Heimskringla - 05.06.1946, Page 2
2. SlÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 5. JÚNI 1946
ALDARFJÓRÐUNGS-
STARF
Árna G. Eylands í þjónustu
verklegra búnaðarframf ara
í dag fyrir 25 árum síðan kom
Árni G. Eylands hingað til lands,
til þess að starfa í þjónustu Bún-
aðarfélags íslands. Þá var Sig-
urður Sigurðsson búnaðarmála-
stjóri að undirbúa búsáhalda-
sýninguna í Reykjavík. Þá var
von á fyrsta þúfnabananum
hingað til lands.
Ámi hafði verið í Noregi í átta
ár. Hann hafði verið þar í skól-
um og kyntst búnaðarhætti þjóð-
arinnar, verið við bústjóm o. fl.
störf. Hann sigldi til Noregs
haustið 1913, þá nýútskrifaður
frá Hólaskóla.
Síðustu árin sem Ámi dvaldi
í Noregi voru fengar þangað
fyrstu dráttarvélarnar. Var efnt
til námskeið um meðf^rð þeirra,
og fór Árni þangað.
Næstu 6 ár var Árni verk-
færaráðunautur Búnaðarfélags
íslands, en hafði öðmm þræði
rekstur þúfnabananna á hendi.
Eftirspurn fór mjög vaxandi
eftir ýmsum landbúnaðarverk-
færum. Hafði Búnaðarfélag Is-
lands þá á hendi útvegun verk-
færa fyrir ýmsa bændur. En þau
viðskipti urðu félaginu brátt um
megn. Þá varð að ráði, að S. í. S.
efndi til verkfæraverslunar, og
tók Ámi að sér forstöðu þessar-
ar viðskiptadeildar samhliða
stöðu sinni við Búnaðarfélag ís-
lands og í samráði við félags-
stjórnina. Hann hafði forstöðu
þessara viðskipta á hendi til árs-
loka 1945. Hefir hann því að
miklu leyti verið leiðandi ís-
lenzkra bænda á sviði verkfæra-
kaupa þau ár, sem tæknin hefir
breytt aðstöðu bænda við rækt-
un og heyvinnu.
Þegar Ámi hóf starf sitt hér,
voru 200 sláttuvélar á landinu
og fáeinar rakstrarvéjar. Hann
sá um útvegun á 3500 sláttuvél-
um, 2230 rkastrarvélum, 237
snúnings og múga-vélum, 1206
plógum og 2100 herfum. Drátt-
Árni G. Eylands
arvélar voru orðnar 350 en á 7.
hundrað í pöntun um síðustu
áramót, svo nokkur atriði séu
talin.
Þegar áburðarsala ríkisins
var stofnuð 1929, tók Árni við
forstöðu hennar. Lét hann ein-
skis ófreistað til þess að leið-
beina bændum með notkun til-
búinna áburðarefna, skrifaði
mikið um þau mál, gaf út leið-
beiningarit og vann ræktun
landsins mikið gagn á þann hátt
Grænmetisverzlunina tók
hann.að sér, er hún var stofnuð
1936. Og í verkfæranefnd hefir
hann verið frá byrjun til síðustu
áramóta. Haft á hendi umsjón
með skurðgröfum þeim, er ríkið
hefir starfrækt við framræslu
ræktarlanda, en þær voru 10 s. 1.
ár og 13 í pöntun. Val þessara
stórvirku véla og rekstur, notk-
un beltivéla, með jarðýtum við
nýræktarstörf, og heimilisdrátt-
arvéla við heyskap og önnur
störf, er nýjasti áfanginn sem
Árni hefir markað í jarðræktar-
málunum.
Á 2. þús. tonn af sáðvörum
hefir farið til jarðræktar bænda
gegnum hendur Áma, þar af
grasfræ í um 15,000 hektara af
nýrækt.
Þessi 25 ár, sem Árni G. Ey-
lands hefir starfað að ræktunar-
málum, við verkfæra- og áburð-
arverzlun og við leiðbeininga -
starfsemi fyrir íslenzka bændur,
hefir hann áunnið sér mikið
traust og hylli bænda yfirleitt.
Áhrifa hans hefir gætt mjög í
landbúnaðarmálum, bæði vegna
ráðlegginga hans til einstakra
manna, með fyrirlestrum og
blaðagreinum. Ritstjóri Freys
hefir hann verið í mörg ár og
rækt það starf, sem öll önnur í
þágu bænda, með óþreytandi á-
huga.
Um síðustu áramót hvarf hann
frá verkfæraverzluninni, hafði
áður verið ýtt úr áburðarverzl-
uninni sem kunnugt er, til tjóns
fyrir íslenzka bændastétt. Nú
starfar hann sem fulltrúi í land-
búnaðarráðuneytinu, og er furða,
eins og núverandi landbúnaðar-
ráðherra sagði nýlega í ræðu, að
engir fyrirrennarar hans skuli
hafa tekið búfræðing til starfs
í ráðuneytinu.
Árni G. Eylands er ósérplæg-
inn áhugamaður, sem á unga
aldri hét því, að verða íslenzkri
bændastétt að liði. Fjölhæfar
gáfur hans og alhliða þekking á
búnaðarmálum hefir ekki aðeins
gert honum það mögulegt heldur
ðuðvelt að styðja mjög að verk-
legri framþróun í sveitum lands-
ins.
Árni hefir, sem margir aðrir
stórbrotnir áhugamenn, ekki íar-
ið varhluta af óvild nokkurra sér
ómerkilegri manna. En fullyrða
má, að íslenzk bændastétt yfir-
leitt, sé honum þakklát fyrir
störf hans, og óski þess af heilum
hug, að bændur megi sem lengst
njóta þekkingar hans og leið-
beininga.
Árni Eylands er kvæntur
norskri konu Margit (fædd Foss-
tveit), hefir hún einnig dvalið
hér í 25 ár. V. St.
—Mbl. 8. maí.
VEIZLUSIÐIR OG
HVERSDAGSSTÖRF
Frásagnir þær, sem hér fara á
eftir, eru teknar úr bók Finns
Jónssonar á Kjörseyri, “Þjóð-
hættir og æfisögur frá 19. öld”,
sem út kom um áramótin síðustu
á forlagi Pálma H. Jónssonar á
Akureyri. Rit Finns, sem höf.
nefndi sjálfur “Minnisblöð”,
skiftist í þrjá meginhluta: sagna-
þætti, þjóðháttalýsingar og þjóð-
sögur. Er þar um auðugan garð
að gresja og merkan fróðleik að
finna. — Frásagnirnar, sem hér
fara á eftir, eru úr þeim hluta
bókarinnar, þar sem lýst er aag-
legu lífi á Suðurlandi um og
eftir miðja 19. öld.
Veizlur
í mínu ungdæmi kynntist eg
ekki öðrum veizlum en brúð-
kaupsveizlum og erfidrykkjum.
Eg var í fjölmörgum þeirra, því
að foreldrum mínum, og móður
minni eftir að faðir minn lézt,
var boðið í flest samkvæmi í
nágrenninu, og okkur systkin-
unum ásamt þeim. Flest eða öll
hjón héldu veizlur, þegar þau
giftu sig, þótt efnalítil væru. Það
var hér um bil óþekkt að kaupa
leyfisbréf. Veizlur voru einnig
haldnar við jarðarfarir, þótt fá-
tækir áttu hlut að máli.
Hjón voru ætíð gefin saman í
kirkju þeirri, er þau áttu sókn
að. Þegar boðsfólk var komið á
kirkjustaðinn var því vanalega
veitt kaffi með brauði, tvíbök-
um, pönnukökum, vöflum og
lummum og svo vín, brennivín
handa karlmönnum, en kirsu-
berjavín eða messuvín handa
kvenfólki. (Kirsuberjavínið var
vanalega kallað kirsuberja-
brennivín). Þegar búið var að
skauta brúðinni, sem stundum
gekk seint, því að gömlu faldam-
ir voru viðamiklir, og þurfti að
festa þá vel, hófst brúðargang-
urinn. Þá var prestur kominn
skrýddur fyrir altarið. Brúðar-
ganginum var hagað þannig að
fyrst leiddu tvær helztu konur
sveitarinnar brúðina á milli sín,
en ógiftar stúlkur leiddust þrjár
og þrjár á undan út að kirkju-
dyrum og skipuðu sér báðum
megin við þær meðan brúðhjón-
in voru leidd í kirkju til sæta
sinna fyrir framan gráturnar.
Tveir helztu boðsgestir meðal
karlmanna leiddu brúðgunánn
á eftir brúðarskaranum, en fólk
er gekk þar á eftir, bæði karlar
og konur, gekk reglulítið. Þar á
eftir gekk söngflokkurinn. Þeg-
ar brúðargangurinn fór af stað
frá bæjardyrum til kirkju, hóf
söngflokkurinn sönginn, og með-
hjalparinn hringdi þar til fólk-
ið var komið í kirkjuna. Vana-
lega var sungið við brúðargang-
inn versið nr. 307 í aldamóta-
sálmabókinni “Fyrstu brúður
til fyrsta manns”. Þá var vana-
lega á undan hjónavígslu sung-
inn sálmurinn nr. 309 í sömu
bók “Heimili vort og húsin
með”. Úr kirkju var brúðargang-
urinn með þeirri breytingu, að
brúðhjónin leiddust á undan
út hinu fólkinu.Þegar komið
var úr kirkju bjó fólk sig at
stað þangað, sem veizlan átti að
vera. Þegar boðsfólk var komið
á veizlustaðinn var það oft eitt
fyrsta verk frammistöðumanns-
ins að safna söðuláklæðum allra
boðskvenna og þilja með þeim
innan veizlusalinn, sem aft var
skemma, þar sem ekki var stofa
til. Og jafnvel þótt stofur væru
á bæjum, voru þær sjaldan svo
rúmgóðar, að þær rúmuðu alla
boðsgesti. Vanalega vdr búið að
setja borð og setubekki, þegar
fólkið kom á veizlustaðinn.
Þá var borinn matur á dúkað
borð og gestir leiddir til sætis,
og var það sannarlega vanda-
samt verk fyrir frammistöðu-
menn, því að sett var eftir mann-
virðingum, og munu ekki allir
ætíð hafa verið ánægðir með
sæti sitt, þótt aldrei yrði eg var
við opinberan ágreining út af
því. Venjulega var þríréttað.
Byrjað var að syngja borðsalm-
inn “Faðir á himnahæð” við dyr
veizluskálans, þegar búið var
að bera fyrsta réttinn á borð.
Var hann ýmist vínsúpa, hrís-
grjónavellingur eða vanaleg
kjötsúpa, eftir því hvað veizlur
voru fínar. Að enduðum borð-
sálmi mælti frammistöðumaður
hátt og skýrt: “Heiðarleg brúð-
hjón segja alla gesti velkomna og
biðja alla neyta þess, sem fram
er reitt og biðja alla að færa á
betri veg, þótt eitthvað kunni
áfátt að verða”. Þegar allir voru
hættir við fyrsta réttinn, var bor
ið af borði og færður inn annar
réttur, sem var stórsteik eða
kalt hangikjöt og stundum
hvorttveg^ja með tilheyrandi
brauði, viðmeti og fleira, að ó-
gleymdu víni fyrir karla og kon-
ur. Þriðji réttur voru pönnu-
kökur, vöflur og lummur, og
voru vanalega hvorki bornir
lausir diskar né hnífapör með
þeim rétti. Svo. var kaffi borið
annað hvort áður en upp var
staðið eða síðar, og það held eg
hafi oftar verið, en man það
óglöggt. Áður en staðið var upp
frá borðum, var síðan borðsálm-
urinn sunginn “Guð vor faðir
vér þökkum þér”, og var söng-
urinn vanalega fjörugri við síð-
ari borðsálminn, því að þá voru
menn búnir að fá sér hressingu.
Að enduðum síðari borðsálmi
mælti frammistöðumaður: Heið-
arleg brúðhjón þakka öllum
hingað komnum og biðja alla að
fyrirgefa það, sem áfátt hefir
kunnað að vera og óska öllum
heiðarlegum borðgestum góðrar
heimferðar”. Sami formáli var
hafður í erfidrykkjum, nema í
staðinn fyrir brúðhjón kom þá
“ekkja”, “ekkill” “hlutaðeig-
endur” eða annað, sem við átti
í hvert sinn.
Stundarkorni eftir að staðið
var upp frá borðum var farið að
hita vatn í púns. 1 það var haft
púnsextrakt eða romm og sykur.
Það var blandað í stóra leirskál
eða könnu, var púnsið síðan aus-
ið í glös og bolla, ef glös voru of
fá, með súpuskeið eða öðru, sem
fyrir hendi var. Þá var ætíð far-
University Scholarships For
Manitoba War Veterans and
Their Sons and Daughters
The six licensed Manitoba Brewers and all the
licensed Hotelkeepers in the Province have again given
$15,000.00 to the University of Manitoba to provide
scholarships for Manitoba War Veterans not otherwise
adequately provided for and for the sons and daughters of
Manitoba War Veterans.
$7,500.00 is to be used in the academic year 1946-47
to provide 15 entrance scholarships of the value of $150.00
each for students resident in Greater Winnipeg and 15
entrance scholarships of the value of $350.00 each for
students resident elsewhere in the Province. The remain-
ing $7,500.00 is to be used for the purpose of continuing
winners of such scholarships for a second year.
The scholarships may be tenable for two years in the
University of Manitoba, or in any of its affiliated Colleges,
in Arts, Science, Law, Medicine, Engineering, Architec-
ture, Agriculture, Home Economics, Commerce, Phar-
macy or other courses approved by the Board of Selection.
To be eligible, a student must have a clear Grade XI
or Grade XII standnig obtained as a result of Department-
al examinations, but any student wht) is writing Grade
XI examinations may apply.
The Board of Selection has power to divert such
portion of the funds as is deemed advisable for the com-
pletion of a course at the University already commenced
by a student who meets the War Service and other re-
quirements.
Application forms may be obtained from any high
school princfpal, the Department of Education or the
Registrar of the University of Manitoba.
Applications must be sent to the Registrar of the
University before August lst, 1946.
BOARD OF SELECTION
The Hon. Mr. Justice A. K. Dysart, M.A., L.L.D.,
Chancellor of the University of Manitoba.
The Hon. John Dryden, Minister of Education.
H. P. Armes, Esq., B.Sc., Ph.D.,
Dean of the University of Manitoba.
C. Rhodes Smith, Esq., K.C., M.L.A.,
President Manitoba Command of the Canadian Legion
Canon R. J. Pierce,
Warden of St. John’s College.
C. A. Tanner, Esq.
Managing Director of Manitoba Hotel Association.
Arthur Sullivan, Esq., K.C.,
representing the Manitoba Brewers.
Frank G. Mathers, Secretary
THE UNIVERSITY OF MANITOBA
Melrose
Cofbee
1 ljósum loftheldum pökkum,
Silex eða malað eins og við á.
H. L. MacKinnon Co.. Lto., Winnipeg
eykur hið bragðljúfa, ferska
og ilmandi Melrose kaffi á
fullkomnun ánægjunnar. —
Látið Melrose kaffi vera
YÐAR kaffi.
Við Máltíðir
ið að syngja. 1 Þann tíma þekkti
almenningur ekki dans og undi
vel við sönginn. Hver söng með
sínu nefi, og enginn gat sagt, að
hann kynni söng fremur öðrum.
Þá var oft sunginn tvísöngur, og
var hann skemmtilegur, þegar
söngmenn voru góðir. Margir
karlmenn urðu góðglaðir, en
aldrei kom fyrir handalögmál
eða ryskingar í þeim samkvæm-
um, sem eg var í, og voru þau þó
mörg. Yfirleitt man eg ekki eft-
ir öðru en allt færi siðsamlega
fram, þótt um fjölmennar veizl-
ur væri að ræða, og sumir yrðu
kenndir. Nú á tímum sakna eg
sérstaklega tvísöngsins, en því
miður lærði eg hann ekki. Aftur
var Ingvar bróðir minn góður
tvísöngsmaður, þótt ekki hefði
hann sterka eða mikla rödd.
Mig rekur minni til einnar
veizlu, sem margir söngmenn
voru í. Var hún haldin í Kolla-
bæ í Fljótshlíð, þegar þau gift-
ust Eggert sýslumaður Briem og
Ingibjörg Eiríksdóttir, sýslu-
manns Sverrissonar. Þar voru
samankomnir beztu söngmenn í
Rangárvallasýslu, þar á meðal
Skúli læknir Thorarensen, sem
talirin var í þá daga beztur söng-
maður á Suðurlandi. Annars
man eg þetta óglöggt, því að eg
var bam að aldri. Eg minnist
betur veizlu í Norðurkoti í
Grímsnesi, þar sem mikið var
sungið og vel. Þar voru þeir
Þórður kammerráð Guðmunds-
son sýslumaður Árnesniga og
séra Þórður Árnason í Klaustur-
hólum, er báðir voru annálaðir
söngmenn. Þá giftust Einar
Ingimundarson bóndi í Norður-
koti' og Guðný Stefánsdóttir
prests í Felli. Einar þótti virð-
ingargjarn og sögðu menn, að
hann hefði beðið kammerráðið
að vera franamistöðumann í
brúðkaupi sínu og frúna að vera
búrkonu. Hvað sem satt var í
þessu, fóru þau kammerráðs-
hjónin með þessi störf í veizl-
unni, enda var hún fínni en al-
ment gerðist.
Allmikinn undirbúning eða
umstang þurfti að hafa fyrir
veizlunum. Það þurfti að fara á
þá bæi, þar sem helzt var til
borðbúnaður og reiða það í skrín-
um og koffortum á veizlustað-
inn. Síðan þurfti að skila því að
lokinni veizlu, og komu þá stund-
um fyrir vanhöld og ruglingur,
einkum ef alt var ekki vel merkt
frá hverjum bæ.
Hér hefur eingöngu verið tal-
að um brúðkaupsveizlur, en þótt
þær væru venjulega fjörugri en
erfidrykkjur,þá fór allt fram
með líkum hætti á veizlustaðn-
um. Frammistöðumaður hafði
sama formála með breyt-
ingu þeirri, er fyrr getur. Á
kirkjustaðnum og við húskveðju
var lík tilhögun og enn á sér stað
við greftranir í sveitum, en ým-
islegt einfaldara eftir þeirrar
tíðar móð, svo sem að líkkistur
voru reiddar þverbak á traust-
um hestum til kirkjustaðarins.
Stöku sinnum var reitt á kviktrj-
ám. Kerrur voru þá óþekktar.
Líkmenn voru oftast 6, þegar
fullorðnir voru greftraðir, og
heyrði eg talað um, að líkmanns-
kaup væri spesía til hvers (4 kr.)
er fátæklingar áttu hlut að máli.
Eg heyrði talað um allmiklar
skírnar- og afmælisveizlur, en
aldrei var eg í þeim fjölmenn-
um. Það voru aðeins stöku heldri
menn, sem héldu þær.
FATASÖFNUN UM ALT CANADA
Þau Evrópu-börn er lifðu af þær hörmungar er innrás í
lönd þeirra höfðu í för með sér, og þá svívirðilegu meðferð er
þau urðu að líða meðan óvinirnir sátu að völdum, eru nú klædd
druslum einum. Þessir píslarvottar hinna stríðsbitnu landa
eru í stökustu neyð af fataleysi. Til að hjálpa eitthvað þess-
um vesalingum er neyðarkall sent inn á hvert canadiskt heim-
ili og hver fjölskylda beðin að rannsáka hvern krók og kima,
alt frá hanabjálka og niður í kjallara og alt sem er þar á milli,
fataskrínur, koffort, klæðaskápa o. s. frv., og gefa öll þau föt
er mögulegt er án að vera til “National Clothing Collection”.
Viðtökustaðir í hverju bygðarlagi verða auglýstir bráðlega.