Heimskringla - 27.02.1946, Blaðsíða 8

Heimskringla - 27.02.1946, Blaðsíða 8
8. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 27. FEBRÚAR 1946 FJÆR OG NÆR MESSUR 1 ÍSLENZKU SAMBANDSKIRKJUNUM Messur í Winnipeg N. k. sunnudagsmorgun flyt- ur Dr. Lotta Hitchmanova ræðu við messuna í Sambandskirkj - unni í Winnipeg. Hún segir frá ferð sinni vestur á strönd og af starfinu sem verið er að vinna í Evrópu til að bjarga fólki og börnum frá eymd og þjáningum. Hún er formaður Unitarian Ser- vice Committee sem hefur líkn- arstofnanir meðal 15 þjóða og hefur hlotið viðurkenningu land- stjórna og leiðandi manna heima fyrir og erlendis. Kvöld messan verður á Is- lenzku eins og vanalega og á vanalegum tíma. * * ★ Dr. Hitschmanova í Riverton og Gimli Formaður Unitarian Service Committe of Canada, Dr. Lotta Hitschmanova, gerir sér ferð norður til Riverton og Gimli n. k. laugardag, 2. marz, og segir þar frá starfinu sem er verið að vinna í Evrópu fyrir nauðstatt fólk. Hún kemur vestan að frá Van- couver, þar sem hún hefur hald- ið marga fundi fyrir hönd þess félagsskapar sem hún vinnur fyrir. Á leiðinni vestur kom hún einnig við í Saskatoon, Calgary, og Edmonton og fékk ágætustu viðtökur á öllum þeim stöðum. Fundur verður haldinn kl. 2. í Riverton, í Sambandskirkjunni Og á Gimli verður fundur kl. 7. við kvöldverðar athöfn. Dr. Hitchmanova er hér á ferð undir umsjón Hins sameinaða kirkju- félags og Unitarian Service Committee. * * ★ Gifting. Hjónavígsla fór fram í Fyrstu Sambandskirkjunni í Winnipeg s. 1. laugardag, 23. febrúar, er gefin voru saman í hjónaband Hjalti Tómasson og Margaret Blanche Thorvaldson. Séra Philip M. Petursson gifti. Að- stoðarmaður brúðgumans var Kjartan Thorarinss, en brúðar- meyjar voru Bernice Thorvald- son og Shirley Thorvaldson, og Blómamey (flower girl) var Sharon Thorvaldson, allar systur brúðarinnar. Mrs. Thorvaldson söng einsöng. Svaramaður brúð- arinnar var faðir hennar. Hún er dóttir Marino Thorvaldson, og Ingibjargar Baldwinson konu hans, en brúðguminn er sonur Tómasar sál. Halldorssonar og Vigdísar sál. Vigfúsdóttur konu hans, í Reykjavík á Islandi. Hann kom hingað fyrir tæpum tveimur árum, til að nema flug, og gerir ráð fyrir að fara heim aftur inn- an skamms, með brúði sína. Vegleg brúðkaupsveizla fór fram að heimili brúðarinnar, 902 Banning St., og komu þar saman um sextíu manns, ættingj- ar og vinir. Séra Philip M. Petursson mælti fyrir skál brúð- arinnar og brúðguminn flutti nokkur þakkarorð. Síðar var skemt sér fram eftir kvöldinu og margar voru hamingjuóskirnar sem brúðhjónunum voru fluttar. ♦ * * Með þakklæti til , frú Kristjönu | Eg uni mér, frú mín, við “Kringluna”-kaffið og konuna í meðlæti og þraut; þótt lífið sé freistandi að Lög- bergi helga, við Liljgnna angandi skaut. Lúlli * * * ALMANAK 1946 O. S. T. INNIHALD Almanaksmánuðimir. um timatalið, veðurathuganir og fl. .... 1 Jóhann Magnús Bjarnason skáld, eftir Richard Beck. 21 fslendingar i Washington, D. C., eftir próf. Stefán Einarsson 29 Leiðréttingar við "Breiðdœlir fyrir vestan haf". . 43 Jóhannes S. Björnson kennari, eftir séra Kristinn K. Ólafsson 45 Dr. P. Adelstein Johnson eftir séra Guttorm Guttormsson. 50 Dularfult fyrirbrigði, eftir G. J. Oleson. . ..... 55 Guðrún Valgerður Sigurðson. eftir G. J. Oleson.... 59 Lög íslendinga-félags í Ameríku ............ 64 Helztu viðburðir meðal Vestur-lsl........... 68 Mannalát................................. 81 VERÐ 501 THORGEIRSON COMPANY 532 Agnes St. :: Winnipeg, Man. EATON'S Lyfjadeildin er aigjörlega — ábyggileg =— EATON’S Lyfjadeildin gefur fullvissu um vörugæði, ná- kvæmni og þjónustu — sem eru aðal atriðin við blöndun lyfja efnispartanna. Útlærðir lyfjafræðingar gefa óskiftan tíma sinn til þess að af- greiða læknisávísanir og blanda þær á vísindalegan hátt. Hver einasta læknisávísun er marg yfirskoðuð til tryggingar því að engu skeiki. Kostnaðurinn sam- svarar öðru EATON verðgildi. —Lyfjadeildin, á aðalgólfi við Donald. EATON C?, LIMITED Tilkynning um fulltrúa okkar á Islandi Umboðsmaður okkar á íslandi er Bjöm Guðmunds- son, Reynimel 52, Reykjavík. — Hann tekur á móti pöntunum á blöðunum og greiðslum fyrir þau. Heimskringla og Lögberg Dánarfregn Ásgeir Tryggvi Jónasson and- aðist að heimili sínu í Selkirk bæ, þann 17. febrúar árdegis. Hann hafði þjáðst mikið og verið rúmliggjandi hina síðustu mán- uði. Hann var fæddur 10. okt. 1859 að Skútustöðum við Mý- vatn, í Suður Þnigeyjarsýslu; mun hafa alist upp þar í grend. Hann kvæntist Margréti Kristj- ánsdóttir, sem lifir mann sinn, nú háöldruð. Þau fluttu til Vest- urheims 1894, og settust að í Ar- byle-bygð, en fluttu þaðan til Selkirk eftir fá ár. Hér í bæ bjuggu þau í 48 ár. Ásgeir Tryggvi gekk hér í þjónustu Winnipeg, Selkirk and Lake Winnipeg Railway; vann fyrst að járnbrautarviðhaldi (section- gang), síðar var hann þar verk- stjóri, og um mörg ár yfirmað- ur, (roadmaster). Hann var að kunnugra dómi mikill þrekmað- ur, fjörmaður, söngvinn, söng- elskur og lífsglaður. Þau hjónin mistu sum barna sinna á Islandi í fyrstu bernsku. Stefán, sonur þeirra féll í hinu fyrra heimsstríði. Jónas, sonur þeirra dó 1937. Af börnum þeirra eru á lífi: Mrs. Fríða Lyons, Selkirk, og Ólafur, í Win- nipeg. Barnabörn hans eru 9 að tölu, barnabarnabörn sömuleiðis 9 eftirskilin. Útförin fór fram frá lútersku kirkjunni, þann 20. febrúar. “Fagna þú sál mín lífsins kyrra kveldi, kemur upp fegri sól er þessi er runnin.” S. Ólafsson * ★ * 2365 W. 14th Ave., Vancouver, B. C Hr. ritstjóri: Á almennum ársfundi “Gam- almenna heimilis” nefndarinnar í Vancouver, sem haldin var 17. jan. 1946 var ný sjö manna nefnd kosin. Síðan hefir nefnd þessi sett í féhirðis embætti Dr. P. B. Gutt- ormsson. Þeir sem vilja mannvænlega styrkja þetta fyrirtæki gerið svo vel og sendið tillög til: Dr. P. B. Guttormsson, 1457 W. 26th Ave., Vancouver, B. C. Vinsamlega, • (Mrs.) Thora Orr, skrifari * * * Miss Helga Isfeld á bréf á skrifstofu Heimskringlu. Talsími 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN Sérfræðingur i augna, eyrna, nefs og kverka sjúkdómum 704 McARTHUR BLDG. Cor. Portage & Main Stofutími: 4.30 til 6.30 laugardögum 2—4 Látið kassa í Kæliskápinn í WvhoU M GOOD ANYTIME Mrs. J. B. Skaptason hefir nú meðtekið 7 eintök af “Hlín” nr. 28. Þeir sem áður hafa æskt þessa eintaks, ættu að panta það sem fyrst. * * * Viking Club samkoma Hin árlega samkoma Viking Culb (kveldverður og dans) verð- ur haldin í Marlborough Hotel föstudaginn 8. marz, kl. 7 e. h. Samkomunni stýrir Carl S. Sim- onson, forseti félagsins. Fyrir minni víkinga mælir J. G. Jóhannesson, kennari, en Ar- thur A. Anderson, umboðsmaður Swedish American Line, svarar í erindi er hann nefnir Víkings- andi nútímans. Söngur (com- munity singing) verður undir umsjón Paul Bardal; verður söngblöðum útbýtt meðal gesta. Átta manna hljómsveit (Jimmy Garsons) spilar fyrir dansi, er hefst kl. 9. — Þetta er aðal sam- koma Viknig Club á árinu. Býð- ur klúbburinn öllum af norræn- um ættum — Dönum, Finnum, Islendingum, Norðmönnum og Svíum, til kveldskemtunar. Aðgangur að kveldverði og dansi $1.50, að dansi eingöngu 75 cents. Aðgöngumiðar til sölu hjá West End Food Store, 680 Sargent Ave. The SWAN MFG. Co. Manufacturers of SWAN WEATHER-STRIP 281 JAMES ST„ 'WINNIPEG Phone 22 641 Halldór M. Swan, eigandi Thos. Jackson & Sons LIMITED COAL — COKE BRIQUETTES Phone 37 071 (Priv. Exch.) 370 Colony St. Winnipeg "Tons of Satisfaction" Central Dairies Limited Kaupa mjólk og rjóma Areiðanleg og fljót skil Telephone 57 237 121 Salter St. — Winnipeg Eric A. Isfeld, ráðsmaður Sherbrook Home Bakery 749 Ellice Ave., Winnipeg (milli Simcoe & Beverley) Allar tegundir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afmæliskökur gerðar samkvæmt pöntun Vigfús Baldvinsson & Son, Sími 37 486 eigendur —■* MESSUR og FUNDIR 1 kirkju Sambandssafnaðar Prestur, sr. Philip M. Pétursson, Ph.B., B.D. 640 Agnes St. Simi 24 163 Messur: á hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á islenzku. Safnaðarnefndin: Fundir 1. föstudag hvers mánaðar. Hjólparnefndin: Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðjudag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Ungmennafélagið: — Hvert sunnudagskveld kl. 8.30. Skátaflokkurinn: Hvert mið- vikudagskveld kl. 6.30. Söngœfingar: tslenzki söng- flokkurinn á hverju föstu- dagskveldL Enski söngflokkurinn á hverju miðvikudagskveldi. Sunnudagaskólinn: A hverjum sunnudegi, kl. 3 e. h. MINNISl BETEL í erfðaskrám yðar * * * Dominion Seed House hefir nýlega gefið út afar vandað og skrautlega verðskrá, með myndum af jurtum, blóm- um og ávöxtum, og vildum vér draga athygli bænda og blóm- ræktar-manna, að auglýsingum þessa félags, sem eru nú að birt- ast í Heimskringlu. Félag þetta hefir aðal bæki- stöð sína í Georgetown, Ont. — Það er þess virði að hafa þessa verðskrá handhæka. * * * Matreiðslubók Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feld sted, 525 Dominion St. Verð $1.00. Burðargjald 5tf. * * * Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 3. marz — Sunnu- dagaskóli kl. 11 f. h. Ensk messa kl. 7 e. h. Allir boðnir velkomn- ir. S. Ólafsson * * * Saga íslendinga í Vesturheimi þriðja bindi, er til sölu á skrif- stofu Heimskringlu. Verð: $5.00. Allar pantanir afgreiddar tafar- laust. Issac Newton Community Fair. The Issac Newton Community fair is to be held at the school, Friday, March lst, 1946. Official i opening is at 7.30 iri the evening. The Fair will feature, sale of handicrafts, novelties, groceries, homecooking, Visitors will be able to enjoy educational dis- plays, midway-games, theatre programs, gymnastic displays. You can even have your picture taken at a special photography booth. Dancing will take place in ÞJóÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA Forseti: Dr. Richard Beck University Station, Grand Forks, North Dakota Allir Islendingar í Ame- ríku ættu að heyra til Þjóðrœknisfélaginu Ársgjald (þar með fylgir Tímarit félagsins ókeypis) $1.00, sendist fjármálarit- ara Guðmann Levy, 251 Furby St., Winnipeg, Man. the evening in the school audit- orium. The funds will be used for scholarships and equipment. All are welcome, and everybody is assured an exellent after- noon’s or evening’s entertain- ment. Framvegis verður Heims- kringla fáanleg í lausasölu, hjá hr. bóksala Lárus Blöndal, Skóla vörðustíg 2, Reykjavík, Island. The Fuel Situation Owing to shortage of miners, strikes, etc., cer- tain brands of fuel are in short supply. We may not always be able to give you just the kind you want, but we have excellent brands in stock such as Zenith Coke, Berwind and Glen Roger Bri- quettes (made from Pocahontas and Anthracite coal), Elkhorn and Souris Coal in all sizes. We suggest you order your requirements in advance. ■Cr^URDYO UPPLYQO.Ltd MC/-URDYC1 BUILDERS* |J SUPPLIES Vjland COAL PHONES 23 811 — 23 812 1034 ARLINGTON ST. COUNTERSALES BOOKS Kaupmenn og aðrir sem þannig lagaðar bækur nota, geta fengið þær með því að snúa sér til vor. Allur frágangur á þessum bókum er hinn vandað- asti. Spyrjist fyrir um verð, og á sama tíma takið fram tegund og fjölda bókanna sem þér þarfnist. The Viking Press Limited VERZLUNARSKOLANAM Aldrei hefir verið eins nauðsynlegt og ein- mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun, og það fólk sem hennar nýtur hefir venju- lega forgangsrétt þegar um vel launaðar stöður er að ræða. Vér höfum nokkur námsskeið til sölu við fullkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg. Spyrjist fyrir á skrifstofu vorri þessu viðvíkjandi, það margborgar sig. The Viking Press Limited Banning og Sargent WINNIPEG :: MANITOBA 853 Sargent Ave. Winnpieg, Man.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.