Heimskringla - 27.02.1946, Blaðsíða 5

Heimskringla - 27.02.1946, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 27. FEBRÚAR 1946 HEIMSKRINGLA 5. SIÐA sem út kemur bráðlega í New York í yfirgripsmiklu safnriti um heimsbókmenntir. Mun þá hið helzta talið af við- leitni stjórnarnefndarinnar að útbreiðslumálunum, en sjálfar hafa deildirnar unnið með mörg- um hætti að sameiginlegum á- Frh. á 7. bls. VELKOMIN HEIM Ræða flutt af W. J. Lindal dóm- ara á heimboðinu fyrir íslenzka hermenn og konur, mánudag- inn 18. febrúar.. Lauslega þýdd af höfundinum. Kvæði nokkurt, sem margir kannast við, er nefnist: “Kröfur tímans”, byrjar þannig: “Drottinn gef oss menn til mann- dóms verka, mikilhæfa, trúa, göfga’ og sterka.” Þetta er hvatning skáldsins í kyrð og friði nítjándu aldarinn- ar. Morguninn örlaga-þrungna, 1. september 1939, breyttist þessi hvatning í bæn — hjartfólgna hæn hvers einasta manns í víðri veröld sem elskar frið og frelsi. Bænin var heyrð — henni var svarað. Miljónir manna gáfu sig fram til þess að verja þjóðirnar sem á var ráðist. Ekki var það svo að skilja að þeir óskuðu eftir stríði. Vér getum með sanni sagt það sama um þá og segja má um hvern einasta sannan hermann: “Friðelskandi, framar stríði sér hann; föðurland sitt gegn um helju ver hann.” £Þess er ekki þörf að rekja shgu atburðanna í sex síðast lið- iu ár; í fyrsta lagi hin stórkost- kgustu samtök, fyrir fram hugs- uð í illum tilgangi, sem sögur fara af — samtök til þess að ger- eyðileggja alla nútíðar menn- iugu; þar næst hinar gífurlegu úrásir fjandmannanna, sem i fyrstu hlutu að hepnast, þar sem fæplega var um nokkrar varnir að ræða; hina kveljandi óvissu 'Ueðan sigur og ósigur virtust iófn á metaskálum; hinn mikla hugarlétti þegar viðhorfið h^eyttist til batnaðar; eyðilegg- fug drápsvéla og herafla óvin- ar*na og að síðustu uppgjöf þeirra alveg skilyrðislaust. Stríðið er unnið og canadisku hermennirnir eru að koma heim. ^au sem fyrir fáum árum voru óUgir drengir og litlar stúlkur, Sem léku sér um sléttur vestur- ^fkjanna eða innan um mann- fjöldann á götum austurborg- anna, eru nú orðin menn og kon- tneð æfilangri lífsreynslu að aki sér.' Engin þörf er að benda a einstök dæmi um hetjuskap Peirra og þrautseigju. Við erum sammála Dwight D. Eisen- °^ver, hershöfðingja, þar sem ann segir að engir hermenn, Sena Undir hans forustu börðust, hafi Nú tekið fram þeim canadisku. þið eru þeir að koma heim og góðu gestir, eruð á meðal þ^irra. Fyrir hönd hins mikla Jóannfjölda sem hér er saman- e®ainn í kvöld, og fyrir hönd .^nna mörgu sem ekki gátu kom- > hýð eg ykkur velkomin. ^etta heimboð fer fram undir ainsjón Jóns Sigurðssonar fé- gsins, með aðstoð canadiska ís- enzka klúbbsins. Jóns Sigurðs- ®°nar félagið var stofnað meðan ^fra heimsstríðið stóð yfir. Að ijT*Stríði loknu gekst félagið fyr- samkomu svipaðri þessari og í . essum sama sal. Koniyn félags- ^s Var það mikið ánægjuefni að ^eta í þetta sinn boðið velkomin 6lrn konur og menn frá Winni- °g umhverfinu, sem af ís- }j ^hu bergi eru brotin og þátt a tekið í seinna heimsstríðinu. þet Sarnvinnu með félaginu við a tækifæri er canadiski ís- nzki klúbburinn, sem gefur út rit er annast um það að safna skýrslum um menn og konur í Canada og Bandaríkjunum, sem eru af íslenzkum ættum og tekið hafa þátt í þessu stríði, ásamt. myndum af þeim. Áfram verður haldið að safna slíkum skýrslum og myndum og reynt að hafa það safn eins fullkomið og mögulegt er. Þannig á það að vera. Það er ekki farið eftir nöfnum þegar við, eins og aðrir þjóð- flokkar hér í landi, erum dæmd eða metin. Ekki heldur eftir því frá hvaða landi við fluttum hing- að né eftir afreksverkum feðra vorra — jafnvel ekki eftir þeirri þjóðararfleifð, sem þeir eftirlétu 1 okkur, þótt mikil sé og dýrðleg. Nei, ekkert af þessu er aðal at- riðið; það er farið eftir því hvernig við erum og reynumst sjálf og hvað það er þjóðinni til sæmdar sem við höfum komið til leiðar. Og einmitt af þessari á- stæðu er okkur afar ant um það að geta mætt öllum þeim skyld- um sem á okkur hvíla sem borg- urum þessa lands. Og með þetta fyrir augum verðum við að festa það í minni að: “Hin sanna frægð í frægðarverk- um lifir.” Ef okkur sem þjóðbroti hepn- ast að mæta öllum skyldum sem canadiskir borgarar þá eru það þið, gestir vorir, sem fyrst og fremst ber að þakka. “Að mæta öllum skyldum sem canadiskir borgarar”, sagði eg. Við erum stolt af því að vera canadiskir borgarar — stolt af Canada og þeim mikla þætti er hún sem þjóð átti í baráftunni sem nú er nýafstaðin, þar sem lífið sjálft var í veði. Framlag Canada í stríðinu hefir haft það i för með sér að þjóðin fer stöðugt vaxandi að áliti; hún skipar nú þegar heiðurssæti meðal banda- þjóðanna sem er miklu virðu- legra en mögulegt var að búast við eftir fólksfjölda. En við megum ekki gleyma því að þjóðarhefð og frægð byggjast á því, hve miklu einstaklingur- inn kom í verk af því, sem mið- ar til þjóðþrifa og er sama hvort hann er hermaður eða vanalegur borgari. Þið, og allir hinir cana- disku hermennirnir, sem svo drengilega afköstuðu öllum verkum og skyldum sem að ykk- ur bar, þið eigið mestan heiður- inn skilinn fyrir það hefðarsæti sem Canada þjóðin skipar. En við getum ekki látið hug- ann staðnæmast í Canada. Þegar við hugsum til baka og gætum þess hversu hættulega lítið vant- aði á það að óvinurinn ynni stríðið þá finnum við til þakk- lætis í hjörtum okkar til hvers einasta hermanns, karl eða konu, sem þátt tóku í stríðinu. Nú er því lokið og þið eruð komin heim til vina og vanda- manna. Eftir stutta hvíld, sem þið hafið sannarlega verðskuld- að, nálgast sá tími að þið takið ykkar þátt í störfum hins dag- lega lífs. Vera má að ykkur fyrst í stað finnist þau störf hvorki skemtileg né aðlaðandi, en þau hafa sinn tilgang og það er eitt sem er athugavert: þið fléttið inn í líf ykkar hér verðmæta reyn- slu, sem þið hafið öðlast, þótt hún hafi verið dýru verði keypt. Hinu mikla skyldustarfi er lokið; stríðið er unnið og heims- menningunni borgið. 1 gær horfðum við á ykkur í fjarska. Brjóst okkar þöndust út þegar við fréttum um hin miklu afreksverk ykkar, Nú samein- umst við ykkur og við göngum öll að nýjum störfum á .nýjum brautum. Friðinn verður að vinna. Nú erum við öll í baráttunni. Ennþá heyrist röddin hrópa: “Gef oss menn.” Þið, gestir góðir, takið leið- andi þátt í því skyldustarfi að byggja þannig að friði sé borgið. Forustu ykkar í þeirri grein hef- ir verið kröftuglega lýst, en þó ýkjulaust, af canadiska skáldinu E. J. Pratt, í hinu undurfagra kvæði sem hann nefnir: “Þeir hverfa heim.” “Þeir hverfa heim .... Þeir skapa efni’ og byggja fagrar friðarhallir sem féndur engir sigra né tímans straumar allir.” Hversvegna bendir skáldið á hermennina sem menn er muni taka leiðandi þátt í því að byggja þær friðarhallir sem aldrei munu hrynja? Það er vegna þess að æfing þeirra og lífsreynsla hafa klætt þá þeim andlega búningi og þeim líkamlegu kostum sem gera þá sérstaklega hæfa til þess að vinna að því mikla og vanda- sama starfi sem fyrir hendi ligg- ur. Því sérstaklega hæfa? Eg vil benda á dæmi sem útskýrir hvað. eg meina. Árið 1802 orti enska skáldið, William Wordsworth, einkar á- hrifamikið kvæði og mun í það hafa verið spunnar hugsanir hans er hann fann til hinnar miklu hættu sem hvildi yfir Bretlandseyjum, og sem ekki leið frá fyr en eftir stór-sigurinn í Trafalgar sjóorustunni þremur árum síðar. Kvæðið heitir: “Það er óhugsandi”. “Það er óhugsandi.” Þetta eru orð sem minna mörg ykkar á orð- in frægu hans Jóns Sigurðssonar, sem varði öllum sínum kröftum til að endurreisa hið forna lýð- veldi: “Aldrei að víkja”. Þrjár ljóðlínur í þessu þrótt- mikla kvæði Wordsworths lýsa aðalkjarnanum í anda brezku þjóðarinnar um allar þær aldir sem hún hefir barist fyrir frelsi sínu og lýðræðis stjórnarfyrir- komulaginu — lýsa honum alveg eins og meitlað væri í klett. Þær hljóða þannig: “Vér geymum, metum meira nokkrum auði þau megin vopn er fornar hetjur beittu, því frelsi er líf en f jötrar verri en dauði.” Milton talar um “Himnesk vopnabúr, hjálma, skildi og spjót.” “Líf er frelsi, fjötrar verri en dauði.” Þetta eru þau andlegu herklæði Breta, sem staðið hafa 1 að baki hersveita þeirra og veitt þeim líf og þrótt frá dögum Al- freds til þessa dags. Þetta voru herklæðin sem að góðu haldi komu þegar spánski flotinn lagði af stað til Englands; það var and- inn, sem vann á bak við og stýrði skipunum við Trafalgar, fylti hermennina vígamóði í Waterloo bardaganum. Hér birtist sál Eng- lands í sinni fegurstu mynd þeg- ar þjóðin varðist og barðist á ey- virki sínu, og stóðst alein hinar grimmilegu árásir — alein nema að því leyti sem hinar brezku þjóðirnar gátu veitt henni lið, sumir ykkar tóku þátt í þeim bardaga. En þið einnig eigið vopnabúr — vopnabúr sem þið fluttuð með jykkur frá vígvöllunum. Her- ' klæði ykkar, engu síður en Breta, eru ekki vængir flugdrek- J anna í loftinu, ekki virki á klett- um landanna, ekki fallbyssur á þilförum herskipanna; herklæði jykkar eru ekki úr stáli, þau eru ekki gereyðandi sprengikúlur; (en þau eru þess eðlis að ef nauð- syn ber til þá grípið þið byssurn- ar einu sinni enn, fljúgið himin- bláar loftbrautirnar og látið enn þá skipin skeiða og kljúfa öldur hafsins. Hvaða herklæði eru það sem þið eigið? I 1 stríðinu unnuð þið saman, börðust móti óvinunum; hver um sig gerði það sem skyldan bauð; hver og einn hugsaði fyrir sjálf- an sig en allir unnu saman. ! En samtökin voru miklu yfir- gripsmeiri og margþættari. All- ur heraflinn, á landi, sjó og í lofti, vann saman sem ein heild. Áhlaup og varnir voru nákvæm- lega ákveðin í samræmi við bar daga annarstaðar. Aldrei í sögu nokkurra styrjalda hafa samtök og samvinna verið eins nákvæm í alla staði um leið í jafnstór- um stíl. H. D. G. Crerar, þershöfðing: Canada hersins, hélt ræðu hér í Winnipeg mánuðinn sem leið; hann lagði mikla áherzlu á þá lexíu sem samtökin höfðu kent. Meðal annars fórust honum orð á þessa leið: “Samvinnu- og þjónustuand- inn, sem canadisku hermennirn- ir sýndu í svo ríkum mæli, er partur af þeim sjálfum. Eg er þess fullviss að framlag þeirra hér í Canada framvegis á friðar- tímum verðskuldi engu síður að- dáun allra og lof.” Þið, sem verið hafið á vígvöll- unum, vitið hvað samvinna þýðir og þið munið ekki gleyma því. Það er víða sem menn skortir skilning í þeim efnum. Stríð er harður og grimmur kennari. Það er í stríði sem menn læra til fullnustu að hlífa ekki sjálfum sér. Alt í kring eru augljós dæmi hetjuskapar og skyldu- rækni sem fsetast í meðvitund hermannsins og útiloka sjálfs- hyggju og persónulegan hagnað. Einstaklingurinn hverfur — hverfur inn í það málefni sem barist er fyrir. En einmitt í þessari lexíu, jafnvel þótt hún sé kend á grimd - arskóla stríðsins — einmitt þar kemur í ljós frumlegur sann- leikur. Þessu til sönnunar þarf ekki annað en að minnast orða undirforingjans í flughernum, og er til þeirra oft vitnað. Þessi hermaður var í flugorustum bæði yfir Evrópu og Japan og eru orð hans á þessa leið: “Eg sá menn særast og það stóð á sama hverrar þjóðar lang- afar þeirra höfðu verið: liturinn á blóði þeirra var altaf hinn sami; og hvaða kirkju sem þeir heyrðu til, voru kvalahljóðin hin sömu.” Þessi undirforingi veit hvað orðin: “Alþjóða bræðralag” þýða. Það var alt sama mann- kynið að berjast fyrir frelsi allra manna. Einnig þið hafið séð rautt blóð- ið renna úr opnum sárum. Stríð- ið hefir leitt sanneilka í ljós á þann hátt að þið gleymið því aldrei — sannleika þann sem við oft höfum á vörum en sjaldan í hjartanu: allir menn eru bræð- ur. Það er einmitt menn og kon- ur eins og þið, sem líkleg eru til þess að takast á hendur forustu í því að opna hjörtu allra manna fyrir þessum sannleika hvar í heimi sem eru, hvernig sem þeir eru litir og hverju sem þeir trúa. Það er annað að finna í vopna- búri ykkar. Þið eruð komin heim særð á sál og líkama. Ör- kumlin verða sívekjandi vitnis- burður um störf ykkar og fórn-i færslu. I baráttunni fyrir því að koma á ævarandi friði — bar- áttu sem verður löng og erfið, hvaða röksemdir eða mótbáiur standast gegn slíkum vopnum ? Engar. En umfram alt annað komiö þið heim með minningu um þá meðbræður yk*-ar sem fórnuðu lífinu sjálfu. Það er heilög end- urminning; hvorki rás viðburð- anna né tákn tímanna afmá hana né útiloka. “Ef þið bregðist okkur”, bergmálar í eyrum ykk- ar og hvetur ykkur áfram ef það skyldi koma fyrir að þið hikið eða látið hugfallast. Hver dirfist að ráðast gegn ykkur, sem hafið slíkum vopnum að veifa? Þeir menn sem alvaldir vilja verða; þær þjóðir seín enn vilja hreykja sér yfir allar aðrar og ilt undir sig bæla; þeir menn sem í sjálfsánægju sinni vilja ein- angra sig innan vissra heimsálfa en gleyma því að heimshöfin eru nú orðin eins og lækir og smá- vötn — allir þessir menn og allar þessar þjóðir munu á sínum tíma biðjast vægðar frammi fyrir þeim hersveitum manna og kvenna sem hátt bera höfuð sín og halda áfram með krystals- Jarðarberja Plöntur Ljúffengt, sœtt og lystugt Suðurlanda ávöxt- ur sem bæði er ávaxtaríkur og, fagur til hýbýlr.} skrauts. — Þakin j blómum og ávöxt- um samtímis. — Blómin snjóhvít" og angandi. Á- vöxturinn á stærð volhnotu, rauður að lit og lúffeng- ur, borðist hrár eða í jelly. Vex upp af fræi, og byrjar snemma að blómstra. (Pk. 25í) (3 pk. 50<f) póstfrítt. FRÍ—Vor stóra útsœðisbók fyrir 1946 Enn sú fullkomnasta 81 DOMINION SEED HOUSE Georgetown, Ontario skærar endurminningar á sinni beinu braut til fullkomins sigurs í alheimsfriði. Þetta eru vopn og herklæði þeirra miljóna, sem heim eru að koma frá vígvöllunum og stríð- inu sem háð var á sjó, landi og í lofti. Þetta eru herklæði ykkar. Þau eru ykkar “megin vopn” sem ekki bregðast ykkur fremur en Bretum af því þau eru partur af ykkur sjálfum. Það eru ”him- nesk herklæði” og því andleg. Þau eru herklæði sálar ykkar — þau eru þið sjálf. Við bjóðum ykkur velkomin; við fögnum því að okkur gefst tækifæri til þess að opna hjörtu okkar og láta í ljósi þakklæti okkar fyrir starfið, sem þið hafið unnið — fyrir okkur, fyrir Can- ada, já, fyrir Island, fyrir mann- kynið í heild sinni. Nú þegar þið komið heim slá- umst við í hópinn með ykkur. Með nýjum kröftum og meiri á- huga helgum við sjálf okkur enn á ný því starfi að reisa varanleg- ar friðarhallir. Þið haldið flagg- inu hátt — fána þeim sem táknar sigur og ævarandi frið. Við kom- um rétt á eftir. Sigurður S. Anderson, 800 Lipton St., hefir tekið að sér inn- köllun fyrir Hkr. í Winnipeg. Áskrifendur eru beðnir að minn- ast þessa og frá þeirra hálfu gera honum starfið sem greiðast. —■ Símanúmer hans er 28 168. RAUÐA KROSS VERKIÐ ER Aldrei FULLGERT FRIÐARTIMA RAÐSTAFANIR fjalla um ★ Aðstoð til heimkomnra hermanna. ★ ókeypis blóðblöndunar þjónusta. ★ Ungmenna Rauðakross deild. ★ Heimila sjúkra-þjónusta og hjálp í viðiögum. ★ Slysfara liðveizla. Á þessu ári verður Rauði Krossinn að hafa með höndum tvö stórkostleg fyrirtæki ... að- stoð til nauðlíðandi fólks af afleiðingum hins ógurlega stríðs í Evrópu og Asíu . . . og aukn- ar eftir-stríðs mannúðar ráðstafanir gagnvart okkar eigin Canada fólki Nú, í þessari vorri fyrstu eftir-stríðs liðsbón, biður Rauði Krossinn í Manitoba, alla íbúa þessa fylkis, sem um sex óvenju erfið ár, hafa gefið af vinnu sinni, blóði og fjármunum til styrktar Rauða Krossinum . . . að styrkja nú Rauða Krossinn, jafnt á þessum friðar-tímum eins og þeir svo drengilega gerðu á stríðs- tímunum, með allskonar framlögum og ann- ari aðstoð. Rauði Krossinn heldur áfram— The Manitoba Red Cross needs 200,000 members

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.