins s°n virðast flytja þar nokkrar akveðnar skoðanir. Gunnar ^jörnsson segir einhverstaðar svona stefnulaust frjálslyndi: “Það er eins og þessir frjáls iyndu prestar vilji segja: “Guð það er að segja ef nokkur guð ®r til — frelsaðu sál mína — það er að segja ef eg þá hef u°kkra sál — og láttu hana með þór lifa eilíflega — það er að Segja ef um nokkra eilífð er að rasða.” Vera má að þessi lýsing eigi 'ekki með öllu við þessar um- r*ddu prédikanir — en ekki get eg þó varist þeirri hugsun þegar eg athuga þær. Jafn stefnulaus- Ur finnast mér þær um mannfé- agsmál. Nú er það alls ekki ^ieining mín að kirkjan ætti að r®aða þau mál frá flokkslegu sjónarmiði og sízt af öllu með tlokkslegum aðferðum. Að hinu ^eytinu verður samt þess að gæta mannfélagsmál eru menning- ar og siðferðis málefni og bein skylda allra borgara að kynna Ser þau og leiðtoganna, að upp- tysa aðra um siðferðislegan Srundvöll þeirra og stefnur. Sjálfsagt er að vera sanngjarn 1 garð prestanna eigi síður en arrnara. Ástandið er alls ekki þerrrr einum að kenna og heldur ekki upphaflega þeim að kenna. ^erm hefir verið olnbogað út úr þjóðlífinu og þeir hafa látið rangsnúið hugarfar' sjálfelskra errrstaklinga og stétta hrinda S0r ut af vettvangi þjóðmálanna. — ^*egar þeir tala um eilífðarmálin, er þeim sagt: Hvað eiginlega Verst þú, serp við ekki vitum í þoim efnum? Þeim hefir sam- tímis veirð sagt að þeir eigi alls ekki að blanda sér inn í þjóðmál- lrr> slíkt sé ekki kirkjunni við- ^omandi. Þeir mega heldur ekk- ert tala um vísindi því þeim er Sagt að þeir viti oftast minna Urrr þau en hver meðal greindur Sagnfræðingur. Prestarnir hafa tekið þessu með undraverðri auð- mýkt og lítlilæti og forðast að táta mikið á sér bsra. Verðasvo utan við alla megin strauma ^annlífsins og hættir við að Sanga í sjálfa sig. Er nú nokkuð hægt við þessu að gera? En áður því er svarað er kanske bezt áð grenslast eftir þýí hvað prestarnir gera. Þeir Jata frjálslyndi sitt og fullyrða, að þeir séu alls ekki framar við Uernn bókstaf bundnir. Þeir meira að segja hafna svona al- ment, annaðhvort beinleiðis eða °heinleiðis með þögninni öllum kenningum um himnabréf og bók starfsinnblástur. Að hinu leyt- rnu hafa þeir ekki myndað sér nokkra fasta skoðun um hvar °Prnberunar sé helzt að leita og Vrrðast alls ekki hafa orðið varir Vlð nokkra sérstaka vakningu í sjálfum sér. Helzta athvarfið Ver"ður þeim nú sem áður biblían °g út af henni tala þeir um rang- læti og réttlæti, sem forn-Gyð- ingar frömdu fyrir öldum síðan austur í Palestínu, en minnast mjög sjaldan á samskonar rangsleitni hjá lifandi lýðum í þessari samtíð og meðal allra þjóða. Getum við prestarnir nokkuð verulega bætt ráð okkar? Já, mikið og á margan hátt. Fyrst með því, að reyna að skilja sem allra bezt sjálfa sig og samtíð- Þeir þurfa að trúa því, að: Enn sé tími að hefjast handa, hækka seglin, vinda upp ný; enn sé hægt að leita landa löðri mót og stormagný”. Við erum heldur ekki svo um- komulausir, sem í fljótu bragði kann að virðast. Það er svo fjarri því, að eilífðar vonin og eilífðar hugsjónin sé sloknuð eða að slokna í brjóstum heimsbarna, ekki meðan menn syngja með aðdáun sálma €ins og “Drottinn vakir”, eftir Sigurð Kristofer Pétursson og “Gegnum lífsins æðar allar,” eftir Matthías; ekki meðan þjóðin á skáld eins og Einar Benediktsson til að rykja önnur eins kvæði og Dagurinn mikli. Mvað bera allar trúar- hreyfingarnar, bæði á Islandi og annarstaðar vott um en þá við- leitni mannsandans að finna þeim vonum og þrá fastan grundvöll í lifandi trú. Hvers- vegna er meiri sannfærnigar- kraftur í orðum Helga Péturss og Haraldar Nielssonar en ann- ara, þegar þeir ræða um eilífðar- málin? Það er af því þeir hafa leitað og fundið — hver einlæg leit ber altaf einhvern árangur, i því guð er með okkur í leitinni, hefir altaf verið það alveg eins nú og hér eins og meðal spá- mannanna forðum austur við Jórdan. Prestarnir ættu ekki að vera upp yfir það hafnir að leita með leitendum þangað til þeir eignast þann sannfærandi sann- færingarkraft, sem verður vita- Ijós frá helströndum til himna. Þótt þeir menn finnist, sem lífið hefir svo lamað og þreytt að þeir þrá ekkert fremur en aldeyðið; eru hinir þó ennþá miklu fleiri, sem taka undir með þessu vonar og trúarljósi Þrosteins Erlends- sonar, (en það er eitt með því seinasta, sem hann orti): Nú fer sól að nálgast æginn og nú er gott að hvíla sig, og vakna upp ungur einhvern daginn, með eilífð glaða kringum sig.” Við sem flytjum huggunarorð, eða eigum að gera það við grafar- braminn, /viljum eðlilega gera það með trúarvissu og áhrifa- magni. En við megum heldur aldrei gleyma því að höfuð er- indi kristninnar 'til mannanna er ekki að kenna þeim að deyja — það kunnu okkar heiðnu faður, eins og sögurnar votta — heldur að lifa, að lifa fögru, dáðríku og áhrifaríku lífi til góðs. Menn eru nú að leita að þeim lífsbrautum sem láni stýra. Þetta er að vísu ekkert nýtt. Hjá spámönnunum rekst maður á einhverjar hinar fegurstu hug- sjónir um það líf, sem þroskast gstur á jörðunni þegar réttlætið ræður ríkjum, þegar hver bú- þegn situr undir sínu eigin fíkju- tré og sverðin verða soðin upp til að smíða úr þeim plógskera. $‘JI""iminc]i.......................................................................................... § i Jolafeort □ Við seljum og prentum á jólakort samkvæmt eigin vali fólks. Mörgum tegundum úr að velja. Upplýsingar gefnar á skrifstofu Heims- kringlu, þar sem sýnishorn eru fyrirliggjandi. THE VIKINC PRESS LIMITED 853 Sargent Ave. Winnpieg, Man. ........................................... Prestarnir ættu ekki að vera annara eftirgöngumenn í leitinni eftir þeim leiðum. Þair myndu þá fljótlega fá hljóð. Svo varð það er séra Páll Sigurðsson flutti sínar prédikanir, vinsæl- ustu húslestrar bókina, sem út hefir komið á íslandi í okkar tíð. Jú sumir prestar sögðu hana helzt til veraldlega en hinn virðulegi kirkjuhöfðingi Valdi- mar skáld Briem hefir þetta þar um að segja: “Ver höf. sjálfur þá stefnu sína með því að vitna í Krist og postulana, er oft höfðu þá ken- sluaðferð. Hann sýnir, og með rökum, hve fávíslegt það sé, að gera strangan greinarmun á and- legum og veraldlegum éfnum. og greina trú og líf í sundur, svo það eigi alls ekkert saman. Þótt margt af ræðum þessum hafi veraldlegri blæ, en menn hafa átt að venjast, þá verður varla með rökum sagt að það sé um of .... hann gleymir því aldrei, að hann talar í nafni kristindóms- ins.” Nei, við björgum hvorki kirkj- unni né sjálfum okkur með ei- lífu undanhaldi og látum það ekki sannast á okkur að við “með ofbeldi meinum (guði) máls í musteri dýrðar sinnar’. Sjálfum okkur prestunum vildi eg leyfa mér að gefa eitt heilræði. ‘“Hirtu ei þótt skelli á skeið skauti hvítu aldan, ef þú stýrir straumaleið stýrðu beint í kaldann.” Sá sem ekki bregst skyldum sínum og köllun þarf ekkert að óttast. NY 0RYGGIS TRYGGINGAR LÖG NU í FULLU GILDI! Átt þú bifreið? Ef svo, veizt þú það, að ef slys kemur fyrir, sem dauða eða meiðsli einhvers, eða skemdir er nema $25 hlýst af, að þú getur mist rétt þinn að nota bílinn um nokkra mánuði, eða kannske um ára tíma? Og, ef dómur er kveðinn yfir þér í sambandi við slysið, að leyfi þitt og bókun verður eigi aftur fengið þar til að dómnum er full- nægt að fullu eða með smáborgunum, og sönnun gefin fyrir efnalegri trygging í framtíðinni. Þetta er áhættan sem þú tekur, nema þú sért trygður með Public Liability og Property Damage Insurance, eða hefir afhent fullnægjandi verðbréf; eða hefir lagt inn peninga eða skil- ríki hjá fylkisféhirðir er nema $11,000. Hin nýju lög skipa þér ekki að kaupa efna- lega trygging. En án hennar ertu í hættu að vera kvaddur til að mæta ýmsum sekt- um, ef þú hefir verið, annaðhvort viljandi eða óviljandi, við slysið riðinn. Getur þú staðið þig við að taka á þig slíka áhættu? Bæklingur, skrif- aður á léttu máli, sem gefur allar upplýsingar má fá gefins hjá hverri olíustöð í Manitoba, eða hjá Motor Vehicle Branch, Revenue Building, Winnipeg. M0T0R VEHICLE BRANCH PROVINCE 0F MANITOBA NORSK SKÁLDSAGA FRÁ HERNÁMSÁRUNUM Eftir próf. Richard Beck Christian Wessel: Meðan Dofraf jöll standa. íslenzk að hefir Jakob Jónsson. Reykjavík, Víkingsútgáf- an, 1944. Hér er um að ræða fyrstu norska skáldsögu ftrá hernáms- árunum, sem snúið hefir verið á íslenzku, og finnur hún vafa- laust næman hljómgrunn' í hugum íslendinga, því að svo hafa þeim runnið til rifja hin hörðu kjör, sem frændþjóðin norska átti við að búa undir fimm ára oki nazistanna og leiguþýja þeirra. En jafn djúp- stæð samúð Islendinga með Norðmönnum á hernámsárunum var aðdáunin á hetjuskap þeirra og þrotlausri baráttu gegn ofur- efli innrásarmannanna og mis- kunnarlausri harðýðgi þeirra. Og þessi bók mun kynda undir báðar þæ,r tilfinningar í bróst.i hvers Islendings, sé hann ekki úr því “skrítnari steini”, því að hér er lýst þungu böli og þján- ingu, sem tala kröftuglega til samkenndarinnar, en jafnframt er hér brugðið upp myndum af þeim hetjuhug, sem hitar manni um hjartarætur og hleypir manni kappi í kinn. Skáldsaga þessi, sem heitir á norsku, Om saa Dovre Faller hafði eigi, þá er henni var snúið á íslezku, verið prentuð á norsku en komið út á sænsku á forlag hins víðkunna Bonniers útgáfu- félags í Stokkholmi og er íslenz- ka þýðingin gerð eftir sænsku útgáfunni. En Christian Wessel er dulnefni hins norska höfund- ar. Sagan nær yfir tímabilið frá því seinni hluta vetrar 1939, eftir að heimsstyrjöldin höfst en enn þá hafði eigi verið ráðist á Noreg, þangað til um beusfið 1942, er kúgunin í landi þar var komin í algleyming. öll frásögnin ber því vitni, að höfundurinn byggir lýsingu sína á því sem hann hefir sjálfur séð og lifað; en eigi segir hér frá stjórnarfarslegum atburðum, eins og S. A. Friid, blaðafull- trúi Norðmanna í Reykavík, bendir réttilega á í greinagóðum inngangsorðum sínum, heldur er hér lýst “fólki, eins og gengur og gerist, og áhrifum þeim, sem hið þrælslega farg viðburðanna hefur á það”, og gerir það bókina sérstæðari og girnilegri til fróð- leiks, því að svo mikið hefir þegar verið ritað um stjórnar- farslegu hliðina á hernáminu, og að minnsta kosti tvær sór- stakar bækur um það efni hom- nar út á íslenzku, auk fjölda tímarita og blaðagreina. Söguhstjan í þessari bók er hafnsögumannssonur, Eyvindur Svan að nafni, ungur rithöfund- ur og lýðræðissinni, sem gerist óttalaus og athafnamikill leyni- starfsmaður undir ótrauðri for- ystu Eliasen timbursala. Af öðrum, sem hér koma mjög við sögu, má nefna móður Eyvindar og systkini, og þá eigi síður flótta konuna Lottu Fischer, sem hann hefir skotið skjólhúsi yfir, og Elínu konu hans, hina rauna- mæddu móður, sem varð eins og höfundur lætur söguhetjuna komast að raun um: “ímynd lands og þjóðar, sem líka varð að þrauka langa þjáningardaga”. Lýkur sögunni með því, að Eyv- indur verður, eins og svo margir aðrir, er börðust hinni sömu hetjulegu baráttu heimafyrir í þágu þjóðar sinnar, að forða lífi sínu með því að flýja yfir landamærin til Svíþjóðar. Eg las skáldsögu þessa í einni lotu, og mun fleirum fara á sömu leið, svo föstum tökum grípur frásögnin mann og heldur at- hyglinni vakandi, en höfundur- inn kann þá list að láta atburð- ina sjálfa tala og að lýsa sögu- persónum sínum á látlausan en lifandi hátt, eða öllu heldur að láta þær lýsa sér sjálfair. Og hér kynnist maður margs- konar fólki, bæði þeim, sem hvorki létu kúgun, neyð né pyndingar brjóta sig á bak aftur, en einnig hinum, kvisling- unum, góðu heilli miklu fámenn- ari hóp, sem gerðust leigutól nazista og föðurlandssvikarar. Vel lýsuir höfundur skapferli Norðmanna og fyrirlitningu þeirra á innrásarmönnunum þýzku, þegar hann lætur bænda- öldunginn segja: “En þú hellir ekki þýzku mjöli í kistuna, sagði hann brostinni röddu. Þú getur látið það hvar sem þér sýnist, en í kistuna fer það ekki. Hún er bara ætluð undir hreint mjöl.” Mörg önnur dæmi þeirrar afstöðu og óttaleysis við ofur- eflið er hér að finna. Og söm er næirfærnin og fjölbreytnin í atburðalýsingum sem mannlýsingum, t. d. hefir sagan inni að halda margar fall egar náttúrulýsingar, og sama látleysið í frásögninni. Átakan Á Heiðarbrún Nú er komni á bókamarkaðinn ný ljóðabók. Höfundurinn er hið velþekta skáld, Sveinn E. Björnsson læknir frá Árborg, Man. — Bókin er 232 blaðsíður, pnentuð á ágætan pappír, og í góðri kápu. — Verðið er $2.50. — Bókin er til sölu hjá Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg, og Bókabúð Davíðs Björns- sonar, 702 Sargent Ave., Winnipeg. Einnig hjá útsölu- mönnum víðsvegar um Canada og Bandaríkin. legar eru þó margar þær lýsinar,; svo sem óhjákvæmilegt er, því að hér er skýrt hispurslaust frá' þjáningum kúgaðrar þjóðar og baráttu hennar fyrir tilveru sinni og andlsgu sjálfstæði. Það! er sá hreystiandi NorðmannaJ sem höfundur leggur Eyvindi í munn, er hann hrópar til “hirð- mannsins” (kvíslingsins), sem vill banna fólkinu Jónsmessu- hátíðahald þess: Við eigum öll Jónsmessueld hið innra með okkur. Hann brennur í hjörtum okkar,' og þann eld gstur enginn bannað. Og ef þú hirðir um að gá að því, muntu sjá bjarma hins heilaga elds í augum okkar.” En þó frásögn höfundar sé laus við öll glamuryrði og öfgar, sterk í látleysi raunsanninda sinna, leynir sér hvergi réttlát gremja hans; hún liggur jafnan að baki orðanna sem þungur undirstraumur. Bók þessi hefir að verðkikum hlotið mjög lofsamlsga dóma í sænskum stórblöðum. Meðal annara fór einn af helztu rit- stjórum Svía þessum orðum um hana: Lýsingin er ofin saman úr þúsund smáatriðum, sem eru tekin sem dæmi úr raunverunni. Persónurnar í skaldsögunni eru lifandi og sérskennilegar, en engar teiknaðar beinagrindur. Þcssi lýsing gefur manni lifandi mynd af því, hvernig norska þjóðin lifir lífi sínu undir hinni þrælslegu kúgun, sem hún hefur orðiðfyrir, og hvernig hún hefur búist til varnar gegn henni. Séra Jakob Jónsson hefir ís- lenzkað söguna, og er þýðing hans lipur og tilgreðarlaus, fellur vel að efninu, enda er hon- um prýðilega létt um mál. — En vegna sögulegs og bók- menntalegs gildis hennar, tel eg feng að því að eiga þessa skáld- sögu á íslenzku, og er þakklátur þýðanda hennar og útgefanda. Falleg jólagjöf Island í myndum. Yfir 210 heilsíðumyndir. í leðurbandi með linum spjöldum. Skýringar á ensku og íslenzku. Verð $11.00. Björnsson’s Book Store 702 Sargent Ave., Winnipeg TÍLKYNNÍNQ til kaupenda Heimskringlu og Lögbergs á íslandi ★ Frá næstu áramótum hækka áskriftagjöld að blöð- unum úr kr. 20,00 í kr. 25,00 á ári. Þótt þetta sé lítil hækkun frá því fyrir stríð, og upphæð, sem engan ein- stakling munar um, þá er ætlunin að þetta nægi til þess að mæta auknum kostnaði við útbreiðslu blaðanna hér, inn- heimtu og póstgjald. Eg er ekki í vafa um að kaupendur blaðanna á Islandi verða vel við þessari hækkun, á áskriftargjaldinu og greiði það skilvíslega. Mikilsvert er að menn greiði áskriftargjaldið á fyrra hluta hvers árs, (tímabilið jan.-júní) án þess að sérstaklega þurfi að kalla eftir því, því að það á að greiðast fyrirfram. Öllum má á sama standa, hvort þeir greiða þessa upphæð á fyrri eða síðara hluta hvers árs, en það skiftir nokkru máli fyrir mig til þess að geta gert upp við blöðin á réttum tíma. Þetta vildi eg biðja beiðraða kaupendur blaðanna að athuga. Bjöm Guðmundsson —Reynimel 52, Reykjavík.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.